Eldri fréttir:

Jólakveðja frá stjórn

Sunnudagur 23. desember 2007

Jólin 2006

 

Stjórn Hestamannafélagsins Glaðs óskar félögum sínum, öðrum hestamönnum, Dalamönnum og landsmönnum Jólin 2007 öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs! Stjórnarliðar þakka samstarfið á árinu sem er að líða og hlakka til nýs starfsárs.

 

Mótadagar 2008

Þriðjudagur 18. desember 2007

Mótaskrá Glaðs fyrir árið 2008 hefur að mestu verið ákveðin og er þannig:

1. mars 2008 Vetrarleikar

29. mars 2008 Vetrarleikar

19. apríl 2008 Íþróttamót

21. - 22. júní 2008 Hestaþing

 

Ekki eru komnar dagsetningar á úrtöku fyrir Landsmót (stefnt er að sameiginlegu úrtökumóti félaga á Vesturlandi) Bikarmót Vesturlands og sameiginlegt mót Dalamanna og Húnvetninga (Glaðs - Neista - Þyts) sem að þessu sinni verður í Búðardal. Dagsetningum þeirra verður bætt inn á mótasíðu okkar um leið og þær eru klárar.   

Heiðursfélagi látinn

Þriðjudagur 4. desember 2007

 

Jón Eggert Hallsson andaðist hinn 30. nóvember síðastliðinn 94 ára að aldri. Jón var fyrrverandi formaður Hestamannafélagsins Glaðs og heiðursfélagi þess síðan 1983. Hann verður jarðsunginn frá Hjarðarholtskirkju laugardaginn 8. desember kl. 13. Félagsmenn Glaðs votta aðstandendum samúð sína.

 

Árshátíð aflýst

Föstudagur 16. nóvember 2007

Vegna ónógrar þátttöku hefur verið ákveðið að aflýsa árshátíð félagsins sem halda átti á morgun. Minnt er á að á næsta ári hljótum við að fjölmenna þegar haldin verður afmælisárshátíð því Hestamannafélagið Glaður verður 80 ára.

Meira um árshátíðina

Föstudagur 9. nóvember 2007

Árshátíðin okkar verður sem fyrr segir haldin í Dalabúð laugardaginn 17. nóvember n.k.

Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30. Aldurstakmark er 16 ár.

 

Á matseðlinum verður úrbeinað, sérkryddað, grillað lambalæri ásamt meðlæti og eftirrétti.

Jói Baldurs og félagar leika fyrir dansi fram á rauða nótt.

 

Allt þetta fæst fyrir aðeins 3.800 krónur!

 

Pantanir berist fyrir miðvikudaginn 14. nóvember til einhvers þessarra:

Hanna Sigga s 434 1342, johannaa@ismennt.is

Siggi Jökuls s. 434 1350, vatn@ismennt.is
Sköldur Orri s 434 1650

           
Nú fjölmennum við á árshátíð og skemmtum okkur saman! 

Árshátíðin nálgast!

Mánudagur 5. nóvember 2007

Eftirfarandi tilkynning var að berast frá skemmtinefndinni:

 

Eins og áður hefur komið fram þá verður árshátíð Hestamannafélagsins Glaðs haldin í Dalabúð 17. nóvember næstkomandi.

 

Undirbúningur hátíðarinnar er í fullum gangi. Ef þú hefur góðar hugmyndir og/eða gullkorn um hestamenn í Dölum þá er það vel þegið. Eins ef myndir af mótum, hestaferðum og skemmtilegu fólki eru til. Hafðu samband við einhvern nefndarmanna ef þú lumar á einhverju sniðugu:
            Siggi á Vatni, 434-1350, vatn@ismennt.is
            Hanna Sigga Stóra-Vatnshorni, 434-1342, johannaa@ismennt.is
            Sköldur Orri Hamraendum, 434-1650

 

Jói Baldurs og co. munu sjá um að enginn fari heim í óslitnum skóm.

 

Til þess að skemmtunin takist vel þá er nauðsynlegt að þú og allir hinir mæti því án ykkar verður ekkert gaman.

 

Takið daginn frá. Sjáumst í Dalabúð og eigum skemmtilegt kvöld saman.

Árshátíðin verður 17. nóvember

Mánudagur 29. október 2007

Það er búið að ákveða að árshátið Glaðs verði haldin laugardaginn 17. nóvember svo félagar eru hvattir til að taka kvöldið strax frá og endilega að láta þetta fréttast til áhugasamra vina og kunningja! Árshátíðin verður svo auglýst nánar þegar nær dregur.

Heimasíður hestamannafélaga

Laugardagur 22. september 2007

Sífellt fjölgar þeim hestamannafélögum sem koma sér upp heimasíðum með fréttum af starfi sínu og ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir félagsmenn og aðra. Tenglalistinn hér hægra megin á síðunni er því alltaf að smálengjast og hafa allnokkur félög bæst þarna við undanfarið. Vefstjóri reynir að fylgjast með og bæta við þarna en hann óskar eftir upplýsingum ef vefskoðarar þekkja til fleiri félaga með heimasíður.

 

Netflakkarar eru eindregið hvattir til að skoða þessar heimasíður hestamannafélaganna því þar er margt fróðlegt og skemmtilegt. Upplagt er að nota tímann núna, það er jú frekar rólegt í okkar eigin félagi á þessum árstíma eins og venja vill vera.

Barna-, unglinga- og ungmennamótið á Blönduósi

Föstudagur 20. júlí 2007

Eins og fram kom í frétt hér á undan verður haldið mót fyrir barna-, unglinga- og ungmennaflokk á Blönduósi laugardaginn 21. júlí. Ákveðið hefur verið að mótið hefjist kl. 13:00 og að hægt verði að skrá sig á staðnum en þeir sem voru búnir að skrá sig þurfa ekki að gera það aftur.

Þriggja félaga mótinu aflýst

Fimmtudagur 19. júlí 2007

Vegna mjög lítillar þátttöku á sameiginlegt gæðingamót Neista, Þyts og Glaðs þá hefur verið ákveðið að blása mótið af. Hins vegar er áfram stefnt að því hafa lítið mót fyrir þau börn unglinga og ungmenni sem skráðu sig og verður það á Blönduósvelli. Þeir sem voru búnir að borga skráningargjöld inn á reikning Neista fá þau endurgreidd.

Úrslit Bikarmóts Vesturlands

Þriðjudagur 17. júlí 2007

Bikarmót Vesturlands í hestaíþróttum var haldið í Borgarnesi 2. júlí s.l. Nokkrir Glaðsfélagar voru þar á meðal keppenda og stóðu sig með sóma. Úrslitin eru hér.

Nýjir GPS punktar

Mánudagur 16. júlí 2007

Það hefur lítillega bæst við af GPS punktum á reiðleiðasíðurnar. Nýkomnir eru punktar fyrir megnið af leið nr. 7 um Flatir og stærri hluta leiðar 11, gamla Skógarstrandarveginn en áður var. Þá eru komnir punktar yfir leið 29b (hluta Hálsagatna), hluta af 30 (niður með Fáskrúð) og lítinn hluta af 36 (Hvammsfjarðarbotninn) en þarna var riðið frá Sámsstöðum í Ljárskógasel, niður í Ljárskógarétt og svo fjörurnar í Hóla.

Stórmót Dalamanna og Húnvetninga

Föstudagur 13. júlí 2007

Sameiginlegt gæðingamót Neista, Þyts og Glaðs verður haldið á Blönduósi laugardaginn 21. júlí og hefst kl. 10:00. Keppt verður í þessum flokkum:

A-flokki I
A-flokki II
B-flokki I
B-flokki II
Ungmennaflokki
Unglingaflokki
Barnaflokki
100 metra skeiði

 

Þátttaka er heimil öllum félagsmönnum í félögunum þremur og eru Glaðsfélagar hér með hvattir til þátttöku. Skráning fer fram hjá Óla á Sveinsstöðum miðvikudaginn 18. júlí milli klukkan 20 og 22 í síma 869 0705 eða á netfangið sveinsstadir@simnet.is

Niðurstöður Hestaþings

Laugardagur 30. júní 2007

Úrslitin frá hestaþinginu eru loksins komnar á mótasíður okkar.

Rásröð á Hestaþingi

Föstudagur 22. júní 2007

Búið var að lofa að rásraðir yrðu birtar á fimmtudagskvöldi en af ýmsum ástæðum tafðist það aðeins svo komið er fram yfir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar þetta er birt. Beðist er velvirðingar á seinkuninni en svona er rásröðin í tölti og gæðingakeppninni ( í kappreiðar verður skráð á staðnum og rásröð mun því ráðast á síðustu stundu í þeim greinum):

 

Tölt:

1. holl    Sigvaldi Lárus Guðmundsson á Heklu frá Ólafsvöllum
1. holl    Ágústa Rut Haraldsdóttir á Hugari frá Kvíarhóli


2. holl    Inga Dröfn Sváfnisdóttir á Litbrá frá Ármóti
2. holl    Signý Hólm Friðjónsdóttir á Gusti frá Grímstungu


3. holl    Grettir Börkur Guðmundsson á  Braga frá Búðardal
3. holl    Íris Hrund Grettisdóttir á Nubbi frá Hólum


4. holl    Jón Ægisson á Muggi frá Gillastöðum
4. holl    Skjöldur Orri Skjaldarson á Sóldögg frá Búðardal


5. holl    Julio Cesar Gutierrez á Djákna frá Blönduhlíð
5. holl    Eyþór Jón Gíslason á Dömu frá Magnússkógum

 

6. holl    Eygló Breiðfjörð Einarsdóttir á Hervöru frá Hvítárholti
6. holl    Birna Tryggvadóttir á Erlu frá Reykjavík

 

7. holl    Sigvaldi Lárus Guðmundsson á Takti frá Syðsta-Ósi
7. holl    Þórður Heiðarsson á Kiljan frá Hrappsstöðum

 

8. holl    Eyþór Jón Gíslason á Þulu frá Spágilsstöðum
8. holl    Skjöldur Orri Skjaldarson á Rún frá Búðardal

 

9. holl    Rúnar Rúnarsson á Fróða frá Torfastöðum
9. holl    Finnur Kristjánsson á Víla frá Engihlíð


10. holl Svanborg Einarsdóttir á Söru frá Gillastöðum
10. holl Jónfríður Esther Hólm á Lýsingi frá Kílhrauni

 

Unglingaflokkur:

  1. Heiðrún Sandra Grettisdóttir á Hörpu frá Miklagarði
  2. Ágústa Rut Haraldsdóttir á Tvífara frá Sauðafelli
  3. Hafdís Ósk Baldursdóttir á Prins frá Skörðum

 

Ungmennaflokkur:

  1. Signý Hólm Friðjónsdóttir á Gusti frá Grímstungu
  2. Jónfríður Esther Hólm á Lýsingi frá Kílhrauni

 

B-flokkur gæðinga:

  1. Dama frá Magnússkógum og Eyþór Jón Gíslason

  2. Eitill frá Leysingjastöðum II og Birna Tryggvadóttir
  3. Fróði frá Torfastöðum og Rúnar Rúnarsson
  4. Klófífa frá Gillastöðum og Svanborg Einarsdóttir
  5. Stikla frá Leikskálum og Viðar Þór Ólafsson
  6. Sóldögg frá Búðardal og Skjöldur Orri Skjaldarson
  7. Dáti frá Hrappsstöðum og Þórður Heiðarsson
  8. Hekla frá Ólafsvöllum og Sigvaldi Lárus Guðmundsson
  9. Erla frá Reykjavík og Birna Tryggvadóttir
  10. Litbrá frá Ármóti og Inga Dröfn Sváfnisdóttir
  11. Þula frá Spágilsstöðum og Eyþór Jón Gíslason
  12. Nubbur frá Hólum og Íris Hrund Grettisdóttir
  13. Djákni frá Blönduhlíð og Julio Cesar Gutierrez
  14. Kiljan frá Hrappsstöðum og Þórður Heiðarsson
  15. Taktur frá Syðsta-Ósi og Sigvaldi Lárus Guðmundsson
  16. Víli frá Engihlíð og Finnur Kristjánsson
  17. Rosti frá Búðardal og Skjöldur Orri Skjaldarson

 

A-flokkur gæðinga:

  1. Deilir frá Hrappsstöðum og Birna Tryggvadóttir
  2. Skutla frá Gillastöðum og Jón Ægisson
  3. Grásíða frá Tungu og Páll Ólafsson
  4. Sara frá Gillastöðum og Svanborg Einarsdóttir
  5. Sál frá Seli og Birna Tryggvadóttir
  6. Rún frá Búðardal og Skjöldur Orri Skjaldarson
  7. Gísli frá Nýjabæ og Guðbjörn Kristvinsson
  8. Muggur frá Gillastöðum og Jón Ægisson
  9. Ágústínus frá Melaleiti og Birna Tryggvadóttir

Hestaþing Glaðs - hagabeit og góð veðurspá

Þriðjudagur 19. júní 2007

Hestamótsgestir athugið að það verður hægt að leigja pláss fyrir hross í girðingu Hestaeigendafélagsins í Búðardal meðan á mótinu stendur. Þeir sem vilja nýta sér það hafi samband við Svölu í síma 861 4466.

 

Horfur eru á mjög góðu veðri hér um komandi helgi, hægviðri, léttskýjuðu og hlýju. Við ættum því að geta fjölmennt léttklædd í brekkuna okkar góðu.

Hestaþing Glaðs 23. - 24. júní

Fimmtudagur 14. júní 2007

Nú styttist óðum í Hestaþingið eða Nesoddann eins ogHestaþing Glaðs 2007við freistumst stundum til að kalla mótið okkar þó svo það verði nú og hér eftir haldið í Búðardal. Nú hefur verið ákveðið að keppni á mótinu verði opin öllum félögum í hestamannafélögum í Landsambandi Hestamannafélaga.

 

Dagskrá mótsins er að finna í pdf skjali sem má opna með því að smella hér eða á myndina við hlið þessa texta. Dagskráin hefst laugardaginn 23. júní kl. 10 með forkeppni í tölti og gæðingakeppni. Á laugardagskvöldinu kl. 20 hefjast kappreiðar og síðan fara fram úrslit í tölti. Á sunnudeginum 24. júní hefst dagskrá með hópreið kl. 13:00 og fara síðan fram í öllum flokkum gæðingakeppninnar.

 

Skráningar í gæðingakeppni (barnaflokk, unglingaflokk, ungmennaflokk, B-flokk og A-flokk) og í tölt þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 20. júní til:

Herdísar, s.695 0317 / 434 1663, brekkuhvammur10@simnet.is
Svölu, s. 861 4466 / 434 1195, budardalur@simnet.is
Þórðar, s. 893 1125 / 434 1171, thoing@centrum.is
Við skráningu þarf að gefa upp skráningarnúmer hross og kennitölu knapa!

 

Í kappreiðarnar verður skráð á staðnum.

 

Ráslitar í öllum greinum öðrum en kappreiðum, verða svo birtir á www.gladur.is að kvöldi fimmtudagsins 21. júní.

 

Munið ballið á laugardagskvöldinu! Skoðið auglýsinguna.

Sveitarstjórn styrkir reiðhallarbyggingu

Fimmtudagur 14. júní 2007

Á fundi sínum þann 12. júní s.l. samþykkti sveitarstjórn Dalabyggðar að veita Hestamannafélaginu Glað styrk að upphæð kr. 10.000.000 til byggingar reiðhallar í Búðardal. Auk þess var samþykkt að kaupa tíma í reiðhöllinni fyrir kr. 2.000.000 sem f.o.fr. eru hugsaðir fyrir grunnskólanemendur í sveitarfélaginu. Samanlögð upphæðin, kr. 12.000.000 verður greidd út á 4 árum.

 

Hestamenn í Dölum eru að vonum þakklátir og ánægðir með þessa afgreiðslu sveitarstjórnar og telja hana vitnisburð um framsýni sveitarstjórnarmanna og trú þeirra á hestamennskunni sem íþróttagrein, tómstundaiðju og atvinnugrein.

Bikarmót Vesturlands

Fimmtudagur 7. júní 2007

Bikarmót Vesturlands verður að þessu sinni haldið í Borgarnesi laugardaginn 29. júní. Þeir sem vilja lýsa áhuga sínum á að keppa þar fyrir hönd Glaðs eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við formann félagsins, Eyþór J. Gíslason.

Hestaþing Glaðs 23. -24. júní

Fimmtudagur 7. júní 2007

Hið árlega gæðingamót Glaðs verður haldið á nýja reiðvellinum í Búðardal í ár eins og áður hefur komið hér fram. Það styttist í mótið og nú er bara að skella spariskeifunum undir gæðingana og byrja að þjálfa. Það er von mótanefndar að fólk fjölmenni á mótið og fylli brekkuna báða dagana. Dagskráin verður að mestu með hefðbundnu sniði en þó verða einhverjar nýjungar, það verður allt kynnt betur þegar nær dregur.

Af reiðhallarmálinu

Fimmtudagur 7. júní 2007

Stjórn Hestamannafélagsins Glaðs vill koma eftirfarandi á framfæri við íbúa Dalabyggðar:

 

Síðastliðið haust úthlutaði landbúnaðarráðuneytið styrkloforðum til bygginga reiðhúsa, 330 milljónum alls. Styrkirnir voru eingöngu til hestamannafélaga í samstarfi við sveitarfélög á starfssvæðum félaganna. Fréttir berast nú hvaðanæva að um reiðhallarbyggingar sem að hluta til verða fjármagnaðar með þessu fé. Framkvæmdir eru t.a.m. hafnar eða í undirbúningi í Borgarnesi, á Söndum í Dýrafirði, Hvammstanga, Hvolsvelli, Hellu, Flúðum, Egilsstöðum, Grindavík og svo mætti lengi telja.

 

Glaður sótti um hámarksstyrk, 30 milljónir, til byggingar reiðhallar í Búðardal og gert var samkomulag við sveitarstjórn Dalabyggðar um 15 milljón króna framlag til byggingarinnar, fengist styrkurinn. Á daginn kom að styrkumsóknir voru langt umfram það fé sem til úthlutunar var og í hlut Glaðs komu aðeins 5 milljónir. Stjórn félagsins ákvað að leggja ekki árar í bát, heldur leita leiða til að höllin mætti rísa.  Á aðalfundi félagsins, þann 12. apríl s.l., var ákveðið að vinna málið áfram og stjórninni veitt heimild til að stofna félag um byggingu og rekstur reiðhallar. Gerð hefur verið áætlun um að byggja talsvert ódýrara og einfaldara hús en gert var ráð fyrir í upphafi, hús sem engu að síður geti hýst þá starfsemi sem fyrirhuguð var og er. Unnið er hörðum höndum að fjármögnun og sótt hefur verið að nýju um fjármagn til sveitarfélagsins og liggur sú umsókn nú fyrir sveitarstjórn. Mikil vinna hefur verið lögð í þetta mál síðastliðið ár og ætti nú að skýrast fljótlega hvort sú mikla umbylting á aðstöðu hestamanna sem í gangi er um land allt nái til einnig Dalamanna.

Reiðnámskeið

Miðvikudagur 6. júní 2007

Reiðnámskeið verður haldið í Búðardal dagana 12. – 22. júní n.k. Námskeiðið verður alls 8 stundir og er opið öllum. Verð er kr. 8.000 fyrir alla. Kennari er Birna Tryggvadóttir, reiðkennari. Þátttakendum stendur til boða að geyma námskeiðshross í girðingu hestaeigendafélagsins meðan á námskeiðinu stendur.

 

Margrét í Miklagarði tekur við skráningum og veitir frekari upplýsingar í síma 434-1552 í hádeginu og á kvöldin. Síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 10. júní.

 

Nú er ekki eftir neinu að bíða, heldur skella sér á reiðnámskeið!

Hestaþing Glaðs verður opið vestlendingum

Mánudagur 21. maí 2007

Hestaþing Glaðs ("Nesoddamótið") verður haldið dagana 23. – 24. júní næstkomandi í Búðardal (en ekki á Nesodda). Nú hefur verið ákveðið að gera þá tilraun að hafa opið fyrir alla félaga í hestamannafélögunum á Vesturlandi í allar keppnisgreinar á mótinu. Nánari upplýsingar um Hestaþingið verða birtar hér á vefnum þegar nær dregur.

Úrslit íþróttamótsins

Laugardagur 5. maí 2007

Úrslit mótsins í dag eru komin inn á mótasíðuna okkar.

Rásröð á laugardag

Fimmtudagur 3. maí 2007

Á íþróttamótinu 5. maí verður rásröðin þessi:

 

Fjórgangur - opinn flokkur

  1. Málfríður Mjöll Finnsdóttir á Spretti frá Tjarnarlandi
  2. Eyþór Jón Gíslason á Meitli frá Spágilsstöðum
  3. Margrét Guðbjartsdóttir á Elvu frá Miklagarði
  4. Viðar Þór Ólafsson á Stiklu frá Leikskálum
  5. Eyþór Jón Gíslason á Dömu frá Magnússkógum

 

Fjórgangur - unglingaflokkur

  1. Heiðrún Sandra Grettisdóttir á Gabríel frá Vesturholtum
  2. Sunna Ýr Einarsdóttir á Spretti frá Hróðnýjarstöðum

 

Fjórgangur - ungmennaflokkur

  1. Signý Hólm Friðjónsdóttir á Júníu frá Hallsstöðum
  2. Jónfríður Esther Hólm á Lýsingi frá Kílhrauni

 

Tölt - barnaflokkur

  1. Sædís Birna Sæmundsdóttir á Svartni frá Leikskálum

 

Tölt - unglingaflokkur

  1. Heiðrún Sandra Grettisdóttir á Gabríel frá Vesturholtum
  2. Sunna Ýr Einarsdóttir á Spretti frá Hróðnýjarstöðum
  3. Heiðrún Sandra Grettisdóttir á Álfi frá Búðardal

 

Tölt - ungmennaflokkur

  1. Jónfríður Esther Hólm á Lýsingi frá Kílhrauni
  2. Signý Hólm Friðjónsdóttir á Júníu frá Hallsstöðum

 

Tölt - opinn flokkur

  1. Jóhanna Einarsdóttir á Funa frá Geirmundarstöðum
  2. Eyþór Jón Gíslason á Dömu frá Magnússkógum
  3. Bryndís Karlsdóttir á Frey frá Geirmundarstöðum
  4. Dagný Karlsdóttir á Gná frá Geirmundarstöðum
  5. Ingibjörg Eyþórsdóttir á Krapa frá Spágilsstöðum
  6. Margrét Guðbjartsdóttir á Elvu frá Miklagarði
  7. Eyþór Jón Gíslason á Þulu frá Spágilsstöðum

Hestaíþróttamót Glaðs 5. maí

Laugardagur 28. apríl 2007

Íþróttamót Glaðs verður haldið í Búðardal 5. maí og hefst kl. 10:00.

 

Dagskrá (háð nægri þátttöku í öllum flokkum):

Forkeppni

Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: Opinn flokkur

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Úrslit

Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: Opinn flokkur

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Gæðingaskeið: Opinn flokkur

 

Skráningar fara fram hjá:

Þórður s: 434 1171 netfang: thoing@centrum.is

Svala s: 434 1195 netfang: budardalur@simnet.is

Herdís s: 434 1663 netfang: brekkuhvammur10@simnet.is

Tekið er við skráningum til miðvikudagsins 2.maí. Athugið! Ekki verður tekið við skráningum eftir miðvikudag. Á fimmtudeginum 3. maí verða ráslistar birtir á hér á heimasíðu Glaðs. Skráningargjald er 1.000 kr. í hvern flokk en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.

 

Verðlaun verða afhent fyrir samanlagða stigakeppni vetrarins. Styrktaraðilar eru: Knapinn í Borgarnesi og Hrossaræktarsamband Dalamanna.

Aðrir styrktaraðilar eru: VÍS, SJÓVÁ og KB-Banki.

 

Bikarhafar frá því í fyrra eru minntir á að skila íþróttabikurum til Viðars fyrir mót!

Uppfærslur á vefnum

Laugardagur 28. apríl 2007

Búið er að uppfæra nefndasíður hér á vefnum og sömuleiðis lög félagsins svo nú á þetta allt að vera rétt. Úrslit seinni vetrarleikanna eru líka komin inn fyrir nokkru síðan.

Fundargerð aðalfundar

Fimmtudagur 19. apríl 2007

Fundargerð aðalfundarins er komin á fundagerðasíðu vefsins. Pdf formið (prentvænt) má líka sækja beint hér. Eftir er að uppfæra lög félagsins hér á heimasíðunni, uppfæra nefndirnar og að setja inn úrslit vetrarleikanna og kemur þetta vonandi allt á allra næstu dögum.

Af aðalfundi

Fimmtudagur 12. apríl 2007

Helstu fréttir af aðalfundi sem var að ljúka eru þær að stjórn situr óbreytt og ekki urðu stórar breytingar á nefndaskipan, nokkrar þó. Árgjald var hækkað um 500 kr. Talsverðar umræður urðu um fyrirhugaða reiðhallarbyggingu félagsins og samþykkti fundurinn heimild til stjórnar til að stofna hlutafélag um bygginguna.

 

Vegna þess að vefstjóri verður fjarverandi næstu daga má búast við að það dragist fram í miðja næstu viku að fundargerð aðalfundarins verði birt hér á vefnum og að nefndasíður verði uppfærðar. Sama mun væntanlega gilda um birtingu úrslita vetrarleikanna sem verða eftir 2 daga.

Vetrarleikar 14. apríl

Miðvikudagur 4. apríl 2007

Seinni vetrarleikar félagsins verða haldnir í Búðardal laugardaginn 14. apríl. Mótið hefst kl. 13:00 og verður keppt í þessum greinum ef þátttaka fæst:
Tölt barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Fjórgangur opinn flokkur

100 m skeið með fljótandi starti

 

Við skráningum taka Fríða í síma 893 1126 og Svala í síma 861 4466, í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 11. apríl. Hver skráning kostar 1.000 krónur.

Aðalfundur 12. apríl

Miðvikudagur 4. apríl 2007

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Dalabúð fimmtudaginn 12. apríl og hefst fundurinn kl. 20:30.

Dagskrá:

  1. Kosning starfsmanna fundarins
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
  3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  5. Reikningar bornir undir atkvæði
  6. Tillaga stjórnar að lagabreytingu (sjá hér neðar)
  7. Kosningar skv. 6. grein:
    1. ritari og gjaldkeri til 3 ára ásamt varamönnum
    2. skoðunarmaður reikninga (annar tveggja) til 2 ára
    3. fulltrúar á landsþing LH
    4. fulltrúar á sambandsþing UDN
  8. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar
  9. Ákvörðun árgjalds
  10. Reiðhallarmálið
  11. Önnur mál

 

Stjórnin leggur fyrir aðalfund eftirfarandi tillögu að breytingu á lögum félagsins:
Í 8. grein, þar sem nú stendur um aðalfund: „Hann skal haldinn í apríl eða maí ár hvert...“ komi í staðinn: „Hann skal haldinn fyrir 15. apríl ár hvert...“
Núgildandi lög eru í heild sinni hér á vefnum.

Úrslit vetrarleika

Laugardagur 17.03.2007

Vetrarleikar fóru fram í dag í ljómandi fallegu vetrarveðri. Úrslitin eru komin á mótasíðuna okkar.

Rásröð á morgun

Föstudagur 16.03.2007

Á vetrarleikunum á morgun verður rásröðin þessi:

 

Tölt - unglingaflokkkur

  1. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Álfur frá Búðardal
  2. Sunna Ýr Einarsdóttir og Sprettur frá Hróðnýjarstöðum

 

Tölt - ungmennaflokkur

  1. Charlotta Liedberg og Rosti frá Búðardal
  2. Jónfríður Esther Hólm og Júpíter frá Hallsstöðum
  3. Signý Hólm Friðjónsdóttir og Júnía frá Hallsstöðum
  4. Jenny Nilsson og Frosti frá Lyngbrekku

 

Tölt - opinn flokkur

  1. Jón Ægisson og Muggur frá Gillastöðum
  2. Harald Óskar Haraldsson og Tígulstjarni frá Bakka
  3. Jóhanna Einarsdóttir og Funi frá Geirmundarstöðum
  4. Eyþór Jón Gíslason og Glampi frá Spágilsstöðum
  5. Jón Ægisson og Ugla frá Gillastöðum
  6. Margrét Guðbjartsdóttir og Elva frá Miklagarði
  7. Svanborg Einarsdóttir og Sara frá Gillastöðum
  8. Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Sólon frá Leiðólfsstöðum
  9. Dagný Karlsdóttir og Gná frá Geirmundarstöðum
  10. Eyþór Jón Gíslason og Dama frá Magnússkógum
  11. Skjöldur Orri Skjaldarson og Rún frá Búðardal
  12. Harald Óskar Haraldsson og Darri frá Engihlíð

 

Heimasíða Glyms

Mánudagur 12. mars 2007

Eigendur Glyms frá Innri-Skeljabrekku (sjá frétt frá Hrossaræktarsambandi Dalamanna hér neðar) vilja benda þeim, sem meira vilja vita um folann og sjá myndir af honum og aðstandendum hans, á að skoða bráðskemmtilega heimasíðu hans: http://glymur.blog.is.

Vetrarleikarnir 17. mars

Þriðjudagur 6. mars 2007

Fyrri vetrarleikar félagsins verða haldnir í Búðardal laugardaginn 17. mars. Mótið hefst kl. 13:00 og verður með hefðbundnu sniði.

 

Við skráningum taka Fríða í síma 893 1126 og Svala í síma 861 4466, í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 14. mars. Hver skráning kostar 1.000 krónur.

Æskan og hesturinn

Þriðjudagur 6. mars 2007

Sunnudaginn 11. mars n.k. verður farin hópferð á vegum Glaðs til að sjá sýninguna "Æskan og hesturinn" í reiðhöllinni í Víðidal. Lagt verður af stað frá Búðardal (planinu við Dalakjör) kl. 10:00 stundvíslega en sýningin hefst kl. 13:00.

 

Á heimleiðinni verður stoppað á skyndibitastaðnum KFC í Mosfellsbæ. Áætluð heimkoma er um kl. 18. Rútuferðin kostar aðeins kr. 1.000 fyrir alla, aðgangur á sýninguna er ókeypis en mat og annað þ.h. greiðir hver fyrir sig.

ATH. Ætlast er til að börn yngri en 10 ára séu í fylgd með fullorðnum!

 

Fanney Þóra tekur við skráningum í ferðina í síma 434 1624 og 860 8821 eða með tölvupósti: fanneythora@simnet.is, í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 8. mars.

Vetrarleikum frestað um viku

Miðvikudagur 28. febrúar 2007

Ákveðið hefur verið að fresta vetrarleikunum sem halda átti 10. mars næstkomandi. Mótið verður í staðinn haldið viku síðar eða þann 17. mars og verður nánar auglýst fljótlega. Ástæða frestunarinnar er að upphaflega dagsetningin rekst á við Æskuna og hestinn.

Leiðrétt verð undir Kraft

Fimmtudagur 22. febrúar 2007

Vakin er athygli á því að búið er að leiðrétta áður auglýst verð undir Kraft frá Efri-Þverá. Rétt verð er 52.000 án vsk. sem er lægra en áður var auglýst. Í fréttinni frá Hrossaræktarsambandinu hér fyrir neðan kemur nú fram rétt verð.

Frá Hrossaræktarsambandi Dalamanna

Sunnudagur 18. febrúar 2007

Á komandi sumri býður Hrossaræktarsambandið þessa stóðhesta:

 

Svokölluð „húsnotkun“ 20/5 – 20/6, í Ljárskógum:

Á Landsmóti 2006

 

Kraftur frá Efri-Þverá

Bygging 8,20 Hæfileikar 8,48 Aðaleinkunn 8,37

 

Þið munið eftir jarpa Kolfinnssyninum sem stóð efstur í flokki 4 vetra stóðhesta á Landsmóti 2006, þetta er hann!

 

Áætlað verð: 52.000 án vsk. fyrir félagsmenn (ath leiðrétt frá áður auglýstu verði).

 

 

 

 

Fyrra tímabil 20/6 – 20/7 í Ljárskógum:

Á fjórðungsmóti 2005

 

Glymur frá Innri-Skeljabrekku

Bygging 7,98 Hæfileikar 8,65 Aðaleinkunn 8,38

 

Þetta er að sjálfsögðu hinn stórkostlegi klár þeirra Finnsa, Lenu og Gunna Gunn! Í fyrra gaf hann töluvert af móvindóttu.

 

Áætlað verð: 68.000 án vsk. fyrir félagsmenn.

 

 

 

Pantanir undir þessa stóðhesta þurfa að berast fyrir 15. mars nk. til:

Sigga á Vatni, helst á netfangi vatn@ismennt.is, annars í síma 434 1350
eða
Rúnars á Valþúfu í síma 434 1287

 

Nánari upplýsingar koma síðar, m.a. er verið að vinna í því að fá stóðhest á seinna tímabil.

 
Stjórn Hrossaræktarsambandsins beinir þeim eindrægnu tilmælum til félaga sinna að þeir panti nú sem allra fyrst undir þessa tvo hesta sem hér eru nefndir.

Reiðnámskeið

Sunnudagur 18. febrúar 2007

Fræðslu- og unglinganefndin hefur samið við Skjöld Orra um að hann verði með reiðnámskeið í vetur. Kennt verður hálfsmánaðarlega í 1-2 daga í senn frá og með 3. mars. Verðið verður aðeins 1.000 kr. fyrir hvert skipti.


Þátttaka skráist hjá Fanneyju Þóru fyrir þriðjudaginn 27. febrúar

í síma 434 1624 eða 860 8821 eða á netfangið fanneythora@simnet.is

 

Annað reiðnámskeið verður síðan haldið í vor með svipuðu sniði og verið hefur. Nánar um það þegar nær dregur.

Æskan og hesturinn

Sunnudagur 18. febrúar 2007

Helgina 10.-11. mars verður dagskráin „Æskan og hesturinn“ haldin í reiðhöllinni í Reykjavík. Börnum og unglingum í Glað gefst nú kostur á að koma með atriði á sýninguna. Þeir sem vilja taka þátt í þessu hafi samband við:

Fanneyju Þóru eigi síðar en föstudaginn 23. febrúar í síma 434 1624 eða 860 8821
eða á netfangið fanneythora@simnet.is

 

Að venju verður svo farin hópferð með börn og unglinga til að sjá sýninguna. Þetta verður nánar auglýst síðar.

Reiðskemma

Sunnudagur 4. febrúar 2007

Á stjórnarfundi í dag voru stjórnarliðar sammála um að gefast ekki upp þótt félagið hafi fengið mun lægra styrksloforð frá nefnd um úthlutun styrkja til reiðhalla, reiðskemma og reiðskála heldur en vonir voru bundnar við. Félaginu var úthlutað 5 milljónum króna af þessu styrkfé. Ákveðið var að stefna að því að byggð verði reiðskemma, hugsanlega þannig að stækka megi bygginguna síðar. Unnið er að gerð kostnaðaráætlunar fyrir slíka byggingu og farið verður í að afla frekari styrkja.

Nýja mótssvæðið upplýst

Sunnudagur 4. febrúar 2007

Á fundi í stjórn Glaðs í dag kom fram að Hestaeigendafélag Búðardals hefur ákveðið að setja upp á eigin kostnað lýsingu við nýja mótssvæðið okkar í Búðardal. Glaðsfélagar fagna að sjálfsögðu þessu framtaki Hestaeigendafélagsins og færa félaginu þakkir.

Vetrarstarfið

Laugardagur 27. janúar 2007

Þá fer að styttast í að vetrarstarfið hefjist enda margir búnir að járna og farnir að ríða út. Það er stefnt að því að fá leiðbeinanda til að aðstoða og leiðbeina börnum og unglingum í hestamennskunni í vetur. Fræðslunefndin er að undirbúa þetta núna og verður þá tilkynnt nánar um þetta fljótlega ef áætlanir ganga eftir. Mótin okkar hefjast svo í mars og við viljum minna hér á þau mót sem ákveðin hafa verið:

10. mars: Vetrarleikar í Búðardal

14. apríl: Vetrarleikar í Búðardal

19. apríl: Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardals

5. maí : Íþróttamót Glaðs ("1. maí" mótið) í Búðardal

23. - 24. júní: Hestaþing Glaðs í Búðardal

Auk ofangreindra félagsmóta reiknum við með þátttöku í Bikarmóti Vesturlands eins og venjulega og einnig þriggja félaga móti Glaðs, Neista og Þyts ("Norðvesturbandalagsins") sem væntanlega verður á Blönduósi þetta árið. Nánar verður tilkynnt um þessi mót um leið og upplýsingar berast.

 

Eldri fréttir

Fréttir frá 2006

Fréttir frá 2005

 

 

Fara efst á síðu

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri