Ýmsir tenglar:

Úrtaka fyrir Landsmót á Æðarodda 9. og 10. júní

Fimmtudagur 17. maí 2018

Hestamannafélögin Dreyri og Glaður hafa ákveðið að sameinast um úrtökumót að þessu sinni. Mótið fer fram á Æðarodda (Akranesi) og verður boðið upp á tvær umferðir. Fyrri umferðin fer fram laugardaginn 9. júní og seinni umferðin sunnudaginn 10. júní. Keppendum verður frjálst að taka þátt í annarri eða báðum umferðum en betri árangur gildir hjá þeim sem taka þátt í báðum.

 

Fyrri umferð úrtökunnar verður jafnframt gæðingamót Dreyra þannig að riðin verða úrslit í lok laugardagsins eða um kvöldið. Keppendum Glaðs í yngri flokkum (ungmenna-, unglinga- og barnaflokkum) býðst að taka þátt í úrslitunum. Í seinni umferðinni, á sunnudeginum verður eingöngu forkeppni.

 

Opið verður fyrir skráningar í báðar umferðir frá og með 20. maí til miðnættis að kvöldi 3. júní. Skráningar fara fram í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Skráningagjöld eru 5.000 kr. í A-flokk og B-flokk gæðinga en 3.500 kr. í ungmennaflokk, unglingaflokk og barnaflokk. Athugið að fyrri og seinni umferð eru sett upp eins og sitthvort mótið í SporFeng. Þeir sem skrá sig í báðar umferðir greiða samt bara einfalt skráningagjald. Skráningakerfið mun reyna að innheimta gjald fyrir báðar umferðir en greiðendur þurfa sjálfir að gæta að því að greiða aðeins eitt gjald per skráningu, óháð hvort skráð er í aðra eða báðar umferðir.

 

Aðstoð við skráningar veita:

Svala í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórður í 893 1125 eða thoing@centrum.is.

Æskan og hesturinn - hópferð

Miðvikudagur 25.apríl 2018

Ăskan og hesturinn 2018Fræðslu- og æskulýðsnefnd Glaðs ætlar að fara í hópferð á Æskan og hesturinn n.k. sunnudag, 29. apríl. 


Glaður býður í rútuna og frítt er á sýninguna sjálfa en börnin þurfa að koma með matarpening með sér til að kaupa sér snarl yfir sýningunni og fyrir mat á KFC í Mosó en þar verður stoppað á heimleiðinni og til að borða.


Foreldrar eru velkomnir með í ferðina eins lengi og sætafjöldi leyfir í rútunni og foreldri eða staðgengill verður að koma með börnum 8 ára og yngri.


Lagt verður af stað frá Kjörbúðarplaninu í Búðardal kl. 9:30 en sýningin hefst kl.13. Búast má við heimkomu milli kl. 17 og 18.


Skráning fer fram hjá Svölu á messenger eða í síma 861 4466 í síðasta lagi miðvikudaginn 25. apríl.

 

Áhugasamir félagar af Reykhólasvæði geta sett sig í samband við Styrmi Sæmundsson í síma 847 8097 svo hægt sé að finna út úr sameiginlegri ferð þaðan í Búðardal.

Viðurkenningar

Miðvikudagur 25. apríl 2018

Á uppskeruhátíð UDN á síðasta hausti fengu þessi börn hvatningarverðlaun fyrir hestamennsku:

Aron Mímir Einarsson

Eysteinn Fannar Eyþórsson

Katrín Einarsdóttir

 

Eftirfarandi viðurkenningar voru svo veittar á skemmtikvöldi Glaðs fyrir viku.

 

Stigahæstu knapar 2017:

Barnaflokkur: Katrín Einarsdóttir með 32 stig

Unglingaflokkur: Arndís Ólafsdóttir með 36 stig

Ungmennaflokkur: Einar Hólm Friðjónsson með 16 stig

Opinn flokkur: Inga Heiða Halldórsdóttir með 47 stig

 

Knapi ársins 2017: Inga Heiða Halldórsdóttir

 

Stigahæstu knapar ársins 2018:

Barnaflokkur: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Katrín Einarsdóttir með 19 stig hvort

Unglinga- og ungmennaflokkur: Laufey Fríða Þórarinsdóttir með18 stig

Opinn flokkur: Ágústa Rut Haraldsdóttir með 31 stig

 

Liðakeppnin 2018:

Lið Ágústu og Heiðrúnar vann með 147 stig en lið Gaflfells var með 122 stig.

Opið íþróttamót Glaðs

Miðvikudagur 18. apríl 2018

Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 28. apríl og hefst keppni stundvíslega klukkan 10:00. Mótið er opið félögum í hestamannafélögum í LH.

 

Dagskrá:
Knapafundur í reiðhöllinni kl. 09:30
Forkeppni hefst kl. 10:00:
Fjórgangur: 1. flokkur V2, 2. flokkur V2, barnafl. V5, unglingafl. V2 og ungmennafl. V2

Fimmgangur F2: opinn flokkur

Tölt T7: barnaflokkur

Tölt T3: unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2. flokkur og 1. flokkur
Úrslit:
Fjórgangur: 1. flokkur, 2. flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur: opinn flokkur

Pollaflokkur, frjáls aðferð

Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl., 2. flokkur og 1. flokkkur
100 m skeið (flugskeið)

 

Takið eftir:

 

Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Opið er fyrir skráningar til kl. 20:00 fimmtudaginn 26. apríl. Sama gildir um greiðslu skráningagjalda en gjaldið er 1.500 krónur í barna-, unglinga- og ungmennaflokk en 2.500 kr. í fullorðinsflokka. Pollar eru skráðir á mótsstað eða með tölvupósti til Svölu eða Þórðar. Það er ekkert skráningagjald í pollaflokkinn. Aðstoð við skráningar veita:
Svala í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórður í 893 1125 eða thoing@centrum.is

Firmakeppnin verður 5. maí

Miðvikudagur 18. apríl 2018

Hestaeigendafélag Búðardals vill upplýsa að hin árlega firmakeppni félagsins verður að þessu sinni ekki haldin á sumardaginn fyrsta heldur laugardaginn 5. maí næstkomandi. Ítarlegri auglýsing er svo væntanleg frá Hestaeigendafélaginu.

Skemmtikvöld 18. apríl

Laugardagur 14. apríl 2018

Skemmtikvōld Hestamannafélagsins Glaðs verður haldið miðvikudaginn 18. apríl í Rauðakross húsinu við Vesturbraut og hefst kl.19.30.

 

Kokkar kvöldsins töfra fram eðalsúpu af sinni alkunnu snilld.
Einnig verða pylsur og tilheyrandi í boði
Kaffi

 

Skemmtidagskrá og verðlauna afhendingar

Dregið í folatollahappdrættinu

 

Panta þarf í síðasta lagi þriðjudaginn 17. apríl
Verð: 1.500 fyrir 18 ára og eldri, 1.000 fyrir yngri en 18 ára
Allir velkomnir!

 

Við pōntunum taka:
Gyða. s: 6967169

Inga Heiða. ingheida@hotmail.com

Ragnheiður. S: 8492725

 

Mætum hress og kát, kveðjum vetur og fōgnum sumri!

Folatollar fyrir reiðhöllina

Föstudagur 13. apríl

 Folatollar fyrir rei­h÷llina

Vetrarleikar - ráslistar

Föstudagur 6. apríl - Leiðrétt laugardag 7. apríl 2018

Fjórgangur V2 - opinn flokkur:

1. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Skellibjalla frá Hofakri

2. holl: Svala Svavarsdóttir og Riddari frá Spágilsstöðum

2. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Gnýr frá Kvistum

 

Fjórgangur V5 - barnaflokkur:

1. holl: Gróa Margrét Viðarsdóttir og Askur frá Spágilsstöðum

1. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum

2. holl: Katrín Einarsdóttir og Þengill frá Spágilsstöðum

2. holl: Þórunn ólafsdóttir og Dregill frá Magnússkógum

 

Fjórgangur V2 - unglinga- og ungmennaflokkur:

1. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Hremmsa frá Arnarholti

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal

2. holl: Arndís Ólafsdóttir og Hvinur frá Magnússkógum

 

Fimmgangur F2 - opnn flokkur:

1. holl: Styrmir Sæmundsson og Kata frá Fremri-Gufudal

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Móða frá Hvítadal 2

2. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Ágústínus frá Sauðafelli

2. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri

3. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Roka frá Hallsstöðum

 

Tölt frjáls aðferð - pollaflokkur:

Skráð á staðnum

 

Tölt T7 - barnaflokkur:

1. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum

1. holl: Katrín Einarsdóttir og Þengill frá Spágilsstöðum

2. holl: Þórunn Ólafsdóttir og Dregill frá Magnússkógum

2. holl: Gróa Margrét Viðarsdóttir og Askur frá Spágilsstöðum

 

Tölt T3 - unglinga-og ungmennaflokkur:

1. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Bóndabrúnka frá Íbishóli

2. holl: Arndís Ólafsdóttir og Hvinur frá Magnússkógum

2. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal

 

Tölt T3 - opinn flokkur:

1. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Skellibjalla frá Hofakri

1. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Gnýr frá Kvistum

2. holl: Svala Svavarsdóttir og Riddari frá Spágilsstöðum

2. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Keimur frá Kanastöðum

Stigakeppnin - liðakeppnin

Föstudagur 30. mars 2018 - Leiðrétt 3. apríl 2018

Það hefur því miður dregist að birta eitthvað um stöðuna í stigakeppni þessar vetrar. Nú verður bætt úr því enda ekki seinna vænna því Vetrarleikarnir e. rúma viku eru síðasta mótið í stigakeppninni.

 

Í barnaflokki er Katrín Einarsdóttir efst með 13 stig og næstur er Eysteinn Fannar Eyþórsson með 9 stig. Í unglinga- og ungmennaflokki er þrjú jöfn og efst með 6 stig: Andri Óttarr Skjaldarson, Arndís Ólafsdóttir og Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir. Í opnum flokki er Ágústa Rut Haraldsdóttir efst með 15 stig og næst er Heiðrún Sandra Grettisdóttir með 13 stig. Í næstu sætum þar á eftir eru nokkrir keppendur með mjög jafna stöðu.

 

Liðakeppnin er sömuleiðis spennandi. Lið Heiðrúnar og Ágústu er ofar með 88 stig en lið Gaflfells er með 80 stig. Hér má sjá yfirlit yfir stöðuna, birt með fyrirvara um hugsanlegar villur sem verða leiðréttar ef í ljós koma.

Vetrarleikar 7. apríl

Föstudagur 30. mars 2018

Vetrarleikarnir fara fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 7. apríl og hefst  mótið stundvíslega klukkan 12:00.

 

Dagskrá:

Forkeppni

Fjórgangur: opinn flokkur V2, barnafl. V5 og unglinga- og ungmennafl. V2
Fimmgangur F2: opinn flokkur
Tölt: pollafl. frjáls aðferð, barnaflokkur T7, unglinga- og ungmennafl. T3 og opinn fl. T3

Úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglinga- og ungmennafl.
Fimmgangur: opinn flokkur
Tölt: barnaflokkur, unglinga- og ungmennaflokkur og opinn flokkur

 

Takið eftir að í barnaflokki verður keppt í V5 (frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk) og í T7 (hægt tölt og tölt á frjálsri ferð).

 

Skráningar:
Eins og áður skrá keppendur sig með Skráningakerfi SportFengs. Þurfi einhver aðstoð við skráningar er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is

 

Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 5. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Í pollaflokkinn er skráð á staðnum og þar eru engin skráningagjöld.

Aðalfundur 8. apríl

Þriðjudagur 27. mars 2018

Aðalfundur Hestamannafélagsins Glaðs verður haldinn í Dalabúð í Búðardal sunnudaginn 8. apríl næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 17:00. Í lok fundar verður fundarmönnum boðið upp á súpu.

 

Dagskrá skv. lögum félagsins:

 1. Kosning starfsmanna fundarins
 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
 3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins
 4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
 5. Reikningar bornir undir atkvæði
 6. Kosningar skv. 6. grein laga félagsins:
  • formaður og varaformaður til 3 ára
  • skoðunarmaður reikninga (annar tveggja) til 2 ára
  • fulltrúar á sambandsþing UDN
 7. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar
 8. Ákvörðun árgjalds
 9. Önnur mál

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta vel.

 

 


Fara efst á síðu

(..)

 

 

 

Hestamannafélagið Glaður, Sunnubraut 7, 370 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri