Ýmsir tenglar:

Nýjir heiðursfélagar

Mánudagur 19. nóvember

Á hátíðinni okkar að Laugum í fyrrakvöld var allt þetta sómafólk gert að heiðursfélögum í Glað:Kristján, Gunnar, Margrét, Grettir, Gísli, Svavar, Ingibjörg og Marteinn

Gísli Þórðarson

Grettir Börkur Guðmundsson

Gunnar Örn Svavarsson

Ingibjörg Eyþórsdóttir

Kristján Gíslason

Margrét Guðbjartsdóttir

Marteinn Valdimarsson

Svavar Jensson

 

Við óskum þeim til hamingju með heiðurinn og færum þeim þakkir fyrir þeirra ómetanlega framlag til félagsins.

Hátíðin að Laugum - nokkur atriði

Fimmtudagur 15. nóvember

Nú eru bara tveir dagar í hátíðina okkar og rétt að árétta þessi atriði:

 

Dagskráin verður eitthvað á þessa leið:

- Móttaka hótelgesta opin frá kl. 13

- Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands hefst kl. 14

- Að loknum haustfundi HrossVest rútuferð í heimsókn til hestamanna í Búðardal

- Veislusalur opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20.

 

Sundlaugin að Laugum er opin til kl. 18 og því bendum við gestum á að hafa með sér sundföt.

 

Minnum á að engir drykkir verða til sölu á staðnum.

 

Vinsamlegast látið okkur (Eyþór eða Þórð) vita ef um ofnæmi, vegan eða annað er að ræða varðandi mat.

 

Gestir greiða fyrir veisluna og gistingu í móttöku hótelsins frá kl. 13 og þar til veislan hefst. Posi verður til staðar.

Haustfundur HrossVest að Laugum 17. nóvember

Föstudagur 9. nóvember

HrossVest haustfundur 2018

Það styttist óðum í hátíðina okkar að Laugum þann 17. nóvember og nú eru aðeins örfáir dagar eftir til að panta miða.

 

Hrossaræktarsamband Vesturlands hefur ákveðið að halda haustfund sinn að Laugum í Sælingsdal þann 17. nóvember, sjá auglýsingu hér til hliðar. Þetta verður því sannkallaður hátíðardagur hjá okkur hestamönnum, eitthvað sem enginn vill missa af!

 

KOMA SVO HESTAMENN!

 

 

 

 

Árshátíð og afmæli 17. nóvember - nánar

Laugardagur 3. nóvember 2018

Hestamannafélagið Glaður blæs til veislu þann 17. nóvember n.k. að Laugum í Sælingsdal en í ár fagnar félagið 90 ára afmæli sínu. Um leið og Glaðsmenn halda upp á afmælið ætla þeir að slá upp árshátíð vestlenskra hestamanna og þannig búa til eina stóra veislu. Það er von okkar að það takist að sameina hestamenn á Vesturlandi í góðan hitting og fagna félagskapnum og samstarfinu ærilega.


Veislumaturinn verður borinn fram af Gunnari Björnssyni og hans eðalfólki. Boðið verður upp á:
Forréttur: Sjávarrétta blinis og marinerað nautafillé

Aðalréttur: Villikryddað lambalæri og gljáð kalkúnabringa með tilheyrandi meðlæti

Eftirréttur: Kaffi og konfekt
Engir drykkir verða seldir á staðnum og því verður að koma með allt fljótandi með sér, áfengt sem og óáfengt.


Skemmtidagskráin verður á sínum stað með veislustjóra kvöldsins í fararbroddi en það er enginn annar en Jóhann Sigurðarson stórleikari og skemmtikraftur. Síðast en ekki síst munum við renna inn í nóttina með  hljómsveitinni Duplex sem mun leika fyrir dansi fram á rauða nótt.

 

Verð:
Matur og dansleikur 8.900,-

 

Gisting (matur og dansleikur eru ekki inn í verðinu):
Tveggja manna hótelherbergi með baðherbergi: 19.800,-

Eins manns hótelherbergi með baðherbergi: 14.500,-

Tveggja manna herbergi á heimavist, baðherbergi frammi á gangi: 13.500,-

Eins manns herbergi á heimavist, baðherbergi frammi á gangi: 9.500,-   
Öll gisting er í uppbúnum rúmum og með morgunmat!

 

Veislusalurinn opnar 19:30 - borðhald hefst kl. 20:00

 

Pantanir berist í síðasta lagi mánudaginn 12. nóvember til:
Þórður Ingólfs – thoing@centrum.is / sími: 893 1125 / messenger á facebook
Eyþór Gísla -  brekkuhvammur10@simnet.is / sími: 898 1251 /messenger á facebook

 

Nánari upplýsingar um opnunartíma sundlaugar, tímasetningu morgunverðar og fleiri atriði munu birtast þegar nær dregur.

Árshátíð - afmælishátíð 17. nóvember

Fimmtudagur 4. október 2018

Þann 17. nóvember næstkomandi verður blásið til hátíðar í tilefni af 90 ára afmæli Glaðs og um leið verður þetta árshátíð vestlenskra hestamanna.

 

Undirbúningur er kominn á fullan skrið og það sem nú þegar er búið að ákveða er, auk dagsetningarinnar þetta:

 

Hátíðin verður nánar auglýst mjög fljótlega en nú er um að gera að taka strax daginn (og nóttina) frá!

Riðið til hátíðarmessu

Sunnudagur 19. ágúst 2018

Í dag var riðið til hátíðarmessu í Hjarðarholtskirkju í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Við fengum blíðskaparveður eins og sjá má á þessu myndbandi sem Sigurður Sigurbjörnsson tók með dróna.

 

Messað var í Hjarðarholti þar sem séra Anna Eiríksdóttir, sóknarprestur stjórnaði hressilegri og ánægjulegri athöfn. Kirkjukór Dalaprestakalls söng undir stjórn og undirleik Halldórs Þorgils Þórðarsonar og Gissur Páll Gissurarson söng einsöng. Að athöfninni lokinni var drukkið kaffi í safnaðarheimilinu þar sem veitingar voru í sóknarnefndarliða og Glaðsfélaga.

 

Við viljum þakka öllum sem hlut áttu að máli.

 

 

 

 


Fara efst á síðu

(..)

 

 

 

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri