Ýmsir tenglar:

Vetrarleikum frestað um viku

Laugardagur 25. mars 2017

Nú er veðurspáin orðin óhagstæð fyrir morgundaginn líka og nú hefur aftur verið tekin sú ákvörðun að færa vetrarleikana. Þeir fara fram sunnudaginn 2. apríl og hefjast kl. 12:00 stundvíslega. Áður auglýst dagskrá gildir.

 

Skráningafrestur hefur vegna þessa verið framlengdur til miðnættis föstudagskvöldið 31. mars. Þeir sem voru búnir að skrá sig í mótið um þessa helgi þurfa ekki að skrá sig aftur, skráningin gildir nema þeir hafi samband til að breyta einhverju eða afskrá. Varðandi slíkt skal haft samband við Svölu (861 4466, budardalur@simnet.is) eða Þórð (893 1125, thoing@centrum.is).

Leiðrétt auglýsing um skemmtikvöld

Föstudagur 24. mars 2017

Í fréttinni hér aðeins neðar um skemmtikvöld Glaðs 31. mars var símanúmerið hjá Gyðu ekki rétt. Rétt númer er 696 7169.

 

Fréttin hefur verið leiðrétt þannig að nú er þar rétt númer. Hins vegar fór rangt númer því miður út í bæði dreifibréfi og tölvupósti.

Aðalfundur Glaðs 3. apríl

Föstudagur 24. mars 2017

Aðalfundur Hestamannafélagsins Glaðs verður haldinn í Rauðakrosshúsinu að Vesturbraut í Búðardal mánudaginn 3. apríl næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 20:30.

 

Dagskrá skv. lögum félagsins:

 1. Kosning starfsmanna fundarins
 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
 3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins
 4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
 5. Reikningar bornir undir atkvæði
 6. Kosningar skv. 6. grein laga félagsins:
  • tveir meðstjórnendur og varamenn þeirra til 3 ára
  • skoðunarmaður reikninga (annar tveggja) til 2 ára
  • fulltrúar á sambandsþing UDN
 7. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar
 8. Ákvörðun árgjalds
 9. Önnur mál, m.a. hefur verið óskað eftir umræðu um:
  • Reiðvegaframkvæmdir til framtíðar
  • Framtíð liðakeppninnar

 

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta vel.

Skemmtikvöld Glaðs 31. mars

Fimmtudagur 23. mars 2017 - Breytt 24. mars 2017

Glaður heldur skemmtikvöld föstudaginn 31. mars i Dalabúð og hefst það kl. 19:30.

 

Í matinn verður lambahryggur með tilheyrandi meðlæti. Verðlaun verða veitt fyrir árangur í keppni á síðasta ári og það verða skemmtiatriði.

 

Pantið í síðasta lagi miðvikudaginn  29. mars hjá Gyðu í 696 7169 eða Ingu Heiðu í budardalur@lyfja.is eða 864 2172.

 

Verð kr. 4.000,- fyrir fullorðna en 3.000 fyrir 16 ára og yngri. Gos verður til sölu en athugið að það verður enginn posi!

Vetrarleikum frestað um sólarhring

Fimmtudagur 23. mars 2017

Veðurspáin er ekki góð fyrir laugardaginn og því hefur verið ákveðið að fresta vetrarleikunum og halda þá degi síðar, þ.e. sunnudaginn 26. mars. Mótið hefst kl. 12:00 og dagskrá verður eins og áður var auglýst.

 

Vegna þessa hefur jafnframt verið ákveðið að framlengja skráningafrest í mótið til kl. 20:00 föstudagskvöldið 24. mars.

Vetrarleikar 25. mars

Miðvikudagur 15. mars 2017

Vetrarleikarnir fara fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 25. mars og hefst  mótið stundvíslega klukkan 12:00.

 

Dagskrá:

Forkeppni

Fjórgangur: opinn flokkur V2, barnafl. V5, unglingafl. V2 og ungmennafl. V2
Fimmgangur F2: opinn flokkur
Tölt: pollafl. frjáls aðferð, barnaflokkur T7, unglingafl. T3, ungmennafl. T3 og opinn fl. T3

Úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur: opinn flokkur
Tölt: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur

 

Eins og í fyrra verður í barnaflokki keppt í V5 (frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk) og í T7 (hægt tölt og tölt á frjálsri ferð). Við skráninguna heitir fjórgangurinn samt V2 í barnaflokki eins og í hinum flokkunum.

 

Skráningar:
Eins og áður skrá keppendur sig með Skráningakerfi SportFengs. Þurfi einhver aðstoð við skráningar er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is

 

Athugið að í fjórgangi barnaflokks þarf að skrá í V2 þó keppt verði í V5.

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu, munið bara að fara inn í vörukörfu í lokin og að klára öll skref til enda. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist!


Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 23. mars og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Í pollaflokkinn er skráð á staðnum og þar eru engin skráningagjöld.

Skemmtikvöld 31. mars

Miðvikudagur 15. mars 2017

Það er fyrirhugað að haldið verði skemmtikvöld á vegum Glaðs föstudagskvöldið 31. mars. Þetta verður betur auglýst þegar nær dregur en takið endilega kvöldið frá.

Reiðnámskeiðið heldur áfram

Sunnudagur 12. mars 2017

Linda Rún Pétursdóttir, reiðkennari verður með námskeið 18.-19. mars.

Hver tími er 40 mínútur en einkatímar 30 mínútur.

 

Hóptímar- hvert barn 1.600 kr. tíminn

Hóptímar- hver fullorðinn 2.600 kr. tíminn

Hóptímar utanfélagsmenn - börn og fullorðnir 3.600 kr. tíminn

Einkatímar- börn 3.000 kr. tíminn

Einkatímar- fullorðnir 4.000 kr. tíminn

Einkatímar utanfélagsmenn - börn og fullorðnir 5.000 kr. tíminn

 

Þeir sem ætla að vera með hafi samband fyrir fimmtudaginn 16. mars við Eddu (849 5983) eða Svanborgu (895 1437). Einnig er hægt að hafa samband við þær á facebook.

Aðalfundur Glaðs

Sunnudagur 12. mars 2017

Aðalfundur Glaðs verður haldinn mánudaginn 3. apríl. Fundurinn verður betur auglýstur fljótlega en nú þegar hefur verið ákveðið að auk venjulegra aðalfundarstarfa verði þessi tvö mál rædd sérstaklega:

 

Félagar eru hvattir til að hugleiða ofangreind málefni og taka kvöldið 3. apríl frá. Ennfremur eru félagar hvattir til að velta fyrir sér hvaða nefndastarf þeim hugnast.

Rásraðir morgundagsins

Föstudagur 10. mars 2017

Frjálsar æfingar - opinn flokkur:

 1. Jón Ægisson og Askur frá Gillastöðum
 2. Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
 3. Svanhvít Gísladóttir og Lukka frá Lindarholti
 4. Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði
 5. Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni
 6. Björk Guðbjörnsdóttir og Dregill frá Magnússkógum
 7. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri
 8. Skjöldur Orri Skjaldarson og Kolbakur frá Syðri-Reykjum

 

Pollaflokkur:

Skráning á staðnum

 

Þrígangur - barnaflokkur:

 1. Aron Mímir Einarsson og Sprettur frá Hróðnýjarstöðum
 2. Eysteinn Fannar Eyþórsson og Gjöf frá Stóra-Múla
 3. Katrín Einarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
 4. Aron Mímir Einarsson og Sleipnir frá Hróðnýjarstöðum

 

Þrígangur - unglingaflokkur:

 1. Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum
 2. Birta Magnúsdóttir og Kakali frá Breiðabólsstað

 

Þrígangur - kvennaflokkur:

 1. Björk Guðbjörnsdóttir og Dregill frá Magnússkógum
 2. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Skellibjalla frá Hofakri
 3. Svanhvít Gísladóttir og Stirnir frá Leirum
 4. Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði
 5. Svanborg Einarsdóttir og Sigurgeir frá Gillastöðum
 6. Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði
 7. Edda Unnsteinsdóttir og Herkúles frá Skarðsá
 8. Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
 9. Svanhvít Gísladóttir og Merrý frá Lindarholti

 

Þrígangur - karlaflokkur:

 1. Gunnar Svavarsson og Nótt frá Lambastöðum
 2. Jón Ægisson og Askur frá Gillastöðum
 3. Skjöldur Orri Skjaldarson og Kolbakur frá Syðri-Reykjum
 4. Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni
 5. Eyþór Jón Gíslason og Þilja frá Spágilsstöðum
 6. Gilbert Hrappur Elísson og Hlekkur frá Hrappsstöðum
 7. Þórður Ingólfsson og Snillingur frá Búðardal

 

 

 

Fara efst á síðu

(..)

 

 

 

Hestamannafélagið Glaður, Sunnubraut 7, 370 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri