Ýmsir tenglar:

Smalanum aflýst

Sunnudagur 18. febrúar 2018

Keppni í Smala sem átti að fara fram í dag er aflýst vegna dræmrar þátttöku.

Skemmtikvöld 9. mars

Föstudagur 16. febrúar 2018

Það verður skemmtikvöld á vegum Glaðs föstudagskvöldið 9. mars í Rauðakrosshúsinu í Búðardal. Þetta verður nánar auglýst þegar nær dregur en takið kvöldið strax frá!

Liða- og stigakeppnin í ár

Föstudagur 16. febrúar 2018

Liðakeppnin í ár er með því sniði að valdir hafa verið tveir liðstjórar sem aðrir keppendur skipa sér svo í lið hjá. Eyþór Gíslason er liðstjóri annars liðsins og þær Ágústa Rut Haraldsdóttir og Heiðrún Sandra Grettisdóttir eru saman liðstjóri hins liðsins.
Ekki er leyfilegt að færa sig úr einu liði í annað á keppnistímabilinu.
Þrír efstu í hvoru liði telja til stiga í hverri keppni. Úrslit gilda til stiga.
Stigakeppni einstaklinga verður með sama sniði og áður.

Þrígangur 24. febrúar

Föstudagur 16. febrúar2018

Keppt verður í þrígangi í Nesoddahöllinni laugardaginn 24. febrúar og hefst keppnin kl. 14:00.

 

Dagskrá (með fyrirvara um þátttöku):

 1. Pollar (klárað alveg)
 2. Þrígangur - barnaflokkur - forkeppni
 3. Þrígangur - unglingaflokkur - forkeppni
 4. Þrígangur - ungmennaflokkur - forkeppni
 5. Þrígangur - barnaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
 6. Þrígangur - unglingaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
 7. Þrígangur - ungmennaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
 8. Hlé í 15 mínútur
 9. Þrígangur - kvennaflokkur - forkeppni
 10. Þrígangur - karlaflokkur - forkeppni
 11. Þrígangur - kvennaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
 12. Þrígangur - karlaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending

 

Fyrirkomulag:

Það er einn í braut í einu.

 

Börn ríða 2½-3 hringi og sýna þrjú af þessum fjórum atriðum: 1 hring á tölti á frjálsum hraða, 1 hring á brokki, ½ hring á feti og 1 hring á stökki. Í úrslitum sýna þau fet, brokk og tölt.

 

Unglingar, ungmenni og fullorðnir ríða 3½ hring: ½ á feti, 1 á tölti á frjálsum hraða, 1 á brokki og 1 á stökki. Lægsta einkunnin dettur út þannig að aðaleinkunn reiknast sem meðaltal þriggja bestu gangtegundanna. Úrslitin verða eins.

 

Skráningar:

Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega en keppnisgreinin heitir þar reyndar Fjórgangur V6. Karlar skrá sig í 2. flokk og konur í 1. flokk. Þarfnist einhver aðstoðar vegna skráninga er má hafa samband við Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is eða Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.

 

Skráningargjald er 1.000 krónur og skráningarfrestur er til miðnættis á fimmtudagskvöldi 22. febrúar. Pollar eru skráðir á mótsstað og greiða ekki skráningargjald.

Smalinn enn og aftur

Miðvikudagur 7. febrúar 2018

Nú hefur verið ákveðið að keppni í Smala fari fram sunnudaginn 18. febrúar og keppni hefst kl. 18:00.

 

Skráningafrestur er þá framlengdur til kl. 20:00 laugardagskvöldið 17. febrúar. Sjá annars auglýsingu hér neðar á síðunni.

Smalinn

Sunnudagur 4. febrúar 2018

Fimmtudaginn 8. febrúar verður haldinn aðalfundur í Hrossaræktarsambandi Dalamanna og því verður ekki keppt í smala það kvöld. Ný dagsetning verður auglýst fljótlega.

Smalanum frestað

Föstudagur 2. febrúar 2018

Vegna veðurs og færðar hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta keppni í Smala og skemmtitölti ser átti að fara fram í kvöld þar til fimmtudaginn 8. febrúar.

Reiðnámskeið

Mánudag 29. janúar 2018

Linda Rún Pétursdóttir, reiðkennari verður með námskeið 10. - 11. febrúar og 3. - 4. mars í reiðhöllinni. Hver tími er 40 mínútur en einkatími 30 mínútur.

 

Hóptímar- hvert barn 1.500 kr. tíminn
Hóptímar- hver fullorðinn 2.600 kr. tíminn
Hóptímar utanfélagsmenn - börn og fullorðnir 3.600 kr. tíminn
Einkatímar- 4.000 kr. tíminn
Einkatímar utanfélagsmenn - 5.000 kr. tíminn

 

Þeir sem ætla að vera með hafi samband fyrir fimmtudaginn 1. febrúar við Eddu (849 5983) eða Svanborgu (895 1437). Einnig er hægt að hafa samband við þær á facebook.

Félagsfundur sunnudaginn 4. febrúar

Laugardagur 27. janúar 2018

Boðað er til almenns félagsfundar í Hestamannafélaginu Glað sunnudaginn 4. febrúar næstkomandi í Rauða kross húsinu í Búðardal. Fundurinn hefst kl. 21:00.

 

Fundarefni:

Málefni Nesodda hf. með vísun í samþykkt á aðalfundi félagsins 3. apríl 2017. Aðgerðaáætlun stjórnar Nesodda verður lögð fram, rædd og borin undir atkvæði.

Smalinn og skemmtitöltið 2. febrúar

Laugardagur 27. janúar 2018

Keppt verður í Smala í Nesoddahöllinni föstudaginn 2. febrúar og hefst keppnin kl. 20:00. Brautin verður tilbúin kl. 17 á mótsdag svo að keppendur geta prófað hana fyrir sjálfa keppnina.
Keppt verður í þessum flokkum háð þátttöku:

 

Svala (861 4466, budardalur@simnet.is) og Þórður (893 1125, thoing@centrum.is) taka við skráningum í Smalann til kl. 12 á keppnisdegi. Skráningargjald er kr. 1.000 í alla flokka nema pollaflokk, þar er ekkert gjald tekið.


Að Smalanum loknum fer fram keppni í Skemmtitölti en í það er hægt að skrá á staðnum. Það er eingöngu ætlað fullorðnum keppendum.


Mætum nú vel í höllina okkar og skemmtum okkur saman yfir léttri keppni!

Meistaradeildin í Dalakoti

Miðvikudagur 24. janúar 2018

Meistaradeildin verður sýnd í Dalakoti í vetur ef við mætum. Deildin hefst í næstu viku á fjórgangi en þetta er dagskráin í vetur:.

1. febrúar, fimmtudagur 18:30: Fjórgangur V1

15. febrúar, fimmtudagur 19:00: Slaktaumatölt T2

1. mars, fimmtudagur 19:00: Fimmgangur F1

15. mars, fimmtudagur 19:00: Gæðingafimi

31. mars, laugardagur 13:00: Gæðingaskeið og 150 m skeið

6. apríl, föstudagur 19:00: Tölt T1

 

Það verður gaman að hittast og horfa á flotta keppni saman!

 


Fara efst á síðu

(..)

 

 

 

Hestamannafélagið Glaður, Sunnubraut 7, 370 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri