Ýmsir tenglar:

Hestaþing Glaðs 22, júní

Þriðjudagur 11. júní 2019

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 22. júní næstkomandi. Mótið hefst kl. 10:00 og er opið öllum félögum í hestamannafélögum.

 

Dagskrá:

Kl. 10:00 Forkeppni

1. Tölt T3 opinn flokkur

2. Barnaflokkur
10 mínútna hlé
3. Unglingaflokkur

4. B-flokkur ungmenna
MATARHLÉ
5. B-flokkur gæðinga

15 míínútna hlé

          6. A-flokkur gæðinga

MATARHLÉ

Úrslit

1. Tölt T3

2. Barnaflokkur

3. Unglingaflokkur

4. B-flokkur ungmenna
10 mínútna hlé
          5. A-flokkur gæðinga
10 mínútna hlé
6. B-flokkur gæðinga

 

Athugið að öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum dagskrárlið og auglýst hér með fyrirvara um breytingar.

 

Bendum á að Dalakot verður með pizzahlaðborð í hádegishléinu.

 

Skráning:

Skráningar fara fram í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega, slóðin er http://skraning.sportfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í lok skráningarferlisins.

Skráningargjald er kr. 1.500 í barnaflokk og unglingaflokk, kr. 2.500 í ungmennaflokk, B-flokk, A-flokk og tölt .

 

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 20:00 að kvöldi miðvikudagsins 19. júní. Sami tímafrestur gildir um greiðslu skráningagjalda.

Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Svölu í síma 861 4466 eða með netfangi budardalur@simnet.is

Þórð í síma 893 1125 eða með netfangi thoing@centrum.is

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 21. júní.

Útreiðanámskeið fyrir börn

Þriðjudagur 11. júní 2019

Dagana 23. - 27. júní (sunnudagur-fimmtudags) býður Fræðslunefnd upp á 5 daga reiðnámskeið þar sem lögð verður áhersla á útreiðar. Um er að ræða 5 x 2 klukkutíma þar sem byrjað er á því að smala girðingu, síðan kembt, lagt á og svo farið í útreiðartúr. Þátttakendur koma með sinn hest sjálfir og þurfa að geta riðið út á góðri ferð (ekki bara fetreið). Kennari er Sjöfn Sæmundsdóttir.

 

Tímasetningarnar finnum við út með hópnum/hópunum en leggjum upp með að þetta sé á bilinu kl. 10 -17:30 eftir því hvað hóparnir eru margir. Börn sem eru í vinnuskólanum fá tíma eftir vinnu eða 15:30-17:30. Sjöfn raðar í hópa þegar skráning er ljós. Námskeiðshestar fá girðingu í Búðardal yfir þessa 5 daga.

 

VERÐ 5 DAGA NÁMSKEIÐ:
- GLAÐSFÉLAGAR- 12.000,-

- UTAN FÉLAGS- 15.000,-

 

Skráning er í skjalinu hér. Vinsamlegast skráið í alla reiti í skráningarforminu. Skráningu líkur fimmtudaginn 20. júní n.k.

 

Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir:

Svala í messenger skilaboðum eða í síma 861 4466

 

ATHUGIÐ – Ef það eru börn sem eru ekki tilbúin í 2ja tíma útreiðanámskeið og vilja námskeið inn í reiðhöll þessa daga er það í boði ef það næst næg þátttaka í slíkan hóp. Það námskeið yrði 1 klukkutími á dag og verð fyrir 5 daga 8.000,- fyrir Glaðsfélaga og 10.000,- fyrir aðra.

 

ATHUGIÐ – Ef börnum vantar hest á námskeiðið þá er Sjöfn með 2 hesta sem hægt er að leigja hjá henni á meðan á námskeiði stendur. Fyrstur kemur-fyrstur fær. Nánari upplýsingar um leiguhesta veitir Sjöfn í síma 663 6725.

Firmakeppnin 28. apríl

Laugardagur 27. apríl 2019

Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardals fer fram á reiðvellinum sunnudaginn 28. apríl og hefst kl. 14 með hópreið frá hesthúsahverfinu niður á reiðvöll.

 

Keppt verður í polla-(teymt undir), barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokki. Börn og unglingar koma gjarna í búningum og jafnvel með skreytta hesta

 

Skráning fer fram á staðnum.

 

 

Fara efst á síðu

(..)

 

 

 

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri