Ýmsir tenglar:

Árshátíð vestlenskra hestamanna

Föstudagur 11. október 2019

Hestamannafélagið Snæfellingur sér um árshátíðina þetta árið og verður hún haldin á Hótel Stykkishólmi föstudaginn 29. nóvember næstkomandi.

 

Jólahlaðborð 9.900 kr.
Gisting með morgunmat og jólahlaðborð fyrir einn 18.300 kr.
Gisting með morgunmat og jólahlaðborð fyrir tvo 30.300 kr.

 

Hrossaræktarsamband Vesturlands veitir verðlaun fyrir efstu kynbótahross í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands árið 2019 verður verðlaunað.

 

Vinsamlegast skráðið ykkur sem fyrst eða fyrir 1. nóvember þar sem við Snæfellingur þarf að láta vita hvort við náum ekki lágmarksfjölda sem eru 50 manns. Við verðum með salinn fyrir okkur en hann tekur 100 manns.

 

Skráning á jólahlaðborð og árshátíð Í netfangið herborgsig@gmail.com, til Siggu í Bjarnarhöfn á messenger eða í síma 893 1584.

 

Fyrir hótelbókanir er best að hafa samband beint við hótelið á stykkisholmur@fosshotel.is eða í síma 430 2100 og takið fram að þetta sé vegna árshátíðar vestlenskra hestamanna.

Bikarmótinu aflýst

Fimmtudagur 22. ágúst 2019

Því miður reyndust skráningar í Bikarmót Vesturlands of fáar að þessu sinni og því hefur mótanefnd Glaðs ákveðið að aflýsa mótinu.

Bikarmót Vesturlands 24. ágúst

Föstudagur 9. ágúst 2019

Ágætu félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi!Þá er komið að Bikarmóti Vesturlands og að þessu sinni verður það haldið í Búðardal laugardaginn 24. ágúst. Mótið er opið fyrir félagsmenn vestlenskra hestamannafélaga.

 

Dagskrá:

Knapafundur í reiðhöllinni kl. 09:30
Forkeppni hefst kl. 10:00:
Fjórgangur V2: 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur og unglingaflokkur

Fjórgangur V5: barnaflokkur

Fimmgangur F2: opinn flokkur

Tölt T7: barnaflokkur

Tölt T3: unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2. flokkur og 1. flokkur
Úrslit:
Fjórgangur: 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennafl., unglingafl., barnafl.

Fimmgangur: opinn flokkur

Pollaflokkur, frjáls aðferð

Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl., 2. flokkur og 1. flokkkur
100 m skeið (flugskeið)

 

Takið eftir:

 

Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Opið er fyrir skráningar til kl. 20:00 fimmtudaginn 22. ágúst. Sama gildir um greiðslu skráningagjalda en gjaldið er 1.500 krónur í barna-, unglinga- og ungmennaflokk en 2.500 kr. í fullorðinsflokka. Pollar eru skráðir á mótsstað eða með tölvupósti til Svölu eða Þórðar. Það er ekkert skráningagjald í pollaflokkinn. Aðstoð við skráningar veita:
Svala í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórður í 893 1125 eða thoing@centrum.

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 23. ágúst.

Ævintýranámskeið 28.-30. júlí

Mánudagur 15. júlí 2019

Þá er komið að næsta námskeiði en í fyrra byrjuðum við með þetta geysivinsæla námskeið sem fór fram úr öllum væntingum hjá skipuleggjendum og þátttakendum.

 

Glaður ætlar að bjóða upp á ævintýranámskeið fyrir vön börn dagana 28. - 30. júlí. Um er að ræða þriggja daga námskeið en það er í formi hestaferðar sem verður farin úr Ljárskógarètt og endað á Lyngbrekku á Fellsströnd. Þetta verða langir reiðtúrar fyrir vana knapa (2-3 tímar í reiðtúr með stoppi og heildartími á dag er um 3-4 tímar með undirbúningi og frágangi). Tvo daga taka börnin með sér nesti sem við borðum saman í náttúrunni í miðjum reiðtúr og síðasta daginn endum við á sameiginlegri grillveislu sem er innifalin. Farið verður í sundferð í lok dags tvö.

 

Einungis vön börn geta sótt þetta námskeið, ekki er um fetreið að ræða nema að litlu leiti. Börn sem eru 9 ára og yngri þurfa að hafa forráðamann með. Foreldrar eru velkomnir með.

 

 

Umsjónarmenn á námskeiðinu eru Sigrún Hanna Sigurðardóttir, Svanborg Einarsdóttir, Svala Svavarsdóttir og Björk Guðbjörnsdóttir. Fyrir frekari upplysingar má senda umsjónarmönnum skilaboð á facebook messenger, þær eru allar virkar þar.

 

Skráning fer fram í þessu skjali hér. Vinsamlegast skráið börnin í síðasta lagi sunnudaginn 21. júlí.

 

Vökull hjá Hrossaræktarsambandinu

Mánudagur 1. júlí 2019

Vökull frá Efri-Brú verður í girðingu hjá Hrossaræktarsambandi Dalamanna. Vökull er glæsilegur og fasmikill klárhestur. Hann kemur 8. júlí og folatollurinn er 110.000 kr. með öllu.

 

Nánari upplýsingar og/eða pantanir hjá Sigga á Vatni (661 0434) og Svanborgu (895 1437). Pantanir berist helst fyrir 5. júlí.

 

Aðaleinkunn 8,37

Sköpulag 8,50

Kostir 8,28

 

Nánari dómur hér

 

 

 

Breytingar á dagskrá

Föstudagur 21. júní 2019

Athugið að gerðar hafa verið svolitlar breytingar á dagskrá mótsins á morgun, frétt hér neðar hefur verið uppfærð m.t.t. þess. Dagskráin hefur líka verið uppfærð í LH Kappa.

Ráslistar á Hestaþingi

Fimmtudagur 20. júní 2019 - Breytt 21. júní 2019

Tölt T3 - opinn flokkur:

1. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Narnía frá Lindarholti fyrir Glað

1. holl: Þórdís Fjeldsteð og Snjólfur frá Eskiholti fyrir Borgfirðing

2. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Eysteinn frá Efri-Þverá fyrir Glað

2. holl: Arna Hrönn Ámundadóttir og Elva frá Miklagarði fyrir Borgfirðing

3. holl: Klara Sveinbjörnsdóttir og Seimur frá Eystra-Fróðholti fyrir Borgfirðing

3. holl: María Magnúsdóttir og Glódís frá Hrísum fyrir Borgfirðing

4. holl: Nadine Elisabeth Walter og Valur frá Syðra-Kolugili fyrir Snæfelling

4. holl: Árný Sigrún Helgadóttir og Aldís frá Egilsstöðum fyrir Borgfirðing

5. holl: Styrmir Sæmundsson og Selja frá Fremri-Gufudal fyrir Glað

5. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Merrý frá Lindarholti fyrir Glað

6. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum fyrir Glað

6. holl: Katrín Einarsdóttir og Seðill frá Spágilsstöðum fyrir Glað

7. holl: Þórunn Ólafsdóttir og Styrkur frá Kjarri fyrir Glað

7. holl: Ámundi Sigurðsson og Hrafn frá Smáratúni fyrir Borgfirðing

8. holl: Arna Hrönn Ámundadóttir og Spuni frá Miklagarði fyrir Borgfirðing

8. holl: Hrefna Rós Lárusdóttir og Hergill frá Þjóðólfshaga 1 fyrir Snæfelling

9. holl: Sæmundur Jónsson og Askur frá Stíghúsi fyrir Sörla

10. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti fyrir Glað

 

Unglingaflokkur:

 1. Arndís Ólafsdóttir og Júpiter frá Magnússkógum fyrir Glað
 2. Ester Þóra Viðarsdóttir og Aríel frá Garðabæ fyrir Dreyra
 3. Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Hylling frá Minni-Borg fyrir Snæfelling
 4. Gróa Hinriksdóttir og Katla frá Reykhólum fyrir Snæfelling

 

Barnaflokkur:

 1. Gísli Sigurbjörnsson og Stoltur frá Söðulsholti fyrir Snæfelling
 2. Þórunn Ólafsdóttir og Styrkur frá Kjarri fyrir Glað
 3. Katrín Einarsdóttir og Seðill frá Spágilsstöðum fyrir Glað
 4. Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum fyrir Glað

 

B-flokkur ungmenna:

 1. Arna Hrönn Ámundadóttir og Spuni frá Miklagarði fyrir Borgfirðing
 2. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Eysteinn frá Efri-Þverá fyrir Glað
 3. Ásta Björk Friðjónsdóttir og Blómalund frá Borgarlandi fyrir Hörð
 4. Arna Hrönn Ámundadóttir og Elva frá Miklagarði fyrir Borgfirðing

 

B-flokkur gæðinga:

 1. Hergill frá Þjóðólfshaga 1 og Hrefna Rós Lárusdóttir fyrir Snæfelling
 2. Snjólfur frá Eskiholti og Þórdís Fjeldsteð fyrir Borgfirðing
 3. Narnía frá Lindarholti og Sjöfn Sæmundsdóttir fyrir Glað
 4. Hrafn frá Smáratúni og Ámundi Sigurðsson fyrir Borgfirðing
 5. Glódís frá Hrísum og María Magnúsdóttir fyrir Borgfirðing
 6. Aldís frá Egilsstöðum og Árný Sigrún Helgadóttir fyrir Borgfirðing
 7. Skellibjalla frá Hofakri og Heiðrún Sandra Grettisdóttir fyrir Glað
 8. Askur frá Stíghúsi og Sæmundur Jónsson fyrir Sörla
 9. Kenning frá Skipaskaga og Leifur George Gunnarsson fyrir Dreyra
 10. Merrý frá Lindarholti og Sjöfn Sæmundsdóttir fyrir Glað
 11. Stefán frá Hvítadal 2 og Laufey Fríða Þórarinsdóttir fyrir Glað
 12. Bubbi frá Breiðabólsstað og Ágústa Rut Haraldsdóttir fyrir Glað
 13. Seimur frá Eystra-Fróðholti og Klara Sveinbjörnsdóttir fyrir Geysi
 14. Pontíus frá Söðulsholti og Ragnar Ingi Sigurðsson fyrir Snæfelling
 15. Dregill frá Magnússkógum og Arndís Ólafsdóttir fyrir Glað
 16. Valur frá Syðra-Kolugili og Nadine Elisabeth Walter fyrir Snæfelling
 17. Kjarkur frá Borgarnesi og Þórdís Fjeldsteð fyrir Borgfirðing
 18. Sveðja frá Skipaskaga og Leifur George Gunnarssonn fyrir Dreyra
 19. Gnýr frá Kvistum og Ágústa Rut Haraldsdóttir fyrir Glað

 

A-flokkur gæðinga:

 1. Skuggi frá Hríshóli 1 og Lárus Ástmar Hannesson fyrir Glað
 2. Goði frá Bjarnarhöfn og Hans Þór Hilmarsson fyrir Snæfelling
 3. Hlynur frá Syðstu-Fossum og Harpa Sigríður Magnúsdóttir fyrir Borgfirðing
 4. Yrsa frá Ketilhúshaga og Þórdís Fjeldsteð fyrir Borgfirðing
 5. Garún frá Eystra-Fróðholti og Klara Sveinbjörnsdóttir fyrir Geysi
 6. Seifur frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson fyrir Glað
 7. Gæfa frá Hvítadal 2 og Laufey Fríða Þórarinsdóttir fyrir Glað
 8. Þróttur frá Lindarholti og Sjöfn Sæmundsdóttir fyrir Glað
 9. Ögn frá Hofakri og Heiðrún Sandra Grettisdóttir fyrir Glað
 10. Brennir frá Votmúla 1 og Arna Hrönn Ámundadóttir fyrir Borgfirðing
 11. Kata frá Fremri-Gufudal og Styrmir Sæmundsson fyrir Glað
 12. Ágústínus frá Sauðafelli og Ágústa Rut Haraldsdóttir fyrir Glað
 13. Hnokki frá Reykhólum og Hrefna Rós Lárusdóttir fyrir Snæfelling

Hestaþing Glaðs 22, júní

Þriðjudagur 11. júní 2019 - Breytt 21. júní 2019

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 22. júní næstkomandi. Mótið hefst kl. 10:00 og er opið öllum félögum í hestamannafélögum.

 

Dagskrá:

Kl. 10:00 Forkeppni

1. Tölt T3 opinn flokkur

2. Unglingaflokkur
10 mínútna hlé
3. Barnaflokkur

4. B-flokkur ungmenna
5. B-flokkur gæðinga

15 míínútna hlé

          6. A-flokkur gæðinga

MATARHLÉ

Úrslit

1. Tölt T3

2. Unglingaflokkur

3. Barnaaflokkur

4. B-flokkur ungmenna
10 mínútna hlé
          5. A-flokkur gæðinga
10 mínútna hlé
6. B-flokkur gæðinga

 

Athugið að öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum dagskrárlið og auglýst hér með fyrirvara um breytingar.

 

Bendum á að Dalakot verður með pizzahlaðborð í hádegishléinu.

 

Skráning:

Skráningar fara fram í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega, slóðin er http://skraning.sportfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í lok skráningarferlisins.

Skráningargjald er kr. 1.500 í barnaflokk og unglingaflokk, kr. 2.500 í ungmennaflokk, B-flokk, A-flokk og tölt .

 

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 20:00 að kvöldi miðvikudagsins 19. júní. Sami tímafrestur gildir um greiðslu skráningagjalda.

Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Svölu í síma 861 4466 eða með netfangi budardalur@simnet.is

Þórð í síma 893 1125 eða með netfangi thoing@centrum.is

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 21. júní.

Útreiðanámskeið fyrir börn

Þriðjudagur 11. júní 2019

Dagana 23. - 27. júní (sunnudagur-fimmtudags) býður Fræðslunefnd upp á 5 daga reiðnámskeið þar sem lögð verður áhersla á útreiðar. Um er að ræða 5 x 2 klukkutíma þar sem byrjað er á því að smala girðingu, síðan kembt, lagt á og svo farið í útreiðartúr. Þátttakendur koma með sinn hest sjálfir og þurfa að geta riðið út á góðri ferð (ekki bara fetreið). Kennari er Sjöfn Sæmundsdóttir.

 

Tímasetningarnar finnum við út með hópnum/hópunum en leggjum upp með að þetta sé á bilinu kl. 10 -17:30 eftir því hvað hóparnir eru margir. Börn sem eru í vinnuskólanum fá tíma eftir vinnu eða 15:30-17:30. Sjöfn raðar í hópa þegar skráning er ljós. Námskeiðshestar fá girðingu í Búðardal yfir þessa 5 daga.

 

VERÐ 5 DAGA NÁMSKEIÐ:
- GLAÐSFÉLAGAR- 12.000,-

- UTAN FÉLAGS- 15.000,-

 

Skráning er í skjalinu hér. Vinsamlegast skráið í alla reiti í skráningarforminu. Skráningu líkur fimmtudaginn 20. júní n.k.

 

Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir:

Svala í messenger skilaboðum eða í síma 861 4466

 

ATHUGIÐ – Ef það eru börn sem eru ekki tilbúin í 2ja tíma útreiðanámskeið og vilja námskeið inn í reiðhöll þessa daga er það í boði ef það næst næg þátttaka í slíkan hóp. Það námskeið yrði 1 klukkutími á dag og verð fyrir 5 daga 8.000,- fyrir Glaðsfélaga og 10.000,- fyrir aðra.

 

ATHUGIÐ – Ef börnum vantar hest á námskeiðið þá er Sjöfn með 2 hesta sem hægt er að leigja hjá henni á meðan á námskeiði stendur. Fyrstur kemur-fyrstur fær. Nánari upplýsingar um leiguhesta veitir Sjöfn í síma 663 6725.

Firmakeppnin 28. apríl

Laugardagur 27. apríl 2019

Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardals fer fram á reiðvellinum sunnudaginn 28. apríl og hefst kl. 14 með hópreið frá hesthúsahverfinu niður á reiðvöll.

 

Keppt verður í polla-(teymt undir), barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokki. Börn og unglingar koma gjarna í búningum og jafnvel með skreytta hesta

 

Skráning fer fram á staðnum.

 

 

Fara efst á síðu

(..)

 

 

 

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri