Lög Hestamannafélagsins Glaðs

1. grein

Nafn félagsins er Hestamannafélagið Glaður. Heimili þess og varnarþing er í Dalasýslu. Félagið er aðili að L.H., UDN, og ÍSÍ og er það háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.

 

2. grein

Markmið félagsins er að efla áhuga manna á hestum, stuðla að góðri meðferð þeirra, vinna að framgangi hestaíþrótta og gæta hagsmuna félagsmanna.

Í samræmi við ofangreind markmið hyggst félagið vinna að eftirfarandi verkefnum:

  1. Að byggja upp nauðsynleg mannvirki vegna starfsemi félagsins, svo sem velli og félagshús.
  2. Að gefa kost á sem víðtækastri fræðslu um hesta, notkun þeirra og umhirðu, m.a. með fræðsluerindum og reiðnámskeiðum.
  3. Að beita sér fyrir því að reiðvegir verði lagðir.
  4. Að koma á framfæri sjónarmiðum félagsmanna í málum sem varða sameiginlega hagsmuni þeirra svo sem skipulags-, landnýtingar- og umferðarmálum m.a. gagnvart ríkisvaldi og sveitarfélögum.
  5. Að halda góðhestakeppnir, íþróttamót, kappreiðar og sýningar ásamt því að leggja reiðhestakynbótum lið svo sem kostur er.

 

3. grein

Félagi í Hestamannafélaginu Glað getur hver sá orðið sem þess óskar og er reiðubúinn til þess að hlíta lögum og reglum félagsins.
Stjórnin skráir nýja félagsmenn en skal kynna þá og bera upp til samþykktar á næsta aðalfundi.

 

4. grein

Aðalfundur ákvarðar félagsgjald. Félagar 13-16 ára greiða lægra gjald eftir ákvörðun aðalfundar. Félagar 12 ára og yngri greiða ekki félagsgjöld.
Félagsgjald skal greiða fyrir 1. júlí ár hvert.

 

5. grein

Félagar sem skulda félagsgjöld frá fyrri árum hafa eigi atkvæðisrétt á fundum félagsins né keppnisrétt innan þess.
Þeim sem ekki greiða félagsgjöld tvö ár í röð er heimilt að víkja úr félaginu.

Til að hestur geti keppt fyrir Glað í gæðingakeppni verður hann að vera skráður í eigu félaga í Glað við skráningu í keppnina. Þetta gildir einnig í barna-, unglinga- og ungmennaflokkum þó að þar sé knapinn keppandinn.

 

6. grein

Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum, formanni, gjaldkera, ritara og tveimur meðstjórnendum og skulu þeir kosnir skriflega til þriggja ára í senn. Formaður er kosinn eitt árið, gjaldkeri og ritari annað árið og tveir meðstjórnendur þriðja árið. Varastjórn skal kosin á sama hátt. Skulu kosningar þessar fara fram á aðalfundi.
Kjósa skal tvo skoðunarmenn reikninga til tveggja ára í senn og ganga þeir úr sitt árið hvor.
Kosning fulltrúa á ársþing LH og Sambandsþing UDN fer fram skv. Lögum viðkomandi félagasamtaka. Formaður félagsins er sjálfkjörinn fulltrúi en aðrir fulltrúar skulu kosnir með skriflegri kosningu á aðalfundi.
Kjörgengir á LH þing eru félagsmenn 16 ára og eldri.

 

7. grein

Formaður er fulltrúi félagsins út á við og hefur yfirumsjón með öllum framkvæmdum þess. Stjórn boðar félagsfundi svo oft sem þurfa þykir. Í fundarboði skal tilgreina fundarefni.
Ritari geymir bækur og skjöl félagsins og ritar gerðabók á fundum.
Gjaldkeri hefur fjárreiður félagsins með höndum og annast innheimtur og greiðslur. Reikningsár félagsins er almanaksárið.
Stjórninni er skylt að boða til fundar ef tíu félagsmenn eða fleiri óska þess skriflega. Fundir skulu boðaðir með sjö daga fyrirvara. Fundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.

 

8. grein

Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn fyrir 15. apríl ár hvert og skal hann boðaður með sjö daga fyrirvara. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála. Sé um lagabreytingu að ræða skal tilkynna það í fundarboði og til að þær nái fram að ganga þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.

 

9. grein

Dagskrá aðalfundar skal vera

  1. Kosning starfsmanna fundarins
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
  3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
  5. Reikningar bornir undir atkvæði.
  6. Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði.
  7. Kosningar skv. 6. grein.
  8. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar.
  9. Ákvörðun árgjalds.
  10. Önnur mál.

 

10. grein

Ef um er að ræða að leysa félagið upp verður það að gerast á fundi þar sem mættir eru minnst 3/4 félagsmanna og verður þa því aðeins gert að að 2/3 hlutar fundarmanna greiði atkvæði með því. Að öðrum kosti verður að boða til annars fundar og verður þá félagið leyst upp á löglegan hátt ef 2/3 hlutar fundarmanna án tillits til þess hve margir eru mættir á fundinum greiði því atkvæði.
Verði félagið leyst upp af einhverjum ástæðum skulu eignir þess renna til UDN.

 

 

 

Samþykkt á aðalfundi félagsins 28. apríl 1998.

Breyting samþykkt á aðalfundi 12. apríl 2007.

Breyting samþykkt á aðalfundi 25. mars 2014

 

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri