Fundargerðir:

Fundargerðir

Aðalfundur 3. apríl 2017

Endurritað úr fundargerðarbók Glaðs á ábyrgð ritara:

 

Aðalfundur í Hestamannafélaginu Glað haldinn í Rauðakrosshúsinu í Búðardal þann 3. apríl 2017.
Á fundinn voru mættir 19 félagar.

 

 1. Þórður Ingólfsson formaður bauð fólk velkomið og setti fundinn og kosning starfsmanna fundarins og lagði Þórður það til að hann yrði fundarstjóri og Heiðrún Sandra yrði til vara ef hann þyrfti að bregða sér frá vegna þess að hann var á bakvakt, síðan stakk hann upp á að Vilberg yrði ritari og var það samþykkt.
 2. Þórður fór yfir það sem gerðist hjá stjórninni. 3 stjórnarfundir voru haldnir á árinu og síðan var farið yfir störf nefnda og fór Þórður yfir mál Fræðslunefndar þar sem kom fram að Sjöfn Sæmundsdóttir hafi verið með gott starf og vel af því látið þar sem hún kom oft, góður áhugi var hjá krökkunum og krakkarnir voru með sýningu fyrir fólk og foreldra þar sem vinna vetrarins var sýnd.  Linda Rún hefur verið í vetur og vel hefur verið mætt á það.
  Mótanefnd:  Gísli formaður fór yfir mál mótanefndar þar sem 9 fundir voru haldnir á árinu og síðan breytingar voru gerðar á núverandi mótum þar sem það eru ekki lengur liðakeppnir. Erfitt hefur verið að finna tíma fyrir okkar keppnir þar sem það skerst á við aðra viðburði og keppnir þannig að það hefur verið aðeins snúið.
  Skemmtinefnd : Gyða formaður fór yfir hvað var gert. Það var haldið pub quis og það var farið í menningarferð í Skagafjörðinn og rækturnarbú skoðuð og tókst hún með miklum ágætum, síðan tók hún púlsinn hvað fólk var tilbúið til gera núna á komandi mánuðum.
  Þórður fór aðeins yfir reiðvegamál þar sem litlir peningar eru til að moða úr, og hvað við höfum verið að ræða á stjórnarfundum hvaða verkefni við gætum farið í.
  Svala fór yfir mál Tölvunefndar um notkun á Sportfeng og fór hún yfir þau vandamál sem hafa komið upp við notkun á þeim búnaði.
  Þórður fór síðan yfir félagatalið þar sem 7 aðilar sem hættu í félaginu en aftur á móti voru 12 nýir félagar sem gengu í félagið.  Og núna eru 158 félagsmenn í félaginu.
 3. Svala gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins gaumgæfilega lið fyir lið. Á rekstrareikningi eru gjöld samtals 4.066.508 og tekjur samtals 4.742.731 fyir afskriftir  sem eru 339.849 rekstraniðurstaðan er því 336.374 þúsund í hagnað. Á efnahagsreikningi þann 31.12.2016 eru eignir og skuldir samtals 9.811.237.
 4. Skýrsla stjórnar og reikningar ræddir.
 5. Reikningar voru bornir upp og þeir samþykktir samhljóða.
 6. Kosningar skv 6. grein.
  Meðstjórnendur til 2 ára: Viðar Þór Ólafsson og Þórarinn Birgir Þórarinsson voru endurkosnir með lófataki.
  Varameðstjórnendur til 2 ára: Ármann Rúnar Sigurðsson og Unnsteinn Kristinn Hermannsson.
  Skoðunarmaður reikninga til 2 ára (annar tveggja): Valberg Sigfússon
  Fulltrúar á sambandsþing UDN: vísað til stjórnar
 7. Nefndakjör

Fræðslu- og æskulýðsnefnd:
Svanborg Þ. Einarsdóttir, formaður
Carolin Baare-Schmidt
Edda Unnsteinsd óttir
Styrmir Sæmundsson
 Kynbótanefnd:
Valberg Sigfússon, formaður
Guðbjörn Guðmundsson
Styrmir Sæmundsson
Mótanefnd:
Gísli S. Halldórsson, formaður
Guðbjörn Guðmundsson
Inga Heiða Halldórsdóttir
Skjöldur Orri Skjaldarson
Þórarinn Birgir Þórarinsson
Reiðveganefnd:
Þórður Ingólfsson, formaður
Ólafur Guðjónsson
Valberg Sigfússon
Skemmtinefnd:
Gyða Lúðvíksdóttir, formaður
Inga Heiða Halldórsdóttir
Kristinn R. Guðlaugsson
Monika Backman
Ragnheiður Pálsdóttir
Tölvu- og tækninefnd:
Svala Svavarsdóttir, formaður
Eyþór Jón Gíslason
Sigurður Bjarni Gilbertsson
Viðar Þór Ólafsson
Þórður Ingólfsson
Afmælisnefnd (starfar 2017 og 2018):
Þórður Ingólfsson
Eyþór Jón Gíslason
Skjöldur Orri Skjaldarson
Fulltrúar á aðalfund Nesodda hf:
Skjöldur Orri Skjaldarson
Þórður Ingólfsson

 1. Árgjald. Það kom tillaga að það yrði óbreytt. Samþykkt samhljóða
 2. Önnur mál.
  Þórður kom inná að það yrði Vesturlandssýning þann 29 apríl fyrir börn og fyrsta æfing verður þann 16. apríl og er í höndum Þordísar Fjeldsteð.
  Nesoddahöllin. Það spunnust umræður um hana og að það yrði að koma betri lausnir á lánum á höllinni sem eru verulega íþyngjandi fyrir starfsemi þess og uppbyggingu til framtíðar og kom fram tillaga sem var svo hljóðandi: Aðalfundur Hestamannafélagsins Glaðs veitir stjorninni fullt umboð til að leiða mál Nesodda til lykta. Þurfi að ganga verulega á sjóði hestamannafélagsins skal boða til félagsfundar. Tillagan var samþykkt samhljóða.
  Reiðvegamál. Umræður spunnust og var fjallað um hvað skyldi gera og hvar og komu hugmyndir að laga reiðleiðir í kringum Búðardal þar sem þær hafa skemmst í vatnavöxtum og síðan margar aðrar leiðir vestan Búðardals sem liggja nærri þjóðveginum og eru mjög vararsamar umferðinni. Og kom tillaga að fólk skyldi koma tillögum til formanns reiðveganefndar til þess að nefndin hafi það í hendi þegar hún fjallar um það.
  Skemmtinefnd. Gyða gerði óformlega könnun hvað fólk langaði til gera sér til skemmtunar komandi á dögum og mánuðum.

 

Fundi slitið klukkan  23:35

 

Vilberg Þráinsson, ritari

 

Fara efst á síðu

Hestamannafélagið Glaður, Sunnubraut 7, 370 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri