Fundargerðir:

Fundargerðir

Aðalfundur 3. apríl 2017

Endurritað úr fundargerðarbók Glaðs á ábyrgð ritara:

 

Almennur félagsfundur í Hestamannafélaginu Glað þann 4. febrúar 2018.
Fundarstaður í Rauðakrosshúsinu kl 21:00

Mættir eru 14 félagar

 

1. Formaður býður fundagesti velkomna og segir frá meginefni fundarins þar sem Nesoddi standi ekki undir sér og á ekki fyrir síðustu afborgun og eitthvað verði að gera i málinu.

Svala fór yfir stöðu mála og kom inná tillögu stjórnar um aukið hlutafé inní Nesodda, hvaða áhrif það hafi á Glað og hluthafa Nesodda ehf.

Hugmyndin er að auka hlutafé inní allt að 4.200.000 sem er hlutur Glaðs.

Og síðan 2.200.000 af reikningi félagsins. Þetta er gert til þess þar sem minnka skuld sem er ca. 9 milljónir þar sem við borgum vexti og eru föst í skuldafeni og getum við ekkert gert til þess að halda áframhaldi uppbyggingu á aðstöðu félagsins. 

Valberg kom inná að hann hafi heyrt í stjórnarmanni í Hrossaræktarfélagi Dalamana sem er að fara að funda komandi fimmtudag um þessi mál, þar sem þeir eru næst stærstu hluthafar í Nesodda ehf. Og voru þeir jákvæðir gagnvart því að koma með aukið hlutafé í þessar aðgerðir, en það skýrist fljótlega.

Bryndís spyr hvernig Glaður stendur fjárhagslega gangnvart því að leggja út meira hlutafé?

Gjaldkerinn sagði að félagið ætti 3.600.000 inná reikninginum og ættum við 1.400.000 ef við myndum fara í  hlutafés aukningu í Nesodda.

Magga spyr hvort hluti af styrknum frá UDN sé eyrnamerktur í ungmennstarf félagssins?

Því er svarað til að hluti styrksins hafi verið nýttur í slíkt starf.

Félagsmönnum í Nesodda ehf er frjálst að taka þátt í hlutafjáraukningunni og ef þeir taka þátt halda þeir sínum hlut og ef þeir gera það ekki þá minnkar þeirra hlutur.

 

Formaðurinn les tillöguna upp : 

Félagsfundur í Hestamannafélaginu Glað, haldinn í Búðardal 4. Febrúar 2018, samþykkir að heimila stjórn félagsins að leggja allt að kr. 4.200.000 í aukið hlutafé í Nesodda ehf. að því gefnu að samanlögð aukning hlutafjár leysi brýnasta fjárhagsvanda Nesodda.

 

Síðan spunnust út umræður um tillöguna og spurði Bryndís hvort það væri nokkuð slæmt fordæmi með því að borga fyrir fram.

Heiðrún svaraði því til að ekkert af aðildarfélögunum væru í samskonar rekstri í sínum félögum.

Bryndís spyr hort við hefðum spurt sveitafélagið.  Valberg kom þá inná að sveitarfélagið hafi nýlega styrkt Glað um gatnagerðargjöld um 5-6 milljónir, þá kom umræða um að sveitafélagið hafi ætlað að gera það í upphafi en það standi hvergi í neinum fundargerðum.

Síðan er rætt hvort eigi að tala við sveitafélagið aftur og þessum hugleiðingum velt fyrir sér.

 

Skoðaður var árreikningur Nesodda og þar kemur fram tap upp á 200.000 árið 2016 og síðan árið 2015 tap upp á 600-700 þúsund.  Og er það ástand sem er ekki ásættanlegt og verðum við að gera eitthvað í þessum málum.

 

Svala sagði að til að koma til móts við taprekstur væri hægt að hækka lyklagjöld, eða halda fjáröflun með því að fá stóðhestaeigendur til að styrkja okkur með folatollum, en við vildum frekar nota þá peninga til að stuðla að  áframhaldandi uppbyggingu á reiðhöllinni en ekki til að borga vexti.  Síðan kom hún inná að kannski væri bara að hætta að greiða og skapa pressu á bankastofnanir til að koma til móts við okkur.

Bryndís spyr hvort þetta væri gert með einhverjum fyrirvörum og þá var farið yfir tillöguna.

Þórður les þá aftur tillöguna og ber hana síðan upp til afgreiðslu og er hún samþykkt með þorra atkvæða, enginn á móti.

 

2. Önnur mál

Heiðrún Sandra spyr út í hvort námskeiðin séu borguð niður eins og áður um 1000. kr per reiðtíma.   Erindið sé komið inn en sé ekki afgreitt.  En félagið borgi akstur fyrir þjálfara eins og áður var gert og búist er við því að þetta verði svipað og áður.

 

Smali:  Smala var frestað en það þarf að finna annan tíma en ekkert ákveðið ennþá.

 

Þórður kom því fram að hann ætlar að hætta sem formaður og bað okkur að koma með tillögur um nýjan kandidat til að taka við.

 

Fundi slitið kl 22:15

 

Vilberg Þráinsson

 

 

Fara efst á síðu

Hestamannafélagið Glaður, Sunnubraut 7, 370 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri