Eldri fréttir:

Krakka- og unglingahittingur

Miðvikudagur 24. janúar 2018

Miðvikudaginn 31. janúar ætlar Fræðslu- og æskulýðsnefndin að bjóða krökkunum "okkar" og unglingum að hittast í Rauða kross húsinu. Það verður eitthvað gott að borða og það verður horft á DVD. Að öðru leiti verður enggin sérstök dagskrá heldur stendur bara til að hrista hópinn saman fyrir veturinn. Nákvæm tímasetning kemur síðar. Sjá facebook síðu nefndarinnar.

Hestanudd og heilsa

Miðvikudagur 24. janúar 2018

Eftirfarandi auglýsing er frá Auði Sigurðardóttur, löggiltum hestanuddara. Inga Heiða er tilbúin til að halda utan um það hvort félagar hafi áhuga á að fá Auði til að koma vestur í Dali og skoða og meðhöndla hesta. Þeir sem hafa áhuga ættu því að hafa samband við Ingu Heiðu í síma 864 2172 eða með netfanginu budardalur@lyfja.is. Fyrst verður kannað hvort áhugi er fyrir hendi og svo verður fundinn dagur ef næg þátttaka næst.

 

Gleðilegt nýtt ár gott fólk! :)

Nú er ég loksins flutt aftur heim til Íslands með meiri reynslu og þekkingu í farteskinu og er farin að skrá niður tímapantanir í hestanudd/meðferð:)
Hef  hug á að þjónusta líka út fyrir höfuðborgarsvæðið svo endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að bóka tíma á næstu mánuðum og vikum hvar sem þið eruð staðsett á landinu.

Þjónustan sem ég býð upp á felst í nákvæmri skoðun á hestinum, líkamsástandi og hreyfingum, fer yfir hreyfingarmynstur og athuga stífni og/eða stirðleika í vöðvum og liðum. Auk þess tek ég niður nákvæma sjúkra- og/eða heilsusögu hestsins. Eftir það er heilkroppsnudd, teyjgur og/eða aðrar meðferðaraðferðir með tilliti til niðurstöðu skoðunar og sögu. Fyrsti tíminn tekur oft rúmlega 90 mínútur. Ég vinn með ýmsa tækni s.s. almennt nudd/sjúkranudd, bindivefsnudd, stresspunkta tækni (Trigger point), hreyfitækni á liði (mobilizering of joints), teygjur, acupressure, sjúkraþjálfun og endurhæfingu og annað sem við á.

Ég býð alltaf upp á ráðgjöf og leiðbeini um ýmsar æfingar sem geta hjálpað hverjum og einum að ná því markmiði sem stefnt er að.

Að lokum fá allir nákvæma skýrslu um hvern hest sem oft gott er að hafa við hendina sem yfirlit eða ef þörf er á frekari meðferð.

*Athugið að þjónustan sem ég veiti kemur í engan veginn í stað þjónustu dýralæknis og hestanuddarar/sjúkraþjálfarar hafa ekki leyfi til að gefa út sjúkdómagreiningu en geta hins vegar ráðlagt að haft sé samband við dýralækni þegar það á við og vinna gjarnan í samvinnu við aðra sérfræðinga.

Verðlistinn:
90 + mín = 7.000 kr. + vsk (8.680 kr.  m. vsk)
Eftirmeðferð = 6.000 kr.  + vsk  (7.440 kr. m.vsk.)
*Einhver aukakostnaður gæti bæst við ef þörf er á að ferðast langt.

Endilega hafið samband með því að senda mér email - hringja eða í gegnum facebook síðuna mína "Hestanudd og heilsa" (þætti afar vænt um ef þið gætuð "líkað og deilt" :)

Hlakka mikið til að byrja nýtt ár og hitta ykkur og hestana ykkar! :)
Með kærri kveðju
Auður
s: 8885052
Facebook: https://www.facebook.com/hestanuddogheilsa/

Helgarnámskeið í Skáney 19. - 21. janúar

Miðvikudagur 10. janúar 2018

Randi Holaker og Haukur Bjarnason í Skáney bjóða upp á helgarnámskeið fyrir börn og unglinga frá 8 ára aldri.


Innifalið: 4 reiðtímar, hestar, reiðtygi, gisting í 2 nætur og matur.

 

Mæting er seinni part föstudag og þá er einn reiðtími, matur og skemmtikvöld (spil, DVD).
Laugardagur: tveir reiðtímar, morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og skemmtikvöld.
Sunnudagur: einn reiðtími, morgunmatur og hádegismatur. Brottför um kl. 14:00.

 

Verð 26.000 á mann. Fjöldi 10-14 krakkar á helgi. Krakkarnir verða að vera sjálfbjarga, þ.e. séð um að tannbursta sig, vön að sofa að heiman og almennt getað bjargað sér sjálf. Námskeiðið er hins vegar jafnt fyrir byrjendur í hestamennsku sem lengra komna.


Nánari upplýsingar hjá Eddu (8495983) eða Svanborgu (8951437).

 

 


Fara efst á síðu

 

Hestamannafélagið Glaður, Sunnubraut 7, 370 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri