Eldri fréttir:

Rásraðir í þrígangi

Laugardagur13. febrúar 2021

Pollaflokkur:

Skráð á staðnum

 

Unglinga- og ungmennaflokkur:

 1. Juliane Emilie Stahl og Skjaldborg frá Búðardal
 2. Andri Óttarr Skjaldarson og Gjóska frá Búðardal
 3. Elna Rut Haraldsdóttir og Hryðja frá Svarfhóli
 4. Katrín Einarsdóttir og Þengill frá Spágilsstöðum

 

Opinn flokkur:

 1. Dóróthea S Unnsteinsdóttir og Valíant frá Lindarholti
 2. Einar Hólm Friðjónsson og Vinur frá Hallsstöðum
 3. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Skellibjalla frá Hofakri
 4. Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti
 5. Dagný Karlsdóttir og Kvistur frá Geirmundarstöðum
 6. Jón Ægisson og Glanni frá Gillastöðum
 7. Einar Hólm Friðjónsson og Hrólfur frá Þverholtum
 8. Dóróthea S Unnsteinsdóttir og Valur frá Lindarholti
 9. Monika Backman og Magni frá Svarfhóli
 10. Eyþór Jón Gíslason og Sjarmi frá Spágilsstöðum
 11. Katrín Einarsdóttir og Rödd frá Spágilsstöðum
 12. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Snáði frá Hofakri
 13. Eyrún Agnarsdóttir og Roka frá Hallsstöðum
 14. Harald Óskar Haraldsson og Aska frá Geirmundarstöðum
 15. Sjöfn Sæmundsdóttir og Perla frá Lindarholti
 16. Jón Ægisson og Ester frá Gillastöðum
 17. Dóróthea S Unnsteinsdóttir og Maístjarna frá Lindarholti

Þrígangur laugardaginn 13. febrúar

Þriðjudagur 9. febrúar 2021

ATHUGIÐ: Mótið verður haldið á reiðvellinum vegna sóttvarnaráðstafana og reglna yfirvalda vegna Covid-19! Mótið hefst kl. 13:00.

 

Dagskrá (með fyrirvara um þátttöku í öllum flokkum):

 1. Pollar (klárað alveg)
 2. Þrígangur - barnaflokkur - forkeppni
 3. Þrígangur - unglinga- og ungmennaflokkur - forkeppni
 4. Þrígangur - barnaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
 5. Þrígangur - unglinga- og ungmennarflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
 6. Þrígangur – opinn flokkur – forkeppni
 7. Hlé í 20 mínútur
 8. Þrígangur – opinn flokkur - úrslit og verðlaunaafhending

 

Fyrirkomulag þrígangsins:

Einn er í braut í einu í öllum flokkum.
Börn ríða 2½-3 hringi og sýna þrjú af þessum fjórum atriðum: 1 hring á tölti á frjálsum hraða, 1 hring á brokki, ½ hring á feti og 1 hring á stökki. Í úrslitum sýna þau fet, brokk og tölt. Lægsta einkunnin dettur út þannig að aðaleinkunn reiknast sem meðaltal tveggja bestu gangtegundanna.

Unglingar, ungmenni og fullorðnir ríða 3½ hring: ½ á feti, 1 á tölti á frjálsum hraða, 1 á brokki og 1 á stökki. Lægsta einkunnin dettur út þannig að aðaleinkunn reiknast sem meðaltal þriggja bestu gangtegundanna. Úrslitin verða eins.

Ef keppendur í opnum flokki verða fleiri en 12 verða riðin A og B úrslit.

 

Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega en keppnisgreinin þrígangur heitir þar reyndar Fjórgangur V6 og Unglinga- og ungmennaflokkur heitir þar bara Ungmennaflokkur. Þarfnist einhver aðstoðar vegna skráninga má hafa samband við Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.
Skráningargjald er 1.000 krónur og skráningarfrestur er til miðnættis á föstudagskvöldi 12. febrúar. Pollar eru skráðir á mótsstað og greiða ekki skráningargjald.

Franziska í Djúpadal

Fimmtudagur 28. janúar 2021

Nýr Glaðsfélagi skrifaði félaginu og óskaði eftir að koma þessu á framfæri:

"Ég heiti Franziska Solte og flutti til Íslands í September í fyrra frá þýskalandi ásamt sambýlismanninum mínum, Jóhann Samúelsson, og syninum okkar, Júlían Ragnar. Við erum stödd í Djúpadal í Reykhólahreppi eins og er en erum að leita okkur að jörð til framtíðar.

 

Ég kom fyrst til Íslands 1999 og langaði eiginlega að flýtja hingað síðan. Ég hef starfað með íslenskum hestum í þýskalandi og á Íslandi í tæp 20 ár og hef verið að leigja aðstöðu í þýskalandi í 16 ár. Þar var ég með hestar í fóðrun, tamningar, reiðskóla fyrir krakka og fullorðna, ræktun, seldi reiðtygi eins og hnakkar og járnaði sjálf. Alltaf þegar tíminn leyfði var ég á Íslandi að temja.

 

Auðvitað langar mig að halda áfram í hestum hérna líka, þannig að það væri gaman að fá að kynnast ykkur og kannski setja upp námskeið fyrir krakka eða líka fullorðna. Svo ef það vantar járningar eða þarf að skoða hvort hnakkinn passar á hestinn er hægt að redda því. Einnig er ég stundum með fólk úti sem er að leita sér að hestum, þannig að ef þið hafið þægar reiðhesta til sölu væri gaman að skoða það líka.


það er hægt að ná í mig á facebook og í síma 892 6564. Hlakka til að kynnast ykkur og takk fyrir að mega vera með í félaginu!"

Námskeið í frumtamningu og grunnþjálfun

Fimmtudagur 14. janúar 2021

Guðmundur Margeir Skúlason reiðkennari ætlar að koma til okkar og bjóða upp á þriggja helga námskeið í frumtamningu og grunnþjálfun hesta dagana 29. -31. janúar, 5. -7. febrúar og 19. -21. febrúar.

 

Námskeiðið hentar öllum og bæði má koma með alveg ósnert tryppi og eins með meira taminn reiðhest og þá rifja upp grunninn. Þetta er góð leið til að kynnast ungum eða nýjum hesti, fá leiðsögn og hjálp fyrstu skrefin. Þetta er bæði sýnikennsla og einkatímar en mælt er með að sitja allt námskeiðið, fylgjast með hinum og læra af, því enginn hestur er eins og annar .

 

Fyrirkomulag er: 30 mín. einkakennsla en bóklegir tímar eru sameiginlegir.
Tímafjöldi:

Verklegir tímar = 15

Bóklegir tímar = 2

Sýnikennsla = 3

 

Námskeiðshelgi hefst á seinni hluta föstudags með sýnikennslu og svo einu rennsli. Svo verður kennt allan daginn bæði laugardag og sunnudag. Sama fyrirkomulag verður allar þrjár helgarnar.


Nemendur mæta með eigin hest og búnað.

 

Eftirfarandi atriði verða tekin fyrir á námskeiðinu:

 

Verðið er 63.000 kr.
Signý tekur við skráningum í síma: 868 3659

 

Athugið að það er hámarksfjöldi á námskeiðið svo nú gildir að skrá sig sem fyrst.

Peysur

Fimmtudagur 14. janúar 2021

Í fyrra fengum við peysur frá 66° norður, merktar Glað. Ef einhverjir vilja panta peysur þá verður safnað í aðra sendingu hið fyrsta.

 

Nánari upplýsingar: Signý 868 3659, Sigrún Hanna 862 5718 eða Inga í Messenger.

Skáney 9. -11. apríl

Fimmtudagur 14. janúar 2021

Fræðslunefnd er búin að taka frá helgina 9. -11. apríl. Nánar auglýst síðar.

Reiðnámskeið með Sjöfn hefst 18. janúar

Fimmtudagur 14. janúar 2021

8 vikna reiðnámskeið hefst núna mánudaginn 18. janúar. Kennari er Sjöfn Sæmundsdóttir.

 

Fyrirkomulag:

 

GLAÐSFÉLAGAR:
17 ára og yngri: Einkatímar: 24.000 kr. Hópatímar: 12.000 kr.

Fullorðnir: Einkatímar: 32.000 kr. Hópatímar: 20.000 kr.
UTAN FÉLAGS:
Allur aldur: Einkatímar: 40.000 kr. Hópatímar: 24.000 kr.

 

Signý tekur við skráningum í síma 868 3659 og Sigrún í síma 862 5718.

Umhirða reiðtygja

Mánudagur 4. janúar 2021

Nú er komið að fyrsta hittingi vetrarins á vegum fræðslunefndar. Nefndarliðum langar til að bjóða börnum á miðstigi að koma og hittast í hesthúsinu hennar Ingu Heiðu á fimmtudaginn kemur (7. janúar) kl. 18:30. Allir eiga að koma með hnakkinn sinn og beislisbúnað því það á þrífa reiðtygin og koma þeim í stand fyrir veturinn.

  

Yngsta stigi er svo boðið að koma á mánudaginn 11. janúar kl. 18:00 og elsta stiginu á þriðjudaginn 12. janúar kl. 18:00.

 

Nefndarliðar verða með sápur, svampa og Gandur leðurfeiti en endilega hafið með ykkur tuskur til að bera feitina á með.

 

Skráningar hjá Sigrúnu (862 5718 eða á facebook).

 


Fara efst á síðu

 

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri