Eldri fréttir:

Ráslistar á töltmóti

Föstudagur 10. mars 2023

Tölt/brokk Barnaflokkur:

1. holl: Svandís Björg Jóhannsdóttir og Flipi frá Fremri-Gufudal

 

Tölt T7 Unglingaflokkur:

1. holl: Katrín Einarsdóttir og Drangur frá Efsta-Dal II

2. holl: Ásborg Styrmisdóttir og Kjarni frá Munaðstungu

 

Tölt T7 Fullorðinnaflokkur:

1. holl: Eyrún Guðnadóttir og Tinni frá Grund

1. holl: Eyþór Jón Gíslason og Agnes frá Holtsmúla 1

2. holl: Styrmir Sæmundsson og Jónína frá Fremri-Gufudal

3. holl: Edda Unnsteinsdóttir og Stormar frá Syðri-Brennihóli

3. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttirog Vök frá Sauðafelli

4. holl: Eyrún Guðnadóttir og Ægir frá Þingnesi

4. holl: Styrmir Sæmundsson og Ameríka frá Fremri-Gufudal

Barnaflokkur má ríða brokk

Miðvikudagur 8. mars 2023

Mótanefnd hefur tekið ákvörðun um að breyta keppnisfyrirkomulaginu í barnaflokki á töltmótinu um helgina. Barnið ræður hvort það sýnir tölt eða brokk en má þó aðeins sýna aðra gangtegundina. Þannig hefur barnið þessa tvo möguleika:

- ríða einn hring á hægu tölti, snúa við og ríða einn hring á tölti á frjálsum hraða

eða

- ríða einn hring á hægu brokki, snúa við og ríða einn hring á brokki á frjálsum hraða.

Tölt T7 í höllinni 11. mars

Fimmtudagur 23. febrúar 2023

Keppt verður í tölti T7 í Nesoddahöllinni laugardaginn 11. mars og keppni hefst kl. 13:00.

Dagskrá (með fyrirvara um þátttöku í öllum flokkum):
Pollar (klárað alveg)

Barnaflokkur - forkeppni

Unglingaflokkur - forkeppni

Ungmennaflokkur - forkeppni

Opinn flokkur - forkeppni

Hlé

Barnaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending

Ungllingaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending

Ungmennarflokkur - úrslit og verðlaunaafhending

Opinn flokkur – úrslit og verðlaunaafhending

Fyrirkomulag töltkeppninnar:
Tveir knapar eru í braut í einu í öllum flokkum.
Riðinn er einn hringur á hægu tölti, snúið við og riðinn einn hringur á tölti á frjálsum hraða. Uppfært 8. mars: Sjá nýja frétt varðandi barnaflokkinn hér ofar.

Úrslitin verða eins.

Skráningar:
Skráning er í gegnum SportFeng eins og áður. Þar gildir að þeir sem eiga aðgang að SportFeng skrá sig inn með þeim aðgangi, aðrir gefa upp netfang og fá bráðabirgðaaðgang.

Þarfnist einhver aðstoðar vegna skráninga má hafa samband við Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.
Skráningargjald er 1.000 krónur og skráningarfrestur er til kl. 18 á föstudagskvöldinu 10. mars.
Pollar eru skráðir á mótsstað og greiða ekki skráningargjald.

Móti aflýst

Laugardaginn 18. febrúar 2023

Vegna ónógrar þátttöku er því miður ekki annað hægt en að aflýsa keppni í þrígangi sem halda átti í dag.

Fyrsta mótið í ár: Þrígangur 18. febrúar

Miðvikudagur 15. febrúar 2023

Keppt verður í þrígangi í Nesoddahöllinni laugardaginn 18. febrúar og hefst keppni kl. 13:00.

 

Dagskrá (með fyrirvara um þátttöku í öllum flokkum):
Pollar (klárað alveg)

Barnaflokkur - forkeppni

Unglingaflokkur - forkeppni

Ungmennaflokkur - forkeppni

Opinn flokkur - forkeppni

Hlé

Barnaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending

Ungllingaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending

Ungmennarflokkur - úrslit og verðlaunaafhending

Opinn flokkur – úrslit og verðlaunaafhending

 

Fyrirkomulag þrígangsins er óbreytt frá síðustu árum:
Einn er í braut í einu í öllum flokkum.
Börn ríða 2½-3 hringi og sýna þrjú af þessum fjórum atriðum: 1 hring á tölti á frjálsum hraða, 1 hring á brokki, ½ hring á feti og 1 hring á stökki. Í úrslitum sýna þau fet, brokk og tölt. Lægsta einkunnin dettur út þannig að aðaleinkunn reiknast sem meðaltal tveggja bestu gangtegundanna.
Unglingar, ungmenni og fullorðnir ríða 3½ hring: ½ á feti, 1 á tölti á frjálsum hraða, 1 á brokki og 1 á stökki. Lægsta einkunnin dettur út þannig að aðaleinkunn reiknast sem meðaltal þriggja bestu gangtegundanna. Úrslitin verða eins.

 

Skráningar:
Skráning er í gegnum SportFeng. Þar gildir að þeir sem eiga aðgang að SportFeng skrá sig inn með þeim aðgangi, aðrir gefa upp netfang og fá bráðabirgðaaðgang.
Athugið að þrígangur er ekki til í SportFeng svo við notumst við Fjórgang V6.
Þarfnist einhver aðstoðar vegna skráninga má hafa samband við Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.
Skráningargjald er 1.000 krónur og skráningarfrestur er til kl. 18:00 föstudaginn 17. febrúar. Pollar eru skráðir á mótsstað og greiða ekki skráningargjald.

Mót Glaðs 2023

Fimmtudagur 26. janúar 2023

Mótanefnd hefur ákveðið þessar dagsetningar fyrir mótin okkar:

Denise Weber - reiðkennsla

Fimmtudagur 5. janúar 2023

Denise Weber reiðkennari verður með reiðkennslu hjá okkur fjórar helgar í vetur ef næg þátttaka fæst. Kennt verður bæði laugardag og sunnudag svo alls verða 8 tímar.

 

Helgarnar eru:
4.-5. febrúar

25.-26. febrúar

25.-26. mars

15.-16. apríl

 

Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa, þ.e. börn frá 8 ára, unglinga og fullorðna.

 

Verð fyrir allar helgarnar:
Börn og unglingar (8 til 16 ára) verða að jafnaði 3-4 saman í hóp, kr. 16.000

Fullorðnir, 2 saman í tíma kr. 35.000

Fullorðnir, einkatímar kr. 60.000

 

Ef einhverjir vilja stakar helgar/tíma þá reynum við að verða við því þegar allar skráningar liggja fyrir. Viðkomandi greiða þá í hlutfalli við það.

 

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 15. janúar, ef öll pláss fyllast gildir gamla reglan: fyrstur kemur - fyrstur fær!Þórey Björk tekur við skráningum á facebook, með tölvupósti thoreyb@gmail.com og í síma 821 1183.

Heiðursfélagi látinn

Þriðjudagur 3. janúar 2023

 

 

Grétar Bæring Ingvarsson á Þorbergsstöðum er látinn, 89 ára að aldri. Bæring var heiðursfélagi í Hestamannafélaginu Glað. Útför hans fer fram frá Hvammskirkju í dag.

 

Félagar í Glað votta aðstandendum hins látna samúð sína.

 

 

Fara efst á síðu

 

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri