Fimmtudagur, 11 april 2024
Stjóm:
Valberg Sigfússon formaour
Svanhvit Gísladóttir varaformaður
Þórður Ingólfsson gjaldkeri
Sjöfn Sæmundsdóttir ritari
Þórarinn Birgir Þórarinsson meðstjómandi
Skjöldur Orri Skjaldarson meðstjómandi
17 Glaðsmenn eru mættir.
Valberg biðst afsökunar á því að hafa eingöngu boðað til fundar á Facebook, en vegna breytinga á kerfunum Felix og sportabler, duttu öll email félagsmanna út.
Valberg leggur til að Þórður sé fundarstjóri og Sjöfn sem ritari. Samþykkt samhljóða.
Valberg fer yfir skýrslu félagsins. 155 félagar, ef félagar hafa ekki borgað i tvö ár þá falla þeir út sem félagar. Heiðursfelagi lést og verða fulltrúar Glaðs þar til heiðurs.
Eitt mót hefur verið haldið og ekkert mót á þessu ári. Þurfum að finna leið til að fá fólk til að mæta.
Útreiðanámskeið var haldið í sumar og var reiðkennari Laufey Friða og systir hennar Kristin var henni til halds og trausts. Haldið var opið hús i lok námskeiðs og var þátttakan mjög mikil. Linda Rún er með namskeið núna og þátttakan frekar dræm en namskeiðið er i gangi. Reiðvegamálin héldu áfram og er verið að leggja nýjan reiðveg núna i kringum hesthusahverfið. Eftir þetta ár ætti reiðvegurinn að vera orðinn vel fær. Í samstöðu með Vestfjörðum i reiðvegaleiðum og fær Glaður 2.300.000 kr
Skemmtinefndin stóð fyrir hópferð á afmælælishátíð Snæfellings og var farið snemma heim.
Loksins var sett nýtt undirlag i reiðhöllina, þar var sett inn furuflís og sandur. lnní reiðhöllinni er gámur með klósettum og upphitaðri aðstöðu. Miklar framfarir.
Aðalfundur Nesodda var nú á dögunum og var ákveðið að stjóm Glaðs yrði stjóm Nesodda.
Lánið er orðið hlutafé uppá 8.500.000 kr. Hlutir hluthafa þar með þurrkaðist hlutur þeirra út.
Glaður á 99,06%
Þórður og Valberg fóru á formannafund.
Sameiginleg úrtaka verður með Borgfirðing og Dreyra i Borgarnesi. Dreyri sér um skráninguna og Borgfirðingur sér um völlinn. Glaður þarf að manna aðrar sjalfboðaliðastöður.
Búið er að boða UDN þing 17 apríl og LH þing 25-27 október
Við munum vera með í að halda fjórðungsmót og munu öll félög sem hafa staðið að mótinu
halda því áfram.
Gjaldkeri fer yfir ársreikninga.
Breytingar hafa verið gerðar þannig að við sjáum alltaf árið á undan líka.
Eina breytingin sem er augljós er innkoma m6tanefndar vegna fárra móta.
Þórður ákvað að fara ekkert dýpra i reikninginn.
En boðar umræður tengdar ársreikningi og gefur orðið laust.
Þórður gefur færi á að spyrja út i skýrsluna hans Valbergs.
Valberg tekur orðið og fer yfir reiðvegagjöldin og útskýrir reikningana.
Einnig útskýrir hann reikninga Nesodda.
Reikningamir eru samþykktir samhjlóða.
Næsti liður eru lagabreytingar en verða ekki teknar fyrir núna.
Næst eru kosningar félagsins.
Við þurfum að kj6sa formann og varaformann þetta árið. Þetta rúllar á þremur árum.
Biggi vill hætta i stjórn.
Valberg gefur ekki kost a sér áfram sem formaður og telur þessa 6 ára setu vera góðan tíma.
Heiðrún Sandra gefur kost á sér til formanns og óskum við henni til hamingju með kjörið. Svanhvít gefur kost á sér áfram sem varaformann félagsins. Svanhvít situr áfram næstu þrjú árin. Kjósa þarf nýjan meðstjórnanda i stað Þórarins Birgis og gefur Einar Hólm kost á sér og mun sitja næstu tvö árin.
Bryndis er kosin sem endurskoðandi reikninga.
Kjósa þarf fulltrúa til að fara á LH þing: Sjöfn, Dóróthea og Eydís vilja fara á LH þing. Sjöfn og Eydís fara og Dóróthea er til vara.
Varðandi þing UDN þá tekur Hanna Sigga til orða og nefnir að þessir 6 fulltrúar Glaðs þurfi að kynna sér fundamálin. Heiðrún Sandra fer, Skjöldur, Hanna Sigga, Svanhvít, Viðar og Einar Hólm. Þórður er til vara.
Glaður hefur vald til að velja hverjir sitja i stjóm Glaðs og haldin ver6ur aðalfundur Nesodda. Glaður heldur aðalfund á undan Nesodda ti! að velja i stjórn félagsins.
Næst er kosning i nefndir félagsins. Nokkrar tillögur hafa borist og eftirfarandi nefndir skipa:
Fræðslu- og æskulýðsnefnd
Eydís Anna Kristófersd6ttir forma6ur
Dóróthea Sigriður Unnsteinsdottir ritari
Þórey Björk Þórisdóttir
Heiðrún Sandra Grettisdóttir
Styrmir Sæmundsson
Mótanefnd
Einar Hólm Friðjónsson forma6ur
Vilberg Þráinsson
Eydís Anna Kristófersdóttir
Jóna María Gísladóttir
Laufey Fríða Þórarinsdóttir
Skemmtinefnd
Jóhanna María Sigmundsdóttir forrnaður
Hermann Jóhann Bjamason
Sigurður Jökulsson
Tolvunefnd
Þórður Ingólfsson formaður
Dóróthea Sigríður Unnsteinsdóttir
Viðar Ólafsson
Reiðveganefnd
Valberg Sigfússon formaður
Skjöldur Orri Skjaldarson
Heiðrún Sandra Grettisdóttir
Ákvörðun árgjalds, gjaldkeri leggur til að árgjald verði óbreytt. Félagsgjöldin eru 7500 kr.
Sampykkt.
Önnur mál
Þórður tekur til máls og nefndir heiðursvörð í útför Lóu sem var heiðursfélagi Glaðs.
Þórður fer, Skjöldur, Svanhvít, Biggi og Viðar
Tillaga um að Þórður geymi jakka félagsins
Svanhvít nefnir að skynsamlegast væri að hesthúsaeigendur sjái um að vökva höllina.
Skjöldur leggur til að hestaeigandafélagið sjái um vökvunina.
Sjöfn, Eydís og Dóróthea nefna hvort að reiðveganefnd geti barist fyrir reiðvegi frá Skriðulandi
að Neðri-Brunná. Til er samkomulag hjá LH að vegagerðin þurfi að gera reiðveg ef malarvegur er malbikaður.
Viðar nefnir að þetta sé mikið undir landeigendum.
Heiðrún Sandra nefnir að Ólafsdalsvegurinn sé merkt reiðleið.
Skjöldur nefnir að við þurfum að vernda mikilvægar reiðleiðir.
Valberg segir að sækja þurfi númer fyrir reiðveginn og sækja um.
Búið er að senda pósta útaf reiðveginum á Skógarströnd. Það mál er klárt.
Þegar reiðvegir eru til staðar þá fáum við tilkynningu um að framkvæmdir séu í vændum og getum þar af leiðandi varið okkar reiðleiðir.
Þórður spyr hvort fundarmenn vilji hafa skoðun á tillögu á sorphirðustöð sem yrði sett upp hjá reiðhöllinni sem væri fyrir sumarbústaðaeigendur. Gyða mótmælir staðsetningu gámsins og vill ekki fá traffík frá sumarbústaðaeigendum. Skjöldur vill að við sýnum liðlegheit.
Valberg vill líka að við sýnum sveitarfélaginu liðlegheit og að gámarnir verði fjarlægðir ef umgengni sé ekki góð. Sampykkt.
Þórður vill leggja til máls: hann vill þakka Valberg fyrir sína formennsku og þakkar fyrir samstarfið. Hann vill bjóða Heiðrúnar Söndru velfamaðar i starfi formanns.
Magga spyr varðandi félagsmennina, fjöldan, hverjir koma inn og hverjir fara út.
Valberg svarar að félögin hafi farið úr felix yfir i sportabler. Utanumhaldið í kringum félagsmenn hverjir ganga inn í félagið og út úr pví. Félagafjöldinn er 155.
Þórður leggur til að hann sjái um þetta og leggist yfir þetta.
Allir félagar þurfa að logga sig inn og skrá sjálfir netfangið sitt. Hann getur ekki gert þetta sjálfur.
Stjóm Glaðs skipa þá núna: Heiðrún Sandra Grettisdóttir formaður, Svanhvít Gísladóttir varaformaður, Sjöfn Sæmundsdóttir ritari, Þórður Ingólfsson gjaldkeri, Skjöldur Orri Skjaldarson og Einar Hólm Friðjónsson meðstjómendur.
Valberg slitur fundi.
Sjöfn Sæmundsdóttir, fundarritari