Fundargerðir:

Fundargerðir

Aðalfundur 28. maí 2020

Endurritað úr fundargerðarbók Glaðs á ábyrgð ritara:

 

Aðalfundur í Hestamannafélginu Glað haldin í Dalabúð í Búðardal þann 28 maí 2020

Á fundinn eru mættir 9 félagar.

 

1. Kosning starfsmanna kom tillaga að Valberg yrði fundarstjóri og Vilberg yrði ritari funarins og var það samþykkt.

 

2. Skýsla stjórnar:  Haldin hafa verið 3 mót frá síðasta aðalfundi þann 9 apríl 2019

Hestaþing 22 júní 2019
Þrígangur og smali 16 febrúar 2020
Tölt 10 mars 2020
Og síðan kom covid

Námskeiðahald hefur verið öflugt og þátttaka góð og það sem stóð til boða var
Útreiðanámskeið 23-27 júní
Ævintýramámskeið í lok júlí
Reiðnámskeið á Skáney 21-23 febrúar
Reiðnámskeið með Sjöfn í vetur fram að covid

Reiðvegamál: Keyrt var meira efni reiðveginn frá Breiðamel og hann kláraður upp að girðingu við Hrútsstaði.  Auk þess annað minnað lagað niður með Laxá og í landi Ljárskóga.  Fórum langt fram úr úthlutun okkar félags svo eitthvað minna verður til ráðstöfunar á þessu ári.

Stjórnarfundir voru aðeins tveir, þar af annnar fjarfundur.  Formaður reynir að vera duglegur að senda upplýsingapósta á stjórn.

Félagar eru 164, nýjir 12, hættir 7

Erum að kaupa gám í stað dómskúrs.
Fengum efni á félagssvæðið úr upgreftri í Búðardal.  Dalabyggð greiðir sléttun /frágang

 

3. Reikningar lagðir fram: 

Farið yfir reikninga.  Inga Heiða gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins.  Á rekstrareikningi eru gjöld samtals 4.725.614 og tekjur samtals 5.518.668   Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir eru því 793.054  Afskriftir eru 297364 og er þá rekstraniðurstaða 495.690
Á efnahagsreikningi  er eigið fé 13.534.663 og eru skuldir og eigið fé samtals 14.030.353

 

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.  Voru málefnilegar og góðar

 

5. Reikningar bornir upp og samþykktir samhljóða.

 

6. Kosningar skv. 6 grein laga félagsins.

Meðstjórnandi Viðar Ólafsson gefur ekki kost á sér aftur og kemur uppástunga um Skjöld  Orra Skjaldarson og var það samþykkt samhljóða

Þórarinn Birgir Þórarinsson býður sig fram til áframhaldandi setu sem meðstjórnandi og er það samþykkt samhljóða.
Varasjórn:  Þar kemur tillaga að kjósa Ármann á Lyngbrekku og Unnstein á Leifólfsstöðum
Var það samþykkt samhljóða

Skoðunarmaður reikkninga þar er stungið upp á Bryndísi Karlsdóttir og var það samþykkt samhljóða.

Fulltrúar á LH eru Svana, Sjöfn og Valberg
Fulltrúar í Nesodda eru Valberg og Skjöldur Orri
Fullþrúar á UDN þing felum stjórn að mætta

 

7. Kosning nefnda

 

Fræðslu og Æskulýðsnefnd                                     


Inga Heiða Halldórsdóttir

(Valberg Sigfússon)

 Sigrún Hanna Sigurðardaóttir

Svanborg Einarsdóttir

Styrmir Sæmundsson

Mótanefnd


Gísli Sverrir Halldórsson

Sjöfn Sæmundsdóttir

Þórarinn Birgir Þórarinsson

Sygný Hólm Friðjónsdóttir

Skjöldur Orri Skjaldarson

 

Tölvunefnd/Tækninefnd


Þórður Ingólfsson

Eyþór Jón Gíslason

Sjöfn Sæmundsdóttir

Viðar Ólafsson

 

Reiðveganefnd


Þórarinn Birgir Þórarinsson

Ólafur Guðjónsson

Valberg Sigfússon

 

Kynbótanefnd


Valberg Sigfússon,

Guðbjörn Guðmundsson

Styrmir Sæmundsson

 

 

 

8. Ákvörðun árgjalda 2020

6500 fullornir og
2500 börn
Samþykkt samhljóða

 

9. Fjórðungsmót talað um dagsetningar á móti hvað skildi henta best og eru menn að velta þessum dögum fyrir sér og ákveða þá sem fyrst svo hægt sé að kynna mótið vel.

 

Fundið slitið 21:17
Vilberg Þráinsson

 

 

Fara efst á síðu

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri