Ýmsir tenglar:

Um félagið:

 

Hestamannafélagið Glaður var stofnað árið 1928 og voru stofnfélagar 17. Nánar er sagt frá stofnun þess undir liðnum "Úr sögu félagsins" og þar er m.a. hægt er að sækja og skoða stofnfundargerðina og fleiri gamlar fundargerðir.

 

Dalasýsla er starfssvæði félagsins. Í félaginu eru nú 153 félagar (í apríl 2008).

 

Heiðursfélagar Glaðs eru:

Gísli Þórðarson á Spágilsstöðum síðan 2018

Grettir Börkur Guðmundsson í Reykjavík (áður í Búðardal) síðan 2018

Ingibjörg Eyþórsdóttir á Spágilsstöðum síðan 2018

Kristján Gíslason í Borgarnesi (áður að Laugum) síðan 2018

Margrét Guðbjartsdóttir í Miklagarði síðan 2018

Marteinn Valdimarsson í Borgarnesi (áður í Búðardal) síðan 2018

Svavar Jensson í Kópavogi (áður á Hrappsstöðum) síðan 2018

 

Þeir sem áður hafa verið heiðursfélagar en eru látnir eru:

Sumarliði Jónsson, heiðursfélagi frá 1939

Oddur Eysteinsson, heiðursfélagi frá 1963

Jón Sumarliðason, heiðursfélagi frá 1963

Magnús Guðmundsson, heiðursfélagi frá 1972

Grímur Jónsson, heiðursfélagi frá 1972

Ragnar Jónsson, heiðursfélagi frá 1972

Ólafur Finnbogason, heiðursfélagi frá 1972

Yngvi Finnbogason, heiðursfélagi frá 1972

Gísli Þorsteinsson, heiðursfélagi frá 1972

Bergjón Kristjánsson, heiðursfélagi frá 1972

Jóhann Kristjánsson, heiðursfélagi frá 1972

Guðlaugur Magnússon, heiðursfélagi frá 1972

Pétur Sveinsson, heiðursfélagi frá 1972

Magnús Jósepsson, heiðursfélagi frá 1978

Guðbjörn Ketilsson, heiðursfélagi frá 1978

Jón Jósefsson, heiðursfélagi frá 1978

Ágúst Sigurjónsson, heiðursfélagi frá 1978

Jón Eggert Hallsson, heiðursfélagi frá 1983

Kristján Magnússon, heiðursfélagi frá 1988

Björn Þórðarson, heiðursfélagi frá 1988

Jóhannes Stefánsson, heiðursfélagi frá 1988

Eyjólfur Jónsson, heiðursfélagi frá 1998

Jón Ingvarsson, heiðursfélagi frá 2003

Kristján Eðvald Jónsson, heiðursfélagi frá 2008

Skjöldur Stefánsson, heiðursfélagi frá 2008

Guðmundur Guðbrandsson, heiðursfélagi frá 1978

Halldóra Guðmundsdóttir, heiðursfélagi frá 2003

Björn Stefán Guðmundsson, heiðursfélagi frá 2008

Gunnar Örn Svavarsson, heiðursfélagi frá 2018

Sigurður Þórólfsson, heiðursfélagi frá 2008

Bæring Ingvarsson, heiðursfélagi frá 2008

Ólöf Sigurðardóttir, heiðursfélagi frá 1998

 

Snemma í sögu sinni kom félagið sér upp keppnisaðstöðu á Nesodda í Miðdölum. Allt til ársins 2006 voru þar haldin árlega Hestaþing Glaðs. Hestaþingið er gæðingakeppni með kappreiðum og tölti. Íþróttakeppni félagsins fór hins vegar lengst af fram á velli Hestaeigendafélags Búðardals við Laxá. Í júlí 2006 vígði Glaður hins vegar loksins nýtt vallarsvæði sitt með bæði 250 m og 300 m hringvelli auk skeiðbrautar. Hinn nýji völlur er í Búðardal í nánum tengslum við hesthúsabyggðina. Öll félagsmót Glaðs fara nú fram á hinu nýja keppnissvæði og Hestaeigendafélagið hefur lagt niður sinn völl.

 

Félagsbúningur Glaðs er ljósgrár jakki með rauðum klút í brjóstvasa, hvít skyrta, rautt bindi og svartar buxur.

 

 

Hestamannafélagið Glaður, Sunnubraut 7, 370 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri