Heimildir reiðleiðavefsins

Þriðjudagur 27. mars 2012

Reiðleiðavefur þessi hefur nú verið endurnýjaður að miklu leiti. Kortið sem nú er notast við er Íslandskort fyrir Garmin GPS tæki sem Samsýn framleiðir fyrir Garmin á Íslandi. Kortagögnin eru upprunnin hjá Landmælingum Íslands. Samsýn, Garmin á Íslandi og Landmælingar Íslands veittu öll leyfi til þessarar notkunar kortsins og kunnum við þessum fyrirtækjum þakkir fyrir. Reiðleiðirnar hafa nú allar verið teiknaðar inn á Garmin kortið sem er mun nákvæmara og sýnir landslagið mun betur en kortið sem áður var notast við. Notast var við 2009 útgáfu Garmin kortsins. Textinn við leiðirnar hefur einnig verið yfirfarinn og ýmsar lagfæringar gerðar. Nokkrar leiðir hafa færst lítillega til og einstaka leiðir hafa verið teknar út.

 

Upphaf þessara reiðleiðalýsinga hér á vef Glaðs má rekja til þess er unnið var að aðalskipulagi fyrir Dalabyggð fyrir árin 2004-2016. Óskað var eftir því að félagið gerði tillögur að þeim reiðleiðum sem birtar skyldu í skipulaginu. Vinnan fór að mestu fram veturinn 2004 - 2005 í samvinnu við Landmótun sem vann að aðalskipulaginu fyrir Dalabyggð. Aðalskipulagið var svo endanlega samþykkt í sveitarstjórn Dalabyggðar árið 2006.

 

Reiðleiðirnar á þessum vef eru í fullu samræmi við umrætt aðalskipulag með örfáum undantekningum en í þeim tilfellum kemur það skýrt fram í texta með reiðleið.

 

Ritaðar heimildir:

 

Heimildamenn (viðtöl):

 

 

 

Hestamannafélagið Glaður, Sunnubraut 7, 370 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri