Í dag var sumardagurinn fyrsti og að venju var Hestaeigendafélag Búðardals með sína árlegu firmakeppni. Keppnin fór fram í björtu og fallegu veðri eins og myndirnar frá Tona (Birni Antoni Einarssyni) bera með sér. Við þökkum Tona fyrir myndirnar og Hestaeigendafélagið vill koma á framfæri þökkum til styrktaraðila.