Eldri fréttir:

Skemmtikvöld Glaðs 9. janúar

Þriðjudagur 22. desember 2015

Laugardaginn 9. janúar næstkomandi verður skemmtikvöld hjá Glað í Dalabúð. Það verða veittar viðurkenningar og verðlaun, það verður matur, skemmtiatriði og fyrst og fremst frábær félagsskapur!

 

Þetta verður nánar auglýst fljótlega en Glaðsfélagar ættu strax að taka kvöldið frá.

Folaldasýning 5. desember

Fimmtudagur 26. nóvember 2015

Frá stjórn Hrossaræktarsambands Dalamanna:

 

Hrossaræktarsambandið ætlar að halda flottustu folaldasýningu ever þann 5.des. n.k. í Nesoddahöllinni. Hefst kl.13:00.

 

Æ geriði það nú að vera með, það er ekkert gaman að halda þetta ef enginn vill vera með. Koma svo!

 

Skrá hjá siggijok@simnet.iseða hjá Svanborgu í síma 434 1437, þar þarf að koma fram nafn folalds og litur, faðir og móðir, eigandi og ræktandi. Sjáið – þetta er ekki flókið!

 

Komum svo saman og eigum skemmtilegan dag. Verðum með magnaða dómara og gjafabréf í verðlaun.

 

Keppt í ,,hestar“ – ,,hryssur“ – ,,fallegasta folaldið“.

 

Endilega látið þetta berast því við ætlum ekki að senda dreifibréf, það er fokdýr fjandi.

 

Hlökkum til að sjá ykkur. Stjórnin.

Endurskinsátak

Miðvikudagur 18. nóvember 2015

 

Öryggisnefnd LH beinir því til allra hestamanna að nota endurskin þegar skyggja tekur. Hér er um að ræða ódýrt öryggistæki sem getur bjargað bæði knapa og hesti.

 

Á facebook síðu endurskinsátaks hestamanna má sjá muninn á því hvað bílstjórinn sér, annars vegar þegar notað er endurskin og hins vegar þegar það er ekki notað.
https://www.facebook.com/endurskinsatakhestamanna/?fref=ts

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi

Mánudagur 2. nóvermber 2015

Eins og áður hefur komið fram stendur Hestamannafélagið Faxi fyrir sameiginlegri árshátíð vestlenskra hestamanna í ár. Hátíðin verður haldin á Fosshótel Reykholt þann 20. nóvember.

 

Dagskráin hefst kl. 19:30 með fordrykk í boði Faxa

Borðhald hefst svo kl. 20:00

Á boðstólum er eftirfarandi:
Laxatvenna með smjörsteiktu brauði og klettasalati.
Lambakóróna með rósmaríngljáa borið fram með bakaðri kartöflu og pönnusteiktu grænmeti.
Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma.

Veislustjórn verður í höndum hins valinkunna Gísla Einarssonar sem mun án efa kitla hláturtaugarnar hjá okkur eins og honum einum er lagið.

Skemmtiatriði

Hljómsveitin Festival leikur fyrir dansi.

Verð: 8.500 fyrir mat og dansleik

Við pöntunum taka:
Gíslína Jensdóttir, 435 1370,  hellubaer@emax.is Kolbeinn Magnússon, 435 1394, storias@emax.is

Pantið endilega sem fyrst en í síðasta lagi þriðjudaginn 17. nóvember

 

Þeir sem ætla að gista á hótelinu eru beðnir um að panta það sjálfir.
Tveggja manna herbergi kostar 12.700 og eins manns herbergi kostar 11.100.
Síminn hjá Fosshótel Reykholt er: 435 1260.

Akstur á árshátíðina í Reykholti?

Þriðjudagur 28. október 2015

Það eru vonandi allir búnir að frétta af árshátíð vestlenskra hestamanna en Faxi ætlar að standa fyrir henni í Reykholti þann 20. nóvember næstkomandi. Vafalaust er skemmtilegast að gista í Reykholti en þó munu einhverjar vangaveltur vera uppi um það hvort einhverjir Glaðsfélagar muni slá saman í rútu, þ.e. akstur í Reykholt og svo heim aftur um nóttina. Nú viljum við kanna áhugann á slíku og eru þeir sem annaðhvort hugsanlega eða örugglega myndu taka þátt í því beðnir að láta formann félagsins vita sem fyrst. Ef nægur áhugi er fyrir hendi munum við athuga með kostnað og auglýsa það svo.

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands

Þriðjudagur 27. október 2015

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember n.k. kl. 14:00 í Hótel Borgarnesi.

 

Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2015 verður verðlaunað. Þá verða veitt heiðursmerki Hrossaræktarsambands Vesturlands til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi.

 

Gestur fundarins verður Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður í hrossarækt.  Hann mun fara yfir áherslur í starfi sínu á nýjum vettvangi.

Mótadagar Glaðs 2016

Sunnudagur 25. október 2015

Mótanefnd hefur tekið ákvörðun um eftirfarandi mót keppnisárið 2016:

Föstudaginn 5. febrúar: Smali í Nesoddahöllinni

Laugardaginn 27. febrúar: Þrí-/fjórgangur í Nesoddahöllinni

Laugardaginn 19. mars: Tölt í Nesoddahöllinni

Laugardaginn 16. apríl: Vetrarleikar á reiðvellinum í Búðardal

Laugardaginn 30. apríl: Opið íþróttamót á reiðvellinum í Búðardal

Laugardaginn 11. júní: Sameiginleg úrtaka vestlendinga í Borgarnesi

Helgina 18.-19. júní: Hestaþing Glaðs, opið gæðingamót og töltkeppni

 

Í leiðinni er rétt að benda einnig á þessar dagsetningar:

Laugardaginn 2. apríl: Vesturlandssýningin í Borgarnesi

Vikuna 27. júní - 3. júlí: Landsmót á Hólum í Hjaltadal

Laugardaginn 13. ágúst: Bikarmót Vesturlands í Borgarnesi

Haustskýrsla 2015

Föstudagur 16. október 2015

Ágætu hestamenn í Vesturumdæmi!
Nú hefur verið opnað fyrir skil á haustskýrslum búfjár 2015.
Samkvæmt lögum eiga allir eigendur/umráðamenn búfjár að skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign,fóður og landstærðir eftir því sem við á.
Skil fara fram með rafrænum hætti á: www.bustofn.is.
Þess ber að geta að á síðasta ári þ.e.2014 voru skil best á öllu landinu í Vesturumdæmi en þar eiga um 1250 aðilar að skila skýrslum yfir hinar ýmsu búfjártegundir, á svæðinu voru skil 99,9%, haustið 2014.
Þess ber líka að geta í þessu sambandi að fyrir einhverjum hesteigendum hefur vafist að hross séu líka búfé og því verið áhöld um hvort skýrslu yfir þau þurfi að skila en það er að sjálfsögðu raunin.

Í meðfylgjandi trússi eru leiðbeiningar um útfyllingu haustskýrslunnar og vil ég nú biðla til ykkar forsvarsmanna í hestamannafélögum vítt og breytt á svæðinu að koma þessu bréfi og leiðbeiningunum á framfæri við ykkar félagsmenn.
Rétt er líka að geta þess að áskilið er í lögum að þeir sem ekki skila skýrslu skulu heimsóttir og upplýsinga aflað á þeirra kostnað.

Árshátíð vestlenskra hestamanna í Reykholti 20. nóvember

Miðvikudagur 7. október 2015

Föstudaginn 20. nóvember næstkomandi ætla hestamenn að hittast í Reykholti í Borgarfirði til að gera sér glaðan dag. Reykholt er 39 km frá Borgarnesi. Um kvöldið á Fosshótel Reykholti verður kvöldverður, skemmtidagskrá, tónlist og dans.


Allt verður þetta auglýst mikið betur innan fárra vikna en undirbúningur er í fullum gangi.

Meistaradeild Vesturlands

Miðvikudagur 16. september 2015

Nú þegar hafinn hefur verið undirbúningur að stofnun Meistaradeildar Vesturlands í hestaíþróttum óskar undirbúningsnefndin eftir að þeir sem kunna að hafa áhuga á þátttöku í deildinni í vetur setji sig í samband við Arnar Ásbjörnsson á netfangið arnarasbjorns@gmail.com fyrir 1. október.

 

Stefnt er að keppni í 5 greinum hestaíþrótta á fjórum kvöldum í febrúar og mars. Fyrirhugaðar keppnisgreinar eru Fjórgangur V1, Fimmgangur F1, Tölt T1, Gæðingafimi og Flugskeið.

 

Deildin er hugsuð sem vettvangur fyrir sterkustu hesta og menn á svæðinu. Gerð er krafa um að keppendur hafi náð 18 ára aldri og séu búsettir og/eða starfi á Vesturlandi. 

Hestaþingi lokið

Sunnudagur 21. júní 2015

Ágætu hestaþingi Glaðs lauk í dag í mikilli veðurblíðu. Kærar þakkir til allra sem lögðu hönd á plóg, þeir voru margir! Allar niðurstöður mótsins eru nú komnar inn á mótasíðuna okkar.

Rásraðir á hestaþingi

Föstudagur 19. júní 2015

Tölt-opinn flokkur:

1. holl: Nadine Elisabeth Walter og Krummi frá Reykhólum

1. holl: Hlynur Þór Hjaltason og Jaðar frá Hamraendum

2. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Lukka frá Söðulsholti

2. holl: Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir og Ljúfur frá Ásum

3. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Bára frá Lambastöðum

3. holl: Halldór Sigurkarlsson og Sleipnir frá Söðulsholti

4. holl: Máni Hilmarsson og Haustnótt frá Akurgerði II

4. holl: Inga Dröfn Sváfnisdóttir og Assa frá Húsafelli 2

5. holl: Sigvaldi Lárus Guðmundsson og Bráinn frá Oddsstöðum I

5. holl: Steinþór Freyr Steinþórsson og Goði frá Gottorp

6. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

6. holl: Iðunn Svansdóttir og Fjöður frá Ólafsvík

7. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð

7. holl: Ámundi Sigurðsson og Hrafn frá Smáratúni

8. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Lukka frá Lindarholti

8. holl: Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni

9. holl: Matthías Kjartansson og Aþena frá Húsafelli 2

9. holl: Jón Bjarni Þorvarðarson og Svalur frá Bergi

 

Barnaflokkur:

  1. Elín Björk Sigurþórsdóttir og Hausti frá Borgarnesi
  2. Berghildur Björk Reynisdóttir og Óliver frá Ánabrekku
  3. Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Lotning frá Minni-Borg
  4. Birta Magnúsdóttir og Menja frá Spágilsstöðum
  5. Fjóla Rún Sölvadóttir og Bliki frá Dalsmynni

 

Unglingaflokkur:

  1. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal
  2. Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur frá Dalsmynni
  3. Einar Hólm Friðjónsson og Kóngur frá Fremri-Fitjum
  4. Inga Dís Víkingsdóttir og Fjóla frá Árbæ
  5. Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum
  6. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Árvakur frá Litlu-Tungu 2
  7. Arna Hrönn Ámundadóttir og Spuni frá Miklagarði
  8. Einar Hólm Friðjónsson og Glói frá Króki

 

Ungmennaflokkur:

  1. Auður Ósk Sigurþórsdóttir og Aþena frá Miklagarði
  2. Máni Hilmarsson og Fans frá Reynistað
  3. Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Ósey frá Dalsmynni

 

B-flokkur gæðinga:

  1. Goði frá Gottorp og Steinþór Freyr Steinþórsson
  2. Stöng frá Hrafnkelsstöðum 1 og Matthías Kjartansson
  3. Bára frá Lambastöðum og Guðmundur Margeir Skúlason
  4. Þór frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson
  5. Ljúfur frá Ásum og Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir
  6. Assa frá Húsafelli 2 og Inga Dröfn Sváfnisdóttir
  7. Lukka frá Söðulsholti og Ágústa Rut Haraldsdóttir
  8. Jaðar frá Hamraendum og Hlynur Þór Hjaltason
  9. Krummi frá Reykhólum og Nadine Elisabeth Walter
  10. Werner frá Vatni og Eyþór Jón Gíslason
  11. Aþena frá Húsafelli 2 og Matthías Kjartansson
  12. Stígur frá Valþúfu og Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir
  13. Ábóti frá Söðulsholti og Iðunn Svansdóttir
  14. Lukkudís frá Dalbæ II og Heiðar Árni Baldursson
  15. Hrafn frá Smáratúni og Ámundi Sigurðsson
  16. Næk frá Miklagarði og Inga Heiða Halldórsdóttir
  17. Vinur frá Hallsstöðum og Signý Hólm Friðjónsdóttir
  18. Tvífari frá Sauðafelli og Ágústa Rut Haraldsdóttir
  19. Fjöður frá Ólafsvík og Iðunn Svansdóttir
  20. Svalur frá Bergi og Jón Bjarni Þorvarðarson

 

A-flokkur gæðinga:

  1. Kolbrá frá Stafholtsveggjum og Heiðar Árni Baldursson
  2. Fannar frá Hallkelsstaðahlíð og Guðmundur Margeir Skúlason
  3. Þróttur frá Lindarholti og Sjöfn Sæmundsdóttir
  4. Askja frá Húsafelli 2 og Matthías Kjartansson
  5. Fáni frá Breiðabólsstað og Hlynur Þór Hjaltason
  6. Djass frá Blesastöðum 1A og Heiðar Árni Baldursson
  7. Haki frá Bergi og Jón Bjarni Þorvarðarson
  8. Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð og Guðmundur Margeir Skúlason
  9. Lukka frá Lindarholti og Sjöfn Sæmundsdóttir
  10. Eyvör frá Litlalandi Ásahreppi og Heiðar Árni Baldursson

 

100 m skeið:

  1. Guðmundur Margeir Skúlason og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð
  2. Hlynur Þór Hjaltason og Dagur frá Smáhömrum II
  3. Jón Bjarni Þorvarðarson og Haki frá Bergi
  4. Matthías Kjartansson og Askja frá Húsafelli 2

 

Minnum einnig á kappreiðarnar á laugardagskvöldið en tekið er við skráningum í þær í dómpalli á laugardeginum.

Hestaþingið - nánar

Sunnudagur 14. júní 2015

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 20. - 21. júní næstkomandi eins og þegar hefur komið fram. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum.

 

Dagskrá:

Laugardagur 20. júní

Kl. 10:00 Forkeppni:

Tölt (T3) opinn flokkur

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

B-flokkur gæðinga

A-flokkur gæðinga

Hlé

Kl. 20:00 Kappreiðar, töltúrslit, ræktunarbú:

150 m skeið

250 m brokk

250 m skeið

250 m stökk

100 m skeið (flugskeið)

Úrslit í tölti

Ræktunarbússýningar (ef af verður)

 

Sunnudagur 21. júní

Kl. 13:00 Úrslit:

B-úrslit í B-flokki gæðinga (háð þátttöku)

B-úrslit í A-flokki gæðinga (háð þátttöku)

Barnaflokkur

A-úrslit í B-flokki gæðinga

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

A-úrslit í A-flokki gæðinga

 

Öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum flokki og auglýst með fyrirvara um breytingar. Það eru peningaverðlaun í töltinu og í öllum greinum kappreiða!

 

Skráningar:

Skráningar fara fram með skráningakerfi SportFengs, slóðin er http://skraning.sportfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í lok skráningarferlisins. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist. Skráningargjald er kr. 2.000 í allar greinar.

 

Í kappreiðarnar verður skráð á staðnum en skráningar í gæðingakeppni, tölt og 100 m skeið þurfa að berast fyrir kl. 20:00 að kvöldi miðvikudagsins 17. júní. Sami tímafrestur gildir um greiðslu skráningagjalda í þessar greinar.

 

Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:

Svölu í síma 861 4466 eða með netfangi budardalur@simnet.is

Þórð í síma 893 1125 eða með netfangi thoing@centrum.is

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 19. júní.

Hestaþing Glaðs 20. - 21. júní

Laugardagur 13. júní 2015

Hestaþingið okkar er um næstu helgi, laugardag og sunnudag að venju. Dagskráin verður birt hér á morgun en hún verður í meginatriðum lík og í fyrra. Nú þegar er opið fyrir skráningar með Skáningakerfi SportFengs.

Ferðalagi aflýst

Föstudagur 5. júní 2015

Menningar- og skemmtiferð Glaðs og Hrossaræktarsambands Dalamanna á morgun hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Menningar- og skemmtiferð Glaðs og Hrossaræktarsambands Dalamanna

Laugardagur 30. maí 2015

Laugardaginn 6. júní ætlum við að kíkja í heimsókn í nágrannabyggðir okkar og heimsækja Söðulsholt, Hrísdal og Berg. Lagt verður af stað stundvíslega kl. 11:00 frá Samkaupum í Búðardal.

 

Kvöldverður í Plássinu Stykkishólmi á heimleið, matur ekki innifalinn í verði.

 

Kostnaður vegna rútu 2.500-3.000 kr., fer eftir þátttöku.

 

Pantið í síðasta lagi fimmtudaginn 4. júní hjá eftirtöldum:

Ingu Heiðu, ingheida@hotmail.com

Sigrúnu Hönnu, sighannasig@gmail.com, s. 862 5718

Gyðu s. 696 7169

 

Allir velkomnir!

Minnt á kvikmyndakeppni FEIF

Þriðjudagur 19. maí 2015

Tímafrestur til að taka þátt í kvikmyndakeppni FEIF rennur út 31. maí næstkomandi. Allar upplýsingar eru hér.

Úrval Útsýn kynna skemmtilega ferð á HM í sumar

Þriðjudagur 19. maí 2015

Þau hjá Úrval Útsýn eru búin að setja saman spennandi ferð á HM í Herning, sem þau kalla „Frábæra ferð eftir fyrri slátt“, þar sem farið verður í gegnum Hamborg, áður en leiðin liggur til Herning, til að fá sem mest út úr ferðinni.

 

Ferðalýsing:

Flogið til Hamborgar 2. ágúst og byrjað á því að fara í heimsókn á íslenskan hestabúgarð í útjaðri Hamborgar, Vindhóla (www.vindholar.de) sem íslendingurinn Einar Hermansson rekur ásamt konu sinni sem er þýsk. Þaðan er keyrt í rútu upp til Schleswig þar sem borðaður verður kvöldmatur og gist á notalegu sveitahóteli (kvöldmatur og morgunverður innifaliinn). Þar mun Sigurður Sæmundsson fararstjóri segja sögur og spá í spilin. Daginn eftir er keyrt áfram upp til Herning með viðkomu á Víkingasafninu‚ Viking Museum Haithabu. Komið til Herning að kvöldi 3. ágúst og gist á Scandic Regina hótelinu 3.-10. ágúst.

 

Hér má sjá allt um ferðina: http://www.urvalutsyn.is/hm-islenska-hestsins/

Rásraðir á íþróttamótinu á morgun

Föstudagur 30. apríl 2015

Fjórgangur opinn flokkur:

1. holl: Iðunn Svansdóttir og Fjöður frá Ólafsvík

1. holl: Styrmir Sæmundsson og Litla-Jörp frá Fremri-Gufudal

2. holl: Aldís Hlíf Guðmundsdóttir og Hugur frá Neðra-Seli

2. holl: Halldór Sigurkarlsson og Hrafnkatla frá Snartartungu

3. holl: Hlynur Þór Hjaltason og Sólborg frá Búðardal

3. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Óðinn frá Lambastöðum

4. holl: Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni

4. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarðil

5. holl: Styrmir Sæmundsson og Bubbi frá Breiðabólsstað

5. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

6. holl: Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal

6. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

7. holl: Svanhvít Gísladóttir og Þorri frá Lindarholti

8. holl: Hlynur Þór Hjaltason og Jaðar frá Hamraendum

8. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

9. holl: Styrmir Sæmundsson og Kólga frá Fremri-Gufudal

 

Fjórgangur barnaflokkur:

1. holl: Birta Magnúsdóttir og Emmi frá Miðengi

 

Fjórgangur unglingaflokkur:

1. holl: Inga Dís Víkingsdóttir og Sindri frá Keldudal

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

2. holl: Kristín Þórarinsdóttir og Árvakur frá Litlu-Tungu 2

2. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Glói frá Króki

 

Fjórgangur ungmennaflokkur:

1. holl: Hrefna Rós Lárusdóttir og Hnokki frá Reykhólum

2. holl: Hrönn Jónsdóttir og Demantur frá Lindarholti

2. holl: Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Reykur frá Brennistöðum

 

Fimmgangur opinn flokkur:

1. holl: Hlynur Þór Hjaltason og Fáni frá Breiðabólsstað

1. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Krapi frá Steinum

2. holl: Styrmir Sæmundsson og Krapi frá Fremri-Gufudal

3. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Freyfaxi frá Breiðabólsstað

3. holl: Iðunn Svansdóttir og Ábóti frá Söðulsholti

4. holl: Halldór Sigurkarlsson og Kolbrá frá Söðulsholti

5. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Gjósta frá Búðardal

5. holl: Hrefna Rós Lárusdóttir og Sól frá Reykhólum

6. holl: Siguroddur Pétursson og Syneta frá Mosfellsbæ

6. holl: Styrmir Sæmundsson og Þórdís frá Hvammsvík

 

Tölt barnaflokkur:

1. holl: Birta Magnúsdóttir og Menja frá Spágilsstöðum

 

Tölt unglingaflokkur:

1. holl: Inga Dís Víkingsdóttir og Sindri frá Keldudal

2. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

2. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Glói frá Króki

3. holl: Kristín Þórarinsdóttir og Árvakur frá Litlu-Tungu 2

 

Tölt ungmennaflokkur:

1. holl: Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Reykur frá Brennistöðum

2. holl: Hrefna Rós Lárusdóttir og Hnokki frá Reykhólum

 

Tölt opinn flokkur:

1. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð

1. holl: Styrmir Sæmundsson og Þórdís frá Hvammsvík

2. holl: Svanhvít Gísladóttir og Lukka frá Lindarholti

2. holl: Hlynur Þór Hjaltason og Jaðar frá Hamraendum

3. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

3. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði

4. holl: Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni

4. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

5. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Óðinn frá Lambastöðum

5. holl: Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal

6. holl: Halldór Sigurkarlsson og Sleipnir frá Söðulsholti

6. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

7. holl: Svala Svavarsdóttir og Frami frá Hvítadal

7. holl: Iðunn Svansdóttir og Fjöður frá Ólafsvík

8. holl: Hlynur Þór Hjaltason og Sólborg frá Búðardal

8. holl: Aldís Hlíf Guðmundsdóttir og Hugur frá Neðra-Seli

9. holl: Styrmir Sæmundsson og Litla-Jörp frá Fremri-Gufudal

9. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Krapi frá Steinum

10. holl: Þórarinn Birgir Þórarinsson og Stefán frá Hvítadal

 

Pollaflokkur með frjálsri aðferð í reiðhöll

Skráningar á staðnum.

 

100 m skeið:

  1. Inga Heiða Halldórsdóttir og Dúna frá Vatni
  2. Skjöldur Orri Skjaldarson og Gjósta frá Búðardal
  3. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa
  4. Guðmundur Margeir Skúlason og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð
  5. Inga Heiða Halldórsdóttir og Freyfaxi frá Breiðabólsstað

Sýnikennsla Randi Holaker 1. maí

Miðvikudagur 29. apríl 2015

Randi Holaker verður með sýnikennslu í Nesoddahöllinni föstudaginn 1. maí kl. 13:25 - 15:00.

Hlé á íþróttamóti, leiðrétt tímasetning

Föstudagur 24. apríl 2015

Í dreifibréfi sem borið var út í dag var tímasetning röng á því hléi sem fyrirhugað er að gera á íþróttamótinu 2. maí. Rétt tímasetning er 14:45 - 16:15. Sama villa var í frétt hér að neðan þar sem mótið er auglýst en sú frétt hefur verið leiðrétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Tilefni þessa hlés er útför Hjalta Þórðarsonar sem fer fram frá Hjarðarholtskirkju og hefst kl. 15:00.

Opið íþróttamót Glaðs laugardaginn 2. maí

Föstudagur 24. apríl 2015 - leiðreítt síðdegis sama dag

Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 2. mai og hefst  keppni stundvíslega klukkan 10:00. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum í LH.

 

Dagskrá:

1. Knapafundur í reiðhöllinni kl. 09:30

2. Forkeppni hefst kl. 10:00:

Fjórgangur V2: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur F2: opinn flokkur
Tölt T7: barnaflokkur
Tölt T3: unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur
Pollaflokkur í reiðhöllinni, frjáls aðferð

3. Úrslit:

Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur: opinn flokkur
Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

100 m skeið (flugskeið)

Athugið að vegna jarðarfarar verður hlé gert í dagskránni u.þ.b. kl. 14:45 – 16:15.

 

Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Síðasti skráningadagur er fimmtudagurinn 30. apríl. Sama gildir um greiðslu skráningagjalda en gjaldið er 1.500 krónur í hverja grein. Pollar eru skráðir á mótsstað eða með tölvupósti til Svölu eða Þórðar. Það er ekkert skráningagjald í pollaflokkinn. Aðstoð við skráningar veita:
Svala í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórður í 893 1125 eða thoing@centrum.is

Skemmtiferð 6. júní

Fimmtudagur 23. apríl 2015

Skemmtinefnd félagsins stefnir að því að farin verði skemmtiferð á vegum félagsins laugardaginn 6. júní. Frekari upplýsingar verða birtar hér á vefnum þegar nær dregur en það er um að gera að taka strax daginn frá.

Sýnikennslu Randi Holaker frestað

Fimmtudagur 23. apríl 2015

Sýnikennslu sem Randi Holaker ætlaði að vera með í reiðhöllinni laugardaginn 25. apríl hefur verið frestað af óviðráðanlegum orsökum til föstudagsins 1. maí. Síðasta tíma reiðnámskeiðsins hennar er sömuleiðis frestað til sama dags.

Stigakeppnin að loknum vetrarleikum

Mánudagur 20. apríl

Vetrarleikarnir fóru fram í gær og hægt er að skoða allar niðurstöður þeirra á mótasíðunni okkar. Í liðakeppninni styrkti liðið vestan Fáskrúðar stöðu sína enn frekar og er nú með 223 stig á meðan Búðardalsliðið er með 120 stig og liðið sunnan Fáskrúðar með 23 stig.

 

Í stigakeppni einstaklinga er staðan hins vegar orðin æsispennandi nú þegar aðeins eitt mót er eftir af stigakeppninni. Þar hefur Inga Heiða Halldórsdóttir tekið forystuna í opnum flokki með 36 stig og næst henni kemur Svanhvít Gísladóttir með 35 stig. Í ungmennaflokki er Hrönn Jónsdóttir með 18 stig, í unglingaflokki er Einar Hólm Friðjónsson efstur með 28 stig og efst í barnaflokki er Birta Magnúsdóttir með 20 stig.

Rásraðir á Vetrarleikum 19. apríl

Föstudagur 17. apríl 2015

Fjórgangur - Opinn flokkur:

1. holl: Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni

1. holl: Viðar Þór Ólafsson og Þíða frá Spágilsstöðum

2. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

3. holl: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi

3. holl: Svanhvít Gísladóttir og Þorri frá Lindarholti

4. holl: Svala Svavarsdóttir og Frami frá Hvítadal

4, holl: Vilberg Þráinsson og Greifi frá Reykhólum

5. holl: Guðmundur H. Sigvaldason og Sunna frá Stykkishólmi

5. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

6. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

6. holl: Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni

7. holl: Svanhvít Gísladóttir og Demantur frá Lindarholti

7. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Fönix frá Breiðabólsstað

 

Fjórgangur - Barnaflokkur:

1. holl: Birta Magnúsdóttir og Dama frá Arnarbæli

1. holl: Friðjón Kristinn Friðjónsson og Glampi frá Núpakoti

 

Fjórgangur - Unglingaflokkur:

1. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Glói frá Króki

 

Fimmgangur - Opinn flokkur:

1. holl: Guðmundur H. Sigvaldason og Kempa frá Reykhólum

1. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Gjósta frá Búðardal

2. holl: Eyþór Jón Gíslason og Riddari frá Spágilsstöðum

2. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Freyfaxi frá Breiðabólsstað

 

Tölt - Pollaflokkur:

Skráningar á staðnum

 

Tölt - Barnaflokkur:

1. holl: Birta Magnúsdóttir og Baldur Baldurss frá Búðardal

1. holl: Friðjón Kristinn Friðjónsson og Glampi frá Núpakoti

 

Tölt - Unglingaflokkur:

1. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Glói frá Króki

 

Tölt - Opinn flokkur:

1. holl: Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni

1. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

2. holl: Svanhvít Gísladóttir og Lukka frá Lindarholti

3. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

3. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

4. holl: Svala Svavarsdóttir og Frami frá Hvítadal

5. holl: Viðar Þór Ólafsson og Þíða frá Spágilsstöðum

5. holl: Eyþór Jón Gíslason og Staka frá Leikskálum

Firmakeppni Hestaeigendafélagsins

Föstudagur 17. apríl 2015

Árleg firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardals verður haldin á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl á reiðvellinum í Búðardal. Dagskráin hefst kl 12:30 með hópreið frá hesthúsahverfinu á reiðvöllinn. Keppt verður í polla-(teymt undir í reiðhöllinni), barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokkum. Skráningar á staðnum.

 

Þetta er keppni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, ungir sem aldnir. Skemmtimót þar sem hver og einn getur látið gamminn geysa eins og hann vill til að heilla dómrarana. Allir pollar fá verðlaunapening en í öðrum flokkum eru verðlaunapeningar fyrir þrjá efstu og farandbikar til sigurvegara. Þrír efstu í hverjum flokki draga um styrktarfyrirtæki sem þeir keppa fyrir.

 

Undanfarin ár hefur yngri kynslóðin verið sérstaklega dugleg að mæta til keppni og viljum við hvetja ykkur til þess að skreyta hestana ykkar og mæta í búningum til keppni. Það mega vera allar gerðir af búningum, Spiderman, kúrekar, prinsessur og einfaldlega hvað sem ykkur dettur í hug.

Vetrarleikar Glaðs fara fram 19. apríl

Laugardagur 11.apríl

Nú hefur verið tekin sú ákvörðun að vetrarleikarnir sem halda átti í dag, verða í staðinn haldnir sunnudaginn 19. apríl og hefst mótið kl. 14:00.

 

Vegna þessa hefur verið opnað aftur fyrir skráningar í mótið og verður opið fyrir nýjar skráningar til kl. 12 á hádegi föstudaginn 17. apríl. Þær skráningar sem komnar voru gilda áfram en ef einhver þeirra keppenda þarf að hætta við vegna breyttrar dagsetningar þarf hann að hafa samband við Svölu (861 4466) eða Þórð (893 1125) eða með pósti á gladur@gladur.is fyrir lok skráningafrests og verður þá skráningagjaldið endurgreitt.

 

Dregið verður að nýju í rásraðir þar sem vænta má einhverra breytinga á keppendalista, nýjar rásraðir verða svo auðvitað birtar hér á vefnum tímanlega fyrir mót.

Vetrarleikum í dag aflýst

Laugardagur 11. apríl

Vegna veðurs verðum við því miður að aflýsa vetrarleikunum sem halda átti í dag. Hvort mótið verði haldið á öðrum degi eða alveg fellt niður er ekki alveg ljóst en verður fljótlega tilkynnt.

Rásraðir á Vetrarleikum

Föstudagur 10. apríl 2015

Fjórgangur - Opinn flokkur:

1. holl: Svanhvít Gísladóttir og Þorri frá Lindarholti

1. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Fönix frá Breiðabólsstað

2. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

2. holl: Viðar Þór Ólafsson og Þíða frá Spágilsstöðum

3. holl: Svala Svavarsdóttirog Frami frá Hvítadal

3. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði

4. holl: Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni

4, holl: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi

5. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

5. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

 

Fjórgangur - Barnaflokkur:

1. holl: Birta Magnúsdóttir og Dama frá Arnarbæli

 

Fjórgangur - Unglingaflokkur:

1. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Glói frá Króki

 

Fjórgangur - Ungmennaflokkur:

1. holl: Hrönn Jónsdóttir og Demantur frá Lindarholti

 

Fimmgangur - Opinn flokkur:

1. holl: Eyþór Jón Gíslason og Riddari frá Spágilsstöðum

1. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Gjósta frá Búðardal

2. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Freyfaxi frá Breiðabólsstað

 

Tölt - Pollaflokkur:

Skráningar á staðnum

 

Tölt - Barnaflokkur:

1. holl: Birta Magnúsdóttir og Baldur Baldurss frá Búðardal

 

Tölt - Unglingaflokkur:

1. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Glói frá Króki

 

Tölt - Opinn flokkur:

1. holl: Eyþór Jón Gíslason og Staka frá Leikskálum

1. holl: Viðar Þór Ólafsson og Þíða frá Spágilsstöðum

2. holl: Svala Svavarsdóttir og Frami frá Hvítadal

2. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

3. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði

3. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

4. holl: Svanhvít Gísladóttir og Lukka frá Lindarholti

4. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

5. holl: Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni

Vetrarleikar Glaðs 11. apríl

Mánudagur 6. apríl 2015

Vetrarleikarnir fara fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 11. apríl og hefst mótið stundvíslega klukkan 12:00.

 

Dagskrá:

1. Forkeppni

Fjórgangur V2: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur F2: opinn flokkur
Tölt: pollafl., barnafl. T7, unglingafl. T3, ungmennafl. T3 og opinn flokkur T3

2. Úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur: opinn flokkur
Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

3. 100 m skeið (flugskeið)

 

Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Síðasti skráningadagur er fimmtudagurinn 9. apríl. Skráningagjald er 1.000 krónur í hverja grein. Pollar eru skráðir á mótsstað.

Kvikmyndakeppni FEIF

Sunnudagur 5. apríl 2015

FEIF stendur nú fyrir liðakeppni ungmenna í myndbandagerð. Allar upplýsingar eru hér.

FEIF Youth Camp í Þýskalandi 2015

Miðvikudagur 25. mars 2015

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp. Sumarbúðirnar verða haldnar dagana 28. júní  – 5. júlí 2015 í Berlar í Þýskalandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13 - 17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna fyrir krökkum frá aðildarlöndum FEIF (hesta)menningu annarra þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Umsækjendur þurfa að hafi einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilja og geta talað ensku.


Búðirnar eru haldnar í Reitschule Berger í Bestwig-Berlar sem er 150 km fyrir austan Dusseldorf.  Meginþema búðanna í ár verður Sirkus æfingar án hesta. Eftir vikuna verður sett upp sýning sem þátttakendur taka þátt í. 


Það sem krakkarnir munu hafa fyrir stafni í Þýskalandi er sem dæmi:

 

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2015 og skulu umsóknirnar berast á netfangið aeskulydsnefnd@lhhestar.is fyrir þann tíma. Í umsókn þarf að koma fram nafn, heimili, kt, sími, félag, reynsla af hestamennsku, ljósmynd og stutt frásögn af umsækjanda. Þátttökugjald er 590 € og hefur hvert land rétt til að senda 2 þátttakendur en einnig verður biðlisti ef sæti losna. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

Vesturlandssýningin 2015 - rúta úr Dölum?

Þriðjudagur 24. mars 2015

Vesturlandssýningin 2015

Hér (smellið á myndina) er lokaauglýsingin fyrir Vesturlandssýninguna sem fram fer í Borgarnesi næstkomandi laugardag, þann 28. mars. Sýningin hefst kl. 20:00. Minnum á að öruggast er að panta miða í forsölu í KB eða í síma 430 5500.

 

Nú er spurning hvort ekki sé bæði skynsamlegt og skemmtilegt að Dalamenn taki saman rútu á sýninguna. Hvort af því verður ræðst af áhuga og því eru áhugasamir beðnir um að hafa sem fyrst samband við Ingu Heiðu (864 2172, ingheida@hotmail.com).

 

 

Þrígangur klár - staðan í liðakeppninni

Sunnudagur 22. mars 2015

Þrígangskeppnin fór fram í gær og úrslitin eru komin inn á mótasíðuna okkar. Í liðakeppninni dregur æ meir í sundur með liðunum. Vestanliðið sem hafði ágæta forystu fyrir náði langbestum árangri í gær og náði í 67 stig á meðan Búðardalsliðið hlaut 25 stig og Sunnanliðið 8 stig. Eftir þríganginn er Vestanliðið með 151 stig, Búðardalsliðið með 89 stig og Sunnanliðið með 18 stig. Þetta er allt sagt hér með fyrirvara um hugsanlegar villur en hér má skoða stigakeppnina nánar.

Rásraðir í þrígangi

Föstudagur 20. mars 2015

Barnaflokkur:

  1. Friðjón Kristinn Friðjónsson og Glampi frá Núpakoti

 

Unglingaflokkur:

  1. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal
  2. Einar Hólm Friðjónsson og Glói frá Króki

 

Ungmennaflokkur:

  1. Hrönn Jónsdóttir og Demantur frá Lindarholti

 

Karlaflokkur:

  1. Styrmir Sæmundsson og Kólga frá Fremri-Gufudal
  2. Eyþór Jón Gíslason og Mylla frá Spágilsstöðum
  3. Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal
  4. Vilberg Þráinsson og Greifi frá Reykhólum
  5. Þórarinn Birgir Þórarinsson og Stefán frá Hvítadal
  6. Viðar Þór Ólafsson og Þíða frá Spágilsstöðum
  7. Styrmir Sæmundsson og Krapi frá Fremri-Gufudal
  8. Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni
  9. Guðmundur H Sigvaldason og Kempa frá Reykhólum
  10. Björn Anton Einarsson og Emmi frá Miðengi
  11. Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni
  12. Vilberg Þráinsson og Gyðja frá Hríshóli 1
  13. Styrmir Sæmundsson og Þórdís frá Hvammsvík

 

Kvennaflokkur:

  1. Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði
  2. Inga Heiða Halldórsdóttir og Fönix frá Breiðabólsstað
  3. Ragnheiður Pálsdóttir og Freyr frá Breiðabólsstað
  4. Drífa Friðgeirsdóttir og Sleipnir frá Hróðnýjarstöðum
  5. Svanhvít Gísladóttir og Þorri frá Lindarholti
  6. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða
  7. Svala Svavarsdóttir og Frami frá Hvítadal
  8. Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum
  9. Inga Heiða Halldórsdóttir og Bubbi frá Breiðabólsstað

Aðalfundur Glaðs 30. mars

Miðvikudagur 18. mars 2015

Aðalfundur Glaðs verður haldinn í Leifsbúð mánudaginn 30. mars og hefst hann kl. 20:30. Dagskrá aðalfundar er skv. lögum félagsins:

  1. Kosning starfsmanna fundarins
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
  3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
  5. Reikningar bornir undir atkvæði.
  6. Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði.
  7. Kosningar skv. 6. grein [að þessu sinni formaður og varaformaður]
  8. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar.
  9. Ákvörðun árgjalds.
  10. Önnur mál.

Hestadagar

Mánudagur 16. mars 2015Hestadagar 2015

Í tilefni Hestadaga langar okkur Glaðsfélaga til að fá sem allra flesta til að heimsækja okkur í reiðhöllina og hesthúsahverfið í Búðardal þann 21. mars næstkomandi, hestamenn og ekki hestamenn, börn og fullorðna! 

 

Í reiðhöllinni hefst keppni í þrígangi kl. 13 og að henni lokinni (ca. kl. 15-16) verður gestum og gangandi boðið upp á súpu í höllinni og teymt verður undir börnum.

 

Svo sannarlega verða allir velkomnir og við vonumst til að að sjá sem flesta.

Hross á Vesturlandssýninguna

Laugardagur 14. mars 2015

Það er verið að velja hross til í Vesturlandssýninguna og þar sem að KB mótinu sem halda átti í dag var frestað til morguns, sunnudags, geta knapar og eigendur komið með hross í Faxaborg til skoðunar fyrir Vesturlandssýninguna eftir mótið á morgun og til kl. 20:00. Reikna má með að mótið verði búið um fjögur-fimm leitið.

Þrígangur í Nesoddahöllinni 21. mars

Föstudagur 13. mars 2015

Nú prófum við að keppa í þrígangi og mótið hefst í Nesoddahöllinni kl. 13:00 laugardaginn 21. mars n.k. Við ætlum einnig að taka þátt í Hestadögum og af því tilefni verður meiri dagskrá á hesthúsasvæðinu í tengslum við mótið. Það verður nánar auglýst á allra næstu dögum.

 

Keppnisfyrirkomulag:

Það er einn í braut í einu.

Börn ríða 3 hringi: 1 hring á tölti á frjálsum hraða, 1 hring á brokki og 1 hring á feti. Úrslitin eru riðin eins.
Unglingar, ungmenni og fullorðnir ríða fjórgangsprógram en sleppa einni gangtegund að eigin vali. Þeir ríða því 3½ - 4 hringi, 4 af 5 eftirtöldum atriðum: 1 hring á hægu tölti, 1 hring á fegurðartölti, 1 hring á brokki, 1 hring á stökki og hálfan hring á feti.
Í úrslitum verða riðin fjórgangsúrslit (hægt tölt, brokk, fet, stökk og fegurðartölt) en lakasta einkunn hvers keppanda felld niður.

 

Dagskrá (með fyrirvara um skráningar):
Pollaflokkur – tvískiptur: fyrst teymt undir og svo þeir sem ríða sjálfir
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Úrslit í yngri flokkum
Karlaflokkur
Kvennaflokkur
Úrslit í fullorðinsflokkum

 

Skráning:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Karlar skrá sig í 2. flokk og konur í 1. flokk. Skráningagjald er 1.000 krónur. Pollar eru skráðir á mótsstað.

Skemmtkvöldið 6. mars

Þriðjudagur 3. mars 2015

Minnt er á skemmtikvöldið okkar föstudaginn 6. mars. Panta þarf miða hjá Völu ekki seinna en í dag! Panta má með tölvupósti á netfangið leifsbud@dalir.is eða í síma 845 2477. Miðaverð er 3.000 kr. fyrir fullorðna og 1.500 fyrir börn.

 

Húsið opnar kl. 19, borðhald hefst kl. 19:30. Matur - verðlaunaafhending – skemmtun – fróðleikur – lifandi tónlist!

 

Nú er bara að drífa sig að panta því enginn vill missa af þessu!

Niðurstöður úr töltinu

Laugardagur 28. febrúar 2015

Níðurstöður töltmótsins í dag eru komnar inn á mótasíðuna. Í liðakeppninni hefur nú liðið norðan Fáskrúðar tekið töluverða forystu með 84 stig en Búðardalsliðið er með 64 stig og sveitin sunnan Fáskrúðar með 10 stig. Liðakeppnina má skoða nánar hér.

Rásraðir í töltinu

Föstudagur 27. febrúar 2015

Töltið hefst kl. 13 í reiðhöllinni á morgun.

 

Pollaflokkur:

Skráning á staðnum rétt fyrir mót.

 

Barnaflokkur:

1. holl: Brynja Hólm Gísladóttir og Þrymur frá Melabergi

1. holl: Birta Magnúsdóttir og Baldur Baldurss frá Búðardal

 

Unglingaflokkur:

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

1. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Glói frá Króki

 

Ungmennaflokkur:

1. holl: Hrönn Jónsdóttir og Næk frá Miklagarði

 

Karlaflokkur:

1. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

1. holl: Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni

2. holl: Gísli Sverrir Halldórsson og Kveikur frá Fremri-Gufudal

2. holl: Þórarinn Birgir Þórarinsson og Árvakur frá Litlu-Tungu 2

3. holl: Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni

3. holl: Gilbert Hrappur Elísson og Búbót frá Norður-Hvammi

 

Kvennaflokkur:

1. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Lukka frá Lindarholti

1. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði

2. holl: Gróa Linddís Dal Haraldsdóttir og Menja frá Spágilsstöðum

2. holl: Svanhvít Gísladóttir og Þorri frá Lindarholti

3. holl: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Emmi frá Miðengi

3. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða

4. holl: Svala Svavarsdóttir og Frami frá Hvítadal

4. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lady frá Hallsstöðum

Vesturlandssýningin

Miðvikudagur 25. febrúar 2015

Smellið á myndina:

 

Stóðhestar á vegum HrossVest 2015

Miðvikudagur 25. febrúar 2015Stóðhestar á vegum HrossVest 2015

Hér er auglýsing frá Hrossaræktarsambandi Vesturlands þar sem fram kemur hvaða stóðhestar verða í boði á vegum sambandsins í sumar. Minnt er á að Glaður er aðili að sambandinu og þessir hestar standa því félögum í Glað til boða.

 

Smellið á myndina til að sjá skjalið.

 

 

Vesturlandssýning í Faxaborg 2015

Miðvikudagur 25. febrúar 2015

Þann 28. mars n.k. verður haldin, fimmta árið í röð, Vesturlandssýning í Faxaborg, Borganesi á vegum hestamannafélaganna á Vesturlandi og HrossVest. Stjórn Glaðs vill hvetja alla sem telja sig hafa hross sem erindi gætu átt á sýninguna að setja sig í samband við neðangreinda aðila. Það er von stjórnar að sjá sem flest hross af okkar svæði á sýningunni og að við nýtum okkur þennan vettvang til að sýna árangur í hrossarækt í Dölum. Endilega hafið samband sem allra fyrst, það styttist í sýningu.


Tengiliður fyrir Glað: Svala Svavarsdóttir, budardalur@simnet.is, s: 861 4466

 

Einnig er hægt að hafa beint samband við eftirtalda: 
Almennt:
Ámundi Sigurðsson, amundi@isl.is, gsm: 892 5678

Siguroddur Pétursson, siguroddur@gmail.com, gsm: 897 9392

Tengiliðir kynbótahrossa og ræktunarbúa:
Benedikt Þór Kristjánsson, bennikr@internet.is, gsm: 896 1581

Hlöðver Hlöðversson, toddi@simnet.is, gsm: 661 7308

Tengiliður barna:
Heiða Dís Fjeldsted, ferjukot@gmail.com, gsm: 862 8932

Tengiliður unglinga:
Linda Rún Pétursdóttir, lindarunp@gmail.com, gsm: 892 4050

Tengiliður ungmenna:
Siguroddur Pétursson, siguroddur@gmail.com, gsm: 897 9392   

 

Fylgist með fréttum á facebook síðu Vesturlandssýningarinnar:
https://www.facebook.com/vesturlandssyning?fref=ts

Pollaflokkur í töltinu

Þriðjudagur 24. febrúar 2015

Það gleymdist í dreifibréfi og í frétt hér aðeins neðar að segja frá pollaflokkinum á töltmótinu næsta laugardag. Það verður sem sagt pollaflokkur og mótið byrjar á honum. Skráning í pollaflokkinn fer fram á mótsstað rétt fyrir keppni. Dagskráin í fréttinni hér neðar hefur verið uppfærð.

Horfum saman á Meistaradeildina!

Mánudagur 23. febrúar 2015

Meistaradeildin er í fullum gangi syðra og nú er verið að sjónvarpa beint frá mótunum. Við ætlum að hittast í Leifsbúð fimmtudagskvöldið 26. febrúar til að horfa saman á keppni Meistaradeildarinnar í fimmgangi. Við erum viss um að það verður enn skemmtilegra að horfa á keppnina í góðum félagsskap. Mótið á fimmtudagskvöldið hefst kl. 20:00.

Tölt í höllinni

Sunnudagur 22. febrúar 2015 - Uppfært þriðjudaginn 24. febrúar 2015

Töltmótið okkar fer fram laugardaginn 28. febrúar í Nesoddahöllinni og hefst stundvíslega klukkan 13:00. Eins og í fyrra verður keppt í kvenna- og karlaflokki auk yngri flokka, háð þátttöku þó. Vakin er athygli á að nú á að ríða allt töltprógrammið upp á sömu hönd, það á ekki að snúa við eftir hæga töltið. Keppandi velur eftir sem áður við skráningu upp á hvora höndina hann sýnir í forkeppni. 

 

Dagskrá:

Pollaflokkur (skráning á staðnum)

Barnaflokkur T7 (1 hringur hægt tölt og 1 hringur fegurðartölt)

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

Karlaflokkur

Kvennaflokkur

Úrslit í öllum flokkum

 

Skráningar:
Skráningar fara fram með skráningakerfi SportFengs (http://skraning.sportfengur.com/) eins og undanfarin ár. Til að skrá sig í karlaflokk er valinn 2. flokkur en til að skrá í kvennaflokk er valinn 1. flokkur. Munið bara að fylla í alla reiti, að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en að greiðsla berst með millifærslu! Gjaldið er kr. 1.000 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 27. febrúar og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Ef einhver lendir í vandræðum með þetta má hafa samband við: 
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is     

 

Það verður sjoppa opin í höllinni á meðan á móti stendur en enginn posi! Fræðslu- og æskulýðsnefnd biður krakka eldri en 10 ára að bjóða sig fram til sjoppustarfa á mótum í vetur, hafið samband við Heiðrúnu Söndru (772 0860) eða Fjólu (771 3881).

Úrslit úr smala

Sunnudagur 15. febrúar 2015

Úrslitin úr smalanum og skemmtitöltinu eru komin inn á mótasíðuna. Liðakeppnin fer vel af stað fyrir liðið norðan Fáskrúðar sem tók strax forystuna og er komið með 35 stig. Búðardalsliðið er með 28 stig og liðið úr sveitinni sunnan Fáskrúðar er með 5 stig enda var það lið fáliðað á þessu móti. Stigin má skoða hér.

Skemmtikvöld 6. mars

Miðvikudagur 11. febrúar 2015

Ákveðið hefur verið að það verði haldið skemmtikvöld á vegum Glaðs föstudaginn 6. mars næstkomandi. Planið er að hafa létta máltíð, veita eitthvað smávegis af viðurkenningum og fyrst og fremst að hafa gaman saman. Ungir jafnt sem aldnir verða velkomnir fyrri hluta kvöldsins. Þetta verður betur auglýst þegar nær dregur en við viljum nú þegar hvetja ykkur til að taka kvöldið frá.

Smalinn og skemmtitöltið 13. febrúar

Miðvikudagur 11. febrúar 2015

Minnum á að keppt verður í smala og skemmtitölti föstudaginn 13. febrúar í Nesoddahöllinni. Keppni hefst í smala kl. 19:30. Brautin verður sett upp skömmu fyrir keppni, keppendur geta skoðað hana og teymt í gegn rétt áður en keppni hefst.


Þær skráningar sem voru komnar fyrir síðasta föstudag gilda áfram svo þeir keppendur þurfa ekki að skrá sig aftur en ef einhver þeirra er hættur við er hann beðin um að láta vita. Svo er að sjálfsögðu hægt að bæta við skráningum og er opið fyrir nýjar skráningar til kl. 12 á keppnisdaq. Svala (861 4466, budardalur@simnet.is) og Þórður (893 1125, thoing@centrum.is) taka við skráningum í smalann en í skemmtitöltið er nóg að skrá sig á mótsstað.

 

Það gleymdist að taka fram í síðustu auglýsingu að skráningagjaldið er 1.000 kr. og best er ef það er greitt með innlögn á reikning 312-26-800, kt.  610673-0669.


Minnum á að með þessu móti fer liðakeppni ársins af stað og verður skipting í lið með sama móti og í fyrra, þ.e. sveitin sunnan við Fáskrúð, Búðardalur og sveitin norðan við Fáskrúð. Allir flokkar telja til stiga á eftirfarandi mótum: smala, tölti í reiðhöll, fjórgangi í reiðhöll, vetrarleikum og íþróttamótinu. Þeir sem búa utan Dalabyggðar eða Reykhólasveitar en eru skráðir félagar í Glað geta að sjálfsögðu verið með en þeir þurfa bara að tilkynna til mótanefndar hvaða liði þeir ætla að keppa með.

 

Reglur stigakeppninnar (bæði einstaklinga og liða) eru á mótasíðu Glaðs.

 

Athugið að það verður sjoppa í höllinni á föstudagskvöldið en enginn posi!

Smalanum frestað um viku

Föstudagur 6. febrúar 2015

Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta keppni í Smala og skemmtitölti um eina viku, keppnin fer því fram föstudaginn 13. febrúar en ekki í kvöld.

Smalinn og skemmtitölt 6. febrúar

Þriðjudagur 3. febrúar 2015

Keppt verður í Smala í Nesoddahöllinni föstudaginn 6. febrúar og hefst keppni kl. 19:30. Brautin verður sett upp skömmu fyrir keppni en þó tímanlega svo að keppendur geta prófað hana fyrir sjálfa keppnina.


Svala (861 4466, budardalur@simnet.is) og Þórður (893 1125, thoing@centrum.is) taka við skráningum í Smalann til kl. 12 á keppnisdegi.

 

Að Smalanum loknum fer fram keppni í Skemmtitölti en í það er hægt að skrá á staðnum.

 

Athugið að það verður sjoppa í höllinni en enginn posi!


Mætum nú vel í höllina okkar og skemmtum okkur saman yfir léttri keppni!

Reiðnámskeið o.fl. frá Fræðslu- og æskulýðsnefnd

Föstudagur 23. janúar 2015

Reiðnámskeið

Randi Holaker ætlar að koma og vera með reiðnámskeið hjá okkur í vetur. Randi þekkja flestir enda hefur hún mikið verið að keppa og kenna síðustu ár. Hún býr á Skáney og útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólum 2008.

 

Randi kemur til okkar fjóra laugardaga: 31. janúar, 21. febrúar, 7. mars og 25. apríl.
Boðið verður upp á hóptíma (mest 3 í hóp) og einkatíma, hver tími verður 45 mínútur.
Einkatími kostar 5.000 kr. en verð á hóptímum fer eftir þátttöku.

 

Þetta námskeið er ætlað öllum!

Skráning er til og með fimmtudeginum 29. janúar (sjá hér neðar).

 

Einnig vill nefndin gjarna vita hvort félagsmenn hafi áhuga á knapamerkjanámskeiði. Látið nefndarmenn vita sem fyrst ef slíkur áhugi er fyrir hendi (sjá neðar).

 

Randi verður einnig með sýnikennslu laugardaginn 21. febrúar þar sem hún mun sýna okkur tvo ólíka hesta og hvernig best er að vinna með þá. Sýnikennslan byrjar klukkan 15, tekur 45 mínútur og það kostar litlar 1.000 krónur inn.

 

Járninganámskeið

Styrmir Sæmundsson ætlar að halda járninganámskeið. Fyrir þá sem ekki þekkja Styrmi þá er hann afdalabóndi sem býr í Kaplaskjóli, Fremri-Gufudal. Hann hefur járnað í mörg ár og er tilbúin að deila þekkingu sinni með okkur.

 

Það verða einungis 4 í hóp svo það er best að skrá sig sem fyrst (sjá neðar)!  Námskeiðið tekur tvö kvöld, verður haldið í Búðardal, þú kemur með járningargræjurnar, tvo hesta og góða skapið. Námskeiðið kostar 10.000 kr.

 

Hópferð!

Þann 6. febrúar fer fram sýnikennsla á Sindrastöðum, Lækjamóti. Þar verður fjallað um uppbyggilegar þjálfunaraðferðir og er aðgangseyrir 1.000 kr. Fræðslunefnd langar að kanna hvort áhugi er fyrir hópferð norður.
Skráning til og með 2. febrúar (sjá neðar).

 

Við skráningum taka (í allt ofantalið):
Heiðrún Sandra 772 0860, hsandra@is.enjo.net

Svanborg 895 1437, svanborgjon@simnet.is

Fjóla 695 6576, bossalingur89@simnet.is

Styrmir 434 7860, gufudalur@gmail.com

Mótin okkar 2015

Föstudagur 16. janúar 2015

Mótanefnd er löngu búin að skila inn eftirfarandi mótaskrá félagsins en láðst hefur að birta hana hér á vefnum. Sá dráttur skrifast alfarið á vefstjóra en hér er listinn yfir mótin okkar þetta árið:

Föstudaginn 6. febrúar Smali + skemmtitölt í Nesoddahöllinni
Laugardaginn 28. febrúar Tölt í Nesoddahöllinni
Laugardaginn 21. mars Þrígangur í Nesoddahöllinni
Laugardaginn 11. apríl Vetrarleikar á reiðvellinum í Búðardal
Laugardaginn 2. maí Opið íþróttamót í Búðardal
Helgina 20.-21. júní Hestaþing Glaðs, opið gæðingamót og töltkeppni

 

Eldri fréttir

Fréttir frá 2014

Fréttir frá 2013

Fréttir frá 2012

Fréttir frá 2011

Fréttir frá 2010

Fréttir frá 2009

Fréttir frá 2008

Fréttir frá 2007

Fréttir frá 2006

Fréttir frá 2005

 

 

 

Fara efst á síðu

 

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri