Eldri fréttir:

Krakkahittingur hjá fræðslunefnd

Laugardagur 22. desember 2013

Fræðslu- og æskulýðsnefnd Glaðs stendur fyrir krakkahittingi í Dalakoti föstudaginn 3. janúar kl. 12:00. Það verður fræðsla og spjall, pizzuhlaðborð og gos. Skráið ykkur sem fyrst krakkar hjá einhverjum nefndarmanna sem eru:

Heiðrún 772 0860, hsandra@is.enjo.net 

Svanborg 895 1437, svanborgjon@simnet.is 

Ágústa Rut 771 3881, nem.arh1@lbhi.is 

 

Nefndin tekur fram að námskeiðshald vetrarins er í undirbúningi og verður að sjáfsögðu auglýst hér þegar þær línur skýrast.

LH kynnir nýja keppnisgrein: TREC

Sunnudagur 22. desember 2013

TREC er spennandi ný grein sem er að byrja að ryðja sér til rúms hér á landi. Greinin er skemmtileg, spennandi og hestvæn og byggir á almennri hestamennsku. Mikil fjölbreytni einkennir TREC og ekki síst traustið milli manns og hests, í rauninni hestaleikur. Keppni í TREC samanstendur af þremur þáttum og miðar að því að finna sterkasta parið út úr þessum þáttum í lokin. Auðvelt er að vera með einhverja af þessum þáttum eða alla saman eftir aðstæðum og tíma. Verið er að leggja lokahönd á þýðingu á reglupakkanum og samræma reglurnar eftir atvikum íslenskum aðstæðum. Nánari upplýsingar eru hér.

 

LH ætlar að kynna þessa keppnisgrein á næsta ári. Ef af kynningu verður hér hjá okkur eða nálægt okkur verður það að sjálfsögðu auglýst hér.

 

Keppt í TREC Keppt í TREC Keppt í TREC Keppt í TREC Keppt í TREC Keppt í TREC Keppt í TREC Keppt í TREC

Mótin okkar 2014

Laugardagur 14. desember 2013

Þessi mót hafa verið ákveðin á næsta keppnisári:

Pub qiz hestamannafélaganna á Vesturlandi

Fimmtudagur 10. október 2013

Næstkomandi laugardag, þ.e. þann 12. október, fer fram PUB QUIZ eða spurningakeppni hestamannafélaganna á Vesturlandi. Keppnin fer fram á Kollubar á Hvanneyri. Húsið opnar kl. 20:00 og keppni hefst kl. 20:30.

 

Að sjálfsögðu mætir þarna öflugt lið frá Glað. Liðsstjóri er hinn þekkti spurningakeppnifrömuður „Einar íþrótta“ og með honum í liði eru „Siggi von Wassen“ og „Skjöldur okkar (sverð og sómi?)“ en eins og allir Dalamenn vita eiga þeir báðir að baki glæstan og blóði drifinn feril á vígvelli spurningakeppnanna. Að sjálfsögðu hafa þessir kappar verið settir afsíðis í þjálfunarbúðir þar sem fram fara stífar æfingar og m.a. hefur frést að símaskráin sé þar utanbókarlærdómur!

 

Glaðsfélagar eru hvattir til að fjölmenna á Kollubar og styðja sitt lið!

Vestlenskir hestamenn gleðjast saman

Laugardagur 5. október 2013

Vestlenskir hestamenn munu hittast og eiga góða kvöldstund á Hótel Stykkishólmi laugardaginn 30. nóvember næstkomandi.

Frábær verð:

Jólahlaðborð kr. 6.000
Gisting með morgunmat kr. 5.500 á manninn í 2 manna herbergi

Gisting í eins manns herbergi kr. 9.000

 

Viðurkenningar verða veittar
Veislustjóri??
Söngur
Tónlist
Gleði
Dans
Fjör

 

Miðapantanir í síma 430 2100 eða helst með tölvupósti á hotelstykkisholmur@hringhotels.is. Takið fram að þið séuð að panta á hátíð hestamanna þannig að verðafsláttur komi fram í bókun. Mikilvægt er að panta sem fyrst þar sem hestamenn ganga fyrir gistingu fram að 10. október.

 

Hittumst og gleðjumst saman. „Það er gaman að vera hestamaður.“

 

Glaðsfélagar eru hvattir til að mæta þarna sem flestir og þeir sem ætla sér að gista á hótelinu í Stykkishólmi þurfa að panta sem allra fyrst og endilega fyrir 10 október, þeir þurfa að hafa samband við hótelið sbr. að ofan. Svo er líka til skoðunar hvort við getum hópað okkur saman í rútu.

Uppskeruhátíð LH

Föstudagur 4. október 2013

Uppskeruhátíð hestamanna 2013 Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin laugardagskvöldið 9. nóvember n.k á Broadway. Smellið á myndina hér til að sjá nánari upplýsingar um hátíðina sem verður með hefðbundnu sniði. LH hvetur hestamenn til að taka daginn frá, gleðjast saman og skemmta sér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Niðurstöður Bikarmóts

Sunnudagur 18. ágúst 2013

Bikarmótið fór fram í gær og hlaut hestamannafélagið Skuggi sigur í keppni félaganna. Glaður þakkar keppendum í nágrannafélögunum fyrir komuna og fyrir góða keppni.

 

Yfirlit niðurstaðna mótsins eru komnar inn á mótasíðuna og allar tölur frá dómurum verða komnar þar innan skamms.

Rásraðir Bikarmóts

Fimmtudagur 15. ágúst 2013

Fjórgangur - opinn flokkur:

1. holl: Gunnar Halldórsson og Eskill frá Leirulæk

1. holl: Ámundi Sigurðsson og Mardöll frá Miklagarði

2. holl: Styrmir Sæmundsson og Ögn frá Hofakri

2. holl: Rósa Emilsdóttir og Gnýr frá Reykjarhóli

3. holl: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Aþena frá Miklagarði

3. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða

4. holl: Eyþór Jón Gíslason og Meydís frá Spágilsstöðum

4. holl: Gunnar Sturluson og Karólína frá Miðhjáleigu

5. holl: Svanhvít Gísladóttir og Þorri frá Lindarholti

5. holl: Halldór Sigurkarlsson og Nasa frá Söðulsholti

6. holl: Iðunn Svansdóttir og Kolfreyja frá Snartartungu

7. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Krapi frá Steinum

7. holl: Gísli Pálsson og Spurning frá Lágmúla

8. holl: Lárus Ástmar Hannesson og Hátíð frá Hjarðarfelli

 

Fjórgangur - barnaflokkur:

1. holl: Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur frá Dalsmynni

 

Fjórgangur - unglingaflokkur:

1. holl: Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Háfeti frá Hrísdal

1. holl: Sigrún Rós Helgadóttir og Kaldi frá Hofi I

2. holl: Anna Soffía Lárusdóttir og Krummi frá Reykhólum

2. holl: Borghildur Gunnarsdóttir og Gára frá Snjallsteinshöfða 1

3. holl: Atli Steinar Ingason og Diðrik frá Grenstanga

3. holl: Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum

4. holl: Sigrún Rós Helgadóttir og Biskup frá Sigmundarstöðum

4. holl: Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Vordís frá Hrísdal

 

Fjórgangur - ungmennaflokkur:

1. holl: Hrefna Rós Lárusdóttir og Hnokki frá Reykhólum

1. holl: Klara Sveinbjörnsdóttir og Óskar frá Hafragili

2. holl: Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Tandri frá Ferjukoti

3. holl: Axel Ásbergsson og Sproti frá Hjarðarholti

3. holl: Þórdís Fjeldsteð og Miðey frá Forsæti

 

Fimmgangur - opinn flokkur:

1. holl: Styrmir Sæmundsson og Ása frá Fremri-Gufudal

1. holl: Gunnar Halldórsson og Þröm frá Þverholtum

2. holl: Astrid Skou Buhl og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð

2. holl: Lárus Ástmar Hannesson og Atlas frá Lýsuhóli

 

Fimmgangur - ungmenna- og unglingaflokkur:

1. holl: Klara Sveinbjörnsdóttir og Abel frá Hlíðarbergi

1. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Tvífari frá Sauðafelli

2. holl: Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Rós frá Bergi

2. holl: Þorgeir Ólafsson og Frigg frá Leirulæk

 

Tölt - barnaflokkur:

1. holl: Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur frá Dalsmynni

 

Tölt - unglingaflokkur:

1. holl: Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Vordís frá Hrísdal

1. holl: Anna Soffía Lárusdóttir og Krummi frá Reykhólum

2. holl: Borghildur Gunnarsdóttir og Gára frá Snjallsteinshöfða 1

2. holl: Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum

3. holl: Atli Steinar Ingason og Diðrik frá Grenstanga

4. holl: Sigrún Rós Helgadóttir og Biskup frá Sigmundarstöðum

5. holl: Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Háfeti frá Hrísdal

5. holl: Þorgeir Ólafsson og Frigg frá Leirulæk

 

Tölt - ungmennaflokkur:

1. holl: Þórdís Fjeldsteð og Snjólfur frá Eskiholti

1. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Fljóð frá Ási 1

2. holl: Axel Ásbergsson og Sproti frá Hjarðarholti

3. holl: Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Tandri frá Ferjukoti

3. holl: Klara Sveinbjörnsdóttir og Óskar frá Hafragili

4. holl: Hrefna Rós Lárusdóttir og Hnokki frá Reykhólum

 

Tölt - opinn flokkur:

1. holl: Siguroddur Pétursson og Hrókur frá Flugumýri II

1. holl: Iðunn Svansdóttir og Kolfreyja frá Snartartungu

2. holl: Rósa Emilsdóttir og Gnýr frá Reykjarhóli

2. holl: Eyþór Jón Gíslason og Dagskrá frá Hrappsstöðum

3. holl: Guðni Halldórsson og Roðaspá frá Langholti

3. holl: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Aþena frá Miklagarði

4. holl: Styrmir Sæmundsson og Ögn frá Hofakri

4. holl: Halldór Sigurkarlsson og Nasa frá Söðulsholti

5. holl: Gunnar Sturluson og Karólína frá Miðhjáleigu

5. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða

6. holl: Gísli Pálsson og Spurning frá Lágmúla

6. holl: Gunnar Halldórsson og Eskill frá Leirulæk

7. holl: Ámundi Sigurðsson og Mardöll frá Miklagarði

8. holl: Lárus Ástmar Hannesson og Hátíð frá Hjarðarfelli

 

Gæðingaskeið - opinn flokkur:

  1. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa
  2. Þorgeir Ólafsson og Sólbrá frá Borgarnesi
  3. Gunnar Halldórsson og Þröm frá Þverholtum
  4. Lárus Ástmar Hannesson og Atlas frá Lýsuhóli
  5. Styrmir Sæmundsson og Ása frá Fremri-Gufudal

 

100 m flugskeið:

  1. Lárus Ástmar Hannesson og Atlas frá Lýsuhóli
  2. Þorgeir Ólafsson og Sólbrá frá Borgarnesi
  3. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa

Dagskrá Bikarmóts

Fimmtudagur 15. ágúst 2013

Skráningafjöldi á Bikarmótið er þokkalegur og dagskráin breytist ekki frá því sem auglýst er hér að neðan fyrir utan að á eftir fimmgangi opins flokks bætist við fimmgangur ungmenna- og unglingaflokks. Rásraðir verða birtar í kvöld.

Fimmgangur yngri flokka á Bikarmóti

Mánudagur 12. ágúst 2013

Fyrirspurnir hafa borist um það hvort ekki verði boðið upp á fimmgang ungmennaflokks og unglingaflokks á Bikarmótinu. Nú hefur verið ákveðið að bjóða upp á ungmennaflokkinn í fimmgangi og unglingar eiga þess þá einnig kost að taka þátt með því að keppa upp fyrir sig.

 

Forkeppni í ungmenna- og unglingaflokki fimmgangs fer þá væntanlega fram á eftir fimmgangi opins flokks en rétt er þó að geta þess að öll dagskráin verður endanlega ákveðin þegar ljóst er hver þátttaka verður. Endanleg dagskrá verður því birt hér að morgni 15. ágúst.

Bikarmót Vesturlands 17. ágúst

Fimmtudagur 1. ágúst 2013

Bikarmótið fer fram í Búðardal laugardaginn 17. ágúst og hefst stundvíslega klukkan 10:00.

 

Dagskrá:

Forkeppni:

Fjórgangur (V2) opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur (F2) opinn flokkur

Tölt (T3) barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

 

Gæðingaskeið

Úrslit:

Fjórgangur opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur opinn flokkur

Tölt barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

100m skeið

Athygli er vakin á því að dagskrá er auglýst með fyrirvara um þátttöku í öllum flokkum.

 

Skráningar: Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka hér á vef Glaðs, undir Ýmsir tenglar hér hægra megin. Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Mót í valmynd. Áframhaldið rekur sig sjálft, gætið þess bara að fylla í alla stjörnumerkta reiti (einnig félagsaðild þó sjálfgefið félag komi fram), fara svo í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu. Hægt er að skoða leiðbeiningarmyndband af ferlinu hér.

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist.

 

Skráningargjald er kr. 2.000 í allar greinar, nema barnaflokk þar er gjaldið 1.000 kr. Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 14. ágúst og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.

 

Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:

Svölu í síma 861 4466/434 1195, budardalur@simnet.is

Þórð í síma 893 1125/434 1171, thoing@centrum.is

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs fimmtudagskvöldið 15. ágúst.

 

Hvetjum alla til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni!

Heimsmeistaramótið í beinni

Fimmtudagur 1. ágúst 2013

Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. ágúst og verður Stöð 2 Sport með beinar útsendingar frá mótinu alla keppnisdagana og samantektarþætti á kvöldin.
Mótið verður formlega sett næstkomandi sunnudag en þá mun Dorrit Moussaieff, forsetafrú, ríða í gegnum Brandenborgarhliðið í Berlín.

 

Fylgstu með færustu knöpunum og flottustu fákunum á Stöð 2 Sport!

 

Pantaðu símtal frá þjónustufulltrúa Stöðvar 2 eða pantaðu áskrift á stod2.is.

Þakkir til Glaðsfélaga

Sunnudagur 7. júlí 2013

Fjórðungsmóti Vesturlands lauk í dag á Kaldármelum og getum við vel við unað og verið stolt af árangri Glaðsfélaga á mótinu. Sömuleiðis megum við vera stolt af því mikla vinnuframlagi sem félagar í Glað létu af hendi rakna við undirbúning mótsins, á mótinu og að því loknu. Formaður félagsins vill hér með færa öllum þeim félögum sem lögðu hönd á plóg kærar þakkir. Ánægjulegt var hve auðvelt var alltaf að kalla fólk til margvíslegra starfa. Um leið viljum við færa vinum okkar í hinum hestamannafélögunum á Vesturlandi þakkir fyrir gott og skemmtilegt samstarf sem skilaði frábæru móti þrátt fyrir erfiðleika vegna veðurs um tíma.

 

Þetta var bara gaman!

Hópreið á FM á Kaldármelum

Fimmtudagur 27. júní 2013

Nú styttist óðum í Fjórðungsmótið á Kaldármelum, aðeins 6 dagar í að mótið hefjist. Vondandi verða fjölmargir Glaðsfélagar á mótinu. Föstudaginn 5. júlí er á dagskránni setningarathöfn með hópreið hestamannafélaganna og vonum við að sem flestir félagar í Glað sjái sér fært að taka þátt í henni og þá í félagsbúningnum auðvitað.

 

Svanhvít Gísladóttir hefur tekið að sér umsjón með hópreiðinni hvað Glað varðar. Þeir sem hugsa sér að vera með eru því hvattir til að hafa samband við Svönu í síma 820 1548.

 

Allar nánari upplýsingar um Fjórðungsmótið eru á fm.lhhestar.is.

Myndir og ítarlegar niðurstöður af Hestaþingi

Laugardagur 22. júní 2013

Nú er kominn fjöldinn allur af myndum af Hestaþinginu okkar á myndasíðuna og sömuleiðis er nú búið að birta skjal með öllum tölum allra dómara á mótasíðunni.

Niðurstöður Hestaþings

Þriðjudagur 18. júní 2013

Frábært Hestaþing Glaðs fór fram um síðustu helgi og tókst mótið vel. Öllum sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd mótsins eru þökkuð vel unnin störf. Yfirlit yfir niðurstöður mótsins eru komnar inn á mótasíðuna og innan skamms verður hægt að birta allar tölur sundurliðaðar eins og við gerðum eftir íþróttamótið. Myndir frá mótinu eru líka væntanlegar.

Góður vinnudagur

Föstudagur 14. júní 2013Vinnugleðin ríkjandi

Það var frábær mæting hjá vinnuglöðum Glaðsfélögum í fyrradag þegar við slógum áhorfendabrekkuna gerðum ýmislegt fleira á mótssvæðinu okkar. Myndir eru komnar inn á myndasíðurnar okkar.

 

 

 

 

 

 

 

 

Rásraðir á Hestaþingi Glaðs

Fimmtudagur 13. júní 2013; breytt föstudaginn 14. júní 2013

B-flokkur gæðinga:

  1. Mardöll frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson
  2. Kolfreyja frá Snartartungu og Iðunn Svansdóttir
  3. Bylur frá Geirmundarstöðum og Harald Óskar Haraldsson
  4. Dreyri frá Hjaltastöðum og Sigurður Sigurðarson
  5. Stimpill frá Vatni og Helgi Eyjólfsson
  6. Þórdís frá Hvammsvík og Styrmir Sæmundsson
  7. Þytur frá Skáney og Randi Holaker
  8. Magni frá Mjóanesi og Anna Berg Samúelsdóttir
  9. Kvika frá Svarfhóli og Monika Backman
  10. Stjörnunótt frá Íbishóli og Jón Gíslason
  11. Rokkur frá Oddhóli og Ámundi Sigurðsson
  12. Hrafnkatla frá Snartartungu og Halldór Sigurkarlsson
  13. Perla frá Seljabrekku og Sigurður Sigurðarson
  14. Fjöl frá Búðardal og Skjöldur Orri Skjaldarson
  15. Skáli frá Skáney og Randi Holaker
  16. Gnýr frá Svarfhóli og Harald Óskar Haraldsson
  17. Stefán frá Hvítadal og Þórarinn Birgir Þórarinsson
  18. Gosi frá Lambastöðum og Guðmundur Margeir Skúlason
  19. Birta frá Bæ I og Monika Backman
  20. Aþena frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson
  21. Starri frá Gillastöðum og Jón Ægisson
  22. Hugmynd frá Rauðbarðaholti og Styrmir Sæmundsson
  23. Firra frá Þingnesi og Jón Gíslason
  24. Þokkadís frá Uxahrygg og Daníel Gunnarsson

 

Barnaflokkur:

  1. Karitas Aradóttir og Gylmir frá Enni
  2. Inga Dís Víkingsdóttir og Sindri frá Keldudal
  3. Arndís Ólafsdóttir og Perla frá Magnússkógum
  4. Andrea Hlynsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum
  5. Róbert Vikar Víkingsson og Kolskeggur frá Snartartungu
  6. Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur frá Dalsmynni
  7. Birta Magnúsdóttir og Hvatur frá Reykjum 1 Hrútafirði
  8. Sigríður Ósk Jónsdóttir og Ófeigur frá Laugabakka
  9. Berghildur Björk Reynisdóttir og Óliver frá Ánabrekku

 

Unglingaflokkur:

  1. Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Ósey frá Dalsmynni
  2. Einar Hólm Friðjónsson og Vinur frá Hallsstöðum
  3. Sigrún Rós Helgadóttir og Biskup frá Sigmundarstöðum
  4. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal
  5. Hlynur Sævar Jónsson og Safír frá Barði
  6. Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum
  7. Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Björt frá Blesastöðum 1A
  8. Atli Steinar Ingason og Atlas frá Tjörn

 

Ungmennaflokkur:

  1. Harpa Rún Ásmundsdóttir og Spói frá Skíðbakka I
  2. Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Segull frá Sveinatungu
  3. Ágústa Rut Haraldsdóttir og Blævar frá Svalbarða
  4. Svandís Lilja Stefánsdóttir og Brjánn frá Eystra-Súlunesi I
  5. Anne-Cathrine Jensen og Soldán frá Skáney
  6. Axel Ásbergsson og Lomber frá Borgarnesi
  7. Auður Ósk Sigurþórsdóttir og Brella frá Sólheimum
  8. Hermann Jóhann Bjarnason og Glimra frá Engihlíð
  9. Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Tandri frá Ferjukoti

 

A-flokkur gæðinga:

  1. Prins frá Skipanesi og Svandís Lilja Stefánsdóttir
  2. Tvífari frá Sauðafelli og Ágústa Rut Haraldsdóttir
  3. Blængur frá Skálpastöðum og Anna Berg Samúelsdóttir
  4. Grímur frá Borgarnesi og Finnur Kristjánsson
  5. Ögn frá Hofakri og Styrmir Sæmundsson
  6. Villi frá Gillastöðum og Jón Ægisson
  7. Evra frá Dunki og Jón Atli Kjartansson
  8. Laufi frá Skáney og Haukur Bjarnason
  9. Mylla frá Borgarnesi og Skjöldur Orri Skjaldarson
  10. Grásíða frá Tungu og Páll Ólafsson
  11. Emma frá Gillastöðum og Svanborg Einarsdóttir
  12. Spurning frá Sörlatungu og Sigurður Sigurðarson
  13. Lipurtá frá Gillastöðum og Jón Ægisson
  14. Gletta frá Innri-Skeljabrekku og Finnur Kristjánsson
  15. Atlas frá Lýsuhóli og Axel Ásbergsson
  16. Magni frá Lýsuhóli og Sigrún Rós Helgadóttir
  17. Tilvera frá Syðstu-Fossum og Ámundi Sigurðsson
  18. Atlas frá Húsafelli 2 og Daníel Gunnarsson
  19. Ása frá Fremri-Gufudal og Styrmir Sæmundsson
  20. Melkorka frá Steinum og Guðmundur Margeir Skúlason
  21. Fáskrúð frá Gillastöðum og Jón Ægisson

 

Tölt-T3:

1. holl: Svandís Lilja Stefánsdóttir og Brjánn frá Eystra-Súlunesi I

1. holl: Ámundi Sigurðsson og Mardöll frá Miklagarði

2. holl: Sigurður Sigurðarson og Perla frá Seljabrekku

2. holl: Hlynur Sævar Jónsson og Safír frá Barði

3. holl: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Rokkur frá Oddhóli

3. holl: Bjarni Sigurðsson og Týr frá Miklagarði

4. holl: Eyþór Jón Gíslason og Dagskrá frá Hrappsstöðum

4. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

5. holl: Anna Berg Samúelsdóttir og Magni frá Mjóanesi

5. holl: Þórarinn Birgir Þórarinsson og Stefán frá Hvítadal

6. holl: Svandís Lilja Stefánsdóttir og Vestri frá Skipanesi

6. holl: Ámundi Sigurðsson og Aþena frá Miklagarði

7. holl: Svanborg Einarsdóttir og Jóga frá Gillastöðum

7. holl: Sigurður Sigurðarson og Spurning frá Sörlatungu

8. holl: Jón Ægisson og Villi frá Gillastöðum

8. holl: Atli Steinar Ingason og Diðrik frá Grenstanga

9. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Gosi frá Lambastöðum

9. holl: Karitas Aradóttir og Gyðja frá Miklagarði

10. holl: Halldór Sigurkarlsson og Nasa frá Söðulsholti

Breyting á dagskrá laugardags á Hestaþingi

Fimmtudagur 13. júní 2013

Ákveðið hefur verið að breyta aðeins dagskránni á laugardag. Sérstaklega er vakin athygli á því að dagskráin hefst á forkeppni í B-flokki gæðinga.

 

Dagskrá laugardagsins 15. júní verður svona:

Kl. 10:00 Forkeppni:

B-flokkur gæðinga

Hádegishlé

Forkeppni frh.:

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

A-flokkur gæðinga

Tölt (T3) opinn flokkur

Kvöldmatarhlé

Kl. 20:00 Kvölddagskrá

Kappreiðar

Úrslit: Tölt opinn flokkur

Ræktunarbúsýningar

 

Dagskrá sunnudagsins með úrslitunum er óbreytt (sjá hér aðeins neðar á síðunni).

 

Rásraðir eru að verða tilbúnar og verða birtar síðdegis.

Vinnudagur á mótssvæðinu 12. júní

Þriðjudagur 11. júní 2013

Á morgun, miðvikudaginn 12. júní ætlum við að hittast um kl. 17 til að taka svolítið til hendinni á mótssvæðinu okkar. Við ætlum að slá og raka áhorfendabrekkuna, setja upp kaðlana á hringvöllinn o.fl. svo allt verði þokkalegt á Hestaþinginu okkar. Verkefnin eru næg svo gott væri ef sem flestir sæju sér fært að mæta.

Ræktunarbússýningar á Hestaþingi

Miðvikudagur 5. júní 2013

Eins og fram kemur í fréttinni hér að neðan er stefnt að því að vera með ræktunarbússsýningar á Hestaþinginu og munu þær þá fara fram í kvölddagskránni á laugardagskvöldinu. Þetta var gert í fyrr og þótti takast vel til.

 

Þeir sem áhuga hafa á því að taka þátt í ræktunarbússýningunni eru beðnir að hafa samband við Einar Jón Geirsson sem fyrst í s. 893 9066 eða á netfangið einarjon@audarskoli.is.

 

Hestaþing Glaðs og úrtaka 15. - 16. júní

Miðvikudagur 5. júní 2013

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 15. - 16. júní n.k. og mótið er um leið úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands. Mótið er opið öllum og tilvalin upphitun fyrir knapa og hesta fyrir Fjórðungsmótið á Kaldármelum.

 

Dagskrá:
Laugardagur 15. júní kl. 10:00
Forkeppni (háð þátttöku í hverjum flokki):

Tölt (T3) opinn flokkur

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

B-flokkur gæðinga

A-flokkur gæðinga

B-úrslit Tölt opinn flokkur(háð þátttöku)

Hlé

Dagskrá hefst aftur kl. 20:00

Kappreiðar:

150 m skeið

250 m brokk

250 m skeið

250 m stökk

A-úrslit Tölt opinn flokkur

Ræktunarbúsýningar


Sunnudagur 16. júní kl. 13:00

Úrslit:

B-úrslit A-flokkur gæðinga (háð þátttöku)

B-úrslit B-flokkur gæðinga (háð þátttöku)

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

A-úrslit A-flokkur gæðinga

A-úrslit B-flokkur gæðinga

100m skeið

 

Það eru peningaverðlaun í töltinu og í öllum greinum kappreiða!

 

Skráningar:
Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka hér á vef Glaðs, undir Ýmsir tenglar hægra megin. Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót. Áframhaldið rekur sig sjálft, munið bara að skrá einnig upp á hvora hönd þið þið ætlið að ríða og að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist.

 

Skráningargjald er kr. 1.500 í allar greinar, nema barnaflokk, þar er 1.000kr. Í kappreiðarnar verður skráð á staðnum en skráningar í gæðingakeppni og tölt þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 12. júní (fyrir miðnætti). Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Svölu í síma 861 4466/434 1195, budardalur@simnet.is

Þórð í síma 893 1125/434 1171, thoing@centrum.is

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs fimmtudagskvöldið 13. júní.

Reiðnámskeið og fræðsluerindi 9. - 10. júní

Þriðjudagur 28. maí 2013

Fjögurra tíma námskeið með Guðmundi Margeiri Skúlasyni (Mumma í Hlíð) verður haldið dagana 9. og 10. júní (sunnudag og mánudag), tvær kennslustundir hvorn dag (45 mín/kennslustund). Áætlað er að hafa 3-4 nemendur saman í hóp. Námskeiðsgjald ræðst af þátttöku en ekkert námskeið verður ef lítil þátttaka verður.

 

Mummi verður svo einnig með fræðsluerindi um lög og reglur í gæðingakeppni og um útfærslur á sýningum. Aðgangseyrir 500 kr. fyrir fullorðna, en frítt fyrir börn og unglinga. Fræðsluerindið verður sunnudagskvöldið 9. júní en nánari upplýsingar um tíma og staðsetningu verða veittar við skráningu.

 

Skráning á námskeiðið og fræðsluerindið er til 3. júní:

Svanborg 895 1437, svanborgjon@simnet.is
Heiðrún 772 0860, hsandra@is.enjo.net 
Ágústa 771 3881, agustarh11@menntaborg.is

Kennslusýning í Borgarnesi - frá grunni til afkasta

Laugardagur 18. maí 2013Hólaskóli

Kennslusýning reiðkennaranema Hólaskóla verður haldin í reiðhöllinni Borgarnesi föstudaginn 24. maí og hefst kl. 20:00. Farið verður í uppbyggingu reiðhests stig af stigi, frá grunni til afkasta. Unnið verður út frá þjálfunarstigum Hólaskóla.

 

Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Reiðkennaranemar Hólaskóla hlakka til að sjá ykkur!

Verðlaun afhent á skemmtikvöldi

Laugardagur 11. maí 2013

Skemmtikvöld Glaðs var haldið í Leifsbúð fyrir viku síðan og var vel heppnað og skemmtilegt. Myndir frá kvöldinu eru komnar inn á myndasíðurnar.

 

Fram fór verðlaunaafhending þar sem Valberg Sigfússon hlaut titilinn knapi ársins 2012. Skjöldur Orri Skjaldarson vann stigakeppni einstaklinga veturinn 2013 í opnum flokki og Ágústa Rut Haraldsdóttir vann í ungmennaflokki, hún var þó fjarstödd. Liðakeppnina vann svo liðið norðan Fáskrúðar. Stigin í liðakeppninni má skoða hér.

 Valberg Sigfússon er knapi ársins 2012 Skjöldur Orri Skjaldarson vann stigakeppni opins flokks 2013 Svanhvít Gísladóttir var liðstjóri sigurliðsins norðan Fáskrúðar

Skemmtikvöld Glaðs - laugardaginn 4. maí

Þriðjudagur 30. apríl 2013

Á laugardaginn ætlum við Glaðsmenn að að gera okkur glaðan dag og hittast í Leifsbúð og fagna árinu 2012 og það sem af er ári 2013. Knapi ársins 2012 verður verðlaunaður og tilkynnt um sigurvegara í liðakeppninni og einstaklingsstigakeppninni 2013. Freyja ætlar að elda fyrir okkur lambakjöt af sinni alkunnu snilld og skemmtinefndin er að æfa stíft prógram.

 
Glaðsfélagar! Mætum öll og eigum góða stund saman.
Verð : 3.000 kr. 

 

Skráning hjá Völu dýralæknisfrú í síma: 845 2477 eða netfang valaislandia@hotmail.com í síðasta lagi á fimmtudagskvöld.

 

Húsið opnar 19:30.

Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands

Þriðjudagur 30. apríl 2013

Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn 8. maí næstkomandi í Hótel Borgarnesi. Fundurinn hefst kl. 20:30 og þar fara fram venjuleg aðalfundarstörf.

Fríðar konur fara um völl ....

Fimmtudagur 25. apríl 2013

Björn Stefán Guðmundsson orti þetta á meðan hann var hliðvörður hjá okkur á íþróttamótinu um síðustu helgi:

Fríðar konur fara um völl

með fæturna í lykkju

Ljómandi er hún Lísa Þöll

á lögulegri bykkju.

 

Gleðilegt sumar!

Opið íþróttamót Snæfellings 28. apríl 2013

Þriðjudagur 23. apríl 2013

Snæfellingur heldur opið íþróttamót sunnudaginn 28. apríl næstkomandi í Grundarfirði og hefst mótið kl. 10:00. Keppnisgreinar og flokkar eru eftirfarandi:

-Barnaflokkur -
V2( fjórgangur, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T3 (tölt, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).
-Unglingafl. -
V2 (fjórgangur, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T3 (tölt, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).
-Ungmennafl. - 
V2 (fjórgangur, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu),
 T3 (tölt, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).
-2.flokkur. - 
V2 (fjórgangur, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T7 (tölt, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu, hægt tölt, snúið við, frjáls ferð á tölti). Þessi flokkur er ætlaður þeim sem eru lítið keppnisvanir eða eru að hefja keppnisferilinn.
-Opinn flokkur -
 V1 (fjórgangur)
 F1 (fimmgangur)
 T1 (tölt), einn inná vellinum í einu.

Gæðingaskeið
100 m skeið
Pollaflokkur 9 ára og yngri verður í hádegishléinu og allir fá viðurkenningu. Skráð verður á staðnum í pollaflokkinn.

 

Skráningar: Skráð er í gegnum SportFeng, sjá lýsingu og leiðbeiningar hér neðar á síðunni. Gjaldið er kr. 2.000 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 25. apríl á miðnætti og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.

Hægt að skoða allar tölur frá íþróttamótinu

Þriðjudagur 23. apríl 2013

Niðurstöður frá íþróttamóti síðasta laugardags eru nú birtar á tvennan máta. Annars vegar er skjal sem sýnir yfirlit yfir allar aðaleinkunnir í forkeppni og úrslitum, þetta er eins og við höfum birt eftir mótin okkar í mörg ár. Hins vegar er svo einnig hægt að skoða skjal sem sýnir allar tölur frá hverjum og einum dómara. Skoðið þetta endilega!

Birta vann stigakeppni barnaflokks

Mánudagur 22. apríl 2013

Á íþróttamótinu s.l. laugardag voru veitt verðlaun fyrir stigakeppni vetrarins í barna- og unglingaflokkum. Því miður urðu mistök í útreikningum í barnaflokki. Vissulega var mjótt á munum í efstu sætunum í barnaflokki en Birta Magnúsdóttir er réttur sigurvegari þar. Birta og aðrir hlutaðeigandi hafa verið beðnir afsökunar á mistökunum og hér með er afsökunarbeiðni komið á framfæri opinberlega líka. Í öðru sæti varð Hafdís Ösp Finnbogadóttir og fengu þær Birta og Hafdís báðar gjafabréf frá versluninni Knapanum í Borgarnesi.

 

Í unglingaflokki varð Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir efst í stigakeppninni og einnig hún fékk gjafabréf frá Knapanum.

 

Aðrar niðurstöður stigakeppninnar verða kunngjörðar á skemmtikvöldi Glaðs þann 4. maí næstkomandi. Niðurstöður íþróttamótsins að öðru leiti eru komnar inn á mótasíðuna okkar.

Rásraðir laugardagsins

Fimmtudagur 18. apríl 2013

Fjórgangur – opinn flokkur
1. holl: Monika Backman og Birta frá Bæ I

1. holl: Guðbjörn Guðmundsson og Hvinur frá Magnússkógum

2. holl: Harald Óskar Haraldsson og Álfrún frá Svarfhóli

2. holl: Ámundi Sigurðsson og Flugar frá Eyri

3. holl: Halldór Sigurkarlsson og Hrafnkatla frá Snartartungu

3. holl: Iðunn Svansdóttir og Kolfreyja frá Snartartungu

4. holl: Arnar Ásbjörnsson og Donna frá Álftárósi

4. holl: Vilberg Þráinsson og Greifi frá Reykhólum

5. holl: Erla Rún Rúnarsdóttir og Aldís frá Ferjubakka 3

5. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

6. holl: Jón Ægisson og Villi frá Gillastöðum

6. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

7. holl: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi

7. holl: Þórarinn Birgir Þórarinsson og Skutla frá Hvítadal

8. holl: Monika Backman og Kvika frá Svarfhóli

8. holl: Svanhvít Gísladóttir og Næk frá Miklagarði

9. holl: Iðunn Svansdóttir og Kolskeggur frá Snartartungu

9. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Keimur frá Kanastöðum

10. holl: Harald Óskar Haraldsson og Gnýr frá Svarfhóli

10. holl: Ámundi Sigurðsson og Aþena frá Miklagarði

11. holl: Eyþór Jón Gíslason og Magni frá Spágilsstöðum

11. holl: Svala Svavarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorn

12. holl: Halldór Sigurkarlsson og Einir frá Króki

13. holl: Erla Rún Rúnarsdóttir og Fagranótt frá Borgarnesi

 

Fjórgangur – barnaflokkur
1. holl: Hafdís Ösp Finnbogadóttir og Freyja frá Sauðafelli

1. holl: Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur frá Dalsmynni

2. holl: Birta Magnúsdóttir og Dama frá Arnarbæli

 

Fjórgangur - unglingaflokkur
1. holl: Atli Steinar Ingason og Diðrik frá Grenstanga

1. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Tenór frá Geirmundarstöðum

2. holl: Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Ósey frá Dalsmynni

2. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skjóni frá Selkoti

3. holl: Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum

3. holl: Atli Steinar Ingason og Atlas frá Tjörn

 

Fjórgangur – ungmennaflokkur
1. holl: Hermann Jóhann Bjarnason og Búbót frá Norður-Hvammi

1. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Blævar frá Svalbarða

 

Fimmgangur
1. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Mylla frá Borgarnesi

1. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð

2. holl: Jón Ægisson og Lipurtá frá Gillastöðum

2. holl: Þórarinn Birgir Þórarinsson og Freydís frá Hvítadal

3. holl: Drífa Friðgeirsdóttir og Sprettur frá Hróðnýjarstöðum

4. holl: Ámundi Sigurðsson og Tilvera frá Syðstu-Fossum

4. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Tvífari frá Sauðafelli

5. holl: Vilberg Þráinsson og Askur frá Hríshóli 1

5. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Krapi frá Steinum

 

Pollaflokkur
1. holl: Katrín Einarsdóttir og Skíma frá Kópavogi

1. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Tinna frá Steinum

 

Tölt – barnaflokkur
1. holl: Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur frá Dalsmynni

1. holl: Hafdís Ösp Finnbogadóttir og Svartnir frá Leikskálum

2. holl: Þórey Anna Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni

2. holl: Friðjón Kristinn Friðjónsson og Amor frá Vorsabæjarhjáleigu

3. holl: Birta Magnúsdóttir og Hvatur frá Reykjum 1 Hrútafirði
 
Tölt – unglingaflokkur
1. holl: Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum

1. holl: Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Ósey frá Dalsmynni

2. holl: Atli Steinar Ingason og Diðrik frá Grenstanga

2. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Tenór frá Geirmundarstöðum

3. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skjóni frá Selkoti

 

Tölt – ungmennaflokkur
1. holl: Hermann Jóhann Bjarnason og Búbót frá Norður-Hvammi

1. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Blævar frá Svalbarða

2. holl: Auður Ósk Sigurþórsdóttir og Brella frá Sólheimum

 

Tölt – opinn flokkur
1. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

1. holl: Erla Rún Rúnarsdóttir og Ljósa Nótt frá Borgarnesi

2. holl: Ámundi Sigurðsson og Flugar frá Eyri

2. holl: Svanhvít Gísladóttir og Nói frá Snjallsteinshöfða 1

3. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Keimur frá Kanastöðum

3. holl: Harald Óskar Haraldsson og Álfrún frá Svarfhóli

4. holl: Arnar Ásbjörnsson og Donna frá Álftárósi

4. holl: Jón Ægisson og Jóga frá Gillastöðum

5. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Næk frá Miklagarði

5. holl: Svala Svavarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni

6. holl: Þórarinn Birgir Þórarinsson og Skutla frá Hvítadal

7. holl: Eyþór Jón Gíslason og Dagskrá frá Hrappsstöðum

7. holl: Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka

8. holl: Ámundi Sigurðsson og Aþena frá Miklagarði

8. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

 

100 m flugskeið

  1. Jón Ægisson og Villi frá Gillastöðum
  2. Guðmundur Margeir Skúlason ogFannar frá Hallkelsstaðahlíð
  3. Skjöldur Orri Skjaldarson og Mylla frá Borgarnesi
  4. Ámundi Sigurðsson og Tilvera frá Syðstu-Fossum
  5. Jón Ægisson og Lipurtá frá Gillastöðum

Skemmtikvöldi frestað til 4. maí

Mánudagur 15. apríl 2013

Skemmtikvöldinu sem vera átti 20. apríl hefur verið frestað og verður í staðinn haldið 4. maí næstkomandi. Þetta verður nánar auglýst fljótlega.

Skráningakerfið - leiðbeiningar

Föstudagur 12. apríl 2013

Það er búið að útbúa kennslumyndband þar sem farið er í gegnum skráningu á mót með skráningakerfi okkar hestamanna. Myndbandið er hér.

Skemmtikvöld

Föstudagur 12. apríl 2013

Það verður skemmtikvöld laugardaginn 20. apríl, þ.e. að loknu í þróttamótinu. Þetta verður nánar auglýst fljótlega.

Opið íþróttamót Glaðs 20. apríl

Föstudagur 12. apríl 2013

Íþróttamótið fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 20. apríl og hefst stundvíslega kl. 10:00.

 

Dagskrá:

Forkeppni:

Fjórgangur V2: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur

Fimmgangur F2: opinn flokkur

Pollaflokkur (9 ára og yngri): tölt á frjálsum hraða, 1 hringur upp á hvora hönd

Tölt T3: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur

Úrslit:

Fjórgangur: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur

Fimmgangur: opinn flokkur

Tölt: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur

100 m skeið

 

Skráningar:

Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka hér á vef Glaðs, undir Ýmsir tenglar hægra megin. Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót. Áframhaldið rekur sig sjálft, munið bara að skrá einnig upp á hvora hönd þið þið ætlið að ríða og að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.


Ef einhver lendir í vandræðum með þetta er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is   

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 17. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.

 

Breyttar reglur:

Athygli keppenda er vakin á því að nú má ekki lengur skipta um hest (koma með annan hest en þann sem skráður var) þó svo að um íþróttakeppni sé að ræða. Einnig á því að í keppnisgreininni Tölt T3 eru úrslit riðin eins og forkeppni, þ.e. hvert atriði sýnt aðeins upp á aðra höndina en ekki upp á báðar hendur eins og í T1 sem við höfum hingað til keppt í.

Námskeið um sköpulag og byggingadóm

Fimmtudagur 11. apríl 2013

Minnt er á fyrirhugað námskeið, sunnudaginn 14. apríl, um sköpulag hrossa og hvernig það er metið í kynbótadómi. Námskeiðið hefst í grunnskólanum kl.10.30 með stuttum fyrirlestri og síðan haldið í reiðhöllina að skoða hross. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig hjá Heiðrúnu Söndru í síma 772 0860 eða á netfangið hsandra@is.enjo.net

Vetrarleikar klárir

Laugardagur 6. apríl 2013

Vetrarleikarnir fóru fram í dag og niðurstöður eru nú komnar inn á mótasíðuna. Staðan hefur breyst talsvert í liðakeppninni því í dag náði liðið norðan Fáskrúðar (lið Verkloka ehf.) langbestum árangri og hefur tekið forystuna af Búðardalsliðinu (liði Árbrúnar ehf.). Liðakeppnina má skoða nánar hér.

 

Í stigakeppni einstaklinga Birta Magnúsdóttir með forystuna með 24 stig, í unglingaflokki er Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir efst með 46 stig og Ágústa Rut Haraldsdóttir er efst í ungmennaflokki með 20 stig. Í opnum flokki er Skjöldur Orri Skjaldarson efstur með 36 stig, næstur er Harald Ó. Haraldsson með 32 stig og þá Monika Backman með 25 stig.

Rásraðir vetrarleikanna

Föstudagur 5. apríl 2013

Fjórgangur - opinn flokkur

  1. Holl 1: Harald Óskar Haraldsson og Bylur frá Geirmundarstöðum
  2. Holl 1: Eyþór Jón Gíslason og Þíða frá Spágilsstöðum
  3. Holl 2: Monika Backman og Kvika frá Svarfhóli
  4. Holl 2: Margrét Guðbjartsdóttir og Næk frá Miklagarði
  5. Holl 3: Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti
  6. Holl 3: Viðar Þór Ólafsson og Jóker frá Leikskálum
  7. Holl 4: Inga Heiða Halldórsdóttir og Fönix frá Breiðabólsstað
  8. Holl 4: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum
  9. Holl 5: Harald Óskar Haraldsson og Gnýr frá Svarfhóli
  10. Holl 5: Skjöldur Orri Skjaldarson og Rafn frá Hamraendum
  11. Holl 6: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi
  12. Holl 6: Svala Svavarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
  13. Holl 7: Monika Backman og Hnáta frá Hrappsstöðum
  14. Holl 7: Eyþór Jón Gíslason og Magni frá Spágilsstöðum
  15. Holl 8: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða
  16. Holl 8: Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
  17. Holl 9: Harald Óskar Haraldsson og Álfrún frá Svarfhóli
  18. Holl 9: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

 

Fjórgangur - barnaflokkur

  1. Holl 1: Katrín Einarsdóttir og Tinna frá Steinum

 

Fjórgangur - unglingaflokkur

  1. Holl 1: Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Skjóni frá Selkoti
  2. Holl 1: Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum
  3. Holl 2: Einar Hólm Friðjónsson og Von frá Litlu-Tungu 2
  4. Holl 2: Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Gráskjóna frá Sælingsdal

 

Fjórgangur - ungmennaflokkur

  1. Holl 1: Hermann Jóhann Bjarnason og Búbót frá Norður-Hvammi
  2. Holl 1: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Tvífari frá Sauðafelli

 

Fimmgangur - opinn flokkur

  1. Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti
  2. Skjöldur Orri Skjaldarson og Mylla frá Borgarnesi
  3. Styrmir Sæmundsson og Ögn frá Hofakri
  4. Drífa Friðgeirsdóttir og Sprettur frá Hróðnýjarstöðum

 

Tölt - barnaflokkur

  1. Holl 1: Friðjón Kristinn Friðjónsson og Amor frá Vorsabæjarhjáleigu
  2. Holl 1: Þórey Anna Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni
  3. Holl 2: Katrín Einarsdóttir og Skíma frá Kópavogi

 

Tölt - unglingaflokkur

  1. Holl 1: Einar Hólm Friðjónsson og Von frá Litlu-Tungu 2
  2. Holl 1: Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Dulúð frá Hlíð
  3. Holl 2: Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Maí frá Sælingsdal

 

Tölt - ungmennaflokkur

  1. Holl 1: Gylfi Björgvin Guðmundsson og Ása frá Fremri-Gufudal
  2. holl 1: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Fljóð frá Ási 1

 

Tölt - opinn flokkur

  1. Holl 1: Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti
  2. Holl 2: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal
  3. Holl 2: Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
  4. Holl 3: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi
  5. Holl 3: Eyþór Jón Gíslason og Dagskrá frá Hrappsstöðum
  6. Holl 4: Monika Backman og Hnáta frá Hrappsstöðum
  7. Holl 4: Arnar Þór Ólafsson og Blakkur frá Gilsárteigi
  8. Holl 5: Styrmir Sæmundsson og Ögn frá Hofakri
  9. Holl 5: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum
  10. Holl 6: Viðar Þór Ólafsson og Jóker frá Leikskálum
  11. Holl 6: Harald Óskar Haraldsson og Álfrún frá Svarfhóli
  12. Holl 7: Skjöldur Orri Skjaldarson og Rafn frá Hamraendum
  13. Holl 7: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða
  14. Holl 8: Margrét Guðbjartsdóttir og Næk frá Miklagarði
  15. Holl 8: Svala Svavarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni

 

100 m skeið

  1. Ágústa Rut Haraldsdóttir og Tvífari frá Sauðafelli
  2. Skjöldur Orri Skjaldarson og Mylla frá Borgarnesi
  3. Gylfi Björgvin Guðmundsson og Ása frá Fremri-Gufudal
  4. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa
  5. Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti

Góður aðalfundur

Fimmtudagur 4. apríl 2013

Aðalfundurinn var haldinn í gær og var mæting ágæt. Gestir fundarins voru Gísli Guðmundsson formaður Hrossaræktarsambands Vesturlands og Stefán Ármannsson, varaformaður. Gísli kynnti fyrir okkur starfsemi sambandsins í áhugaverðu erindi. Líflegar umræður urðu á fundinum, sérstaklega um félagsbúninginn og um flokkaskiptingu á mótum. Umræðan var gagnleg þó ekki væru málin til lykta leidd á fundinum.

 

Ekki urðu breytingar á stjórn félagsins en lítilsháttar á nefndaskipan. Búið er að uppfæra nefndasíðurnar hér á vefnum.

Sýnikennsla í Faxaborg

Fimmtudagur 4. apríl 2013

Miðvikudaginn 10. apríl næstkomandi kl. 20:30 verður Jakob Sigurðsson með sýnikennslu í reiðhöllinni í Borgarnesi. Jakob mun segja frá og sýna þjálfunaraðferðir sem hann notar.

 

Jakob þarf vart að kynna enda einn af okkar bestu keppnis- og sýningarknöpum. Hann var valinn íþróttaknapi 2012 og hann er m.a. tvöfaldur Íslandsmeistari. Ekki missa af þessu frábæra tækifæri sem þarna gefst.

Að lokinni sýnikennslu Jakobs verður kynning á hinni nýju keppnisgrein Töltfimi. Trausti Þór Guðmundsson mun þar miðla af sinni alkunnu snilld. 


Miðaverð er kr. 2.500, börn 6-12 ára kr. 1.000, yngri en 6 ára frítt. Happdrættismiði er innifalinn í miðaverði og eru margir góðir folatollar í vinning. Nefna má Abraham frá Lundum, Blæ frá Hesti, Blæ frá Torfunesi, Dyn frá Hvammi, Fálka frá Geirshlíð, Hákon frá Ragnheiðarstöðum, Hugin frá Haga, Leikni frá Vakurstöðum, Sólon frá Skáney, Straum frá Skrúð, Takt frá Stóra Ási og Þyt frá Skáney.

 

Allur ágóði rennur til reiðhallarinnar Faxaborgar. Allir velkomnir 

Æskan og hesturinn sunnudaginn 7. apríl

Þriðjudagur 2. apríl 2013

Nú stendur fræðslunefnd Glaðs fyrir rútuferð á sýninguna Æskuna og hestinn sem fram fer í Reiðhöllinni í Víðidalnum sunnudaginn 7. apríl. Við höldum að frítt sé inn á sýninguna og Glaður ætlar að greiða rútuna svo þeir sem þau börn og unglingar sem koma með þurfa bara að hafa með sér fæðispening því það verður stoppað og borðað einhverstaðar. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir líka og helst sem flestir. Tímasetningar og nánari upplýsingar fást við skráningu hjá Heiðrúnu Söndru í síma 772 0860.

Vetrarleikar Glaðs 6. apríl

Mánudagur 1. apríl 2013

Mótið fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 6. apríl og hefst stundvíslega klukkan 11:00.

 

Dagskrá:

Forkeppni

Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur: opinn flokkur

Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

Úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur: opinn flokkur

Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

100m skeið

 

Skráningar:
Eins og fyrir síðasta mót notum við nýtt skráningakerfi hestamanna á vefnum. Keppendur fara inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smella á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka hér á vef Glaðs, undir Ýmsir tenglar hægra megin. Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót (ef hann er ekki þegar opinn en hinir fliparnir eru Kynbótasýningar og Námskeið). Áframhaldið rekur sig sjálft. Munið að skrá einnig upp á hvora hönd þið þið ætlið að ríða.
Ef einhver lendir í vandræðum með þetta er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is   
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu, munið bara að fara inn í vörukörfu í lokin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist!

Gjaldið er kr. 1.000 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 4. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.

Byggingadómar - námskeið

Mánudagur 1. apríl 2013

Sunnudaginn 14. apríl n.k. verður Valberg Sigfússon með stutt námskeið um sköpulag hrossa og hvernig það er metið í kynbótadómi. Byrjað verður kl 10:30 í Búðardal (nánari staðsetning auglýst síðar) og síðan haldið í reiðhöllina að skoða hross eins lengi og áhugi, úthald og þátttaka leyfir, -þó ekki lengur en til kl.16.00. Verði er stillt í hóf, kr. 1.500. Hafi einhverjir áhuga á að hafa eigin hross með sér til að skoða er það velkomið.

 

Skráning hjá Heiðrúnu Söndru til 12. apríl í síma 772 0860 eða á netfangið hsandra@is.enjo.net

Páskatölt Dreyra

Miðvikudagur 27. mars 2013

Hið árlega Páskatölt Dreyra verður haldið í Æðarodda laugardaginn 30. mars n.k. Keppt verður í T3 í eftirfarandi flokkum: Meistaraflokki, fyrsta flokki, öðrum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki ef næg þátttaka fæst.


Skráningar sendist á netfangið motanefnddreyra@gmail.com fyrir kl. 22 miðvikudaginn 27. mars. Við skráningu komi fram upplýsingar um nafn og IS númer á hrossi, nafn og kennitala knapa, ásamt því upp á hvora höndina skuli sýna. Skráningu verður svarað, svo ef ekki berst svar hefur skráning misfarist og það er á ábyrgð keppenda að fylgja því eftir.

 

Skráningargjald í fullorðinsflokki er 2.500,- fyrir fyrsta hest, en 1.500,- fyrir hvern hest eftir það á sama knapa, en 1.500,- fyrir börn, unglinga og ungmenni. Skráningargjöldin greiðist á reikning 552 14 601933 kt. 450382-0359 og senda staðfestingu á netfangið motanefnddreyra@gmail.com, fyrir kl. 23. miðvikudaginn 27. mars.

 

Kaffiveitingar á staðnum
Dreyramenn hlakka til að sjá sem flesta vestlendinga og aðra góða nágranna.

Aðalfundur Glaðs 3. apríl

Mánudagur 25. mars 2013

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Leifsbúð þann 3. apríl og hefst fundurinn kl. 20:00. Gestur fundarins verður Gísli Guðmundsson, formaður Hrossaræktarsambands Vesturlands sem ætlar að kynna starfsemi sambandsins.

 

Dagskrá:

  1. Kosning starfsmanna fundarins
  2. Gísli Guðmundsson kynnir starfsemi Hrossaræktarsambands Vesturlands.
  3. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
  4. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
  6. Reikningar bornir undir atkvæði.
  7. Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði.
  8. Kosningar skv. 6. grein.
  9. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar.
  10. Ákvörðun árgjalds.
  11. Önnur mál.

Undir 8. dagskrárlið á að þessu sinni að kjósa gjaldkera og ritara til 3 ára, annan tveggja skoðunarmanna til 2 ára og fulltrúa á UDN þing.

Vesturlandssýningin á morgun - sýningarskrá o.fl.

Föstudagur 22. mars 2013

Hér eru nýjustu upplýsingar fyrir sýnendur og áhorfendur:

 

Á sýningardegi verður miðasala í  reiðhöllinni Faxaborg milli kl. 13.00 og 15.00. Hægt er að mæta á staðinn eða hringja í Þórdísi: 856 2734 eða Kolbein: 820 7649.

 

Þeir sýnendur sem koma lengra að og þurfa hesthúspláss geta haft samband við Ingvar í síma: 843 9156 og hann mun aðstoða knapa með að koma hrossum fyrir.

 

Sýningarskráin er tilbúin og er hér!

Stóðhestaveisla í Svaðastaðahöllinni

Föstudagur 22. mars 2013

Eins og áður hefur komið fram stendur fræðslunefnd Glaðs að hópferð á Stóðhestaveisluna sem haldin verður í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki miðvikudaginn 27. mars. Dagskráin hefst kl. 20:00 og er stefnt að því að fara af stað úr Búðardal kl. 16. Miðinn inn á sýninguna kostar 3.000 kr. og verðið í rútuna fer eftir þátttöku eins og áður var nefnt.

 

Þess má geta í leiðinni að fræðslunefnd stefnir einnig að því að farið verði á Æskuna og hestinn þegar þar að kemur en það verður betur auglýst síðar.

Vesturlandssýningin 23. mars

Mánudagur 18. mars 2013

Nú styttist í Vesturlandssýningu og er undirbúningur í fullum gangi.

 

Aðgangseyrir: 1.500 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir 6-12 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri.

 

Dagskráin er þétt og mikil og góð þátttaka á meðal hestamanna á Vesturlandi. Má nefna börn, unglinga, A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, skeið, kynbótahross, ræktunarbú, afkvæmasýningar, Menntaskóla Borgarfjarðar, Félag tamningamanna, vestlenskar heimasætur, og söngatriði. Að auki verða sýndir einhverjir af þeim glæsilegu stóðhestum sem Hrossaræktarsamband Vesturlands býður upp á í ár.

Páskatölt Dreyra 30. mars

Mánudagur 18. mars 2013

Hestamannafélagið DreyriPáskatölt Dreyra verður haldið laugardaginn 30. mars n.k. Mótið er opið öllum og er fyrsta löglega töltmót vetrarins á Vesturlandi.  Mótið verður nánar auglýst síðar með upplýsingum um skráningu og fleira.

 

 

 

Forsala á Vesturlandssýninguna

Sunnudagur 17. mars 2013

Vesturlandssýníngin fer fram í reiðhöllinni í Borgarnesi næsta laugardag, 23. mars. Dagskráin er um það bil að mótast og verður auglýst á morgun.

 

Forsala aðgöngumiða fer fram dagana 20. og 21. mars með skráningakerfi okkar hestamanna, þ.e. á slóðinni www.sportfengur.com. Þar veljið þið SKRÁNINGAKERFI, svo Skráning og veljið svo flipann Námskeið og Hestamannafélagið Faxa. Fyllið svo í persónupplýsingar og loks atburðinn Forsala Vesturlandssýning 2013. Munið að velja svo Vörukarfa að skráningu lokinni til að klára pöntunina og fá greiðsluupplýsingar. Pöntunin er ekki gild fyrr en kvittun fyrir millifærslu berst.

Hópferð á Stóðhestaveislu á Króknum

Sunnudagur 17. mars 2013

Fræðslunefnd ætlar að standa fyrir hópferð Glaðsfélaga á Stóðhestaveislu í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki miðvikudaginn 27. mars. Ekki er búið að auglýsa verð á sýninguna ennþá og verð í rútu fer eftir því hve margir fara. Þeir sem hafa áhuga á að fara eru beðnir um að hafa samband við Heiðrúnu Söndru Grettisdóttur í síma 772 0860 eða á netfangið hsandra@is.enjo.net.

 

Nánari upplýsingar verða birtar hér fljótlega.

Niðurstöður fjórgangsmótsins

Laugardagur 16. mars 2013

Skemmtilegu fjórgangsmóti er lokið og niðurstöður eru komnar inn á mótasíðuna. Í liðakeppninni vegnaði Búðardalsliðinu best og heldur forystunni, sjá nánar hér. Næsta mót er svo Vetrarleikar og þá færum við okkur út á reiðvöll.

Rásraðir fjórgangsmóts

Fimmtudagur 14. mars 2013

Búið er að raða í rásraðir. Takið eftir að fyrst kemur eitt holl úr unglingaflokki, svo barnaflokkur, ungmennaflokkur og þar á eftir seinna holl unglingaflokks. Einnig að það koma til skiptis tvö holl úr karlaflokki og tvö holl úr kvennaflokki.

 

Unglingaflokkur:
1. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Von frá Litlu-Tungu 2

1. holl: Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum
Barnaflokkur:
1. holl: Birta Magnúsdóttir og Hvatur frá Reykjum 1 Hrútafirði

2. holl: Hafdís Ösp Finnbogadóttir og Rák frá Leikskálum

2. holl: Katrín Einarsdóttir og Tinna frá Steinum
Ungmennaflokkur:
1. holl: Aurora Andersen og Skjóni frá Selkoti
Unglingaflokkur:
2. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Rökkvi frá Litladal

2. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Mánadís frá Hvítadal
Karlaflokkur:
1. holl: Eyþór Jón Gíslason og Magni frá Spágilsstöðum

1. holl: Harald Óskar Haraldsson og Álfrún frá Svarfhóli

2. holl: Einar Jón Geirsson og Höfðingi frá Hamrahlíð

2. holl: Styrmir Sæmundsson og Hugmynd frá Rauðbarðaholti
Kvennaflokkur:
1. holl: Monika Backman og Hnáta frá Hrappsstöðum

1. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Fönix frá Breiðabólsstað

2. holl: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi

2. holl: Svala Svavarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
Karlaflokkur:
3. holl: Þórarinn Birgir Þórarinsson og Skutla frá Hvítadal

3. holl: Gilbert Hrappur Elísson og Baldur Baldurss frá Búðardal

4. holl: Guðbjörn Guðmundsson og Hvinur frá Magnússkógum

4. holl: Arnar Þór Ólafsson og Blakkur frá Gilsárteigi
Kvennaflokkur:
3. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Næk frá Miklagarði

3. holl: Fanney Þóra Gísladóttir og Þíða frá Spágilsstöðum

4. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða

4. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum
Karlaflokkur:
5. holl: Viðar Þór Ólafsson og Jóker frá Leikskálum

5. holl: Eyþór Jón Gíslason og Meydís frá Spágilsstöðum

6. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

6. holl: Valberg Sigfússon og Börkur frá Enni
Kvennaflokkur:
5. holl: Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka

5. holl: Monika Backman og Flugar frá Engihlíð

6. holl: Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti
Karlaflokkur:
7. holl: Harald Óskar Haraldsson og Gnýr frá Svarfhóli

Æfingar í reiðhöll

Fimmtudagur 14. mars 2013

Eins og áður hefur verið auglýst geta keppendur í fjórgangsmótinu á morgun æft í Nesoddahöllinni en þó skal áréttað að í dag er höllin upptekin undir reiðnámskeið í klukkustund kl. 18-19. Að öðru leiti er höllin opin keppendum til æfinga fram að móti annaðkvöld.

Fjórgangur í Nesoddahöllinni föstudaginn 15. mars

Fimmtudagur 7. mars 2013

Þá er komið að fjórgangi í Nesoddareiðhöllinni! Keppnin fer fram föstudaginn 15. mars og hefst stundvíslega klukkan 19:00. Eftir forkeppni og úrslit í fjórgangi verður keppni í skemmtitölti.

 

Dagskrá:
Forkeppni: Barna-, unglinga-, ungmenna-, karla- og kvennaflokkur

Úrslit í öllum flokkum

Skemmtitölt

 

Skráningar:
Nú tökum við í notkun nýtt skráningakerfi hestamanna þar sem keppendur skrá sig sjálfir inn á mót á vefnum. Þið farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunn (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka hér á síðunni, undir Ýmsir tenglar hægra megin. Á forsíðu skráningakerfisins smellið þið á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót (ef hann er ekki þegar opinn en hinir fliparnir eru Kynbótasýningar og Námskeið). Áframhaldið rekur sig sjálft. Athugið að konur eiga að skrá sig í 1. flokk og karlar í 2. flokk. Munið að skrá einnig upp á hvora hönd þið þið ætlið að ríða.


Ef einhver lendir í vandræðum með þetta er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is   

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist!


Gjaldið er kr. 1.000 á skráningu í fjórgang. Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 13. mars og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.


Það eru engin skráningagjöld í skemmtitöltið og í það verður skráð á staðnum!

 

Allir keppendur hafa leyfi til æfinga í reiðhöllinni síðustu 3 daga fyrir keppni.

 

Hvetjum alla til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni!

Töltið klárt - liðakeppnin í járnum

Sunnudagur 3. mars 2013

Skemmtilegt töltmót var haldið í Nesoddahöllinni í dag með góðri þátttöku og fjölda áhorfenda. Niðurstöður mótsins eru komnar inn á mótasíðuna. Sigríður Ósk Jónsdóttir vann barnaflokkinn á Ófeigi frá Laugabakka og Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir vann unglingaflokk á Menju frá Spágilsstöðum. Karlaflokkinn vann Harald Óskar Haraldsson á Gný frá Svarfhóli og í kvennaflokki sigraði Drífa Friðgeirsdóttir á Tígulstjörnu frá Bakka.

 

Í liðakeppninni náði sveitaliðið sunnan Fáskrúðar mestum árangri í dag með 60 stig, næst kom sveitin norðan Fáskrúðar með 48 stig og svo Búðardalur með 32 stig. Staðan í liðakeppninni er þá orðin mjög jöfn og spennandi en Búðardalsliðið er enn efst með 76 stig, þá kemur norðursveitin með 74 stig og loks suðursveitin með 63 stig. Liðakeppnina má skoða nánar hér.

Rásraðir í töltinu á morgun

Laugardagur 2. mars 2013

Barnaflokkur:

  1. Holl 1: Sigríður Ósk Jónsdóttir og Ófeigur frá Laugabakka
  2. Holl 1: Katrín Einarsdóttir og Tinna frá Steinum
  3. Holl 2: Birta Magnúsdóttir og Hvatur frá Reykjum 1 Hrútafirði
  4. Holl 3: Hafdís Ösp Finnbogadóttir og Svartnir frá Leikskálum

 

Unglingaflokkur:

  1. Holl 1: Einar Hólm Friðjónsson og Tenór frá Geirmundarstöðum
  2. Holl 1: Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Maí frá Sælingsdal
  3. Holl 2: Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Menja frá Spágilsstöðum
  4. Holl 2: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Mánadís frá Hvítadal
  5. Holl 3: Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Dulúð frá Hlíð
  6. Holl 3: Einar Hólm Friðjónsson og Von frá Litlu-Tungu 2

 

Karlaflokkur:

  1. Holl 1: Harald Óskar Haraldsson og Gnýr frá Svarfhóli
  2. Holl 1: Vilberg Þráinsson og Askur frá Hríshóli 1
  3. Holl 2: Þórarinn Birgir Þórarinsson og Freydís frá Hvítadal
  4. Holl 2: Jón Ægisson og Lipurtá frá Gillastöðum
  5. Holl 3: Halldór Gunnarsson og Glenna frá Gilsfjarðarmúla
  6. Holl 3: Einar Jón Geirsson og Höfðingi frá Hamrahlíð
  7. Holl 4: Eyþór Jón Gíslason og Þíða frá Spágilsstöðum
  8. Holl 4: Viðar Þór Ólafsson og Jóker frá Leikskálum
  9. Holl 5: Valberg Sigfússon og Fríður frá Enni
  10. Holl 5: Guðmundur H Sigvaldason og Hylling frá Reykhólum
  11. Holl 6: Styrmir Sæmundsson og Ögn frá Hofakri
  12. Holl 6: Vilberg Þráinsson og Greifi frá Reykhólum
  13. Holl 7: Harald Óskar Haraldsson og Ýmir frá Svarfhóli
  14. Holl 7: Þórarinn Birgir Þórarinsson og Skutla frá Hvítadal
  15. Holl 8: Eyþór Jón Gíslason og Brjánn frá Hrappsstöðum

 

Kvennaflokkur:

  1. Holl 1: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða
  2. Holl 1: Svanhvít Gísladóttir og Þorri frá Lindarholti
  3. Holl 2: Svala Svavarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
  4. Holl 2: Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
  5. Holl 3: Ragnheiður Pálsdóttir og Rökkvi frá Litladal
  6. Holl 3: Svanborg Einarsdóttir og Emma frá Gillastöðum
  7. Holl 4: Margrét Guðbjartsdóttir og Næk frá Miklagarði
  8. Holl 4: Inga Heiða Halldórsdóttir og Fönix frá Breiðabólsstað
  9. Holl 5: Monika Backman og Hnáta frá Hrappsstöðum
  10. Holl 5: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi
  11. Holl 6: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum
  12. Holl 6: Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti

Vesturlandssýningin - val hrossa

Miðvikudagur 27. febrúar 2013

Nú er undirbúningur í fullum gangi fyrir Vesturlandssýningu í Borgarnesi þann 23. mars. Fulltrúar úr undirbúningsnefndinni ætla að koma og heimsækja okkur á töltmótið í reiðhöllinni næsta sunnudag. Þeir sem það vilja geta sýnt þeim hross eftir mótið og einnig komið á framfæri ábendingum.

 

Svala Svavarsdóttir er okkar fulltrúi í undirbúningsnefndinni og hún skorar á þá Glaðsfélaga sem eru með eitthvað sem á erindi að slá til og vera með í ár, koma hrossi að í einhverju af hefðbundnu atriðunum eða hópa sig saman í eigið atriði.

Stóðhestar á vegum Hrossaræktarsambands VesturlandsStóðhestar á vegum HrossVest 2013

Miðvikudagur 27. febrúar 2013

Margir glæsilegir stóðhestar verða á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands sumarið 2013. Alls verða 12 hestar í boði í sumar. Þið getið kynnt ykkur hestana á heimasíðunni www.hrossvest.is og í auglýsingu sem opnast ef smellt er á myndina hér hægra megin.

 

Opnað hefur verið fyrir pantanir svo allt er klárt. Munið að hafa grunnskráningarnúmer hryssu og örmerki við hendina þegar pöntunarferlið hefst. Þá er ekkert að vanbúnaði. Athugið að félagsmenn deilda (m.a. félagsmenn Glaðs) ganga fyrir til 20. mars.

 

Tölt í Nesoddahöllinni sunnudaginn 3. mars

Sunnudagur 24. febrúar 2013

Þá er komið að Tölti í reiðhöllinni! Keppnin fer fram sunnudaginn 3. mars og hefst stundvíslega klukkan 15:00. Vakin er sérstök athygli á því að það verður keppt í  kvenna- og karlaflokkum (háð þátttöku). Ennfremur tilkynnist það að skemmtitöltið hefur verið fært og verður haldið          föstudaginn 15. mars (með fjórganginum).

 

Dagskrá:

Forkeppni: Barna-, unglinga-, ungmenna- , karla- og kvennaflokkur

Úrslit í öllum flokkum

 

Skráningar:

Þórður: 893 1125, thoing@centrum.is

Svala: 861 4466, budardalur@simnet.is

Tekið er við skráningum til og með fimmtudeginum 28. febrúar. Skráningargjald er 1.000 kr. en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.

 

Allir hvattir til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni!

Liðakeppnin hafin

Laugardagur 23. febrúar 2013

Smalinn fór fram í Nesoddahöllinni í gærkvöld og var þátttaka góð og skemmtileg stemmning í höllinni. Niðurstöður eru komnar inn á mótasíðuna en Birta Magnúsdóttir vann barnaflokk, Einar Hólm Friðjónsson unglingaflokk og Einar Jón Geirsson opna flokkinn. Í liðakeppninni vegnaði Búðardalsliðinu best og er komið með 44 stig, sveitin norðan Fáskrúðar er með 26 stig og sveitin sunnan Fáskrúðar með 3 stig.

 

Það er stutt í næsta mót sem er Tölt í Nesoddahöllinni. Athugið að mótið hefur verið fært aftur um 2 daga og verður haldið sunnudaginn 3. mars. Nánari auglýsing um töltmótið er á næstu grösum.

Smalinn 22. febrúar

Sunnudagur 17. febrúar 2013

Þá er mótahald félagsins að fara í gang. Fyrsta mót ársins er keppni í Smala í Nesoddahöllini í Búðardal föstudaginn 22. febrúar og hefst keppnin stundvíslega klukkan 19:00. Brautin verður með svipuðu sniði og fyrri ár en þó með einhverjum breytingum. Hún verður tilbúin og opin öllum til æfinga frá morgni keppnisdags og verður hægt að æfa sig til klukkan 18:30.

 

Dagskrá: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur
Hvetjum alla til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni.

 

Reglur smalans:
1. Riðnar eru tvær umferðir og ræður betri tími.
2. Í seinni umferð fer slakasti tími úr fyrri umferð fyrstur og svo koll af kolli.
3. Að fella keilu eða rekast í hlið þá bætast 4 sek. við tímann. Að sleppa hliði er 8 sek. refsing.
4. Allur hefðbundinn reiðbúnaður er leyfilegur.
5. Allir keppendur skulu vera með hjálm og hafa hann spenntan.

 

Skráningar:
Þórður:  893 1125, thoing@centrum.is
Svala: 861 4466, budardalur@simnet.is

Tekið er við skráningum til klukkan 12:00, föstudaginn 22. febrúar.
Skráningargjald er 1.000 kr. en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.

 

Liðakeppni
Eins og í fyrra verður liðakeppni en nú verða liðin þrjú. Og skiptast liðin svona: sveitin sunnan við Fáskrúð, Búðardalur og sveitin norðan við Fáskrúð. Allir flokkar telja til stiga á eftirfarandi mótum: Smala, Tölti í reiðhöll, Fjórgangi í reiðhöll, Vetrarleikum Glaðs og Íþróttamótinu.
Allir að fjölmenna

Námskeið í reiðtygjagerð 9. mars

Sunnudagur 17. febrúar 2013

Laugardaginn 9. mars verður haldið námskeið í reiðtygjagerð undir handleiðslu söðlasmíðameistans Sigurðar Björnssonar. Námskeiðið verður haldið að Vesturbraut 16 (húsi Vegagerðarinnar) í Búðardal og hefst kl. 10.

 

Boðið verður upp á að gera fléttaðan leðurtaum fyrir 7.000 kr., nasamúl á 4. 000 kr. og einfalt höfuðleður á 4.000 kr. Þátttakendum námskeiðsins verður einnig boðið uppá leiðsögn í lítilsháttar viðgerðum og geta því haft með sér t.d. slitinn taum eða bilaðan múl.

 

Skráningarfrestur er til 1. mars 2013. Nánari upplýsingar og skráningar eru hjá fræðslunefnd:

Svanborg s. 434 1437, gillast@simnet.is

Heiðrún Sandra s. 772 0860, hsandra@is.enjo.net

Ragnheiður s. 849 2725, rbiggi@simnet.is

Vesturlandssýning í Faxaborg 23. mars

Þriðjudagur 5. febrúar 2013

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, laugardaginn 23. mars næstkomandi. Þetta er þriðja árið í röð sem Vesturlandssýningin er haldin í Faxaborg en mikil ánægja var með Vesturlandssýninguna 2011 og 2012 og mun því allt kapp verða lagt á að sýningin í ár verði sem glæsilegust.

Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs- og fjórgangshestum, skeiði, tölti, kynbótahrossum og ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.


Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta komið þeim á framfæri við eftirfarandi aðila:

Arnar Asbjörnsson, arnarasbjorns@live.com, gsm: 841-8887
Hlöðver Hlöðversson, toddi@simnet.is, gsm: 661-7308
Stefan Ármannsson, stefan@hroar.is, gsm: 897-5194
Heiða Dís Fjelsted, heidadis@visir.is, gsm: 862-8932 (tengiliður vegna barna og unglinga)

 

Glaðsfélagar, endilega hafið samband við ofangreinda ef þið eigið hross sem gætu átt erindi á sýninguna og eins ef þið hafið ábendingar. Þið getið einnig haft samband og fengið upplýsingar hjá eftirtöldum tengiliðum Glaðs:
Svala Svavarsdóttir, budardalur@simnet.is, gsm: 861-4466

Eyþór Gíslason, brekkuhvammur10@simnet.is , gsm: 898-1251

 Vesturlandssýning í Faxaborg 23. mars Vesturlandssýning í Faxaborg 23. mars Vesturlandssýning í Faxaborg 23. mars

Vikulegt námskeið með Skildi Orra

Sunnudagur 27. janúar 2013

Skjöldur Orri Skjaldarson kennir á reiðnámskeiði með sama sniði og verið hefur síðustu ár með vikulegum tímum sem hefjast í seinni hluta febrúar.

 

Námskeiðsgjald verður 8.000 krónur og Skjöldur Orri tekur sjálfur við skráningum á þetta námskeið, s. 899 2621. Síðasti skráningardagur er 18. febrúar og hefst námskeiðið skömmu síðar.

Tveggja helga námskeið með Sjöfn Sæmundsdóttur

Föstudagur 25. janúar 2013

Sjöfn Sæmundsdóttir ætlar að koma og kenna á reiðnámskeiði í Búðardal tvær helgar í febrúar, dagana 2. - 3. febrúar og 9. - 10. febrúar. Klukkutíminn kostar 3.000 krónur á hvern hóp (hámark 3 í hóp) sem er talsvert lægra verð en áður var búið að auglýsa!. Þetta þýðir að ef 3 eru saman í hóp þá kostar klukkustundin 1.000 krónur á mann. Hálftími kostar 1.500 krónur á hóp sem skiptist á sama hátt niður á þá sem yrðu í hópnum.

 

Við skráningum taka:
Heiðrún Sandra, s. 772 0860, netfang hsandra@is.enjo.net

Ragnheiður, s. 487 5331, netfang rbiggi@simnet.is

Svanborg, s. 434 1437, netfang gillast@simnet.is

Síðasti skráningardagur er 31. janúar næstkomandi.

Tveggja helga reiðnámskeið í febrúar

Mánudagur 7. janúar 2013

Sjöfn Sæmundsdóttir verður með reiðnámskeið í Búðardal tvær helgar í röð, þ.e. dagana 2.-3. febrúar og 9.-10. febrúar. Kennt verður í litlum hópum, ekki verða fleiri en 3 í hverjum hópi og hver kennslustund verður klukkustund. Hver tími kostar 5.000 krónur. Skráningar fara fram hjá fræðslunefndarliðum, sem eru:
Heiðrún Sandra, s. 772 0860, netfang hsandra@is.enjo.net

Ragnheiður, s. 487 5331, netfang rbiggi@simnet.is

Svanborg, s. 434 1437, netfang gillast@simnet.is

Krakkahittingur

Mánudagur 7. janúar 2013

Fræðslunefnd Glaðs stendur fyrir krakkahittingi í Hvítadal föstudaginn 11. janúar milli kl. 16:00 og 18:30. Þar ætlum við að hittast og bera á hnakkana okkar og reiðtygi, spjalla svolítið og hafa gaman. Öll börn og unglingar eru velkomin, hvort sem þau hafa brennandi áhuga á hestamennsku eða eru bara forvitin! Þau sem eiga og vilja hafa með sér reiðtygi og feiti en það er ekki skilyrði.

 

Eldri fréttir

Fréttir frá 2012

Fréttir frá 2011

Fréttir frá 2010

Fréttir frá 2009

Fréttir frá 2008

Fréttir frá 2007

Fréttir frá 2006

Fréttir frá 2005

 

 

 

Fara efst á síðu

 

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri