Hér eru myndir Björns Antons Einarssonar frá úrslitum í fjórgangi opins flokks og ungmennaflokks og aðrar myndir eru á þessum síðum:
Tölt opinn flokkur og ungmennaflokkur
Skjöldur Orri Skjaldarson, Glað á Snerri frá Bæ en þeir hlutu 1. sætið í opnum flokki
í fjórgangi.
Lárus Ástmar Hannesson, Snæfellingi á Draumi frá Gilsbakka, þeir hlutu 3. sætið í
fjórgangi opins flokks.
Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri Dalabyggðar veitir verðlaun með aðstoð Eyþórs Gíslasonar, formanns Glaðs: Skjöldur Orri á Snerri, Ísólfur Líndal Þórisson, Snæfellingi á Gormi frá Brávöllum, Jóhann Kristinn Ragnarsson, Snæfellingi á Feyki frá Neistastöðum, Lárus á Draumi, Halldór Sigurkarlsson, Skugga á Fjólu frá Árbæ og Guðmundur Margeir Skúlason, Snæfellingi á Örlát frá Hallkelsstaðahlíð sem keppti í ungmennaflokki.