Bikarmót Vesturlands var haldið í Búðardal laugardaginn 29. júlí sl. og um leið var hið nýja keppnissvæði Hestamannafélagsins Glaðs vígt með hátíðlegri athöfn. Björn Anton Einarsson var á staðnum og tók myndir. Bestu þakkir Toni fyrir myndirnar!
Myndir af vígsluathöfninni eru á þessari síðu en myndum úr úrslitum Bikarmótsins er raðað eftir keppnisgreinum:
Fjórgangur opinn flokkur og ungmennaflokkur
Tölt opinn flokkur og ungmennaflokkur
Vígsluathöfnin hófst með skrautreið Glaðsfélaga, hér sjást Viðar Þór Ólafsson, Fanney Þóra Gísladóttir (í söðli) og Valberg Sigfússon.
Sigríður Bryndís Karlsdóttir, fyrrverandi formaður Glaðs klippti á borða og tók þar með reiðvöllinn formlega í notkun.
Hestamannafélagið færði þakkir til þeirra sem styrkt höfðu vallargerðina og til verktanna sem unnu meginhluta verksins: Eyþór J. Gíslason og Herdís E. Gunnarsdóttir frá Glað, Siguður H. Jökulsson frá Hrossaræktarsambandi Dalamanna, Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri Dalabyggðar, Sæmundur Jóhannsson frá Vegagerðinni, verktakarnir Gilbert Elísson, Magnús Kristjánsson og Einar Kristjánsson og Elísabet Svansdóttir frá MS í Búðardal.
Jóhann Ágúst Guðlaugsson gaf félaginu glæsilegan bikar, Guðlaugsbikarinn, sem keppt verður um í A-flokki gæðinga næstu 15 árin. Bikarinn gaf Jóhann til minningar um "stofnendur Hestamannafélagsins Glaðs og aðra brautryðjendur, sem unnu félaginu ómetanleg störf á fyrstu árum þess" eins og segir í gjafabréfi sem fylgdi bikarnum. Eyþór J. Gíslason, formaður Glaðs veitti bikarnum mótttöku og Skjöldur Stefánsson aðstoðaði Jóhann.
Feðgarnir Halldór Gunnarsson og Ólafur Halldórsson sungu fyrir mótsgesti og stýrðu fjöldasöng.