Hér eru myndir Björns Antons Einarssonar frá gæðingaskeiðinu. Hér hefur ljósmyndarinn einbeitt sér að knöpunum fremur en hestunum með þessum skemmtilega árangri. Það er ljóst af myndunum að það er ekki átakalaust að ríða skeið. Aðrar myndir eru á þessum síðum:
Fjórgangur opinn flokkur og ungmennaflokkur
Tölt opinn flokkur og ungmennaflokkur
Marteinn Valdimarsson, Skugga og Kjarkur frá Hnjúki hlutu 1. sætið í gæðingaskeiðinu.
Guðmundur Ólafsson, Snæfellingi á Dögg frá Ólafsvík hlaut 2. sætið.
Valberg Sigfússon, Glað á Perlu frá Þjóðólfshaga en Valberg hlaut 3. sætið.
Ísólfur Líndal Þórisson, Snæfellingi sem hlaut 4. sætið á Kjarna frá Lækjamóti.
Lárus Ástmar Hannesson, Snæfellingi á Golu frá Stakkhamri en þau hlutu 5. sætið.
Skúli L. Skúlason, Snæfellingi náði að vísu ekki verðlaunasæti í skeiðinu á Klöru frá Lambastöðum en svona myndir verður að hafa með.
Skjöldur Orri Skjaldarson, Glað og Mosi frá Lundum náðu ekki heldur verðlaunasæti en myndin stendur fyrir sínu.