Eldri fréttir:

Dalabyggð styrkir vallargerðina enn frekar

Föstudagur 30.12.2005

Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Dalabyggðar fyrir 2006 fyrir nokkrum dögum, samþykkti sveitarstjórn að veita Hestamannafélaginu Glað styrk til vallargerðar sinnar í Búðardal. Upphæð styrksins er 1 milljón krónur en Dalabyggð hefur áður styrkt vallargerðina um samtals 2 milljónir á tveimur árum. Félagið þakkar sveitarstjórn Dalabyggðar stuðninginn.

 

Enn vantar nokkurt fjármagn til að við getum lokið framkvæmdunum og hefur verið sótt um fleiri styrki en við bíðum eftir svörum við þeim umsóknum.

Árshátíðin

Sunnudagur 6. nóvember 2005

Verðlaunaafhending Hrossaræktarsambands Dalamanna

 

Á árshátíð Glaðs í gærkvöldi voru afhent verðlaun frá Hrossaræktarsambandi Dalamanna. Verðlaun fyrir hæst dæmdu hryssuna á árinu hlutu þau Ingibjörg Eyþórsdóttir og Gísli Þórðarson á Spágilsstöðum fyrir Þotu frá Spágilsstöðum. Hæst dæmdi stóðhesturinn var Deilir frá Hrappsstöðum en ræktendur hans eru þau Alvilda Þóra Elísdóttir og Svavar Jensson. Á myndinni hér að ofan sjást verðlaunahafar ásamt Sigurði Hrafni Jökulssyni frá Hrossaræktarsambandinu.

 

Íþróttamaður ársins 2005 hjá Glað er Agnar Þór Magnússon og var það að venju tilkynnt á árshátíðinni en því miður var Agnar fjarverandi.

 

VeislustjóriVeislustjóri á árshátíðinni var hinn bráðskemmtilegi Sigmar Vilhjálmsson sem allir þekkja úr Idol keppninni. Skemmtinefnd skipuðu Ásgeir Salberg Jónsson, Einar Jón Geirsson og Eyþór Jón Gíslason.

Viðar Idol

 

Þar sem Idol kynnirinn var á staðnum var eðlilegt að halda snögga Idol keppni. Idol stjarna Glaðs varð Viðar Þór Ólafsson á myndinni hér til hægri en hann sló í gegn með söng eftir Hermann heitinn Bjarnason á Leiðólfsstöðum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íþróttamaður Glaðs 2005

Fimmtudagur 2. nóvember 2005

Á stjórnarfundi í fyrradag var valinn íþróttamaður ársins hjá félaginu. Á árshátíð félagsins þann 5. nóvember næstkomandi verður tilkynnt hver titilinn hlaut (ekki hélduð þið að vefstjóri ætlaði að fara að tala af sér hér......?). :-)

 

Það virðist vera mikil stemning fyrir árshátíðinni og stefnir í mjög góða mætingu. Frestur til að panta miða er liðinn en það er aldrei að vita nema enn sé hægt að panta ef vel er farið að skemmtinefndarmönnum en þá er nú líka eins gott að drífa sig!

Úrslit móta

Fimmtudagur 27. október 2005

Vefstjóri er ekki að standa við yfirlýsingar sínar um að birta ekki á vefnum úrslit móta fyrr en frá og með keppnisárinu 2006 því nú er hann búinn að setja inn niðurstöður úr öllum mótum félagsins árin 2004 og 2005.

Árshátíðin 5. nóvember!

Laugardagur 22. október 2005

Árshátíðin verður haldin í Dalabúð laugardaginn 5. nóvember. Simmi úr Idolinu verður veislustjóri! Hjónabandið leikur fyrir dansi! Glæsilegur þrírétta veislumatseðill að hætti Gunnars í Dalakjöri. Fjölbreytt skemmtidagskrá. Árshátíðin er fyrir alla, jafnt Glaðsfélaga sem aðra, fjölmennum nú! Miða skal panta fyrir miðvikudaginn 2. nóvember hjá Ásgeiri (434 1330 eða 693 0462), Einari (434 1195) eða Eyþóri (898 1251). Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20:00. 16 ára aldurstakmark. Miðaverð: Matur og ball 4.000 kr., bara ball 2.300 kr. Auglýsingin er hér.

Árshátíð!

Mánudagur 10. október 2005

Laugardaginn 5. nóvember heldur Glaður árshátíð sína svo takið strax kvöldið frá. Nánar um árshátíðina síðar.

Nefndasíður

Fimmtudagur 22. september 2005

Nú eru komnar inn helstu upplýsingar um nefndir, búið að bæta við tenglum á hestamannafélög og laga ýmislegt annað smálegt. Mikið er eftir enn en þetta smá kemur. Félagsmenn sem eiga netföng mættu gjarna senda vefstjóra póst því bæði erum við að safna netföngum félagsmanna og einnig vantar nokkuð af netföngum þeirra sem sitja í nefndum.

Árshátíðin 5. nóvember!

Laugardagur 22. október 2005

Árshátíðin verður haldin í Dalabúð laugardaginn 5. nóvember. Simmi úr Idolinu verður veislustjóri! Hjónabandið leikur fyrir dansi! Glæsilegur þrírétta veislumatseðill að hætti Gunnars í Dalakjöri. Fjölbreytt skemmtidagskrá. Árshátíðin er fyrir alla, jafnt Glaðsfélaga sem aðra, fjölmennum nú! Miða skal panta fyrir miðvikudaginn 2. nóvember hjá Ásgeiri (s. 434 1330 eða 693 0462), Einari (434 1195) eða Eyþóri (898 1251). Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20:00. 16 ára aldurstakmark. Miðaverð: Matur og ball 4.000 kr., bara ball 2.300 kr. Auglýsingin er hér.

Meiri vefur

Mánudagur 12. september 2005

Vefstjóri hefur átt í basli með að laga minni háttar útlitsgalla sem ekki er víst að allir hafi tekið eftir. Það á að vera komið í lag núna og því hægt að fara að nota tímann í að setja inn meira efni. Nú er kominn einhver smá texti á allar síður, sumstaðar þó bara einskonar fyrirheit um það sem koma skal. Skoðið endilega og sendið vefstjóra hugmyndir og athugasemdir.

Aðeins bætist við

Sunnudagur 4. september 2005

Útlit vefsins er að verða nokkurn veginn klárt ef ekki kemur fram mikil gagnrýni og það er aðeins að byrja að bætast inn efni. Ég bendi ykkur á að kíkja á Úr sögu félagsins. Meira kemur svo á næstu dögum.

Nú styttist í vef Glaðs!

Föstudagur 2. september 2005

Vefur Hestamannafélagsins Glaðs er í smíðum og loksins styttist í að fyrstu hlutar hans verði birtir. Útlitið gæti orðið í aðalatriðum eitthvað líkt þessu sem þið sjáið hér.

Vefurinn er smíðaður með tækni sem gamlir vefskoðarar styðja ekki (Internet Explorer 3 eða eldri, Netscape Navigator 3 eða eldri). Í þessum eldri vefskoðurum (eða vöfrum) verða þessar vefsíður líklega klúðurslegar. Ef þér sýnist þessi síða líta mjög undarlega út ættir þú því að senda vefstjóra póst og láta hann vita hvaða forrit þú notar á vefnum. Ef það eru margir sem nota forrit sem ekki styðja þessa tækni þá verðum við auðvitað að breyta þessu. Netfang vefstjóra er thoing@centrum.is

 

Á næstu dögum og vikum verður bætt við efni hér og það ætti ekki að vera langt í að við getum sagt að vefurinn okkar verði kominn í gagnið. Fylgist með á www.gladur.is

 

 

 

Fara efst á síðu

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri