Eldri fréttir:

Fræðslustarfið í vetur

Miðvikudagur 15. desember 2010

Nú styttist í að hross verði tekin á hús og tímabært er að fara að huga að vetrarstarfi Glaðs. Hugmyndir hafa komið upp um að hafa reiðnámskeið með svipuðu sniði og var síðasta vetur, járninganámskeið, fræðslufundi um t.d. byggingadóma, litaerfðir, fóðrun reiðhrossa og kaffispjall um t.d. tannröspun og hirðingu hrossa þegar þau eru tekin á hús. Haldið verður áfram með námskeiðið varðandi knapamerkin sem ekki var unnt að klára í vor vegna hestapestarinnar.

 

Allt er þetta háð þátttöku og leitum fræðslunefnd því til félagsmanna um það hvort áhugi sé fyrir hendi að taka þátt í þessu starfi. Einnig vill nefndin biðja félaga að koma með hugmyndir að því hvað þeir myndu vilja hafa á dagskrá.

 

Endilega sendið fræðslunefndarliðum línu:
         Sigrún Hanna: sighannasig@gmail.com
         Gyða: neistih@gmail.com
         Gilbert: gilberthrappur@simnet.is

Mótadagar 2011

Þriðjudagur 15. desember 2010

Mótanefnd kom saman til fundar í dag og ákvað eftirfarandi mótadagsetningar:

 

Föstudaginn 4. febrúar – Smali í reiðhöllinni

Föstudaginn 18. febrúar – Töltkeppni í reiðhöllinni

Laugardaginn 19. mars – Vetrarleikar á keppnisvellinum

Laugardaginn 16. apríl – Hestaíþróttamót

Helgina 18. – 19. júní – Hestaþing

Hrossafræði Ingimars á Hvanneyri í forsölu

Miðvikudagur 10. nóvember 2010

Þann 6. desember nk. kemur út einstök bók, Hrossafræði Ingimars. Áhugasömum kaupendum býðst að kaupa bókina í forsölu á vef Uppheima, www.uppheimar.is , á sérstöku áskriftartilboði, aðeins kr. 4.980- (fullt verð kr. 5.980-). Sendingarkostnaður er ekki innfalinn í verði.

 

Hér er loksins komið fram alhliða upplýsinga- og fræðirit um hesta, ritað af höfundi sem býr að ómældri þekkingu og reynslu, bæði á viðfangsefni sínu og eins hinu, að miðla til annarra. Ingimar Sveinsson hefur áratugum saman viðað að sér fróðleik um hesta og hestahald og efnistök hans eru skýr og aðgengileg.

Hrossafræði Ingimars

 

Hrossafræði Ingimars er mikið og glæsilegt rit í hvívetna, enda hefur höfundurinn unnið að verkinu í áratugi og viðað að sér þekkingu og reynslu ævina alla. Bókin er 334 bls. í stóru broti og öll litprentuð. Hana prýðir aragrúi ljósmynda víðs vegar að auk fjölda skýringateikninga og taflna. Bókin á tvímælalaust erindi til allra sem yndi hafa af hestum og hestamennsku, áhugafólks jafnt sem atvinnumanna.

 

Ingimar Sveinsson á Hvanneyri er alinn upp á stórbýlinu Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði. Að loknu stúdentsprófi sigldi hann til Bandaríkjanna og lagði þar stund á háskólanám í búvísindum. Heim kominn starfaði Ingimar sem bóndi á Egilsstöðum allt þar til hann fluttist með fjölskyldu sína að Hvanneyri í Borgarfirði 1986, þar sem hann hefur starfað sem kennari og fræðari síðan.

 

Nánari upplýsingar eru í bæklingi sem opnast ef smellt er á myndina hér til vinstri, þar er einnig pöntunarseðill sem senda má sendanda að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að fylla út pöntunarseðil á vefsíðu forlagsins, www.uppheimar.is.

 

 

Hestaferðir og gisting í Seljalandi

Þriðjudagur 27. júlí 2010Smáhýsin að Seljalandi

Hjónin Ragnheiður og Níels Sigurður hafa verið að byggja upp gistaðstöðu fyrir ferðamenn að Seljalandi í Hörðudal og þau leigja þar út smáhýsi, herbergi eða tjaldaðstöðu.

 

Sjálfsagt er að vekja athygli á þessu ágæta framtaki þeirra á Seljalandi og hér er auglýsing frá þeim.

 

 

 

 

Reiðnámskeiðið

Föstudagur 16. júlí 2010

Reiðnámskeið átti að hefjast hjá félaginu á morgun. Það er lítil þátttaka ennþá og því eru þeir sem eru áhugasamir endilega hvattir til að hafa samband. Gott væri að heyra í öllum sem hafa áhuga, jafnvel þó þeir myndu vilja aðrar dagsetningar og þá væri jafnvel hægt að skipuleggja þetta upp á nýtt.

 

Hafið samband við Gyðu Lúðvíksdóttur í síma 696 7169 eða Sigrúnu Hönnu Sigurðardóttur í síma 862 5718.

Hestaþingi aflýst

Föstudagur 9. júlí 2010

Vegna hestapestarinnar hefur nú hefur verið ákveðið að aflýsa Hestaþingi Glaðs og verður því ekkert hestaþing á vegum félagsins þetta árið. Hins vegar er stefnt að einhvers konar uppákomu eða móti í seinni hluta ágúst og verður það þá auglýst þegar nær dregur.

Reiðnámskeið í júlí

Mánudagur 21. júní 2010

Fræðslunefnd hyggst standa fyrir reiðnámskeiði dagana 17. - 23. júlí næstkomandi ef næg þátttaka fæst. Kennari verður Sigvaldi Lárus Guðmundsson og kostnaður 2.000 krónur á tímann fyrir hvern þátttakanda.

 

Þátttaka tilkynnist til Gyðu Lúðvíksdóttur í síma 696 7169 eða Sigrúnar Hönnu Sigurðardóttur í síma 862 5718.

Út með hrossin!

Fimmtudagur 27. maí 2010

Nýjar upplýsingar eru nú komnar fram um kvefpest þá sem herjað hefur á hrossin í landinu í vor og gerir enn. Í ljósi þeirra eru hestamenn hvattir til að sleppa hrossum út á rúmt land eins fljótt og kostur er.

 

Þess má geta að félagar í Hestaeigendafélagi Búðardals mega sleppa sínum reiðhrossum í girðingu neðan þjóðvegar frá og með morgundeginum, föstudeginum 28. maí.

Tilkynning frá Félagi tamningamanna

Fimmtudagur 27. maí 2010

Félag tamningamanna sendi í dag frá sér eftirfarandi tilkynningu:

 

Félag tamningamanna

 

"Félag tamningamanna lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem er upp er komin varðandi smitandi kvefpest í hrossum. Þar sem ekki hefur tekist að greina veiruna eru afleiðingar pestarinnar enn óljósar og hún virðist þrálát og erfið viðureignar. Því vill Félag tamningamanna hvetja hesteigendur til að huga fyrst og fremst að velferð hrossa sinna og hafa hag hestsins ávallt að leiðarljósi.

 

FT hvetur félagsmenn sína og alla hestamenn til að fara varlega hvað þjálfun hrossa varðar og flýta sér hægt enda dæmi um hörmulegar afleiðingar ef of snemma er farið af stað. Samkvæmt siðareglum FEI, sem er alþjóðlegt stjórnvald hestaíþrótta og Landssamband hestamannafélaga er aðili að, skal velferð hestsins ætíð vera í fyrirrúmi. Í siðareglum FEI/LH segir m.a. að „á öllum stigum undirbúnings og þjálfunar keppnishrossa skal velferð hrossins hafa forgang fram yfir allt annað“ og FEI geri þær kröfur að „ allir þeir sem taka þátt í alþjóðlegum hestaíþróttum fari að siðareglum FEI og viðurkenni og virði öllum stundum að velferð hestsins skuli alltaf hafa forgang fram yfir keppnis-eða auglýsingakröfur.“  Um aðbúnað og þjálfun segir svo „Hesthús, fóðrun og þjálfun skulu uppfylla kröfur um góða meðferð hrossa og mega ekki stefna velferð þeirra í tvísýnu. Allt sem orsakað getur andlegar eða líkamlegar þjáningar, í keppni eða utan hennar verður ekki liðið“ og „Hross skulu ekki vera þjálfuð á þann hátt að það stefni líkamlegri eða andlegri getu og/eða þroska í voða.“ Þessar reglur er rétt að hafa í huga í ljósi núverandi aðstæðna og muna alltaf að hafa hagsmuni hestsins í fyrsta sæti.

 

FT hefur miklar áhyggjur af afkomu tamningamanna um þessar mundir og hvetur fólk til að huga vel að hrossum svo lágmarka megi skaðann og hægt verði að vinna sig út úr þessum vanda sem fyrst. Stjórn FT hvetur sína félagsmenn til að hafa samband og kynna sín sjónarmið þannig að stjórnina geti sem best beitt sér í þeirra þágu.


Einnig minnir Félag tamningamanna á reglur um smitvarnir, en þær má m.a. skoða á heimasíðu Matvælastofnunar, www.mast.is. Gríðarlega mikilvægt er að hestamenn sem ferðast á milli landa til vinnu eða samskipta við hross fylgi reglum um smitvarnir ítarlega. Ekki síður að hestamenn og ferðaþjónustuaðilar hér á landi fræði viðskiptavini sína um þessar reglur. Heilbrigði íslenska hrossastofnsins er í húfi.
 
Stjórn Félags tamningamanna."

Hestaþingið (Nesoddinn) verður 24. - 25. júlí

Þriðjudagur 25. maí 2010

Eins og allir hestamenn vita er mótahald almennt í uppnámi um þessar mundir vegna kvefpestar sem nú herjar á hrossin í landinu. Pestin hefur verið hér í Dölum í að minnsta kosti mánuð og lítið sem ekkert er riðið út um þessar mundir. Mótanefnd Glaðs fundaði í gærkvöldi og tók þá ákvörðun að fresta Hestaþingi Glaðs sem halda átti 19. - 20. júní næstkomandi um rúman mánuð. Mótið verður haldið dagana 24. - 25. júlí. Nánar um það þegar nær dregur.

Reiðnámskeið í sumar

Sunnudagur 9. maí 2010

Ákveðið hefur verið að halda reiðnámskeið á vegum Glaðs um miðjan júlí ef nægur áhugi er fyrir hendi. Reiðnámskeiðið verður auglýst síðar.

Unga fólkinu býðst aðstoð fyrir úrtöku

Sunnudagur 9. maí 2010

Skjöldur Orri tekur að sér að aðstoða þau börn, unglinga og ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir Landsmót í vor. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Skjöld í síma 899 2621.

Vesturlandssýningu aflýst

Fimmtudagur 6. maí 2010

Fyrirhugaðri Vesturlandssýningu í reiðhöllinni Borgarnesi 15. maí næstkomandi hefur nú verið aflýst vegna hrossapestar.

Einar Kárason í Leifsbúð 28. apríl

Þriðjudagur 27. apríl 2010

Hestamenn jafnt sem aðrir eru minntir á áhugaverðan fund Sögufélagsins í Leifsbúð annað kvöld kl. 20:00 en þar verður Einar Kárason gestur og mun fjalla um Sturlungaöldina.

Frá Hrossaræktarsambandi Dalamanna

Þriðjudagur 27. apríl 2010Þytur frá Neðra-Seli

Hrossaræktarsambandið hefur leigt tvo stóðhesta í

sumar, þá: 

    
Þyt frá Neðra-Seli, IS1999186987, kemur um 15. júní.

Þytur er vel ættaður, jafnvígur alhliðahestur, með 8,06 fyrir byggingu og 8,68 fyrir hæfileika, samt. 8,43. Nokkur afkvæmi eru sýnd og eru öll hátt dæmd, fjögur af fimm í 1. verðlaunum.
Verð 60.000 án vsk. 

                                                                            
Njáll frá Friðheimum

 

 

 

 

 

 

Njál frá Friðheimum, IS2004188439, kemur eftir Landsmót.

Njáll er einn hæst byggingardæmdi hestur á landinu, með 8,57 fyrir byggingu og 8,08 fyrir hæfileika. Hann er klárhestur með góðu tölti og verður sýndur aftur í kynbótadómi í vor.
Verð 55.000 án vsk.

 

 

Hrossaræktarsambandið kemur til með að niðurgreiða tolla undir þessa stóðhesta til félagsmanna sinna en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hve mikið. Mjög gott er að nálgast upplýsingar um þessa hesta á worldfengur.com en flestir eiga nú að hafa aðgang að honum, endilega kynnið ykkur þá. Einnig er hægt að leita upplýsinga hjá Sigga á Vatni í síma 661 0434.

 

Skemmtiferð er fyrirhuguð þann 1. maí og að þessu sinni verður farið til Reykjavíkur á stórsýningu Fáks. Farið verður af stað seinni partinn beint á sýninguna og heim að henni lokinni. Panta þarf tímanlega eða fyrir 26. apríl og það verða teknir frá miðar fyrir okkur. Verði verður stillt í hóf eða um 2.500 kr. miðinn með rútu.

 

Tekið er á móti pöntunum bæði í skemmtiferð og hjá stóðhestunum hjá:

Sigurði jökulssyni - siggijok@simnet.is - 661 0434 / 434 1350

Svanborgu Einarsdóttur - gillast@simnet.is - 895 1437 / 434 1437

Meira um reiðsýningu Glaðs

Þriðjudagur 27. apríl 2010

Það setti mikinn svip á sumardaginn fyrsta að krakkar á reiðnámskeiði hjá Glað voru með glæsilega sýningu í reiðhöllinni eftir að firmakeppni lauk. Það er ótrúlegt að sjá hvað barna- og unglingastarfið blómstrar hjá félaginu eftir að reiðhöllin var reist og er óhætt að segja að það hafi verið eins og vítamínsprauta í starfið. Um 100 manns mættu í reiðhöllina og horfðu á reiðmenn framtíðarinnar láta ljós sitt skína. Eftir að reiðsýningu lauk var öllum boðið upp á pylsur og kókómjólk í boði Glaðs og Hestaeigendafélagsins. MS Búðardal og Samkaup þökkum við sérstaklega fyrir stuðninginn. Það var gaman að sjá hesthúsahverfið iða af lífi, alls staðar voru bílar, hestakerrur og fólk á ferðinni.

Meira um firmakeppnina

Þriðjudagur 27. apríl 2010

Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardals var haldin sumardaginn fyrsta s.l. eins og þegar hefur verið greint frá. Milli 50 og 60 keppendur mættu til leiks. Knapar og áhorfendur fjölmenntu á þennan skemmtilega árvissa viðburð. Skjöldur Orri Skjaldarson stýrði keppninni úr dómpalli og í brekkunni sátu tveir kennarar með meiru sem dæmdu gripi og menn en það voru þær Freyja Ólafsdóttir og Herdís Erna Gunnarsdóttir eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Fjöldi fyrirtækja og annara velunnara keyptu firma og styrktu framtakið og þakkar Hestaeigendafélagið kærlega fyrir veittan stuðning. Í nefndinni þetta árið voru: Gunnar Örn Svavarsson, Skjöldur Orri Skjaldarson, Svala Svavarsdóttir og Þórður Ingólfsson. Úrslit keppninnar eru birt á mótasíðu Glaðs hér á vefnum.

Dómarar á firmakeppni láta ekkert fram hjá sér fara

 

Góður dagur hjá hestamönnum

Föstudagur 23. apríl 2010Gróa Margrét lagði sig

Í gær, sumardaginn fyrsta fór fram firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardals og í kjölfarið sýndu nemendur á reiðnámskeiði hjá Skildi Orra Skjaldarsyni hvað þeir hafa lært. Vel þótti til takast með daginn, það var mikil þátttaka í firmakeppninni og margt fólk á skemmtilegri sýningunni. Að endingu var boðið upp á grillaðar pylsur.

 

Í lok dags voru sumir orðnir þreyttir eins og eðlilegt er en þá nýttist aðstaðan í höllinnni ágætlega eins og sést hér á myndinni.

Dagur hestsins í Dölum

Mánudagur 19. apríl 2010

Hestamannafélagið Glaður og Hestaeigendafélag Búðardals standa sameiginlega fyrir dagskrá í hesthúsahverfinu í Búðardal á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl n.k.  Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að heimsækja hesthúsin og athafnasvæði hestamanna og fylgjast með skemmtilegri dagskrá. Einhver hesthús verða opin og er öllum velkomið að kíkja í heimsókn til okkar.

Dagskrá:

13:00 Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardal á reiðvellinum
15:30 Reiðsýning nemenda á reiðnámskeiði Glaðs í reiðhöllinni

Eftir reiðsýninguna verður pylsugrillveisla í reiðhöllinni.

 

Hestamenn hlakka til að sjá sem flesta!

Firmakeppni Hestaeigendafélagsins

Mánudagur 19. apríl 2010

Firmakeppni Hestaeigendafélagsins í Búðardal verður haldin 22. apríl, sumardaginn fyrsta.

 

Dagskráin hefst kl. 13:00 með hópreið frá hesthúsahverfinu og niður á keppnisvöllinn í Búðardal. Keppt verður í flokki polla (teymt undir), barna (13 ára og yngri), unglinga

(14-21 árs), kvenna og karla og verður tekið við skráningum á staðnum.

 

Nú ættu allir að draga fram hestagallann og skella sér á bak því þetta er mótið sem allir taka þátt í og skemmtun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Úrslit gærdagsins

Sunnudagur 18. apríl 2010

Niðurstöður íþróttamótsins í gær eru komnar inn á mótasíðuna og úrslit stigakeppninnar eru þar með. Myndir frá Tona koma seinna í dag en hér er þó strax ein.

Hestaíþróttamót Glaðs 2010

Breytt dagskrá í úrslitum

Fimmtudagur 15. apríl

Það hefur verið ákveðin breyting á áður auglýstri dagskrá hvað varðar úrslitin en hún verður svona:

 

Úrslit

Fimmgangur - Opinn flokkur

Fjórgangur - Barna- og unglingaflokkur (ríða saman í úrslitum)

Fjórgangur - Ungmennaflokkur

Fjórgangur - Opinn flokkur

Tölt - Barnaflokkur

Tölt - Unglingaflokkur

Skeið 100 m

Tölt - Ungmennaflokkur

Tölt - Opinn flokkur

Bjórkvöld í Leifsbúð

Fimmtudagur 15. apríl 2010

Það verður bjórkvöld hjá Freyju í Leifsbúð á laugardagskvöldið. Tilvalið að skella sér, hittast og spjalla saman að móti loknu.

Rásraðir á íþróttamótinu

Fimmtudagur 15. apríl 2010

Þá eru rásraðirnar klárar fyrir laugardaginn. Það verða 3 í braut samtímis í bæði fjórgangi og tölti. V. fyrir aftan hollanúmer stendur fyrir vinstri hönd og H. fyrir hægri.

 

Fjórgangur - opinn flokkur

  1. Holl 1 V. Guðmundur Margeir Skúlason og Gosi frá Lambastöðum
  2. Holl 1 V. Eyþór Jón Gíslason og Þrá frá Spágilsstöðum
  3. Holl 2 H. Halldór Sigurkarlsson og Kolfreyja frá Snartartungu
  4. Holl 2 H. Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Sóldís frá Leiðólfsstöðum
  5. Holl 2 H. Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti
  6. Holl 3 V. Sigurður Stefánsson og Fáfnir frá Þverá I
  7. Holl 3 V. Sigurður Hrafn Jökulsson og Alvar frá Vatni
  8. Holl 3 V. Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
  9. Holl 4 V. Ásberg Jónsson og Sproti frá Bakkakoti
  10. Holl 4 V. Guðbjörn Guðmundsson og Hvinur frá Magnússkógum
  11. Holl 4 V. Styrmir Sæmundsson og Freyr frá Gufudal
  12. Holl 5 V. Þórarinn Birgir Þórarinsson og Stefán frá Hvítadal
  13. Holl 5 V. Hlynur Þór Hjaltason og Baron frá Þóreyjarnúpi
  14. Holl 5 V. Sigurjón Örn Björnsson og Lauga frá Bjarnarhöfn
  15. Holl 6 V. Eyþór Jón Gíslason og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
  16. Holl 6 V. Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi

 

Fjórgangur - barnaflokkur

  1. Holl 1 H. Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Birta frá Sælingsdal
  2. Holl 2 V. Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Baldur Baldurss frá Búðardal
  3. Holl 2 V. Ida María Önnudóttir og Baldur frá Blönduhlíð
  4. Holl 2 V. Einar Hólm Friðjónsson og Gustur frá Grímstungu

 

Fjórgangur - unglingaflokkur

  1. Holl 1 V. Axel Ásbergsson og Grímur frá Vindási
  2. Holl 1 V. Þórdís Fjeldsteð og Ræll frá Hamraendum

 

Fjórgangur - ungmennaflokkur

  1. Holl 1 V. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Fljóð frá Ási 1
  2. Holl 1 V. Harpa Rún Ásmundsdóttir og Spói frá Skíðbakka 1
  3. Holl 2 H. Arnar Ásbjörnsson og Brúnki frá Haukatungu Syðri 1
  4. Holl 2 H. Aldís Hlíf Guðmundsdóttir og Gráskjóna frá Sælingsdal
  5. Holl 3 V. Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni
  6. Holl 3 V. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða
  7. Holl 4 H. Aldís Hlíf Guðmundsdóttir og Draumaseðill frá Sælingsdal

 

Fimmgangur - opinn flokkur

  1. Sigurður Hrafn Jökulsson og Gloría frá Vatni
  2. Sigurjón Örn Björnsson og Dís frá Reykhólum
  3. Randi Holaker og Skáli frá Skáney
  4. Halldór Sigurkarlsson og Nasa frá Söðulsholti
  5. Styrmir Sæmundsson og Dama frá Hamrahlíð
  6. Guðmundur Margeir Skúlason og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð
  7. Hlynur Þór Hjaltason og Hvöt frá Vörðufelli
  8. Eyþór Jón Gíslason og Grein frá Bóli
  9. Randi Holaker og Skvísa frá Skáney
  10. Styrmir Sæmundsson og Litla-Jörp frá Fremri-Gufudal
  11. Edda Sóley Kristmannsdóttir og Rigning frá Efri-Hóli
  12. Tómas Martin Bjargarson og Toppa frá Búlandi
  13. Sigurjón Örn Björnsson og Sunna frá Ólafsvík
  14. Haukur Bjarnason og Sólon frá Skáney

 

Tölt - barnaflokkur

  1. Holl 1 V. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skjólbakur frá Hvítadal
  2. Holl 1 V. Kristín Þórarinsdóttir og Kolbrá frá Hallgeirseyjarhjáleigu
  3. Holl 1 V. Einar Hólm Friðjónsson og Gustur frá Grímstungu
  4. Holl 2 H. Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Birta frá Sælingsdal
  5. Holl 2 H. Ida María Önnudóttir og Blástakkur frá Köldukinn
  6. Holl 2 H. Aron Freyr Sigurðsson og Glaumur frá Oddsstöðum I

 

Tölt - unglingaflokkur

  1. Holl 1 H. Þórdís Fjeldsteð og Ræll frá Hamraendum
  2. Holl 1 H. Axel Ásbergsson og Grímur frá Vindási
  3. Holl 2 V. Tómas Martin Bjargarson og Toppa frá Búlandi
  4. Holl 2 V. Þórdís Fjeldsteð og Móðnir frá Ölvaldsstöðum IV

 

Tölt - ungmennaflokkur

  1. Holl 1 V. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða
  2. Holl 1 V. Arnar Ásbjörnsson og Brúnki frá Haukatungu Syðri 1
  3. Holl 1 V. Harpa Rún Ásmundsdóttir og Spói frá Skíðbakka 1
  4. Holl 2 H. Aldís Hlíf Guðmundsdóttir og Gráskjóna frá Sælingsdal
  5. Holl 3 V. Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni
  6. Holl 3 V. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Fljóð frá Ási 1

 

Tölt - opinn flokkur

  1. Holl 1 V. Þórarinn Birgir Þórarinsson og Stefán frá Hvítadal
  2. Holl 1 V. Sigurjón Örn Björnsson og Sunna frá Ólafsvík
  3. Holl 1 V. Halla María Þórðardóttir og Brimar frá Margrétarhofi
  4. Holl 2 H. Guðmundur Margeir Skúlason og Gosi frá Lambastöðum
  5. Holl 2 H. Ásberg Jónsson og Flögri frá Hjarðarholti
  6. Holl 3 V. Edda Sóley Kristmannsdóttir og Rigning frá Efri-Hóli
  7. Holl 3 V. Styrmir Sæmundsson og Þoka frá Stykkishólmi
  8. Holl 3 V. Eyþór Jón Gíslason og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
  9. Holl 4 V. Sigurður Hrafn Jökulsson og Aníta frá Vatni
  10. Holl 4 V. Randi Holaker og Skáli frá Skáney
  11. Holl 4 V. Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
  12. Holl 5 V. Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Sóldís frá Leiðólfsstöðum
  13. Holl 5 V. Guðbjörn Guðmundsson og Hvinur frá Magnússkógum
  14. Holl 5 V. Þórarinn Birgir Þórarinsson og Steinn frá Hvítadal
  15. Holl 6 V. Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi
  16. Holl 6 V. Svanhvít Gísladóttir og Gnótt frá Lindarholti
  17. Holl 7 H. Guðmundur Margeir Skúlason og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð
  18. Holl 7 H. Sigurður Stefánsson og Fáfnir frá Þverá I

 

100 m flugskeið

  1. Halldór Sigurkarlsson og Þyrla frá Söðulsholti
  2. Sigurjón Örn Björnsson og Sunna frá Ólafsvík
  3. Styrmir Sæmundsson og Þoka frá Stykkishólmi
  4. Guðmundur Margeir Skúlason og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð
  5. Hlynur Þór Hjaltason og Hvöt frá Vörðufelli
  6. Harpa Rún Ásmundsdóttir og Skjóni frá Stapa
  7. Svanhvít Gísladóttir og Blakkur frá Kastalabrekku
  8. Sigurður Hrafn Jökulsson og Gloría frá Vatni
  9. Eyþór Jón Gíslason og Grein frá Bóli

Vesturlandssýning í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi

Miðvikudagur 14. apríl 2010

Hestamannafélögin á Vesturlandi hafa ákveðið að halda Vesturlandssýningu í reiðhöllinni í Borgarnesi 14. og 15. maí næstkomandi, en sýningar af þessu tagi voru haldnar á höfuðborgarsvæðinu hér á árum áður.

 

Á sýningunni verður m.a. sýnt tölt, fimmgangur, fjórgangur, kynbótahross og atriði frá hestamannafélögunum á svæðinu. Börn og unglingar munu líka koma fram. Sýningin er í undirbúningi um þessar mundir og viljum við benda á að allar tillögur um atriði á sýningunni eða fyrirkomulag hennar eru vel þegnar og má hafa samband við Ámunda Sigurðsson (amundi@isl.is eða 892 5678), Baldur í Múlakoti (baldur@vesturland.is eða 895 4936), Kari Berg (karisiggi@visir.is eða 868 1926) eða Stefán í Skipanesi (stefan@hroar.is eða 897 5194).

 

Þegar nær dregur sýningu má finna nánari upplýsingar á vef reiðhallarinnar í Borgarnesi www.reidholl.is

Staðan í stigakeppninni

Mánudagur 12. apríl 2010

Nú er aðeins eitt mót eftir í stigakeppni vetrarins og því fróðlegt að kíkja á stöðuna. Hér er listi yfir þá efstu í hverjum flokki og samanlagðar einkunnir þeirra hingað til:

 

Barnaflokkur:

  1. Einar Hólm Friðjónsson með 28
  2. Kristín Þórarinsdóttir með 21
  3. Elísa Katrín Guðmundsdóttir með 16

 

Unglingaflokkur:

1-2. Ágústa Rut Haraldsdóttir með 10

1-2. Tómas Martin Bjargarson með 10

 

Ungmennaflokkur:

  1. Signý Hólm Friðjónsdóttir með 28
  2. Heiðrún Sandra Grettisdóttir með 26
  3. Aldís Hlíf Guðmundsdóttir með 18

 

Opinn flokkur:

  1. Styrmir Sæmundsson með 40
  2. Svanhvít Gísladóttir með 37
  3. Eyþór Jón Gíslason með 28
  4. Sigurður Hrafn Jökulsson með 23
  5. Guðbjörn Guðmundsson með 21

Opið íþróttamót Glaðs 17. apríl

Fimmtudagur 8. apríl 2010

Íþróttamót Glaðs verður haldið í Búðardal 17. apríl. Dagskrá hefst kl. 10:00.

 

Dagskrá:  (háð nægri þátttöku í öllum flokkum)

Forkeppni

Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur
Fimmgangur: Opinn flokkur
Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Úrslit

Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: Opinn flokkur

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

100 m skeið: Opinn flokkur

 

Skráningar fara fram hjá:
Þórði s: 434 1171, netfang: thoing@centrum.is

Svölu s: 434 1195, netfang: budardalur@simnet.is

Herdísí s: 434 1663, netfang: brekkuhvammur10@simnet.is

Tekið er við skráningum til miðvikudagsins 14. apríl. 

 

Athugið! Ekki verður tekið við skráningum eftir miðvikudag. Á fimmtudeginum 15. apríl verða ráslistar birtir hér á vef Glaðs.

 

Skráningargjald er 1.000 kr. í hvern flokk.

 

Knapafundur í reiðhöllinni klukkan 9:15

 

Verðlaun verða afhent fyrir samanlagða stigakeppni vetrarins í öllum flokkum.

 

Bikarhafar frá því í fyrra eru minntir á að skila íþróttabikurum til Einars fyrir mót!

Aðalfundurinn

Föstudagur 26. mars 2010

Aðalfundurinn var í fyrrakvöld og nú er fundargerðin komin á fundasíðuna og búið er að uppfæra upplýsingar um stjórn og nefndir hér á vefnum til samræmis við þær kosningar sem fram fóru á fundinum.

Unga fólkið afhendir verðlaun á Landsmóti

Miðvikudagur 24. mars 2010

Unga fólkið hvatt til að þátttöku í verðlaunaafhendingu á Landsmóti í sumar!

 

Landsmót hestamanna sem haldið verður í Skagafirði dagana 27.  júní - 4. júlí hefur óskað eftir samstarfi við æskulýðsnefndir hestamannafélaga landsins í þeim tilgangi að virkja ungmenni og unglinga við verðlaunaafhendingu á mótinu.

 

Mælst er til að unga fólkið skarti félagsbúningi sínum við afhendinguna og geta áhugasamir haft samband við æskulýðsnefndir hestamannafélaganna en einnig er hægt að senda póst á  landsmot@landsmot.is. Í póstinum þarf að koma fram nafn og aldur ásamt upplýsingum um hvaða hestamannafélagi viðkomandi tilheyrir.

Aðalfundur í kvöld

Miðvikudagur 24. mars 2010

Minnt er á aðalfund félagsins í Leifssafni í kvöld, fundurinn hefst kl. 20:30.

Úrstlit vetrarleika

Laugardagur 20. mars 2010

Seinni vetrarleikar Glaðs í ár fóru fram í dag og úrslitin eru komin á mótasíðuna.

Rásraðir á vetrarleikum

Fimmtudagur 18. mars 2010

Búið er að raða í rásraðir fyrir vetrarleika laugardagsins:

 

Fjórgangur - opinn flokkur

  1. Holl 1 - Guðbjörn Guðmundsson og Hvinur frá Magnússkógum
  2. Holl 1 - Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Fljóð frá Ási 1
  3. Holl 2 - Aldís Hlíf Guðmundsdóttir og Gráskjóna frá Sælingsdal
  4. Holl 2 - Styrmir Sæmundsson og Freyr frá Fremri-Gufudal
  5. Holl 3 - Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti
  6. Holl 3 - Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni
  7. Holl 4 - Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi
  8. Holl 4 - Halldór Gunnarsson og Þóradóra frá Gilsfjarðarmúla
  9. Holl 5 - Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Glaður frá Flögu

 

Tölt - barnaflokkur

  1. Holl 1 - Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skjólbakur frá Hvítadal
  2. Holl 1 - Kristín Þórarinsdóttir og Kolbrá frá Hallgeirseyjarhjáleigu
  3. Holl 2 - Einar Hólm Friðjónsson og Gustur frá Grímstungu
  4. Holl 2 - Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Birta frá Sælingsdal
  5. Holl 3 - Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Blossi frá Hoftúnum
  6. Holl 3 - Hlynur Snær Sæmundsson og Skjóni frá Selkoti

 

Tölt - unglingaflokkur

  1. Tómas Marteinn Bjargarson og Riddari frá Enni

 

Tölt - ungmennaflokkur

  1. Holl 1 - Heiðrún Sandra Grettisdóttirog Glaður frá Flögu
  2. Holl 1 - Aldís Hlíf Guðmundsdóttir og Gráskjóna frá Sælingsdal
  3. Holl 2 - Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni
  4. Holl 2 - Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Fljóð frá Ási 1

 

Tölt - opinn flokkur

  1. Holl 1 - Þórarinn Birgir Þórarinsson og Stefán frá Hvítadal
  2. Holl 1 - Guðbjörn Guðmundsson og Hvinur frá Magnússkógum
  3. Holl 2 - Svanhvít Gísladóttir og Gnótt frá Lindarholt
  4. Holl 2 - Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Kjarni frá Eyri
  5. Holl 3 - Styrmir Sæmundsson og Litla-Jörp frá Fremri-Gufudal

 

100 m skeið - opinn flokkur

  1. Halldór Gunnarsson og Glampi frá Gilsfjarðarmúla
  2. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa

Aðalfundur 24. mars

Þriðjudagur 16. mars 2010

Aðalfundur Hestamannafélagsins Glaðs verður haldinn í Leifsbúð í Búðardal miðvikudaginn 24. mars. Fundurinn hefst kl. 20:30.

 

Dagskrá skv. lögum félagsins:

  1. Kosning starfsmanna fundarins
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
  3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  5. Reikningar bornir undir atkvæði
  6. Kosningar skv. 6. grein laga félagsins:
    1. ritari, gjaldkeri og varamenn þeirra til 3 ára
    2. skoðunarmaður reikninga (annar tveggja) til 2 ára
    3. fulltrúar á sambandsþing UDN
  7. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar
  8. Ákvörðun árgjalds
  9. Önnur mál

 

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í umræðu um félagið sitt og starfsemi þess.

Vetrarleikar 20. mars

Föstudagur 11. mars 2010

Seinni vetrarleikar ársins verða haldnir í Búðardal laugardaginn 20. mars og hefjast kl. 13:00.

 

Dagskrá (háð nægri þátttöku í öllum flokkum):
Forkeppni

Fjórgangur: opinn flokkur

Tölt: barna-, unglinga- ungmenna- og opinn flokkur

Úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur

Fljúgandi skeið 100 m
Tölt: barna-, unglinga- ungmenna- og opinn flokkur

 

Skráningum skal lokið miðvikudagskvöldið 17. mars hjá:
Herdísi í síma: 434 1663 eða á netfangið: brekkuhvammur10@simnet.is

Svölu í síma: 434 1195 eða á netfangið: budardalur@simnet.is

Þórði í síma: 434 1171 eða á netfangið: thoing@centrum.is

 

Við skráningu þarf kennitölu knapa og skráningarnúmer hests.

Skráningargjald er 1.000 kr. í hvern flokk fyrir fyrstu skráningu knapa en 500 kr. eftir það.

Aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.

 

Ákveðið hefur verið að tvö hross verði inná í allri forkeppni í öllum flokkum og greinum. Eins og áður þegar slíkt er gert er riðið eftir fyrirmælum þular. Í fjórgangi þarf að sýna gangtegundir í eftirfarandi röð: hægt tölt, brokk, fet, stökk og yfirferðartölt. Í tölti er sýndur einn hringur hægt tölt, einn hringur með hraðabreytingum og einn hringur yfirferð.

 

Kaffisala verður í reiðhöllinni!

Reiðnámskeið í Söðulsholti

Miðvikudagur 24. febrúar 2010

Helgina 27.-28. febrúar verður Maggi Lár með reiðnámskeið hjá Dóra og Iðunni í Söðulsholti. Námskeiðið kostar 20.000 krónur og innifalið er geymsla fyrir hrossin, hádegismatur og kökur og kaffi báða dagana. Áhugasamir geta sent póst á sodulsholt@sodulsholt.is eða haft samband í síma 899 5625 (Dóri). Endilega hafið samband sem fyrst ef þið hafið áhuga. Sjá einnig www.sodulsholt.is.

Samkeppni um nafn á reiðhöllina í Borgarnesi

Miðvikudagur 24. febrúar 2010

Ákveðið hefur verið að formleg vígsla reiðhallarinnar við Vindás í Borgarnesi fari fram sunnudaginn 7. mars næstkomandi. Í aðdraganda vígslunnar hefur einnig verið ákveðið að fram fari samkeppni um nafn á húsið. Nafnanefndin er skipuð þeim Kristjáni Gíslasyni formanni, Sigurði Oddi Ragnarssyni og Magnúsi Magnússyni. Verðlaun verða veitt fyrir tillögu að nafni sem valið verður. Ef fleiri en ein tillaga berst um sama nafnið, verður dregið um vinningshafa. Nafnanefndin hvetur íbúa á svæðinu, hestamenn og vestlendinga nær og fjær til að senda inn tillögur að nafni. Þær skulu annað hvort vera póstlagðar í lokuðu umslagi á formann dómnefndar: Kristján Gíslason, Súlukletti 3, 310 Borgarnesi eða sendar á tölvupósti á: kristgis@grunnborg.is (gott að merkja í efnislínu “Tillaga að nafni”). Tillögur þurfa að hafa borist til formanns nafnanefndar fyrir nónbil þriðjudaginn 2. mars 2010.

Úrslit vetrarleika

Sunnudagur 21. febrúar 2010

Úrsit vetrarleikanna eru á mótasíðunni.

Rásraðir

Laugardagur 20. febrúar 2010

Rásraðir á fyrri vetrarleikunum eru þessar:

Fjórgangur - opinn flokkur

  1. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Fljóð frá Ási 1
  2. Edda Sóley Kristmannsdóttir og Rigning frá Efra-Hóli (gestur)
  3. Skjöldur Orri Skjaldarson og Kjarni frá Eyri
  4. Viðar Þór Ólafsson og Rák frá Leikskálum
  5. Eyþór Jón Gíslason og Meitill frá Spágilsstöðum
  6. Sigurður Hrafn Jökulsson og Gloría frá Vatni
  7. Margrét Guðbjartsdóttir og Næk frá Miklagarði
  8. Þórarinn Birgir Þórarinsson og Stefán frá Hvítadal
  9. Guðbjörn Guðmundsson og Hvinur frá Magnússkógum
  10. Randi Holaker og Skvísa frá Skáney (gestur)
  11. Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi
  12. Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti
  13. Einar Jón Geirsson og Kolsskör frá Magnússkógum
  14. Halla María Þórðardóttir og Brimar frá Margrétarhofi (gestur)
  15. Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni
  16. Randi Holaker og Skáli frá Skáney (gestur)

 

Tölt - barnaflokkur

  1. Holl 1 - Björgvin Óskar Ásgeirsson og Baldur frá Blönduhlíð
  2. Holl 1 - Kristín Þórarinsdóttir og Kolbrá frá Hallgeirseyjarhjáleigu
  3. Holl 2 - Einar Hólm Friðjónsson og Gustur frá Grímstungu
  4. Holl 2 - Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skjólbakur frá Hvítadal
  5. Holl 3 - Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Gráskjóna frá Sælingsdal

 

Tölt - ungmennaflokkur

  1. Holl 1 - Aldís Hlíf Guðmundsdóttir og Birta frá Sælingsdal
  2. Holl 1 - Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Fljóð frá Ási 1
  3. Holl 2 - Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni

 

Tölt - opinn flokkur

  1. Holl 1 - Margrét Guðbjartsdóttir og Næk frá Miklagarði
  2. Holl 1 - Guðbjörn Guðmundsson og Hvinur frá Magnússkógum
  3. Holl 2 - Eyþór Jón Gíslason og Nn frá Stóra-Vatnshorni
  4. Holl 2 - Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi
  5. Holl 3 - Svanhvít Gísladóttir og Gnótt frá Lindarholti
  6. Holl 3 - Edda Sóley Kristmannsdóttir og Rigning frá Efra-Hóli (gestur)
  7. Holl 4 - Þórarinn Birgir Þórarinsson og Stefán frá Hvítadal
  8. Holl 4 - Sigurður Hrafn Jökulsson og Snjall frá Vatni
  9. Holl 5 - Einar Jón Geirsson og Kolsskör frá Magnússkógum
  10. Holl 5 - Skjöldur Orri Skjaldarson og Kjarni frá Eyri
  11. Holl 6 - Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti
  12. Holl 7 - Randi Holaker og Skáli frá Skáney (gestur)
  13. Holl 8 - Styrmir Sæmundsson og Dama frá Hamrahlíð
  14. Holl 8 - Eyþór Jón Gíslason og Meitill frá Spágilsstöðum

 

100 m skeið - opinn flokkur

  1. Sigurður Hrafn Jökulsson og Gloría frá Vatni
  2. Eyþór Jón Gíslason og Grein frá Bóli
  3. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa

Vetrarleikar 20. febrúar

Sunnudagur 14. febrúar 2010

Fyrri vetrarleikar ársins verða haldnir í Búðardal laugardaginn 20. febrúar og hefjast kl. 13:00.

 

Dagskrá (háð nægri þátttöku í öllum flokkum):
Forkeppni

Fjórgangur: opinn flokkur

Tölt: barna-, unglinga- ungmenna- og opinn flokkur

Úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur

Fljúgandi skeið 100 m
Tölt: barna-, unglinga- ungmenna- og opinn flokkur

 

Skráningum skal lokið miðvikudagskvöldið 18. febrúar hjá:
Herdísi í síma: 434 1663 eða á netfangið: brekkuhvammur10@simnet.is

Svölu í síma: 434 1195 eða á netfangið: budardalur@simnet.is

Þórði í síma: 434 1171 eða á netfangið: thoing@centrum.is

Við skráningu þarf kennitölu knapa og skráningarnúmer hests. Skráningargjald er 1.000 kr. í hvern flokk fyrir fyrstu skráningu knapa en 500 kr. eftir það. Aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.

 

Ef það verða 15 skráningar eða fleiri í flokk þá verða B-úrslit.

Knapafundur verður í hesthúsahverfinu klukkan 12:45 á mótsdegi.

"Ung á uppleið" í Borgarnesi

Mánudagur 8. febrúar 2010

Í samvinnu við unga og efnilega reiðkennara stendur Félag tamningamanna fyrir sýnikennslu í reiðhöllinni í Borgarnesi þriðjudaginn 9. febrúar kl. 20:00. Haukur Bjarnason, Heiða Dís Fjeldsted og Randi Holaker sýna okkur þeirra vinnubrögð við þjálfun hrossa. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa útskrifast nýlega með góðum árangri frá Reiðkennaradeild Háskólans á Hólum.

 

Aðgangseyri er stillt í hóf og kostar einungis kr 1.000. Frítt er fyrir skuldlausa FT félaga. Rekstrarnefnd reiðhallarinnar mun svo sjá um veitingasölu.

 

Félag tamningamanna vonast til að sjá sem flesta mæta.

KB mótaröðin í Borgarnesi

Föstudagur 5. febrúar 2010

KB mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borgarnesi með bæði liða- og einstaklingskeppni og hefst 13. febrúar. Sjá nánar í þessari auglýsingu frá Faxa og Skugga. Ef einhverjir Glaðsfélagar hafa áhuga á liðakeppni en eru of fáir í lið ættu þeir að hafa samband við Eyþór formann sem mun þá reyna að leiða menn saman í lið.

Knapi ársins 2009

Laugardagur 30. janúar 2010

Á smalakeppninni í reiðhöllinni gær var gert opinbert val stjórnar Glaðs á knapa ársins 2009. Það var Skjöldur Orri Skjaldarson sem hlaut titilinn og fékk hann afhentan bikar í tilefni þess.

Úrslit Smalans

Laugardagur 30. janúar 2010

Það var góð þátttaka í Smalanum í gær og mjög góð stemning í reiðhöllinni. Úrslitin eru komin á mótasíðu okkar. Það er ástæða til að benda á vísu sem Björn Stefán Guðmundsson sendi mótshöldurum en hún er birt með niðurstöðum mótsins.

Knapi ársins 2009 kynntur á Smalanum

Mánudagur 25. janúar 2010

Haldinn var fundur í stjórn Glaðs í gærkvöldi þar sem valinn var knapi ársins 2009 hjá félaginu. Ákveðið var að kunngera valið á smalakeppninni í reiðhöllinni næstkomandi föstudag og fær þá viðkomandi afhenta viðurkenningu. Þess má geta að það virðist vera mikill áhugi á smalanum og stefnir í mikla þátttöku og góða stemningu.

Smali 29. janúar

Laugardagur 23. janúar 2010

Stærri mynd ef smellt erÞá er komið að fyrsta móti ársins! Við ætlum að byrja árið með keppni í Smala í Reiðhöll Glaðs í Búðardal. Keppnin fer fram föstudaginn 29. janúar og hefst stundvíslega klukkan 18:00.

 

Brautin verður í svipuðum dúr (ekki endilega nákvæmlega eins þó) og sést á myndinni hér til hliðar (smellið til að sjá stærri mynd). Brautin verður tilbúin og opin öllum til æfinga fimmtudaginn 28. janúar klukkan 10:00 og verður hægt að æfa sig til klukkan 17:00 á keppnisdag.

 

Reglur keppninnar:

  1. Riðnar eru tvær umferðir og ræður betri tími.
  2. 5 efstu einstaklingar komast í úrslit, þar sem riðin er ein umferð og tími í úrslitum ræður sætaröðun.
  3. Ef keila er felld eða rekist er í hlið þá bætast 4 sekúndur við tímann. Að sleppa hliði gefur er 8 sek. refsingu.
  4. Allur hefðbundinn reiðbúnaður er leyfilegur.
  5. Allir keppendur skulu vera með hjálm og hafa hann spenntan.

 

Hvetjum alla til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni.

 

Dagskrá:

Forkeppni: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Úrslit: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

 

Skráningar fara fram hjá:

Þórði: s. 434 1171, netfang thoing@centrum.is

Svölu: s. 434 1195, netfang budardalur@simnet.is

Herdísi: s. 434 1663, netfang brekkuhvammur10@simnet.is

Tekið er við skráningum til klukkan 12:00 föstudaginn 29. janúar. Skráningargjald er 500 kr. en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.

 

Veitingasala á staðnum.

Opin reiðhallarmót með liðakeppni í Borgarnesi

Laugardagur 23. janúar 2010

Nú er unnið að því að fram fari í vetur opin liðakeppni í reiðhöllinni í Borgarnesi. Keppt verður þá líklega í tölti, fjórgangi og fimmgangi á mótaröð sem sennilega myndi hefjast 13. febrúar. Það verða nánari fréttir að hafa af þessu fljótlega (fylgist með hér og á vef Skugga) en nú þegar er um að gera að fara að huga að því að skipa sér í lið.

Stigakeppni vetrarins

Laugardagur 23. janúar 2010

Sú breyting hefur verið gerð á stigakeppninni að nú fá átta efstu knapar í forkeppni stig með eftirfarandi hætti: 1. sæti 10 stig, 2. sæti 8 stig, 3. sæti 6 stig, 4. sæti 5 stig, 5 sæti 4 stig o.s.frv. Þau mót sem telja í stigakeppninni eru Smali, Vetrarleikar 1 og 2 og Íþróttamótið. Í lokin verða veitt verðlaun fyrir samanlagðan stigameistara í öllum flokkum.

Nýr vefur Skugga

Föstudagur 22. janúar 2010

Hestamannafélagið Skuggi í Borgarnesi hefur komið sér upp nýjum vef, hmfskuggi.is og óskum við nágrönnum okkar og vinum í Skugga til hamingju með vefinn. Að sjálfsögðu setjum við tengil til þeirra í okkar tenglasafn hér til hægri. Einnig er rétt að benda á að reiðhöllin í Borgarnesi er með sérstakan vef, reidholl.is og er einnig kominn tengill þangað hér á vefinn.

 

Full ástæða er fyrir félaga í Glað að fylgjast með fréttum og upplýsingum á báðum þessum vefsvæðum.

Reiðnámskeiðið hefst á mánudag

Föstudagur 15. janúar 2010

Námskeiðið hefst mánudaginn 18. janúar eins og búið var að auglýsa og verður fyrsti tíminn haldinn í Auðarskóla, grunnskólanum í Búðardal kl. 17:00. Rætt verður m.a. um knapamerkjakerfið og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta á þennan fyrsta fyrirlestur, einnig þeir sem ekki hafa tekið ákvörðun um þátttöku á námskeiðinu.

800 reiðslóðir í vefbanka Jónasar Kristjánssonar

Föstudagur 15. janúar 2010

Vefur Jónasar KristjánssonarJónas Kristjánsson sendi fyrir nokkrum dögum frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að reiðleiðabanki hans á www.jonas.is hefur verið aukinn og endurbættur og að þar eru nú 800 reiðslóðir. Viðbæturnar eru m.a. úr Dölum og að hluta fengnar af vef okkar Glaðsmanna. Það er rík ástæða til að fagna framtaki Jónasar og vekja athygli hestaferðafólks á því. Við hjá Glað fögnum því auðvitað sérstaklega að okkar vinna við skráningu reiðleiða skuli koma þarna að gagni enda viljum við sjá að gögn okkar nýtist sem flestum.

 

Á vef Jónasar er nú að finna langstærsta safn reiðleiða á landinu og án efa þótt víðar væri leitað. GPS gögn eru þarna aðgengileg og niðurhalanleg. Við hvetjum því þá sem eru að huga að hestaferðum og skipuleggja þær til að skoða vef Jónasar. Við hvetjum líka þá sem ferðast á hestum og hafa GPS tæki meðferðis til að senda Jónasi (jonas@hestur.is) ferla því enn vantar mikið af leiðum víða af landinu. Sömuleiðis minnum við á að ef ferðalögin snerta Dalina viljum við gjarna fá ferla senda til okkar líka (thoing@centrum.is).

Reiðnámskeið í vetur

Fimmtudagur 7. janúar 2010

Tvö reiðnámskeið eru í bígerð hjá Glað í vetur, hvort með sínu sniði:

 

  1. Skjöldur Orri Skjaldarson verður kennari á námskeiði sem hefst 18. janúar og áætlað er að standi til vors. Kennt verður 1 skipti í viku, á mánudögum. Námskeiðsgjaldið er kr. 10.000 en veittur verður afsláttur fyrir systkyni á barna- og unglingaaldri. Þátttakendum 12 ára og eldri stendur til boða að taka próf til 1. stigs knapamerkja en námskeiðið er þó alls ekki eingöngu ætlað þeim sem það vilja. Fyrsti tíminn, þann 18. janúar verður bóklegur og um leið upplýsingafundur þar sem foreldrar eru velkomnir með börnum sínum til að fræðast m.a. um knapamerkjakerfið. Skráningar á námskeiðið berist til Gilberts Elíssonar í síma 894 1249 eða á gilberthrappur@simnet.is.

 

  1. Stefnt er að því að Reynir Örn Pálmason, reiðkennari komi hér 2svar í mánuði í vetur og verði með reiðkennslu og leiðbeiningar ef næg þátttaka fæst. Eyþór Gíslason gefur allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag þessa námskeiðs en áhugasamir þurfa að hafa samband við hann fyrir 15. janúar í síma 898 1251.

Mótadagar Glaðs

Fimmtudagur 7. janúar 2010

Þessi mót hafa verið ákveðin á vegum Glaðs á þessu keppnisári:

Vinnuframlag við reiðhallarbyggingu

Miðvikudagur 6. janúar 2010

Þeir sem lagt hafa fram vinnu sína við byggingu reiðhallarinnar eru beðnir um að skila inn til Eyþórs yfirliti yfir vinnuframlag sitt fram að síðustu áramótum.

Gjaldskrá reiðhallarinnar

Miðvikudagur 6. janúar 2010

Stjórn Nesodda ehf. hefur ákveðið eftirfarandi gjaldskrá fyrir reiðhöllina í Búðardal:

 

Ársaðgangur fyrir einn fullorðinn: 15.000 kr.
Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu: 7.000 kr.
Börn og unglingar (17 ára á árinu og yngri): frítt
Aðgangur í eitt skipti: 500 kr.
Dagsleiga fyrir viðburði: 37.000 kr.

Virðisaukaskattur er innifalinn í öllum upphæðum.

Einnig er hægt að bóka fasta tíma fyrir íþróttaæfingar og þess háttar.

 

Þeir sem vilja nýta sér reiðhöllina þurfa að hafa samband við Eyþór Jón Gíslason í síma 898 1251.

 

Eldri fréttir

Fréttir frá 2009

Fréttir frá 2008

Fréttir frá 2007

Fréttir frá 2006

Fréttir frá 2005

 

 

 

Fara efst á síðu

 

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri