Eldri fréttir:

Uppskeruhátíð hestamanna - miðasölu lýkur 6. janúar!

Sunnudagur 28. desember 2014

Gullhamrar í GrafarholtiGullhamrar í Grafarholti

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin á Gullhömrum í Grafarholti 10. janúar næstkomandi. Gullhamrar er einn glæsilegasti veitinga- og veislustaður á landinu í dag og ætti því enginn að láta sig vanta á þessa frábæru hátíð okkar. Dagskráin verður með sama móti og venjulega. Verðlaunaafhendingin verður á sínum stað, dýrindis þriggja rétta máltíð og að sjálfsögðu dönsum við saman langt fram eftir nóttu eins og okkur hestamönnum er einum lagið.

Viðburðinn er hægt að finna á facebook: https://www.facebook.com/events/395865530579934/

Hinn þjóðþekkti sjónvarpsmaður Gísli Einarsson verður veislustjóri og svo mun hljómsveitin Rokk halda uppi fjörinu en í henni eru þeir:
Hreimur Örn - gítar og söngur

Pálmi Sigurhjartarson - píanó og söngur

Benedikt Brynleifsson - trommur

Róbert Þórhallsson - bassi

Vignir Snær - gítar og söngur

Þriggja réttar máltíðin verður með glæsilegu móti:
Forréttur - Austurlensk sjávarréttasúpa með karrí og kókos
Aðalréttur - Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu
Ábætisréttur - Suðrænn kókosdraumur með berjablöndu og crumble.

Ekki láta þig vanta á eina glæsilegustu uppskeruhátíð til þessa! Fyrstir koma fyrstir fá!

Miðasalan fer fram á gullhamrar@gullhamrar.is eða í síma 517 9090. Miða- og borðapantanir verða til kl. 18, þriðjudaginn 6. janúar.
Miðar verða afhentir miðvikudaginn 7. janúar í Gullhömrum.

Verð: 9.600 kr.
Selt inn á dansleik frá 23.30. Verð 2.500 krónur.

Gestir þurfa að senda kvittun á gullhamrar@gullhamrar.is og þá verður tekið frá borð á þeirra nafni.

Borðaröðun fer fram þegar miðasölu lýkur!

Folaldasýning í reiðhöllinni

Miðvikudagur 12. nóvember 2014

Eins og komið hefur fram mun Hrossaræktarsamband Dalamanna standa fyrir folaldasýningu í Nesoddahöllinni í Búðardal á laugardaginn 15. nóvember. Fyrirframskráning folalda er æskileg en ekki endilega nauðsynleg, skráningin er hjá Sigurði á Vatni á netfangið siggijok@simnet.is.

Skráning og þátttaka er kostnaðarlaus.

 

Hrossaræktendur og folaldaeigendur eru hvattir til að taka þátt og sýna folöld sín.

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi 15. nóvember

Þriðjudagur 28. október 2014

Laugar í Sælingsdal

 

Nú er ljóst að fjörið byrjar fyrir hádegi á laugardeginum 15. nóvember því þá verður Hrossaræktarsamband Dalamanna með folaldasýningu í reiðhöllinni í Búðardal. Svo verður stuttur tími til að fá sér næringu áður en við höldum inn að Laugum.

 

Dagskráratriðin verða þessi:

Folaldasýning Hrossaræktarsambands Dalamanna í reiðhöllinni í Búðardal kl. 11:00
Hótelgestir velkomnir að Laugum frá kl. 14:00
Söguganga kl. 15:30
Sundlaugin opin fyrir veislugesti kl. 17-19
Íþróttahúsið opið fyrir alls kyns sprikl
Borðtennis- og billjardaðstaða
Borðhald hefst kl. 20:00
Gunnar Björnsson, veislukokkur reiðir fram:
blandaða sjávarrétti á salatbeði í forrétt og lambafillet og kjúklingabringu í aðalrétt
Veislustjóri: Lárus Ástmar Hannesson
Skemmtiatriði
Hljómsveitin B4 frá Búðardal leikur fyrir dansi

 

Verð: 5.500 kr. fyrir mat og dansleik
Gisting: Sjá hér neðar á síðunni. Það er að verða fullt í gistingu í betri herbergin en ódýrari gisting er enn á boðstólum. Verðin þar skýrast á næstunni.

 

Við pöntunum taka:
Eyþór Jón Gíslason, 898 1251, brekkuhvammur10@simnet.is

Þórður Ingólfsson, 893 1125, thoing@centrum.is
Pantið endilega sem fyrst en í síðasta lagi þriðjudaginn 11. nóvember

 

Athugið að ekki verða vínveitingar á staðnum.

Sýnikennsla í heitjárningum á Mið-Fossum

Mánudagur 20. október 2014

Hestamannafélagið Grani

Á miðvikudaginn næsta, 22. október, ætlar Íslandsmeistarinn í járningum, Gunnar Halldórsson í samstarfi við hestamannafélagið Grana að halda sýnikennslu í heitjárningum á Mið-Fossum í Borgarfirði. Gunnar ætlar að leyfa áhorfendum að líta aðeins inní heim heitjárninga. Þetta er kjörið tækifæri fyrir hinn almenna hestamann til að öðlast meiri skilning á bæði heitjárningum og járningum almennt. Sýnikennslan hefst kl. 20:00 og það kostar 500 krónur inn. Sjoppa er á staðnum.

 

 

 

Sýnikennsla á Miðfossum

Fimmtudagur 2. október 2014Hestamannafélagið Grani

Hestamannafélagið Grani, í samstarfi við Sigvalda Lárus Guðmundsson reiðkennara, ætlar að hafa sýnikennslu á Mið-Fossum í Borgarfirði miðvikudaginn 8. október næstkomandi. Farið verður yfir þá þætti sem helst ber að hafa í huga þegar taka á hross inn snemma vetrar og hefja þjálfun. Sigvaldi er þekktur þjálfari, sýnandi og reiðkennari frá Hólaskóla og verður því spennandi að sjá hans nálgun á þessum málum.

 

Sýnikennslan hefst kl 20:00. Það kostar litlar 500 krónur inn. Sjoppa verður á staðnum (seldar pizzur í hléi).

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi

Sunnudagur 28. september 2014

Laugum í Sælingsdal 15 . nóvember

Laugardaginn 15. nóvember næstkomandi ætla hestamenn af öllu Vesturlandi að hópast að Laugum í Sælingsdal til að gera sér glaðan dag. Dagskrá eftir hádegið á laugardeginum er í vinnslu og verður auglýst síðar en þó má nefna að hægt verður að komast í sund og að nota íþróttahúsið.

 

Veislumatseðill að hætti Gunnars Björnssonar:

Forréttur: Blandaðir sjávarréttir á salatbeði

Aðalréttur: Lambafillet - kjúklingabringa

 

Veislustjóri: Lárus Ástmar Hannesson

 

Hljómsveitin B4 leikur fyrir dansi

 

Helstu verð:

Matur og dansleikur: 5.500 kr.

Gisting í 2 manna herbergi: 5.500 kr. á mann

Gisting í 1 manns herbergi: 8.000 kr.

Ódýrari gisting verður einnig í boði (wc frammi á gangi) og jafnvel gisting í óuppbúnum rúmum eftir því hvernig eftirspurnin verður.

Morgunverður: 1.500 kr.

 

Pantanir:

Eyþór Jón Gíslason, brekkuhvammur10@simnet.is eða 898 1251

Þórður Ingólfsson, thoing@centrum.is eða 893 1125

Það er um að gera að panta sem fyrst en pantanir þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 11. nóvember.

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi 15. nóvember

Fimmtudagur 4. september 2014

Laugardaginn 15. nóvember næstkomandi ætla hestamenn á Vesturlandi að hópast að Laugum í Sælingsdal til að gera sér glaðan dag. Þar verður dagskrá frá því fljótlega upp úr hádegi með fróðleik og afþreyingu. Hægt verður að nýta sundlaugina, íþróttahúsið og aðra aðstöðu sem fyrir hendi er að Laugum. Um kvöldið verður kvöldverður, skemmtidagskrá, tónlist og dans.

 

Nóg gistirými er að Laugum fyrir þá sem það vilja, bæði fullbúin hótelherbergi og svefnpokapláss. Hægt verður að fá morgunverð á sunnudagsmorgninum.

 

Allt verður þetta auglýst mikið betur innan fárra vikna en undirbúningur er í fullum gangi. Nú þegar er um að gera að taka helgina frá fyrir góða samveru með nágrannafélögum okkar. Einnig væri gott ef þið, hestamenn í Dölum og á Vesturlandi öllu, vilduð vera duglegir að tala sem mest um þessa skemmtun hver við annan svo að stemning skapist fyrir góðri mætingu.

Mat á beitarlandi

Fimmtudagur 28. ágúst 2014

Haustin eru góður tími til þess að meta ástand beitarlanda. Þá er hægt að meta hvaða áhrif sumarbeitin, og eftir atvikum beit liðinna ára, hefur haft á beitarlandið. Þrír bæklingar sem Landgræðslan hefur gefið út geta komið að notum í þessu sambandi. Þetta eru Sauðfjárhagar, Hrossahagar og Fróðleiksmolar um hrossabeit.

Kerrupróf - BE réttindi

Þriðjudagur 19. ágúst 2014

Til að aka með stærri vagna þarf að afla sér BE réttinda en til þess þurfa viðkomand að vera orðin 18 ára og vera kominn með fullnaðarökuskírteini. Símenntunarmiðstöð Vesturlands hyggst nú bjóða upp á nám til þessara réttinda í Borgarnesi í október og ber að fagna því. Þetta gæti hentað einhverjum yngri Glaðsfélögum sem ekki hafa réttindi til að aka með hestakerru.


Námið skiptist í 4 bóklega tíma og 4 verklega. Prófin eru tekin hjá Frumherja í Reykjavík eða á Akranesi og er prófgjald kr. 10.300. Kennslan fer fram í húsnæði Símenntunar í Borgarnesi í október þegar næg þátttaka hefur náðst. Leiðbeinandi verður Þórður Bogason, ökukennari og námskeiðið kostar kr. 57.000. Sjá nánar á vef Símenntunar.

Bikarmót Vesturlands á Miðfossum 16. ágúst

Þriðjudagur 5. ágúst 2014

Bikarmót Vesturlands fer fram á Miðfossum laugardaginn 16. ágúst og hefst stundvíslega klukkan 10:00.

 

Dagskrá:

Forkeppni:
Fjórgangur (V2) opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur (F2) opinn flokkur og ungmennaflokkur

Tölt (T3) barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

Gæðingaskeið 

Úrslit:
Fjórgangur V2: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur F2: opinn flokkur og ungmennaflokkur

Tölt barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

100m skeið
Athygli er vakin á því að dagskrá er auglýst með fyrirvara um þátttöku í öllum flokkum.

 

Skráningar (opið fyrir skráningu frá 6. ágúst):
Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng).
Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Mót í valmynd. Áframhaldið rekur sig sjálft, gætið þess bara að fylla í alla stjörnumerkta reiti (einnig félagsaðild þó sjálfgefið félag komi fram), fara svo í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar 
koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur 
merkt við að greiðsla hafi borist.
Skráningargjald er kr. 2.500 í allar greinar, nema barnaflokk þar er gjaldið 1.500 kr. Síðasti 
dagur skráninga er miðvikudagurinn 13. ágúst  á miðnætti og það sama gildir um greiðslu 
skráningagjalda. Netfang faximot@gmail.com fyrir skráningargjöldin.
Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Kristján Gíslason kristgis@simnet.is   simi: 898-4569

Íslandsmót í hestaíþróttum

Miðvikudagur 9. júlí 2014

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Fáks í Reykjavík dagana 22. – 27. júlí. Mótið verður óvenju viðamikið því allir flokkar (börn, unglingar, ungmenni og fullorðnir) munu etja kappi þessa daga. Verið er að semja við veðurguðina þessa dagana og ganga þær viðræður mjög vel. Margt annað verður gert til að mótið verði gott og skemmtilegt s.s. verður reiðhöllin undirlögð af leiktækjum frá Skemmtigarðinum. Mikið verður gert fyrir keppendur og áhorfendur á mótinu svo við ætlum að eiga saman skemmtilegt Íslandsmót.


Öll forkeppni verður keyrð á tveimur völlum samtímis til að koma allri dagskránni fyrir en reiknað er með miklum fjölda skráninga. Skráningafrestur er til miðnættis á fimmtudeginum 10. júlí og þurfa keppendur að skrá á SportFeng (mót – Fákur osfrv.).  Skráningargjald er kr. 4.000 í barna og unglingaflokki 3.500 í skeiðgreinar (nema gæðingaskeið) og 5.500 í fullorðinsflokkum (skráning staðfest með greiðslu, annað ekki tekið til greina). Einnig verður hægt að skrá sig til miðnættis sunnudaginn 13. júlí en þá eru skráningargjöldin 2.000 kr. hærri á hverja grein. Keppendur athugið að það er einn keppandi inn á vellinum í einu nema í fjórgangi barnaflokki, en þar verða 3 inn á í einu og riðið eftir þul.

 

Tjaldstæði og hesthús á svæðinu.

 

Knapar eru hvattir til að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu Fáks sem og facebooksíðu Fáks („læka“ facebooksíðuna á heimasíðunni og stofnaður sér hópur fyrir þátttakendur, endilega gangið í þann hóp).

 

Keppnisnefnd LH gefur á hverju ári út þær lágmarkseinkunnir sem par þarf að hafa náð til að skrá sig í keppnisgreinar á Íslandsmóti fullorðinna. Engin lágmörk eru í barna, unglinga og ungmennaflokki og er öllum heimilt að skrá sig þar en fullorðnir þurfa að hafa náð eftirtöldum árangri með hestinn á keppnistímabilinu 2014 eða 2013:
Tölt: 6,5

Fjórgangur: 6,2

Fimmgangur: 6,0

Slaktaumatölt: 6,2

Gæðingaskeið: 6,5

250 m skeið: 26,0 sek.

150 m skeið: 17,0 sek

100 m skeið: 9,0 sek.

Opið punktamót verður í Fáki á laugardaginn.

Opið hestaþing Snæfellings á Kaldármelum 12. júlí

Þriðjudagur 8. júlí 2014

Keppt verður í:
A-flokki

B-flokki

C-flokki (sjá neðar)

Ungmennaflokki

Unglingaflokki

Barnaflokki  

Pollaflokkur á sínum stað, skráning á staðnum og kostar ekkert.

 

Skráningagjald er 3. 000 kr. í alla flokka nema 2.000 kr. í barnaflokk og ekkert í pollaflokk.

Skráð í gegnum Sportfeng í A, B, ungmenna, unglinga og barnaflokk. Í C-flokk er skráð hjá Lalla Hannesar í netfangið larusha@simnet.is. Í pollaflokkinn er skráð á staðnum.
Skráningfrestur  í alla flokka (aðra en pollaflokk) er fram á miðnætti miðvikudaginn 7. júlí

 

C-flokkur:
Á hestaþingi Snæfellings verður í fyrsta sinn keppt í C-flokki, keppnisgrein sem er verið að prufukeyra á þessu keppnisári og verður e.t.v. skráð í lög sem lögleg keppnisgrein fyrir næsta keppnistímabil. Keppnin er hugsuð fyrir minna vana keppnisknapa og geta fleiri hestgerðir passað til keppninnar. Forkeppnin er riðin þannig að keppendur hafa tvo hringi þar sem þeir sýna fet, tölt og/eða brokk og stökk. Einnig er gefin einkunn fyirr vilja og fegurð í reið. Keppendur mega nota písk og snúa við einu sinni. Nánari upplýsingar veitir Lárus í síma 898 0548. Nú er um að gera að vera með og taka þátt!

Upplýsingar vegna Landsmóts

Þriðjudagur 24. júní 2014

Hér skulu nefnd nokkur atriði til upplýsingar og gagnsemi fyrir keppendur og aðra sem ætla á Landsmót og vilja taka þátt í dagskráratriðum í nafni Glaðs. Keppendur eru sérstaklega hvattir til að skoða keppendaflipann á www.landsmot.is en þar er og verður mikilvægum upplýsingum til þeirra komið á framfæri.

 

Æfingatímar:

Skipulag æfingatíma er hér en Glað hefur verið úthlutað æfingatímum sem hér segir:

Föstudaginn 27. júní kl. 14:00-14:30

Laugardaginn 28. júní kl. 19:30-20:00

Sunnudaginn 29. júní kl. 21:30-22:00

 

Fótaskoðun, beislisbúnaður:

Knapar og forráðamenn þeirra eru hvattir til að kynna sér vel reglur um fóta- og beislisbúnað en helstu atriðin eru nefnd hér.

 

Hópreið:

Þeir sem hafa hug á að taka þátt í hópreiðinni fyrir Glað eru beðnir um að gefa sig fram við Svanhvíti Gísladóttur sem ætlar að halda utan um þátttöku félagsins í henni. Svanhvít er með símann 820 1548. Hópreiðin verður hluti af setningarathöfn sem fram fer á fimmtudagskvöldinu 3. júní kl. 20:30.

 

Þolreið:

Keppt verður í þolreið á Landsmótinu og eiga 2 og 2 að vera saman í liði og keppa fyrir sitt félag. Hvert félag getur sent 1-2 tveggja manna lið. Þeir sem vilja keppa í þolreiðinni fyrir hönd Glaðs hafi samband við Þórð Ingólfsson, formann í síma 893 1125. Frestur til að skrá lið er miðvikudagurinn 2. júlí kl. 12. Mæting verður í Reiðhöll Sleipnis kl. 11 á laugardaginn. Fyrri liðsmaðurinn ríður frá Sleipni og upp að Þjórsárbrú þar sem hinn liðsmaðurinn tekur við og ríður upp á mótssvæði. Samtals eru þetta um 36 km. Verðlaunaafhending verður klukkan 16 á laugardeginum.

Hér eru reglur og nánari upplýsingar um þolreiðina.

Fjölskyldureiðtúr á morgun

Mánudagur 23. júní 2014

Fræðslu- og æskulýðsnefnd Glaðs stendur fyrir fjölskyldureiðtúr á morgun, þriðjudaginn 24. júní. Farið verður frá reiðhöllinni í Búðardal og er mæting þar um kl. 18.

 

Skráning hjá fræðslunefnd:
Heiðrún Sandra: 772 0860 eða hsandra@is.enjo.net

Svanborg: 895 1437 eða svanborgjon@simnet.is

Fjóla: 695 6576 eða bossalingur@simnet.is

Styrmir: 434 7860 eða gufudalur@gmail.com

Hestaþingið klárt

Sunnudagur 22. júní 2014

Allar niðurstöður af hestaþinginu eru nú komnar inn á mótasíðuna.

Forkeppni lokið á hestaþingi

Laugardagur 21. júní 2014

Í dag var góður dagur á Hestaþingi Glaðs. Allri forkeppni er lokið, töltinu er lokið, kappreiðum er lokið og í lok dagskrár í kvöld var Styrmir Sæmundsson, hrossaræktandi í Fremri-Gufudal með góða sýningu á sinni ræktun. Á morgun hefjast úrslit í gæðingakeppninni kl. 13:00, fyrst í barnaflokki, þá unglingaflokki, ungmennaflokki, B-flokki og A-flokki. Dagskránni lýkur svo með keppni í 100 m flúgandi skeiði.

 

Allar tölur frá dómurum úr forkeppni í dag eru í þessu skjali.

Uppfærðar rásraðir

Föstudagur 20. júní 2014

Smávegis hefur bæst við af skráningum svo nú er búið að uppfæra rásraðirnar í fréttinni hér næst á undan. Fjöldi skráninga er nú 71.

Rásraðir á hestaþinginu

Fimmtudagur 19. júní 2014 - Uppfært föstudaginn 20. júní 2014

Dagskrá mótsins er hér nokkru neðar á þessari síðu. Minnum á að skráð er í kappreiðarnar á mótsstað en þær fara fram á laugardagskvöldinu. Ekki verða nein B-úrslit á mótinu.

 

Tölt T3:

1. holl: Ámundi Sigurðsson og Mardöll frá Miklagarði

1. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Dregill frá Magnússkógum

2. holl: Astrid Skou Buhl og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð

2. holl: Jón Ægisson og Fáskrúð frá Gillastöðum

3. holl: Jón Bjarni Þorvarðarson og Móalingur frá Bergi

3. holl: Svanborg Einarsdóttir og Jóga frá Gillastöðum

4. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Krapi frá Steinum

4. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

5. holl: Hlynur Þór Hjaltason og Fáni frá Breiðabólsstað

5. holl: Iðunn Svansdóttir og Fjöður frá Ólafsvík

6. holl: Seraina Demarzo og Týr frá Brúnastöðum 2

6. holl: Sigríður Sóldal og Faldur frá Akrakoti

7. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Fáfnir frá Lyngbrekku

7. holl: Bjarni Sigurðsson og Týr frá Miklagarði

8. holl: Guðbjörg Halldórsdóttir og Glampi frá Svarfhóli

8. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Álfadís frá Magnússkógum

 

Barnaflokkur:

  1. Arna Hrönn Ámundadóttir og Næk frá Miklagarði
  2. Sigríður Ósk Jónsdóttir og Ófeigur frá Laugabakka
  3. Friðjón Kristinn Friðjónsson og Gustur frá Grímstungu
  4. Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur frá Dalsmynni

 

Unglingaflokkur:

  1. Atli Steinar Ingason og Diðrik frá Grenstanga
  2. Róbert Vikar Víkingsson og Mosi frá Kílhrauni
  3. Kristín Þórarinsdóttir og Árvakur frá Litlu-Tungu 2
  4. Einar Hólm Friðjónsson og Ljúfur frá Ásum
  5. Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum
  6. Guðbjörg Halldórsdóttir og Glampi frá Svarfhóli
  7. Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Ósey frá Dalsmynni
  8. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal
  9. Inga Dís Víkingsdóttir og Sindri frá Keldudal
  10. Róbert Vikar Víkingsson og Sleipnir frá Söðulsholti
  11. Hlynur Sævar Jónsson og Bylur frá Sigríðarstöðum

 

Ungmennaflokkur:

  1. Ágústa Rut Haraldsdóttir og Kveikur frá Fremri-Gufudal
  2. Seraina Demarzo og Týr frá Brúnastöðum 2
  3. Auður Ósk Sigurþórsdóttir og Aþena frá Miklagarði
  4. Ágústa Rut Haraldsdóttir og Lukka frá Söðulsholti

 

B-flokkur gæðinga:

  1. Dregill frá Magnússkógum og Guðmundur Margeir Skúlason
  2. Hrafnkatla frá Snartartungu og Halldór Sigurkarlsson
  3. Vinur frá Hallsstöðum og Signý Hólm Friðjónsdóttir
  4. Fjóla frá Árbæ og Iðunn Svansdóttir
  5. Krapi frá Steinum og Guðmundur Margeir Skúlason
  6. Fjöl frá Búðardal og Hlynur Þór Hjaltason
  7. Framtíðarsýn frá Hallkelsstaðahlíð og Astrid Skou Buhl
  8. Móalingur frá Bergi og Jón Bjarni Þorvarðarson
  9. Þór frá Miklagarði og Margrét Guðbjartsdóttir
  10. Álfadís frá Magnússkógum og Guðmundur Margeir Skúlason
  11. Þröstur frá Hjaltastöðum og Styrmir Sæmundsson
  12. Mardöll frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson
  13. Fáni frá Breiðabólsstað og Hlynur Þór Hjaltason
  14. Jóga frá Gillastöðum og Svanborg Einarsdóttir
  15. Óðinn frá Lambastöðum og Guðmundur Margeir Skúlason
  16. Fjöður frá Ólafsvík og Iðunn Svansdóttir
  17. Faldur frá Akrakoti og Sigríður Sóldal
  18. Reitur frá Ólafsbergi og Bjarni Sigurðsson
  19. Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð og Guðmundur Margeir Skúlason

 

A-flokkur gæðinga:

  1. Fannar frá Hallkelsstaðahlíð og Astrid Skou Buhl
  2. Halla frá Fremri-Gufudal og Styrmir Sæmundsson
  3. Fáskrúð frá Gillastöðum og Jón Ægisson
  4. Evra frá Dunki og Jón Atli Kjartansson
  5. Haki frá Bergi og Jón Bjarni Þorvarðarson
  6. Hrafn frá Smáratúni og Ámundi Sigurðsson
  7. Melkorka frá Steinum og Guðmundur Margeir Skúlason
  8. Dúna frá Vatni og Styrmir Sæmundsson
  9. Blævar frá Svalbarða og Heiðrún Sandra Grettisdóttir
  10. Lipurtá frá Gillastöðum og Jón Ægisson

 

100 m skeið:

  1. Skúli L. Skúlason og Sgling frá Hallkelsstaðahlíð
  2. Guðmundur Margeir Skúlason og Melkorka frá Steinum
  3. Astrid Skou Buhl og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð
  4. Halldór Sigurðsson og Mjölnir frá Hvammi 2
  5. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa
  6. Jón Ægisson og Lipurtá frá Gillastöðum
  7. Jón Bjarni Þorvarðarson og Haki frá Bergi

Vinnustund í kvöld en ekki annaðkvöld!

Miðvikudagur 18. júní 2014

Vegna veðurspár verðum við flýta vinnustundinni okkar og slá áhorfendabrekkuna í kvöld. Við hittumst á mótssvæðinu kl. 19:30, vonandi sem allra flest. Gott er að hafa með sér hrífu.

Vinnustund á mótssvæðinu

Þriðjudagur 17. júní 2014

Næstkomandi fimmtudag, 19. júní ætlum við Glaðsfélagar að hittast kl. 18 á mótssvæðinu okkar og gera það klárt fyrir Hestaþingið um helgina. Við þurfum að slá og raka áhorfendabrekkuna og kannski að gera eitt og annað fleira. Tökum nú höndum saman og hjálpumst að svo við getum verið stolt af mótssvæðinu okkar.

Skemmtikvöldi aflýst

Laugardagur 14. júní 2014

Af óviðráðanlegum ástæðum varð því miður að aflýsa fyrirhuguðu skemmtikvöldi Glaðs sem halda átti í Leifsbúð á morgun.

Úrtökunni lokið

Laugardagur 14. júní 2014

Þá er ljóst hverjir hafa áunnið sér rétt til að keppa fyrir Glað á Landsmótinu í sumar en það eru:

 

Unglingaflokkur:

Einar Hólm Friðjónsson og Vinur frá Hallsstöðum

Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

Til vara:

Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Ósey frá Dalsmynni

Kristín Þórarinsdóttir og Árvakur frá Litlu-Tungu 2

B-flokkur gæðinga:

Stimpill frá Vatni, eig. Sigurður Hrafn Jökulsson

Smyrill frá Hamraendum, eig. Stefán Skjaldarsson, Sigríður Árnadóttir og Ingibjörg Eggertsdóttir

A-flokkur gæðinga:

Lukka frá Lindarholti, eig. Svanhvít Gísladóttir og Ólafur Andri Guðmundsson

Evra frá Dunki, eig. Kjartan Jónsson

Til vara:

Starri frá Gillastöðum, eig. Jón Ægisson og Svanborg Einarsdóttir

Lipuprtá frá Gillastöðum, eig. Jón Ægisson og Svanborg Einarsdóttir

Nýjar rásraðir-óverulegar breytingar

Föstudagur 13. júní 2014

Það hefur bara orðið sú breyting að einn keppandi færðist úr B-flokki í ungmennaflokk en ráslistarnir fyrir úrtökuna eru hér uppfærðir m.t.t. þess.

Mikil þátttaka í úrtökunni - byrjar því snemma!

Föstudagur 13. júní 2014

Miklar skráningar eru á sameiginlegu úrtökuna okkar á morgun, laugardaginn 14. júní. Því hefur verið ákveðið að úrtakan hefjist kl. 08:30 á morgun en ekki kl. 10:00 eins og áður hafði verið auglýst. Knapafundur hefst stundvíslega kl. 08:00!

Ráslistar eru hér og ef athugasemdir eru við þá óskast þær sendar á Þórð Ingólfsson, formann Glaðs hið allra fyrsta.


Fyrirhuguð dagskrá eða tímaplan er svona með fyrirvara um breytingar:


Kl. 08:00

Knapafundur

Kl.

Rásnúmer

08:30 - 10:30

B flokkur

1. - 21.

10:30 - 10:45

Hlé

10:45 - 11:30

B flokkur

22. - 28.

11:30 - 12:00

Hádegishlé

12:00 - 13:20

Ungmenni

1. - 16.

13:20 - 13:30

Hlé

13:30 - 15:40

Unglingar

1 .- 24.

15:40 - 16:00

Hlé

16:00 - 16:20

Barnaflokkur

1. - 5.

16:25 - 18:30

A flokkur

1. - 21

18:30 - 19:00

Kvöldverður

19:00 - 20:30

A flokkur

22. - 38.

20:30 - 21:30

Tölt

1. - 11.


Hlutaðeigandi er bent á að fylgjast vel með breytingum sem birtar verða á vef Skugga og á facebook -síðunni.

 

Þetta gengur þá og því aðeins upp að engar tafir verði á mótinu og allt gangi smurt, við þurfum öll að hjálpast að til þess! Lagt verður upp með það að um leið og einn knapi lýkur keppni sé annar tilbúinn að ríða í braut. Innkoma á keppnisvöll verður af beinu brautinni, þ.e. af upphitunarvellinum.

 

Fótaskoðun er að keppni lokinni. Eins eru stangir skoðaðar enda stangir með bogamélum bannaðar eins og auglýst hefur verið. Ef knapar eru í vafa um lögmæti búnaðar þá er þeim bent á að hafa samband við skoðunarmenn fyrir keppni, nú eða kynna sér þær reglur sem keppt er eftir. 

Hestaþing Glaðs 21.-22. júní

Mánudagur 9. júní 2014

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 21. - 22. júní n.k. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum.

 

Dagskrá:

Laugardagur 21. júní

Kl. 10:00 Forkeppni:

Tölt (T3) opinn flokkur

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

B-flokkur gæðinga

A-flokkur gæðinga

B-úrslit í tölti (háð þátttöku)

Hlé

Kl. 20:00 Kappreiðar:

150 m skeið

250 m brokk

250 m skeið

250 m stökk

A-úrslit í tölti

Ræktunarbússýningar (ef af verður)

 

Sunnudagur 22. júní

Kl. 13:00 Úrslit:

B-úrslit í A-flokki gæðinga (háð þátttöku)

B-úrslit í B-flokki gæðinga (háð þátttöku)

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

A-úrslit í A-flokki gæðinga

A-úrslit í B-flokki gæðinga

100 m skeið

Öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum flokki og auglýst með fyrirvara um breytingar.

Það eru peningaverðlaun í töltinu og í öllum greinum kappreiða!

 

Skráningar:

Farið inn á þessa slóð: http://skraning.sportfengur.com. Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Mót og áframhaldið rekur sig að mestu sjálft. Gætið þess bara að fylla í alla reiti, að velja rétt félag og rétt mót og að fara svo í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í lok skráningarferlisins. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist.

 

Skráningargjald er kr. 2.000 í allar greinar. Í kappreiðarnar verður skráð á staðnum en skráningar í gæðingakeppni, tölt og 100 m skeið þurfa að berast í síðasta lagi á hádegi fimmtudaginn 19. júní. Sami tímafrestur gildir um greiðslu skráningagjalda í þessar greinar.

 

Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:

Svölu í síma 861 4466 eða með netfangi budardalur@simnet.is

Þórð í síma 893 1125 eða með netfangi thoing@centrum.is

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 20. júní.

Grillkvöld/skemmtikvöld 15. júní

Mánudagur 9. júní 2014

Sunnudaginn 15. júní ætlum við að hittast kl 18:00 í Leifsbúð og skemmta okkur saman, börn jafnt sem fullorðnir. Verðlaun verða veitt fyrir árangur í stigakeppni vetrarins og jafnvel fleira.

 

Fyrir fullorðna: grillaðar lambalærissneiðar ásamt meðlæti og kaffi og kökusneið í eftirrétt fyrir 3.500 krónur. Bjór á 700 kr. flaskan. Vín (hvítt eða rautt) 250 ml karafla á 800 kr og 500 ml karafla á 1.600.
Fyrir börnin: hamborgari, safi/gos og íspinni á 1.000 krónur.

 

Allir hjartanlega velkomnir en tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 12. júní til Völu í síma 845 2477 eða á netfangið leifsbud@dalir.is.

Úrtökumót í Borgarnesi 14. júní

Miðvikudagur 4. júní 2014

Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Faxa, Glað, Skugga og Snæfelling, laugardaginn 14. júní, næstkomandi, á félagssvæði Skugga, við Vindás í Borgarnesi. Mótið hefst kl. 10:00.

Skráning fer fram með skráningakerfinu á Sportfeng, slóðin inn á skráningakerfið er: http://skraning.sportfengur.com/  Þar er fyrst valið Mót í valmynd og á skráningasíðunni þar sem stendur Veldu hestamannafélag sem heldur mót er valið Glaður. Svo er fyllt í upplýsingar um knapa og hest og þar sem velja á atburð er valið: Úrtökumót hestamannafélaganna á Vesturlandi 2014 – IS2014GLA091. Næst er að velja keppnisgrein og svo smella á Setja í körfu. Að því loknu þarf að fara inn í Vörukörfuna og klára allt ferlið þar, í lokin fást þá upplýsingar um bankareikning sem greiðsla þarf að berast inn á. Það er mikilvægt að klára allt ferlið!


Skráningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 11. júní næstkomandi og skráningagjöld þarf að greiða innan sama tímafrests.

 

Skráningargjöld eru:  Kr. 4.000,- á hvern hest, fyrir skráningu í flokkum fullorðinna, ungmenna og unglinga.  Skráningargjöld eru:  Kr. 1.000,- fyrir barnaflokk.

 

Keppt verður í eftiröldum greinum:
A flokki gæðinga – B flokki gæðinga – Barnaflokki – Unglingaflokki – Ungmennaflokki.

 

Unnt verður að leigja stíur fyrir keppnishesta í reiðhöllinni Faxaborg, samdægurs eða kvöldið áður og er leigugjald pr. hest kr. 2.000.-.  Pantanir á stíum hjá Ingvari, í síma: 843 9156, eða á netfanginu: johannaerla74@gmail.com

 

Áætlað er að halda knapafund með mótstjórn, kl. 09:00 um morguninn.

 

Völlurinn verður opinn til æfinga dagana fyrir mót í samráði við vallarnefnd Skugga, en ekki verður unnt að æfa eftir kl. 18:00, kvöldið fyrir mótsdag.

 

Nánari upplýsingar um mótið gefa mótstjórar;  Ásdís Sigurðardóttir, í síma: 845 8828 og Stefán Ármannsson, í síma: 897 5194.

 

SkuggiSnæfellingurGlaðurFaxiDreyri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reiðnámskeið í júní

Mánudagur 26. maí 2014

Lárus Hannesson verður með fjögurra daga reiðnámskeið á vegum Glaðs dagana 11. og 13. júní og svo aftur 18. og 19. júní næstkomandi.

 

Boðið verður upp á einkatíma þar sem aðallega verður lögð áhersla á sýningu í gæðingakeppni. Hver tími er ½ klst. og kostar 3.500 kr. Einnig verður boðið upp á hóptíma þar sem lögð er áhersla á t.d. gangsetningu, jafnvægi, munsturreið, ásetu og stjórnun en fyrst og fremst að hafa gaman. Hver tími er 1 klst. og því alls 4 klst. sem kosta 10.000 kr. Ef þið hafði einhverjar sérstakar óskir þá endilega láta okkur vita og við sjáum hvað hægt er að gera.

 

Síðasti skráningardagur er 2. júní en við skráningum taka:

Heiðrún Sandra 772 0860, hsandra@is.enjo.net

Svanborg 895 1437, svanborgjon@simnet.is

Fjóla 695 6576, bossalingur89@simnet.is

Styrmir 847 8097, gufudalur@gmail.com

 

Fræðslunefnd Glaðs er með buff til sölu. Hvert buff kostar 1.500 kr. Buffin verða tilbúin til afhendingar fljótlega. Við pöntunum taka fræðslunefndarliðar sbr. hér að ofan.

Rásraðir á íþróttamóti Glaðs á morgun

Miðvikudagur 30. apríl 2014

Fjórgangur V2 - opinn flokkur:

1. holl Jóhann Magnússon og Embla frá Þóreyjarnúpi

1. holl Arnar Ásbjörnsson og Valdís frá Ólafsvík

2. holl Ámundi Sigurðsson og Þór frá Miklagarði

2. holl Arnar Ingi Lúðvíksson og Prestur frá Kirkjubæ

3. holl James Bóas Faulkner og Sögn frá Lækjamóti

3. holl Harald Óskar Haraldsson og Bylur frá Geirmundarstöðum

4. holl Ísólfur Líndal Þórisson og Dökkvi frá Leysingjastöðum II

4. holl Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

5. holl Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða

5. holl Guðbjörn Guðmundsson og Álfadís frá Magnússkógum

6. holl Eyþór Jón Gíslason og Þíða frá Spágilsstöðum

6. holl Gísli Pálsson og Spurning frá Lágmúla

7. holl Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Aþena frá Miklagarði

7. holl Ámundi Sigurðsson og Mardöll frá Miklagarði

8. holl Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti

8. holl Guðmundur H Sigvaldason og Kempa frá Reykhólum

9. holl Inga Heiða Halldórsdóttir og Fönix frá Breiðabólsstað

9. holl Ástvaldur Elísson og Ögn frá Hofakri

10. holl Ísólfur Líndal Þórisson og Vaðall frá Akranesi

 

Fjórgangur V2 - barnaflokkur:

1. holl Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur frá Dalsmynni

1. holl Birta Magnúsdóttir og Freyr frá Stokkseyri

2. holl Arna Hrönn Ámundadóttir og Næk frá Miklagarði

2. holl Patrekur Örn Arnarsson og Perla frá Gili

 

Fjórgangur V2 - unglingaflokkur:

1. holl Karítas Aradóttir og Gyðja frá Miklagarði

1. holl Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum

2. holl Hlynur Sævar Jónsson og Bylur frá Sigríðarstöðum

2. holl Einar Hólm Friðjónsson og Vinur frá Hallsstöðum

3. holl Kristín Þórarinsdóttir og Árvakur frá Litlu-Tungu 2

3. holl Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

 

Fjórgangur V2 - ungmennaflokkur:

1. holl Helga Rún Jóhannsdóttir og Mynd frá Bessastöðum

1. holl Auður Ósk Sigurþórsdóttir og Kná frá Fremri-Fitjum

 

Fimmgangur F2 - opinn flokkur:

1. holl Jóhann Magnússon og Skyggnir frá Bessastöðum

1. holl Ámundi Sigurðsson og Hrafn frá Smáratúni

2. holl James Bóas Faulkner og Glóey frá Torfunesi

3. holl Arnar Ásbjörnsson og Rist frá Skáney

3. holl Guðbjörn Guðmundsson og Dregill frá Magnússkógum

4. holl Skjöldur Orri Skjaldarson og Mylla frá Borgarnesi

4. holl Axel Ásbergsson og Lomber frá Borgarnesi

5. holl Ísólfur Líndal Þórisson og Gandálfur frá Selfossi

5. holl Iðunn Svansdóttir og Fjöður frá Ólafsvík

6. holl Jóhann Magnússon og Sjöund frá Bessastöðum

6. holl Halldór Sigurkarlsson og Kolskeggur frá Snartartungu

 

Tölt T7 - barnaflokkur:

1. holl Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur frá Dalsmynni

2. holl Birta Magnúsdóttir og Dama frá Arnarbæli

2. holl Patrekur Örn Arnarsson og Perla frá Gili

3. holl Arna Hrönn Ámundadóttir og Næk frá Miklagarði

 

Tölt T3 - unglingaflokkur:

1. holl Einar Hólm Friðjónsson og Vinur frá Hallsstöðum

1. holl Hlynur Sævar Jónsson og Bylur frá Sigríðarstöðum

2. holl Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum

3. holl Karítas Aradóttir og Gyðja frá Miklagarði

3. holl Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

4. holl Einar Hólm Friðjónsson og Ljúfur frá Ásum

4. holl Kristín Þórarinsdóttir og Árvakur frá Litlu-Tungu 2

 

Tölt T3 - ungmennaflokkur:

1. holl Ágústa Rut Haraldsdóttir og Tvífari frá Sauðafelli

1. holl Sandra Björk Bergsdóttir og Muninn frá Hjaltastöðum

2. holl Axel Ásbergsson og Sproti frá Hjarðarholti

3. holl Helga Rún Jóhannsdóttir og Mynd frá Bessastöðum

3. holl Auður Ósk Sigurþórsdóttir og Kná frá Fremri-Fitjum

 

Tölt T3 - opinn flokkur:

1. holl Guðbjörn Guðmundsson og Álfadís frá Magnússkógum

1. holl Ámundi Sigurðsson og Aþena frá Miklagarði

2. holl Jóhann Magnússon og Skyggnir frá Bessastöðum

2. holl Jóhann Freyr Guðmundsson og Þröstur frá Hjaltastöðum

3. holl Eyþór Jón Gíslason og Dagskrá frá Hrappsstöðum

3. holl Iðunn Svansdóttir og Fjöður frá Ólafsvík

4. holl Guðmundur H Sigvaldason og Kempa frá Reykhólum

4. holl Ástvaldur Elísson og Ögn frá Hofakri

5. holl Ísólfur Líndal Þórisson og Björk frá Lækjamóti

5. holl James Bóas Faulkner og Sögn frá Lækjamóti

6. holl Inga Heiða Halldórsdóttir og Fáfnir frá Lyngbrekku

6. holl Einar Jón Geirsson og Adam frá Breiðabólsstað

7. holl Ámundi Sigurðsson og Þór frá Miklagarði

7. holl Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Mardöll frá Miklagarði

8. holl Gísli Pálsson og Spurning frá Lágmúla

9. holl Halldór Sigurkarlsson og Sleipnir frá Söðulsholti

9. holl Arnar Ásbjörnsson og Valdís frá Ólafsvík

10. holl Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Keimur frá Kanastöðum

10. holl Jóhann Magnússon og Oddviti frá Bessastöðum

11. holl Eyþór Jón Gíslason og Þíða frá Spágilsstöðum

11. holl Arnar Ingi Lúðvíksson og Prestur frá Kirkjubæ

12. holl Harald Óskar Haraldsson og Bylur frá Geirmundarstöðum

12. holl Svanhvít Gísladóttir og Þorri frá Lindarholti

13. holl Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

13. holl Ámundi Sigurðsson og Hrafn frá Smáratúni

 

Pollaflokkur - frjáls aðferð í reiðhöllinni:

Þórarinn Pál Þórarinsson og Skjólbakur

Katrín Einarsdóttir og Hnáta

Enn er hægt að skrá í pollaflokkinn með tölvupósti á thoing@centrum.is eða í síma 893 1125.

 

100 m flugskeið:

  1. Jóhann Magnússon og Skyggnir frá Bessastöðum
  2. Skjöldur Orri Skjaldarson og Mylla frá Borgarnesi

Íþróttamótið - skráningum lýkur í kvöld

Þriðjudagur 29. apríl 2014

Minnum á að skráningum lýkur á íþróttamótið okkar á miðnætti í kvöld. Allar nánari upplýsingar eru í frétt hér aðeins neðar á síðunni.

Arionbankamót Faxa og Skugga 3.-4. maí

Föstudagur 25. apríl 2014

Arionbankamótið

Opið íþróttamót Faxa og Skugga, Arionbankamótið, verður haldið á félagssvæði Skugga dagana 3. og 4. maí n.k. Fyrri daginn, laugardaginn 3. maí, verður öll forkeppni háð og B úrslit ef þarf, en öll A úrslit verða á sunnudaginn 4. maí. Áskilinn er þó réttur til að endurskoða dagskrána ef skráning verður lítil. Áréttað er að 2. flokkur er einvörðungu ætlaður lítt vönu keppnisfólki sbr. reglur LH þar um. Fyrirhugað er að keppni hefjist kl. 10 laugardaginn 3. maí með keppni í fjórgangi. Skráningargjöld eru kr. 2.000.- í barna og unglingaflokki en kr. 3.000.- í öðrum flokkum.

 

Keppnisgreinar

Barnaflokkur: Fjórgangur V2, Tölt T3

Unglingaflokkur: Fjórgangur V2, Tölt T3

Ungmennaflokkur: Fjórgangur T2, Tölt T3

2. flokkur: Fjórgangur T2, Tölt T3, Fimmgangur F2.

Opinn flokkur: Fjórg, V1, Tölt T1, Fimmg. F1, Gæðingask., 100 m. skeið.

 

Skráning fer fram í gegn um mótakerfi Sportfengs. Þar er Faxi valið þegar spurt er um mótshaldara. Skráningarfrestur rennur úr á miðnætti miðvikudaginn 30. apríl. Aðstoð, ef þarf, er hægt að fá í síma 898-4569 eða með því að senda póst á netfangið kristgis@simnet.is.

Opið íþróttamót Glaðs 1. maí

Fimmtudagur 24. apríl 2014

Glaður heldur sitt árlega opna íþróttamót á fimmtudaginn 1. maí og hefst mótið stundvíslega kl. 10:00.

 

Dagskrá:

Forkeppni:

Fjórgangur V2 - opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur F2 - opinn flokkur

Tölt T7 - barnaflokkur

Tölt T3 - unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur

Pollaflokkur í reiðhöllinni - (9 ára og yngri), frjáls aðferð

Úrslit:

Fjórgangur - opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur - opinn flokkur

Tölt - barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

100 m skeið

 

Skráningar:

Þið farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka hér á vef Glaðs, undir Ýmsir tenglar hægra megin á þessari síðu. Á forsíðu skráningakerfisins smellið þið á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót, áframhaldið rekur sig sjálft. Munið að fylla í öll atriði og að fara í vörukörfu í lokin til að fá upplýsingar um greiðslu skráningagjalda.

 

Ekki er hægt að skrá í pollaflokkinn með skráningakerfinu, sendið tölvupóst á Þórð eða Svölu. Ekkert skráningargjald er í pollaflokk og allir fá viðurkenningu.

 

Ef einhver lendir í vandræðum með skráningar er sjálfsagt að hafa samband við:

Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er þriðjudagurinn 29. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.

 

Hvetjum alla til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni!

Firmakeppni Hestaeigendafélagsins

Fimmtudagur 17. apríl 2014

Reiðvöllurinn í Búðardal, 24. apríl kl. 13:00. Árleg firmakeppni Hestaeigendafélagsins í Búðardal verður haldin á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl næstkomandi á reiðvellinum í Búðardal.

 

Dagskráin hefst með hópreið frá hesthúsahvefinu á reiðvöllinn. Keppt verður í polla- (teymt undir), barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokkum. Skráningar á staðnum.

 

Þetta er keppni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, hvorki ungir eða aldnir. Undanfarin ár hefur yngri kynslóðin verið sérstaklega dugleg að mæta til keppni og viljum við hvetja hana til þess að skreyta hestana sína og mæta í búningum til keppni. Það mega vera allar gerðir af búningum, allt frá Spiderman, kúrekum, prinsessum og einfaldlega hvað sem ykkur dettur í hug.

 

Stjórn Hestaeigendafélagsins hlakkar til að sjá ykkur öll!

Opið íþróttamót Snæfellings í Grundarfirði

Miðvikudagur 16. apríl 2014

Hestamannafélagið SnæfellingurSnæfellingur heldur opið íþróttamót sitt í Grundarfirði 26. apríl og hefst mótið kl. 10. Opið er fyrir skráningar til 22. apríl. Allar nánari upplýsingar eru hér og svo auðvitað á vef Snæfellings.

 

 

Stigakeppnin eftir vetrarleika

Sunnudagur 13. apríl 2014

Að vetrarleikum loknum er staðan í stigakeppni fullorðinna þannig að Skjöldur Orri Skjaldarson er efstur með 30 stig og næst koma Svanhvít Gísladóttir og Harald Ó. Haraldsson, bæði með 25 stig. Í unglingaflokki er Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir efst með 24 stig.

 

Í liðakeppninni náði liðið norðan Fáskrúðar bestum árangri á mótinu, náði 76 stigum á meðan hin liðin tvö náðu 40 stigum hvort. Norðan liðið hefur því tekið forystuna og er nú með 147 stig, Búðardalsliðið er með 113 stig og sunnan liðið 74 stig. Liðakeppnina má skoða hér.

Vetrarleikar - niðurstöður

Laugardagur 12. apríl 2014

Vetrarleikarnir fóru fram í dag og nú eru allar niðurstöður komnar inn á mótasíðuna. Staðan í liðakeppninni verður birt fljótlega.

Rásraðir á vetrarleikum

Föstudagur 11. apríl 2014

Hér eru rásraðir morgundagsins.

 

Fjórgangur - opinn flokkur:

1. holl Svanhvít Gísladóttir og Þorri frá Lindarholti

1. holl Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði

2. holl Svanborg Einarsdóttir og Ófeigur frá Laugabakka

2. holl Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Keimur frá Kanastöðum

3. holl Jón Ægisson og Fáskrúð frá Gillastöðum

3. holl Monika Backman og Kvika frá Svarfhóli

4. holl Sjöfn Sæmundsdóttir og Aþena frá Miklagarði

4. holl Eyþór Jón Gíslason og Þíða frá Spágilsstöðum

5. holl Viðar Þór Ólafsson og Askur frá Spágilsstöðum

5. holl Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

6. holl Svala Svavarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni

6. holl Styrmir Sæmundsson og Kveikur frá Fremri-Gufudal

7. holl Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti

7. holl Josefine Wikenholm og Aría frá Forsæti

8. holl Harald Óskar Haraldsson og Bylur frá Geirmundarstöðum

8. holl Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða

 

Fjórgangur - unglingaflokkur:

1. holl Kristín Þórarinsdóttir og Árvakur frá Litlu-Tungu 2

1. holl Einar Hólm Friðjónsson og Vinur frá Hallsstöðum

2. holl Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Gráskjóna frá Sælingsdal

2. holl Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

3. holl Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum

 

Fimmgangur - opinn flokkur:

1. holl Styrmir Sæmundsson og Dúna frá Vatni

1. holl Jón Ægisson og Lipurtá frá Gillastöðum

2. holl Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti

2. holl Drífa Friðgeirsdóttir og Sprettur frá Hróðnýjarstöðum

3. holl Skjöldur Orri Skjaldarson og Mylla frá Borgarnesi

 

Tölt - unglingaflokkur:

1. holl Einar Hólm Friðjónsson og Ljúfur frá Ásum

1. holl Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Gráskjóna frá Sælingsdal

2. holl Hafdís Ösp Finnbogadóttir og Svartnir frá Leikskálum

2. holl Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

3. holl Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum

4. holl Kristín Þórarinsdóttir og Árvakur frá Litlu-Tungu 2

 

Tölt - opinn flokkur:

1. holl Josefine Wikenholm og Aría frá Forsæti

1. holl Styrmir Sæmundsson og Kveikur frá Fremri-Gufudal

2. holl Drífa Friðgeirsdóttir og Hugrún frá Stóra-Sandfelli 2

2. holl Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

3. holl Sjöfn Sæmundsdóttir og Aþena frá Miklagarði

4. holl Viðar Þór Ólafsson og Askur frá Spágilsstöðum

4. holl Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti

5. holl Harald Óskar Haraldsson og Bylur frá Geirmundarstöðum

5. holl Jón Ægisson og Fáskrúð frá Gillastöðum

6. holl Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði

6. holl Eyþór Jón Gíslason og Dagskrá frá Hrappsstöðum

7. holl Svanborg Einarsdóttir og Jóga frá Gillastöðum

7. holl Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Keimur frá Kanastöðum

8. holl Svala Svavarsdóttir og Menja frá Spágilsstöðum

8. holl Drífa Friðgeirsdóttir og Sprettur frá Hróðnýjarstöðum

10. holl Svanhvít Gísladóttir og Þorri frá Lindarholti

10. holl Styrmir Sæmundsson og Halla frá Fremri-Gufuda

11. holl Jón Ægisson og Lipurtá frá Gillastöðum

11. holl Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti

 

100 m skeið:

  1. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa
  2. Skjöldur Orri Skjaldarson og Mylla frá Borgarnesi
  3. Jón Ægisson og Lipurtá frá Gillastöðum
  4. Sjöfn Sæmundsdóttir og Dúa frá Forsæti

Kvennatölt Vesturlands í Borgarnesi 16. apríl

Föstudagur 11. apríl 2014

Minnt er á Kvennatölt Vesturlands sem fram fer í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi miðvikudaginn 16. apríl næstkomandi. Sjá nánar í frétt hér neðar á síðunni.

Vetrarleikar Glaðs laugardaginn 12. apríl

Sunnudagur 6. apríl 2014

Vetrarleikarnir fara fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 12. apríl og hefst  mótið stundvíslega klukkan 12:00.

 

Dagskrá:

1. Forkeppni

Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur: opinn flokkur
Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

2. Úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur: opinn flokkur
Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

3. 100 m skeið (flugskeið)

 

Skráningar:
Eins og áður skrá keppendur sig með því að fara inn á: www.sportfengur.com og smella á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni.  (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka hér á vef Glaðs, undir Ýmsir tenglar hægra megin. Ef einhver lendir í vandræðum með þetta er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is
 
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu, munið bara að fara inn í vörukörfu í lokin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist!

Gjaldið er kr. 1.000 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 10. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Einungis skuldlausir félagar í Glað hafa keppnisrétt.

Allt klárt eftir aðalfund

Sunnudagur 6. apríl 2014

Aðalfundur félagsins var haldinn í lok mars. Þar var samþykkt breytingartillaga við auglýsta tillögu að lagabreytingu. Lítilsháttar breytingar urðu í stjórn og nokkrar í nefndaskipan. Búið er að uppfæra allar upplýsingar hér á vefnum varðandi stjórn, nefndir og lög félagsins og búið er að birta fundargerð aðalfundarins.

Leiðin að mýkt og léttleika

Laugardagur 5. apríl 2014

Boðið verður uppá sýnikennslu fyrir almenning í reiðhöllinni í Borgarnesi sunnudaginn 6. apríl kl: 18. Þrír útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum munu sýna leiðina að mýkt og léttleika, þær Christina Mai, Sina Scholz og Sjöfn Sæmundsdóttir.

 

Sjöfn Sæmundsdóttir

Sjöfn Sæmundsdóttir er fædd og uppalin í Lindarholti í Dölum. Hún hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini, byrjaði að stunda tamningar af alvöru á unglingsaldri, vann við tamningar á sumrin og meðfram skóla þess á milli. Árið 2005 hóf hún nám við Háskólann að Hólum í Hjaltadal. Var í verknámi hjá Olil Amble og Bergi Jónssyni á Selfossi og hóf svo störf hjá Gunnari Dungal og Þórdísi Öldu í Dallandi. Árið 2011 flutti hún til Noregs og vann þar við þjálfun og kennslu. Sjöfn útskrifaðist síðan vorið 2013 með reiðkennararéttindi C frá Hólaskóla. Hún starfar núna við tamningar og þjálfun í Þorlákshöfn og sinnir reiðkennslu samhliða. Þar er hún og kærasti hennar að byggja hesthús þar sem Sjöfn ætlar að opna reiðskóla.  

 

Við hvetjum alla til að mæta á þennan skemmtilega viðburð. Verð 1.000 kr.

Kvennatölt Vesturlands 2014

Mánudagur 31. mars 2014

Kvennatölt Vesturlands verður haldið miðvikudaginn 16. apríl 2014 kl. 18:00 í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi. Keppt verður í tveimur flokkum: vanar og minna vanar. Skipuleggjendur áskilja sér rétt til að færa þátttakendur milli flokka telji þeir að skráning sé ekki rétt. Keppnisrétt hafa konur sem eru búsettar eða starfa á Vesturlandi eða tengjast landshlutanum með einhverjum hætti. Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti.


Fyrir fyrsta sætið í báðum flokkum verða peningaverðlaun sem fara eftir þátttöku í mótinu (auglýst nánar síðar) og einnig verða verðlaun fyrir 2. og 3. sætið í báðum flokkum.

 

Skráningar skulu sendar til Inga Tryggvasonar á netfangið lit@simnet.is í síðasta lagi mánudaginn 14. apríl 2014. Fram skal koma nafn á keppanda og hesti og IS númer hests. Einnig í hvaða flokki keppandi er og upp á hvaða hendi er keppt.

 

Skráningargjald er 2.500 kr. fyrir fyrsta hest en 2.000 fyrir annan hest. Skráningargjald skal greiðast í síðasta lagi mánudaginn 14. apríl 2014 inn á reikning 0354-26-1218, kt. 190262-2009.

 

Frekari upplýsingar veita Ámundi Sigurðsson gsm 892 5678 (amundi@isl.is) og Ingi Tryggvason gsm 860 2181 (lit@simnet.is).

 

Konur eru hvattar til að taka þátt og gera þetta að árlegum viðburði á Vesturlandi.

Opnun Hestadaga: Hestaat í Hörpu

Föstudagur 28. mars 2014Hestaat í Hörpu

Fyrir dyrum standa Hestadagar. Þeir hefjast með formlegum hætti fimmtudaginn 3. apríl kl. 19:00 við Hörpuna. Dagskrá kvöldsins þar verður með þessum hætti:

  1. Kl: 19:00 – Fultrúar félaga á höfuðborgarsvæðinu koma ríðandi að Hörpu með fána sinna félaga og formlega tekið á móti gestum með fordrykk í anddyri Hörpu. Hestadagar settir formlega.
  2. Kl: 20:00 – Hestaat í Hörpu. Hér leiða saman hesta sína Hilmir Snær og hljómsveitirnar Brother Grass og Hundur í óskilum. Boðið verður upp á nýstárlegt, tónrænt uppistand í Norðurljósasal Hörpu. Íslenski hesturinn verður skoðaður frá öllum hliðum og rifjuð upp rysjótt sambúð hans við ótamin náttúruöfl og brokkgenga þjóð. 

 

Miðinn á Hestaatið kostar kr. 4.000 á midi.is. LH langar hins vegar að bjóða hestamönnum betri kjör eða miðann á kr. 3.500 ef 10 manns eða fleiri taka sig saman og panta miða sem hópur. Þá verða miðakaupinn að fara í gegnum skrifstofu LH, hilda@landsmot.is. Tilboðið gildir til þriðjudagsins 1. apríl.

 

Er ekki upplagt að skapa stemningu fyrir þessum einstaka viðburði í Hörpunni og skella sér í bæinn á Hestadaga?

Sýningarskrá Vesturlandsýningar

Föstudagur 28. mars 2014

Hér er komin sýningarskrá fyrir Vesturlandssýninguna sem fram fer á morgun í Borgarnesi.

Reiðnámskeið í júní

Fimmtudagur 27. mars 2014

Lárus Hannesson ætlar að koma og vera með námskeið hjá okkur fjóra daga í júní næstkomandi, 11.-12. og 18.-19. júní. Þar verður bæði boðið uppá einkatíma og hópatíma. Námskeiðið verður auglýst betur þegar nær dregur.

Æskan og hesturinn sunnudaginn 6. apríl

Fimmtudagur 27. mars 2014

Núna ætlum við að fara á Æskuna og hestinn sem er barnasýning í reiðhöllinni í Víðidal. Sýningin byrjar kl. 13:00 svo áætluð brottför úr Búðardal er kl. 10. Planið er að stoppa á KFC í Mosó á leiðinni til baka eins og gert var í fyrra. Unglingar geta komið einir en gott væri ef foreldrar kæmu með í ferðina :) Þetta er nefnilega ekki bara barnasýning þótt það séu börn að sýna í henni. Ekkert kostar á sýninguna, pening þarf fyrir máltíð á KFC og rútukostnaðurinn fer eftir fjölda þátttakanda en reynt verður að stilla honum í hóf.

 

Síðasti skráningadagur er miðvikudagurinn 2 apríl.

 

Við skráningum taka:

Heiðrún Sandra 772 0860, hsandra@is.enjo.net

Svanborg 895 1437, svanborgjon@simnet.is

Fjóla 695 6576, bossalingur89@simnet.is

Styrmir 434 7860

Endilega skráið sem fyrst svo við getum áætlað fjölda!

Dagskrá Vesturlandssýningar

Fimmtudagur 27. mars 2014Vesturlandssýningin 2014

Í nýju auglýsingunni hér eru nánari upplýsingar um dagskrárliði Vesturlandssýningarinnar og eins og sjá má verður þar þétt dagskrá og margt athylisvert.

 

Ítrekað skal að forsala aðgöngumiða er í Knapanum í Borgarnesi. Hægt er að hringja, greiða með símgreiðslu og fá miðana afhenta við innganginn á sýninguna. Síminn í Knapanum er 437 0001.

 

 

 

 

 

 

 

Vesturlandssýningin í Borgarnesi 29. mars

Mánudagur 24. mars 2014Vesturlandsýningin 2014

Nú styttist óðum í Vesturlandssýningu og er undirbúningurí fullum gangi. Dagskráin verður þétt og mikil og verður auglýst nánar á allra næstu dögum. Forsala aðgöngumiða er hafin í Knapanum í Borgarnesi.

 

Smellið á myndina hér til hliðar fyrir nánari upplýsingar.

 

 

 

Fjórgangurinn klár

Laugardagur 22. mars 2014

Fjórgangsmótið fór fram í Nesoddahöllinni í dag og nú eru niðurstöður komnar inn á mótasíðuna. Birta Magnúsdóttir vann barnaflokkinn, Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir unglingaflokkinn og Hrönn Jónsdóttir ungmennaflokk. Í karlaflokki varð Harald Ó. Haraldsson efstur og Monika Backman vann kvennaflokkinn. Í stigakeppni opins flokks er Drífa Friðgeirsdóttir nú efst með 14 stig og næst koma Svanhvít Gísladóttir og Harald Ó. Haraldsson bæði með 13 stig. Í liðakeppninni hefur Búðardalsliðið tekið knappa forystu og er með 73 stig. Næst kemur liðið norðan Fáskrúðar með 71 stig og svo sunnan liðið með 34 stig. Liðakeppnina má skoða betur hér.

Rásraðir í fjórgangi

Fimmtudagur 21. mars 2014

Rásraðir á fjórgangsmótinu í Nesoddahöllinni á laugardag verða eftirfarandi.

 

Þrígangur - barnaflokkur:

  1. Birta Magnúsdóttir og Baldur Baldurss frá Búðardal
  2. Katrín Einarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
  3. Birta Magnúsdóttir og Dama frá Arnarbæli

 

Fjórgangur - unglingaflokkur:

  1. Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Hrafn frá Smáratúni
  2. Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Gráskjóna frá Sælingsdal
  3. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal
  4. Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum

 

Fjórgangur - ungmennaflokkur:

  1. Hrönn Jónsdóttir og Númi frá Lindarholti

 

Fjórgangur - karlaflokkur:

  1. Eyþór Jón Gíslason og Dagskrá frá Hrappsstöðum
  2. Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal
  3. Styrmir Sæmundsson og Bubbi frá Breiðabólsstað
  4. Viðar Þór Ólafsson og Þíða frá Spágilsstöðum
  5. Harald Óskar Haraldsson og Bylur frá Geirmundarstöðum
  6. Ástvaldur Elísson og Ögn frá Hofakri
  7. Eyþór Jón Gíslason og Rún frá Spágilsstöðum
  8. Skjöldur Orri Skjaldarson og Mylla frá Borgarnesi

 

Fjórgangur - kvennaflokkur:

  1. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Keimur frá Kanastöðum
  2. Inga Heiða Halldórsdóttir og Fönix frá Breiðabólsstað
  3. Drífa Friðgeirsdóttir og Sleipnir frá Hróðnýjarstöðum
  4. Svala Svavarsdóttir og Menja frá Spágilsstöðum
  5. Monika Backman og Kvika frá Svarfhóli
  6. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða
  7. Svanhvít Gísladóttir og Þorri frá Lindarholti
  8. Drífa Friðgeirsdóttir og Sprettur frá Hróðnýjarstöðum

Innanhúsmót LH - úrtaka á Vesturlandi

Mánudagur 17. mars 2014

Á vegum LH er fyrirhugað að halda mót í nýju Sprettshöllinni þar sem þar sem fremstu knapar hvers landshluta eða svæðis koma saman og keppa í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Mótið á að halda í tengslum við Hestadaga fyrstu helgina í apríl. Félögin á Vesturlandi fá sameiginlega að senda 3-4 keppendur í hvern flokk.

 

Til að velja þessa keppendur í tölti og fjórgangi fer fram úrtökumót í reiðhöllinni í Borgarnesi föstudaginn 21. mars og hefst mótið kl. 20. Byrjað verður á fjórgangi V2 - unglingar - ungmenni - fullorðnir. Síðan keppt í tölti T3 í sömu röð.

 

Þátttökugjald er kr. 2.000.- en þátttaka er bundin við félagsmenn í félögum á Vesturlandi. 

Þátttöku ber að tilkynna á netfangið kristgis@simnet.is eða í síma 898 4569. Fram þarf að koma nafn knapa - nafn hests - grein - og upp á hvora höndina riðið verður. Tilkynna þarf mætingu í síðasta lagi kl. 20 á fimmtudag.

 

Val keppenda í fimmgang fór fram á fimmgangsmóti KB-mótaraðarinnar. 

Fjórgangur í Nesoddahöllinni 22. mars

Mánudagur 17. mars 2014

Fjórgangur í reiðhöllinni! Keppnin fer fram laugardaginn 22. mars og hefst stundvíslega klukkan 13:00.

 

Dagskrá: Barnaflokkur mun keppa í þrígangi (hægt tölt, brokk, fet, fegurðartölt), unglinga-, ungmenna-, karla- (2. flokkur) og kvennaflokkur (1. flokkur)                    
Úrslit í öllum flokkum

 

Skráningar: Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka á vef Glaðs, undir Ýmsir tenglar hægra megin. Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót. Áframhaldið rekur sig sjálft, munið bara að skrá einnig upp á hvora hönd þið þið ætlið að ríða og að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu. Ef einhver lendir í vandræðum með þetta er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is, Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 1000 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 19. mars og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.

Aðalfundur Glaðs 25. mars

Sunnudagur 16. mars 2014

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Leifsbúð í Búðardal þriðjudaginn 25. mars næstkomandi og hefst fundurinn kl. 20:30.

 

Dagskrá skv. lögum félagsins:

  1. Kosning starfsmanna fundarins
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
  3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
  5. Reikningar bornir undir atkvæði.
  6. Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði [sjá hér neðar]
  7. Kosningar skv. 6. grein.
  8. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar.
  9. Ákvörðun árgjalds.
  10. Önnur mál.

 

Undir 6. dagskrárlið mun stjórn leggja eftirfarandi tillögu að lagabreytingu fyrir fundinn:

  1. Aftan við grein 5 í núgildandi lögum félagsins bætist svohljóðandi texti: "Til að hestur geti keppt fyrir Glað í gæðingakeppni verður hann að vera skráður í eigu félaga í Glað þann 15. apríl á keppnisárinu. Þetta gildir einnig í barna-, unglinga- og ungmennaflokkum þó að þar sé knapinn keppandinn."
  2. "Ákvæði til bráðabirgða" sem er aftast í núgildandi lögum fellur út.

 

Undir 7. dagskrárlið verða, í samræmi við 6. grein laga félagsins, að þessu sinni kosnir tveir meðstjórnendur til 3 ára, tveir varameðstjórnendur til 3 ára, annar tveggja skoðunarmanna til 2 ára, fulltrúi á Landsþing LH og fulltrúar á sambandsþing UDN.

 

Félagar eru hvattir til að velta vel fyrir sér lagabreytingartillögunni og að koma á fundinn til að taka þátt í afgreiðslu hennar og í umræðunni um önnur mál okkar félags. Núgildandi félagslög eru að sjálfsögðu aðgengileg hér á vefnum.

Nesoddareiðhöllin

Fimmtudagur 13. mars 2014

Vakin er athygli á að í valmynd hér vinstra megin er hnappurinn Nesoddareiðhöllin og þar er að finna gagnlegar upplýsingar varðandi notkun á reiðhöllinni. Gjaldskrá og tímatafla eru nýuppfærð þar núna.

Vesturlandssýning í Faxaborg

Fimmtudagur 13. mars 2014

Þann 29. mars n.k. verður haldin, fjórða árið í röð, Vesturlandssýning í Faxaborg, Borganesi á vegum Hestamannafélaganna á Vesturlandi og HrossVest. Stjórn Glaðs vill hvetja alla sem telja sig hafa hross sem erindi gætu átt á sýninguna að setja sig í samband við neðangreinda aðila. Það er von stjórnar að sjá sem flest hross af okkar svæði á sýningunni og að við nýtum okkur þennan vettvang til að sýna árangur í hrossarækt í Dölum. Endilega hafið samband sem allra fyrst, það styttist í sýningu.

 

Tengiliður fyrir Glað: Svala Svavarsdóttir, budardalur@simnet.is, s: 861 4466

 

Einnig er hægt að hafa beint samband við eftirtalda:
Arnar Asbjörnsson, arnarasbjorns@live.com, gsm: 841 8887

Hlöðver Hlöðversson, toddi@simnet.is, gsm: 661 7308

Halldór Sigurðsson, gsm: 892 3044

Valdimar Magnús Ólafsson, valdi@husa.is, gsm: 661 3199

Töltið klárt

Laugardagur 1. mars 2014

Niðurstöður töltmótsins eru komnar inn á mótasíðuna. Katrín Einarsdóttir vann í barnaflokki, Laufey Fríða Þórarinsdóttir í unglingaflokki, Harald Ó. Haraldsson í karlaflokki og Svanhvít Gísladóttir í kvennaflokki.

Rásraðir í töltinu á morgun

Föstudagur 28. febrúar 2014

Barnaflokkur:

  1. Birta Magnúsdóttir og Dama frá Arnarbæli
  2. Katrín Einarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
  3. Katrín Hólm Gísladóttir og Þrymur frá Melabergi
  4. Brynja Hólm Gísladóttir og Þruma frá Kirkjuhóli

 

Unglingaflokkur:

  1. Kristín Þórarinsdóttir og Árvakur frá Litlu-Tungu 2
  2. Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum
  3. Einar Hólm Friðjónsson og Vinur frá Hallsstöðum
  4. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal
  5. Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Amor frá Vorsabæjarhjáleigu

 

Karlaflokkur:

  1. Eyþór Jón Gíslason og Þíða frá Spágilsstöðum
  2. Harald Óskar Haraldsson og Bylur frá Geirmundarstöðum
  3. Styrmir Sæmundsson og Halla frá Fremri-Gufudal
  4. Þórarinn Birgir Þórarinsson og Hamar frá Hvítadal
  5. Guðmundur H Sigvaldason og Kempa frá Reykhólum
  6. Eyþór Jón Gíslason og Gæfa frá Vatni

 

Kvennaflokkur:

  1. Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði
  2. Svanhvít Gísladóttir og Þorri frá Lindarholti
  3. Drífa Friðgeirsdóttir og Sprettur frá Hróðnýjarstöðum
  4. Svala Svavarsdóttir og Menja frá Spágilsstöðum

Vesturlandssýning í Faxaborg 29. mars

Fimmtudagur 27. febrúar 2014

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi, laugardaginn 29. mars n. k. Þetta er fjórða árið í röð sem Vesturlandssýningin er haldin í Faxaborg og mun allt kapp verða lagt á að sýningin í ár verði sem glæsilegust.

 

Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs- og fjórgangshestum, skeiði, tölti, kynbótahrossum og ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

 

Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta komið þeim á framfæri við eftirfarandi aðila:

Arnar Asbjörnsson, arnarasbjorns@live.com, gsm: 841 8887
Hlöðver Hlöðversson, toddi@simnet.is, gsm: 661 7308
Halldór Sigurðsson, gsm: 892 3044
Valdimar Magnús Ólafsson, valdi@husa.is, gsm: 661 3199

 

Mætum öll og horfum á vestlenska gæðinga!

 

Glaðsfélagar, endilega hafið samband við ofangreinda ef þið eigið hross sem gætu átt erindi á sýninguna og eins ef þið hafið ábendingar. Þið getið einnig haft samband og fengið upplýsingar hjá eftirtöldum tengiliðum Glaðs:
Svala Svavarsdóttir, budardalur@simnet.is, gsm: 861 4466

Eyþór Gíslason, brekkuhvammur10@simnet.is , gsm: 898 1251

Töltmót í Nesoddahöllinni laugardaginn 1. mars

Þriðjudagur 25. febrúar 2014

Þá er komið að tölti í reiðhöllinni! Keppnin fer fram laugardaginn 1. mars og hefst stundvíslega klukkan 13:00. Vakin er sérstök athygli á því að það verður keppt í kvenna- og karlaflokki, háð þátttöku þó.

 

Dagskrá:

Barnaflokkur T7 (1 hringur hægt tölt og 1 hringur fegurðartölt)

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

Karlaflokkur

Kvennaflokkur

Úrslit í öllum flokkum

 

Skráningar:

Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, það á ekki að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka hér á vef Glaðs, undir Ýmsir tenglar hægra megin. Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót. Til að skrá sig í karlaflokk er valinn 2. flokkur en til að skrá í kvennaflokk er valinn 1. flokkur. Áframhaldið rekur sig sjálft, munið bara að skrá einnig upp á hvora hönd þið þið ætlið að ríða og að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.


Ef einhver lendir í vandræðum með þetta er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is   

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 1.000 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 27. febrúar og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.

Staðan í liðakeppninni eftir smalann

Þriðjudagur 25. febrúar 2014

Staðan í liðakeppninni er núna súa að liðið norðan við Fáskrúð er með 23 stig, Búðardalsliðið er með 21 stig og liðið sunnan við Fáskrúð með 7 stig.

Tillaga að lagabreytingu

Þriðjudagur 25. febrúar 2014

Stjórn Glaðs ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að leggja fyrir næsta aðalfund félagsins eftirfarandi tillögu að lagabreytingu:

  1. Aftan við grein 5 í núgildandi lögum félagsins bætist svohljóðandi texti: "Til að hestur geti keppt fyrir Glað í gæðingakeppni verður hann að vera skráður í eigu félaga í Glað þann 15. apríl á keppnisárinu."
  2. "Ákvæði til bráðabirgða" sem er aftast í núgildandi lögum fellur út.

 

Seinna atriðið er einföld tiltekt þar sem bráðabirgðarákvæðið hefur fyrir löngu lokið hlutverki sínu. Fyrra atriðið er hins vegar breyting sem getur skipt verulegu máli varðandi hvaða hross geta keppt fyrir Glað á Landsmótum og Fjórðungsmótum. Félagar eru því hvattir til að íhuga vel þessa tillögu og mæta svo á aðalfund félagsins til að koma skoðunum sínum á framfæri, ræða tillöguna og greiða atkvæði um hana og/eða hugsanlegar breytingartillögur. Núgildandi lög er að sjálfsögðu að finna hér á Glaðsvefnum.

 

Aðalfundur Glaðs verður auglýstur síðar en stefnt er að því að hann verði haldinn í síðustu vikunni í mars, líklega þriðjudaginn 25. mars.

Sýnikennsla í Faxaborg

Mánudagur 24. febrúar 2014

Sýnikennsla með SIGGA SIG, HINNA og HULDU verður í Faxaborg í Borgarnesi fimmtudagskvöldið 27.02.2014 klukkan 20:00, húsið opnar klukkan 19:00. Aðgangseyrir 1.500 kr.

Smalinn

Mánudagur 17. febrúar 2014

Úrslitin úr smalanum eru komin á mótasíðuna!

Liðakeppni vetrarins

Fimmtudagur 13. febrúar 2014

Eins og í fyrra verður liðakeppni í vetur og aftur verða þrjú lið. Liðaskiptingin verður þessi: sveitin sunnan við Fáskrúð, Búðardalur og sveitin norðan við Fáskrúð. Allir flokkar telja til stiga á eftirfarandi mótum: smala, tölti í reiðhöll, fjórgangi í reiðhöll, vetrarleikum Glaðs og íþróttamótinu.


Þeir sem búa utan Dalabyggðar eða Reykhólasveitar en eru skráðir félagar í Glað geta að sjálfsögðu verið með en þeir þurfa bara að tilkynna til mótanefndar hvaða liði þeir ætla að keppa með.


Reglur stigakeppninnar breytast aðeins frá fyrri árum hvað stigagjöfina varðar. Þetta sést vel í töflunni hér að neðan. Breytingin er gerð til að auka jafnvægi í keppninni þannig að fámennir flokkar hafi síður úrslitaáhrif í heildarkeppninni.

 

8 keppendur eða fleiri

7 keppendur

6 keppendur

5 keppendur og færri

1. sæti – 10 stig

1. sæti – 8 stig

1. sæti – 7 stig

1. sæti – 6 stig

2. sæti – 8 stig

2. sæti – 6 stig

2. sæti – 5 stig

2. sæti – 4 stig

3. sæti – 6 stig

3. sæti – 5 stig

3. sæti – 4 stig

3. sæti – 3 stig

4. sæti – 5 stig

4. sæti – 4 stig

4. sæti – 3 stig

4. sæti – 2 stig

5. sæti – 4 stig

5. sæti – 3 stig

5. sæti – 2 stig

5. sæti – 1 stig

6. sæti – 3 stig

6. sæti – 2 stig

6. sæti – 1 stig

 

7. sæti – 2 stig

7. sæti – 1 stig

 

 

8. sæti – 1 stig

 

 

 

Smalinn 15. febrúar

Miðvikudagur 12. febrúar 2014

Þá er mótahaldið að fara í gang hjá okkur. Fyrsta mót ársins er keppni í Smala í Nesoddahöllini í Búðardal laugardaginn 15. febrúar og hefst keppnin stundvíslega klukkan 13:00. Brautin verður með svipuðu sniði og í fyrra.

 

Sú breyting verður gerð á þessu ári að aðeins keppendur í barnaflokki mega ríða í gegnum brautina fyrir keppni. Aðrir keppendur mega teyma hestana sína í gegnum brautina tvisvar sinnum. Brautin opnar klukkan 11:00.

 

Dagskrá:  Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

 

Hvetjum alla til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni.

 

Reglur smalans:

  1. Riðnar eru tvær umferðir og ræður betri tími.
  2. Í seinni umferð fer slakasti tími úr fyrri umferð fyrstur og svo koll af kolli.
  3. Að fella keilu eða rekast í hlið þá bætast 4 sek. við tímann. Að sleppa hliði er 8 sek. refsing.
  4. Allur hefðbundinn reiðbúnaður er leyfilegur.
  5. Allir keppendur skulu vera með hjálm og hafa hann spenntan.

 

Skráningar:
Þórður:  893 1125, thoing@centrum.is

Svala: 861 4466, budardalur@simnet.is

Tekið er við skráningum til klukkan 24:00, föstudaginn 14. febrúar. Skráningargjald er 1000 kr. en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.

Nýjar dagsetningar námskeiða

Þriðjudagur 4. febrúar 2014

Þá er þetta komið á hreint með dagsetningar á námskeiðum okkar:

  1. Reiðnámskeið með Skildi Orra er að hefjast þessa dagana svo nú er um að gera að skrá sig strax!
  2. Járninganámskeið með Gunnari Halldórssyni verður haldið sunnudaginn 23. febrúar.
  3. Helgarnámskeið Ólafs Andra fer fram dagana 8. - 9. mars.
  4. Skrautreiðarnámskeið er enn ódagsett en áhugasamir ættu endilega að tilkynna sig.

 

Að öðru leiti gildir allt það sem segir í fréttinni um námskeiðshald hér aðeins neðar. Minnum loks á að fyrsta mótið okkar er Smalinn þann 15. febrúar svo nú er nóg að gera á næstunni hjá okkur í Glað.

Dagsetningar námskeiða

Föstudagur 31. janúar 2014

Glöggir félagsmenn hafa bent á að járninganámskeiðið og reiðnámskeið Ólafs Andra rekast á mótadaga hjá félaginu. Þetta er í skoðun hjá Fræðslu- og æskulýðsnefnd og hér verður að sjálfsögðu tilkynnt hvernig úr þessu verður leyst.

Allt að fara á fullt í námskeiðshaldi

Föstudagur 31. janúar 2014

Fræðslu og æskulýðsnefndin okkar hefur verið að undirbúa fjölbreytt námskeiðshald í vetur.

 

Almennt reiðnámskeið með Skildi Orra

Skjöldur Orri Skjaldarson ætlar að vera með almennt reiðnámskeið hjá okkur í vetur. Námskeiðið byrjar núna í byrjun febrúar og mun standa út apríl. Námskeiðið er ætlað börnum jafnt og fullorðnum, konum sem körlum. Þetta er námskeið sem enginn ætti að láta framhjá sér fara! Um hóptíma er að ræða en einnig verður hægt að fá einkatíma. Verð er kr. 12.000. Tekið er við skráningum þessa dagana, sjá hér neðar.

 

Járninganámskeið
Gunnar Halldórsson, íslandsmeistari í járningum verður með járningarnámskeið hjá okkur þann 15. febrúar næstkomandi. Verð er kr. 20.000 með skeifum. Tekið er við skráningum til 12. febrúar, sjá hér neðar. Aðeins eru 5 pláss í boði!

 

Reiðnámskeið með Ólafi Andra
Fyrstu helgina í mars, þann 1.-2. mars er fyrirhugað námskeið með Ólafi Andra Guðmundssyni. Hann mun kenna í einkatímum, 45 mínútur í einu á hvert par (mann og hest), bæði laugardag og sunnudag. Einnig verður hann með einn sýnikennslutíma þar sem hann kemur sjálfur með hest. Verðið verður í kringum kr. 13.000. Tekið verður við skráningum til 25. febrúar. Aðeins 10 pláss eru í boði svo öruggast er að skrá sig sem fyrst!

 

Skrautreiðarnámskeið
Sú hugmynd er uppi að Skjöldur Orri verði með skrautreiðarnámskeið fyrir fullorðna en ekki er komin tími á það né verð. Fylgist með á www.gladur.is. Þeir sem áhuga hafa á þessu ættu endilega að láta vita strax (sjá neðar) svo við getum byrjað þetta námskeið sem fyrst! Það verður bara gaman að koma saman og læra einhverjar skemmtilegar slaufur og hlægja.

 

Skráningar á námskeið
Við skráningum á öll ofannefnd námskeið taka:
Heiðrún 772 0860, hsandra@is.enjo.net

Svanborg 895 1437, svanborgjon@simnet.is

Ágústa Rut 771 3881, nem.arh1@lbhi.is 


Athugið að um öll námskeiðin gildir að þau verða einungis haldin ef næg þátttaka fæst!

Allir sem einn - sjálfboðaliðavefur ÍSÍ

Miðvikudagur 29. janúar 2014

Sjálfboðaliðavefur ÍSÍEins og í flestum öðrum félögum innan íþróttahreyfingarinnar byggir starfsemi Glaðs að langmestu leiti á sjálfboðaliðavinnu félagsmanna. Nú hefur ÍSÍ sett á stofn sjálfboðaliðavefinn Allir sem einn. Tilgangurinn er annarsvegar til að auðveldara verði fyrir hvern og einn að átta sig á sínu vinnuframlagi og hins vegar til að hreyfingin geti betur lagt mat á umfang sjálfboðaliðastarfsins.

 

Félagar í Glað vinna mikið og fórnfúst starf í þágu félagsins og eru þeir hvattir til að skrá vinnu sína með því að fara inn á sjálfboðaliðavefinn. Til að fara þar inn er farið inn á heimasíðu ÍSÍ, þ.e. www.isi.is og smellt þar á hnappinn sem myndin hér til hliðar er af. Hér hægra megin á okkar eigin vef er einnig kominn tengill beint inn á vefinn (Undir Ýmsir tenglar) þannig að alltaf verður auðveld leið inn á vefinn héðan af Glaðsvefnum.

 

Í fyrsta sinn sem farið er inn á vefinn þarf maður að smella á Nýskráning þar sem maður svo býr til sinn aðgang að vefnum.

 

Námskeið í Söðulsholti

Sunnudagur 5. janúar 2014

Hvernig væri nú að byrja nýtt ár á því að skella sér á námskeið spyrja þau Iðunn og Halldór í Söðulsholti. Sölvi Sigurðsson verður með reiðnámskeið hjá þeim helgina 11.-12. janúar en þar er frábær kennari á ferðinni. Kennt verður í einkatímum og hesthúspláss eru fyrir hendi fyrir hrossin yfir helgina. Laugardaginn 18. janúar ætlar svo íslandsmeistarinn í járningum, Gunnar Halldórsson að vera með járningarnámskeið í Söðulsholti.

 

Nánari upplýsingar í síma 899 5625 eða 861 0175 og með netfanginu sodulsholt@sodulsholt.is.

 

Eldri fréttir

Fréttir frá 2013

Fréttir frá 2012

Fréttir frá 2011

Fréttir frá 2010

Fréttir frá 2009

Fréttir frá 2008

Fréttir frá 2007

Fréttir frá 2006

Fréttir frá 2005

 

 

 

Fara efst á síðu

 

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri