Eldri fréttir:

Frá fræðslunefnd

Fimmtudagur 24. desember 2020

Ágætu félagar!

 

Fræðslunefnd hefur verið að störfum núna í haust að skipuleggja vetrarstarfið. Það eru auðvitað furðulegir tímar eins og hefur ekki farið framhjá nokkrum manni en sú ákvörðun var tekin strax að við myndum ekki láta neitt hafa áhrif á okkur heldur taka bara stöðuna þegar að nær dregur viðburðunum.

 

Nú í byrjun árs verður boðið uppá hitting þar sem að við komum til með að þrífa reiðtygin (hnakka og beisli) og bera á með krökkunum. Við munum að sjálfsögðu gæta að sóttvörnum og hafa sér hópa fyrir yngsta-, mið- og elstastig grunnskólans. Dagsetning verður auglýst fljótlega.

Sonja Líndal dýralæknir ætlar annað hvort að koma til okkar eða vera með fyrirlestur á Zoom um tannheilsu hrossa. Sonja hefur sérhæft sig í tannheilbrigði hrossa og er með mjög áhugaverðan fyrirlestur sem enginn hestamaður ætti að láta framhjá sér fara.

Sjöfn Sæmundsdóttir reiðkennari verður með 8 vikna reiðnámskeið í reiðhöllinni eins og undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að námskeiðið byrji uppúr miðjum janúar.

Við erum búin að tryggja okkur helgi á Skáney í vetur þó að dagsetning sé ekki komin á hreint. Þetta helgarnámskeið hefur verið vinsælt enda mjög lærdómsríkt og skemmtilegt námskeið.

Fyrirhugað er að hafa helgarnámskeið í vetur í reiðhöllinni. Samningar við reiðkennara standa yfir og verður því auglýst síðar hvenær námskeiðin verða og hverjir verða með þau.

Útreiðafjörið sem hefur verið boðið uppá í byrjun sumars verður einnig en með örlítið breyttu sniði og verður það námskeið auglýst þegar nær dregur.

Ævintýraferðin okkar verður að sjálfsögðu á dagskrá í sumar svo endilega takið dagana 26.-28. ágúst frá og komið með okkur í 3 daga hestaferð. Í ár komum við til með að þurfa að leita meira til foreldra til þess að aðstoða okkur en þessi ferð er unnin í sjálfboðstarfi og er enginn kostnaður sem liggur að baki hennar.

 

Í sumar pöntuðum við peysur frá 66N merktar félaginu. Við ætlum að panta aftur og framlengjum frestinn framyfir áramót. Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið áhuga.

Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári þá minnum við ykkur á að huga vel að hrossunum um áramótin.

 

Sigrún, Inga Heiða, Signý og Styrmir

Mótaskráin 2021

Miðvikudagur 25. nóvember 2020

Mótanefnd hefur fundað og ákveðið eftirfarandi mótadagskrá fyrir komandi keppnisár:

  1. 13. febrúar: Þrígangur og Smalinn
  2. 11. mars: Tölt
  3. 27. mars: Frjálsar æfingar og slaktaumatölt
  4. 17. apríl: Vetrarleikar
  5. 1. maí: Íþróttamót
  6. 12. júní: Hestaþing Glaðs 2021

Ævintýranámskeið 27. - 29. júlí

Laugardagur 18. júlí 2020

Þriðja árið í röð stendur fræðslunefnd Glaðs fyrir þessu geysivinsæla námskeiði, ævintrýranámskeiði fyrir vön börn dagana 27. - 29. júlí. Þetta er þriggja daga námskeið í formi hestaferðar.

 

Í ár er planið að riðið verði um Hörðudal, Miðdali og þar í kring. Þetta verða langir reiðtúrar fyrir vana knapa (2-3 tímar í reiðtúr með stoppi og heildartími á dag er um 3-4 tímar með undirbúningi og frágangi). Tvo daga taka börnin með sér nesti sem við borðum saman í náttúrunni í miðjum reiðtúr og síðasta daginn endum við á sameiginlegri grillveislu sem er innifalin.

 

Einungis vön börn geta sótt þetta námskeið, ekki er um fetreið að ræða nema að litlu leiti. Börn sem eru 9 ára og yngri þurfa að hafa forráðamann með. Foreldrar eru velkomnir með.

 

 

Umsjónarmenn á námskeiðinu eru Sigrún Hanna Sigurðardóttir, Svala Svavarsdóttir, Björk Guðbjörnsdóttir, Inga Heiða Halldórsdóttir og Svanborg Einarsdóttir en nánari upplýsingar koma á næstu dögum, svo sem nákvæm ferðaleið og fleira.

 

Skráning er hér í þessu skjali.

Hestaþingi aflýst

Fimmtudagur 25. júní 2020

Hestaþingið fellur því miður niður í ár vegna ónógrar þátttöku.

Hestaþing Glaðs 27. júní

Laugardagur 20. júní

Nú er nákvæmlega vika í Hestaþingið okkar, laugardaginn 27. júní. Opið er fyrir skráningu til kl. 20 miðvikudagskvöldið 24. júní. Allar nánari upplýsingar eru hér svolítið neðar á þessari síðu.

Útreiðanámskeið og keppnisþjálfun

Þriðjudagur 9. júní 2020

Nú er Fræðslu- og æskulýðsnefnd með tvö námskeið á næstunni og er verið að taka við skráningum.

 

Útreiðanámskeið

Dagana 6. - 10. júlí (mánudagur-föstudags) býður Fræðslunefnd upp á 5 daga reiðnámskeið þar sem lögð verður áhersla á útreiðar. Þetta verða fimm tveggja klst. tímar þar sem byrjað verður á því að smala girðingu, síðan kembt, lagt á og svo farið í útreiðatúr. Þátttakendur koma með sinn hest sjálfir og þurfa að geta riðið út á góðri ferð (ekki bara fetreið). Kennari er Sjöfn Sæmundsdóttir.

 

Tímasetningarnar verða fundnar út með hópnum/hópunum en lagt er upp með að þetta verði á bilinu kl. 10 -17:30 eftir því hvað hóparnir eru margir. Börn sem eru í vinnuskólanum fá tíma eftir vinnu eða 15:30-17:30. Sjöfn raðar í hópa þegar skráning er ljós. Námskeiðshestar fá girðingu í Búðardal yfir þessa 5 daga.

 

Verð fyrir 5 daga námskeið:

- Glaðsfélagar 12.000.-

- utan félags 15.000,-

 

Skráning er í skjalinu hér. Vinsamlegast skráið í alla reiti í forminu. Skráningu lýkur þriðjudaginn

30. júní næstkomandi.

 

Frekari upplýsingar um námskeiðið veita:

Björk í messenger skilaboðum eða í síma 898 6227
Sigrún í messenger skilaboðum eða í síma 862 5718
Svala í messenger skilaboðum eða í síma 861 4466

 

ATHUGIÐ – Ef það eru börn sem eru ekki tilbúin í 2ja tíma útreiðanámskeið og vilja námskeið inn í reiðhöll þessa daga er það í boði ef það næst næg þátttaka í slíkan hóp. Það námskeið yrði einn klukkutími á dag og verð fyrir 5 daga er 8.000,- fyrir Glaðsfélaga og 10.000,- fyrir aðra.

 

Keppnisþjálfun

Sjöfn Sæmundsdóttir býður upp á keppnisþjálfun dagana fyrir Hestaþingið. Hægt er að bóka tíma þessum dögum:

19. júní

20. júní

22. júní

26. júní


Hver tími er 60 mínútur á keppnisvellinum.
Stakur tími kostar 3.000 kr. en ef sami aðili tekur tíma alla fjóra dagana kostar það 8.000 kr.
Tímasetning innan dagsins er samkomulagsatriði með kennara.

Bikarmót Vesturlands - gæðingakeppni

Föstudagur 5. júní 2020

Bikarkeppni Vesturlands – gæðingakeppni verður haldin á félagssvæði Borgfirðings dagana 13. – 14. júní næstkomandi. Er mótið lokað öðrum en félögum í hestamannafélögum á Vesturlandi, Dreyra, Borgfirðingi, Glað og Snæfellingi. Mótið er jafnframt gæðingakeppni Borgfirðings, Snæfellings og Dreyra.

 

Keppt verður í eftirtöldum greinum og flokkum:

A flokkur gæðinga – 1. flokkur

A flokkur gæðinga – 2. Flokkur

B flokkur gæðinga – 1. Flokkur

B flokkur gæðinga – 2. Flokkur

Ungmennaflokkur

Unglingaflokkur

Barnaflokkur

Þessu til viðbótar verður keppt í tveimur tilraunagreinum – niðurstöður í þeim birtast ekki í WorldFeng eða Kappa og flokkarnir eru aðeins til að halda utan um skráningu

Gæðingatölt (skrá sem T3 í Sportfeng) – 1. flokkur – 2. flokkur (minna vanir) og 17 ára og yngri, unglingaflokkur

Gæðingakeppnisskeið (skráð sem gæðingaskeið PP2 í SportFeng) – opinn flokkur

 

Skráningagjöld eru kr. 5.000.- í fullorðinsflokkum og kr. 2.500.- í öðrum flokkum.

 

Fyrirspurnum og beiðnum um aðstoð má koma á framfæri í gegn um netfangið borgfirdingur@borgfirdingur.is. Skráning er með Skráningakerfi Sportfengs (mótshaldari Borgfirðingur). Skráningarfrestur rennur út kl. 23:59 þriðjudagskvöldið 9. Júní. Ekki draga fram á síðustu stundu að skrá. Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður keppni í þeim flokkum sem viðunandi skráning næst ekki.

 

Skýringar við tilraunakeppnisgreinar: 

Í flokki 17 ára og yngri verða dæmd fjögur atriði: hægt tölt, stjónun og áseta á hægu tölti, fegurðartölt á frjálsum hraða og stjórnun á fegurðartölti.

Í opnum flokki, minna vanir, verða dæmd fjögur atriði: hægt tölt, fegurðartölt á frjálsum hraða, vilji og fegurð í reið. Vilji og fegurð í reið gilda tvöfalt.

Í opnum flokki, meira vanir, verða dæmd fjögur atriði, hægt tölt, tölt með hraðamun, vilji og fegurð í reið. Vilji og fegurð í reið gilda tvöfalt. Leyfður verður meiri hraði á hægu tölti en í hefðbundinni töltkeppni.

Í Gæðingakeppnisskeiði er keppt eins og í A flokki: 3 dómarar dæma skeið, einkunn fyrir tíma er helmingur á móti dómaraeinkunn, tveir sprettir riðnir og betri sprettur gildir.

Hestaþing Glaðs 27. júní

Föstudagur 5. júní 2020

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 27. júní næstkomandi. Mótið hefst kl. 10:00 og er opið öllum félögum í hestamannafélögum.

 

Dagskrá:

Kl. 10:00 Forkeppni

1. Tölt T3 opinn flokkur

2. Unglingaflokkur

10 mínútna hlé

3. Barnaflokkur
4. B-flokkur ungmenna
5. B-flokkur gæðinga

15 mínútna hlé

6. A-flokkur gæðinga

MATARHLÉ
Úrslit

1. Tölt T3

2. Unglingaflokkur

3. Barnaaflokkur

4. B-flokkur ungmenna

10 mínútna hlé

5. A-flokkur gæðinga

10 mínútna hlé

6. B-flokkur gæðinga

 

Athugið að öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum dagskrárlið og auglýst hér með fyrirvara um breytingar.

 

Bendum á að Dalakot verður með pizzahlaðborð í matarhléinu.

 

Skráning:
Skráningar fara fram í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega, slóðin er http://skraning.sportfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í lok skráningarferlisins.
Skráningargjald er kr. 1.500 í barnaflokk og unglingaflokk, kr. 2.500 í ungmennaflokk, B-flokk, A-flokk og tölt.

 

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 20:00 að kvöldi miðvikudagsins 24. júní. Sami tímafrestur gildir um greiðslu skráningagjalda.

Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við Þórð í síma 893 1125 eða með netfangi thoing@centrum.is.

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 26. júní.

Aðalfundur Glaðs 28. maí

Miðvikudagur 13. maí 2020

Aðalfundur Hestamannafélagsins Glaðs verður haldinn í Dalabúð fimmtudaginn 28. maí. Fundurinn hefst kl. 20:00.

 

Dagskrá:

  1. Kosning starfsmanna fundarins
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar lagðir fram
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  5. Reikningar bornir undir atkvæði
  6. Kosningar skv. 6. grein laga félagsins
  7. Kosning nefnda
  8. Ákvörðun árgjald
  9. Önnur mál

Næstu mótum aflýst

Þriðjudagur 17. mars 2020

Mótanefnd hefur nú tekið þá ákvörðun að aflýsa næstu tveimur mótum á vegum félagsins og er þetta gert vegna yfirstandandi Covid-19 faraldurs. Mótin sem falla niður eru:

21. mars - frjálsar æfingar og slaktaumatölt

4. apríl - vetrarleikar

Rásraðir á töltmótinu

Mánudagur 9. mars 2020

Pollaflokkur:

Skráð á staðnum

 

Barnaflokkur:

1. holl: Ívar Örn Haraldsson og Börkur frá Svarfhóli

1. holl: Elna Rut Haraldsdóttir og Hryðja frá Svarfhóli

 

Unglingaflokkur:

1. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum

1. holl: Katrín Einarsdóttir og Seðill frá Spágilsstöðum

2. holl: Dagný Þóra Arnarsdóttir og Óðinn frá Geirmundarstöðum

 

Ungmennaflokkur:

1. holl: Birta Magnúsdóttir og Hugur frá Einhamri 2

 

Opinn flokkur:

1. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Sólborg frá Búðardal

1: holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Sérviska frá Hofakri

2. holl: Sophie Wellenbrink og Sigurrós frá Lindarholti

2. holl: Eyþór Jón Gíslason og Þorri frá Spágilsstöðum

3. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti

3. holl: Carolin Baare-Schmidt og Gjósta frá Búðardal

4. holl: Edda Unnsteinsdóttir og Stormar frá Syðri-Brennihóli

4. holl: Svala Svavarsdóttir og Raftur frá Spágilsstöðum

5. holl: Sigrún Hanna Sigurðardóttir og Aþena frá Bjarnastöðum

6. holl: Harald Óskar Haraldsson og Aska frá Geirmundarstöðum

6. holl: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi

7. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Spænir frá Búðardal

7. holl: Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni

8. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri

8. holl: Þórður Ingólfsson og Mökkur frá Spágilsstöðum

9. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Merrý frá Lindarholti

9. holl: Monika Backman og Yrjar frá Svarfhóli

Töltmótið fært - verður þann 10. mars

Fimmtudagur 27. febrúar 2020

Komið hefur í ljós að töltmótið sem halda átti fimmtudaginn 5. mars rekst á reiðnámskeið í reiðhöllinni og því hefur Mótanefnd nú ákveðið að fresta mótinu til þriðjudagsins 10. mars. Mótið hefst kl. 19:00.

 

Keppt verður í Tölti T7 í ölllum flokkum með venjulegum fyrirvara um þátttöku en T7 í höllinni er riðið þannig: einn hringur hægt tölt, snúið við og tveir hringir fegurðartölt. Tveir eru inná í einu og öllum er stjórnað af þul.

 

Dagskrá mótsins er tilbúin og verður með fyrirvara um þátttöku:

 

  1. Pollaflokkur
  2. Tölt barnaflokkur - forkeppni
  3. Tölt unglingaflokkur - forkeppni
  4. Tölt ungmennaflokkur - forkeppni
  5. Tölt barnaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
  6. Tölt unglingaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
  7. Tölt ungmennaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
  8. Hlé í 15 mínútur
  9. Tölt opinn flokkur - forkeppni
  10. Hlé í 15 mínútur
  11. Tölt opinn flokkur - úrslit og verðlaunaafhending

 

Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Þarfnist einhver aðstoðar vegna skráninga má hafa samband við Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is eða Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.

 

Skráningargjald er 1.000 krónur og skráningarfrestur er til miðnættis á sunnudagskvöldi 8. mars. Pollar eru skráðir á mótsstað og greiða ekki skráningargjald.

 

Minnum einnig á næsta mót sem verður laugardaginn 21.mars. Þá verður keppt í Frjálsum æfingum/fimi og slaktaumatölti.

 

Rásraðir í þrígangi og smala

Laugardagur 15. febrúar 2020

Pollaflokkur:

Skráð á staðnum

 

Þrígangur - unglingaflokkur:

  1. Alexander Örn Skjaldarson og Kveikur frá Fremri-Gufudal
  2. Katrín Einarsdóttir og Seðill frá Spágilsstöðum
  3. Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum
  4. Daníel Freyr Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

 

Þrígangur - ungmennaflokkur:

  1. Linnea Rosenqvist og Narnía frá Lindarholti
  2. Andri Óttarr Skjaldarson og Spænir frá Búðardal
  3. Birta Magnúsdóttir og Hugur frá Einhamri 2
  4. Linnea Rosenqvist og Nói frá Lindarholti

 

Þrígangur - opinn flokkur:

  1. Carolin Baare-Schmidt og Gjósta frá Búðardal
  2. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri
  3. Skjöldur Orri Skjaldarson og Skjaldborg frá Búðardal
  4. Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti
  5. Eyþór Jón Gíslason og Ronaldo frá Spágilsstöðum
  6. Jón Ægisson og Katla frá Gillastöðum
  7. Edda Unnsteinsdóttir og Stormar frá Syðri-Brennihóli
  8. Sophie Wellenbrink og Sigurrós frá Lindarholti
  9. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Sérviska frá Hofakri
  10. Skjöldur Orri Skjaldarson og Sólborg frá Búðardal
  11. Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni
  12. Arnar Þór Ólafsson og Óðinn frá Geirmundarstöðum
  13. Svanborg Einarsdóttir og Lipurtá frá Gillastöðum
  14. Sjöfn Sæmundsdóttir og Merrý frá Lindarholti
  15. Sophie Wellenbrink og Drífa frá Lindarholti

 

Smali - ungmennaflokkur:

  1. Linnea Rosenqvist Nói frá Lindarholti

 

Smali - opinn flokkur:

  1. Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti
  2. Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni
  3. Sophie Wellenbrink og Drífa frá Lindarholti
  4. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri

Mótinu frestað um sólarhring

Föstudagur 14. febrúar 2020

Vegna veðurútlitsins um helgina hefur nú verið ákveðið að fresta mótinu sem halda átti á morgun. laugardag um sólarhring. Það er því á sunnudag 16. febrúar sem keppt verður í þrígangi og smala og keppni hefst kl. 13:00. Vegna þessa verður opið fyrir skráningar til kl. 12 á hádegi laugardaginn 15. febrúar.

Dagskráin á laugardag

Þriðjudagur 11. febrúar 2020

Mótanefnd hefur ákveðið dagskrána fyrir mótið laugardaginn 15. febrúar þegar keppt verður í þrígangi og smala:

  1. Pollar (klárað alveg)
  2. Þrígangur - barnaflokkur - forkeppni
  3. Þrígangur - unglinga- og ungmennaflokkur - forkeppni
  4. Þrígangur - barnaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
  5. Þrígangur - unglinga- og ungmennarflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
  6. Þrígangur – opinn flokkur – forkeppni
  7. Hlé í 20 mínútur
  8. Þrígangur – opinn flokkur - úrslit og verðlaunaafhending
  9. Hlé í 20 mínútur
  10. Smalinn: Barnaflokkur, unglinga og ungmennaflokkur, opinn flokkur

Brautin fyrir Smalann verður sett upp eftir að keppni í þrígangi lýkur, hún verður opin í 20 mínútur áður en keppni hefst.

 

Vakin er athygli á því að hætt hefur verið við að keppa í karla- og kvennaflokkum í þrígangi eins og áður hafði verið auglýst. Keppt verður í opnum flokki fyrir fullorðna. Auglýsingin hér fyrir neðan hefur verið uppfærð vegna þessa.

Fyrsta mótið: þrígangur og smali 15. febrúar

Sunnudagur 9. febrúar 2020 - Uppfært 11. febrúar 2020

Fyrsta mótið okkar í ár er fyrirhugað laugardaginn 15. febrúar og hefst keppni kl. 13:00. Keppnsgreinar verða:

 

Allt er þetta að sjáflsögðu háð þátttöku og getur tekið breytingum.

 

Dagskráin er ekki fullmótuð en verður birt hér á næstu dögum.

 

Fyrirkomulagið í þríganginum er með sama sniði og undanfarin ár:

 

Skráningar:

Skráning fer fram í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Athugið að:

Þarfnist einhver aðstoðar vegna skráninga má hafa samband við Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is eða Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.

 

Skráningargjald er 1.000 krónur og skráningarfrestur er til hádegis (kl. 12) á föstudeginum 14. febrúar. Pollar eru skráðir á mótsstað og greiða ekki skráningargjald.

Glaðskvöld með fræðslu og jakkamátun

Sunnudagur 2. febrúar 2020

Glaðskvöld 6. febrúar 2020Fimmtudaginn 6. febrúar stendur Fræðslunefnd fyrir fyrsta fræðslufundi vetrarins. Gísli dýralæknir verður með fræðslu um umhirðu hrossa, Thelma Harðardóttir kynnir podkastið Fjórtakt og hægt verður að máta jakka sem hægt verður að panta með merki Glaðs og nafni sínu.

 

Fræðslunefndin ætlar líka að kynna nánar dagskrá vetrarins og svo verður kaffi og kvöldsnarl á boðstólum.

 

Smellið á myndina hér til hliðar fyrir frekari upplýsingar. Sjáið einnig viðburðinn á facebook.

Reiðnámskeið í febrúar og mars

Sunnudagur 2. febrúar 2020

Nú er fyrsta reiðnámskeið vetrarins að hefjast hjá okkur í Glað og verður það haldið á 6 vikna tímabili 10. febrúar til 22. mars. Kennari er Sjöfn Sæmundsdóttir.

 

Hver þátttakandi fær einn 40 mínútna tíma í viku en ef það lenda fjórir í hóp þá verður tíminn 60 mínútur. Lagt er upp með að hafa námskeiðið á fimmtudögum en helgar eru möguleiki líka, ákvörðun verður tekin út frá óskum þátttakenda og möguleikum reiðkennara til að mæta þeim. Ef knapar skrá sig ekki saman í ákveðinn hóp þá mun fræðslunefnd og Sjöfn raða í hópa. Fræðslunefnd mun í framhaldinu heyra í þátttakendum eða forráðamönnum þeirra og stilla strengi með daga og tímasetningar.

 

Námskeiðsgjöld:

-GLAÐSFÉLAGAR-

17 ára og yngri:

Einkatímar: 18.000 kr. (niðurgreitt um 6.000 kr.)

Hópatímar: 9.000 kr. (niðurgreitt um 6.000 kr.)

Fullorðnir:

Einkatímar: 24.000 kr.

Hópatímar: 15.000 kr.

-UTAN FÉLAGS-:
Allur aldur:

Einkatímar: 30.000 kr.

Hópatímar: 18.000 kr.

 

Skráning er í þessu skjali hér, vinsamlegast skráið í alla reiti í skráningarforminu og ef þið hafið ekki skoðun þá skrifa "alveg sama." Skráningu líkur 5. febrúar n.k.

 

Frekari upplýsingar veita:
Svala í messenger skilaboðum eða í síma: 861 4466

Sigrún í messenger skilaboðum eða í síma: 862 5718

 

ATHUGIÐ – Það er möguleiki að semja um staka tíma ef einhverjum hentar ekki að koma einu sinni í viku í 6 vikur. T.d. að koma þá í 6 skipti á lengra tímabili. Skoðast hjá reiðkennara ef fyrirspurn kemur upp.

 

ATHUGIÐ - Ef einhverjir hafa áhuga á að taka knapamerki þá endilega hafið samband við okkur og við munum gefa ykkur upplýsingar um fjölda tíma og verð með prófinu sjálfu og þá er hægt að setja saman plan með Sjöfn í framhaldinu, athugið að það er að hluta til bóklegt. Knapar þurfa að vera 12 ára til að byrja á knapamerkjum.

 

ATHUGIÐ – Ef börnum vantar hest á námskeiðið þá er Sjöfn með hesta sem hægt er að leigja hjá henni ef aðilar geta sjálfir verið með þá á húsi og séð um þá þessar sex vikur meðan á námskeiði stendur. Nánari upplýsingar veitir Sjöfn í síma 663 6725.

Breyting í mótaskrá

Sunnudagur 29. janúar 2020

Fyrsta mótið í vetur, Þrígangur og Smali hefur verið fært til um viku, mótið verður haldið 15. febrúar en ekki 22. febrúar eins og áður hafði verið auglýst. Listinn yfir mót vetrarins á mótasíðunni okkar hefur verið uppfærður.

Fræðsludagskráin 2020

Mánudagur 20. janúar 2020

Fræðslu- og æskulýðsnefnd Glaðs er svo sannarlega að störfum og hér kynnir hún metnaðarfulla dagskrá sína fyrir árið 2020:

 

  1. Reiðnámskeið 6 vikur – Nemendur koma í tíma einu sinni í viku í sex vikur. Hver og einn fær kennslu við sitt hæfi, allt frá byrjendum að læra ásetuæfingar upp í lengra komna sem vilja taka knapamerki. Tekin verður ákvörðun um hvort það verður svo annað 6 vikna námskeið í framhaldinu. Byrjar fyrstu vikuna í febrúar og auglýsing er væntanleg næstu daga.
    Kennari: Sjöfn Sæmundsdóttir.
  2. Reiðnámskeið - Helgarnámskeið á Skáney helgina 21.-23. febrúar fyrir ungu kynslóðina. Nemendur eyða allri helginni á Skáney og gista þar. Búið að auglýsa, orðið fullt og biðlisti.
    Kennarar: Haukur og Randi.
  3. Fræðslukvöld -Stefnt að allavega tveimur fræðsluerindum í vetur. Komnar nokkrar hugmyndir en allar hugmyndir frá félagsmönnum vel þegnar. Nánar auglýst síðar.
  4. Reiðnámskeið – Stefnt er að fá reiðkennara 2-3 sinnum í vetur til að bjóða upp á reiðtíma yfir helgi (laugardag og sunnudag), þar sem félagsmenn geta pantað sér tíma.
  5. Sirkusnámskeið – Við höfum mikinn áhuga á að geta boðið upp á þetta námskeið í vor og erum að skoða með samstarf með öðru félagi til að ná fjöldanum. Þetta námskeið er fyrir 12 ára og eldri og við verðum að ná 10-12 manns að lágmarki. Kennari er Ragnheiður Þorvaldsdóttir. Nánar auglýst síðar.
  6. Æskan og hesturinn -Stefnt að ferð á Æskan og hesturinn í maí eins og undanfarin ár. Nánar auglýst síðar.
  7. Keppnisþjálfun – boðið verður upp á þjálfun í keppni dagana fyrir Íþróttamót Glaðs og Hestaþing Glaðs. Hægt að panta sér tíma eins og hverjum og einum hentar. Nánar auglýst síðar.
  8. Útreiðanámskeið -Stefnt að því að halda námskeið í júní þar sem fókusinn er á reiðtúra. Mætt í hesthúsin, girðing smöluð, kembt og lagt á, farið í reiðtúr og að síðustu frágangur. Um er að ræða 5 daga námskeið þar sem mætt er í 5 daga í röð. Nánar auglýst síðar.
  9. Reiðnámskeið á Reykhólum - Stefnt er að sumarnámskeiði á Reykhólum og jafnvel fleiri námskeiðum í vor ef áhugi er fyrir hendi. Nánar auglýst síðar.
    Kennari: Sjöfn Sæmundsdóttir.
  10. Hestaferð -Stefnt er að 3-4 daga hestaferð næsta sumar með fókus á börnin en foreldrar og aðstandendur velkomnir með. Kostnaður verður í lágmarki og aðilar úr fræðslunefnd munu halda utan um hópinn. Nánar auglýst síðar.
  11. Fræðslunefnd hefur mikinn áhuga á að bjóða félagsmönnum upp á að kaupa merkta jakka og buff fyrir sumarið. Erum farin að skoða þetta og auglýsum þetta betur síðar.
  12. Fræðslunefnd hefur mikinn áhuga á samstarfi við hin Hestamannafélögin á Vesturlandi og mun beita sér fyrir því að stofna „Æsku Vesturlands“ sem hefði það hlutverk að vera með nokkra viðburði á ári fyrir krakkana í félögunum.

 

Nefndin vonast að sjálfsögðu eftir góðri þátttöku og góðu samstarfi á árinu.

Frá Fræðslunefnd: reiðnámskeið á Skáney

Mánudagur 13. janúar 2020

Helgina 21.-23. febrúar næstkomandi er fyrirhugað reiðnámskeið fyrir börn á Skáney. Mæting er kl. 16 á föstudeginum og námskeiðinu líkur á sunnudeginum kl. 13. Námskeiðið er ætlað börnum 9-15 ára en nauðsynlegt er að börnin hafi sofið að heiman áður án vandkvæða og séu sjálfbjarga með tannburstun o.s.frv.

 

Á námskeiðnu er farið yfir öll helstu atriði hestamennskunnar, umhirðu, gjafir og reiðmennsku. Þetta er í þriðja skiptið sem Glaðsbörn fara á Skáney og hefur tekist sérstaklega vel til með fyrri námskeið.

 

Verðið er 28 þúsund á barn en innifalið er námskeiðshestur, kennsla, fæði og húsnæði. Nauðsynlegt er að 1 fullorðinn dvelji á staðnum með hópnum og er sá kostnaður innifalinn í verði. Athugið að Hestamannafélagið Glaður niðurgreiðir námskeiðið um helming fyrir sína félagsmenn.

 

Skráning og upplýsingar um námskeiðið er hjá Sigrúnu, sighannasig@gmail.com eða í síma 862 5718.

 

Fleira er á döfinni hjá Fræðslunefndinni og mun hún á næstu dögum birta heildardagskrá vetrarins hvað varðar fræðslu- og æskulýðsstarfið.

Vertu upp á þitt albesta - fyrirlestur hjá Borgfirðingi

7. janúar 2020

 Vertu upp á þitt besta - fyrirlestur hjá Borgfirðingi

Eldri fréttir

Fréttir frá 2019

Fréttir frá 2018

Fréttir frá 2017

Fréttir frá 2016

Fréttir frá 2015

Fréttir frá 2014

Fréttir frá 2013

Fréttir frá 2012

Fréttir frá 2011

Fréttir frá 2010

Fréttir frá 2009

Fréttir frá 2008

Fréttir frá 2007

Fréttir frá 2006

Fréttir frá 2005


Fara efst á síðu

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri