Eldri fréttir:

Breytingar í mótaskrá Glaðs

Sunnudagur 4. desember 2016

Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á mótaskránni okkar og nú er hún svona (breytingar svartletraðar):

Föstudaginn 3. febrúar: Smali í Nesoddahöllinni

Laugardaginn 25. febrúar: Tölt og fimiæfingar í Nesoddahöllinni

Laugardaginn 11. mars: Þrígangur í Nesoddahöllinni

Laugardaginn 25. mars: Vetrarleikar á reiðvellinum í Búðardal

Laugardaginn 22. apríl: Íþróttamót Glaðs á reiðvellinum í Búðardal

Helgina 10.-11. júní: Hestaþing Glaðs

Mótadagar Glaðs 2017

Sunnudagur 6. nóvember 2016

Mótanefndin okkar hefur tekið ákvörðun um eftirfarandi mótadaga:

Smalinn 3. febrúar

Tölt og fimiæfingar 25. febrúar

Þrígangur 18. mars

Vetrarleikar 8. apríl

Íþróttamót Glaðs 29. apríl

Hestaþing Glaðs 10.-11. júní

 

Árshátíðin í Glym 19. nóvember

Mánudagur 31. október 2016

Minnum á árshátíð vestlenskra hestamanna í Glym þann 19. nóvember næstkomandi. Sjá auglýsingu hér neðar á síðunni. Nú er hver að verða síðastur að panta miða á skemmtunina.

Múlahnýtinganámskeiðið

Mánudagur 31. október 2016

Ákveðið hefur verið að múlahnýtinganámskeiðið verði haldið laugardaginn 5. nóvember og það hefst klukkan 16:00. Þátttakan kostar 7.900 krónur og það eru allir velkomnir. Inga og Signý taka við skráningum:
Inga Heiða ingheida@hotmail.com

Signý Hólm lypurta_vinur@hotmail.com

Uppskeruhátíð hestamanna

Fimmtudagur 27. október 2016

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin í Gullhömrum Grafarholti þann 5. nóvember. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði með þriggja rétta máltíð, glæsilegri dagskrá og balli í lokin. LH og FHB standa saman að hátíðinni.

 

Nánari upplýsingar eru hér á vef LH.

Fortamninganámskeið og sýnikennsla í Söðulsholti

Fimmtudagur 27. október 2016

Fortamninganámskeið og sýnikennsla í Söðulsholti

Stefnt er að fortamninganámskeiði og sýnikennslu í Söðulsholti dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Kennari verður Guðmundur Margeir Skúlason.

 

Allar nánari upplýsingar má sjá ef smellt er á myndina hér til hliðar.

 

 

 

 

 

 

 

Múlahnýtinganámskeið?

Miðvikudagur 19. október 2016

Er áhugi á múlahnýtinganámskeiði í Dölum? Inga Heiða og Signý eru að kanna það og eru þegar komnar með nokkra áhugasama á lista. Þetta gæti sennilega orðið í byrjun nóvember. Þeir sem hefðu áhuga ættu að hafa samband við þær:
Inga Heiða ingheida@hotmail.com

Signý Hólm lypurta_vinur@hotmail.com  

 

Sjá nánari upplýsingar hér:
https://www.facebook.com/groups/193510867428542/permalink/1016903155089305/

Árshátíð vestlenskra hestamanna 19. nóvember

Þriðjudagur 4. október 2016Árshátíð 2016 í Glym

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi verður haldin á vegum Dreyra þann 19. nóvember næstkomandi á hinum margrómaða sælustað, Hótel Glym í Hvalfirði.

 

Allar nánari upplýsingar eru í auglýsingunni, smellið á myndina hér til hliðar.

 

 

 

 

 

 

 

Bikarmót Vesturlands í Borgarnesi

Fimmtudagur 4. ágúst 2016

Þá er komið að Bikarmóti Vesturlands og að þessu sinni er það haldið í Borgarnesi helgina 13.-14. ágúst, n.k. Ef skráningar eru fáar verður mótið klárað á laugardegi. Þetta er mót sem er opið fyrir félagsmenn vestlenskra hestamannafélaga og er stigamót þannig að efstu þrír í hverri grein telja til stiga fyrir félag sitt (árangur í forkeppni gildir). Áskilinn er réttur til að fella niður grein ef færri en 3 skrá sig til leiks.

 

Keppnisgreinar eru:
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 og tölt T3.
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Fimmgangur F2
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið PP1
Opinn flokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3 – Tölt T4 - Fimmgangur F2 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m. skeið.

 

Skráningar fara fram í gegn um SportFeng líkt og áður. Mótshaldari er Skuggi.
Skráningargjöld eru: Barna – og unglingaflokkur, kr. 2.000 – pr. skráningu. Ungmenna – og opinn flokkur kr. 3.000.- pr. skráningu.
Skráningu lýkur um miðnætti miðvikudaginn 10. ágúst. Netfang og símanúmer fyrir aðstoð er kristgis@simnet.is og 898 4569.

 

Hestamannafélagið Skuggi væntir þess að sem allra flestir sjái sér fært að koma í Borgarnes og keppa fyrir félag sitt.

Hestaþingið klárt

Sunnudagur 19. júní 2016

Niðurstöður Hestaþingsins eru komnar inn á mótasíðuna.

Rásraðir á hestaþingi 18. júní

Fimmtudagur 16. júní 2016

Tölt T3 - opinn flokkur:

1. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Kliður frá Steinum

1. holl: Ámundi Sigurðsson og Spuni frá Miklagarði

2. holl: Sigrún Ólafsdóttir og Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð

2. holl: Magnús Þór Guðmundsson og Drífandi frá Búðardal

3. holl: Skúli L. Skúlason og Bára frá Lambastöðum

3. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

4. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Ósk frá Miðhrauni 2

4. holl: Arna Hrönn Ámundadóttir og Hrafn frá Smáratúni

 

Barnaflokkur:

 1. Fjóla Rún Sölvadóttir og Bliki frá Dalsmynni
 2. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli
 3. Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum
 4. Aron Mímir Einarsson og Sleipnir frá Hróðnýjarstöðum
 5. Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sindri frá Keldudal
 6. Fjóla Rún Sölvadóttir og Fjöður frá Ólafsvík

 

Unglingaflokkur:

 1. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal
 2. Inga Dís Víkingsdótti og Melódía frá Sauðárkróki
 3. Magnús Þór Guðmundsson og Kvistur frá Skálmholti
 4. Arna Hrönn Ámundadóttir og Hrafn frá Smáratúni
 5. Róbert Vikar Víkingsson og Sleipnir frá Söðulsholti
 6. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal

 

Ungmennaflokkur:

 1. Majbrit Maag Sahlholt Lauritsenog Baltasar frá Hallkelsstaðahlíð
 2. Kristín Þórarinsdóttir og Megan frá Litlu-Tungu 2

 

B-flokkur gæðinga:

 1. Hylur frá Bringu og Ámundi Sigurðsson
 2. Blómi frá Barkarstöðum og Ágústa Rut Haraldsdóttir
 3. Stirnir frá Leirum og Svanhvít Gísladóttir
 4. Krapi frá Steinum og Guðmundur Margeir Skúlason
 5. Þór frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson
 6. Ábóti frá Söðulsholti og Iðunn Svansdóttir
 7. Næk frá Miklagarði og Inga Heiða Halldórsdóttir
 8. Hvinur frá Magnússkógum og Björk Guðbjörnsdóttir
 9. Maísól frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson
 10. Álfadís frá Magnússkógum og Arndís Ólafsdóttir
 11. Tvífari frá Sauðafelli og Ágústa Rut Haraldsdóttir
 12. Þorri frá Lindarholti og Svanhvít Gísladóttir
 13. Kátur frá Hallkelsstaðahlíð og Guðmundur Margeir Skúlason
 14. Spuni frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson

 

A-flokkur gæðinga:

 1. Þróttur frá Lindarholti og Sjöfn Sæmundsdóttir
 2. Gná frá Borgarnesi og Halldór Sigurkarlsson
 3. Ágústínus frá Sauðafelli og Ágústa Rut Haraldsdóttir
 4. Lukka frá Lindarholti og Svanhvít Gísladóttir
 5. Óðinn frá Lambastöðum og Guðmundur Margeir Skúlason
 6. Brennir frá Votmúla 1 og Ámundi Sigurðsson

Hestaþingið á einum degi

Fimmtudagur 16. júní 2016

Þátttaka í Hestaþinginu er í minna lagi og þess vegna hefur verið ákveðið að keyra allt mótið á einum degi. Mótið hefst með forkeppni kl. 10:00 eins og áður hafði verið auglýst en öll forkeppnin verður kláruð með bara stuttum hléum. Að lokinni forkeppni í öllum greinum (í áður auglýstri röð) verður svo gert gott hlé til kl. 18:30 og þá hefjast úrslit. Þau fara fram í þessari röð: Tölt, Barnaflokkur, stutt hlé, B-flokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur (hugsanlega unglingar og ungmenni saman) og A-flokkur. Áður auglýstri kvölddagskrá verður sleppt.

 

Rásraðir verða birtar hér seint í kvöld eða í fyrramálið.

Keppendur Glaðs á Landsmóti

Mánudagur 13. júní 2016

Þá er ljóst hverjir fara á Landsmót í ár og keppa fyrir Glað en það eru þessir keppendur:

 

Barnaflokkur:

Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum

 

Unglingaflokkur:

Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

Vara: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal

 

Ungmennaflokkur:

Kristín Þórarinsdóttir og Megan frá Litlu-Tungu 2

 

B-flokkur gæðinga:

Dóri frá Fremri-Gufudal, knapi Styrmir Sæmundsson

 

A-flokkur gæðinga:

Þórdís frá Hvammsvík, knapi Styrmir Sæmundsson

Halla frá Fremri-Gufudal, knapi Styrmir Sæmundsson

Hestaþing Glaðs 18. - 19. júní

Þriðjudagur 7. júní 2016

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 18. - 19. júní næstkomandi. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum.

 

Dagskrá:

Laugardagur 18. júní

Kl. 10:00 Forkeppni

1. Tölt (T3) opinn flokkur

2. Barnaflokkur

10 mínútna hlé

3. Unglingaflokkur

4. Ungmennaflokkur

MATARHLÉ

5. B-flokkur gæðinga

15 mínútna hlé

6. A-flokkur gæðinga

Hlé til kl. 20:00

Kl. 20:00 Kvölddagskrá:

1. Ræktunarbússýningar

2. Kappreiðar og flugskeið

250 m skeið

250 m brokk

250 m stökk

100 m skeið (flugskeið)

3. Úrslit í tölti

Sunnudagur 19. júní

Kl. 13:00 Úrslit

1. Barnaflokkur

2. B-flokkur gæðinga

10 mínútna hlé

3. Unglingaflokkur

4. Ungmennaflokkur

10 mínútna hlé

5. A-flokkur gæðinga

 

Athugið að öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum flokki og auglýst hér með fyrirvara um breytingar.

 

Skráning:

Skráningar fara fram með skráningakerfi SportFengs, slóðin er http://skraning.sportfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í lok skráningarferlisins.

 

Skráningargjald er kr. 1.500 í barnaflokk og unglingaflokk en kr. 2.500 í allt annað. Skráð verður á staðnum í kappreiðarnar en skráningar í gæðingakeppni, tölt og 100 m skeið þurfa að berast fyrir kl. 20:00 að kvöldi miðvikudagsins 15. júní. Sami tímafrestur gildir um greiðslu skráningagjalda í þessar greinar.


Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Svölu í síma 861 4466 eða með netfangi budardalur@simnet.is

Þórð í síma 893 1125 eða með netfangi thoing@centrum.is

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 17. júní.

Landsmótsúrtaka 11. og 12. júní í Borgarnesi

Fimmtudagur 2. júní 2016

Landsmótsúrtaka á Vesturlandi 11. og 12. júní
Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Faxa, Glað, Skugga og Snæfelling, laugardaginn 11. júní og sunnudaginn 12. júní, næstkomandi, á félagssvæði Skugga, við Vindás í Borgarnesi.   Keppni hefst báða dagana kl. 10:00.
Keppt verður í eftiröldum greinum:
A flokki gæðinga – B flokki gæðinga – Barnaflokki – Unglingaflokki – Ungmennaflokki.

Athugið sérstaklega að fyrri og seinni umferð verða keyrð eins og sitthvort mótið sitt hvorn daginn, 11. og 12. júní. Það þarf að skrá sig á annað eða bæði mótin óháð hinu og skráningarfrestur rennur út samtímis fyrir bæði mótin. Sem sagt, það er ekki hægt að sjá til hvernig gengur í fyrri umferð og ákveða þá hvort maður skráir sig i seinni umferðina. Einungis er um forkeppni að ræða, ekki riðin úrslit.
Fyrri daginn verður röð keppnisgreina þessi: Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur, B-flokkur og A-flokkur
Seinni daginn verður röð keppnisgreina þessi: A-flokkur, B-flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur.

 

Skráning fer fram með skráningakerfinu á Sportfeng, slóðin inn á skráningakerfið er: http://skraning.sportfengur.com/  Þar er fyrst valið Mót í valmynd og á skráningasíðunni þar sem stendur Veldu hestamannafélag sem heldur mót er valið Glaður. Svo er fyllt í upplýsingar um knapa og hest og þar sem velja á atburð er valið annað hvort eða bæði:
Landsmótsúrtaka á Vesturlandi – Fyrri umferð IS2016GLA114
Landsmótsúrtaka á Vesturlandi – Seinni umferð IS2016GLA115

Næst er að velja keppnisgrein og svo smella á Setja í körfu. Að því loknu þarf að fara inn í Vörukörfuna og klára allt ferlið þar, í lokin fást þá upplýsingar um bankareikning sem greiðsla þarf að berast inn á. Það er mikilvægt að klára allt ferlið! Hægt er að hafa samband við Þórð í síma 893-1125 eða thoing@centrum.is ef vandræði koma upp við skráningu.
Skráningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 23:59 miðvikudaginn 8. júní næstkomandi og skráningagjöld þarf að greiða innan sama tímafrests.

Skráningargjöld eru:  Kr. 4.000,- á hvern hest, fyrir skráningu í A og B flokk
Skráningargjöld eru:  Kr. 2.000,- fyrir barna-, unglinga- og ungmennaflokk.

 

Unnt verður að leigja stíur fyrir keppnishesta í reiðhöllinni Faxaborg, samdægurs eða kvöldið áður og er leigugjald pr. stíu kr. 2.000.-.  Pantanir á stíum hjá Reyni, í síma: 860 9014, eða á netfanginu: reynir@loftorka.is
Áætlað er að halda knapafund með mótstjórn, kl. 09:00 báða dagana.
Nánari tímasetningar, rásraðir og allar frekari upplýsingar um mótið verða birtar á sérstakri facebooksíðu úrtökumótsins https://www.facebook.com/vesturlandsurtaka2016
Vellirnir verði opnir, til æfinga, dagana fyrir mót í samráði við Stefán Loga, formann Skugga.

Nánari upplýsingar um mótið gefa mótstjórar;  Ásdís Sigurðardóttir í síma: 845 8828, Ása Hólmarsdóttir í síma: 663 4574 og formaður Skugga, Stefán Logi í síma: 617 5310.

Skemmtiferð Glaðs í Skagafjörð 4. júní

Mánudagur 30. maí 2016 - breytt þriðjudag 31. maí 2016

Gleði og gaman, nú líður að skemmtiferð Glaðs sem skemmtinefndin okkar stendur fyrir.  Að þessu sinni ætlum við að stefna í Skagafjōrðinn laugardaginn 4. júní. Lagt verður af stað úr Búðardal kl. 9:30, ekið í Varmahlíð og snarlað þar. Síðan heimsækjum við þessa staði:

 • Varmaland en þar er m.a vatnsgōngubretti fyrir hross,
 • Varmalæk,
 • Hafsteinsstaði,
 • Íbishól,
 • Útvík brugghús en þar eru framleiddir allskonar gæðingar.

 

Styrktaraðilar ferðarinnar eru: Hrossaræktarsamband Dalamanna og Hestaeigendafélag Búðardals.


Verð í ferðina fer eftir þátttöku en verður á bilinu 3.500- 4.500 krónur. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 2. júní en við þeim taka:
Gyða 696 7169

Hildur 696 8457

Æskulýðsdagur Vesturlands 21. maí

Miðvikudagur 18. maí 2016

Laugadaginn 21. maí næstkomandi standa hestamannafélögin á Vesturlandi fyrir kynningardegi á hestinum og hestamennsku, þar sem börn og unglingar koma saman og sýna okkur nokkur skemmtileg atriði. Sýningin hefst klukkan 14:00 í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi.

 

Smellið á myndina fyrir nánari upplýsingar.

 

 

 

 

Sjálfboðaliðar á LM 2016 - umsóknarfrestur 15. maí

Fimmtudagur 5. maí 2016

Landsmót hestamanna hafa í áranna rás verið borin uppi af óeigingjörnu framlagi sjálfboðaliða úr hestamannafélögum landsins. Sami eldmóður og hugsjón einkenna starfið í dag og í upphafi og margir sjálfboðaliðar gefa vinnu sína ár eftir ár. Gífurlegur undirbúningur liggur í að skipuleggja Landsmót og til að mæta kröfum nútímans um aðbúnað og skipulag reisum við heilt þorp fyrir allt að 15.000 manns. Framlag sjálfboðaliða er því gríðarlega mikilvægt og skiptir höfuðmáli til að gera umgjörð mótsins sem glæsilegasta.

 

Sjálfboðaliðar sem taka þátt í Landsmóti vinna a.m.k. þrjár vaktir á meðan á mótinu stendur. Þeir sem eru áhugasamir geta þó að sjálfsögðu tekið að sér fleiri vaktir því verkefnin eru næg. Hver vakt varir í 6 klukkustundir og er sjálfboðaliðum skipt niður í hópa sem fá síðan úthlutað ákveðið ábyrgðarsvið eða verkefni.

 

Nánari upplýsingar um sjálfboðaliðastarfið má finna hér

Til að sækja um þarf að fylla út umsókn og senda góða andlitsmynd með umsókninni á johanna@landsmot.is.

 

Umsóknarfrestur er tl 15. maí 2016.

Stóðhestar á vegum HrossVest í sumar

Sunnudagur 1. maí 2016

Hér eru auglýstir stóðhestar á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands sumarið 2016, smellið á myndina:

Rásraðir á íþróttamótinu

Föstudagur 29. apríl 2016

Búið er að fella niður 2. flokk í tölti vegna lítillar þátttöku þar en þeir sem höfðu skráð sig í 2. flokk hafa verið sameinaðir þeim sem skráðu sig í 1. flokk svo við erum bara með einn opinn flokk.

 

Fjórgangur - opinn flokkur

1. holl: Svanhvít Gísladóttir og Stirnir frá Leirum

1. holl: Nadine Elisabeth Walter og Skíma frá Norðurási

2. holl: Styrmir Sæmundsson og Dóri frá Fremri-Gufudal

2. holl: Hrefna Rós Lárusdóttir og Jarl frá Reykhólum

3. holl: Svala Svavarsdóttir og Gjöf frá Stóra-Múla

3. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Ljúfur frá Ásum

4. holl: Hlynur Þór Hjaltason og Jaðar frá Hamraendum

4. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Rjóð frá Hallkelsstaðahlíð

5. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

 

Fjórgangur - barnaflokkur

1. holl: Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum

2. holl: Katrín Einarsdóttir og Mylla frá Spágilsstöðum

2. holl: Aron Mímir Einarsson og Sleipnir frá Hróðnýjarstöðum

 

Fjórgangur - unglingaflokkur

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

 

Fjórgangur - ungmennaflokkur

1. holl: Svandís Lilja Stefánsdóttir og Arnar frá Skipanesi

1. holl: Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Þokki frá Sælingsdal

2. holl: Hrönn Jónsdóttir og Þorri frá Lindarholti

 

Fimmgangur - opinn flokkur

1. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð

1. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

2. holl: Lárus Ástmar Hannesson og Magni frá Lýsuhóli

2. holl: Styrmir Sæmundsson og Halla frá Fremri-Gufudal

3. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð

3. holl: Svanhvít Gísladóttir og Lukka frá Lindarholti

4. holl: Hlynur Þór Hjaltason og Fáni frá Breiðabólsstað

5. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Freyfaxi frá Breiðabólsstað

6. holl: Hrefna Rós Lárusdóttir og Sól frá Reykhólum

6. holl: Svandís Lilja Stefánsdóttir og Prins frá Skipanesi

7. holl: Styrmir Sæmundsson og Þórdís frá Hvammsvík

7. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Bára frá Lambastöðum

 

Tölt - barnaflokkur

1. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Spá frá Spágilsstöðum

1. holl: Aron Mímir Einarsson og Sleipnir frá Hróðnýjarstöðum

2. holl: Katrín Einarsdóttir og Mylla frá Spágilsstöðum

2. holl: Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum

 

Tölt - unglingaflokkur

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

2. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal

 

Tölt - ungmennaflokkur

1. holl: Svandís Lilja Stefánsdóttir og Arnar frá Skipanesi

1. holl: Hrönn Jónsdóttir og Seifur frá Miklagarði

 

Tölt - opinn flokkur

1. holl: Svala Svavarsdóttir og Menja frá Spágilsstöðum

1. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

2. holl: Styrmir Sæmundsson og Þórdís frá Hvammsvík

2. holl: Eyþór Jón Gíslason og Vatnadís frá Vatni

3. holl: Hrefna Rós Lárusdóttir og Jarl frá Reykhólum

3. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Bára frá Lambastöðum

4. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Ágústínus frá Sauðafelli

4. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

5. holl: Svanhvít Gísladóttir og Lukka frá Lindarholti

5. holl: Nadine Elisabeth Walter og Skíma frá Norðurási

6. holl: Hlynur Þór Hjaltason og Jaðar frá Hamraendum

6. holl: Svala Svavarsdóttir og Gjöf frá Stóra-Múla

7. holl: Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni

7. holl: Guðmundur Margeir Skúlason og Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð

8. holl: Styrmir Sæmundsson og Halla frá Fremri-Gufudal

 

100 m skeið

 1. Lárus Ástmar Hannesson og Magni frá Lýsuhóli
 2. Svanhvít Gísladóttir og Ófeigur frá Klettholti
 3. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa
 4. Guðmundur Margeir Skúlason og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð
 5. Inga Heiða Halldórsdóttir og Freyfaxi frá Breiðabólsstað
 6. Hlynur Þór Hjaltason og Fáni frá Breiðabólsstað

Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands

Fimmtudagur 28. apríl 2016

Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn á Hótelinu í Borgarnesi þann 8. maí n.k. og hefst kl. 20:30. Á dagskrá verða almenn aðalfundarstörf. Farið verður yfir stóðhesta sumarsins og starfið sem framundan er á árinu. Allir velkomnir!

Pub-quiz og ferðalag

Þriðjudagur 28. apríl 2016

Það verður pub quiz í Dalakoti með trúbadúrívafi fimmtudagskvöldið 28. apríl. Dagskráin hefst kl. 20:30.
Pizzatilboð: 1.500 kr. og tilboðskaldur líka á kantinum
Mætum nú öll í quizzztuði…

 

Svo er skemmtinefndin líka að leggja drög að því að farið verði í dagsferð laugardaginn 4. júníí næstkomandi en það verður nánar auglýst síðar.

Opið íþróttamót Glaðs laugardaginn 30. apríl

Þriðjudagur 26. apríl 2016

Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 30. apríl og hefst keppni stundvíslega klukkan 10:00. Mótið er opið félögum í hestamannafélögum í LH.

 

Dagskrá:

Knapafundur í reiðhöllinni kl. 09:30

Forkeppni hefst kl. 10:00:

Fjórgangur: opinn flokkur V2, barnafl. V5, unglingafl. V2 og ungmennafl. V2
Fimmgangur F2: opinn flokkur
Tölt T7: barnaflokkur
Tölt T3: unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2. flokkur og 1. flokkur

Úrslit:

Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur: opinn flokkur
Pollaflokkur, frjáls aðferð
Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

100 m skeið (flugskeið)

Takið eftir:

 • Í barnaflokki verður keppt í V5 (frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk) og í T7 (hægt tölt og tölt á frjálsri ferð). Í skráningarkerfinu heitir fjórgangurinn samt V2 í barnaflokki eins og í hinum flokkunum.
 • Opnum flokki (þ.e. fullorðnum) verður nú skipt upp í 1. og 2. flokk. Keppendur raða sér sjálfir í flokk eftir getu og keppnisreynslu.

 

Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Síðasti skráningadagur er fimmtudagurinn 28. apríl. Sama gildir um greiðslu skráningagjalda en gjaldið er 1.500 krónur í barna-, unglinga- og ungmennaflokk en 2.500 kr. í fullorðinsflokka. Pollar eru skráðir á mótsstað eða með tölvupósti til Svölu eða Þórðar. Það er ekkert skráningagjald í pollaflokkinn. Aðstoð við skráningar veita:
Svala í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórður í 893 1125 eða thoing@centrum.is

Staðan í stigakeppninni

Fimmtudagur 21. apríl 2016

Þá er aðeins eitt mót eftir í stigakeppni vetrarins en það er íþróttamótið okkar eftir rúma viku. Því er rétt að líta nú á stöðuna í stigakeppninni.

 

Í einstaklingskeppninni er Friðjón Kristinn Friðjónsson efstur í barnaflokki með 20 stig, Laufey Fríða Þórarinsdóttir efst í unglingaflokki með 18 stig og í ungmennaflokki er Hrönn Jónsdóttir efst með 18 stig. Í opnum flokki er keppni nokkuð hörð en efst stendur núna Svanhvít Gísladóttir með 38 stig.

 

Það kemur svo sennilega engum á óvart að í liðakeppninni er vestur (eða norður-) liðið langefst en liðið er nú með 305 stig. Búðardalsliðið kemur næst með 89 stig og svo suður-liðið með 54 stig.

 

Stigakeppni vetrarins má skoða betur hér.

Rásraðir vetrarleikanna á morgun

Föstudagur 15. apríl 2016

Fjórgangur V2 opinn flokkur:

1. holl: Svala Svavarsdóttir og Spá frá Spágilsstöðum

1. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

2. holl: Styrmir Sæmundsson og Dóri frá Fremri-Gufudal

2. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði

3. holl: Lena Katrine Fejborg og Yddari frá Svarfhóli

3. holl: Svanhvít Gísladóttir og Stirnir frá Leirum

4. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða

5. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Bubbi frá Breiðabólsstað

6. holl: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi

6. holl: Svala Svavarsdóttir og Gjöf frá Stóra-Múla

7. holl: Þórður Ingólfsson og Snillingur frá Búðardal

7. holl: Eyþór Jón Gíslason og Vatnadís frá Vatni

 

Fjórgangur V5 barnaflokkur:

1. holl: Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum

1. holl: Friðjón Kristinn Friðjónsson og Amor frá Vorsabæjarhjáleigu

 

Fjórgangur V2 unglingaflokkur:

1. holl: Þórey Anna Friðjónsdóttir og Ljúfur frá Ásum

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítada

 

Fjórgangur V2 ungmennaflokkur:

1. holl: Hrönn Jónsdóttir og Demantur frá Lindarholti

1. holl: Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum

 

Fimmgangur F2 opinn flokkur:

1. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

1. holl: Styrmir Sæmundsson og Þórdís frá Hvammsvík

2. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti

2. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Ágústínus frá Sauðafelli

3. holl: Svanhvít Gísladóttir og Lukka frá Lindarholti

3. holl. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri

4. holl: Styrmir Sæmundsson og Halla frá Fremri-Gufudal

 

Tölt pollaflokkur:

Skráð á staðnum

 

Tölt T7 barnaflokkur:

1. holl: Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum

2. holl: Friðjón Kristinn Friðjónsson og Lýsingur frá Kílhrauni

2. holl: Katrín Einarsdóttir og Mylla frá Spágilsstöðum

 

Tölt T3 unglingaflokkur:

1. holl: Þórey Anna Friðjónsdóttir og Ljúfur frá Ásum

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal

 

Tölt T3 ungmennaflokkur:

1. holl: Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir Kolbakur frá Syðri-Reykjum

 

Tölt T3 opinn flokkur:

1. holl: Styrmir Sæmundsson Halla frá Fremri-Gufudal

1. holl: Svala Svavarsdóttir og Spá frá Spágilsstöðum

2. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

2. holl: Eyþór Jón Gíslason og Messa frá Votmúla 2

3. holl: Svanhvít Gísladóttir og Lukka frá Lindarholti

3. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Keimur frá Kanastöðum

4. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

4. holl: Styrmir Sæmundsson og Dóri frá Fremri-Gufudal

5. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Ágústínus frá Sauðafelli

5. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Bubbi frá Breiðabólsstað

6. holl: Þórður Ingólfsson og Kveðja frá Hofsstöðum

6. holl: Svala Svavarsdóttir og Gjöf frá Stóra-Múla

7. holl: Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni

7. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði

8. holl: Styrmir Sæmundsson og Þórdís frá Hvammsvík

 

100 m flugskeið:

 1. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri
 2. Svanhvít Gísladóttir og Vignir frá Hásæti
 3. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa

Sýning í reiðhöllinni 15. apríl

Þriðjudagur 12. apríl 2016

Börn á námskeiði Börnin sem nú eru á reiðnámskeiði hjá Sjöfn Sæmundsdóttur ætla að hafa sýningu í reiðhöllinni núna næsta föstudag, 15. apríl, þ.e. daginn fyrir vetrarleikana. Sýningin hefst kl. 18:00. Þrír hópar barna ætla að sýna okkur listir okkar og hvað þau hafa verið að læra hjá Sjöfn. Við hvetjum alla til að koma í reiðhöllina og fylgjast með: foreldra, systkini, afa og ömmur, frænkur og frændur, nágranna og bara hreint alla því við munum öll hafa gaman af þessu!

 

 

 

 

 

Vetrarleikar 16. apríl

Sunnudagur 10. apríl 2016

Vetrarleikarnir fara fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 16. apríl og hefst  mótið stundvíslega klukkan 12:00.
Dagskrá:

Forkeppni

Fjórgangur: opinn flokkur V2, barnafl. V5, unglingafl. V2 og ungmennafl. V2
Fimmgangur F2: opinn flokkur
Tölt: pollafl. frjáls aðferð, barnaflokkur T7, unglingafl. T3, ungmennafl. T3 og opinn fl. T3

Úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur: opinn flokkur
Tölt: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur

100 m skeið (flugskeið)

 

Takið eftir að í barnaflokki verður keppt í V5 (frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk) og í T7 (hægt tölt og tölt á frjálsri ferð). Við skráninguna heitir fjórgangurinn samt V2 í barnaflokki eins og í hinum flokkunum.

 

Skráningar:
Eins og áður skrá keppendur sig með Skraningakerfi SportFengs. Þurfi einhver aðstoð við skráningar er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is

 

Athugið að í fjórgangi barnaflokks þarf að skrá í V2 þó keppt verði í V5.

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu, munið bara að fara inn í vörukörfu í lokin og að klára öll skref til enda. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist!

 

Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 14. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Í pollaflokkinn er skráð á staðnum og þar eru engin skráningagjöld.

Aðalfundur Glaðs 11. apríl

Laugardagur 2. apríl 2016

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Leifsbúð í Búðardal mánudaginn 11. apríl næstkomandi og hefst fundurinn kl. 20:30.


Dagskrá skv. lögum félagsins:

 1. Kosning starfsmanna fundarins
 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
 3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.
 4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
 5. Reikningar bornir undir atkvæði.
 6. Lagabreytingar [engar fyrirhugaðar].
 7. Kosningar skv. 6. grein.
 8. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar.
 9. Ákvörðun árgjalds.
 10. Önnur mál.

 

Undir 7. dagskrárlið verða að þessu sinni kosnir ritari, gjaldkeri og varamenn þeirra í stjórn til 3 ára, annar tveggja skoðunarmanna til 2 ára, fulltrúi á Landsþing LH og fulltrúar á sambandsþing UDN.

 

Á fundinum mun stjórn félagsins óska eftir heimild til að ákveða að Glaður leggi fram fé í því skyni að lækka skuldir Nesodda ehf.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfund og taka þátt í umræðum sem varða félagið okkar!

Rásraðir í töltinu

Föstudagur 18. mars 2016

Pollaflokkur - skráð á staðnum

 

Barnaflokkur:

1. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Spá frá Spágilsstöðum

1. holl: Friðjón Kristinn Friðjónsson og Ljúfur frá Ásum Aron

2. holl: Mímir Einarsson og Sleipnir frá Hróðnýjarstöðum

3. holl: Katrín Einarsdóttir og Mylla frá Spágilsstöðum

 

Unglingaflokkur:

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Skutla frá Hvítadal

 

Ungmennaflokkur:

1. holl: Kristín Þórarinsdóttir og Árvakur frá Litlu-Tungu 2

1. holl: Hrönn Jónsdóttir og Þorri frá Lindarholti

 

Karlaflokkur:

1. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

1. holl: Arnar Þór Ólafsson og Freyja frá Skarðsá

2. holl: Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni

2. holl: Guðbjörn Guðmundsson og Álfadís frá Magnússkógum

3. holl: Vilberg Þráinsson og Askur frá Hríshóli 1

3. holl: Þórarinn Birgir Þórarinsson og Stefán frá Hvítadal

4. holl: Harald Óskar Haraldsson og Hryðja frá Svarfhóli

4. holl: Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni

5. holl: Þórður Ingólfsson og Snillingur frá Búðardal

5. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Gjósta frá Búðardal

6. holl: Gísli Sverrir Halldórsson og Rafn frá Hamraendum

6. holl: Eyþór Jón Gíslason og Messa frá Votmúla 2

 

Kvennaflokkur:

1. holl: Svanhvít Gísladóttir og Merrý frá Lindarholti

1. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Lukka frá Lindarholti

2. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Bubbi frá Breiðabólsstað

2. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði

3. holl: Svala Svavarsdóttir og Þilja frá Spágilsstöðum

3. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða

4. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Vinur frá Hallsstöðum

5. holl: Monika Backman og Kvika frá Svarfhóli

5. holl: Ragnheiður Pálsdóttir og Freyr frá Hvoli

6. holl: Svanhvít Gísladóttir og Stirnir frá Leirum

6. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti

7. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

7. holl: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Kveðja frá Hofsstöðum

8. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Seifur frá Miklagarði

8. holl: Svala Svavarsdóttir og Gjöf frá Stóra-Múla

Nesoddasíðan uppfærð

Föstudagur 18. mars 2016

Nú er búið að uppfæra upplýsingar á síðunni um reiðhöllina okkar. Gjaldská, viðburðadagatal og listi yfir lyklahafa hafa verið uppfærð.

Tölt í höllinni

Föstudagur 11. mars 2016

Töltmótið okkar fer fram laugardaginn 19. mars í Nesoddahöllinni og hefst stundvíslega klukkan 14:00. Vakin er athygli á að nú verður keppt í T7 í öllum flokkum og það á að ríða þannig: einn hringur hægt tölt, snúið við, svo tveir hringir fegurðartölt. Tveir eru inná í einu og því stjórnar þulur. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki auk yngri flokka, háð þátttöku þó eins og vant er. 

 

Dagskrá:
Pollaflokkur (skráning á staðnum)

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

Úrslit í yngri flokkum

Karlaflokkur

Kvennaflokkur

Úrslit í fullorðinsflokkum

 

Skráningar:
Skráningar fara fram með skráningakerfi SportFengs (http://skraning.sportfengur.com/) eins og undanfarin ár. Til að skrá sig í karlaflokk er valinn 2. flokkur en til að skrá í kvennaflokk er valinn 1. flokkur. Munið bara að fylla í alla reiti, að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en að greiðsla berst með millifærslu! Gjaldið er kr. 1.000 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 17. mars og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Ef einhver lendir í vandræðum með þetta má hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is

Vesturlandssýningin 2016

Þriðjudagur 1. mars 2016

 

Úrslit úr þrígangi

Sunnudagur 28. febrúar 2016

NIðurstöður þrígangsmótsins frá því í gær eru komnar inn á mótasíðuna. Í liðakeppninni hefur liðið norðan Fáskrúðar enn aukið á forskotið en stöðuna má sjá hér.

Rásraðir í þrígangi á morgun

Föstudagur 26. febrúar 2016

Pollaflokkur - skráð á staðnum!

 

Barnaflokkur:

 1. Eysteinn Fannar Eyþórsson og Spá frá Spágilsstöðum
 2. Katrín Einarsdóttir og Mylla frá Spágilsstöðum
 3. Aron Mímir Einarsson og Sleipnir frá Hróðnýjarstöðum

 

Ungmennaflokkur:

 1. Dóróthea S Unnsteinsdóttir og Demantur frá Lindarholti
 2. Hrönn Jónsdóttir og Þorri frá Lindarholti

 

Karlaflokkur:

 1. Vilberg Þráinsson og Askur frá Hríshóli
 2. Eyþór Jón Gíslason og Messa frá Votmúla 2
 3. Skjöldur Orri Skjaldarson og Sólborg frá Búðardal
 4. Gísli Sverrir Halldórsson og Rafn frá Hamraendum
 5. Harald Óskar Haraldsson og Hryðja frá Svarfhóli
 6. Þórður Ingólfsson og Snillingur frá Búðardal
 7. Guðmundur H Sigvaldason og Sunna frá Stykkishólmi
 8. Eyþór Jón Gíslason og Werner frá Vatni

 

Kvennaflokkur:

 1. Monika Backman og Yddari frá Svarfhóli
 2. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri
 3. Margrét Guðbjartsdóttir og Seifur frá Miklagarði
 4. Carolin Baare-Schmidt og Fjöl frá Búðardal
 5. Svala Svavarsdóttir og Þilja frá Spágilsstöðum
 6. Svanhvít Gísladóttir og Stirnir frá Leirum
 7. Sjöfn Sæmundsdóttir og Lukka frá Lindarholti
 8. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða
 9. Monika Backman Kvika frá Svarfhóli
 10. Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði

Þrígangur í Nesoddahöllinni 27. febrúar

Mánudagur 22.febrúa2 2016

Nú er að koma að keppni í þrígangi og hefst mótið í Nesoddahöllinni kl. 14:00 laugardaginn 27. febrúar n.k. Fyrirkomulag keppninnar verður með nokkuð öðrum hætti en í fyrra, sjá neðar.

 

Keppnisfyrirkomulag:

Það verður einn í braut í einu.

 

Börn ríða 2½-3 hringi og sýna þrjú af þessum fjórum atriðum: 1 hring á tölti á frjálsum hraða, 1 hring á brokki, ½ hring á feti og 1 hring á stökki. Í úrslitum sýna þau fet, brokk og tölt.

 

Unglingar, ungmenni og fullorðnir ríða 3½ hring: ½ á feti, 1 á tölti á frjálsum hraða, 1 á brokki og 1 á stökki en lægsta einkunnin dettur út þannig að aðaleinkunn reiknast sem meðaltal þriggja bestu gangtegundanna. Úrslitin verða eins.

 

Dagskrá (með fyrirvara um skráningar):
Pollaflokkur

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

Úrslit í yngri flokkum

Karlaflokkur

Kvennaflokkur

Úrslit í fullorðinsflokkum

 

Skráning:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Karlar skrá sig í 2. flokk og konur í 1. flokk. Þarfnist einhver aðstoðar vegna skráninga er sjálfsagt að hafa samband við Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is eða Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.

 

Skráningagjald er 1.000 krónur og skráningarfrestur er til miðnættis á fimmtudagskvöldi. Pollar eru skráðir á mótsstað.

Smalinn klár

Sunnudagur 14. febrúar 2016

Keppt var í Smala og Skemmtitölti í fyrrakvöld og var ágæt þátttaka og mæting í höllina okkar. Niðurstöður eru komnar inn á mótasíðuna. Í liðakeppninni hefur liðið norðan Fáskrúðar strax tekið talsverða forystu eins og sjá má hér.

Ískaldar töltdívur

Föstudagur 12. febrúar 2016

Mikil stemning er fyrir Ísköldum töltdívum og sjáum mótshaldarar fram á frábært mót til styrktar Landsliði Íslands í hestaíþróttum.


Glæsilegir aukavinningar verða í boði ásamt því að sigurvegari opins flokks hlýtur þátttökurétt á Allra sterkustu 26. mars næstkomandi. Einnig verður glæsilegasta parið valið.

 

Í ár verða keppnisgreinarnar eftirfarandi:

 • T1 (Opinn flokkur)
 • T3 (Meira vanar)
 • T7 (Minna vanar)
 • T3 (Ungmennaflokkur (18-21 árs))  

Keppnin hefst með forkeppni, að henni lokinni verður skemmtiatriði í hléi og svo taka úrslitin við. Úrslitin hefjast kl. 20:00

 

Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add. Skráningargjaldið er kr. 6.000. Takmarkaður fjöldi skráninga! 

 

Allur ágóði af mótinu fer til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum sem keppir á Norðurlandamótinu í Biri í Noregi í sumar.

KB mótaröðin - fjórgangur

Sunnudagur 7. febrúar 2016

Fyrsta mót KB mótaraðarinnar verður haldið í Faxaborg laugardaginn 13. febrúar n.k. og hefst kl. 10 (fyrr  ef skráning verður mikil). Keppt verður í fjórgangi V2 í öllum flokkum. Keppt er í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki,  2. flokki, 1. flokki og opnum flokki.


Skráningu skal lokið fyrir kl. 24 miðvikudaginn 10. febrúar og er unnt að skrá í skráningakerfi Sportfengs. Velja skal Skugga sem mótshaldara. Þeir sem hafa ekki tök á því að skrá í gegn um Sportfeng senda nauðsynlegar upplýsingar (kennitölu, IS númer, flokk og hægri eða vinstri) á netfangið kristgis@simnet.is og fá þá sent númer reiknings svo hægt sé að standa skil á skráningargjöldum sem eru kr. 1.000. – í barna – og unglingaflokki en kr. 2.500.- í öðrum.
Rétt er að benda á að til að komast á ráslista verður greiðsla að hafa borist – upplýsingar um innlagnarreikning koma fram í skráningarferlinu. Röð flokka  og úrslita birtast á fimmtudag og þá kemur einnig út fyrsta útgáfa ráslista.

 

Bent er á Facebook síðu KB mótaraðarinnar en þar koma nánari upplýsingar til með að birtast og þar er einnig hægt að koma á framfæri fyrirspurnum og athugasemdum.

Smalanum frestað um viku

Föstudagur 5. febrúar 2016

Vegna slæmrar færðar um héraðið okkar og veðurspár fyrir kvöldið hefur verið ákveðið að fresta Smalakeppninni um viku. Keppnin fer því fram föstudaginn 12. febrúar. Skráningarfrestur verður því einnig framlengdur um viku, þ.e. til hádegis 12. febrúar.

Vesturlandssýning 2. apríl

Miðvikudagur 3. febrúar 2016

Vesturlandssýningin 2016 fer fram 2. apríl og er undirbúningur farinn af stað. Þeir sem koma til með að velja hross á sýninguna eru:
Baldur Björnsson s. 895 4936

Benedikt Þór Kristjánsson S. 896 1581

Sigrún Ólafsdóttir s. 862 8422

Hlöðver Hlöðversson s. 661 7308

Þorgeir Ólafsson s. 692 6779

 

Þeir sem hafa áhuga á að koma með hross á sýninguna eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við einhvern af þessum lista. Einnig verður haldin úrtaka er nær dregur.

Límtré-Vírnets Fjórgangurinn í Vesturlandsdeildinni

Miðvikudagur 3. febrúar 2016

Föstudagskvöldið 5. febrúar fer fyrsta mótið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum 2016 fram í Faxaborg, Borgarnesi. Keppnisgrein kvöldsins er fjórgangur og er hann dyggilega studdur af Límtré Vírnet. Keppni hefst klukkan 19.00. Óhætt er að lofa að þarna verða saman komnir sterkustu fjórgangarar á svæðinu í dag. 


Aðgangseyrir er 1.500 kr. og er miðinn jafnframt happdrættismiði. Í verðlaun á þessu fyrsta kvöldi er folatollur undir stólpagæðinginn Auð frá Lundum II. Frítt inn fyrir 10 ára og yngri.

 

Vesturlandsdeildin er einstaklings- og liðakeppni en 24 knapar mynda sex, fjögurra manna lið sem etja kappi í 5 greinum hestaíþrótta á 4 kvöldum í febrúar og mars.

Smalinn og skemmtitöltið 5. febrúar

Þriðjudagur 2. febrúar 2016

Keppt verður í Smala í Nesoddahöllinni föstudaginn 5. febrúar og hefst keppni kl. 20:00. Brautin verður sett upp tímanlega svo að keppendur geta prófað hana fyrir sjálfa keppnina.


Björn Anton (852 1332, baeinarsson@gmail.com) og Þórður (893 1125, thoing@centrum.is) taka við skráningum í Smalann til kl. 12 á keppnisdegi.

 

Að Smalanum loknum fer fram keppni í Skemmtitölti en í það er hægt að skrá á staðnum.


Mætum nú vel í höllina okkar og skemmtum okkur saman yfir léttri keppni!

Meistaradeildin í Dalakoti

Mánudagur 18. janúar 2016

Við höfum samið við Pálma í Dalakoti um að hann sýni frá Meistaradeildinni í vetur. Fyrsta kvöldið er fimmtudaginn 28. janúar en þá verður keppt í fjórgangi. Það verða sérstök meistaradeildartilboð í gangi á Dalakoti.

 

Hópumst nú í Dalakot og horfum á Meistaradeildina saman!

Reiðnámskeiðið - leiðrétting

Mánudagur 18. janúar 2016

Það var villa í verðupplýsingunum í fréttinni hér neðar um reiðnámskeiðið, verðin fyrir börn voru ekki rétt. Búið er að leiðrétta fréttina þannig að nú eru þar réttar upplýsingar.

 

Því miður var búið að senda út dreifibréf í venjulegum pósti áður en villan uppgötvaðist og því eru verðupplýsingarnar í dreifibréfinu ekki réttar hvað börnin varðar. Beðist er velvirðingar á þessu.

Reiðnámskeiðið

Föstudagur 15. janúar 2016 - breytt mánudag 18. janúar

Eins og þegar hefur komið fram verður Sjöfn Sæmundsdóttir með reiðnámskeið  í Nesoddahöllinni í vetur, vor og sumar. Kennt verður á eftirtöldum dögum:

29., 30. og 31. janúar

6. og 7. febrúar

20. og 21. febrúar

11., 12. og 13. mars

9. og 10. apríl

23. og 24. apríl

7. og 8. maí

21. og 22. maí

11. og 12. júní

16. og 17. júní

 

Einhverjar breytingar gætu orðið á dagsetningum en þær verða þá tilkynntar hér á vef Glaðs.

 

Hver tími er 40 mínútur en einkatímar 30 mínútur. Hægt er að skrá sig í einn mánuð í senn eða fleiri eftir því hvað hentar.

   
Hóptímar- hvert barn 1.000 kr. tíminn
Hóptímar- hver fullorðinn 2.500 kr. tíminn
Einkatímar- börn 3.000 kr. tíminn

Einkatímar- fullorðnir 4.000 kr. tíminn

 

Við skráningum taka;
Edda 849 5983, eddaunn@gmail.com

Svanborg 895-1437, svanborgjon@simnet.is

Knapi ársins o.fl. viðurkenningar

Föstudagur 15. janúar 2016

Það var góð mæting á skemmtikvöldinu um síðustu helgi og skemmtun góð. Veittar voru eftirfarandi viðurkenningar fyrir keppni á síðasta ári:

 

Stigakeppnin:

Barnaflokkur: Birta Magnúsdóttir

Unglingaflokkur: Einar Hólm Friðjónsson

Ungmennaflokkur: Hrönn Jónsdóttir

Opinn flokkur: Inga Heiða Halldórsdóttir

Liðakeppnin: Sveitin norðan Fáskrúðar

Verðlaun fyrir stigakeppnina voru gefin af Dalabyggð, Hrossaræktarsambandi Dalamanna og Líflandi.

 

Knapi ársins 2015: Inga Heiða Halldórsdóttir

 

Einnig kom fram að UDN hafði veitt eftirfarandi verðlaun fyrir hestamennsku á sinni uppskeruhátið:

Efnilegasti knapinn: Einar Hólm Friðjónsson

Fyrir ástundun: Ásdís Birta Bjarnadóttir, Birta Magnúsdóttir, Elna Rut Haraldsdóttir, Jasmín Hall Valdimarsdóttir og Sara Björk Karlsdóttir.

Reiðnámskeið í vetur

Þriðjudagur 5. janúar 2016

Sjöfn Sæmundsdóttir ætlar að kenna á reiðnámskeiði hjá okkur í vetur. Nú styttist óðfluga í fyrstu tímana svo það er um að gera að fara að járna og byrja að hreyfa hrossin!

 

Með vissum fyrirvara er stefnt að því að námskeiðið verði á eftirfarandi helgum (innan sviga eru hugsanlegar varadagsetningar):

 • 22.-24. janúar
 • 19.-21. febrúar (5.-7. febrúar)
 • 11.-13. mars
 • 8.-10. apríl (21.-24. apríl)
 • 6.-8. maí (20.-22. maí)
 • 10.-12. júní (16.-17. júní)

 

Að auki mun Sjöfn væntanlega bjóða upp á aðstoð og undirbúning fyrir íþróttamótið dagana 21.-24. arpíl og fyrir Hestaþingið dagana 16.-19. júní.

 

Nánari upplýsingar um reiðnámskeiðið (verð, skráningar o. þ. h.) verða birtar fljótlega.

Skemmtikvöld Glaðs og Hrossaræktarsambandsins

Mánudagur 4. janúar 2016

Hestamannafélagið Glaður og Hrossaræktarsamband Dalamanna standa sameiginlega að skemmtikvöldi sem haldið verður laugardaginn 9. janúar næstkomandi. Skemmtunin verður í Dalabúð og hefst kl. 20:00.

 

Freyja Ólafsdóttir, matreiðslumaður ætlar að reiða fram gúrmet-sjávarréttasúpu með nýbökuðu brauði og á eftir fáum við kaffi og konfekt.

 

Það verða skemmtiatriði og veittar verða viðurkenningar fyrir árangur í keppni og ræktun á nýliðnu ári. Veislustjóri verður Ágúst S. Harðarson. Ólafur Halldórsson (Lolli) ætlar svo að sinna tónlistarþörf okkar.

 

Félagar eru hvattir til að taka með sér gesti. Fyrri hluta kvöldsins verða börn og unglingar velkomin.

 

Verð: 15 ára og yngri kr. 2.500; 16 ára og eldri kr. 3.500.

 

Athugið að það verða engir drykkir til sölu!

 

Þátttöku þarf að tilkynna í síðasta lagi miðvikudaginn 6. janúar og við skráningunum taka:

Gyða í síma 696 7169

Sigrún Hanna í síma 862 5718

 

 

Fjölmennum nú á skemmtikvöldið okkar og eigum saman góða stund!

 

Eldri fréttir

Fréttir frá 2015

Fréttir frá 2014

Fréttir frá 2013

Fréttir frá 2012

Fréttir frá 2011

Fréttir frá 2010

Fréttir frá 2009

Fréttir frá 2008

Fréttir frá 2007

Fréttir frá 2006

Fréttir frá 2005

 

 

 

Fara efst á síðu

 

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri