Eldri fréttir:

Jólakveðja

Sunnudagur 21. desember 2008Jólin 2008

 

 

 

 

Stjórn Hestamannafélagsins Glaðs óskar félögum sínum, öðrum hestamönnum, Dalamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs! Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

 

Mótin 2009

Fimmtudagur 18. desember 2008

Mótanefnd félagsins hefur ákveðið eftirfarandi mót á vegum félagsins á næsta ári:

Vetrarleikar 1 - laugardaginn 14. febrúar

Vetrarleikar 2 - laugardaginn 14. mars

Íþróttamót Glaðs - laugardaginn 18. apríl

Úrtaka fyrir Fjórðungsmót - laugardaginn 2. maí

Hestaþing Glaðs - laugardag og sunnudag 20. - 21. júní

 

Við gerum einnig ráð fyrir Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardals á sumardaginn fyrsta, 23. apríl og svo minnum við auðvitað á Fjórðungsmót Vesturlands fyrstu helgina í júlí (og einhverja daga þar á undan).

Sökkuleiningarnar komnar

Mánudagur 8. desember 2008

Loftorka að störfumEiningar komnar og uppsetning að hefjast

 

Í dag kom vinnuflokkur frá Loftorku á byggingarsvæði reiðhallarinnar okkar með forsteyptar sökkuleiningar og hóf uppsetningu þeirra eins og sést á myndunum hér að ofan. Framkvæmdir eru því í fullum gangi þessa dagana.

Myndagjöf frá Gunnhildi og Hólmari

Sunnudagur 30. nóvember 2008

Gunnhildur Ágústsdóttir á Hrímni frá Erpsstöðum 1977Félaginu barst nýlega mynddiskur að gjöf frá þeim hjónum Gunnhildi Ágústsdóttur og Hólmari Pálssyni sem áður bjuggu lengst af á Erpsstöðum. Á diskinum eru ýmsar myndir sem skannaðar hafa verið inn úr safni þeirra hjóna og tengjast hestamennsku og Hestamannafélaginu Glað. Meðal annars eru þarna fjölmargar gamlar myndir af Hestaþingum Glaðs á Nesodda. Tilefni gjafarinnar er 80 ára afmæli félagsins á yfirstandandi ári.

 

Fyrir hönd félagsins eru þeim heiðurshjónum, Gunnhildi og Hólmari, hér með færðar kærar þakkir fyrir framtakið. Myndirnar frá þeim hafa nú verið settar hér inn á vefinn og standa vonir til að þetta ýti við okkur til að setja meira af myndum á vefinn okkar.

 

Samið um sökkul

Þriðjudagur 18. nóvember 2008

Í dag var gengið frá samningi milli Glaðs og Loftorku vegna sökkuls undir reiðskemmuna. Sökkullinn verður gerður úr forsteyptum einingum frá Loftorku sem einnig kemur með einingarnar og setur þær upp. Vonir standa til að þetta geti gengið hratt og vel fyrir sig svo hægt verði að halda áfram byggingunni.

 

Rétt er að taka fram að ýmsar aðrar leiðir voru skoðaðar til hlýtar en þegar öll rök voru samanlögð þótti ljóst að þessi leið væri hagkvæmust.

Reiðskemman

Miðvikudagur 12. nóvember 2008

10. nóvember var haldinn fundur í stjórn Nesodda ehf. sem er hlutafélagið sem reisir og mun reka reiðskemmuna í Búðardal. Á fundinum var m.a. farið yfir það sem búið er að gera til þessa sem er aðallega það að búið er að keyra möl í púða undir bygginguna og búið er að taka á móti efninu í húsið og taka það úr gámum. Næstu skref eru annars vegar að fá rafmagn á byggingarsvæðið (unnið er að því) og hins vegar að steypa sökkul undir húsið en í því sambandi er verið að skoða hvaða leið er hagkvæmust. Reiknað er með að unnið verði í sökklinum á næstu vikum og í framhaldi af því byrjað að reisa stálgrindina.

Nýkjörin stjórn LH

Sunnudagur 26. október 2008

Landsþing LH var haldið á Kirkjubæjarklaustri 24. - 25. október. Sú breyting varð í stjórn samtakanna að Ísleifur Jónasson kom inn í stað Einars Ragnarsonar sem er fluttur erlendis. Stjórnin er nú þannig skipuð:

Haraldur Þórarinsson, Sleipni, formaður

Vilhjálmur Skúlason, Fáki, varaformaður

Sigurður Ævarsson, Sörla

Maríanna Gunnarsdóttir, Fáki

Oddur Hafsteinsson, Andvara

Sigfús Helgason, Létti

Ísleifur Jónasson, Geysi

 

Heldur meiri breytingar urðu í varastjórn og þar er nú hlutur norðvestur kjördæmis stór. Í varastjórn sitja:

Sigrún Kristín Þórðardóttir, Þyt

Sigrún Valdimarsdóttir, Mána

Eyþór Gíslason, Glað

Gunnar Sturluson, Snæfellingi

Þorvarður Helgason, Fáki

Reiðskemman komin - framkvæmdir hafnar

Fimmtudagur 16. október 2008

Vaskir félagar

 

Framkvæmdir eru nýlega hafnar við byggingu reiðskemmu félagsins í Búðardal. Búið er að taka grunn og fylla upp með möl og nú á dögunum var efnið í sjálfa skemmuna að berast í tveimur gámum. Á myndinni hér að ofan má sjá vaska Glaðsfélaga vinna við að losa annan gáminn.

Fjórðungsmót Vesturlands 2009

Föstudagur 26. september 2008

Á stjórnarfundi Glaðs 17. september s.l. tilkynnti formaður að formannafundur félaganna á Vesturlandi sem haldinn var nýlega hefði ákveðið að Fjórðungsmót verði haldið á Kaldármelum fyrstu helgina í júlí á næsta ári.

Heiðursfélagi látinn

Fimmtudagur 11. september 2008

Skjöldur Stefánsson lést miðvikudaginn 3. september síðastliðinn en hann var 73 ára og heiðursfélagi í Hestamannafélaginu Glað. Útför hans fer fram frá Hjarðarholtskirkju á morgun, föstudaginn 12. september kl. 14. Félagar í Glað votta aðstandendum samúð sína.

Heiðursfélagi látinn

Laugardagur 28.06.2008

Kristján Eðvald Jónsson andaðist hinn 17. júní síðastliðinn 70 ára að aldri. Kristján var heiðursfélagi Hestamannafélagsins Glaðs. Hann verður jarðsunginn frá Hvammskirkju í dag kl. 14. Félagsmenn Glaðs votta aðstandendum samúð sína.

Knapafundur

Föstudagur 20. júní 2008

Það verður knapafundur í hesthúsahverfinu á laugardagsmorgni, 21. júní kl. 9:40.

Ráslistar Hestaþings

Föstudagur 20. júní 2008

Ráslistarnir eru nú klárir fyrir gæðingakeppnina og töltið og birtast hér en í kappreiðar verður skráð á staðnum.

 

Tölt - opinn flokkur (númer - holl - hönd)

1 1 H Monika Backman og Freyja frá Geirmundarstöðum

2 1 H Harald Óskar Haraldsson og Blakkur frá Geirmundarstöðum

3 2 H Sigvaldi Lárus Guðmundsson og Barði frá Vatnsleysu

4 2 H Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Fljóð frá Ási 1

5 3 V Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir og Lipurtá frá Ásum

6 3 V Styrmir Sæmundsson og Rauður frá Skíðbakka 3

7 4 V Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni

8 4 V Skúli L. Skúlason og Gosi frá Lambastöðum

9 5 V Sædís Birna Sæmundsdóttir og Svartnir frá Leikskálum

10 5 V Íris Hrund Grettisdóttir og Drífandi frá Búðardal

11 6 H Helgi Gissurarson og Biskup frá Sigmundarstöðum

12 6 H Ámundi Sigurðsson og Augasteinn frá Vakurstöðum

13 7 H Guðmundur Margeir Skúlason og Dregill frá Magnússkógum

14 7 H Páll Ólafsson og Glóð frá Tungu

15 8 H Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Léttir frá Húsey

16 8 H Sjöfn Sæmundsdóttir og Skrámur frá Dallandi

17 9 V Svanborg Einarsdóttir og Hvellur frá Gillastöðum

18 9 V Styrmir Sæmundsson og Straumur frá Staðarfelli

19 10 H Svandís Lilja Stefánsdóttir og Glaður frá Skipanesi

20 10 H Hlynur Þór Hjaltason og Freyr frá Kópavogi

21 11 V Sigvaldi Lárus Guðmundsson og Taktur frá Syðsta-Ósi

22 11 V Jón Ægisson og Klófífa frá Gillastöðum

23 12 V Signý Hólm Friðjónsdóttir og Ópera frá Garðsá

24 12 V Ágústa Rut Haraldsdóttir og Tvífari frá Sauðafelli

25 13 H Harald Óskar Haraldsson og Silfri frá Geirmundarstöðum

26 14 V Marteinn Valdimarsson og Hugar frá Kvíarhóli

27 14 V Guðbjartur Þór Stefánsson og Máni frá Skipanesi

28 15 V Grettir Börkur Guðmundsson og Bragi frá Búðardal

29 15 V Sigríður Sveinsdóttir og Baldur frá Blönduhlíð

30 16 V Skjöldur Orri Skjaldarson og Breiðfjörð frá Búðardal

31 16 V Guðmundur Margeir Skúlason og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð

31 17 V Valberg Sigfússson og Hreggur frá Sauðafelli

 

Barnaflokkur

  1. Einar Hólm Friðjónsson og Gustur frá Grímstungu
  2. Sigrún Rós Helgadóttir og Hermann frá Kúskerpi
  3. Elísa Katrín Guðmundsdóttir og Birta frá Sælingsdal
  4. Axel Ásbergsson og Kjarni frá Miðhjáleigu
  5. Halldóra Kristín Lárusdóttir og Bliki frá Stakkhamri
  6. Björgvin Óskar Ásgeirsson og Kveikja frá Bíldhóli
  7. Bergþór Ægir Ríkharðsson og Gjafar frá Traðarholti
  8. Svandís Lilja Stefánsdóttir og Glaður frá Skipanesi

 

Unglingaflokkur

  1. Klara Sveinbjörnsdóttir og Snepill frá Þingnesi
  2. Ágústa Rut Haraldsdóttir og Ruslana frá Sauðafelli
  3. Hermann Jóhann Bjarnason og Glimra frá Engihlíð
  4. Hrefna Rós Lárusdóttir og Draumur frá Gilsbakka
  5. Sigríður Sveinsdóttir og Baldur frá Blönduhlíð

 

Ungmennaflokkur

  1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Léttir frá Húsey
  2. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Fljóð frá Ási 1
  3. Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni
  4. Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir og Júpíter frá Hallsstöðum
  5. Aldís Hlíf Guðmundsdóttir og Sleipnir frá Byrgisskarði
  6. Guðbjartur Þór Stefánsson og Máni frá Skipanesi

 

B-flokkur gæðinga

  1. Gosi frá Lambastöðum og Skúli L. Skúlason
  2. Taktur frá Syðsta-Ósi og Sigvaldi Lárus Guðmundsson
  3. Freyja frá Geirmundarstöðum og Monika Backman
  4. Straumur frá Staðarfelli og Styrmir Sæmundsson
  5. Skrámur frá Dallandi og Sjöfn Sæmundsdóttir
  6. Vígar frá Bakka og Harald Óskar Haraldsson
  7. Klófífa frá Gillastöðum og Jón Ægisson
  8. Fannar frá Hallkelsstaðahlíð og Guðmundur Margeir Skúlason
  9. Freyr frá Kópavogi og Hlynur Þór Hjaltason
  10. Lipurtá frá Ásum og Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir
  11. Brjánn frá Hrappsstöðum og Marteinn Valdimarsson
  12. Barði frá Vatnsleysu og Sigvaldi Lárus Guðmundsson
  13. Salvar frá Hábæ og Þórarinn Birgir Þórarinsson
  14. Rauður frá Skíðbakka 3 og Styrmir Sæmundsson
  15. Hekla frá Búðardal og Sigurður Sigurðarson
  16. Breiðfjörð frá Búðardal og Skjöldur Orri Skjaldarson
  17. Venus frá Magnússkógum og Guðbjörn Guðmundsson
  18. Augasteinn frá Vakurstöðum og Ámundi Sigurðsson
  19. Blakkur frá Geirmundarstöðum og Harald Óskar Haraldsson
  20. Dregill frá Magnússkógum og Guðmundur Margeir Skúlason

 

A-flokkur gæðinga

  1. Sameind frá Vatni og Sigurður Hrafn Jökulsson
  2. Gnótt frá Lindarholti og Sjöfn Sæmundsdóttir
  3. Hrísla frá Gillastöðum og Jón Ægisson
  4. Þyrnirós frá Gamla-Hrauni og Styrmir Sæmundsson
  5. Muska frá Skógskoti og Sigvaldi Lárus Guðmundsson
  6. Kjarkur frá Hnjúki og Marteinn Valdimarsson
  7. Kilja frá Kópavogi og Hlynur Þór Hjaltason
  8. Amon frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson
  9. Trú frá Tungu og Sæmundur Gunnarsson
  10. Vænting frá Tungu og Páll Ólafsson
  11. Skutla frá Gillastöðum og Jón Ægisson

Hólmarar koma á Hestaþing

Sunnudagur 15. júní 2008

Hestamenn úr Stykkishólmi ætla að koma ríðandi og heimsækja okkur á Hestaþing um næstu helgi. Þeir koma föstudaginn 20. júní frá Blönduhlíð og í Búðardal og langar til að fá hestamenn úr Dölum á móti sér eða með sér. Þeir sem hefðu áhuga á þessu ættu að hafa samband við Eyþór (898 1251) á næstu dögum því hann ætlar að vera í sambandi við Hólmarana varðandi nánari tímasetningu og fleira.

Landsmótslag frá Útreiðarfélaginu Glófaxa

Fimmtudagur 12. júní 2008

Þeir eru greinilega miklir stuðkarlar og komnir í landsmótsgírinn í Útreiðarfélaginu Glófaxa á Hornafirði. Þeir eru komnir með eigið Landsmótslag sem nauðsynlegt er að koma á framfæri. Tær snilld!

Jakkarnir komnir í Knapann

Miðvikudagur 11. júní 2008

Þeir sem pöntuðu jakka með Glaðsmerkinu (eða merki ræktunarbús) geta nú sótt þá í verslunina Knapann í Borgarnesi. Jakkinn kostar kr. 9.000,-.

 

Einnig er rétt að benda á að hér eftir er hægt að panta nánast hvaða flík sem er í Knapanum og biðja um að fá merki Glaðs á flíkina fyrir mjög lítinn viðbótarkostnað. Ekki ónýtt það!

Hestaþing Glaðs

Miðvikudagur 11. júní.2008

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 21. - 22. júní n.k. Mótið er opið öllum og aðgangur verður ókeypis!

 

Dagskrá:

Laugardagur 21. júní kl. 10:00

Forkeppni (háð þátttöku í hverjum flokki):

Tölt opinn flokkur

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

B-flokkur gæðinga

A-flokkur gæðinga

B-úrslit í tölti (háð þátttöku)

Hlé

Dagskrá hefst aftur kl. 20:00

Kappreiðar:

150 m skeið

250 m skeið

250 m brokk

250 m stökk

250 m unghrossahlaup

A-úrslit í tölti

Sunnudagur 22. júní kl. 13:00

Hópreið

Úrslit:

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

B-flokkur gæðinga

A-flokkur gæðinga

 

Það eru peningaverðlaun í töltinu og í öllum greinum kappreiða!

 

Skráningargjald er kr. 1.000 í allar greinar. Í kappreiðarnar verður skráð á staðnum en skráningar í gæðingakeppni og tölt þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 18. júní til:

Herdísar í síma 695-0317/434-1663, brekkuhvammur10@simnet.is

Svölu í síma 861-4466/434-1195, budardalur@simnet.is

Þórðar í síma 893 1125/434-1171, thoing@centrum.is

Við skráningu þarf að gefa upp skráningarnúmer hross og kennitölu knapa!

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs á fimmtudagskvöldinu 19. júní.

 

Grill

Heitt grill verður á staðnum milli kl. 18 og 20 á laugardeginum. Allir geta komið með á grillið. Mætum öll og komum okkur í gírinn fyrir kvöldið!

Ekki gleyma reiðnámskeiðinu!

Mánudagur 9. júní 2008

Munið að á morgun er síðasti dagurinn til þess að skrá sig á reiðnámskeið Glaðs sem hefst 14. júní. Sunna tekur við skráningum í síma 434 1468 eða 434 1278. Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið sunnabh@simnet.is.

Reiðnámskeið

Þriðjudagur 3. júní 2008

Reiðnámskeið verður haldið í Búðardal, dagana 14. - 20. júní n.k.. Kennari verður okkar eini sanni Skjöldur Orri Skjaldarson. Námskeiðið er opið öllum, bæði börnum og fullorðnum og kostar einungis 8.000 kr. Til boða stendur að geyma námskeiðshross í girðingu Hestaeigendafélags Búðardals á meðan á námskeiðinu stendur. Sunna Birna tekur við skráningum til 10. júní í síma 434 1278 eða 434 1468 og í tölvupósti: sunnabh@simnet.is.

Leiðréttar rásraðir

Fimmtudagur 29. maí 2008

Þegar rásraðir voru birtar hér sl. nótt vantaði alla þátttakendur frá Dreyra og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Nú er búið að leiðrétta þetta og eru rásraðirnar nú réttar eins og þær birtast hér að neðan.

Rásraðir

Fimmtudagur 29. maí 2008

Rásraðir í úrtökunni og töltinu á Miðfossum á laugardag verða sem hér segir:

- Ath. þetta er leiðrétting á þeim rásröðum sem birtar voru hér í nótt -

 

B-flokkur:

  1. Eitill frá Leysingjastöðum II fyrir Faxa, kn. Birna Tryggvadóttir

  2. Flóki frá Kirkjuferjuhjáleigu fyrir Snæfelling, kn. Siguroddur Pétursson

  3. Trilla frá Þorkelshóli 2 fyrir Faxa, kn. Viggó Sigursteinsson

  4. Tígull frá Skáney fyrir Faxa, kn. Randi Holaker

  5. Eskill frá Leirulæk fyrir Skugga, kn. Gunnar Halldórsson

  6. Dáti frá Hrappsstöðum fyrir Glað, kn. Hekla Katharína Kristinsdóttir

  7. Roðaspá frá Langholti fyrir Skugga, kn. Gunnar Halldórsson

  8. Flugar frá Eyri fyrir Faxi, kn. Jakob Svavar Sigurðsson

  9. Sigurrós frá Strandarhjáleigu fyrir Snæfelling, kn. Siguroddur Pétursson

  10. Funi frá Skáney fyrir Faxa, kn. Birna Tryggvadóttir

  11. Fjóla frá Árbæ fyrir Skugga, kn. Halldór Sigurkarlsson

  12. Arnljót frá Bergi fyrir Snæfelling, kn. Jón Bjarni Þorvarðarson

  13. Töfri frá Hafragili fyrir Dreyra, kn. Sören Madsen

  14. Gáski frá Steinum fyrir Faxa, kn. Oddur Björn Jóhannsson

  15. Húmvar frá Hamrahóli fyrir Snæfelling, kn. Siguroddur Pétursson

 

Unglingaflokkur:

  1. Þórdís Fjeldsteð og Móðnir frá Ölvaldsstöðum IV fyrir Faxa

  2. Rósa Stella Guðmundsdóttir og Fálki frá Geirshlíð fyrir Faxa

  3. Ólöf Rún Sigurðardóttir og Stormur frá Hvolsvelli fyrir Faxa

  4. Klara Sveinbjörnsdóttir og Snepill frá Þingnesi fyrir Faxa

  5. Flosi Ólafsson og Kokteill frá Geirmundarstöðum fyrir Faxa

  6. Þorvarður Jónsson og Blökk frá Bergi fyrir Snæfelling

  7. Sigurborg Hanna Sigurðardóttir og Rökkvi frá Oddsstöðum I fyrir Faxa

  8. Lára María Karlsdóttir og Sleipnir frá Litla-Kambi fyrir Faxa

  9. Heiðar Árni Baldursson og Fálki frá Múlakoti fyrir Faxa

  10. Rúnar Þór Ragnarsson og Vaka frá Krossi fyrir Snæfelling

 

Barnaflokkur:

  1. Þorsteinn Már Ólafsson og Sproti frá Ósi fyrir Dreyra

  2. Sigrún Rós Helgadóttir og Hermann frá Kúskerpi fyrir Faxa

  3. Arnór Hugi Sigurðsson og Lækur frá Erpsstöðum fyrir Dreyra

  4. Konráð Axel Gylfason og Mósart frá Leysingjastöðum II fyrir Faxa

  5. Garðar Guðlaugur Garðarson og Moldi frá Fögrubrekku fyrir Dreyra

  6. Íris Ragnarsdóttir Pedersen og Spóla frá Svínafelli 2 fyrir Faxa

  7. Snædís Ólafsdóttir og Kuldi frá Grímsstöðum fyrir Adam

  8. Axel Ásbergsson og Kjarni frá Miðhjáleigu fyrir Skugga

  9. Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Lyfting frá Kjarnholtum I fyrir Snæfelling

  10. Svandís Lilja Stefánsdóttir og Glaður frá Skipanesi

  11. Úrsúla Hanna Karlsdóttir og Nn frá Eskiholti fyrir Faxa

 

Ungmennaflokkur:

  1. Hreiðar Hauksson og Spóla frá Stóru-Gröf ytri fyrir Adam

  2. Valdís Ýr Ólafsdóttir og Kolskeggur frá Ósi fyrir Dreyra

  3. Sigríður Guðbjartsdóttir og Silfri frá Hjarðarfelli fyrir Snæfelling

  4. Ásta Mary Stefánsdóttir og Glymur frá Skipanesi fyrir Dreyra

  5. Guðbjartur Þór Stefánsson og Máni frá Skipanesi fyrir Dreyra

 

Tölt:

  1. Siguroddur Pétursson og Húmvar frá Hamrahóli

  2. Karen Líndal Marteinsdóttir og Efling frá Vestri-Leirárgörðum

  3. Jón Ottesen og Spýta frá Ásmundarstöðum

  4. Jón Bjarni Þorvarðarson og Arnljót frá Bergi

  5. Bjarki Þór Gunnarsson og Samber frá Borgarnesi

  6. Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum

  7. Heiða Dís Fjeldsteð og Þruma frá Skáney

  8. Birna Tryggvadóttir og Eitill frá Leysingjastöðum II

  9. Hreiðar Hauksson og Spóla frá Stóru-Gröf ytri

  10. Haukur Bjarnason og Sólon frá Skáney

  11. Ómar Pétursson og Erpir frá Mið-Fossum

  12. Siguroddur Pétursson og Sigurrós frá Strandarhjáleigu

  13. Jakob Svavar Sigurðsson og Fróði frá Litlalandi

  14. Stefán Skjaldarson og Sindri frá Kirkjuskógi

  15. Viggó Sigursteinsson og Trilla frá Þorkelshóli 2

 

A-flokkur:

  1. Sikill frá Sigmundarstöðum fyrir Adam, kn. Gunnar Reynisson

  2. Kólga frá Bár fyrir Snæfelling, kn. Siguroddur Pétursson

  3. Funi frá Jaðri fyrir Faxa, kn. Flosi Ólafsson

  4. Bylur frá Litla-Bergi fyrir Skugga, kn. Halldór Sigurkarlsson

  5. Smyrill frá Innri-Skeljabrekku fyrir Faxa, kn. Reynir Aðalsteinsson

  6. Gyðja frá Engimýri fyrir Skugga, kn. Gunnar Halldórsson

  7. Glymur frá Innri-Skeljabrekku fyrir Skugga, kn. Agnar Þór Magnússon

  8. Mosi frá Kílhrauni fyrir Snæfelling, kn. Siguroddur Pétursson

  9. Röskur frá Lambanesi fyrir Faxa, kn. Birna Tryggvadóttir

  10. Taliant frá Forsæti fyrir Faxa, kn. Viggó Sigursteinsson

  11. Flygill frá Vestri-Leirárgörðum fyrir Dreyra, kn. Karen Líndal Marteinsdóttir

  12. Rembingur frá Vestri-Leirárgörðum fyrir Dreyra, kn. Marteinn Njálsson

  13. Eldhamar frá Bergi fyrir Snæfelling, kn. Jón Bjarni Þorvarðarson

  14. Hjördís frá Dalvík fyrir Dreyra, kn. Guðbjartur Þór Stefánsson

  15. Sólon frá Skáney fyrir Faxa, kn. Haukur Bjarnason

  16. Elting frá Gullberastöðum fyrir Faxa, kn. Einar Reynisson

  17. Rebekka frá Króki fyrir Snæfelling, kn. Halldór Sigurkarlsson

  18. Langfeti frá Hofsstöðum fyrir Faxa, kn. Eyjólfur Gíslason

  19. Skýla frá Kanastöðum fyrir Faxa, kn. Heiða Dís Fjeldsteð

  20. Marey frá Sigmundarstöðum fyrir Faxa, kn. Reynir Aðalsteinsson

  21. Dímon frá Margrétarhofi fyrir Snæfelling, kn. Siguroddur Pétursson

Dagskrá úrtökumótsins

Miðvikudagur 28. maí 2008

Sú breyting hefur orðið á áður tilkynntri dagskrá að allt mótið verður haldið laugardaginn 31. maí, opna töltkeppnin líka.

 

Dagskrá:

9:00

Knapafundur

10:00

B-flokkur

Unglingaflokkur

Barnaflokkur

Ungmennaflokkur

Tölt - forkeppni

A-flokkur

Tölt - úrslit

 

Það verður hádegishlé en það hefur ekki verið tímasett. Rásraðir verða birtar seinna í kvöld.

Skráningu í úrtöku og tölt að ljúka

Fimmtudagur 22. maí 2008

Minnt er á að í dag er síðasti dagur til að skrá sig í úrtökuna og/eða opna töltmótið á Miðfossum 31. maí - 1. júní. Sjá frétt hér neðar.

Fjölskyldudagur í hesthúsahverfinu - reiðtúr og pylsur

Fimmtudagur 22. maí 2008

Laugardaginn 24. maí n.k. ætlar Hestaeigendafélagið í Búðardal að standa fyrir léttum reiðtúr og bjóða í pylsugrillveislu á eftir. Við byrjum á því að fara í reiðtúr í u.þ.b. 1 og 1/2 tíma og gæðum okkur svo á pylsum og tilheyrandi í boði félagsins á eftir. Lagt verður af stað í reiðtúr kl. 13:00 frá hesthúsahverfinu í Búðardal og endað á sama stað þar sem kveikt verður á grillinu. Það eru allir velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta hestamenn úr Búðardal sem og úr sveitunum í kring. Enn og aftur þakkar félagið fyrir veittan stuðning vegna Firmakeppni 2008. Eigum góðan dag saman. Nánari upplýsingar veitir Svala í síma 434 1195 eða 861 4466.

Jakkar fyrir Landsmót

Þriðjudagur 13. maí 2008

Eigum við ekki að vera öll í jökkum merktum Glað á Landsmóti í sumar? Nú er búið að ganga frá samningi við verslunina Knapann í Borgarnesi um merkingar á léttum, svörtum sumarjökkum. Verðið mun ekki fara yfir kr. 10.000 fyrir jakkann. Því fleiri sem panta sér jakka, því ódýrari verða þeir. Félagar í Glað geta komið við í Knapanum, mátað þar jakka og pantað. Jakkarnir verða með merki Glaðs á bakinu en merki Knapans á brjóstinu öðru megin. Til þess að fá jakka afgreiddan fyrir Landsmót þarf að ganga frá pöntun í síðasta lagi laugardaginn 17. maí. Greiða þarf jakka við afhendingu. Hér eftir munu félagsmenn Glaðs geta fengið hvaða flík sem er í Knapanum merkta með merki Glaðs!

Úrtaka fyrir landsmót og opið töltmót að Miðfossum

Laugardagur 10. maí 2008

Hestamannafélögin á Vesturlandi, Adam, Dreyri, Faxi, Glaður, Skuggi og Snæfellingur halda sameiginlegt úrtökumót fyrir landsmót og opið töltmót að Miðfossum í Andakíl dagana 31. maí og 1. júní. Mótið hefst kl. 10:00 laugardaginn 31. maí með B-flokki en töltkeppnin hefst kl. 13:00 sunnudaginn 1. júní. Nánari útfærsla og dagskrá verður auglýst síðar hér á vefnum.

 

Skráningargjald fyrir úrtökumót verður kr. 3.500 fyrir fullorðna, ungmenni og unglinga, en frítt fyrir börn. Skráningargjald fyrir töltkeppni verður kr. 5.000. Skráningu þarf að vera lokið fyrir kl. 22:00, fimmtudaginn  22. maí 2008. Félagsmenn Glaðs skrá sig í úrtökuna hjá:

Herdísi s. 434 1663, brekkuhvammur10@simnet.is

Svölu s. 434 1195 budardalur@simnet.is

Þórði s. 893 1125, thoing@centrum.is

 

Félagsmenn hinna félaganna skrá sig á eftirfarandi netföng í úrtökuna:

Adam: haukur@emax.is

Dreyri: siggiolafs@simnet.is

Faxi: bjorgm@lbhi.is

Skuggi: stefan@bmvalla.is

Snæfellingur: hrannarb@simnet.is.

 

Allar skráningar í töltið skulu berast Eyþóri á netfangið ejg@vegagerdin.is.

 

Við skráningu skulu félagar vera skuldlausir við sitt félag og eigandi hests verður að vera skráður eigandi í WorldFeng daginn sem skráning fer fram. Gefa þarf upp kennitölu knapa og BÍ tölu hests. Við skráningu í töltið er gott að gefið sé jafnframt upp símanúmer og félagsaðild knapans.

 

Unnt verður að leigja einhestastíur á Miðfossum og er sólarhringsleigan kr. 1000. Skiptir þá ekki máli hvort komið er með hestinn samdægurs eða kvöldið áður. Panta skal stíur um leið og skráning fer fram. Áætlað er að halda knapafund með mótsstjórn laugardaginn kl. 9:00. Völlurinn verður opinn til æfinga dagana fyrir mót í samráði við staðarhaldara en ekki verður unnt að æfa kvöldið fyrir mótsdag.

Firmakeppni Hestaeigendafélagsins

Fimmtudagur 1. maí 2008

Hópreiðin

 

Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardals var haldin á sumardaginn fyrsta. Um 30 keppendur mættu til leiks í rokinu á keppnisvellinum í Búðardal. Knapar og áhorfendur voru heldur færri en undanfarin ár en það skýrist líklegast helst af köldu og vindasömu veðri. Dómarar

 

Hjónin frá Vatni, Helga og Siggi stýrðu keppninni röggsamlega úr dómpalli. Í brekkunni sátu fögur fljóð sem dæmdu gripi og menn en það voru kvenfélagskonurnar Guðrún Halldórsdóttir og Katrín Ólafsdóttir frá Kvenfélaginu Þorgerði Egilsdóttur og Díana Ósk Heiðarsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir frá Kvenfélaginu Fjólu. Fjöldi fyrirtækja og annara velunnara keyptu firma og styrktu framtakið og þakkar Hestaeigendafélagið kærlega fyrir veittan stuðning.

 

Niðurstöður firmakeppninnar eru hér.

Firmakeppni 2008

Mánudagur 21. apríl 2008

Firmakeppni Hestaeigendafélagsins í Búðardal verður haldin 24.apríl, sumardaginn fyrsta. Dagskráin hefst kl. 12:00 með hópreið frá hesthúsahverfinu og niður á keppnisvöllinn í Búðardal.

 

Keppt verður í flokki polla, barna, kvenna og karla og verður tekið við skráningum á staðnum.

 

Nú ættu allir að draga fram hestagallann og skella sér á bak, þetta er mótið sem allir taka þátt í. Skemmtun sem engin ætti að láta fram hjá sér fara.

Niðurstöður íþróttamótsins

Sunnudagur 20. apríl 2008

Níðurstöður íþróttamótsins í gær eru komnar inn á vefinn, sjá Mótin okkar.

Jakkar fyrir Landsmót?

Föstudagur 18. apríl 2008

Hvernig væri að við yrðum sem flest í jökkum merktum Glað á Landsmóti í sumar? Á mótinu á morgun verður hægt að skoða og máta jakka frá versluninni Knapanum og tekið verður við pöntunum.

Rásraðir á íþróttamótinu

Föstudagur 18. apríl 2008

Þá eru rásraðirnar klárar fyrir morgundaginn. Það verða tveir saman í braut í tölti en í fjórgangi fer einn í einu. Það verða engin B-úrslit. Munið eftir knapafundinum kl. 9:45 í hesthúsahverfinu!

 

Fjórgangur opinn flokkur

  1. Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Sóldögg frá Leiðólfsstöðum
  2. Sæmundur Gunnarsson og Trú frá Tungu
  3. Viðar Þór Ólafsson og Meitill frá Spágilsstöðum
  4. Harald Óskar Haraldsson og Blakkur frá Geirmundarstöðum
  5. Margrét Guðbjartsdóttir og Harpa frá Miklagarði
  6. Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti
  7. Monika Backman og Gustur frá Svarfhóli
  8. Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Sólon frá Leiðólfsstöðum
  9. Bryndís Karlsdóttir og Flugar frá Geirmundarstöðum
  10. Margrét Guðbjartsdóttir og Amon frá Miklagarði
  11. Jóhanna Einarsdóttir og Funi frá Geirmundarstöðum
  12. Harald Óskar Haraldsson og Vígar frá Bakka
  13. Monika Backman og Freyja frá Geirmundarstöðum
  14. Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Neisti frá Leiðólfsstöðum
  15. Eyþór Jón Gíslason og Dama frá Magnússkógum

 

Fjórgangur ungmennaflokkur

  1. Aldís Hlíf Guðmundsdóttir og Sleipnir frá Byrgisskarði
  2. Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir og Lipurtá frá Ásum
  3. Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni
  4. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Fljóð frá Ási 1

 

Tölt barnaflokkur

  1. Sædís Birna Sæmundsdóttir og Krapi frá Spágilsstöðum

 

Tölt ungmennaflokkur

  1. Hópur 1 - Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir og Lipurtá frá Ásum
  2. Hópur 1 - Aldís Hlíf Guðmundsdóttir og Sleipnir frá Byrgisskarði
  3. Hópur 2 - Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni
  4. Hópur 2 - Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Fljóð frá Ási 1

 

Tölt opinn flokkur

  1. Hópur 1 - Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Sóldögg frá Leiðólfsstöðum
  2. Hópur 1 - Monika Backman og Freyja frá Geirmundarstöðum
  3. Hópur 2 - Sæmundur Gunnarsson og Trú frá Tungu
  4. Hópur 2 - Harald Óskar Haraldsson og Blakkur frá Geirmundarstöðum
  5. Hópur 3 - Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti
  6. Hópur 3 - Bryndís Karlsdóttir og Freyr frá Geirmundarstöðum
  7. Hópur 4 - Margrét Guðbjartsdóttir og Amon frá Miklagarði
  8. Hópur 4 - Viðar Þór Ólafsson og Meitill frá Spágilsstöðum
  9. Hópur 5 - Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Sólon frá Leiðólfsstöðum
  10. Hópur 5 - Jóhanna Einarsdóttir og Darri frá Engihlíð
  11. Hópur 6 - Styrmir Sæmundsson og Straumur frá Staðarfelli
  12. Hópur 6 - Drífa Friðgeirsdóttir og Sprettur frá Hróðnýjarstöðum
  13. Hópur 7 - Margrét Guðbjartsdóttir og Harpa frá Miklagarði
  14. Hópur 7 - Harald Óskar Haraldsson og Silfri frá Geirmundarstöðum
  15. Hópur 8 - Eyþór Jón Gíslason og Þruma frá Spágilsstöðum
  16. Hópur 8 - Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Neisti frá Leiðólfsstöðum

 

Gæðingaskeið opinn flokkur

  1. Sæmundur Gunnarsson og Grásíða frá Tungu
  2. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa

Íþróttamót Glaðs 19. apríl

Föstudagur 11. apríl 2008

Íþróttamót Glaðs ("1. maí" mótið) verður haldið í Búðardal laugardaginn 19. apríl og hefst mótið kl. 10:00.

 

Dagskrá (háð nægri þátttöku í öllum flokkum)

Forkeppni

Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: Opinn flokkur

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Úrslit (keppt verður í B-úrslitum ef næg þátttaka næst)

Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: Opinn flokkur

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Gæðingaskeið: Opinn flokkur

 

Skráningar fara fram hjá:

Herdísi í síma: 434 1663 eða á netfangið: brekkuhvammur10@simnet.is

Svölu í síma: 434 1195 eða á netfangið: budardalur@simnet.is

Þórði í síma: 434 1171 eða á netfangið: thoing@centrum.is

Við skráningu þarf kennitölu knapa og skráningarnúmer hests. Tekið er við skráningum til miðvikudagsins 16.apríl. Aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.

 

Skráningargjald er 1.000 kr. fyrir tvær fyrstu skráningar knapa, 500 kr. eftir það. Hægt er að borga skráningagjöldin með því að leggja inn á bankareikning Glaðs: 312-26-4175, kt: 610673-0669. Munið að setja nafn á knapa sem skýringu.

 

Ráslistar verða birtir við fyrsta tækifæri hér á heimasíðunni, ekki seinna en föstudaginn 18. apríl.

 

Keppendur athugið að knapafundur verður haldinn í hesthúsahverfinu klukkan 09:45 á mótsdegi.

 

Verðlaun verða afhent fyrir samanlagða stigakeppni vetrarins!

Félagar heiðraðir

Sunnudagur 6. apríl 2008

Bæring Ingvarsson heiðraður Skjöldur Stefánsson heiðraður

Á nýliðinni árshátíð félagsins var gerð opinber sú ákvörðun stjórnar að gera fimm félagsmenn að heiðursfélögum í Hestamannafélaginu Glað. Þessir fimm eru:

Björn Stefán Guðmundsson

Bæring Ingvarsson

Kristján Eðvald Jónsson

Sigurður Þórólfsson

Skjöldur Stefánsson

 

Á myndunum hér að ofan sást Bæring Ingvarsson og Skjöldur Stefánsson heiðraðir af stjórnarliðum en því miður gátu Björn Stefán, Kristján Eðvald og Sigurður ekki verið viðstaddir.

Knapi ársins 2007

Sunnudagur 6. apríl 2008Knapi ársins 2007

Knapi ársins 2007 hjá Glað er Heiðrún Sandra Grettisdóttir. Stjórn Glaðs ákvað þetta á fundi í haust og stóð þá til að tilkynnt yrði um valið á árshátíð félagsins í nóvember. Ekkert varð af þeirri árshátíð eins og kunnugt er en á árshátíð fyrir rúmri viku var þetta val loks tilkynnt og Heiðrún Sandra fékk sinn bikar afhentan eins og sést á myndinni hér. Það er Eyþór Jón Gíslason, formaður Glaðs sem afhendir Heiðrúnu Söndru bikarinn.

 

 

 

 

 

Aðalfundur verður í Leifssafni!

Mánudagur 31. mars 2008

Af óviðráðanlegum ástæðum verður aðalfundurinn ekki haldinn í Dalabúð heldur í gamla pakkhúsinu og verðandi Leifssafni. Fundurinn verður á áður auglýstum tíma, þ.e. á morgun þann 1. apríl og hefst kl. 20:30. Dagskráin er hér aðeins neðar á síðunni.

Úrslit vetrarleikanna

Sunnudagur 30. mars 2008

Úrslit vetrarleikanna í gær eru komin á mótasíðuna.

Rásraðir á vetrarleikum 29. mars

Föstudagur 28. mars 2008

Eins og á fyrri vetrarleikunum verða á morgun 2 saman í braut í forkeppni í fjórgangi og tölti. Einnig er vakin athygli á því að meiningin er að hafa bæða A- og B- úrslit í opnum flokki í tölti. Búið er að raða í rásraðir.

 

Fjórgangur opinn flokkur:

1. Monika Backman og Gustur frá Svarfhóli

1. Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Sólon frá Leiðólfsstöðum

2. Eyþór Jón Gíslason og Þruma frá Spágilsstöðum

2. Harald Óskar Haraldsson og Blakkur frá Geirmundarstöðum

3. Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir og Júpíter frá Hallsstöðum

3. Dagný Karlsdóttir og Blakkur frá Gilsárteigi

4. Bryndís Karlsdóttir og Freyr frá Geirmundarstöðum

4. Jón Ægisson og Klófífa frá Gillastöðum

5. Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Neisti frá Leiðólfsstöðum

5. Signý Hólm Friðjónsdóttir og Gustur frá Grímstungu

6. Styrmir Sæmundsson og Hera frá Gamla-Hrauni

6. Viðar Þór Ólafsson og Meitill frá Spágilsstöðum

7. Eyþór Jón Gíslason og Dama frá Magnússkógum

7. Skjöldur Orri Skjaldarson og Breiðfjörð frá Búðardal

8. Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi

8. Monika Backman og Freyja frá Geirmundarstöðum

9. Harald Óskar Haraldsson og Glanni frá Svarfhóli

9. Jóhanna Einarsdóttir og Funi frá Geirmundarstöðum

10. Jón Ægisson og Hrísla frá Gillastöðum

10. Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Sóldögg frá Leiðólfsstöðum

11. Harald Óskar Haraldsson og Vígar frá Bakka

 

Tölt ungmennaflokkur:

1. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Fljóð frá Ási 1

1. Signý Hólm Friðjónsdóttir og Gustur frá Grímstungu

2. Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir og Júpíter frá Hallsstöðum

 

Tölt opinn flokkur:

1. Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Sóldögg frá Leiðólfsstöðum

1. Jón Ægisson og Klófífa frá Gillastöðum

2. Eyþór Jón Gíslason og Dama frá Magnússkógum

2. Dagný Karlsdóttir og Blakkur frá Gilsárteigi

3. Drífa Friðgeirsdóttir og Sprettur frá Hróðnýjarstöðum

3. Monika Backman og Freyja frá Geirmundarstöðum

4. Bryndís Karlsdóttir og Freyr frá Geirmundarstöðum

4. Skjöldur Orri Skjaldarson og Breiðfjörð frá Búðardal

5. Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Neisti frá Leiðólfsstöðum

5. Harald Óskar Haraldsson og Blakkur frá Geirmundarstöðum

6. Jón Ægisson og Hrísla frá Gillastöðum

6. Viðar Þór Ólafsson og Meitill frá Spágilsstöðum

7. Eyþór Jón Gíslason og Þruma frá Spágilsstöðum

7. Jóhanna Einarsdóttir og Darri frá Engihlíð

8. Unnsteinn Kristinn Hermannsson og Sólon frá Leiðólfsstöðum

 

100 m flugskeið:

1. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa

2. Jón Ægisson og Skutla frá Gillastöðum

Óskað er eftir myndum

Þriðjudagur 25. mars 2008

Það er stefnt að því að hafa myndasýningu á árshátíðinni og þess vegna eru þeir sem eiga góðar, sniðugar, fallegar eða upplýsandi myndir á tölvutæku formi beðnir um að koma þeim til Svölu Svavarsdóttur t.d. á minniskubbi eða hafa samband við hana (budardalur@simnet.is eða 434 1195). Það er auðvitað átt við myndir sem tengjast á einhvern hátt starfi Glaðs eða hestamennsku í Dölum.

Aðalfundur 1. apríl

Þriðjudagur 25. mars 2008

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Dalabúð þriðjudaginn 1. apríl og hefst fundurinn kl. 20:30.
Dagskrá:

1. Kosning starfsmanna fundarins

2. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári

3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

5. Reikningar bornir undir atkvæði

6. Kosningar skv. 6. grein laga félagsins:

- tveir meðstjórnendur til 3 ára ásamt varamönnum

- skoðunarmaður reikninga (annar tveggja) til 2 ára

- fulltrúar á landsþing LH

- fulltrúar á sambandsþing UDN

7. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar

8. Ákvörðun árgjalds

9. Önnur mál

Vetrarleikar 29. mars

Fimmtudagur 20. mars 2008

Seinni vetrarleikar ársins verða haldnir í Búðardal 29. mars og hefjast kl. 11:00.

 

Dagskrá (háð nægri þátttöku í öllum flokkum):
Forkeppni
Fjórgangur: opinn flokkur

Tölt: barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Úrslit og skeið
Tölt: opinn flokkur B-úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur

Fljúgandi skeið 100 m

Tölt: barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur A-úrslit

 

Skráningum skal lokið miðvikudagskvöldið 26. mars hjá:
         Herdísi í síma: 434 1663 eða á netfangið: brekkuhvammur10@simnet.is
         Svölu í síma: 434 1195 eða á netfangið: budardalur@simnet.is
         Þórði í síma: 434 1171 eða á netfangið: thoing@centrum.is

Við skráningu þarf kennitölu knapa og skráningarnúmer hests. Skráningargjald er 1000 kr. fyrir tvær fyrstu skráningar knapa, 500 kr. eftir það. Aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.

 

Eins og fram hefur komið hér á síðunni heldur félagið upp á 80 ára afmæli sitt að kvöldi þessa sama dags með pompi og prakt svo það verður mikil og góð stemning hjá hestamönnum í Dölum þennan dag. Það var frábær þátttaka á síðustu vetrarleikum og vonandi verður hún góð núna líka. Sjáumst nú sem allra flest á hestamóti að deginum og árshátíð að kvöldi!

Netfangalisti og félagatal

Mánudagur 17. mars 2008

Talsvert hefur verið reynt að fá félaga til að senda inn netföng sín svo hægt sé að senda út fréttir í fjöldatölvupósti. Slíkt ætti að nýtast ekki síst þeim sem ekki búa á starfssvæði félagsins og fá þar af leiðandi ekki dreifibréf þau sem félagið sendir frá sér. Fremur hægt hefur þó gengið að safna netföngum, við trúum því að miklu fleiri félagar séu tölvuvæddir og nettengdir. Því hefur nú verið bætt við einum hnapp í valmyndina hér til vinstri. Ef smellt er á hnappinn opnast form sem hægt er að fylla í og senda svo nánast sjálfkrafa inn til ritara félagsins. Þetta er upplagt að nota til að koma til okkar upplýsingum um netfang eins og áður er nefnt en einnig nýtt heimilisfang eða síma. Ekki hika við að prófa!

80 ára afmælisárshátíð Glaðs

Sunnudagur 16. mars 2008

Hestamannafélagið Glaður verður 80 ára í sumar og af því tilefni verður haldin afmælisárshátíð þann 29. mars næstkomandi í Dalabúð.

 

Veislustjóri verður Unnur Halldórsdóttir, hótelstjóri í Borgarnesi.

 

Freyja Ólafsdóttir mun reiða fram hátíðarmatseðilinn:

Forréttur: Rjómalöguð humarsúpa

Aðalréttur: Kjöttvenna þ.e. lamb og kjúklingabringa í mjúkri koníakssósu með bakaðri kartöflu og grænmeti

Eftirréttur: Tíramísú

 

Hljómsveit Magga Kjartans með Villa Guðjóns og Siggu Beinteins spilar fram á rauða nótt.

 

Við fáum gesti í heimsókn, félagsmenn verða heiðraðir og eitthvað verður um grín og glens að hætti Glaðsfélaga.

 

Fordrykkur verður borinn fram kl. 19:30 og dagskrá hefst svo kl. 20:00.

Verðið er kr. 5.700 fyrir mat og alla skemmtunina en kr. 2.500 inn á ballið eingöngu.

Panta þarf miða í síðasta lagi þriðjudaginn 25. mars hjá:

Guðbirni í s. 434 1258

Svölu í s. 434 1195

Viðari í s. 434 1624

 

Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og gleðjast og fagna þessum merka áfanga. Það eru allir velkomnir!

 

Seinni vetrarleikar félagsins verða haldnir sama dag svo það verður mikil og góð stemning hjá hestamönnum í Dölum þennan dag.

Aðalfundur

Sunnudagur 9. mars 2008

Ákveðið hefur verið að aðalfundur félagsins verði haldinn að kvöldi þriðjudagsins 1. apríl næstkomandi. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.

Úrslit vetrarleika

Sunnudagur 2. mars 2008

Fyrri vetrarleikar Glaðs þetta árið fóru fram í björtu og fallegu veðri í gær og var þátttaka með ágætum. Úrslitin hafa verið birt hér á mótasíðu vefsins.

 

Seinni vetrarleikarnir fara svo fram þann 29. mars næstkomandi og eins og þulur tilkynnti á mótinu í gær verður 80 ára afmælisárshátíð Glaðs haldin það sama kvöld. Það má því búast við góðri stemmningu á meðal hestamanna í Dölum eftir 4 vikur og er fólk hvatt til að taka strax daginn og kvöldið frá!

Rásraðir á vetrarleikum

Föstudagur 29.02.2008

Búið er að raða keppendum upp fyrir morgundaginn og eru rásraðir sem hér segir. Athugið að í fjórgangi og tölti eru 2 keppendur samtímis í braut.

Fjórgangur - opinn flokkur

1 Unnsteinn K. Hermannsson og Sólon frá Leiðólfsstöðum

1 Monika Backman og Gustur frá Svarfhóli

2 Jónfríður Esther Hólm og Júpíter frá Hallsstöðum

2 Harald Óskar Haraldsson og Vígar frá Bakka

3 Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi

3 Skjöldur Orri Skjaldarson og Breiðfjörð frá Búðardal

4 Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti

4 Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni

5 Unnsteinn K. Hermannsson og Neisti frá Leiðólfsstöðum

5 Margrét Guðbjartsdóttir og Harpa frá Miklagarði

6 Eyþór Jón Gíslason og Meitill frá Spágilsstöðum

6 Monika Backman og Freyja frá Geirmundarstöðum

7 Jón Ægisson og Hrísla frá Gillastöðum

7 Harald Óskar Haraldsson og Blakkur frá Geirmundarstöðum

8 Unnsteinn K. Hermannsson og Sóldögg frá Leiðólfsstöðum

8 Drífa Friðgeirsdóttir og Sprettur frá Hróðnýjarstöðum

Tölt - ungmennaflokkur

1 Jónfríður Esther Hólm og Júpíter frá Hallsstöðum

1 Aldís Hlíf Guðmundsdóttir og Birta frá Sælingsdal

2 Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni

2 Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Sunna frá Hofakri

Tölt - opinn flokkur

1 Jón Ægisson og Hrísla frá Gillastöðum

1 Unnsteinn K. Hermannsson og Neisti frá Leiðólfsstöðum

2 Drífa Friðgeirsdóttir og Sprettur frá Hróðnýjarstöðum

2 Monika Backman og Freyja frá Geirmundarstöðum

3 Harald Óskar Haraldsson og Blakkur frá Geirmundarstöðum

3 Jóhanna Einarsdóttir og Funi frá Geirmundarstöðum

4 Eyþór Jón Gíslason og Meitill frá Spágilsstöðum

4 Margrét Guðbjartsdóttir og Amon frá Miklagarði

5 Unnsteinn K. Hermannsson og Sólon frá Leiðólfsstöðum

5 Bryndís Karlsdóttir og Freyr frá Geirmundarstöðum

6 Þórarinn Birgir Þórarinsson og Salvar frá Hábæ

6 Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti

7 Skjöldur Orri Skjaldarson og Breiðfjörð frá Búðardal

7 Eyþór Jón Gíslason og Dama frá Magnússkógum

8 Margrét Guðbjartsdóttir og Harpa frá Miklagarði

8 Unnsteinn K. Hermannsson og Sóldögg frá Leiðólfsstöðum

9 Jóhanna Einarsdóttir og Darri frá Engihlíð

9 Dagný Karlsdóttir og Blakkur frá Gilsárteigi

100 m skeið með fljúgandi starti

1 Valberg Sigfússon og Perla frá Þjóðólfshaga 1

2 Jón Ægisson og Skutla frá Gillastöðum

Námskeið um öryggismál

Miðvikudagur 27.02.2008Mið-Fossar

Vátryggingafélag Íslands stendur fyrir námskeiði um öryggismál í hestamennsku í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands laugardaginn 8. mars næstkomandi á Hvanneyri og í hestamiðstöð Landbúnaðarháskólans að Mið-Fossum í Borgarfirði. Námskeiðið er tvíþætt og ætlað hestamönnum á öllum aldri en ekki síst þeim sem bjóða upp á hestaferðir og reiðkennslu. Nánar hér.

Vetrarleikar

Þriðjudagur 26.02.2008

Fyrstu vetrarleikar ársins verða haldnir í Búðardal 1. mars og hefjast kl 13:00.

 

Dagskrá (háð nægri þátttöku í öllum flokkum):

Forkeppni

Fjórgangur: opinn flokkur

Tölt: barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur

100 m skeið með fljúgandi starti

Tölt: barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

 

Skráningum skal lokið fimmtudagskvöldið 28. febrúar hjá:

Herdísi í síma 434 1663 eða á netfangið brekkuhvammur10@simnet.is

Svölu í síma 434 1195 eða á netfangið budardalur@simnet.is

Þórði í síma 434 1171 eða á netfangið thoing@centrum.is

 

Við skráningu þarf að gefa upp kennitölu knapa og skráningarnúmer hests.

Skráningargjald er 1.000 kr. í hvern flokk en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.

 

Við vonumst til að sjá sem flesta!

Skoðunarferð

Mánudagur 28. janúar 2008

Laugardaginn 16. febrúar verður farin sameiginleg ferð á vegum nokkurra hestamanna í Stykkishólmi og hestamannafélagsins Glaðs. Förinni er heitið á valda staði á Suðurlandi þar sem einkum verða skoðaðar reiðhallir auk annarar aðstöðu til hestahalds og tamninga. Kostnaði verður stillt í hóf en ferðaáætlun verður tilkynnt þegar nær dregur. Ferðin er opin öllum en áhugasamir þurfa að skrá sig hjá Eyþóri í síma 434 1663, gsm 898 1251 eða með tölvupósti: brekkuhvammur10@simnet.is fyrir 10 febrúar.

Reiðleiðir og GPS

Sunnudagur 27. janúar 2008

Það bætist hægt og hægt við gps punkta yfir reiðleiðirnar okkar. Nú var að bætast við leið 16a, þ.e. Sanddalur - Reykjadalur en Sigurjón Svavarsson, hestamaður í Borgarfirði fór þarna á síðasta sumri og sendi okkur gps feril sinn. Við færum honum okkar bestu þakkir fyrir.

Reiðnámskeið

Miðvikudagur 23. janúar 2008

Þriggja helga reiðnámskeið verður haldið að Stað í Borgarfirði helgarnar 16. - 17. febrúar, 8. - 9. mars og 15. - 16. mars. Kennarar verða Birna Tryggvadóttir og Agnar Þór Magnússon. Kennt verður í litlum hópum (hámark 5 í hóp) og er námskeiðið ætlað öllum. Verð ræðst nokkuð af fjölda þátttakenda en er áætlað um 1.000-1.500 kr. hver kennslustund. Hafi einhverjir séróskir um enn minni hópa eða jafnvel einkakennslu er það einnig mögulegt. Hægt verður að geyma a.m.k. einhver hross á staðnum milli samliggjandi námskeiðsdaga en ekki verða skipulagðir flutningar á hrossum eða fólki á vegum félagsins.

 

Fyrst reiðhöllin er ekki risin finnum við okkur bara skjól í Borgarfirðinum í staðinn!

 

Magga í Miklagarði tekur við fyrirspurnum og skráningum í síma 434 1552 í hádeginu og á kvöldin. Síðasti skráningardagur er 6. febrúar.

Frá LH: Ráðstefna um menntamál hestamanna

Laugardagur 19. janúar.2008

Menntamálaráðuneytið og Landssamband hestamannafélaga bjóða til menntaráðstefnu föstudaginn 1. febrúar klukkan 13:00 – 16:00 í ráðstefnusal F/G á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
 
Rástefnustjóri: Karítas Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarskrifstofu Menntamálaráðuneytisins.
 
Dagskrá:
Klukkan 13:00
1.         Setning
2.         Menntakerfi íþróttahreyfingarinnar. Viðar Sigurjónsson, sviðstjóri fræðslusviðs ÍSÍ
3.         Staðan í menntamálum í dag og Matrixa FEIF. Sigurður Sigursveinsson
4.         Þróun menntunnar í hestamennsku á Íslandi, Reynir Aðalsteinsson
5.         Framtíðarsýn í menntamálum hestamanna - 2-3 stutt erindi
6.         Pallborðsumræður – Framtíðarsýn menntunar í hestamennsku
Ráðstefnulok klukkan 16:00
 
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Skráning er á tölvupóstfangið lh@isi.is

Sameiginlegt úrtökumót fyrir Vesturland

Fimmtudagur 10. janúar 2008

Hestamannafélögin á Vesturlandi ætla að sameinast um eitt úrtökumót fyrir Landsmótið í sumar og nú hefur verið ákveðið að úrtakan fari fram á Mið-Fossum þann 31. maí.

Eldri fréttir

Fréttir frá 2007

Fréttir frá 2006

Fréttir frá 2005

 

 

Fara efst á síðu

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri