Eldri fréttir:

Forsala á LM2020 - styrkjum Glað

Sunnudagur 1. desember 2019Landsmót 2020

Nú geta félagsmenn hestamannafélaga keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. - 12. júlí 2020 og styrkt um leið sitt félag. Með því að kaupa í forsölu í gegnum tengilinn hér að neðan renna þannig 1.000 kr. til Hestamannafélagsins Glaðs.

 

Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr. Þetta gildir til áramóta.

 

Þetta er tengillinn:

https://tix.is/is/specialoffer/z47d6g5yn4mdk

 

Tökum höndum saman - styðjum félagið okkar og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði.

 

Mótin okkar 2020

Þriðjudagur 26. nóvember 2019

Mótanefnd Glaðs var að funda og gefa út að þetta verða mótin okkar næsta keppnisár:

 1. 22. febrúar: Þrígangur og Smalinn
 2. 5. mars: Tölt
 3. 21. mars: Frjálsar æfingar/fimi og slaktaumatölt
 4. 4. apríl: Vetrarleikar
 5. 25. apríl: Íþróttamót
 6. 23. - 24. maí: Gæðingamót Vesturlands í Borgarnesi
 7. 13. - 14. júní: Úrtaka fyrir LM2020 í Borgarnesi
 8. 27. júní: Hestaþing Glaðs

Árshátíð vestlenskra hestamanna

Föstudagur 11. október 2019

Hestamannafélagið Snæfellingur sér um árshátíðina þetta árið og verður hún haldin á Hótel Stykkishólmi föstudaginn 29. nóvember næstkomandi.

 

Jólahlaðborð 9.900 kr.
Gisting með morgunmat og jólahlaðborð fyrir einn 18.300 kr.
Gisting með morgunmat og jólahlaðborð fyrir tvo 30.300 kr.

 

Hrossaræktarsamband Vesturlands veitir verðlaun fyrir efstu kynbótahross í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands árið 2019 verður verðlaunað.

 

Vinsamlegast skráðið ykkur sem fyrst eða fyrir 1. nóvember þar sem við Snæfellingur þarf að láta vita hvort við náum ekki lágmarksfjölda sem eru 50 manns. Við verðum með salinn fyrir okkur en hann tekur 100 manns.

 

Skráning á jólahlaðborð og árshátíð Í netfangið herborgsig@gmail.com, til Siggu í Bjarnarhöfn á messenger eða í síma 893 1584.

 

Fyrir hótelbókanir er best að hafa samband beint við hótelið á stykkisholmur@fosshotel.is eða í síma 430 2100 og takið fram að þetta sé vegna árshátíðar vestlenskra hestamanna.

Bikarmótinu aflýst

Fimmtudagur 22. ágúst 2019

Því miður reyndust skráningar í Bikarmót Vesturlands of fáar að þessu sinni og því hefur mótanefnd Glaðs ákveðið að aflýsa mótinu.

Bikarmót Vesturlands 24. ágúst

Föstudagur 9. ágúst 2019

Ágætu félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi!Þá er komið að Bikarmóti Vesturlands og að þessu sinni verður það haldið í Búðardal laugardaginn 24. ágúst. Mótið er opið fyrir félagsmenn vestlenskra hestamannafélaga.

 

Dagskrá:

Knapafundur í reiðhöllinni kl. 09:30
Forkeppni hefst kl. 10:00:
Fjórgangur V2: 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur og unglingaflokkur

Fjórgangur V5: barnaflokkur

Fimmgangur F2: opinn flokkur

Tölt T7: barnaflokkur

Tölt T3: unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2. flokkur og 1. flokkur
Úrslit:
Fjórgangur: 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennafl., unglingafl., barnafl.

Fimmgangur: opinn flokkur

Pollaflokkur, frjáls aðferð

Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl., 2. flokkur og 1. flokkkur
100 m skeið (flugskeið)

 

Takið eftir:

 

Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Opið er fyrir skráningar til kl. 20:00 fimmtudaginn 22. ágúst. Sama gildir um greiðslu skráningagjalda en gjaldið er 1.500 krónur í barna-, unglinga- og ungmennaflokk en 2.500 kr. í fullorðinsflokka. Pollar eru skráðir á mótsstað eða með tölvupósti til Svölu eða Þórðar. Það er ekkert skráningagjald í pollaflokkinn. Aðstoð við skráningar veita:
Svala í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórður í 893 1125 eða thoing@centrum.

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 23. ágúst.

Ævintýranámskeið 28.-30. júlí

Mánudagur 15. júlí 2019

Þá er komið að næsta námskeiði en í fyrra byrjuðum við með þetta geysivinsæla námskeið sem fór fram úr öllum væntingum hjá skipuleggjendum og þátttakendum.

 

Glaður ætlar að bjóða upp á ævintýranámskeið fyrir vön börn dagana 28. - 30. júlí. Um er að ræða þriggja daga námskeið en það er í formi hestaferðar sem verður farin úr Ljárskógarètt og endað á Lyngbrekku á Fellsströnd. Þetta verða langir reiðtúrar fyrir vana knapa (2-3 tímar í reiðtúr með stoppi og heildartími á dag er um 3-4 tímar með undirbúningi og frágangi). Tvo daga taka börnin með sér nesti sem við borðum saman í náttúrunni í miðjum reiðtúr og síðasta daginn endum við á sameiginlegri grillveislu sem er innifalin. Farið verður í sundferð í lok dags tvö.

 

Einungis vön börn geta sótt þetta námskeið, ekki er um fetreið að ræða nema að litlu leiti. Börn sem eru 9 ára og yngri þurfa að hafa forráðamann með. Foreldrar eru velkomnir með.

 

 

Umsjónarmenn á námskeiðinu eru Sigrún Hanna Sigurðardóttir, Svanborg Einarsdóttir, Svala Svavarsdóttir og Björk Guðbjörnsdóttir. Fyrir frekari upplysingar má senda umsjónarmönnum skilaboð á facebook messenger, þær eru allar virkar þar.

 

Skráning fer fram í þessu skjali hér. Vinsamlegast skráið börnin í síðasta lagi sunnudaginn 21. júlí.

 

Vökull hjá Hrossaræktarsambandinu

Mánudagur 1. júlí 2019

Vökull frá Efri-Brú verður í girðingu hjá Hrossaræktarsambandi Dalamanna. Vökull er glæsilegur og fasmikill klárhestur. Hann kemur 8. júlí og folatollurinn er 110.000 kr. með öllu.

 

Nánari upplýsingar og/eða pantanir hjá Sigga á Vatni (661 0434) og Svanborgu (895 1437). Pantanir berist helst fyrir 5. júlí.

 

Aðaleinkunn 8,37

Sköpulag 8,50

Kostir 8,28

 

Nánari dómur hér

 

 

 

Breytingar á dagskrá

Föstudagur 21. júní 2019

Athugið að gerðar hafa verið svolitlar breytingar á dagskrá mótsins á morgun, frétt hér neðar hefur verið uppfærð m.t.t. þess. Dagskráin hefur líka verið uppfærð í LH Kappa.

Ráslistar á Hestaþingi

Fimmtudagur 20. júní 2019 - Breytt 21. júní 2019

Tölt T3 - opinn flokkur:

1. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Narnía frá Lindarholti fyrir Glað

1. holl: Þórdís Fjeldsteð og Snjólfur frá Eskiholti fyrir Borgfirðing

2. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Eysteinn frá Efri-Þverá fyrir Glað

2. holl: Arna Hrönn Ámundadóttir og Elva frá Miklagarði fyrir Borgfirðing

3. holl: Klara Sveinbjörnsdóttir og Seimur frá Eystra-Fróðholti fyrir Borgfirðing

3. holl: María Magnúsdóttir og Glódís frá Hrísum fyrir Borgfirðing

4. holl: Nadine Elisabeth Walter og Valur frá Syðra-Kolugili fyrir Snæfelling

4. holl: Árný Sigrún Helgadóttir og Aldís frá Egilsstöðum fyrir Borgfirðing

5. holl: Styrmir Sæmundsson og Selja frá Fremri-Gufudal fyrir Glað

5. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Merrý frá Lindarholti fyrir Glað

6. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum fyrir Glað

6. holl: Katrín Einarsdóttir og Seðill frá Spágilsstöðum fyrir Glað

7. holl: Þórunn Ólafsdóttir og Styrkur frá Kjarri fyrir Glað

7. holl: Ámundi Sigurðsson og Hrafn frá Smáratúni fyrir Borgfirðing

8. holl: Arna Hrönn Ámundadóttir og Spuni frá Miklagarði fyrir Borgfirðing

8. holl: Hrefna Rós Lárusdóttir og Hergill frá Þjóðólfshaga 1 fyrir Snæfelling

9. holl: Sæmundur Jónsson og Askur frá Stíghúsi fyrir Sörla

10. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti fyrir Glað

 

Unglingaflokkur:

 1. Arndís Ólafsdóttir og Júpiter frá Magnússkógum fyrir Glað
 2. Ester Þóra Viðarsdóttir og Aríel frá Garðabæ fyrir Dreyra
 3. Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Hylling frá Minni-Borg fyrir Snæfelling
 4. Gróa Hinriksdóttir og Katla frá Reykhólum fyrir Snæfelling

 

Barnaflokkur:

 1. Gísli Sigurbjörnsson og Stoltur frá Söðulsholti fyrir Snæfelling
 2. Þórunn Ólafsdóttir og Styrkur frá Kjarri fyrir Glað
 3. Katrín Einarsdóttir og Seðill frá Spágilsstöðum fyrir Glað
 4. Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum fyrir Glað

 

B-flokkur ungmenna:

 1. Arna Hrönn Ámundadóttir og Spuni frá Miklagarði fyrir Borgfirðing
 2. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Eysteinn frá Efri-Þverá fyrir Glað
 3. Ásta Björk Friðjónsdóttir og Blómalund frá Borgarlandi fyrir Hörð
 4. Arna Hrönn Ámundadóttir og Elva frá Miklagarði fyrir Borgfirðing

 

B-flokkur gæðinga:

 1. Hergill frá Þjóðólfshaga 1 og Hrefna Rós Lárusdóttir fyrir Snæfelling
 2. Snjólfur frá Eskiholti og Þórdís Fjeldsteð fyrir Borgfirðing
 3. Narnía frá Lindarholti og Sjöfn Sæmundsdóttir fyrir Glað
 4. Hrafn frá Smáratúni og Ámundi Sigurðsson fyrir Borgfirðing
 5. Glódís frá Hrísum og María Magnúsdóttir fyrir Borgfirðing
 6. Aldís frá Egilsstöðum og Árný Sigrún Helgadóttir fyrir Borgfirðing
 7. Skellibjalla frá Hofakri og Heiðrún Sandra Grettisdóttir fyrir Glað
 8. Askur frá Stíghúsi og Sæmundur Jónsson fyrir Sörla
 9. Kenning frá Skipaskaga og Leifur George Gunnarsson fyrir Dreyra
 10. Merrý frá Lindarholti og Sjöfn Sæmundsdóttir fyrir Glað
 11. Stefán frá Hvítadal 2 og Laufey Fríða Þórarinsdóttir fyrir Glað
 12. Bubbi frá Breiðabólsstað og Ágústa Rut Haraldsdóttir fyrir Glað
 13. Seimur frá Eystra-Fróðholti og Klara Sveinbjörnsdóttir fyrir Geysi
 14. Pontíus frá Söðulsholti og Ragnar Ingi Sigurðsson fyrir Snæfelling
 15. Dregill frá Magnússkógum og Arndís Ólafsdóttir fyrir Glað
 16. Valur frá Syðra-Kolugili og Nadine Elisabeth Walter fyrir Snæfelling
 17. Kjarkur frá Borgarnesi og Þórdís Fjeldsteð fyrir Borgfirðing
 18. Sveðja frá Skipaskaga og Leifur George Gunnarssonn fyrir Dreyra
 19. Gnýr frá Kvistum og Ágústa Rut Haraldsdóttir fyrir Glað

 

A-flokkur gæðinga:

 1. Skuggi frá Hríshóli 1 og Lárus Ástmar Hannesson fyrir Glað
 2. Goði frá Bjarnarhöfn og Hans Þór Hilmarsson fyrir Snæfelling
 3. Hlynur frá Syðstu-Fossum og Harpa Sigríður Magnúsdóttir fyrir Borgfirðing
 4. Yrsa frá Ketilhúshaga og Þórdís Fjeldsteð fyrir Borgfirðing
 5. Garún frá Eystra-Fróðholti og Klara Sveinbjörnsdóttir fyrir Geysi
 6. Seifur frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson fyrir Glað
 7. Gæfa frá Hvítadal 2 og Laufey Fríða Þórarinsdóttir fyrir Glað
 8. Þróttur frá Lindarholti og Sjöfn Sæmundsdóttir fyrir Glað
 9. Ögn frá Hofakri og Heiðrún Sandra Grettisdóttir fyrir Glað
 10. Brennir frá Votmúla 1 og Arna Hrönn Ámundadóttir fyrir Borgfirðing
 11. Kata frá Fremri-Gufudal og Styrmir Sæmundsson fyrir Glað
 12. Ágústínus frá Sauðafelli og Ágústa Rut Haraldsdóttir fyrir Glað
 13. Hnokki frá Reykhólum og Hrefna Rós Lárusdóttir fyrir Snæfelling

Hestaþing Glaðs 22, júní

Þriðjudagur 11. júní 2019 - Breytt 21. júní 2019

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 22. júní næstkomandi. Mótið hefst kl. 10:00 og er opið öllum félögum í hestamannafélögum.

 

Dagskrá:

Kl. 10:00 Forkeppni

1. Tölt T3 opinn flokkur

2. Unglingaflokkur
10 mínútna hlé
3. Barnaflokkur

4. B-flokkur ungmenna
5. B-flokkur gæðinga

15 míínútna hlé

          6. A-flokkur gæðinga

MATARHLÉ

Úrslit

1. Tölt T3

2. Unglingaflokkur

3. Barnaaflokkur

4. B-flokkur ungmenna
10 mínútna hlé
          5. A-flokkur gæðinga
10 mínútna hlé
6. B-flokkur gæðinga

 

Athugið að öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum dagskrárlið og auglýst hér með fyrirvara um breytingar.

 

Bendum á að Dalakot verður með pizzahlaðborð í hádegishléinu.

 

Skráning:

Skráningar fara fram í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega, slóðin er http://skraning.sportfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í lok skráningarferlisins.

Skráningargjald er kr. 1.500 í barnaflokk og unglingaflokk, kr. 2.500 í ungmennaflokk, B-flokk, A-flokk og tölt .

 

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 20:00 að kvöldi miðvikudagsins 19. júní. Sami tímafrestur gildir um greiðslu skráningagjalda.

Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Svölu í síma 861 4466 eða með netfangi budardalur@simnet.is

Þórð í síma 893 1125 eða með netfangi thoing@centrum.is

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 21. júní.

Útreiðanámskeið fyrir börn

Þriðjudagur 11. júní 2019

Dagana 23. - 27. júní (sunnudagur-fimmtudags) býður Fræðslunefnd upp á 5 daga reiðnámskeið þar sem lögð verður áhersla á útreiðar. Um er að ræða 5 x 2 klukkutíma þar sem byrjað er á því að smala girðingu, síðan kembt, lagt á og svo farið í útreiðartúr. Þátttakendur koma með sinn hest sjálfir og þurfa að geta riðið út á góðri ferð (ekki bara fetreið). Kennari er Sjöfn Sæmundsdóttir.

 

Tímasetningarnar finnum við út með hópnum/hópunum en leggjum upp með að þetta sé á bilinu kl. 10 -17:30 eftir því hvað hóparnir eru margir. Börn sem eru í vinnuskólanum fá tíma eftir vinnu eða 15:30-17:30. Sjöfn raðar í hópa þegar skráning er ljós. Námskeiðshestar fá girðingu í Búðardal yfir þessa 5 daga.

 

VERÐ 5 DAGA NÁMSKEIÐ:
- GLAÐSFÉLAGAR- 12.000,-

- UTAN FÉLAGS- 15.000,-

 

Skráning er í skjalinu hér. Vinsamlegast skráið í alla reiti í skráningarforminu. Skráningu líkur fimmtudaginn 20. júní n.k.

 

Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir:

Svala í messenger skilaboðum eða í síma 861 4466

 

ATHUGIÐ – Ef það eru börn sem eru ekki tilbúin í 2ja tíma útreiðanámskeið og vilja námskeið inn í reiðhöll þessa daga er það í boði ef það næst næg þátttaka í slíkan hóp. Það námskeið yrði 1 klukkutími á dag og verð fyrir 5 daga 8.000,- fyrir Glaðsfélaga og 10.000,- fyrir aðra.

 

ATHUGIÐ – Ef börnum vantar hest á námskeiðið þá er Sjöfn með 2 hesta sem hægt er að leigja hjá henni á meðan á námskeiði stendur. Fyrstur kemur-fyrstur fær. Nánari upplýsingar um leiguhesta veitir Sjöfn í síma 663 6725.

Firmakeppnin 28. apríl

Laugardagur 27. apríl 2019

Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardals fer fram á reiðvellinum sunnudaginn 28. apríl og hefst kl. 14 með hópreið frá hesthúsahverfinu niður á reiðvöll.

 

Keppt verður í polla-(teymt undir), barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokki. Börn og unglingar koma gjarna í búningum og jafnvel með skreytta hesta

 

Skráning fer fram á staðnum.

 

Rásraðir á vetrarleikum

Föstudagur 5. apríl 2019

Fjórgangur - opinn flokkur:

1. holl: Sophie Wellenbrink og Sigurrós frá Lindarholti

1. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Merrý frá Lindarholti

2. holl: Eyþór Jón Gíslason og Neisti frá Austurhlíð

2. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Skellibjalla frá Hofakri

3. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lokkur frá Klifmýri

4. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Narnía frá Lindarholti

4. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Kópur frá Nautabúi

 

Fjórgangur - barnaflokkur:

1. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum

2. holl: Þórunn Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum

2. holl: Katrín Einarsdóttir og Sjóður frá Spágilsstöðum

3. holl: Gróa Margrét Viðarsdóttir og Askur frá Spágilsstöðum

3. holl: Daníel Freyr Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

4. holl: Alexander Örn Skjaldarson og Kveikur frá Fremri-Gufudal

4. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Raftur frá Spágilsstöðum

 

Fjórgangur - unglinga- og ungmennaflokkur:

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal 2

1. holl: Arndís Ólafsdóttir og Júpiter frá Magnússkógum

 

Fimmgangur - opinn flokkur:

1. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Gæfa frá Hvítadal 2

2. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti

2. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Staka frá Högnastöðum 2

3. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Ágústínus frá Sauðafelli

3. holl: Arndís Ólafsdóttir og Dregill frá Magnússkógum

 

Tölt - pollaflokkur:

Skráð á staðnum

 

Tölt - barnaflokkur:

1. holl: Þórarinn Páll Þórarinsson og Fróði frá Hvítadal 2

1. holl: Þórunn Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum

2. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum

2. holl: Daníel Freyr Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

3. holl: Gróa Margrét Viðarsdóttir og Askur frá Spágilsstöðum

4. holl: Katrín Einarsdóttir og Seðill frá Spágilsstöðum

4. holl: Alexander Örn Skjaldarson og Kveikur frá Fremri-Gufudal

 

Tölt - unglinga- og ungmennaflokkur:

1. holl: Arndís Ólafsdóttir og Júpiter frá Magnússkógum

2. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal 2

2. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Staka frá Högnastöðum 2

 

Tölt - opinn flokkur:

1. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Skellibjalla frá Hofakri

2. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Merrý frá Lindarholti

2. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Pandóra frá Breiðabólsstað

3. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Bubbi frá Breiðabólsstað

3. holl: Eyrún Agnarsdóttir og Óðinn frá Ytri-Skógum

4. holl: Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni

4. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lokkur frá Klifmýri

5. holl: Sophie Wellenbrink og Sigurrós frá Lindarholti

5. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Kakali frá Breiðabólsstað

6. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti

6. holl: Eyþór Jón Gíslason og Neisti frá Austurhlíð

Aðalfundur Glaðs þriðjudaginn 9. apríl

Sunnudagur 31. mars 2019

Aðalfundur Hestamannafélagsins Glaðs verður haldinn í húsi Rauða krossins, Vesturbraut 12 í Búðardal, þriðjudaginn 9. apríl nk. Fundurinn hefst kl. 20:00.

 

Dagskrá skv. lögum félagsins

 1. Kosning starfsmanna fundarins
 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
 3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins
 4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
 5. Reikningar bornir undir atkvæði
 6. Kosningar skv. 6. grein laga félagsins:
  - ritari og gjaldkeri til 3 ára
  - skoðunarmaður reikninga (annar tveggja) til 2 ára
  - fulltrúar á sambandsþing UDN
 7. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar
 8. Ákvörðun árgjalds
 9. Önnur mál

 

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta!

Vetrarleikar laugardaginn 6. apríl

Laugardagur 30. mars 2019

Vetrarleikarnir fara fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 6. apríl og hefst  mótið stundvíslega klukkan 12:00.

 

Dagskrá:
Forkeppni
Fjórgangur: opinn flokkur V2, barnafl. V5 og unglinga- og ungmennafl. V2

Fimmgangur F2: opinn flokkur

Tölt: pollafl. frjáls aðferð, barnaflokkur T7, unglinga- og ungmennafl. T3 og opinn fl. T3
Úrslit
Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglinga- og ungmennafl.

Fimmgangur: opinn flokkur

Tölt: barnaflokkur, unglinga- og ungmennaflokkur og opinn flokkur

Takið eftir að í barnaflokki verður keppt í V5 (frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk) og í T7 (hægt tölt og tölt á frjálsri ferð). 

 

Skráningar:
Eins og áður skrá keppendur sig með Skráningakerfi SportFengs. Þurfi einhver aðstoð við skráningar er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is

Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 4. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Í pollaflokkinn er skráð á staðnum og þar eru engin skráningagjöld.

Ráslistar fyrir morgundaginn

Laugardagur 23. mars 2019

Á morgun verður keppt í þrígangi og slaktaumatölti í Nesoddahöllinni og rásraðir verða sem hér segir.

 

Pollarflokkur:

Skráning á staðnum

 

Þrígangur - barnaflokkur:

 1. Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum
 2. Daníel Freyr Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal
 3. Alexander Örn Skjaldarson og Kveikur frá Fremri-Gufudal
 4. Gróa Margrét Viðarsdóttir og Askur frá Spágilsstöðum
 5. Katrín Einarsdóttir og Seðill frá Spágilsstöðum

 

Þrígangur - unglinga- og ungmennaflokkur:

 1. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Gæfa frá Hvítadal 2
 2. Andri Óttarr Skjaldarson og Rafn frá Hamraendum
 3. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal 2

 

Þrígangur - opinn flokkur:

 1. Sjöfn Sæmundsdóttir og Narnía frá Lindarholti
 2. Sophie Wellenbrink og Sigurrós frá Lindarholti
 3. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Kakali frá Breiðabólsstað
 4. Styrmir Sæmundsson og Aron frá Fremri-Gufudal
 5. Eyþór Jón Gíslason og Ronaldo frá Spágilsstöðum
 6. Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti
 7. Skjöldur Orri Skjaldarson og Sólborg frá Búðardal
 8. Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni
 9. Sophie Wellenbrink og Drífa frá Lindarholti
 10. Margrét Guðbjartsdóttir og Elva frá Miklagarði
 11. Styrmir Sæmundsson og Týr frá Fremri-Gufudal
 12. Sjöfn Sæmundsdóttir og Merrý frá Lindarholti

 

Slaktaumatölt T4:

1. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Sólborg frá Búðardal

1. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Elva frá Miklagarði

2. holl: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Mökkur frá Spágilsstöðum

2. holl: Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni

3. holl: Eyþór Jón Gíslason og Sjóður frá Spágilsstöðum

3. holl: Styrmir Sæmundsson og Kata frá Fremri-Gufudal

4. holl. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal 2

Reiðnámskeið með Sjöfn 25. mars - 5 maí

Laugardagur 16. mars 2019

Í næstu viku líkur 6 vikna námskeiði sem hefur gengið glimrandi vel með góðri þátttöku og þá skellum við í annað 6 vikna námskeið með Sjöfn Sæmundsdóttur, 25 mars - 5. maí 2019. Það verður einn 40 mínútna tími í viku á hvern þátttakanda en ef það lenda 4 í hóp þá verður tíminn 60 mínútur.

 

Lagt er upp með að hafa námskeiðið á virkum dögum en helgar eru möguleiki líka, ákvörðun verður tekin miðað við óskir þátttakenda og möguleika reiðkennara til að mæta þeim óskum. Ef knapar skrá sig ekki saman í ákveðinn hóp þá mun fræðslunefnd ásamt Sjöfn raða í hópa með tilliti til þess hvar knaparnir eru staddir í sportinu. Fræðslunefnd mun í framhaldinu heyra í þátttakendum eða forráðamönnum þeirra og stilla strengi með daga og tímasetningar.

 

VERÐ (hægt er að semja um að dreifa greiðslum)
-GLAÐSFÉLAGAR-
17 ára og yngri:

Einkatímar: 18.000 kr. (niðurgreitt um 6.000 kr.)

Hópatímar: 9.000 kr. (niðurgreitt um 6.000 kr.)

Fullorðnir:

Einkatímar: 24.000 kr.

Hópatímar: 15.000 kr.

-UTAN FÉLAGS-:
Allur aldur:

Einkatímar: 30.000 kr.

Hópatímar: 18.000 kr.

 

Skráning er í þessu skjali hér. Vinsamlegast skráið í alla reiti í skráningarforminu og ef þið hafið ekki skoðun skrifið þa "sama".
Skráningu líkur 22. mars n.k.

 

Frekari upplýsingar veita:
Svala í messenger skilaboðum eða í síma 861 4466

Svanborg í messenger skilaboðum eða í síma 895 1437

ATHUGIÐ - Ef einhverjir hafa áhuga á að taka knapamerki þá endilega hafið samband við okkur og við munum gefa ykkur upplýsingar og fjölda tíma og verð með prófinu sjálfu og þá er hægt að setja saman plan með Sjöfn í framhaldinu. Knapar þurfa að vera 12 ára til að byrja á knapamerkjum.

 

ATHUGIÐ – Ef börnum vantar hest á námskeiðið þá er Sjöfn með hesta sem hægt er að leigja hjá henni ef aðilar geta sjálfir verið með þá á húsi og séð um þá þessar 6 vikur meðan á námskeiði stendur. Nánari upplýsingar veitir Sjöfn í síma 663 6725.

Þrígangur og slaktaumatölt í höllinni

Fimmtudagur 14. mars 2019

Keppt verður í þrígangi og slaktaumatölti T4 í Nesoddahöllinni sunnudaginn 24. mars kl. 14:00.

 

Dagskrá (með fyrirvara um þátttöku):

 1. Pollar (klárað alveg)
 2. Þrígangur - barnaflokkur - forkeppni
 3. Þrígangur - unglinga- og ungmennaflokkur - forkeppni
 4. Þrígangur - barnaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
 5. Þrígangur - unglinga- og ungmennarflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
 6. Þrígangur – opinn flokkur – forkeppni
 7. T4 slaktaumatölt- forkeppni
 8. Hlé í 20 mínútur
 9. T4 slaktaumatölt- úrslit og verðlaunaafhending
 10. Þrígangur – opinn flokkur - úrslit og verðlaunaafhending

 

Fyrirkomulag keppninnar:

 

Þrígangur
Einn í braut í einu.
Börn ríða 2½-3 hringi og sýna þrjú af þessum fjórum atriðum: 1 hring á tölti á frjálsum hraða, 1 hring á brokki, ½ hring á feti og 1 hring á stökki. Í úrslitum sýna þau fet, brokk og tölt. Lægsta einkunnin dettur út þannig að aðaleinkunn reiknast sem meðaltal tveggja bestu gangtegundanna.

Unglingar, ungmenni og fullorðnir ríða 3½ hring: ½ á feti, 1 á tölti á frjálsum hraða, 1 á brokki og 1 á stökki. Lægsta einkunnin dettur út þannig að aðaleinkunn reiknast sem meðaltal þriggja bestu gangtegundanna. Úrslitin verða eins. Ef keppendur í kvenna- og karlaflokki verða fleiri en 12 verða riðin A og B úrslit. (4 efstu í A-úrslit sæti 5-9 í B-úrslit)

 

Slaktaumatölt T4
Tveir í braut í einu.
Fyrst er riðinn 1 hringur á frjálsri ferð síðan 1 hringur á hægu tölti, snúið við, og riðinn 1 hringur á slökum taum.

 

Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega en keppnisgreinin þrígangur heitir þar reyndar Fjórgangur V6. Þarfnist einhver aðstoðar vegna skráninga má hafa samband við Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is eða Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.

Skráningargjald er 1.000 krónur og skráningarfrestur er til miðnættis á föstudagskvöldi 22. mars. Pollar eru skráðir á mótsstað og greiða ekki skráningargjald.

Rásraðir á töltmótinu

Föstudagur 22. febrúar 2019

Athugið að ákveðið hefur verið að blanda saman karla- og kvennaflokkum í forkeppninni. Flest hollin eru annaðhvort úr karla- eða kvennaflokki en eitt hollið er blandað.

 

Frjálsar æfingar - opinn flokkur:

 1. Styrmir Sæmundsson og Kata frá Fremri-Gufudal
 2. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri
 3. Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti
 4. Inga Heiða Halldórsdóttir og Kópur frá Nautabúi
 5. Sophie Wellenbrink og Sigurrós frá Lindarholti
 6. Styrmir Sæmundsson og Selja frá Fremri-Gufudal
 7. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Skellibjalla frá Hofakri

 

Tölt T7 - barnaflokkur:

1. holl: Gróa Margrét Viðarsdóttir og Askur frá Spágilsstöðum

1. holl: Þórarinn Páll Þórarinsson og Fróði frá Hvítadal 2

2. holl: Alexander Örn Skjaldarson og Kveikur frá Fremri-Gufudal

2. holl: Daníel Freyr Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

 

Tölt T7 - unglinga- og unmennaflokkur:

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal 2

1. holl: Andri Óttarr Skjaldarson og Rafn frá Hamraendum

2. holl: Nökkvi Már Sigurðarson og Freysteinn frá Hvítadal 2

 

Tölt T7 - kvenna- og karlaflokkar samkeyrðir:

1. holl: Svanhvít Gísladóttir og Drífa frá Lindarholti

1. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri

2. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Narnía frá Lindarholti

2. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Börkur frá Akurgerði

3. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Sólborg frá Búðardal

3. holl: Eyþór Jón Gíslason og Geirrekur frá Torfastöðum

4. holl: Sophie Wellenbrink og Sigurrós frá Lindarholti

4. holl: Styrmir Sæmundsson og Selja frá Fremri-Gufudal

5. holl: Svala Svavarsdóttir og Seðill frá Spágilsstöðum

5. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Pandóra frá Breiðabólsstað

6. holl: Carolin Baare-Schmidt og Gjósta frá Búðardal

6. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Seifur frá Miklagarði

7. holl: Svanhvít Gísladóttir og Merrý frá Lindarholti

7. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Skellibjalla frá Hofakri

8. holl: Styrmir Sæmundsson og Kata frá Fremri-Gufudal

8. holl: Eyþór Jón Gíslason og Sómi frá Spágilsstöðum

9. holl: Svala Svavarsdóttir og Sjóður frá Spágilsstöðum

9. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti

Tölt og frjálsar æfingar 23. febrúar

Laugardagur 166. febrúar 2019

Á næsta móti í Nesoddahöllinni verður keppt í frjálsum æfingum og tölti. Mótið verður laugardaginn 23.febrúar og hefst kl. 14:00.

 

Frjálsar æfingar: 
Einn í einu í braut. Keppandi sýnir að lágmarki 2 gangtegundir og hraðabreytingar á annarri auk tveggja fimiæfinga, annars ræður keppandi sínu prógrammi sem standa skal í að hámarki 3,5 mínútur.

 

Tölt:
Keppt verður í T7 í öllum flokkum og það á að ríða þannig; einn hringur hægt tölt, snúið við, svo tveir hringir fegurðartölt. Tveir eru inná í einu og öllum er stjórnað af þul. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki auk yngri flokka, háð þátttöku eins og vant er. Minnum á að unglinga- og ungmennaflokkur er sameinaður. Töltkeppnin hefst að lokinni keppni í frjálsum æfingum.

 

Dagskrá (með fyrirvara um þátttöku):

 1. Frjálsar æfingar - forkeppni opinn flokkur
 2. Frjálsar æfingar opinn flokkur úrslit og verðlaunaafhending
 3. Hlé í 15 mínútur
 4. Pollar, skráning á staðnum, klárað alveg
 5. Tölt- barnaflokkur – forkeppni
 6. Tölt- unglinga- og ungmennaflokkur- forkeppni
 7. Tölt- barnaflokkur úrslit og verðlaunaafhending
 8. Tölt- unglinga- og ungmennaflokkur úrslit og verðlaunaafhending
 9. Hlé í 15 mínútur
 10. Tölt- kvennaflokkur- forkeppni
 11. Tölt- karlaflokkur- forkeppni
 12. Tölt- kvennaflokkur- úrslit og verðlaunaafhending
 13. Tölt- karlaflokkur- úrslit og verðlaunaafhending

 

Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Til að skrá sig í frjálsar æfingar er valin keppnisgreinin Fimikeppni A og Opinn flokkur. Í Tölt skrá karlar sig í 2. flokk, konur í 1. flokk og unglingar í ungmennaflokk. Þarfnist einhver aðstoðar vegna skráninga má hafa samband við Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is eða Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.

Skráningargjald er 1.000 krónur og skráningarfrestur er til miðnættis á fimmtudagskvöldi 21.febrúar. Pollar eru skráðir á mótsstað og greiða ekki skráningargjald.

 

Minnum einnig á næsta mót sem verður sunnudaginn 24. mars. Þá verður keppt í þrígangi og slaktaumatölti.

Áskrift í reiðhöllina

Fimmtudagur 14. febrúar 2019

Við viljum minna á að þeir sem vilja nýta sér reiðhöllina þurfa að kaupa áskrift eða staka tíma.

 

Þeir sem kaupa áskrift fá ótakmarkaðan aðgang að reiðhöllinni fyrir utan þá tíma sem eru í fastri útleigu samvkæmt viðburðadagatali en það er t.d. þegar húsið er í útleigu vegna námskeiða, móta, sýninga eða annarar starfsemi. Það sama á við um þá sem kaupa staka tíma, þeir geta farið á þeim tímum sem ekki eru í fastri útleigu.

 

Þeir sem kaupa áskrift fá aðgang í sérstakan fésbókarhóp þar sem verður tilkynnt þegar eitthvað breytist í viðburðadagatali þannig að það liggi ljóst fyrir og að áskrifendur séu meðvitaðir um það ef reiðhöllin er ekki laus vegna viðburða. Einnig er alltaf hægt að sjá þessar upplýsingar á Nesoddasíðunni hér á vef Glaðs.

 

Þeir sem vilja nýta sér reiðhöllina þurfa að hafa samband við Eyþór Jón Gíslason í síma 898 1251.

Hópferð á sýnikennslu Jakobs

Mánudagur 11. febrúar 2019

Sýnikennsla í BorgarnesiFræðslunefnd hefur áhuga á því að fara hópferð í Borgarnes miðvikudaginn 20. febrúar á sýnikennslu með Jakobs Svavars sbr. auglýsinguna. Smellið á myndina til að stækka hana.

 

Hver greiðir inn fyrir sig og rútan gæti kostað um 1.000 kr. á mann.

 

Þið sem viljið koma með í þessa hópferð vinsmlegast skráið ykkur með því að hafa samband við Svölu í síma 861 4466.

 

Fáist nægur fjöldi verður græjuð rúta, nú eða langferðabíll og farið. Koma svo, höfum gaman saman og kíkjum í "Nesið."

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Smalanum aflýst

Föstudagur 1. febrúar 2019

Því miður er þátttakan í Smalanum sem halda átti í kvöld of lítil og keppninni er því hér með aflýst.

6 vikna reiðnámskeið með Sjöfn Sæmundsdóttur

Miðvikudagur 30. janúar 2019

Nú er fyrsta reiðnámskeið vetrarins að hefjast hjá okkur í Glað og verður það haldið á 6 vikna tímabili 11. febrúar til 24. mars. Kennari er Sjöfn Sæmundsdóttir. Hver þátttakandi fær einn 40 mínútna tíma í viku en ef það lenda fjórir í hóp þá verður tíminn 60 mínútur.


Lagt er upp með að hafa námskeiðið á virkum dögum en helgar eru möguleiki líka, ákvörðun verður tekin út frá óskum þátttakenda og möguleikum reiðkennara til að mæta þeim. Ef knapar skrá sig ekki saman í ákveðinn hóp þá mun fræðslunefnd ásamt Sjöfn raða í hópa með tilliti til þess hvar knaparnir eru staddir í sportinu. Fræðslunefnd mun í framhaldinu heyra í þátttakendum eða forráðamönnum þeirra og stilla strengi með daga og tímasetningar.

 

VERÐ Á NÁMSKEIÐINU

 

-GLAÐSFÉLAGAR-
17 ára og yngri:

Einkatímar: 18.000 kr. (niðurgreitt um 6.000 kr.)

Hópatímar: 9.000 kr. (niðurgreitt um 6.000 kr.)
Fullorðnir:

Einkatímar: 24.000 kr.

Hópatímar: 15.000 kr.

 

-UTAN FÉLAGS-:

Allur aldur:
Einkatímar: 30.000 kr.

Hópatímar: 18.000 kr.

 

Skráning í skjalinu hér í þessum tengli og vinsamlegast skráið í alla reiti í skráningarforminu og ef þið hafið ekki skoðun þá skrifa "alveg sama."
Skráningu líkur 6. febrúar n.k.

 

Frekari upplýsingar veita:
Svala í messenger skilaboðum eða í síma: 861 4466

Svanborg í messenger skilaboðum eða í síma 895 1437

ATHUGIÐ - Ef einhverjir hafa áhuga á að taka knapamerki þá endilega hafið samband við okkur og við munum gefa ykkur upplýsingar og fjölda tíma og verð með prófinu sjálfu og þá er hægt að setja saman plan með Sjöfn í framhaldinu. Knapar þurfa að vera 12 ára til að byrja á knapamerkjum.

 

ATHUGIÐ – Ef börnum vantar hest á námskeiðið þá er Sjöfn með hesta sem hægt er að leigja hjá henni ef aðilar geta sjálfir verið með þá á húsi og séð um þá þessar 6 vikur meðan á námskeiði stendur. Nánari upplýsingar veitir Sjöfn í síma 663 6725.

Smalinn 1. febrúar

Mánudagur 28. janúar 2019

Keppt verður í Smala í Nesoddahöllinni föstudaginn 1. febrúar og hefst keppnin kl. 20:00. Brautin verður tilbúin kl. 17 á mótsdag svo að keppendur geta prófað hana fyrir sjálfa keppnina. 
Keppt verður í þessum flokkum háð þátttöku:

Svala (861 4466, budardalur@simnet.is) og Þórður (893 1125, thoing@centrum.is) taka við skráningum í Smalann til kl. 12 á keppnisdegi. Skráningargjald er kr. 1.000 í alla flokka nema pollaflokk, þar er ekkert gjald tekið.

Að Smalanum loknum fer fram keppni í Skemmtitölti en í það er hægt að skrá á staðnum. Það er eingöngu ætlað fullorðnum keppendum.

Mætum nú vel í höllina okkar og skemmtum okkur saman yfir léttri keppni!

Fræðsludagskrá vetrarins

Þriðjudagur 22. janúar 2019

Fræðslu- og æskulýðsnefnd Glaðs starfar af miklum krafti og kynnir hér dagskrá næstu mánaða:

 

1. Járninganámskeið – 19. janúar, námskeiðið fór fram um síðustu helgi og voru 5 manns á námskeiðinu. Kennari var Gunnar Halldórsson

 

2. Reiðnámskeið – Nemendur koma í tíma einu sinni í viku. Skipt upp í 2 x 6 vikna námskeið febrúar-apríl. Hver og einn fær kennslu við sitt hæfi, allt frá byrjendum að læra ásetuæfingar upp í lengra komna sem vilja taka knapamerki. Byrjar fyrstu vikuna í febrúar og auglýsing er væntanleg næstu daga. Kennari: Sjöfn Sæmundsdóttir.

 

3. Reiðnámskeið - Helgarnámskeið á Skáney helgina 15.-17. febrúar fyrir ungu kynslóðina. Nemendur eyða allri helginni á Skáney og gista þar. Búið að auglýsa, orðið fullt og biðlisti. Kennarar: Haukur og Randi.

 

4. Fræðslukvöld -Stefnt að allavega tveimur fræðsluerindum í vetur. Komnar eru nokkrar hugmyndir en allar hugmyndir frá félagsmönnum vel þegnar. Nánar auglýst síðar.

 

5. Reiðnámskeið – Stefnt er að fá reiðkennara 2-3 sinnum í vetur til að bjóða upp á reiðtíma yfir helgi (laugardag og sunnudag), þar sem félagsmenn geta pantað sér tíma.

 

6. Sirkusnámskeið – Ætlum að kanna áhuga fyrir sirkusnámskeiði og ef áhugi er fyrir hendi munum við auglýsa og halda slíkt námskeið. Nánar auglýst síðar.

 

7. Æskan og hesturinn -Stefnt að ferð á Æskan og hesturinn í maí eins og undanfarin ár. Nánar auglýst síðar.

 

8. Keppnisþjálfun – boðið verður upp á þjálfun í keppni dagana fyrir Íþróttamót Glaðs og Hestaþing Glaðs. Hægt að panta sér tíma eins og hverjum og einum hentar. Nánar auglýst síðar.

 

9. Útreiðanámskeið – Stefnt að því að halda í júní þar sem fókusinn er á reiðtúra. Mætt í hesthúsin, girðing smöluð, kembt og lagt á, farið í reiðtúr og að síðustu frágangur. 4-5 daga námskeið. Nánar auglýst síðar.

 

10. Reiðnámskeið á Reykhólum - Stefnt er að sumarnámskeiði á Reykhólum og jafnvel fleiri námskeiðum í vor ef áhugi er fyrir hendi. Kennari: Sjöfn Sæmundsdóttir. Nánar auglýst síðar.

 

11. Hestaferð -Stefnt er að 3-4 daga hestaferð næsta sumar með fókus á börnin en foreldrar og aðstandendur velkomnir með. Kostnaður verður í lágmarki og aðilar úr fræðslunefnd munu halda utan um hópinn. Nánar auglýst síðar.

 

Fræðslunefndin (Svala, Björk, Sigrún, Svanborg og Styrmir) vonast eftir góðri þátttöku og góðu samsarfi á árinu 2019.

Reiðnámskeið á Skáney

Sunnudagur 6. janúar 2019

Helgina 15.-17. febrúar er fyrirhugað reiðnámskeið fyrir börn á Skáney. Mæting er kl. 16 á föstudeginum og námskeiðinu líkur á sunnudeginum kl. 13. Námskeiðið er ætlað börnum 9-15 ára en nauðsynlegt er að börnin hafi sofið að heiman áður án vandkvæða og séu sjálfbjarga með tannburstun o.s.frv.

 

Á námskeiðnu er farið yfir öll helstu atriði hestamennskurnar, umhirðu, gjafir og reiðmennsku. Í fyrra fór hópur af Glaðsbörnum á Skáney og var mikil gleði og ánægja með dvölina.

 

Verðið er 26 þúsund á barn, innifalið er námskeiðshestur, kennsla, fæði og húsnæði. Nauðsynlegt er að einn fullorðinn verði með hópnum og er sá kostnaður innifalin í verði. Athugið að Hestamannafélagið Glaður niðurgreiðir námskeiðið um helming fyrir sína félagsmenn.


Skráning og upplýsingar um námskeiðið eru hjá Sigrúnu, sighannasig@gmail.com eða í síma 862 5718.

Járninganámskeið í Dölum

Fimmtudagur 3. janúar 2019

Helgina 19. - 20. janúar næstkomandi verður haldið járninganámskeið á vegum Fræðslu- og æskulýðsnefndar Glaðs.

 

Kennari á námskeiðinu verður Gunnar Halldórsson sem starfar sem járningarmaður á suðvesturhorninu, kennir járningar við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og varð Íslandsmeistari í járningum árin 2013, 2014 og 2016.

Kennd verður almenn hófhirðing, tálgun og járningar. Farið verður yfir áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið felst að mestu í sýnikennslu og verklegri kennslu.

Þátttakendur koma með eigin járningaáhöld og 1-2 hesta til að járna (fer aðeins eftir fjölda þátttakenda). Ef einhvern vantar járningaáhöld þá verður Gunnar með eitthvað af aukaáhöldum. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem og lengra komnum, bæði konum og körlum, ungum sem öldnum. Þátttakendum verður skipt niður í hópa eftir reynslu. Lágmarksþátttaka er 6 og hámarksfjöldi er 14.

Nánari upplýsingar:
Tímasetning: 19. -20. janúar 2019. Nánari tímasetningar verða kynntar síðar þegar fjöldi þátttakenda er ljós.
Kennslustaður: Stóra-Vatnshorn í Haukadal
Verð fyrir hvern þátttakenda er kr. 25.000, innifalið eru skeifur, kennsla, léttur matur og kaffi.
Fyrir þá sem koma lengra að verður hægt að panta gistingu að Stóra-Vatnshorni hjá Valberg Sigfússyni í síma 894 0999
Skráning fer fram í gegnum linkinn að neðan eða hjá Björk Guðbjörnsdóttur í síma 898 6227 eða netfangið fimleikabjork@gmail.com

Námskeiðið er öllum opið.
Skráningarform: https://goo.gl/forms/o8wavMatYLYjJcm92

Sjá einnig á facebook

 

Eldri fréttir

Fréttir frá 2018

Fréttir frá 2017

Fréttir frá 2016

Fréttir frá 2015

Fréttir frá 2014

Fréttir frá 2013

Fréttir frá 2012

Fréttir frá 2011

Fréttir frá 2010

Fréttir frá 2009

Fréttir frá 2008

Fréttir frá 2007

Fréttir frá 2006

Fréttir frá 2005


Fara efst á síðu

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri