Mótanefnd Glaðs hefur komið saman og ákvarðað eftirfarandi dagskrá hvað mótahaldið varðar í vetur:
Svo reiknum við með að úrtaka fyrir Landsmót verði haldin sameiginlega af hestamannafélögunum á Vesturlandi en það verður tilkynnt þegar búið er að taka ákvörðun þar um.
Markmið námskeiðsins er að tryppið verði gert reiðfært, teymist á hesti og lagður góður grunnur að áframhaldandi þjálfun.
Helgarnar: 1.-3. des., 8.-10. des. og 15.-17. des.
Kennarar: Randi Holaker og Haukur Bjarnason
Verklegt: Föstudagur 1 kennslustund, laugardagur 2 kennslustundir og sunnudagur 2 kennslustundir.
Námskeiðið samanstendur af:
Bóklegt x 3 skipti
Sýnikennsla x 3 skipti
Verklegar kennslustundir x 15 skipti
Innifalið í námskeiði er: kennsla, aðstaða, hesthúspláss og hey, matur/kaffi laugardag og sunnudaga.
Verð: 65.000 þúsund
Hægt verður að leigja sér pláss á staðnum fyrir tryppið á milli helga gegn vægu verði. Upplagt að nýta sér aðstöðuna til þjálfunar og tamninga á milli námskeiðshelga.
Hægt verður að leigja sér gistingu á staðnum yfir helgarnar.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst: randi@skaney.is, sími 844 5546 / 894 6343.
Komið er að Hestamannafélaginu Skugga að halda árshátíð vestlenskra hestamanna og er hér með boðað til hennar í félagsheimilinu Lyngbrekku, Borgarfirði, laugardaginn 18. nóvember n.k.
Þriggja rétta kvöldverður – skemmtidagskrá og dans, með Einari Þór og Rikka, fram eftir kvöldi og fram á nótt.
Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald síðan kl. 20:00, undir öruggri veislustjórn varaformanns LH, Jónu Dísar Bragadóttur.
Allt þetta fyrir litlar 7.500. – kr. á mann.
Pantanir þurfa að berast til svany@postbox.is eða kristgis@simnet.is fyrir 13. nóvember n.k.
Þeim sem leita gistingar er bent á Icelandair Hótel Hamar og Egils Guesthouse ehf en báðir þessir staðir eru með sértilboð til hestamanna þessa helgi.
Boðið verður upp á sætaferðir úr Borgarnesi.
Upplýsingar um gistitilboðin:
Icelandair Hótel Hamar
Gisting ásamt morgunverði
Tveggjamanna herbergi 18.000,-
Einstaklings herbergi 15.000,-
S: 433-6600 netf. hamar@icehotels.is
Gistingar á Egils guesthouse
Studio f 2 á 15.000.-
2manna herb., prívat bað, á 12.500.-
Tveggja manna herb. m. sameiginlegu baði á 9.000. -
Fólk getur haft samband í tölvupósti á info@egilsguesthouse.is eða síma 8606655 og pantað.
Takið fram við pöntun að verið sé að fara á árshátíð hestamanna.
Benedikt Líndal kynnti hnakka sína í Nesoddahöllinni í dag og hann skildi nokkra hnakka eftir í umsjá Gyðu Lúðvíksdóttur. Þessir hnakkar verða væntanlega hér í Dölum í viku eða svo og þeir sem áhuga hafa á að skoða og prófa hnakkana frá Benna ættu að hafa samband við Gyðu núna næstu daga. Síminn hjá Gyðu er 696 7169 og netfangið neistih@gmail.com.
Benedikt Líndal ætlar að koma í heimsókn til okkar í Búðardal þriðjudaginn 1. ágúst næstkomandi til að kynna hnakkana sem framleiddir eru í hans nafni. Hnakkakynningin fer fram í eða við Nesoddahöllina, hún hefst kl. 17 og er áætluð til kl. 19. Áhugasamir geta komið með sinn hest og fengið að prófa hnakk eða hnakka.
Nánari upplýsingar um hnakkana frá Benna má finna á vefsíðu hans: http://inharmony.is/adventure/ en þar segir m.a: "Það er mikilvægt að hnakkurinn sem þú kaupir henti þér og til þess er vissara að prófa hann á hesti, allra helst á hesti sem þú þekkir. Þannig færðu réttan samanburð."
Komum nú saman og hittum Benna, fræðumst af honum og skoðum og prófum hnakkana frá honum!
Eins og áður hefur komið hér fram þá styttist nú í Bikarmót Vesturlands sem að þessu sinni verður haldið í Stykkishólmi sunnudaginn 30 júlí. Þetta er mót sem opið er fyrir félagsmenn vestlenskra hestamannafélaga og er stigamót þannig að efstu þrír í hverri grein telja til stiga fyrir félagið (árangur í forkeppni gildir). Áskilinn er réttur til að fella niður grein ef færri en 3 skrá sig til leiks.
Keppnisgreinar eru:
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1
Annar flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3
Opinn flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1 - 100m. skeið
Skráningar fara fram í gegn um SportFeng líkt og áður. Mótshaldari er Snæfellingur.
Skráningargjöld eru: Barna - og unglingaflokkur, kr. 2.000 - pr. skráningu. Ungmenna - annar - og opinn flokkur kr. 3.000.- pr. skráningu.
Skráningu lýkur um miðnætti miðvikudaginn 26 júlí. Netfang og símanúmer fyrir aðstoð er asdissig67@gmail.com, sími 8458828.
Hestamannafélagið Snæfellingur væntir þess að sem allra flestir sjái sér fært að koma í Stykkishólm og keppa fyrir félag sitt.
Bikarmótið verður að þessu sinni haldið í Stykkishólmi sunnudaginn 30. júlí. Það verður betur auglýst fljótlega.
Búið er að gefa út dagskrá Fjórðungsmótsins, smellið á myndina.
Nú er komið að menningarferðinni okkar þann 24. júní næstkomandi. Að þessu sinni ætlum við að heimsækja Borgarfjōrðinn og koma við á nokkrum vel vōldum hrossaræktarbúum ofl.
Fyrsta stopp verður hjá Lindu reiðkennara í Staðarhúsum. Einnig munum við koma við á Steðja brugghúsi en þar verður bjórkynning. Við snæðum kvōldverð á veitingastaðnum Hvernum á Kleppjárnsreykjum, þar verður hægt að velja um sjávarréttasúpu eða lambapottrétt. Við endum svo ferðina hjá góðum vinum.
Lagt verður af stað kl. 10:00 frá gamla bankahúsinu í Búðardal.
Við pōntunum taka:
Ragnheiður s. 849 2725, rbiggi@simnet.is
Monica s. 895 1641
Pantanir þurfa að berast fyrir fimmtudaginn 22. júní.
Verð:
Rúta: 6.500 (fer eftir þátttōku)
Steðji: 1.500
Matur: 2.500
Þetta verður bæði fræðandi og skemmtileg ferð í góðum félagsskap. Drífum nú í að ská okkur!
Varðandi keppni og skráningar á Fjórðungsmótið skulu hér áréttuð eftirfarandi atriði.
Opnar greinar:
Á Fjórðungsmótinu fer fram opin keppni í Tölti T1 opnum flokki, Tölti T1 17 ára og yngri, 100 m flugskeiði, 150 m skeiði og 250 m skeiði.
Keppendur eða forráðamenn þeirra skrá sig sjálfir í þessar greinar í Skráningakerfi SportFengs, athugið að velja Landsmót þar sem stendur Veldu hestamannafélag sem heldur mót. Athugið líka að skrá alls ekki í gæðingakeppnigreinarnar (sjá hér neðar) þó það sé hægt. Það er búið að opna fyrir skráningar og hægt er að skrá sig til miðnættis að kvöldi sunnudags 18. júní. Sami frestur er til að greiða skráningargjöldin og skráning öðlast ekki gildi nema skráningargjald sé greitt fyrir lok skráningafrests.
Gæðingakeppnin:
Hestamannafélögin hafa nú öll lokið sínum úrtökumótum og valið keppendur í gæðingakeppnina, þ.e A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, Ungmennaflokk, Unglingaflokk og Barnaflokk. Formaður Glaðs skráir keppendur félagsins í þessar greinar og félagið greiðir skráningagjöld í þessar greinar.
Hesthúspláss:
Þeir keppendur sem óska eftir milligöngu félagsins við útvegun hesthúspláss á mótsstað þurfa að láta formann vita sem allra fyrst og í síðasta lagi laugardaginn 17. júní. Best er að senda póst á thoing@centrum.is.
facebook:
Á facebook síðu Fjórðungsmótsins eru jafnharðan birtar ýmsar gagnlegar upplýsingar um mótið jafnt fyrir keppendur sem gesti. "Lækið" við síðuna svo þið fylgist með.
Hestaþingið okkar fór fram í björtu og góðu veðri í gær. Yfirlit yfir niðurstöður mótsins er komið inn á mótasíðuna. Eftirfarandi hestar og keppendur hafa unnið sér inn keppnisrétt fyrir Glað á Fjórðungsmóti Vesturlands:
Barnaflokkur:
Aron Mímir Einarsson og Tígulstjarna frá Bakka
Katrín Einarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
Unglingaflokkur:
Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum
Ungmennaflokkur:
Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal
B-flokkur gæðinga:
Tvífari frá Sauðafelli, eig. Ágústa Rut Haraldsdóttir
Hvinur frá Magnússkógum, eig. Björk Guðbjörnsdóttir
Ingólfur Gaukur frá Gillastöðum, eig. Jón Ægisson og Svanborg Þ. Einarsdóttir
Bubbi frá Breiðabólsstað, eig. Inga Heiða Halldórsdóttir
Til vara:
Næk frá Miklagarði, eig. Margrét Guðbjartsdóttir og Arna Hrönn Ámundadóttir
Merrý frá Lindarholti, eig. Sjöfn Sæmundsdóttir
A-flokkur gæðinga:
Seifur frá Miklagarði. eig. Margrét Guðbjartsdóttir
Halla frá Fremri-Gufudal, eig. Styrmir Sæmundsson og Einar Valgeir Hafliðason
Lukka frá Lindarholti, eig. Svanhvít Gísladóttir og Sjöfn Sæmundsdóttir
Ágústínus frá Sauðafelli, eig. Ágústa Rut Haraldsdóttir
Til vara:
Kolka frá Gillastöðum, eig. Svanborg Þ. Einarsdóttir og Jón Ægisson
Forsvarsmenn þessarra keppenda og hesta eru beðnir að tilkynna til formanns Glaðs hið fyrsta um þátttöku á Fjórðungsmóti, gjarna með tölvupósti á thoing@centrum.is.
Tölt T3 - opinn flokkur:
1. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Snót frá Spágilsstöðum
1. holl: Ámundi Sigurðsson og Hrafn frá Smáratúni
2. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal
2. holl: Arna Hrönn Ámundadóttir og Elva frá Miklagarði
3. holl: Styrmir Sæmundsson og Halla frá Fremri-Gufudal
4. holl: Sigurbjörn Guðlaugur Magnússon og Drottning frá Minni-Borg
Barnaflokkur:
Unglingaflokkur:
Ungmennaflokkur:
B-flokkur gæðinga:
A-flokkur gæðinga:
Vegna dræmrar þátttöku á Hestaþingi Glaðs hefur verið tekin sú ákvörðun að halda mótið á einum degi, laugardeginum 10. júní. Kvölddagskrá laugardagskvöldsins fellur niður, það verða engar kappreiðar og ekki 100 m skeið. Dagskráin verður þessi:
Kl. 10:00 Forkeppni
1. Tölt (T3) opinn flokkur
2. Barnaflokkur
3. Unglingaflokkur
4. Ungmennaflokkur
5. B-flokkur gæðinga
6. A-flokkur gæðinga
Matarhlé
Úrslit:
1. Tölt
2. Barnaflokkur
3. B-flokkur gæðinga
4. Unglingaflokkur
5. Ungmennaflokkur
6. A-flokkur gæðinga
Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 10. - 11. júní næstkomandi. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum. Um leið er þetta úrtökumót Glaðsfélaga fyrir Fjórðungsmót Vesturlands sem haldið verður í Borgarnesi í sumar.
Dagskrá:
Laugardagur 10. júní
Kl. 10:00 Forkeppni
1. Tölt (T3) opinn flokkur
2. Barnaflokkur
10 mínútna hlé
3. Unglingaflokkur
4. Ungmennaflokkur
MATARHLÉ
5. B-flokkur gæðinga
15 mínútna hlé
6. A-flokkur gæðinga
Hlé til kl. 20:00
Kl. 20:00 Kvölddagskrá:
1. Ræktunarbússýningar
2. Kappreiðar og flugskeið
250 m skeið
250 m brokk
250 m stökk
100 m skeið (flugskeið)
3. Úrslit í tölti
Sunnudagur 11. júní
Kl. 13:00 Úrslit
1. Barnaflokkur
2. B-flokkur gæðinga
10 mínútna hlé
3. Unglingaflokkur
4. Ungmennaflokkur
10 mínútna hlé
5. A-flokkur gæðinga
Athugið að öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum dagskrárlið og auglýst hér með fyrirvara um breytingar.
Skráning:
Skráningar fara fram með skráningakerfi SportFengs, slóðin er http://skraning.sportfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í lok skráningarferlisins.
Skráningargjald er kr. 1.500 í barnaflokk og unglingaflokk en kr. 2.500 í allt annað. Skráð verður á staðnum í kappreiðarnar en skráningar í gæðingakeppni, tölt og 100 m skeið þurfa að berast fyrir kl. 20:00 að kvöldi miðvikudagsins 7. júní. Sami tímafrestur gildir um greiðslu skráningagjalda í þessar greinar.
Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Svölu í síma 861 4466 eða með netfangi budardalur@simnet.is
Þórð í síma 893 1125 eða með netfangi thoing@centrum.is
Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 9. júní.
Minnum á að Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 10. - 11. júní næstkomandi. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum. Hestaþingið er jafnframt úrtökumót Glaðsfélaga fyrir Fjórðungsmót Vesturlands. Þetta verður allt betur auglýst fljótlega.
Fjórðungsmót Vesturlands verður haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júlí 2017. Mótið er haldið af hestamannafélögunum fimm á Vesturlandi en auk þeirra eiga keppnisrétt fulltrúar frá hestamannafélögunum á Vestfjörðum, úr Húnavatnssýslum og Skagafirði.
Gæðingakeppni A og B flokkur, ungmenni, unglingar og börn. Tölt opinn flokkur og 17 ára og yngri. Skeið 100 m, 150 m og 250 m. Kynbótahross um 70. Ræktunarbú.
Glæsileg aðstaða er í Borgarnesi, góðir keppnisvellir, reiðhöll, hesthús, tjaldstæði með rafmagni og stutt í alla þjónustu.
Dansleikur o.fl. til skemmtunar.
Aðgangseyrir verður 2.500 kr. og getur fólk síðan ákveðið hvað það dvelur lengi á mótinu.
Mótshaldarar lofa glæsilegu móti og gera ráð fyrir góðu veðri.
Fjórgangur V2 - opinn flokkur:
1. holl: Eyþór Jón Gíslason og Meydís frá Spágilsstöðum
1. holl: Guðmar Þór Pétursson og Flóki frá Flekkudal
2. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal
2. holl: Halldór Sigurkarlsson og Svali frá Skáney
3. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði
4. holl: Bjarki Þór Gunnarsson og Höttur frá Syðra-Velli
4. holl: Iðunn Svansdóttir og Ábóti frá Söðulsholti
5. holl: Linda Rún Pétursdóttir og Glæsir frá Álftárósi
6. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Kolbakur frá Syðri-Reykjum
6. holl: Eyþór Jón Gíslason og Þilja frá Spágilsstöðum
7. holl: Björk Guðbjörnsdóttir og Hvinur frá Magnússkógum
7. holl: Svanhvít Gísladóttir og Stirnir frá Leirum
Fjórgangur V5 - barnaflokkur:
1. holl: Aron Mímir Einarsson og Sleipnir frá Hróðnýjarstöðum
1. holl: Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli
2. holl: Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sindri frá Keldudal
3. holl: Katrín Einarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
3. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Spá frá Spágilsstöðum
Fjórgangur V2 - unglingaflokkur:
1. holl: Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum
2. holl: Inga Dís Víkingsdóttir og Melódía frá Sauðárkróki
Fjórgangur V2 - ungmennaflokkur:
1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Árvakur frá Litlu-Tungu 2
1. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Bubbi frá Breiðabólsstað
Fimmgangur F2 - opinn flokkur:
1. holl: Iðunn Svansdóttir og Nótt frá Kommu
1. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Freyfaxi frá Breiðabólsstað
2. holl: Guðmar Þór Pétursson og Brenna frá Blönduósi
2. holl: Eyþór Jón Gíslason og Riddari frá Spágilsstöðum
3. holl: Styrmir Sæmundsson og Halla frá Fremri-Gufudal
3. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Þytur frá Rútsstaða-Norðurkoti
4. holl: Svanhvít Gísladóttir og Lukka frá Lindarholti
Tölt T7 - barnaflokkur:
1. holl: Aron Mímir Einarsson og Sprettur frá Hróðnýjarstöðum
1. holl: Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Dropi frá Hvoli
2. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Spá frá Spágilsstöðum
2. holl: Katrín Einarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
3. holl: Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sindri frá Keldudal
Tölt T3 - unglingaflokkur:
1. holl: Inga Dís Víkingsdóttir og Melódía frá Sauðárkróki
1. holl: Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum
2. holl: Ásdís Birta Bjarnadóttir og Ölver frá Flúðum (keppir sem gestur)
Tölt T3 - ungmennaflokkur:
1. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Brá frá Langsstöðum
2. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal
Tölt T3 - 2. flokkur:
1. holl: Svala Svavarsdóttir og Meitill frá Spágilsstöðum
1. holl: Sofia Hallin og Nói frá Oddsstöðum I
2. holl: Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
2. holl: Aisha Hassdenteufel og Aría frá Oddsstöðum I
Tölt T3 - 1. flokkur:
1. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal
1. holl: Styrmir Sæmundsson og Halla frá Fremri-Gufudal
2. holl: Svanhvít Gísladóttir og Merrý frá Lindarholti
2. holl: Eyþór Jón Gíslason og Riddari frá Spágilsstöðum
3. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði
4. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Kolbakur frá Syðri-Reykjum
4. holl: Guðmar Þór Pétursson og Óskar frá Tungu
100 m skeið (flugskeið):
Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 22. apríl og hefst keppni stundvíslega klukkan 10:00. Mótið er opið félögum í hestamannafélögum í LH.
Dagskrá:
Knapafundur í reiðhöllinni kl. 09:30
Forkeppni hefst kl. 10:00:
Fjórgangur: opinn flokkur V2, barnafl. V5, unglingafl. V2 og ungmennafl. V2
Fimmgangur F2: opinn flokkur
Tölt T7: barnaflokkur
Tölt T3: unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2. flokkur og 1. flokkur
Úrslit:
Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur: opinn flokkur
Pollaflokkur, frjáls aðferð
Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur
100 m skeið (flugskeið)
Takið eftir:
Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Opið er fyrir skráningar til kl. 20:00 fimmtudaginn 20. apríl. Sama gildir um greiðslu skráningagjalda en gjaldið er 1.500 krónur í barna-, unglinga- og ungmennaflokk en 2.500 kr. í fullorðinsflokka. Pollar eru skráðir á mótsstað eða með tölvupósti til Svölu eða Þórðar. Það er ekkert skráningagjald í pollaflokkinn. Aðstoð við skráningar veita:
Svala í 861 4466 eða budardalur@simnet.is
Þórður í 893 1125 eða thoing@centrum.is
Árleg firmakeppni Hestaeigendafélagsins í Búðardal verður haldin á sumardaginn fyrsta eins og alltaf, þ.e. fimmtudaginn 20. apríl. Dagskráin hefst kl. 13:00 með hópreið frá hesthúsahverfinu á reiðvöllinn.
Keppt verður í polla-(teymt undir), barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokki. Skráningar á staðnum.
Unga fólkið mætir gjarna í búningum og jafnvel með hestana skreytta.
Firmakeppnina er sannarlega keppni fyrir alla og hana ætti enginn að láta fram hjá sér fara!
Þessar viðurkenningar voru veittar í lokahófi UDN í lok síðasta sumars:
Fyrir ástundun 2016:
Dagný Sara Viðarsdóttir
Dagný Þóra Arnarsdóttir
Elna Rut Haraldsdóttir
Eysteinn Fannar Eyþórsson
Katrín Einarsdóttir
Björn Kalman Þorgils Inguson
Efnilegasti knapinn 2016:
Arndís Ólafsdóttir
Þessar voru hins vegar veittar á skemmtikvöldi hjá félaginu í fyrrakvöld:
Stigahæstu knapar 2016:
Barnaflokkur: Arndís Ólafsdóttir
Unglingaflokkur: Laufey Fríða Þórarinsdóttir
Ungmennaflokkur: Hrönn Jónsdóttir
Opinn flokkur: Svanhvít Gísladóttir
Knapi ársins 2016:
Svanhvít Gísladóttir
Á UDN-þingi fyrir nokkrum dögum var svo eftirfarandi tilkynnt:
Íþróttamaður ársins 2016 hjá UDN:
Laufey Fríða Þórarinsdóttir
Við óskum öllum þessum félögum okkar innilega til hamingju!
Fjórgangur V2 - opinn flokkur:
1. holl: Eyþór Jón Gíslason og Þilja frá Spágilsstöðum
1. holl: Svala Svavarsdóttir og Meydís frá Spágilsstöðum
2. holl: Björk Guðbjörnsdóttir og Hvinur frá Magnússkógum
2. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði
3. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Kolbakur frá Syðri-Reykjum
3. holl: Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni
4. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði
4. holl: Jón Ægisson og Askur frá Gillastöðum
5. holl: Eyþór Jón Gíslason og Gjöf frá Stóra-Múla
Fjórgangur V5 - barnaflokkur:
1. holl: Katrín Einarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
Fjórgangur V2 - unglingaflokkur:
1. holl: Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum
2. holl: Sigríður Ósk Jónsdóttir og Vani frá Laugarnesi
Fimmgangur F2 - opinn flokkur:
1. holl: Eyþór Jón Gíslason og Riddari frá Spágilsstöðum
2. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Freyfaxi frá Breiðabólsstað
2. holl: Jón Ægisson og Kolka frá Gillastöðum
Tölt frjáls aðferð - pollaflokkur:
Skráð á staðnum
Tölt T7 - barnaflokkur:
1. holl: Katrín Einarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
Tölt T3 - unglingaflokkur:
1. holl: Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum
2. holl: Sigríður Ósk Jónsdóttir og Vani frá Laugarnesi
Tölt T3 - opinn flokkur:
1. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Næk frá Miklagarði
1. holl: Eyþór Jón Gíslason og Þilja frá Spágilsstöðum
2. holl: Jón Ægisson og Askur frá Gillastöðum
2. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Kolbakur frá Syðri-Reykjum
3. holl: Björk Guðbjörnsdóttir og Hvinur frá Magnússkógum
3. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði
4. holl: Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni
4. holl: Svala Svavarsdóttir og Meydís frá Spágilsstöðum
5. holl: Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
6. holl: Eyþór Jón Gíslason og Riddari frá Spágilsstöðum
Þegar ákveðið var í gær að færa vetrarleikana til 2. apríl hafði gleymst að taka tillit til reiðnámskeiðsins sem búið var að auglýsa þá helgi. Eftir samráð við fræðslu- og æskulýðsnefnd hefur nú verið ákveðið að reiðnámskeið verði bara einn dag þessa helgi, þ.e. laugardaginn 1. apríl og vetrarleikarnir verða svo haldnir sunnudaginn 2. apríl.
Það verður því heilmikið um að vera hjá félaginu í kringum næstu helgi og viljum við endilega minna á allt eftirfarandi og hvetja til mætingar og þátttöku:
Nú er veðurspáin orðin óhagstæð fyrir morgundaginn líka og nú hefur aftur verið tekin sú ákvörðun að færa vetrarleikana. Þeir fara fram sunnudaginn 2. apríl og hefjast kl. 12:00 stundvíslega. Áður auglýst dagskrá gildir.
Skráningafrestur hefur vegna þessa verið framlengdur til miðnættis föstudagskvöldið 31. mars. Þeir sem voru búnir að skrá sig í mótið um þessa helgi þurfa ekki að skrá sig aftur, skráningin gildir nema þeir hafi samband til að breyta einhverju eða afskrá. Varðandi slíkt skal haft samband við Svölu (861 4466, budardalur@simnet.is) eða Þórð (893 1125, thoing@centrum.is).
Í fréttinni hér aðeins neðar um skemmtikvöld Glaðs 31. mars var símanúmerið hjá Gyðu ekki rétt. Rétt númer er 696 7169.
Fréttin hefur verið leiðrétt þannig að nú er þar rétt númer. Hins vegar fór rangt númer því miður út í bæði dreifibréfi og tölvupósti.
Aðalfundur Hestamannafélagsins Glaðs verður haldinn í Rauðakrosshúsinu að Vesturbraut í Búðardal mánudaginn 3. apríl næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 20:30.
Dagskrá skv. lögum félagsins:
Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta vel.
Glaður heldur skemmtikvöld föstudaginn 31. mars i Dalabúð og hefst það kl. 19:30.
Í matinn verður lambahryggur með tilheyrandi meðlæti. Verðlaun verða veitt fyrir árangur í keppni á síðasta ári og það verða skemmtiatriði.
Pantið í síðasta lagi miðvikudaginn 29. mars hjá Gyðu í 696 7169 eða Ingu Heiðu í budardalur@lyfja.is eða 864 2172.
Verð kr. 4.000,- fyrir fullorðna en 3.000 fyrir 16 ára og yngri. Gos verður til sölu en athugið að það verður enginn posi!
Veðurspáin er ekki góð fyrir laugardaginn og því hefur verið ákveðið að fresta vetrarleikunum og halda þá degi síðar, þ.e. sunnudaginn 26. mars. Mótið hefst kl. 12:00 og dagskrá verður eins og áður var auglýst.
Vegna þessa hefur jafnframt verið ákveðið að framlengja skráningafrest í mótið til kl. 20:00 föstudagskvöldið 24. mars.
Vetrarleikarnir fara fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 25. mars og hefst mótið stundvíslega klukkan 12:00.
Dagskrá:
Forkeppni
Fjórgangur: opinn flokkur V2, barnafl. V5, unglingafl. V2 og ungmennafl. V2
Fimmgangur F2: opinn flokkur
Tölt: pollafl. frjáls aðferð, barnaflokkur T7, unglingafl. T3, ungmennafl. T3 og opinn fl. T3
Úrslit
Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur: opinn flokkur
Tölt: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur
Eins og í fyrra verður í barnaflokki keppt í V5 (frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk) og í T7 (hægt tölt og tölt á frjálsri ferð). Við skráninguna heitir fjórgangurinn samt V2 í barnaflokki eins og í hinum flokkunum.
Skráningar:
Eins og áður skrá keppendur sig með Skráningakerfi SportFengs. Þurfi einhver aðstoð við skráningar er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is
Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is
Athugið að í fjórgangi barnaflokks þarf að skrá í V2 þó keppt verði í V5.
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu, munið bara að fara inn í vörukörfu í lokin og að klára öll skref til enda. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist!
Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 23. mars og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Í pollaflokkinn er skráð á staðnum og þar eru engin skráningagjöld.
Það er fyrirhugað að haldið verði skemmtikvöld á vegum Glaðs föstudagskvöldið 31. mars. Þetta verður betur auglýst þegar nær dregur en takið endilega kvöldið frá.
Linda Rún Pétursdóttir, reiðkennari verður með námskeið 18.-19. mars.
Hver tími er 40 mínútur en einkatímar 30 mínútur.
Hóptímar- hvert barn 1.600 kr. tíminn
Hóptímar- hver fullorðinn 2.600 kr. tíminn
Hóptímar utanfélagsmenn - börn og fullorðnir 3.600 kr. tíminn
Einkatímar- börn 3.000 kr. tíminn
Einkatímar- fullorðnir 4.000 kr. tíminn
Einkatímar utanfélagsmenn - börn og fullorðnir 5.000 kr. tíminn
Þeir sem ætla að vera með hafi samband fyrir fimmtudaginn 16. mars við Eddu (849 5983) eða Svanborgu (895 1437). Einnig er hægt að hafa samband við þær á facebook.
Aðalfundur Glaðs verður haldinn mánudaginn 3. apríl. Fundurinn verður betur auglýstur fljótlega en nú þegar hefur verið ákveðið að auk venjulegra aðalfundarstarfa verði þessi tvö mál rædd sérstaklega:
Félagar eru hvattir til að hugleiða ofangreind málefni og taka kvöldið 3. apríl frá. Ennfremur eru félagar hvattir til að velta fyrir sér hvaða nefndastarf þeim hugnast.
Frjálsar æfingar - opinn flokkur:
Pollaflokkur:
Skráning á staðnum
Þrígangur - barnaflokkur:
Þrígangur - unglingaflokkur:
Þrígangur - kvennaflokkur:
Þrígangur - karlaflokkur:
Til að skýra betur til hvers er ætlast í keppni í frjálsum æfingum á laugardag vill mótanefnd koma þessu á framfæri: Sýna skal minnst tvær gangtegundir og minnst tvær hlýðniæfingar svo sem sniðgang, krossgang, hraðabreytingar o.s.frv. Dómari gefur einkunn fyrir gangtegundir, einkunn fyrir hlýðniæfingar og einkunn fyrir flæði sýningar. Aðaleinkunn reiknast sem meðaltal þessara þriggja einkunna og gilda þær allar jafnt.
Úrslitin fara fram á sama hátt, fimm efstu úr forkeppni fara aftur.
Á næsta móti í Nesoddahöllinni verður keppt í þrígangi og í frjálsum æfingum. Mótið verður laugardaginn 11. mars og hefst kl. 14:00.
Dagskrá (með fyrirvara um þátttöku):
Frjálsar æfingar:
Einn í einu í braut. Keppandi sýnir að lágmarki 2 gangtegundir og hraðabreytingar á annarri, annars ræður keppandi sínu prógrammi sem standa skal í að hámarki 4,5 mínútur.
Þrígangur:
Einn í einu í braut.
Börn ríða 2½-3 hringi og sýna þrjú af þessum fjórum atriðum: 1 hring á tölti á frjálsum hraða, 1 hring á brokki, ½ hring á feti og 1 hring á stökki. Í úrslitum sýna þau fet, brokk og tölt.
Unglingar, ungmenni og fullorðnir ríða 3½ hring: ½ á feti, 1 á tölti á frjálsum hraða, 1 á brokki og 1 á stökki en lægsta einkunnin dettur út þannig að aðaleinkunn reiknast sem meðaltal þriggja bestu gangtegundanna. Úrslitin verða eins.
Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Í þríganginn skrá karlar sig í 2. flokk og konur í 1. flokk. Til að skrá sig í frjálsu æfingarnar er valið Annað og Opinn flokkur. Þarfnist einhver aðstoðar vegna skráninga er má hafa samband við Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is eða Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.
Skráningargjald er 1.000 krónur og skráningarfrestur er til miðnættis á fimmtudagskvöldi 9. mars. Pollar eru skráðir á mótsstað.
Athugið að í töltinu á morgun er bara einn í braut í einu, ekki tveir eins og áður var auglýst. Dregið hefur verið í rásraðir.
Pollaflokkur:
Skráning á staðnum
Barnaflokkur:
Unglingaflokkur:
Karlaflokkur:
Kvennaflokkur:
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga heldur um þessar mundir í fundarferð um landið. Þriðjudaginn 28.febrúar kl. 20.00 verður fundur fyrir félögin á Vesturlandi og verður hann haldinn í Búðardal í boði hestamannafélagsins Glaðs. Þetta er þriðji fundurinn í fundarröð nefndarinnar en fyrsti fundurinn var haldinn á Akureyri sl. laugardag og annar fundurinn verður haldinn hjá Sörla föstudaginn 24.febrúar.
Tilgangur fundanna er að efla tengsl nefndarinnar við það fólk sem vinnur að og hefur áhuga á æskulýðsmálum í hestamannafélögunum, að kynna starfsemi nefndarinnar og ræða almennt um æskulýðsmál og það sem brennur á fólki.
Einns og fram kom á Landsþinginu í Stykkishólmi í haust mun áhersla sambandsins vera á nýliðun og æskulýðsmál og er þessi fundaferð liður í því. Það er von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundina sem eru opnir öllum áhugamönnum um æskulýðsstarf.
Á fundinn í Búðardal er stefnt fulltrúum félaganna á Vesturlandi, þó vitanlega séu allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þessi félög eru:
Glaður
Dreyri
Faxi
Hending
Kinnskær
Neisti
Skuggi
Snæfellingur
Stormur
Þytur
Svo hægt sé að gera sér grein fyrir fjölda gesta er óskað eftir að hvert félag sendi inn áætlaðan fjölda, þeir Glaðsfélagar sem hyggjast koma eru því beðnir að tilkynna það með tölvupósti á thoing@centrum.isi. Fundurinn verður væntanlega haldinn í Dalabúð en það gæti þó ráðist af áætluðum fjölda. Fundarstaður verður auglýsturhér á þesum vef.
Í framhaldinu verða síðan fundir á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi og mun fundartími þessara funda verða auglýstur þegar nær dregur.
Æskulýðsnefnd LH hvetur áhugasama til þess að mæta og sækja góðan fund um málefni æskulýðsins í hestamennskunni. Það er stöðugt þörf á því að halda vel á spöðunum í þessum málaflokki.
Töltmótið okkar fer fram laugardaginn 25. febrúar í Nesoddahöllinni og hefst stundvíslega klukkan 14:00. Keppt verður í T7 í öllum flokkum og það á að ríða þannig: einn hringur hægt tölt, snúið við, svo tveir hringir fegurðartölt. Tveir eru inná í einu og öllum er stjórnað af þul. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki auk yngri flokka, háð þátttöku þó eins og vant er.
Dagskrá:
Pollaflokkur (skráning á staðnum)
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Úrslit í yngri flokkum
Karlaflokkur
Kvennaflokkur
Úrslit í fullorðinsflokkum
Skráningar:
Skráningar fara fram með skráningakerfi SportFengs eins og áður. Til að skrá sig í karlaflokk er valinn 2. flokkur en til að skrá í kvennaflokk er valinn 1. flokkur. Gjaldið er kr. 1.000 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 23. febrúar og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Ef einhver lendir í vandræðum með þetta má hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is
Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is
Nú hefur verið ákveðið að fella niður liðakeppnina þetta árið. Einstaklingar safna stigum og keppa í sínum flokkum eins og áður en það verður engin liðakeppni.
Linda Rún Pétursdóttir, reiðkennari verður með námskeið 11 -12. febrúar. Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði og í fyrra.
Hver tími er 40 mínútur en einkatímar 30 mínútur.
Verðin eru sömu og síðast: sjá hér.
Þeir sem ætla að vera með hafi samband fyrir fimmtudaginn 9. febrúar við Eddu (849 5983) eða Svanborgu (895 1437). Einnig er hægt að hafa samband við þær á facebook.
Dalakot ætlar að sýna Meistaradeildina í vetur eins og í fyrra svo það er upplagt fyrir hestamenn að hittast þar og horfa á keppnina saman. Fyrsta mótið er Fjórgangur fimmtudaginn 9. febrúar og hefst kl. 18:30.
Hrossaræktarsamband Vesturlands stefnir að því að halda ,,Ræktunarsýningu Vesturlands 2017″ í reiðhöllinni Faxaborg laugardaginn 25. mars n.k. Þau ræktunarbú á Vesturlandi sem hafa áhuga á að koma þar fram og kynna bú sín og gæðinga hafið samband í gegnum netfangið hrossvest@hrossvest.is og látið vita af áhuga ykkar. Einnig er leyfilegt að benda á góða gripi og góð bú í gegnum þetta sama netfang. Það er stjórn Hrossaræktarsambandsins sem stendur að sýningunni og fulltrúar úr stjórn sem setja sýninguna upp og verða í sambandi við þá sem koma til með að verða með hesta á sýningunni.
Smalinn er eftir 2 daga en næstu mót þar á eftir Smalanum eru Töltið 25. febrúar og svo Þrígangur 11. mars. Nú hefur verið ákveðið að keppt verði í Fimiæfingum á þrígangsmótinu í mars en ekki á töltmótinu eins og áður var auglýst.
Til glöggvunar má geta þess að með fimiæfingum er hér átt við æfingar eins og stökk á hring, sniðgang, krossgang, framfótasnúning og hraðabreytinga
Keppt verður í Smala í Nesoddahöllinni föstudaginn 3. febrúar og hefst keppni kl. 20:00. Brautin verður tilbúin kl. 17 á mótsdag svo að keppendur geta prófað hana fyrir sjálfa keppnina.
Keppt verður í polla-, barna, unglinga, ungmenna- og opnum flokki (háð þátttöku).
Svala (861 4466, budardalur@simnet.is) og Þórður (893 1125, thoing@centrum.is) taka við skráningum í Smalann til kl. 12 á keppnisdegi. Skráningargjald er kr. 1.000 í alla flokka nema pollaflokk, þar er ekkert gjald tekið.
Að Smalanum loknum fer fram keppni í Skemmtitölti en í það er hægt að skrá á staðnum. Það er eingöngu ætlað fullorðnum keppendum.
Mætum nú vel í höllina okkar og skemmtum okkur saman yfir léttri keppni!
Nú er mótahald vetrarins að hefjast hjá okkur og fyrsta mótið er Smalinn í Nesoddahöllinni næstkomandi föstudagskvöld, 3. febrúar. Ítarlegri upplýsingar verða birtar hér á næstunni.
Linda Rún Pétursdóttir, reiðkennari verður með námskeið hjá okkur í vetur. Fyrsta námskeiðið verður helgina 21.-22. janúar, en framhaldið er óráðið ennþá. Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði og í fyrra.
Hver tími er 40 mínútur en einkatímar 30 mínútur.
Hóptímar- hvert barn 1.600 kr. tíminn
Hóptímar- hver fullorðinn 2.600 kr. tíminn
Hóptímar utanfélagsmenn - börn og fullorðnir 3.600 kr. tíminn
Einkatímar- börn 3.000 kr. tíminn
Einkatímar- fullorðnir 4.000 kr. tíminn
Einkatímar utanfélagsmenn - börn og fullorðnir 5.000 kr. tíminn
Þeir sem ætla að vera með um næstu helgi hafi samband fyrir fimmtudaginn 19. janúar.
Edda (849-5983) og Svanborg (895-1437), einnig er hægt að hafa samband við þær á facebook.