Stjórn Hestamannafélagsins Glaðs óskar félögum sínum, öðrum hestamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs! Þökkum árið sem er að líða og hlökkum til nýs starfsárs.
Búið er að dagsetja öll innanfélagsmót næsta starfsárs, sjá mótasíðuna.
Á landsþingi hestamanna sem haldið var í Borgarnesi fyrir rúmri viku var m.a. kjörin stjórn LH eins og lög gera ráð fyrir. Nokkrar breytingar urðu á stjórninni en á þessum vettvangi er sérstaklega vert að benda á að Eyþór Jón Gíslason, formaður Glaðs var kjörinn í varastjórn og er hann jafnframt eini fulltrúinn sem Vesturland á í stjórn og varastjórn samtakanna.
Nýkjörin stjórn og varastjórn LH er þannig skipuð:
Haraldur Þórarinsson, formaður
Vilhjálmur Skúlason, varaformaður
Sigfús Helgason, meðstjórnandi
Sigurður E. Ævarsson, meðstjórnandi
Maríanna Gunnarsdóttir, meðstjórnandi
Einar Ragnarsson, meðstjórnandi
Oddur Hafsteinsson, meðstjórnandi
Hinrik Már Jónsson, varastjórn
Sigrún Valdimarsdóttir, varastjórn
Þorvarður Helgason, varastjórn
Kjartan Hreinsson, varastjórn
Eyþór J. Gíslason, varastjórn
Á árshátíð Glaðs á dögunum veitti Hrossaræktarsamband Dalamanna þeim hrossum viðurkenningar sem dæmd voru á árinu með einkunnina 8,0 eða hærri. Skilyrði er að eigendur og ræktendur séu Dalamenn. Það voru tvær merar sem fengu viðurkenningu að þessu sinni: Þruma frá Spágilsstöðum en eigandi hennar er Eyþór J. Gíslason og ræktandi Gísli S. Þórðarson og Elva frá Miklagarði en eigandi hennar og ræktandi er Margrét Guðbjartsdóttir. Þruma er undan Ham frá Þóroddsstöðum og Bliku frá Spágilsstöðum og Elva er undan Adam frá Ásmundarstöðum og Diljá frá Miklagarði. Á myndinni hér sem Jens Einarsson tók, eru þau með viðurkenningar sínar Eyþór ásamt Herdísi konu sinni og Margrét ásamt Ásmundi manni sínum.
Á fundi sínum þann 4. október s.l. ákvað stjórn Glaðs að velja ekki íþróttamann ársins eins og gert hefur verið heldur knapa ársins. Þetta felur í sér þá áherslubreytingu að nú er horft til árangurs félagsmanna í allri tegund hestamennskunnar hvort sem það er í íþróttakeppni, gæðingakeppni eða sýningu kynbótahrossa.
Stjórnin valdi að þessu sinni Skjöld Orra Skjaldarson knapa ársins 2006 og var það tilkynnt á árshátíð félagsins um liðna helgi. Skjöldur Orri "stóð efstur í tölti, fimmgangi og 100 m skeiði á hestaíþróttamóti Glaðs, hann stóð efstur í A flokki gæðinga á Hestaþingi Glaðs og einnig stóð hann efstur í tölti og fjórgangi á Bikarmóti Vesturlands" eins og Eyþór formaður sagði þegar hann afhenti Skildi Orra bikar í viðurkenningar-skyni. Myndina af þeim Skildi Orra og Eyþóri tók Jens Einarsson og hún er birt með leyfi hans. Jens tók fleiri myndir á árshátíðinni og verða þær birtar hér á vefnum á næstunni.
Þeir sem voru á árshátíðinni um síðustu helgi sáu sýningu ljósmynda sem Björn Anton Einarsson hefur verið að taka af hestamönnum og hestamennsku í Dölum á undanförnum árum. Nú er hægt að fá geisladisk með öllum myndunum keyptan hjá Tona. Diskurinn kostar 2.000 krónur og ætlar Toni að láta 500 krónur fyrir hvern seldan disk renna til æskulýðsstarfs Glaðs. Við getum þannig styrkt æskulýðsstarfið með því að kaupa diskinn og jafnframt glaðst yfir öllum myndunum. Áhugasamir hafi samband við Tona á netfangið groadal@simnet.is eða í síma 434 1332.
Mæta ekki allir á árshátíðina um helgina? Minni á að það þarf að panta miðana í síðasta lagi í kvöld svo nú er bara að drífa sig að hringja! Símanúmerin eru hér neðar á síðunni.
Herdís tók nokkrar myndir í fjölskylduferðinni á dögunum, hér eru þær loks komnar. Töfin er vefstjórans og hann biðst velvirðingar.
Í dag verður borinn til grafar Eyjólfur Jónsson frá Sámsstöðum en hann lést af slysförum þann 30. september síðastliðinn. Eyjólfur sem var fæddur árið 1924 var heiðursfélagi Hestamannafélagsins Glaðs síðan árið 1998. Félagsmenn Glaðs votta aðstandendum samúð sína.
Árshátíð Glaðs verður í Dalabúð laugardaginn 14. október.
Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:30, stundvíslega.
Veislustjóri: Þorkell Cyrusson
Hljómsveit: Síðasti sjens, kunn á meðal hestamanna
Þema kvöldsins: Kúrekar Vestursins
Matur: "American Style" máltíð Gunnars Björnssonar
Miðaverð: 5.000 kr. á alla hátíðina, 3.500 kr. á dansleikinn eingöngu
Einungis verður hægt að kaupa miða í forsölu
og miða þarf að panta í síðasta lagi miðvikudaginn 11. október hjá:
Jóhönnu Einars í síma 434 1434 eða 434 1634
Steina Kidda í síma 434 1614 eða 864 1416
Tona í síma 434 1332 eða 849 1331
Gos verður til sölu
16 ára aldurstakmark!
Fjölmennum nú Glaðsfélagar og tökum með okkur fullt af gestum!
Allir velkomnir
Skemmtinefndin er á fullu að undirbúa árshátíð félagsins sem verður haldin laugardaginn 14. október. Takið daginn strax frá og undirstingið vini og félaga því að þessu sinni verður um lokaða skemmtun að ræða en gestir félagsmanna verða að sjálfsögðu velkomnir. Nánar fljótlega.
Fjölskyldureiðtúrinn sem farinn var þann 9. september s.l. þótti vel heppnaður og skemmtilegur og verður án efa reynt að gera meira í þessum dúr í framtíðinni. Það var skemmtinefnd Glaðs sem hafði veg og vanda að ferðinni og á hrós skilið fyrir framtakið. Myndir úr ferðinni verða birtar á næstu dögum.
Komnir eru á reiðleiðasíðurnar GPS punktar yfir leiðina yfir fjallið milli Laxárdals og Haukadals, frá Svarfhóli að Smyrlhóli.
Þegar Glaður var 60 ára árið 1988 gaf félagið út ritið "Hófadynur í Dölum" en þar er mikill fróðleikur úr sögu félagsins og hestamennskunnar í Dölum. Einar Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri tók ritið saman. Nú hefur allt ritið verið skannað inn og gert aðgengilegt hér á vefnum, með góðfúslegu leyfi Einars.
Hægt er að sækja ritið hér á sögusíðu vefsins í heild sinni (4MB) eða í 4 hlutum eftir hvað hentar.
Takið laugardaginn 9. september frá því þá verður farinn fjölskyldu - skemmtireiðtúr sem skemmtinefndin er að skipuleggja. Farið verður af stað frá hesthúsahverfinu í Búðardal kl. 13, riðið upp að Hróðnýjarstöðum og þaðan áfram niður í Ljárskógarétt en þar verður stoppað og grillað. Eftir grillstoppið verður svo riðið til baka í Búðardal.
Að sjálfsögðu mæta allir með hjálminn á höfðinu og góða skapið.
Síðasti dagur skráningar er miðvikudagurinn 6. september hjá:
Jóhönnu Einarsdóttur í síma 434 1434 eða Gróu Dal í síma 892 2332.
Þátttökugjald er 500 krónur á mann.
Þetta er auðvitað upplögð þjálfun fyrir leitirnar!
Á göngudegi Æskunnar um daginn var gamla leiðin yfir Bröttubrekku gengin og GPS tæki var með í för svo nú eru komnir punktar fyrir þá leið. Vonir standa til að eitthvað meira bætist við á næstunni.
Austur- og vestur Húnvetningar héldu ásamt Dalamönnum vinamót í blíðskaparveðri á Hvammstanga þann 19. ágúst síðastliðinn. Úrslitin eru komin inn á mótasíðuna okkar og hér má nálgast þau beint.
Nú er búið að bæta inn á reiðleiðasíðurnar GPS punktum fyrir Hítardalsleið, Heydal (ásamt gullfallegri leið þvert yfir Hnappadal) og hluta af Skógarstrandarleiðinni (frá Bíldhóli í Hörðudal og Miðdali). Enn vantar punkta yfir langflestar leiðirnar og eru því hér með ítrekaðar óskir okkar til hestaferðalanga, sem eiga punkta, um að þeir hafi samband við vefstjóra.
Hestamannafélögin Glaður, Neisti og Þytur halda sameiginlegt mót laugardaginn 19. ágúst á Hvammstanga. Mótið hefst kl. 9:30.
A-flokkur 1
A-flokkur 2
Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur
Matarhlé
B-flokkur 1
B-flokkur 2
Úrslit
A-flokks 1
Úrslit A-flokks 2
Úrslit ungmennaflokks
Úrslit unglingaflokks
Kaffihlé
Úrslit barnaflokks
Úrslit B-flokks 2
Úrslit B-flokks 1
100m skeið
150m skeið
Grill og húllum hæ
Félagar í hestamannafélögunum þremur geta skráð sig til keppni til kl. 22:00 fimmtudagskvöldð 17. águst í síma 891 9431.
Skráningargjöld eru 1.500 kr. á fyrstu skráningu og 1.000 kr. á hverja eftir það.
Ef áhugi er á að eignast eitthvað af myndum Björns Antons Einarssonar þá er það hægt gegn vægu gjaldi. Áhugasamir hafi samband við Björn Anton á netfangið: groadal@simnet.is.
Svala Svavarsdóttir útbjó þessa fréttatilkynningu:
Bikarmót Vesturlands sem haldið var í Búðardal s.l. laugardag fór vel fram í blíðskaparveðri. Snæfellingur hampaði titlinum Bikarmeistari Vesturlands og var vel að því kominn enda mætti frá félaginu vösk sveit manna og gæðinga og nær fullskipað lið í alla flokka. Hestamannafélögin fimm á Vesturlandi hafa skipst á að halda mótið árlega síðan 2002 en það eru Dreyri, Faxi, Glaður, Skuggi og Snæfellingur. Þátttaka var nokkuð góð nema í barna- og ungmennaflokki. Það varpaði þó skugga á mótið að Dreyramenn tóku ekki þátt, heldur settu Glitnismótið á þessa helgi með stuttum fyrirvara þrátt fyrir að vera aðildafélag að Bikarmótinu. Engu að síður var stórgott mót á ferðinni og eru mótshaldarar í Glað mjög ánægðir með hvernig til tókst.
Hestamannafélagið Glaður vígði nýjan keppnisvöll í leiðinni við hátíðlega athöfn. Það mátti heyra á fólki, bæði keppendum og áhorfendum í brekkunni sem voru fjölmargir að völlurinn er glæsilegur, vel staðsettur og áhorfendabrekkan mjög góð. Glaðsmenn eru að vonum ánægðir með nýja völlinn og þessa bættu aðstöðu og nú er ekkert annað en að gera enn betur og byggja reiðhöllina sagði Eyþór Jón Gíslason formaður Glaðs. Við eigum nóg eftir inni, félagið státar af duglegu og virku fólki sem er tilbúið að leggja allt á sig svo að hestamennskan blómstri hér í Dölum. Það er heiður að fá að vinna með þessu fólki sagði Eyþór ánægður eftir vel heppnað mót.
SS
Nú er búið að setja inn mikið af myndum sem Björn Anton Einarsson tók á Bikarmótinu, þær eru aðgengilegar frá mótasíðunni eða hér. Hér fyrir neðan sitja tveir vinir sáttir í áhorfendabrekkunni okkar góðu, Hjalti Þórðarson og Siggi á Vatni.
Niðurstöður Bikarmótsins eru klárar og komnar á netið, sjá hér. Birtum myndir og fleira frá mótinu á næstunni.
Barnaflokkur:
Unglingaflokkur:
Ungmennaflokkur:
Opinn flokkur:
Opinn flokkur:
Barnaflokkur:
Unglingaflokkur:
Ungmennaflokkur:
Opinn flokkur:
Opinn flokkur:
Keppendur eru beðnir að athuga þetta tvennt:
Ráslistar verða birtir hér á heimasíðunni seinna í kvöld.
Minnum enn og aftur á Bikarmótið og vígslu nýja keppnissvæðisins okkar í Búðardal nú á laugardag (29. júlí). Mótið hefst með forkeppni kl. 10:00 en vígsluathöfnin hefst kl. 15:00. Aðalstyrktaraðili mótsins er VISA Ísland. Um kvöldið verður fjör á pöbbnum á Bjargi. Nánari upplýsingar eru hér.
Undirbúningur fyrir Bikarmót Vesturlands stendur nú sem hæst og er m.a. verið að leggja síðustu hönd á nýja reiðvöllinn okkar í Búðardal. Búið er að setja vikur á völlinn og kaðlar verða strengdir meðfram brautum á næstu dögum. Á myndinni hér eru vaskir menn að klára að tyrfa áhorfendabrekkuna.
Bikarmót Vesturlands verður haldið á nýjum reiðvelli í Búðardal laugardaginn 29. júlí n.k. Keppt verður í fjórgangi og tölti í opnum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Einnig verður keppt í fimmgangi og gæðingskeiði í opnum flokki. Aðildarfélög mótsins eru Dreyri, Faxi, Glaður, Skuggi og Snæfellingur og má hvert félag senda 4 keppendur í hvern flokk.
Kl. 15:00 verður nýr reiðvöllur Hestamannafélagsins Glaðs vígður við hátíðlega athöfn og munu góðir gestir heiðra félagið með nærveru sinni.
Dagskrá: (háð nægri þátttöku í öllum flokkum)
10:00 Forkeppni hefst
Fjórgangur: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur
Fimmgangur: Opinn flokkur
Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur
15:00 Vígsla reiðvallarins í Búðardal
Úrslit hefjast
Fjórgangur: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur
Fimmgangur: Opinn flokkur
Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur
Gæðingaskeið
19:00 Mótslit
Hestaþingi Snæfellings hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Frá stjórn Snæfellings:
Félagsmót Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldið 22. og 23. júlí n.k á Kaldármelum og hefst kl 10:00. Mótið er opið félagsmönnum í hestamannafélögunum á Vesturlandi.
Skráningagjald er kr 1500.- á hverja skráningu og skal það vera greitt í síðasta lagi fimmtudaginn 20. júlí n.k. Tekið er við skráningum hjá Jökli Helgasyni í síma 864 2194 og hjá Sigrúnu Bjarna í síma 847 1603 þriðjudag 18. júlí og miðvikudag 19. júlí milli kl 20:00-22:00.
Keppt verður í eftirtöldum greinum ef að næg þátttaka fæst:
A og B flokki gæðinga, ungmenna, unglinga og barnaflokkum, tölti og 100 m fljúgandi skeiði.
Dagskrá verður nánar auglýst síðar, en stefnt er að því að klára forkeppni á laugardag og auk þess úrslit í tölti. Lifandi tónlist verður svo á laugardagskvöldi.
Hið árlega Bikarmót Vesturlands verður haldið á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 29. júlí næstkomandi. Í leiðinni munu Glaðsmenn vígja nýjan reiðvöll við hátíðlega athöfn. Aðildarfélög bikarmótsins eru Dreyri, Faxi, Glaður, Skuggi og Snæfellingur og má hvert félag senda 4 keppendur í hvern flokk.
Mótið verður auglýst nánar á næstu dögum.
Hér eru komnar tvær myndir af þátttöku Glaðs í hópreiðinni við setningarathöfn Landsmóts 2006 á Vindheimamelum.
Það eru komnar nokkrar myndir af Nesoddanum á vefinn hérna. Myndirnar tók Björn Anton Einarsson. Hér sjást hjónin á Svarfhóli spá í stöðuna í góða veðrinu.
Hestaþing Glaðs fór fram í miklu blíðskaparveðri í gær og í dag á Nesodda. Úrslitin eru komin inn á mótasíðu vefsins okkar. Heilmikið var tekið af myndum og vonandi mun vefurinn njóta góðs af því á næstunni.
Ungmennafélagið Æskan stendur fyrir dansleik í Dalabúð laugardaginn 24. júní, þ.e. um Nesoddahelgina. Stuðbandalagið heldur uppi stuðinu. Aðgangseyrir er kr. 2.300,-, aldurstakmark er 16 ár og húsið opnar kl. 23:30. Við hestamenn erum þakklátir Æskunni fyrir að halda uppi stemningu í tengslum við Nesoddann og hljótum því að fjölmenna á ballið.
Eins og á Landsmótinu á Hellu fyrir 2 árum verður Glaður með frátekið svæði fyrir tjaldbúðir sinna félaga á Vindheimamelum í næstu viku. Gott væri að heyra sem allra fyrst frá öllum þeim sem hyggjast dvelja í tjaldbúðum félagsins svo hægt sé að áætla fjöldann og fá þá stærra svæði ef á þarf að halda. Hafið samband við Þórð í síma 893 1125 eða á netfang thoing@centrum.is. Nefnið þá endilega hvort um er að ræða tjald, tjaldvagn, fellihýsi o.s.frv.
Á Nesodda um um næstu helgi stendur til (ef veður leyfir) að kveikja upp í grilli að lokinni keppni á laugardeginum. Hver og einn þarf að hafa með sér það sem hann vill grilla. Mótsgestir eru hvattir til að taka þátt í þessu og hafa eitthvað með sér á grillið.
Jafnframt er athygli vakin á því að á meðan á móti stendur báða dagana verða pylsur til sölu í pylsuvagni á mótssvæðinu. Athugið að posinn virkar ekki hjá pylsusalanum á mótssvæðinu svo gott er að hafa eitthvert lausafé með sér.
Þessa dagana stendur yfir reiðnámskeiðí Búðardal og eru um 45 manns á námskeiðinu en það verður að teljast afar góð þátttaka. Reiðkennari er Skjöldur Orri Skjaldarson. Á myndinni hér til hliðar má sjá einn glaðan námskeiðshópinn ásamt kennara sínum í lok kennslustundar.
Hestaþing Glaðs verður haldið að Nesodda dagana 24. - 25. júní. Aðgangseyrir er kr. 1.000 sunnudeginum en frítt á laugardeginum og frítt báða dagana fyrir 15 ára og yngri.
1. Forkeppni (háð þátttöku í hverjum flokki):
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
B-flokkur gæðinga
A-flokkur gæðinga
Tölt
1. Hópreið
2. Úrslit:
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
B-flokkur gæðinga
A-flokkur gæðinga
Tölt
3. Kappreiðar:
150 m skeið
250 m skeið
300 m brokk
300 m stökk
250 m unghrossahlaup
Það eru peningaverðlaun í töltinu og í öllum greinum kappreiða!
Skráningargjöld eru kr. 1.000 í tölt og 500 kr. í kappreiðar, A-flokk og B-flokk.
Í kappreiðarnar verður skráð á staðnum en skráningar í gæðingakeppni og tölt þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 21. júní til:
Herdísar í síma 695 0317, Svölu í síma 861 4466 eða Þórðar í síma 893 1125.
Við skráningu þarf að gefa upp skráningarnúmer hross og kennitölu knapa!
Bikarhafar fyrra árs eru beðnir um að skila bikurum sem fyrst til Eyþórs!
Hin sameiginlega úrtaka Glaðs og Snæfellings fór fram á Kaldármelum í gær. Niðurstöðurnar í heild eru birtar á mótasíðunni en keppendur Glaðs á Landsmótinu verða þessir:
Ungmennaflokkur:
Sjöfn Sæmundsdóttir með Gassa frá Stóra-Ási
B-flokkur:
Snerrir frá Bæ I og Reynir Jónsson
Litbrá frá Ármóti og Inga Dröfn Sváfnisdóttir
Til vara: Bylgja frá Ármóti og Inga Dröfn Sváfnisdóttir
A-flokkur:
Deilir frá Hrappsstöðum og Eyjólfur Þorsteinsson
Ylur frá Blönduhlíð og Guðmundur Baldvinsson
Til vara: Mosi frá Lundum II og Skjöldur Orri Skjaldarson
Fundargerðin er komin á vefinn.
Í dag verður borinn til grafar Magnús Jósepsson frá Fremri-Hrafnabjörgum. Magnús, sem var fæddur 1908, gekk í Hestamannafélagið Glað strax á fyrstu árum þess og hefur verið heiðursfélagi þess síðan 1978. Magnús andaðist þann 24. maí síðastliðinn. Félagsmenn Glaðs votta aðstandendum samúð sína.
Hið sameiginlega úrtökumót Glaðs og Snæfellings verður haldið, sem fyrr segir, á Kaldármelum laugardaginn 10. júní.
Dagskráin er þessi:
Kl. 10:00 Knapafundur
Kl. 10:30 Keppni hefst
Keppt verður í eftirfarandi flokkum og í þessari röð:
Eyþór tekur við skráningum fyrir Glað í síma 434 1663 eða 898 1251. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 7. júní.
Skráningargjald er kr. 1.500 á hest og þarf að greiða það inn á bankareikning: 191-26-876 í síðasta lagi fimmtudaginn 8. júní!
Hestamannafélögin Glaður og Snæfellingur hafa ákveðið að sameinast um að halda úrtöku fyrir Landsmót og verður úrtökumótið haldið á Kaldármelum þann 10. júní. Nánari tímasetning verður tilkynnt síðar hér á vef Glaðs.
Glaður á rétt á að senda 2 hesta í hvern flokk á Landsmótið.
Eyþór tekur við skráningum Glaðsfélaga í úrtökuna í síma 434 1663 eða 898 1251.
Reiðnámskeið hefst í Búðardal þriðjudaginn 13. júní. Kennt verður í 10 kennslustundir og lýkur námskeiðinu með hópreið suður á Nesodda.
Kennari verður okkar eigin Skjöldur Orri Skjaldarson og verður námskeiðið með svipuðu sniði og hjá honum í hittifyrra. Það hentar því jafnt byrjendum, "hræddum" og þeim sem lengra eru komnir.
Námskeiðsgjald er kr. 6.000,- fyrir Glaðsfélaga en kr. 7.500,- fyrir utanfélagsmenn.
Gróa Dal tekur við skráningum á námskeiðið í síma 892 2332.Nú ætlum við að láta sauma félagsjakka fyrir þá félaga sem óska og standa vonir til að þeir verði tilbúnir fyrir Landsmót. Áætlað er að jakkinn muni kosta um 18.000 krónur.
Þeir sem vilja eignast jakka þurfa að hafa samband við Eyþór sem fyrst í síma 434 1663 eða 898 1251.
Hrossaræktarsambandið vill vekja athygli á að enn er hægt að koma merum að undir Hrym frá Hofi. Áhugasamir þurfa að hafa samband hið fyrsta við Sigurð á Vatni í síma 434 1350.
Íþróttamót Glaðs var haldið í Búðardal í dag og niðurstöður eru komnar hér.
Íþróttamót Glaðs verður haldið í Búðardal laugardaginn 29. apríl og hefst kl. 10:00.
Forkeppni í fjórgangi í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokki
Forkeppni í fimmgangi í opnum flokki
Forkeppni í tölti í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokki
Úrslit í fjórgangi í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokki
Úrslit í fimmgangi í opnum flokki
Úrslit í tölti í barna-, unglinga- ungmenna- og opnum flokki
Gæðingaskeið
Skráningar fara fram hjá: Svölu í síma 434 1195 og Viðari í 434 1624.
Tekið er við skráningum til miðvikudagsins 26.apríl. Skráningargjald er 1.000 kr. í hvern flokk en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.
Verðlaun verða afhent fyrir samanlagða stigakeppni vetrarins.
Bikarhafar frá því í fyrra eru minntir á að skila íþróttabikurum til Viðars fyrir mót!
Í dag sendi Hestamannafélagið Glaður inn umsókn til Landbúnaðarráðuneytisins um styrk að upphæð kr. 30.000.000 til byggingar reiðhallar í Búðardal. Umsóknin er send inn með stuðningi Dalabyggðar en sveitarstjórnin ákvað á fundi fyrr í dag að styðja þetta stóra og mikilvæga verkefni. Sömuleiðis hefur Saurbæjarhreppur lýst stuðningi við verkefnið. Reiknað er með að ákvarðanir úthlutunarnefndar um það hverjir hljóta styrki verði tilkynntar í seinni hluta maí mánaðar.
Hestaíþróttamót Glaðs verður haldið laugardaginn 29. apríl. Það hefst kl. 10 og verður haldið á einum degi að þessu sinni. Dagskrá mótsins verður auglýst innan fárra daga ásamt frekari upplýsingum. Félagsmenn eru hvattir til að spýta nú í lófa og undirbúa sig til þátttöku á mótinu.
Nokkrar breytingar urðu í stjórn félagsins á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Bryndís Karlsdóttir hætti sem formaður, Harald Ó. Haraldsson hætti sem varaformaður og Margrét Guðbjartsdóttir meðstjórnandi hætti. Nýr formaður er Eyþór Jón Gíslason og Svala Svavarsdóttir varaformaður. Fyrir Margréti kemur Viðar Þór Ólafsson inn í stjórn. Fundargerð aðalfundarins er hér á vefnum undir Fundargerðir.
Nú hefur verið ákveðið að aflýsa vetrarleikunum sem halda átti nú á laugardag (1. apríl). Þetta er vegna ónógrar þátttöku. Þeir sem þó höfðu skráð sig til keppni eru beðnir velvirðingar sem og væntanlegir áhorfendur.
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Dalabúð fimmtudaginn 6. apríl og hefst fundurinn
kl. 20:30.
Dagskrá:
Eins og sést á dagskránni eru mikilvæg mál sem þarfnast umræðu og ákvarðanatöku á næstunni. Mætum nú vel og ræðum saman um þessi mál sem munu skipta miklu um framtíð hestamanna hér á svæðinu. Eins og áður hefur komið fram verður einnig rætt um félagsjakkana.
Seinni vetrarleikar ársins fara fram laugardaginn 1. apríl n.k. í Búðardal og hefst keppni
kl. 13:00.
Keppt verður í:
Tölti í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokki
100 m skeiði með fljúgandi starti
Eins og undanfarin ár safna keppendur stigum í tölti og skeiði á vetrarleikunum báðum og á
1. maí mótinu.
Skráningum skal lokið miðvikudagskvöldið 29. mars hjá:
Svölu í síma 434 1195 eða 861 4466
Herdísi í síma 434 1663
Skráningargjald er 1.000 kr. Athugið að það verður ekki hægt að skrá sig eftir miðvikudaginn!
Á stjórnarfundi 21. mars var rætt um hvort fara ætti út í að láta sauma eitthvað af Glaðsjökkum. Ekki var tekin nein ákvörðun (og reyndar ekkert bókað um umræðuna) en gott væri að félagsmenn veltu því fyrir sér hvort þeir hafi áhuga á að eignast félagsjakka og að fá þá saumaðan á sig jakka. Þeir sem hafa áhuga á því eða hafa skoðun á málinu er bent á að hafa samband við stjórnarliða. Einnig má vænta þess að málið verði rætt á komandi aðalfundi og má geta þess hér að stefnt er að aðalfundi þann 6. apríl næstkomandi en það verður fljótlega endanlega ákveðið og auglýst.
Fyrri vetrarleikar félagsins fóru fram í gær í björtu og fallegu veðri á nýja vellinum í Búðardal. Dómari var Jakob Sigurðsson en úrslit urðu sem hér segir:
Tölt-Barnaflokkur:
1. Sunna Ýr Einarsdóttir á Fiðlu frá Sandbrekku með 4,83
Tölt-Unglingaflokkur:
1. Signý Hólm Friðjónsdóttir á Lýsingi frá Kílhrauni með 5,33
2. Karen Lind Hilmarsdóttir á Gná frá Króki með 5,17
3. Heiðrún Sandra Grettisdóttir á Gabríel frá Vesturholtum með 4,83
Tölt-Opinn flokkur:
1. Eyþór Jón Gíslason á Þotu frá Spágilsstöðum með 6,50
2. Hilmar Jón Kristinsson á Apríl frá Skarði með 6,33
3. Skjöldur Orri Skjaldarson á Mosa frá Lundum II með 6,00
4. Valberg Sigfússon á Spretti frá Tjarnarlandi með 5,83
5. Harald Óskar Haraldsson á Jötni frá Hrappsstöðum með 5,33
100 m skeið með fljúgandi starti:
1. Valberg Sigfússon á Perlu frá Þjóðólfshaga 1 á 9,14 sek.
2. Skjöldur Orri Skjaldarson á Mosa frá Lundum II á 10,50 sek.
Rétt er að vekja athygli hestamanna á fyrirhuguðu GPS námskeiði sem halda á í Grunnskólanum í Búðardal þann 28. mars næstkomandi. Það er Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi sem stendur fyrir námskeiðinu. Námskeiðið hlýtur að henta hestamönnum jafnt sem göngufólki en hér er meira um námskeiðið.
Fræðslunefnd hefur ákveðið að fara með hóp á Æskuna og hestinn sunnudaginn 12. mars og verður farið á sýningu sem hefst kl. 13. Sýningin er í Reiðhöllinni í Víðidal. Væntanlega verður farið af stað frá Dalakjöri um kl. 9:30. Verð fyrir rútuferðina er kr. 1.000 á mann. Stefnt verður að því að fara á matsölustað fyrir heimför og verður hver og einn að borga fyrir sig.
Síðasti dagur til að panta miða er þriðjudagurinn 7. mars.
Hægt er að panta miða hjá:
Fanneyju Þóru Gísladóttur í síma 434 1624 og 860 8821
Gróu Linddísi Dal í síma 434 1332 og 892 2332Fyrri vetrarleikar ársins fara fram laugardaginn 4. mars n.k. í Búðardal og hefst keppni kl. 13:00.
Keppt verður í:
Tölti í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokki
100 m skeiði með fljúgandi starti
Eins og undanfarin ár safna keppendur stigum í tölti og skeiði á vetrarleikunum báðum og á 1. maí mótinu.
Skráningum skal lokið miðvikudagskvöldið 1. mars hjá:
Viðari í síma 434 1624
Herdísi í síma 434 1663
Skráningargjald er 1.000 kr.