Mótanefnd hefur tekið ákvörðun um dagsetningar móta á næsta ári og eru þær eftirfarandi:
Halldóra Guðmundsdóttir í Brautarholti er látin en hún var heiðursfélagi í Hestamannafélaginu Glað síðan 2006. Útför hennar fer fram frá Kvennabrekkukirkju laugardaginn 3. desember næstkomandi og hefst kl. 14.
Félagar í Glað votta aðstandendum hinar látnu samúð sína.
Guðmundur Guðbrandsson á Hóli í Hörðudal er látinn, 96 ára að aldri. Guðmundur, eða Mundi á Hóli eins og hann var alltaf kallaður, gekk í Hestamannafélagið Glað á fyrstu starfsárum þess og hann var heiðursfélagi þess síðan 1978.
Félagar í Glað votta aðstandendum hins látna samúð sína.
Jónas Kristjánsson hefur áratugum saman skrásett þjóðleiðir á Íslandi og birtist afraksturinn í þessari einstöku bók sem nú býðst félagsmönnum í hestamannafélögum á sérstöku kynningartilboði sem gildir til 1. desember næstkomandi. Tilboðinu er nánar lýst í tölvupósti sem sendur var á póstlista félagsmanna í kvöld.
Í bókinni er yfir 1.000 reið- og gönguleiðum lýst og þær sýndar á vönduðum kortum. Stafrænn diskur sem gerir kleift að hlaða leiðunum inn í GPS-tæki fylgir.
Þessi bók er sannkallaður kjörgripur fyrir alla hestamenn sem ferðast um landið!
Sendið pantanir á tölvupósti: lhhestar@sogurutgafa.is (tilgreinið nafn, heimilisfang, símanúmer, fjölda eintaka og greiðslumáta (bankamillifærsla eða kreditkort). Eða hringið í síma 557 3100.
Folaldasýningunni sem halda átti í Faxaborg, Borgarnesi 27. nóvember hefur verið frestað um viku og fer því fram sunnudaginn 4. desember kl. 14:00. Skráning fari fram í síðasta lagi 1. desember nk. hjá Inga á netfangið lit@simnet.is eða í síma 860 2181. Skráningargjald á folald er 1.000
Eftir folaldasýninguna verður sölusýning hrossa ef næg þátttaka fæst. Skráning fer fram hjá Inga í síðasta lagi 1.12.2011. Skráningargjald á hross er 2.000.
Aðgangseyrir 1.000 kr. fyrir 17 ára og eldri.
Nánari upplýsingar á faxaborg.is
Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn sunnudaginn 27. nóvember n.k. kl. 14:00 í Hótel Borgarnesi. Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2011 verður verðlaunað. Þá verða heiðursviðurkenningar veittar í fyrsta sinn.
Gestir fundarins verða Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ, sem fer yfir hrossaræktina s.l. sumar og Guðmar Auðbertsson, dýralæknir, sem flytur erindi um sæðingar og fósturvísaflutninga.
Folaldasýning verður í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, sunnudaginn 27. nóvember nk.
kl. 14:00. Skráning fari fram í síðasta lagi 24.11 nk. hjá Inga á netfangið lit@simnet.is eða í síma 860 2181. Skráningargjald á folald er 1.000.
Eftir folaldasýninguna verður sölusýning hrossa ef næg þátttaka fæst. Skráning fer fram hjá Inga í síðasta lagi 24.11 nk. Skráningargjald á hross er 2.000.
Aðgangseyrir 1.000 kr. fyrir 17 ára og eldri.
Aðstaða (19 stíur) í hesthúsinu við Faxaborg til að geyma hross þurfi eigendur þess.
Áhugasamir folaldaeigendur og eigendur söluhrossa endilega að hafa samband sem fyrst.
Folaldasýningu verður á vegum Hrossaræktarsambands Dalamanna í Nesoddahöllinni
laugardaginn 12. nóvember og hefst kl. 14.
Keppt verður í flokki hryssu- og hestfolalda. Áhorfendur munu velja folald sýningarinnar.
Skráningarfrestur er til föstudagsins 11. nóvember og skráningargjald á folald er 1.000 kr. Fram þarf að koma eigandi, nafn, uppruni, litur, kyn, móðir og faðir. Skráningar sendist á netfangið siggijok@simnet.is eða í síma 661 0434.
Ókeypis aðgangur er á folaldasýninguna og því kjörið tækifæri að skoða framtíðargæðinga Dalamanna.
Aðalfundur Hrossaræktarsambands Dalamanna verður haldinn í Leifsbúð 23, nóvember kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf.
Á dögunum barst félaginu póstsending og fylgdi henni svohljóðandi bréf:
"Hafnarfj. 21. ágúst '11
Hestamannafélagið Glaður
Var með systkynum mínum að fara yfir gögn úr búi móður okkar, Elísabetu Jónsdóttur. Þar á meðal voru meðfylgjandi skrár frá Jóni Sumarliðasyni afa okkar sem við teljum að séu best geymdar hjá ykkur í Glöðum.
Með bestu kveðju,
Örn Guðmundsson"
Skrárnar sem fylgdu með eru handskrifuð gögn frá öllum kappreiðum félagsins frá upphafi árið 1928 til og með 1958. Þarna eru upplýsingar um hross, knapa og eigendur og árangur á mótunum. Einnig fylgdi með handskrifuð ræða Jóns Sumarliðasonar á samkomu sem haldin var á Nesodda 19. júlí 1953 í tilefni af 25 ára afmæli félagsins.
Við þökkum Erni og ættingjum hans kærlega fyrir sendinguna enda er mikill fengur í henni. Væntanlega verða gögnin afhent Skjalasafni Dalamanna til varðveislu.
Jón Sumarliðason var einn af stofnfélögum Glaðs og hann var fyrsti formaður félagsins. Hann var formaður 1928 - 1935 og svo aftur 1939 - 1958 eða samtals í 26 ár. Hann var gerður að heiðursfélaga árið 1963.
Hér er skráin frá fyrsta móti Glaðs, kappreiðum á Nesodda 22. júlí 1928.
Endurrit af ræðu Jóns Sumarliðasonar á afmælisfundi 20. júlí 1953 er í vinnslu.
Landsmótsnefnd er búin að halda fundi sína með hestamönnum á Höfn, Egilsstöðum og Akureyri sbr. fréttina hér að neðan. Í kvöld, 6. september er fundur Í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og hefst hann kl. 20:30.
Áframhaldandi fundahöld nefndarinnar verða svo sem hér segir:
Hvoli á Hvolsvelli þann 8. september kl. 20:00.
Föstudagskvöldið 9. september hjá hestamannafélaginu Fáki í Reykjavík kl. 20:00.
Þriðjudagskvöldið 13. september kl. 20:00 í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi.
Á stjórnarfundi í Landssambandi hestamannafélaga þann 12. ágúst síðast liðinn, var ákveðið að landsmótsnefnd sú er stofnuð var á haustdögum 2010, færi út í hestamannafélögin í landinu til að kynna skýrslu sína, niðurstöður og umfjöllunarefni og svara fyrirspurnum fundarmanna.
Nefndin, sem fjallaði um landsmótin í nútíð og framtíð, mun hefja fundaherferðina á Akureyri föstudaginn 2. september n.k. Daginn eftir verða svo fundir á Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði.
Í kjölfarið eru fyrirhugaðir samskonar kynningarfundir á Suðurlandi, í Reykjavík, á Vesturlandi og Norðvesturlandi vikuna eftir. Nánari tímasetningar og dagsetningar verða auglýstar eftir helgi, m.a. hér á vef Glaðs.
Hér má skoða skýrslu nefndarinnar í heild sinni. Stjórn LH hvetur alla hestamenn til að kynna sér innihald skýrslunnar og koma af stað málefnalegum umræðum á fundunum sem næst þeim verða haldnir.
Í nefndinni sitja eftirtaldir einstaklingar:
Sveinbjörn Sveinbjörnsson formaður, skipaður af LH
Birgir Leó Ólafsson, skipaður af LH
Stefán Haraldsson, skipaður af LH
Sigrún Ólafsdóttir, skipuð af BÍ
Kristinn Guðnason, skipaður af BÍ
Fyrstu myndirnar sem okkur berast af Landsmótinu eru úr hópreiðinni og eru komnar inn á myndasíður okkar.
Það hefur bæst heilmikið við síðan í gær af myndum sem Björn Anton Einarsson tók á Hestaþinginu. Við færum Birni Antoni okkar bestu þakkir fyrir myndirnar!
Frábæru móti lauk í dag og nú er allar niðurstöður komnar inn á mótasíðuna okkar. Myndir eru líka komnar inn á myndasíðurnar.
Það er búið að gera smávægilegar breytingar og leiðréttingar á skráningum og hefur fréttin hér aðeins neðar (Ráslistar Hestaþings) verið uppfærð með hliðsjón af þessu. Það er líka búið að ákveða svolitlar breytingar í dagskrá mótsins og verður hún þessi:
Laugardagur 18. júní
Kl. 10:00 Forkeppni:
1. Tölt
2. Barnaflokkur
3. Unglingaflokkur
4. Ungmennaflokkur
MATARHLÉ
5. B-flokkur gæðinga
6. A-flokkur gæðinga
7. B-úrslit í tölti
HLÉ
Kl. 20:00 Kvölddagskrá
Kappreiðar:
1. 150 m skeið
2. 250 m brokk
3. 250 m skeið
4. 250 m stökk
5. A-úrslit í tölti
Sunnudagur 19. júní
Kl. 12:00 Setning
Úrslit:
1. B-úrslit í B-flokki gæðinga
2. Barnaflokkur
3. Unglingaflokkur
4. A-úrslit í B-flokki gæðinga
5. Ungmennaflokkur
6. A-flokkur gæðinga
Skráningum á Hestaþing Glaðs um helgina er lokið og þær eru með ágætum. Ráslistarnir eru klárir og koma hér. Minnt er á að tekið er við skráningum í kappreiðar á mótsstað.
Tölt - opinn flokkur:
Barnaflokkur:
Unglingaflokkur:
Ungmennaflokkur:
B-flokkur gæðinga:
A-flokkur gæðinga:
Minnum á að í dag er síðasti dagur til að skrá sig til keppni á hestaþingið um helgina!
Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 18. - 19. júní n.k. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum og tilvalin upphitun fyrir knapa og hesta fyrir Landsmót. Aðgangur ókeypis.
Dagskrá:
Laugardagur 18. júní kl. 10:00
Forkeppni (háð þátttöku í hverjum flokki):
Tölt opinn flokkur
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
B-flokkur gæðinga
A-flokkur gæðinga
B-úrslit: Tölt opinn flokkur(háð þátttöku)
Hlé (grill í reiðhöllinni, sjá neðar!)
Dagskrá hefst aftur kl. 20:00
Kappreiðar:
150 m skeið
250 m brokk
250 m skeið
250 m stökk
A-úrslit: Tölt opinn flokkur
Sunnudagur 19. júní kl. 12:00
Hópreið frá hesthúsahverfinu
Úrslit:
B-úrslit B-flokkur gæðinga (háð þátttöku)
B-úrslit A-flokkur gæðinga (háð þátttöku)
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
A-úrslit B-flokkur gæðinga
B-úrslit A-flokkur gæðinga
Það eru peningaverðlaun í töltinu og í öllum greinum kappreiða!
Skráningargjald er kr. 1.000 í allar greinar. Í kappreiðarnar verður skráð á staðnum en skráningar í gæðingakeppna og töltið þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 15. júní til:
Herdísar í síma 695 0317/434 1663, herdis@audarskoli.is
Svölu í síma 861 4466/434 1195, budardalur@simnet.is
Þórðar í síma 893 1125/434 1171, thoing@centrum.is
Við skráningu þarf að gefa upp skráningarnúmer hross, kennitölu knapa, fyrir hvaða félag er keppt og upp á hvaða hönd menn ætla að hefja keppni í tölti.
Ráslistar verða birtir hér á Glaðsvefnum fimmtudagskvöldið 16. júní.
Á laugardagskvöldinu verður heitt grill í reiðhöllinni milli kl. 18 og 20, allir geta komið með á grillið.
Að lokinni dagskrá laugardagskvöldsins fjölmenna mótsgestir niður í Leifsbúð sem verður opin til kl. 3 um nóttina.
Í tengslum við Hestaþingið um næstu helgi er rétt að fram komi að tilvalið er fyrir mótsgesti að heimsækja Leifsbúð á laugardagskvöldinu. Þar verður barinn opinn til kl. 3 aðfararnótt sunnudagsins.
Hrossaræktarsambandið hefur leigt Dyn frá Hvammi í sumar, hann kemur þann 20. júní.
Umsögn: Dynur gefur hross í rúmu meðallagi að stærð með skarpt höfuð en djúpa kjálka með smá augu. Hálsinn er stuttur en reistur og mjúkur, bakið beint en breitt, lendin áslaga og gróf. Afkvæmin eru fótahá en fremur brjóstdjúp. Fætur eru þurrir og prúðir og sinar öflugar, afturfætur nágengir. Hófar eru djúpir og efnismiklir, prúðleiki afbragð. Afkvæmin eru yfirleitt klárhross með skref- og lyftingarmiklu tölti og brokki. Stökkið er hátt og glæsilegt. Viljinn er góður, ásækinn og vakandi. Hrossin eru fasmikil, reist og hágeng. Dynur gefur reist og prúð klárhross með góðum fótaburði. Dynur hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.
Hæsti dómur: bygging 8,32 og hæfileikar 8,57, aðaleinkunn 8,47.
Verð er 60.000,- án vsk.
Hrossaræktarsambandið kemur til með að niðurgreiða tolla undir þennan stóðhest til félagsmanna sinna en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hve mikið.
Mjög gott er að nálgast upplýsingar um Dyn á worldfengur.com þar sem allir eiga nú að hafa aðgang að honum, endilega kynnið ykkur hann. Hægt að nálgast innskráningu í worldfeng hjá Svanborgu. Einnig hægt að leita uppl. hjá Sigga á Vatni í síma 661 0434.
Tekið er á móti pöntunum undir Dyn hjá:
Sigurði Jökulssyni: siggijok@simnet.is, 661 0434 eða 434 1350
Svanborgu Einarsdóttur: gillast@simnet.is, 895 1437 eða 434 1437
Úrtakan fór fram í gær í samstarfi við Skugga og færum við Skuggafélögum bestu þakkir fyrir samstarfið. Niðurstöður mótsins í heild eru á mótasíðunni okkar en þeir sem áunnu sér rétt til að keppa á Landsmóti fyrir hönd Glaðs eru:
Ungmennaflokkur:
B-flokkur gæðinga:
Varahestur:
Úrtakan er á morgun, laugardaginn 4. júní í Borgarnesi eins og fram er komið. Rásraðir eru klárar.
Barnaflokkur:
Unglingaflokkur:
Ungmennaflokkur:
A-flokkur gæðinga:
B-flokkur gæðinga:
Minnum á að Hestaþingið ("Nesoddinn") verður haldið í Búðardal dagana 18. og 19. júní næstkomandi. Hestaþingið er eins og áður gæðingakeppnin okkar og verður líkt og undanfarin ár opið öllum félögum í hestamannafélögum. Keppt verður í öllum flokkum gæðingakeppninnar: barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, B-flokki gæðinga og A-flokki gæðinga. Einnig verður eins og vant er keppt í tölti og kappreiðum, þ.e. væntanlega 250 m stökki, 250 m brokki, 150 m skeiði og 250 m skeiði.
Þetta verður allt nánar auglýst þegar nær dregur.
Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Félagi hrossabænda:
Að venju verður boðið upp á ræktunarbússýningar á Landsmóti 2011. Stefnt er á að tilhögun sýninga verði með svipuðu sniði og verið hefur á undanförnum mótum.
Sýning ræktunarbúa hefur verið sett á dagskrá landsmóts, fimmtudaginn 30. júní milli kl. 15.30 – 16.30. Áhorfendum gefst kostur á að velja bestu ræktunarbússýninguna með símakosningu (Idol kosningu).
Það ræktunarbú sem flest atkvæði hlýtur ávinnur sér þann heiður að koma fram á laugardagskvöldinu í skemmtidagskrá kvöldvöku. Sýningartími á hvert bú er 5 mínútur. Útfærsla sýningar er alfarið á ábyrgð forráðamanna. Fótaskoðun verður viðhöfð og gilda reglur gæðingakeppni þar um, auk þeirra viðmiðana um heilbrigði sem mótstjórn LM setur. Að lágmarki skulu 5 hross sýnd og þurfa þau að vera frá sama lögbýli, eða fædd meðlimum sömu fjölskyldu.
Þátttakendur velja tónlist sjálfir og hafa samráð við þul hvernig búið skuli kynnt. Ein síða í mótaskrá fylgir til kynningar á búinu og þeim hestum sem koma fram í sýningunni. Að auki geta sýnendur nýtt risaskjá við völl meðan á sýningu stendur.
Ræktunarbúum áranna 2008, 2009 og 2010 er boðin þátttaka. Dregin verða 10 bú til þátttöku úr innsendum umsóknum. Skráningargjaldið er kr.100.000.
Áhugasömum hrossaræktendum er vinsamlegast bent á að senda tölvupóst á Ágúst Sigurðsson agust@kirkjubaer.is
Athugið að gefa nákvæmar upplýsingar um þau hross sem stefnt er með á sýninguna.
Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 9. júní. Tilkynnt verður föstudaginn 10. júní hvaða ræktunarbú taka þátt.
Úrtaka fyrir Landsmót 2011 verður haldin í samstarfi við Hestamannafélagið Skugga og fer fram á keppnissvæði Skugga í Borgarnesi laugardaginn 4. júní. Mótið er um leið gæðingamót Skugga, svokallað Arionbankamót eins og auglýst er nánar á heimasíðu Skugga: hmfskuggi.is.
Dagskráin hefst kl. 10:00 með barnaflokki og heldur svo áfram með unglingaflokki,
ungmennaflokki, B-flokki gæðinga og A-flokki gæðinga. Að lokinni forkeppni í þessum flokkum verður komin niðurstaða um það hverjir hljóta keppnisrétt á Landsmóti en Glaður má senda 2 hesta í hvern flokk. Að loknu hádegishléi fara svo fram úrslit hjá Skuggafélögum auk þess sem þeir ætla að keppa í kappreiðum.
Skráningar Glaðsfélaga í úrtökuna fara fram hjá Þórði í síma 893 1125 eða á netfangið thoing@centrum.is. Munið að taka fram IS númer hestsins, kennitölu knapans og flokk. Hrossin þurfa öll að vera í eigu Glaðsfélaga og knapar í barna-, unglinga- og ungmennaflokkum þurfa auðvitað að vera í Glað.
Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 2. júní!
Rásraðir verða birtar á heimasíðu Skugga og hér á vef Glaðs fimmtudagskvöldið 2. júní.
Tekin hefur verið ákvörðun um að úrtaka fyrir Landsmót fari fram sameiginlega hjá Glað og Skugga þann 4. júní næstkomandi í Borgarnesi. Úrtökumótið verður nánar auglýst þegar nær dregur.
Loksins, loksins hefur vefstjóri komið upp myndasíðu með myndasöfnum eða -albúmum hér á vef Glaðs. Þetta er búið að vera allt of lengi í vinnslu en er nú tilbúið og nú er ekki mikil vinna að bæta myndum við. Nokkur albúm eru komin þarna inn og fleiri eru í vinnslu og munu bætast við á næstunni. Sumt af því sem komið er hefur áður birst hér á vefnum en svo týnst þegar fréttin varð gömul. Nú ætti slíkt ekki að þurfa að gerast. Myndirnar eru, að sjálfsögðu, undir Myndir í valmynd hér vinstra megin.
Minnum á að um næstu helgi, 14. - 15. maí er lokahelgin í námskeiðshaldi Sigvalda Lárusar hjá okkur þennan veturinn. Eins og áður eru þetta einkatímar og nauðsynlegt er að panta tíma hjá fræðslunefnd í síðasta lagi 11. maí.
Hestaeigendafélag Búðardals stóð fyrir árlegri firmakeppni í dag og nú eru úrslitin komin á mótasíðuna okkar. Björn Anton tók myndir þrátt fyrir risjótt veður, þær eru hér.
Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardals verður haldin laugardaginn 30. apríl. Dagskráin hefst kl. 12:00 með hópreið frá hesthúsahverfinu í Búðardal og niður á keppnisvöllinn.
Keppt verður í flokki polla (teymt undir), barna (13 ára og yngri), unglinga (14-21 árs), kvenna og karla og verður tekið við skráningum á staðnum.
Nú ættu allir að draga fram hestagallann og skella sér á bak. Þetta er mótið sem allir taka þátt í og skemmtun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Í þessari viku (25. - 30. apríl) verður reiðnámskeiðið á eftifarandi tímum:
Þriðjudagshópar: óbreytt
Hestamannafélagið Glaður og Hestaeigendafélag Búðardals standa fyrir dagskrá í hesthúsahverfinu í Búðardal þann 30. apríl n.k. Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að heimsækja hesthúsahverfið og athafnasvæði hestamanna og fylgjast með skemmtilegri dagskrá.
Dagskrá:
12:00 Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardal á reiðvellinum
14:30 Reiðsýning nemenda á reiðnámskeiði Glaðs í reiðhöllinni
„Einstök vinátta“ með Svanhvíti Gísladóttur og Núma í reiðhöllinni
Eftir reiðsýninguna verður pylsugrillveisla í reiðhöllinni.
Það er allt á fullu hjá fræðslunefndinni um þessar mundir og margt á döfinni.
Þann 26. apríl kl.20.30 verður í Leifsbúð almennur spjallfundur um hrossarækt, kynbótadóma og fleira með Valberg Sigfússyni.
Í vetur hefur verið reiðnámskeið þar sem Skjöldur Orri hefur leiðbeint. Þann 30. apríl mun verða sýning þátttakenda í reiðhöllinni, einnig munu Svana og Númi sýna okkur atriðið, Einstök vinátta. Sýningin byrjar að lokinni firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardals og í lokin munu félögin bjóða saman til grillveislu.
14. - 15. maí kemur Sigvaldi Lárus í lokaheimsóknina í vetur til okkar með námskeið, þetta eru einkatímar og nauðsynlegt er að panta tíma fyrir 11. maí, þeir tímar sem pantaðir eru verða að standast í mætingu og greiðast ef ekki er mætt.
Krakkar, við erum búin að eignast vinafélag í hestamennskunni, er það hestamannafélagið Þytur sem starfar á Hvammstanga og nærsveitum, stefnt er að heimsóknum í framtíðinni milli félaganna í leik og starfi. Spennandi og skemmtilegir tímar framundan.
Skráningar á námskeið:
Gyða neistih@gmail.com s: 6967169
Sigrún sighannasig@hotmail.com s: 8625718
Heiðrún Sandra bangismon90@hotmail.com s: 772 0860
Niðurstöður mótsins í gær eru komnar inn á mótasíðuna. Eftirfarandi verðlaun voru afhent fyrir stigakeppni vetrarins:
Barnaflokkur: Einar Hólm Friðjónsson, 10.000 króna gjafabréf frá Knapanum í Borgarnesi
Unglingaflokkur: Elísa Katrín Guðmundsdóttir, 10.000 króna gjafabréf frá Cintamani
Ungmennaflokkur: Heiðrún Sandra Grettisdóttir, 10.000 króna gjafabréf frá Knapanum í Borgarnesi
Opinn flokkur: Eyþór Jón Gíslason, 30.000 krónur frá Hrossaræktarsambandi Dalamanna upp í folatoll hjá sambandinu.
Við óskum þessum og öðrum sigurvegurum gærdagsins til hamingju með árangurinn og þökkum gefendum verðlauna kærlega fyrir stuðninginn.
Rásraðirnar eru klárar fyrir morgundaginn.
Fjórgangur - opinn flokkur:
Fjórgangur - barnaflokkur:
Fjórgangur - unglingaflokkur:
Fjórgangur - ungmennaflokkur:
Fimmgangur - opinn flokkur:
Tölt - barnaflokkur:
Tölt - unglingaflokkur:
Tölt - ungmennaflokkur:
Tölt - opinn flokkur:
100 m skeið:
Aðalfundurinn var haldinn síðasta sunnudag. Fundargerðin er komin á fundargerðasíðuna og búið er að uppfæra upplýsingar um stjórn og nefndir.
Hér er auglýsing um sýninguna í Faxaborg á föstudagskvöld. Smellið á myndina til að opna auglýsinguna.
Nú er tilbúin fyrsta útgáfa dagskrár Vesturlandssýningarinnar sem fram fer föstudaginn 15. apríl í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Sýningin hefst kl. 20:00. Dagskráin getur átt eftir að taka einhverjum breytingum og sennilega munu einhver hross bætast við. Óhætt er að fullyrða að þarna komi fram fjöldinn allur af áhugaverðum hrossum og sýningaratriðum.
Nú eru bara nokkrir dagar í síðasta mót stigakeppninnar svo það er ekki úr vegi að kíkja á stöðuna. Í barnaflokki er Einar Hólm Friðjónsson efstur með 30 stig. Elísa Katrín Guðmundsdóttir er efst í unglingaflokki með 28 stig og Heiðrún Sandra Grettisdóttir í ungmennaflokki með 30 stig.
Í opnum flokki er Eyþór Jón Gíslason efstur með 28 stig, Styrmir Sæmundsson kemur næstur með 27 stig og svo Svanhvít Gísladóttir með 22 stig.
Íþróttamót Glaðs verður haldið í Búðardal laugardaginn 16. apríl og verður opið. Mótið hefst kl. 10:00.
Dagskrá: (háð nægri þátttöku í öllum flokkum)
Forkeppni
Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur
Fimmgangur: Opinn flokkur
Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur
Úrslit
Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur
Fimmgangur: Opinn flokkur
Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur
100 m skeið: Opinn flokkur
Skráningar fara fram hjá:
Þórði s: 434 1171, netfang: thoing@centrum.is
Svölu s: 434 1195, netfang: budardalur@simnet.is
Herdísí s: 434 1663, netfang: herdis@audarskoli.is
Við skráningu þarf kennitölu knapa, skráningarnúmer hests og upp á hvora hönd knapi vill hefja keppni. Tekið er við skráningum til miðvikudagsins 13. apríl. Skráningargjald er 1.000 kr. fyrir hverja skráningu.
Á föstudeginum 15. apríl verða ráslistar birtir hér á heimasíðunni.
Verðlaun verða afhent fyrir samanlagða stigakeppni vetrarins.
Aðalfundur Hestamannafélagsins Glaðs verður haldinn í Leifsbúð í Búðardal sunnudaginn 10. apríl næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 20:30.
Dagskrá skv. lögum félagsins:
1. Kosning starfsmanna fundarins
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
5. Reikningar bornir undir atkvæði
6. Kosningar skv. 6. grein laga félagsins:
- tveir meðstjórnendur og varamenn þeirra til 3 ára
- skoðunarmaður reikninga (annar tveggja) til 2 ára
- fulltrúar á sambandsþing UDN
7. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar
8. Ákvörðun árgjalds
9. Önnur mál
Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í umræðu um félagið sitt og starfsemi þess.
Sigvaldi Lárus Guðmundsson, reiðkennari verður í Búðardal um helgina með kennslu og eru enn einhverjir tímar lausir hjá honum. Áhugasamir hafi samband við fræðslunefnd, þ.e. Sigrúnu sighannasig@gmail.com, Gyðu neistih@gmail.com eða Gilbert gilberthrappur@simnet.is.
Úrslit vetrarleikanna í fyrradag eru komin á vefinn.
Rásraðir eru klárar fyrir laugardaginn:
Fjórgangur - opinn flokkur
Tölt - barnaflokkur
Tölt - unglingaflokkur
Tölt - ungmennaflokkur
Tölt - opinn flokkur
100 m flugskeið
Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, föstudaginn 15. apríl 2011 kl. 20:00.
Hér áður fyrr voru sýningar haldnar af Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi og það má segja að verið sé að endurvekja gamla siði.
Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði eru sýningar hjá börnum og unglingum ásamt fimmgangs- og fjórgangshestum, skeiði, kynbótahrossum og ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta komið þeim á framfæri við þessa aðila:
Ámundi Sigurðsson, sími: 892 5678, netfang: amundi@isl.is
Baldur Björnsson, sími: 895 4936, netfang: baldur@vesturland.is
Stefán Ármannsson (v/ kynbótahrossa), sími: 897 5194, netfang: stefan@hroar.is
Vetrarleikar ársins verða haldnir í Búðardal laugardaginn 19. mars og hefjast kl. 12:00.
Dagskrá (háð nægri þátttöku í öllum flokkum):
Forkeppni
Fjórgangur: Opinn flokkur
Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur
Úrslit
Fjórgangur: Opinn flokkur
Tölt: Barnaflokkur
Fljúgandi skeið 100 m
Tölt: Unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur
Skráningum skal lokið miðvikudagskvöldið 16. mars hjá:
Herdísi í síma: 434 1663 eða á netfangið: herdis@audarskoli.is
Svölu í síma: 434 1195 eða á netfangið: budardalur@simnet.is
Þórði í síma: 434 1171 eða á netfangið: thoing@centrum.is
Við skráningu þarf kennitölu knapa, skráningarnúmer hests og uppp á hvora hönd knapi vill hefja keppni.
Skráningargjald er 1.000 kr. fyrir hverja skráningu. Aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.
Því miður slæddist villa inn í fréttina hér að neðan ("Töltið klárt") þar sem m.a. er gerð grein fyrir stöðunni í stigakeppninni, stöðunni í fullorðinsflokki var ekki rétt lýst. Þetta hefur nú verið leiðrétt þannig að fréttin er nú rétt. Allir hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum.
Úrslit töltmótsins eru komin á mótasíðuna okkar. Svanhvít Gísladóttir og Eyþór Jón Gíslason unnu kvenna- og karlaflokk, Heiðrún Sandra Grettisdóttir ungmennaflokk, Hlynur Snær Sæmundsson unglingaflokk og Einar Hólm Friðjónsson barnaflokk.
Staðan í stigakeppninni er núna þannig að í opnum flokki eru efst þau Svanhvít Gísladóttir með 12 stig, Skjöldur Orri Skjaldarson með 11 stig og svo koma jafnir Eyþór Jón Gíslason og Valberg Sigfússon með 10 stig. Í ungmennaflokki er Heiðrún Sandra Grettisdóttir með 20 stig. Í unglingaflokknum er Elísa Katrín Guðmundsóttir efst með 18 stig og í barnaflokki Einar Hólm Friðjónsson með 20 stig.
Þetta eru rásraðir kvöldsins:
Barnaflokkur:
Unglingaflokkur:
Ungmennaflokkur:
Karlaflokkur:
Kvennaflokkur:
Það er full ástæða til að vekja athygli hestamanna á stórglæsilegri dagskrá í tilefni af 40 ára afmæli Félags tamningamanna. Hátíðin verður haldin í reiðhöllinni í Víðidalnum 19. febrúar og hefst kl. 10. Nánari upplýsingar hér.
Minnum á fundinn með Hjalta Viðarssyni, dýralækni sem haldinn verður í Leifsbúð 24. febrúar og hefst kl. 20. Hjalti ætlar að ræða við hestamenn um tannhirðu, fóðrun, hestapestina og sjálfsagt fleira.
Sigvaldi Lárus Guðmundsson, reiðkennari og tamningamaður ætlar að vera með einkatíma í reiðhöllinni dagana 26.-27. febrúar. Tíminn kostar 5.000 kr. og eru 2 tímar yfir helgina (einn tími á laugardegi og annar á sunnudegi). Það geta verið 2 saman um tímann.
Sigvaldi ætlar svo að koma í 2-3 skipti til viðbótar síðar í vetur. Áhugasamir vinsamlegast skráið ykkur hjá:
Sigrúnu sighannasig@gmail.com
Gyðu neistih@gmail.com
Gilbert gilberthrappur@simnet.is
Þá er komið að öðru móti ársins: tölti í reiðhöllinni! Keppnin fer fram föstudaginn 18. febrúar og hefst stundvíslega klukkan 20:00. Vekjum sérstaka athygli á því að nú verður boðið upp á kvenna- og karlaflokk.
Allir hvattir til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni! Veitingasala verður á staðnum.
Dagskrá:
Forkeppni: Barna-, unglinga-, ungmenna- , karla- og kvennaflokkur
Úrslit í öllum flokkum
Skráningar:
Þórður s: 434 1171, netfang: thoing@centrum.is
Svala s: 434 1195, netfang: budardalur@simnet.is
Herdís s: 434 1663, netfang: herdis@audarskoli.is
Tekið er við skráningum til miðvikudagsins 16. febrúar. Skráningargjald er 1.000 kr. en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.
Stigakeppnin:
Stig í stigakeppni vetrarins fást þannig á þessu móti að átta efstu einkunnir úr úrslitum karla- og kvennaflokkanna raðast í átta efstu stigasætin.
Björn Anton Einarsson sendi okkur nokkrar myndir sem hann tók á Smalanum um síðustu helgi og við birtum þær hér. Smellið á einhverja myndina.
Skemmtileg smalakeppni fór fram í reiðhöllinni í kvöld og var þátttakan ágæt. Úrslitin eru komin inn á mótasíðuna.
Hjalti Viðarsson dýralæknir ætlar að koma og spjalla við hestamenn fimmtudagskvöldið 24. febrúar kl. 20:00.
Staðsetning: Leifsbúð.
Umræðuefni: Tannhirða, fóðrun og hestapestin.
Fyrirhugað er að halda frumtamninganámskeið þar sem Sigvaldi Lárus Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari mun sjá um kennsluna. Námskeiðið verður tvær helgar, 12. - 13. febrúar og 26. - 27. febrúar.
Fyrri helgi: Að nálgast hrossið og venja við hnakk.
Hérna verður farið í það hvernig við fáum hestinn til að taka okkur í sátt á jákvæðan hátt. Vinna með æfingar sem við gerum á forsendum hestsins. Markmiðið er svo að undirbúa hestinn fyrir að fara á bak.
Seinni helgi: Setjast í hnakkinn og venja við knapann.
Hérna rifjum við lauslega upp hvað við höfum lært, förum á bak tryppunum og byrjum að undirbúa þau fyrir beisli.
Uppbyggt þannig:
- Sýnikennsla að morgni laugardags
- 2 verklegir tímar á laugardegi (tveir í hóp)
- 1 verklegur tími á sunnudegi (einn í hóp)
Gert er ráð fyrir að hestarnir séu bandvanir. Verð fyrir helgina er 15.900 kr. á mann eða 31.800 kr.Þessar sömu helgar er í boði að panta einkatíma með reið- eða keppnishestinn. Tíminn kostar 5.000 kr. og er 50 mínútur í senn (1-2 í hóp).
Skráning og nánari upplýsingar:
Gyða: neistih@gmail.com
Gilbert: gilberthrappur@simnet.is
Sigrún Hanna: sighannasig@gmail.com
Þá er komið að fyrsta móti ársins! Við ætlum að byrja árið með keppni í Smala í reiðhöll Glaðs í Búðardal. Keppnin fer fram föstudaginn 4. febrúar og hefst stundvíslega klukkan 18:00.
Reglur smalans:
Brautin verður með svipuðu sniði og í fyrra en þó með einhverjum breytingum. Hún verður tilbúin og opin öllum til æfinga frá morgni föstudagsins (keppnisdags) og verður hægt að æfa sig til klukkan 17:00.
Dagskrá: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur.
Hvetjum alla til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni! Veitingasala á staðnum.
Skráningar:
Þórður s: 434 1171, netfang: thoing@centrum.is
Svala s: 434 1195, netfang: budardalur@simnet.is
Herdís s: 434 1663, netfang: brekkuhvammur10@simnet.is
Tekið er við skráningum til klukkan 12:00, föstudaginn 4.febrúar. Skráningargjald er 500 kr. en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.
Sú breyting hefur verið gerð á stigakeppninni að nú fá átta efstu knapar í úrslitum stig með eftirfarandi hætti: 1. sæti 10 stig, 2. sæti 8 stig, 3. sæti 6 stig, 4. sæti 5 stig, 5. sæti 4 stig o.s.frv.
Þau mót sem telja í stigakeppninni eru Smali, Vetrarleikar 1 og 2 og Íþróttamótið. Í lokin verða veitt verðlaun fyrir samanlagðan stigameistara í öllum flokkum.
Þann 5. febrúar næstkomandi verður 1. mót KB mótaraðarinnar í ár haldið. Mótin fara fram í reiðhöllinni í Borgarnesi á vegum hestamanna- félaganna Faxa og Skugga. Þau eru þó öllum opin sem áhuga hafa og er bæði um liðakeppni (lágmark 3 í liði) að ræða og einstaklingskeppni.
Keppt verður í fjórgangi þann 5. febrúar, gæðingakeppni (A- og B-flokki) þann 26. febrúar og svo í tölti og fimmgangi 19. mars.
Skráningar í mótaröðina þurfa að berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 2. febrúar en nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi skjali (smella á myndina hér að ofan).
Unnið er að bættum samskiptum hestamanna og mótórhjólamanna með gagnkvæmri tillitsemi í þeim tilgangi að koma í veg fyrir slys. Þetta myndband er gott framtak í því samhengi:
Það var góð mæting á matar- og skemmtikvöld Glaðs um síðustu helgi og skemmtun góð. Þar var kunngert val stjórnar Glaðs á knapa ársins í félaginu fyrir síðasta keppnisár en Styrmir Sæmundsson hlaut þann titil fyrir góðan keppnisárangur sinn á mótum félagsins í fyrra.
Hrossaræktarsamband Dalamanna notaði sama tækifæri til að veita sín verðlaun fyrir síðasta ár. Verðlaun hlaut Litla-Jörp frá Fremri-Gufudal en hún fékk 8,06 í aðaleinkunn á árinu. Merin er í eigu Einars Hafliðasonar og Styrmis Sæmundssonar en ræktandi er Svandís Reynisdóttir.
Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambandi Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, laugardaginn 26. mars 2011 kl. 20:00. Má segja að um sé að ræða tilraun til að endurvekja sýningar sem voru haldnar fyrir allt of löngu síðan af Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi.
Ætlunin er að sýna fram á og sanna að Vestlendingar eigi góðan og frambærilegan hestakost og hestafólk – jafnt unga sem aldna.
Þess er óskað að allir þeir sem hafa ábendingar um atriði sem eiga heima á sýningu sem þessari komi ábendingum á framfæri við þessa aðila:
Ámundi Sigurðsson, amundi@isl.is, gsm 892 5678
Baldur Björnsson, baldur@vesturland.is, gsm 895 4936
Stefán Ármannsson, stefan@hroar.is, gsm 897 5194 (aðallega tengiliður varðandi kynbótahross)
Þessir menn munu síðan væntanlega fá fleiri til liðs við sig til að velja sýningaratriði og jafnvel fá aðila til að sjá alfarið um ákveðin atriði.
Nú er áríðandi að allt hestafólk á Vesturlandi sameinist nú og sýni að á svæðinu séu góð hross og gott hestafólk.
Reiðnámskeið verður haldið í vetur fyrir börn og fullorðna með sama sniði og í fyrra. Kennt verður í eitt skipti í viku í klukkutíma í senn. Þátttakendum 12 ára og eldri stendur einnig til boða að öðlast stig í knapamerkjum en það er valfrjálst.
Námskeiðið hefst í vikunni 17. ‐ 21. janúar og verður kennt fram á vor (ca. 15 skipti). Það verður raðað í hópa eftir aldri og hvar einstaklingar eru staddir í íþróttinni og í leiðinni reynt að koma til móts við þá sem stunda aðrar íþróttir svo tímar skarist ekki.
Kennari verður Skjöldur Orri Skjaldarsson og námskeiðið fer fram í reiðhöllinni í Búðardal.
Verð: 10.000 kr. (1.000 kr. systkinaafsláttur)
Eftirfarandi taka við skráningum til 12. janúar:
Gyða neistih@gmail.com
Gilbert gilberthrappur@simnet.is
Sigrún Hanna sighannasig@gmail.com
Fræðslunefnd fyrirhugar, eins og áður hefur komið fram, fleiri viðburði á komandi vikum og mánuðum svo sem:
Á vef Dalabyggðar er nú hægt að sækja bæklinginn "Tómstundir í Dalabyggð janúar - maí 2011" og einnig er hægt að opna bæklinginn beint með því að smella á nafn hans hér. Dalamenn eru hvattir til að skoða bæklinginn og finna sér tómstundastarf hver við sitt hæfi.
Matar- og skemmtikvöld verður á vegum Hestamannafélagsins föstudagskvöldið 14. janúar í Leifsbúð og hefst kl. 20:30. Freyja Ólafsdóttir sér um veitingar og kostar maturinn 3.500,-, að auki greiða gestir fyrir drykki sem verða til sölu hjá Freyju.
Pantanir þurfa að berast fyrir þriðjudaginn 11. janúar til Möggu í 434 1552, Skjaldar í 434 1650 eða Gunnars í 434 1381.
Gestir kvöldsins verða Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur og Sigrún Ólafsdóttir, formaður félags tamningamanna, þau flytja erindi á meðan á borðhaldi stendur. Fleira verður á dagskrá sem á eftir að koma í ljós.
Rífum okkur nú upp og hefjum nýtt ár í hestamennskunni með því að hittast með góða skapið í farteskinu! Tökum endilega með okkur gesti.