Eldri fréttir:

Jólakveðja frá Glað

Sunnudagur 23. desember 2012

Smellið á myndina: 

Jólin 2012

Kvikmyndin Hross og menn - beiðni um stuðning

Miðvikudagur 12. desember 2012

Þessi orðsending er birt að beiðni aðstandenda kvikmyndarinnar sem um ræðir:

 

Kæru hestamennHross og menn

Það er að verða til kvikmynd um ykkur! Hún heitir Hross og menn og verður leikin mynd í fullri lengd. Það má segja að hún sé fyrsta dramatíska kvikmyndin með íslenska hestinum í forgrunni.

En við þurfum á hjálp ykkar að halda. Ef þið hafið tök á að leggja okkur lið þá kíkið á þessa síðu:
http://alpha.karolinafund.com/project/view/2. Þar er hægt að heita á okkur og í raun kaupa DVD diskinn fyrirfram og fá hann heimsendan þegar þar að kemur. Peningana sem safnast notum við til að klára eftirvinnslu myndarinnar og láta drauminn rætast.

Kvikmynd, sem verður óður til hestamenningarinnar og íslenska hestsins. En umfram allt góð mynd sem segir sögur af fólki eins og okkur. Mönnum sem lifa með hestum og hestum sem lifa með mönnum.

Hér er hægt að sjá 3 mín  stiklu úr myndinni, bara fyrir ykkur sem málið varðar:
https://vimeo.com/53200227 (lykilorðið er: benni).

Sjá einnig frekari upplýsingar um myndina og okkur sem að henni stöndum á: http://hrosss.is
og http://www.facebook.com/Hrossmovie?fref=ts.

Benedikt Erlingsson, leikstjóri

Vigroði yfir Dölunum

Þriðjudagur 11. desember 2012

Sögufélagið og Lionsklúbburinn standa fyrir upplestri og kynningu í Rauðakross húsinu fimmtudagskvöldið 13. desember næstkomandi kl. 20:30.


Gestur kvöldsins verður Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og mun hún kynna okkur nýju bókina sína, Vígroði, með upplestri og myndum frá söguslóðunum á Katanesi og í Dölum á Skotlandi. Vígroði er framhald bókarinnar Auður sem kom út árið 2009 og fjallar um Auði djúpúðgu og fólkið hennar. Boðið verður upp á kakó og piparkökur og frítt verður inn. Rétt er að benda á að Vilborg verður með bækurnar sínar á tilboði og upplagt væri að nota tækifærið og fá áritun í leiðinni.


Kæru vinir – er ekki málið að hittast saman á aðventunni og eiga notalega kvöldstund?

Mótadagar 2013

Fimmtudagur 22. nóvember 2012

Mótanefnd hefur fundað og ákvarðað eftirfarandi mótadaga á næsta ári:

Föstudagur 22. febrúar - Smali í Nesoddahöllinni

Föstudagur 1. mars - Tölt/skemmtitölt í Nesoddahöllinni
Föstudagur 15. mars - Fjórgangur í Nesoddahöllinni    
Laugardagur 6. apríl - Vetrarleikar á reiðvellinum
Laugardagur 20. apríl - Íþróttamót Glaðs á reiðvellinum
Laugar- og sunnudagur 15.-16. júní - Hestaþing Glaðs og úrtaka fyrir Fjórðungsmót
Laugardagur 17. ágúst - Bikarmót Vesturlands í Búðardal

Sýnikennsla á Hvammstanga

Þriðjudagur 20. nóvember 2012

Laugardaginn 1. desember næstkomandi verða þrjár áhugaverðar sýnikennslur í Þytsheimum á Hvammstanga. Dagskráin hefst kl. 17:00 og lýkur 19:30. Gert er ráð fyrir einu matarhléi og verða veitingar til sölu á staðnum. 

 

Fram koma:
Guðmundur Arnarson, þjálfari og reiðkennari

Ísólfur Líndal Þórisson, þjálfari og reiðkennari

Þórarinn Eymundsson, tamningameistari 

 

Aðgangseyrir 2.000 kr. sem renna óskiptar til hestamannafélagsins Þyts. Frítt fyrir 14 ára og yngri.

 

Allir hestamenn nær og fjær eru hvattir til að mæta enda um mjög áhugaverða fræðslu að ræða. Einnig verða verslanirnar Kidka, Knapinn Borgarnesi o. fl. með kynningu og sölu á vörum sínum í Þytsheimum þennan dag.

 Guðmundur Arnarson, þjálfari og reiðkennari Þórarinn Eymundsson, tamningameistari Ísólfur Líndal Þórisson, þjálfari og reiðkennari

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands

Þriðjudagur 6. nóvember 2012

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn í Hótel Borgarnesi sunnudaginn 11. nóvember n.k. kl. 13.30. Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2012 verður verðlaunað. Þá verða heiðursviðurkenningar veittar í annað sinn.


Gestir fundarins verða Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ, sem fer yfir hrossaræktina s.l. sumar og Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir, sem fjallar um
heilbrigði og velferð hrossa.

Hestamenn bregðist við frumvarpi til umferðarlaga

Mánudagur 22. janúar 2012

Afar ötult starf hefur verið unnið í Samgöngunefnd LH á undanförnum árum og á nýafstöðnu LH-þingi skilaði nefndin af sér veglegri skýrslu fyrir árin 2010 og 2012. Þar má m.a. finna samskipti formanns nefndarinnar, Halldórs Halldórssonar við alþingismenn vegna reiðvegamála og um óskiljanlega ástæðu þess að skilgreining á reiðvegi er að detta út úr umferðalögum. 

 

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til nýrra umferðalaga og þar er ekki að finna neitt er varðar réttarstöðu ríðandi umferðar á skilgreindum reiðvegum. Halldór benti á þetta á landsþinginu og vakti athygi á því að frestur til að gera athugasemd við frumvarpið rennur út næstkomandi miðvikudag, 24. október.

 

Hestamenn eru hvattir til að sýna samstöðu og senda Alþingi athugasemdir. Til þess er auðvelt að notast við eftirfarandi texta:


Nefndasvið Alþingis
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis
nefndasvid@althingi.is

 

Frumvarp til umferðarlaga, 179. mál

 

Í frumvarpi til nýrra umferðalaga er ekki að finna skilgreiningu á reiðvegum eða neitt er varðar réttarstöðu ríðandi umferðar á skilgreindum reiðvegum, stígum eða slóðum og geri ég undirritaður alvarlegar athugasemdir við að svo sé ekki.


Það verður að rúmast í nýjum umferðarlögum ákvæði þess efnis að akstur vélknúinna ökutækja sé óheimill á skilgreindum reiðstígum og slóðum.
Virðingarfyllst
Nafn og kennitala

 

Rétt er að ítreka að það er skammur tími til stefnu, athugasemdir þarf að senda Nefndasviði Alþingis fyrir 24. október!

Aðalfundur Nesodda ehf.

Föstudagur 31. ágúst 2012

Aðalfundur Nesodda ehf. var haldinn í gær en félagið á og rekur reiðhöllina í Búðardal. Stjórn félagsins er eftir fundinn óbreytt frá því sem verið hefur en hana skipa:

Eyþór Jón Gíslason fyrir Hestamannafélagið Glað

Svala Svavarsdóttir fyrir Hestamannafélagið Glað

Valberg Sigfússon fyrir Hestamannafélagið Glað

Sigurður Hrafn Jökulsson fyrir Hrossaræktarsamband Dalamanna

Viðar Þór Ólafsson fyrir aðra hluthafa

Bikarmót Vesturlands í Stykkishólmi 25. ágúst

Föstudagur 17. ágúst 2012

Bikarmót Vesturlands 2012 í hestaíþróttum verður haldið í Stykkishólmi þann 25.  ágúst. Tímasetning og nánari dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir. Upplýsingar verða kynntar á www.snaefellingur.123.is.

 

Skráning er hafin og fer fram á netfanginu asdissig67@gmail.com, henni lýkur kl 23:59 þriðjudagskvöldið 21. ágúst. Skráningargjald er 3.000 kr. á hverja skráningu í 1. flokki, en 1.500 kr. í ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Ef ekki verður næg þátttaka í einhverjum flokkum verður sá flokkur sameinaður öðrum eða feldur niður. Keppt verður í hefðbundnum greinum og verða 2 inná vellinum í einu í öllum flokkum.

 

Reiknisnúmerið er 0191-26-876, kt. 440992-2189. Senda þarf kvittun í tölvupósti á asdissig67@gmail.com. Skýring: nafn og kt. knapa sem greitt er fyrir. Greiðsla þarf að hafa borist fyrir kl 13:00 miðvikudaginn 22. ágúst. Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
Nafn og kennitala keppenda

Nafn hests og IS númer

Hestamannafélag sem keppt er fyrir

Keppnisgreinar og upp á hvora hönd er sýnt

Hver sé greiðandi, ef það er ekki knapinn sjálfur

 

Keppt verður í þessum flokkum og greinum:
1. flokkur: tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið

ungmennaflokkur: tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið

unglingaflokkur: tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið

barnaflokkur: tölt, fjórgangur

100m skeið.

Íþróttamót Dreyra 16. - 19. ágúst

Fimmtudagur 9. ágúst 2012

Íþróttamót hestamannafélagsins Dreyra verður haldið í Æðarodda, við Akranes dagana 16.-19. ágúst n.k. Tímasetning og nánari dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir, sjá www.ia.is (undir Hestamennska).

 

Skráning fer fram sunnudaginn 12. ágúst. Frá klukkan 19:30-22:00 er tekið á móti skráningu í síma 867 1668 og 860 9794. Einnig er hægt að senda skráningu í tölvupósti á netfangið dreyri@gmail.com fyrir kl 23:30 sama dag. Umsjón með skráningu hefur Kristín Frímannsdóttir.

 

Skráningargjöld eru 5.000.- fyrir hverja keppnisgrein. Reiknisnúmerið er 0552-14-601933 og Kt: 450382-0359. Senda þarf kvittun í tölvupósti á dreyri@gmail.com. Skýring: Nafn og kt. knapa sem greitt er fyrir. Greiðsla þarf að hafa borist fyrir kl 16:00 þriðjudaginn 14. ágúst. Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
Nafn hests og IS númer

Nafn knapa og kennitala
Hestamannafélag sem keppt er fyrir
Keppnisgreinar
Hver sé greiðandi, ef það er ekki knapinn sjálfur

 

Keppnisgreinar:
Fimmgangur í 1. flokk, 2. flokk, ungmennaflokk, unglingaflokki

Fjórgangur í 1. flokk, 2. flokk, ungmennaflokk, unglingaflokk, barnaflokk

Tölt í 1. flokk, 2. flokk, ungmennaflokk, unglingaflokk, barnaflokk

T2 í 1. flokk, 2. flokk, ungmennaflokk

Gæðingaskeið í 1. flokk, 2. flokk, ungmennaflokk, unglingaflokk

100m skeið

150m skeið
Áskilin er réttur til að sameina flokka ef skráning er lítill í einstaka greinum.

Norðurlandamótið í Eskilstuna

Þriðjudagur 10. júlí 2012

Útsending frá Norðurlandamótinu í Eskilstuna Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer fram dagana 2. – 5. ágúst n.k. í Eskilstuna í Svíþjóð. Svíarnir munu sýna beint á netinu frá keppninni síðustu tvo daga mótsins, þ.e. 4. og 5. ágúst, á vefsíðunni www.nc2012.se. Hér er slóð á stutt kynningarmyndband.

 

Íslenska landsliðið er í mótun en LH mun tilkynna það mánudaginn 16. júlí kl. 16:00. Það verður gaman að geta fylgst með okkar fólki á netinu.

 

 

Skráning á íslandsmót fullorðinna á Vindheimamelum

Þriðjudagur 10. júlí 2012

Skráning hefst þriðjudaginn 10. júlí og  líkur kl. 16:00 fimmtudaginn 12. júlí. Hægt er að senda skráninguna á tölvupósti á sah@bondi.is. Þá verður tekið á móti skráningum í gegnum síma 455 7100 milli 13:00 – 16:00 þessa þrjá daga. Umsjón með skráningu hefur Steinunn Anna Halldórsdóttir.

 

Skráningargjöld
Skráningargjald er 5.000 kr fyrir hverja keppnisgrein (hverja skráningu).   
Reikningsnúmer:   1125 – 26 – 1630 kt: 520705-1630.

Senda þarf kvittun í tölvupósti á sah@bondi.is
Skýring: Nafn og kt. knapa sem greitt er fyrir
Greiðslur þurfa að hafa borist fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 12. júlí. Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

 

Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:

Frekari upplýsingar um Íslandsmót má nálgast á www.horse.is/im2012

Opið gæðingamót Faxa

Föstudagur 6. júlí 2012

Faxi heldur opið gæðingamót að Mið-Fossum laugardaginn 21. júlí næstkomandi. Allar nánari upplýsingar eru hér.

Hestaþing Snæfellings 2012

Þriðjudagur 3. júlí 2012

Snæfellingur heldur opið hestaþing sitt á Kaldármelum laugardaginn 7. júlí næstkomandi.

 

Dagskrá: (háð nægri þátttöku í öllum flokkum og fjölda skráninga, einnig hvort þetta verða einn eða tveir dagar)

Forkeppni
Pollaflokkur, bæði keppt í flokki polla þar sem er teymt og án teyminga. Allir fá þátttökuverðlaun

B-flokkur gæðinga: Opinn flokkur og minna keppnisvanir

Barna-, unglinga- og ungmennaflokkar

A-flokkur gæðinga: Opinn flokkur og minna keppnisvanir

Tölt: 17 ára og yngri, opinn flokkur fullorðinna og minna keppnisvanir fullorðnir
100m skeið: skráning á staðnum, skráningargjald kr. 3000 á hest, sigurvegari fær 1/3 skráningargjalda í verðlaun.

 

Skráningar fara fram með því að senda tölvupóst á netfangið, herborgs@hive.is. Við skráningu þarf kennitölu knapa og skráningarnúmer hests. Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir hverja skráningu í öllum flokkum nema í skeiði, barna- og unglingaflokki, en þar er skráningargjaldið kr. 500 fyrir hverja skráningu. Skráningargjöld þarf að greiða fyrir lok skráningartíma inn á reikning 0191-26-876, kt 440992-2189 með kvittun á herborgs@hive.is. Tekið er við skráningum til  klukkan 22 fimmtudaginn 5. júlí en þó er best að fá skráningar sem fyrst.

 

Grill og reiðtúr á laugardagskvöldinu á Kaldármelum

Sameiginlegt grill verður á Kaldármelum eftir mót á laugardaginn. Þátttöku þarf að skrá fyrir hádegi á fimmtudeginum í netfangið muggur71@hotmail.com eða í síma 841 2300, Sæþór. Maturinn kostar 2.500 kr. fyrir fullorðna, 1.500 kr. fyrir 16 ára og yngri. Fólk sér sjálft um drykkjarföng. Eftir grillið verður svo farið í fjölskyldureiðtúr.

Birna og Agnar með starfsemi að Stafholtsveggjum

Þriðjudagur 3. júlí 2012

Um starfsemina að Stafholtsveggjum 2Þau Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir hafa flutt búferlum að Stafholtsveggjum 2 í Stafholtstungum og þar reka þau nú alhliða hestamiðstöð. Þau bjóða upp á ýmsa þjónustu: hrossarækt og sölu, reiðkennslu og námskeið, tamningu og þjálfun, örmerkingu á hrossum, stóðhesta til afnota o.fl.

 

Í sumar ætlar Birna að bjóða upp á reiðnámskeið fyrir bæði byrjendur og lengra komna og einnig einkatíma. Hægt er að fá hest að láni fyrir þá sem vilja, fjöldi er þó takmarkaður. Möguleiki er á gistingu á Varmalandi sem er Reiðnámskeið Birnu Tryggvadóttureinungis í 5 mínútna göngufæri frá Stafholtsveggjum og einnig er hægt að tjalda á tjaldsvæðinu á Varmalandi.

 

Ef smellt er á myndirnar hér hjá opnast viðhengi sem innihalda upplýsingar um starfsemina og reiðnámskeið. Áhugasamir sendi póst á birnat@yahoo.com eða hringi i síma 699 6116. Þannig er hægt að finna ut hentugt námskeið/kennslu sem hæfir hverjum og einum fyrir sig.

Æfingatímar knapa í Víðidalnum

Miðvikudagur 20. júní 2012

Hér er að finna æfingatíma hestamannafélaganna dagana fyrir Landsmót. Endilega vekið athygli knapanna á þessu.

Niðurstöður Hestaþings

Þriðjudagur 19. júní 2012

Allar niðurstöður Hestaþingsins okkar eru komnar inn á mótasíðuna. Mótið var gott og árangur Glaðsfélaga mjög góður.

Stóðhestar hjá Hrossaræktarsambandi Dalamanna í sumar

Föstudagur 15. júní 2012

Hrossaræktarsambandið hefur tekið þessa tvo hesta á leigu í sumar ef næg þátttaka næst.
Hræbillegir efnilegir folar. Þeir koma báðir um 20. júní.

 

Kandís frá LitlalandiKandís frá Litlalandi

IS2009187144
                                                            
F: Kvistur frá Skagaströnd

M: Kría frá Litlalandi

Kandís verður í Ljárskógum.
Verð 45.000 án vsk.
                                                                                             

 

 

Birkir frá Litlu-Tungu 2Birkir frá Litlu-Tungu 2

IS 2008186955

F: Dugur frá Þúfu
M: Björk frá Litlu-Tungu 2

 

Birkir verður í Saurbænum.
Verð 45.000 án vsk.

 

 

 

Mjög gott er að nálgast upplýsingar um þessa hesta á worldfengur.com þar sem flestir eiga nú að hafa aðgang að honum, endilega kynnið ykkur þá. Einnig er hægt að leita uppýsingl hjá Sigga á Vatni í síma 661 0434.

 

Tekið er á móti pöntunum undir stóðhestana  hjá:
Sigurði Jökulssyni, siggijok@simnet.is 661 0434 / 434 1350

Svanborgu Einarsdóttur, gillast@simnet.is,  895 1437 / 434 1437

Rásraðir á Hestaþingi

Fimmtudagur 14. júní 2012 - Uppfært föstudaginn 15. júní

Það þurfti að gera örlitlar leiðréttingar á hollaröðun í tölti vegna þess að mistök urðu í skráningu á því upp á hvora hönd 3 knapar vildu byrja. Engar breytingar hafa verið gerðar í öðrum keppnisgreinum. Leiðrétt hollaröðun er eftirfarandi.

 

Tölt - opinn flokkur:

  1. Holl 1 V - Guðmundur Margeir Skúlason og Krapi frá Steinum
  2. Holl 1 V - Sjöfn Sæmundsdóttir og Þróttur frá Lindarholti
  3. Holl 2 V - Halldór Sigurkarlsson og Nasa frá Söðulsholti
  4. Holl 2 V - Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni
  5. Holl 3 V - Jón Atli Kjartansson og Evra frá Dunki
  6. Holl 3 V - Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Þorlákur frá Búð 2
  7. Holl 4 V - Bjarni Jónasson og Roði frá Garði
  8. Holl 4 V - Jón Ingi Hjálmarsson og Freyja frá Torfastöðum
  9. Holl 5 H - Valberg Sigfússon og Fríður frá Enni
  10. Holl 5 H - Ámundi Sigurðsson og Elva frá Miklagarði
  11. Holl 6 V - Jón Ægisson og Jóga frá Gillastöðum
  12. Holl 6 V - Sjöfn Sæmundsdóttir og Goði frá Strönd
  13. Holl 7 H - Guðmundur Margeir Skúlason og Gosi frá Lambastöðum
  14. Holl 7 H - Sigvaldi Lárus Guðmundsson og Næk frá Miklagarði
  15. Holl 8 V - Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir og Þóranna Von frá Reykjavík
  16. Holl 9 V - Þórður Bragason og Eldur frá Köldukinn
  17. Holl 9 V - Svanborg Einarsdóttir og Emma frá Gillastöðum
  18. Holl 10 V - Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Smellur frá Leysingjastöðum
  19. Holl 10 V - Eyþór Jón Gíslason og Brjánn frá Hrappsstöðum
  20. Holl 11 H - Valberg Sigfússon og Hreggur frá Sauðafelli
  21. Holl 11 H - Anna Linda Gunnarsdóttir og Flinkur frá Vogsósum 2
  22. Holl 12 V - Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Suðri frá Reykjavík
  23. Holl 12 V - Signý Hólm Friðjónsdóttir og Sara frá Reykjavík
  24. Holl 13 H - Sigvaldi Lárus Guðmundsson og Leiftur frá Búðardal
  25. Holl 13 H - Guðmundur Margeir Skúlason og Sparisjóður frá Hallkelsstaðahlíð
  26. Holl 14 H - Sjöfn Sæmundsdóttir og Hertogi frá Bröttuhlíð
  27. Holl 14 H - Fanney Dögg Indriðadóttir og Grettir frá Grafarkoti

 

Barnaflokkur:

  1. Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur frá Dalsmynni
  2. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Þorlákur frá Búð 2
  3. Einar Hólm Friðjónsson og Amor frá Vorsabæjarhjáleigu
  4. Karítas Aradóttir og Gyðja frá Miklagarði
  5. Katrín Eva Grétarsdóttir og Gnýr frá Árbæ
  6. Katrín Einarsdóttir og Tinna frá Steinum
  7. Hlynur Sævar Jónsson og Nn frá Sigríðarstöðum

 

Unglingaflokkur:

  1. Axel Ásbergsson og Lomber frá Borgarnesi
  2. Atli Steinar Ingason og Diðrik frá Grenstanga

 

Ungmennaflokkur:

  1. Þórdís Fjeldsteð og Móðnir frá Ölvaldsstöðum IV
  2. Ágústa Rut Haraldsdóttir og Blævar frá Svalbarða

 

B-flokkur gæðinga:

  1. Gosi frá Lambastöðum og Guðmundur Margeir Skúlason
  2. Elva frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson
  3. Nasa frá Söðulsholti og Halldór Sigurkarlsson
  4. Geysir frá Skiphyl og Arnar Ásbjörnsson
  5. Freyja frá Torfastöðum og Jón Ingi Hjálmarsson
  6. Sara frá Reykjavík og Signý Hólm Friðjónsdóttir
  7. Númi frá Lindarholti og Svanhvít Gísladóttir
  8. Þóranna Von frá Reykjavík og Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir
  9. Sproti frá Hjarðarholti og Ásberg Jónsson
  10. Suðri frá Reykjavík og Heiðrún Sandra Grettisdóttir
  11. Menja frá Spágilsstöðum og Eyþór Jón Gíslason
  12. Krapi frá Steinum og Guðmundur Margeir Skúlason
  13. Blængur frá Skálpastöðum og Anna Berg Samúelsdóttir
  14. Hertogi frá Bröttuhlíð og Sjöfn Sæmundsdóttir
  15. Jóker frá Leikskálum og Viðar Þór Ólafsson
  16. Næk frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson
  17. Fríður frá Enni og Valberg Sigfússon
  18. Stígur frá Valþúfu og Jónfríður Esther Hólm Friðjónsdóttir
  19. Brjánn frá Hrappsstöðum og Eyþór Jón Gíslason
  20. Álfadís frá Magnússkógum og Auður Guðbjörnsdóttir
  21. Kolfreyja frá Snartartungu og Iðunn Svansdóttir
  22. Lýsingur frá Kílhrauni og Signý Hólm Friðjónsdóttir
  23. Sparisjóður frá Hallkelsstaðahlíð og Guðmundur Margeir Skúlason
  24. Dregill frá Magnússkógum og Ástríður Ólafsdóttir
  25. Hvinur frá Magnússkógum og Guðbjörn Guðmundsson

 

A-flokkur gæðinga:

  1. Grásíða frá Tungu og Páll Ólafsson
  2. Villi frá Gillastöðum og Jón Ægisson
  3. Þróttur frá Lindarholti og Sjöfn Sæmundsdóttir
  4. Tilvera frá Syðstu-Fossum og Ámundi Sigurðsson
  5. Evra frá Dunki og Jón Atli Kjartansson
  6. Brík frá Glúmsstöðum 2 og Anna Berg Samúelsdóttir
  7. Hulnir frá Ölvaldsstöðum IV og Þórdís Fjeldsteð
  8. Leiftur frá Búðardal og Sigvaldi Lárus Guðmundsson
  9. Lipurtá frá Gillastöðum og Jón Ægisson
  10. Lyfting frá Tungu og Páll Ólafsson
  11. Gnótt frá Lindarholti og Sjöfn Sæmundsdóttir

Hestaþingið - frestur til að skrá í keppni og sýningu

Þriðjudagur 12. júní 2012

Minnum á að skráningarfrestur í Hestaþingið er til miðnættis annað kvöld, miðvikudagskvöld. Frestur til að greiða skráningargjöld er til hádegis á fimmtudag. Sjá nánar í frétt hér neðar á síðunni.

 

Þeir sem hafa hug á að taka þátt í ræktunarbússýningu á laugardagskvöldinu þurfa að hafa samband sem fyrst og ekki síðar en um hádegi föstudaginn 15. júní, við Einar Jón Geirsson í síma 893 9066 eða á netfangið einarjon@audarskoli.is. Hvert bú þarf að sýna að lágmarki 3 hross en allar nánari upplýsingar fást hjá Einari.

Úrtökunni lokið

Sunudagur 19. júní 2012

Skemmtilegt úrtökumót hestamannafélaganna á Vesturlandi fór fram í Borgarnesi í gær. Á meðal Glaðsfélaga var keppnin jöfn og spennandi og í A-flokki þurftu dómarar að lokum að sætisraða 2.-3. hesti. Endanlegar niðurstöður eru svo þær að eftirfarandi hestar og ungmennni hafa áunnið sér rétt til að fara á Landsmót fyrir Glað:

 

Ungmennaflokkur:

1-2. Ágústa Rut Haraldsdóttir með Blævar frá Svalbarða, eig. Ástvaldur Elísson

1-2. Harpa Rún Ásmundsdóttir með Spóa frá Skíðbakka I, eig. Harpa Rún og Styrmir Sæmundsson

 

B-flokkur gæðinga:

  1. Stimpill frá Vatni, eig. Sigurður Hrafn Jökulsson, knapi Tryggvi Björnsson
  2. Gosi frá Lambastöðum, eig. Einar Kristjánsson, knapi Guðmundur Margeir Skúlason

Varahestur: Steinn frá Hvítadal, eig. Þórarinn B. Þórarinsson, knapi Ævar Örn Guðjónsson

 

A-flokkur gæðinga:

  1. Flosi frá Búlandi, eig. Mailinn Solér og Hásæti ehf, knapi Fjölnir Þorgeirsson
  2. Þróttur frá Lindarholti, eig. Svanhvít Gísladóttir, knapi Sjöfn Sæmundsdóttir

Varahestur: Kveldroði frá Hásæti, eig. Hásæti ehf, knapi Fjölnir Þorgeirsson

 

Við óskum eigendum og knöpum til hamingju með árangurinn!

Úrtökumótið í beinni á Facebook

Laugardagur 9. júní 2012

Úrtökumótið er í fullum gangi i Borgarnesi og gengur vel. Snillingurinn Svala Svavarsdóttir sér til þess að allar einkunnir birtast jafnóðum á Facebook. Slóðin er:

http://www.facebook.com/svala.svavarsdottir.7?ref=tn_tnmn#!/events/304250066333364/

Uppfærðir ráslistar

Föstudagur 8. júní 2012

Einhverjar lagfæringar þurfti að gera á ráslistunum og hlekkurinn í fréttinni hér að neðan hefur nú verið uppfærður þannig að hann vísar á rétta ráslista.

Ráslistar fyrir úrtökuna

Föstudagur 8. júní 2012

Útakan er á morgun í Borgarnesi og hér eru ráslistar. Athugið að í skjalinu eru keppnisgreinar ekki í sömu röð og í dagskránni á morgun. Byrjað verður á B-flokki kl. 10 og hádegishlé verður að honum loknum. Eftir hlé verður svo keppt í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki og loks endað á A-flokki. Reiknað er með stuttu hléi fyrir A-flokkinn.

 

Athugið að það er knapafundur í félagsheimili Skugga kl. 9 í fyrramálið.

Vinnudagur og námskeiðsslútt

Föstudagur 8. júní 2012

Vinnudagur á mótssvæðinuÍ gær mættu nokkrir vaskir Glaðsfélagar og tóku Námskeiðsslútttil hendinni á mótssvæðinu. Áhorfendabrekkan var slegin og rökuð, rusl var týnt, lagað til í dómpalli og fleira gert. Myndir eru komnar inn á myndasíðurnar.

 

Fyrir rúmri viku var farin fjöruferð með krakkana sem eru búin að vera á reiðnámskeiði í vetur og nú eru einnig komnar inn myndir úr ferðinni.

 

Úrtakan á laugardag

Fimmtudagur 7. júní 2012

Skráningum er lokið í úrtökumótið sem fram fer í Borgarnesi laugardaginn 9. júní. Frá Glað eru skráðir 2 keppendur í ungmennaflokk, 3 í B-flokk gæðinga og 7 í A-flokk. Í þessu skjali er allur keppendalistinn, raðað eftir greinum og félögum. Keppendur eru beðnir um að skoða listann og láta strax vita ef einhverjar athugasemdir eru eða villur finnast, hafa þá samband á kristgis@simnet.is eða jonkristj@hotmail.com hið allra fyrsta.

 

Rásraðir verða svo birtar á morgun, föstudag, m.a. hér á vef Glaðs.

Hestaþing Glaðs 16. - 17. júní

Mánudagur 4. júní 2012

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 16. - 17. júní n.k. Mótið er opið öllum og tilvalin upphitun fyrir knapa og hesta fyrir Landsmót hestamanna.

 

Dagskrá:
Laugardagur 16. júní kl. 10:00
Forkeppni (háð þátttöku í hverjum flokki):
Tölt opinn flokkur

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

B-flokkur gæðinga

A-flokkur gæðinga
B-úrslit

Tölt opinn flokkur(háð þátttöku)

Hlé

Dagskrá hefst aftur kl. 20:00
Kappreiðar:
150 m skeið

250 m brokk

250 m skeið

250 m stökk
A-úrslit

Tölt opinn flokkur
Ræktunarbúsýningar

Að lokinni dagskrá á mótssvæðinu verður stemning í Leifsbúð

 

Sunnudagur 17. júní kl. 12:00
Úrslit:
B-úrslit B-flokkur gæðinga (háð þátttöku)

B-úrslit A-flokkur gæðinga (háð þátttöku)

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

A-úrslit B-flokkur gæðinga

A-úrslit A-flokkur gæðinga

 

Það eru peningaverðlaun í töltinu og í öllum greinum kappreiða!

 

Skráningargjald er kr. 1.500 í allar greinar, nema barnaflokk þar eru 500kr. Í kappreiðarnar verður skráð á staðnum en skráningar í gæðingakeppni og tölt þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 13. júní til:
Herdísar í síma 695 0317 / 434 1663, herdis@audarskoli.is

Svölu í síma 861 4466 / 434 1195, budardalur@simnet.is

Þórðar í síma 893 1125 / 434 1171, thoing@centrum.is
Við skráningu þarf að gefa upp skráningarnúmer hross, kennitölu knapa, fyrir hvaða félag er keppt og upp á hvaða hönd menn ætla að hefja keppni í tölti. Athugið að nú þarf að greiða skráningargjöldin fyrirfram: þau þurfa að berast fyrir klukkan 12:00 fimmtudaginn 14. júní inn á reikning 0312-13-300089 - Kt. 610673-0669. Senda kvittun á netfangið: budardalur@simnet.is og nafn knapa í skýringu.

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs fimmtudagskvöldið 14. júní.

Skráning á reiðnámskeið

Sunnudagur 3. júní 2012

Frestur til að skrá sig á reiðnámskeiðið er til föstudagsins 8. júní næstkomandi.

Vinnudagur 7. júní

Föstudagur 1. júní 2012

Við stefnum að því að hafa vinnudag á mótssvæðinu okkar fimmtudaginn 7. júní, við þurfum að slá, hreinsa og eitt og annað að gera. Þetta verður nánar auglýst fljótlega.

Hópreið á Landsmóti

Föstudagur 1. júní 2012

Heiðrún Sandra Grettisdóttir ætlar að vera umsjónarmaður varðandi þátttöku Glaðs í hópreið á Landsmótinu í Reykjavík. Allir þeir sem hafa hug á að vera með í hópreiðinni eru því beðnir um að hafa samband við Heiðrúnu Söndru í síma 772 0860 eða á netfangið hsandra@is.enjo.net.

 

Þeir sem eiga Glaðsjakka, þ.e. félagsbúning Glaðs og geta hugsað sér að lána jakkann í hópreiðina eru sömuleiðis beðnir um að hafa samband við Heiðrúnu Söndru í síma 772 0860 eða á netfangið hsandra@is.enjo.net.

Reiðnámskeið

Föstudagur 1. júní 2012

Ef næg þátttáka fæst verður haldið reiðnámskeið í Búðardal dagana 11. – 14. júní. Kennari verður Guðmundur Margeir Skúlason sem er nýútskrifaður reiðkennari frá Hólaskóla. Við þekkjum hann flest betur sem Mumma í Hlíð. Ekki er ennþá hægt að auglýsa verðið en reynt verður að halda því í lágmarki og það fer að einhverju leiti eftir þátttöku.

 

Námskeiðshross fá fría hagagöngu í girðingu Hestaeigendafélags Búðardals en eingöngu á meðan á námskeiðinu stendur og er lögð áhersla á að námskeiðshross verði flutt úr girðingunni strax að námskeiðinu loknu. Þau hross sem keppa á hestaþinginu 16. - 17. júní mega þó vera í girðingunni þar til að mótinu loknu.

 

Við vekjum athygli á því að námskeiðið er fyrir alla aldurshópa og upplagt til að æfa og fínpússa fyrir Oddamótið eins og við köllum alltaf hestaþingið okkar.

 

Við skráningum á námskeiðið taka:
Heiðrún Sandra, sími: 772 0860, netfang: hsandra@is.enjo.net

Svanborg, sími: 895 1437 netfang: svanborgjon@simnet.is

Ragnheiður, sími: 849 2725 netfang: rbiggi@simnet.is

Jakkar og peysur með merki Glaðs

Föstudagur 1. júní 2012

Glaðsjakkar - fullorðnir
Í byrjun maí vorum við með soft shell jakka í láni frá Knapanum og buðum upp á mátun. Jakkarnir eru í merkingu en eru merktir með Glaðslógói á bakinu, Knapalógói í barminum og einnig getur fólk sett nafnið sitt undir Knapalógóið. Við erum með styrk fyrir allri merkingu og er það því innifalið í verðinu en jakkarnir kosta 12.990 og 14.990 (tvær týpur í boði).
Ennþá er hægt að kaupa jakka og fá merkingu fría en fólk verður að koma við í Knapanum í Borganesi og máta, starfsfólkið þar tekur niður pöntunina og kemur jakkanum í merkingu.

 

Glaðspeysur – börn
Nú erum við búin að finna soft shell peysur í barnastærðum á mjög góðu verði frá Regatta. Smellið á myndina til að sjá nánari upplýsingar. Við verðum með peysurnar til mátunar í mörgum stærðum (frá 3 ára og upp úr) í Búðardal fram á mánudaginn 4. júní. Peysurnar kosta 3.990 kr. og öll merking er innifalin.  Þær verða merktar alveg eins og fullorðinsjakkarnir, þ.e . með Glaðsmerki á baki, Knapamerki að framan og hægt að fá nafn sitt þar undir. Barnapeysurnar er ekki hægt að máta í Knapanum. Við hvetjum áhugasama til að hafa samband sem allra fyrst og láta börnin máta í síðasta lagi á mánudaginn 4. júní.

 

M-merking Borgarnesi
Dalamennirnir Óli og Magga í Borgarnesi sjá um alla merkingu á jökkum og peysum fyrir Knapann og Glað og bendum við á að ef fólk á flíkur sem það vill merkja Glað getur það haft samband við M-merkingu og fengið merkingu á góðu verði. Símanúmerið hjá Möggu er 865 7458.

Við hvetjum alla Glaðsfélaga og áhangendur til að fá sér Glaðsjakka/peysur.

 

Nánari upplýsingar fást hjá Svölu s: 861-4466 eða Gyðu s: 696-7169.

Úrtakan í Borgarnesi 9. júní

Mánudagur 28. maí 2012Úrtaka Hestamannafélaganna á Vesturlandi

Hestamannafélögin á Vesturlandi, Dreyri, Faxi, Glaður, Skuggi og Snæfellingur standa sameiginlega að úrtökumóti fyrir Landsmót að þessu sinni og fer úrtakan fram á félagssvæði Skugga í Borgarnesi þann 9. júní næstkomandi. Mótið hefst kl. 10:00. Upplýsingar um skráningar og allt annað er mótið varðar er að finna í skjali sem opnast ef smellt er á myndina hér til hægri. Eins og fram kemur í skjalinu er tekið við skráningum til kl. 22:00 miðvikudaginn 6. júní.

 

Hestaferð um Dali?

Þriðjudagur 22. maí 2012

Seljaland í HörðudalErt þú á hestaferð um Dalina í sumar? Ábúendur að Seljalandi í Hörðudal, Níels Sigurður og Ragnheiður, ætla að taka á móti fólki og hestum í allt sumar. Þau eru með svefnaðstöðu fyrir allt að 12-16 manns inni og einnig er tjaldsvæði með snyrtingum. Hægt er að panta með fyrirvara kjötsúpu eða grill fyrir þreytta ferðalanga, uppábúin rúm og morgunmat

 

Nánari upplýsingar í síma: 894 2194 / 434 1116 eða í netfangi: niels@seljaland.is

 

Seljaland í Hörðudal

 

Vaktavinna á Landsmóti

Mánudagur 21. maí 2012

Hestamenn athugið! Vaktir hestamannafélaganna á Landsmóti 2012 verða með sama móti og áður. Helstu störf á þeim vöktum eru eftirfarandi:

Hliðvarsla

Aðstoð við fótaskoðun

Innkomustjórnun

Upplýsingamiðstöð

Aðstoð á skrifstofu

Ýmis störf á svæði

Aukavaktir

 

Starfsmenn vaktanna skulu hafa náð 18 ára aldri. Starfsmenn hafa aðgang að mótinu á meðan á vöktum þeirra stendur en fá ekki almennan aðgöngumiða. Einnig má nefna að starfsmönnum er skaffaður matur á meðan á vakt stendur.

 

Þeir sem hafa áhuga á því að starfa á þessum vöktum eru beðnir um að hafa samband við Hugrúnu Ósk Ólafsdóttur, mannauðsstjóra Landsmóts í gegnum netfangið landsmothugrun@gmail.com við fyrsta tækifæri og gildir þar reglan að fyrstur kemur fyrstur fær. Mikilvægt er að senda nafn, kennitölu, nafn hestamannafélags og símanúmer. Hugrúnu til aðstoðar í ár verður Ragna Rós Bjarkadóttir og munu þær hafa samband í framhaldinu til þess að finna útúr því hvað hentar hverjum og hvernær.

 

Þessar vaktir tókust mjög vel á síðasta móti og er vonast til að sunnlendingar standi sig jafn vel og norðlendingar gerðu þá.

Glaður er deild í HrossVest

Sunnudagur 13. maí 2012

Á aðalfundi Hrossaræktarsambands Vesturlands, HrossVest, þann 10. maí s.l., var tekið fyrir erindi Hestamannafélagsins Glaðs þar sem Glaður óskar eftir að gerast aðili að HrossVest. Erindið var samþykkt og félagið er því orðið deild í sambandinu.

 

Þetta þýðir að félagsmenn í Glað eiga nú aðgang að stóðhestum á vegum HrossVest með sama forgangi og á sömu kjörum og aðrir aðilar að HrossVest. Einnig koma nú Glaðsfélagar til greina með ræktunarhross sín þegar úthlutað er viðukenningum hjá Hrossvest fyrir kynbótahross og hrossræktarbú.

 

Nánari upplýsingar um Hrossaræktarsamband Vesturlands og starfsemi þess eru á vef sambandsins, hrossvest.is.

Opið íþróttamót Snæfellings 12. maí

Þriðjudagur 8. maí 2012Hestamannafélagið Snæfellingur

Opna íþróttamót Snæfellings verður haldið í Grundarfirði laugardaginn 12. maí næstkomandi. Mótið hefst kl. 10:00. Nánari upplýsingar hér.

 

 

Opið íþróttamót Skugga 12. maí

Sunnudagur 6. maí 2012

Skuggi heldur opið íþróttamót í Borgarnesi laugardaginn 12. maí næstkomandi og hefst mótið kl. 10:00. Nánari upplýsingar hér.

Niðurstöður íþróttamótsins

Föstudagur 4. maí 2012

Niðurstöður íþróttamótsins 1. maí eru komnar inn á mótasíðuna, beðist er velvirðingar á að þetta dróst í nokkra daga.

 

Sigurvegarar í stigakeppni vetrarins fengu sín verðlaun á mótinu. Í barnaflokki voru þau jöfn í efsta sæti Einar Hólm Friðjónsson, Íris Dröfn Brynjólfsdóttir og Lydía Nína Bogadóttir með 18 stig. Þau hlutu hvert fyrir sig 5.000 króna gjafabréf í Knapanum, gefið af Hrossaræktarsambandi Dalamanna. Unglingaflokkinn vann Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir með 30 stig og hlaut hún 10.000 króna gjafabréf í Knapanum, gefið af versluninni. Ágústa Rut Haraldsdóttir vann ungmennaflokkinn með 20 stig og hlaut 10.000 króna gjafabréf í Cintamani, gefið af versluninni. Efstur í opnum flokki var Valberg Sigfússon með 60 stig og Hrossaræktarsamband Dalamanna gaf honum 30.000 krónur upp í folatoll hjá sambandinu.

 

Liðakeppnina vann sveitin með miklum yfirburðum, hlaut 361 stig en Búðardalur hlaut 161 stig.

Glaðsjakkar

Fimmtudagur 3. maí 2012

Erum með til sölu soft shell jakka (peysur) frá Knapanum í Borgarnesi, sem hægt er að máta og panta. Jakkarnir verða merktir með Glaðslógói á bakinu, Knapalógói í barminum og einnig getur fólk sett nafnið sitt undir Knapalógóið. Öll merking er frí en jakkarnir kosta 12.990 og 14.990 (tvær týpur í boði). Barnajakkarnir eru ekki komnir í hús en þeir verða auglýstir fljótlega og þá veður líka boðið upp á mátun og verða þeir eitthvað ódýrari.

 

Hvetjum alla Glaðsfélaga og áhangendur til að fá sér Glaðsjakka. Endilega hafið samband strax í dag, þar sem við erum að safna í eina stóra pöntun til að tryggja lægsta verð á merkingunni. Nánari upplýsingar hjá Svölu s: 861 4466 eða Gyðu s: 696 7169

Breytingar í dagskrá

Mánudagur 30. apríl 2012

Það hafa verið gerðar smávægilegar breytingar á dagskrá mótsins á morgun eftir að fjöldi skráninga í hvern flokk varð ljós. Ákveðið hefur verið að sameina úrslit í fjórgangi yngri flokka. Það verða sem sagt sameiginleg úrslit í barna-, unglinga- og ungmennflokkum fjórgangs.

Dagskráin er þá svona:

Forkeppni

Fjórgangur: Opinn flokkur, barna- og unglingaflokkur og ungmennaflokkur

Fimmgangur: Opinn flokkur

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur og yngriflokkar (barna-, unglinga- og ungmennafl.)

Fimmgangur: opinn flokkur

Tölt: barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

100 m skeið: opinn flokkur

 

Nokkrar afskráningar hafa borist og vegna þeirra erum við nú hætt við að tvískipta forkeppni í fjórgangi ungmennaflokks eins og búið var að birta í rásröðum. Búið er að leiðrétta rásraðirnar sem birtar eru hér neðar með hliðsjón af þessu. Athugið að rásraðir og hollaröðun hafa lítillega breyst frá fyrstu birtingu.

Rásraðir á íþróttamótinu

Breytt á mánudegi 30. apríl 2012, áður birt sunnudag 29. apríl

Lítilsháttar breytingar hafa orðið á rásröðum sem hér eru birtar leiðréttar.

 

Fjórgangur - opinn flokkur:

  1. 1. holl - Jóhann Magnússon og Oddviti frá Bessastöðum
  2. 1. holl - Siguroddur Pétursson og Karólína frá Miðhjáleigu
  3. 2. holl - Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti
  4. 2. holl - Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Suðri frá Reykjavík
  5. 3. holl - Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
  6. 3. holl - Arnar Ásbjörnsson og Atlas frá Lýsuhóli
  7. 4. holl - Guðrún Fjeldsted og Þolrún frá Ölvaldsstöðum IV
  8. 4. holl - Valberg Sigfússon og Fríður frá Enni
  9. 5. holl - Eyþór Jón Gíslason og Brjánn frá Hrappsstöðum
  10. 5. holl - Viðar Þór Ólafsson og Jóker frá Leikskálum
  11. 6. holl - Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða
  12. 6. holl - Iðunn Svansdóttir og Kolfreyja frá Snartartungu
  13. 7. holl - Styrmir Sæmundsson og Dama frá Reykhólum
  14. 7. holl - Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi
  15. 8. holl - Eyþór Jón Gíslason og Menja frá Spágilsstöðum
  16. 8. holl - Ásdís Sigurðardóttir og Vordís frá Hrísdal 1

 

Fjórgangur - barnaflokkur og unglingaflokkur:

  1. 1. holl - Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Lyfting frá Kjarnholtum I (unglingafl.)
  2. 1. holl - Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Frosti frá Hofsstöðum (barnafl.)

 

Fjórgangur - ungmennaflokkur:

  1. 1. holl - Ágústa Rut Haraldsdóttir og Tvífari frá Sauðafelli
  2. 1. holl - Klara Sveinbjörnsdóttir og Óskar frá Hafragili
  3. 2. holl - Þórdís Fjeldsteð og Móðnir frá Ölvaldsstöðum IV

 

Fimmgangur - opinn flokkur:

  1. Sjöfn Sæmundsdóttir og Gnótt frá Lindarholti
  2. Jóhann Magnússon og Frabín frá Fornusöndum
  3. Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Dímon frá Margrétarhofi
  4. Styrmir Sæmundsson og Ása frá Fremri-Gufudal
  5. Halldór Sigurkarlsson og Nasa frá Söðulsholti
  6. Klara Sveinbjörnsdóttir og Abel frá Hlíðarbergi
  7. Siguroddur Pétursson og Snær frá Keldudal
  8. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri

 

Tölt - barnaflokkur:

  1. 1. holl - Íris Dröfn Brynjólfsdóttir og Yrpa frá Spágilsstöðum
  2. 1. holl - Lydía Nína Bogadóttir og Skjóni frá Selkoti
  3. 2. holl - Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Þorlákur frá Búð 2
  4. 2. holl - Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Lotning frá Minni-Borg

 

Tölt - unglingaflokkur:

  1. 1. holl - Kristjana Anna Unnsteinsdóttir og Herkúles frá Skarðsá
  2. 1. holl - Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Lyfting frá Kjarnholtum I

 

Tölt - ungmennaflokkur:

  1. 1. holl - Þórdís Fjeldsteð og Móðnir frá Ölvaldsstöðum IV
  2. 1. holl - Ágústa Rut Haraldsdóttir og Starri frá Búðardal
  3. 2. holl - Klara Sveinbjörnsdóttir og Óskar frá Hafragili

 

Tölt - opinn flokkur:

  1. 1. holl - Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Suðri frá Reykjavík
  2. 1. holl - Valberg Sigfússon og Hreggur frá Sauðafelli
  3. 2. holl - Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
  4. 2. holl - Edda Unnsteinsdóttir og Æsa frá Skarðsá
  5. 3. holl - Styrmir Sæmundsson og Dama frá Reykhólum
  6. 3. holl - Bryndís Karlsdóttir og Óskastjarna frá Geirmundarstöðum
  7. 4. holl - Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti
  8. 4. holl - Margrét Guðbjartsdóttir og Elva frá Miklagarði
  9. 5. holl - Halldór Sigurkarlsson og Nasa frá Söðulsholti
  10. 5. holl - Eyþór Jón Gíslason og Brjánn frá Hrappsstöðum
  11. 6. holl - Viðar Þór Ólafsson og Jóker frá Leikskálum
  12. 6. holl - Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða
  13. 7. holl - Dagný Karlsdóttir og Aría frá Skarðsá
  14. 7. holl - Bryndís Karlsdóttir og Gyðja frá Geirmundarstöðum
  15. 8. holl - Jóhann Magnússon og Oddviti frá Bessastöðum
  16. 8. holl - Siguroddur Pétursson og Karólína frá Miðhjáleigu
  17. 9. holl - Styrmir Sæmundsson og Askur frá Hríshóli 1
  18. 9. holl - Eyþór Jón Gíslason og Uggi frá Hamraendum
  19. 10. holl - Ásdís Sigurðardóttir og Vordís frá Hrísdal 1
  20. 10. holl - Valberg Sigfússon og Fríður frá Enni

 

100 m flugskeið:

  1. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa
  2. Jóhann Magnússon og Hvirfill frá Bessastöðum
  3. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri
  4. Valberg Sigfússon og Vingull frá Hestheimum
  5. Halldór Sigurkarlsson og Þyrla frá Söðulsholti
  6. Styrmir Sæmundsson og Ása frá Fremri-Gufudal
  7. Jóhann Magnússon og Vinsæl frá Halakoti
  8. Sjöfn Sæmundsdóttir og Gnótt frá Lindarholti

Íþróttamót Glaðs

Laugardagur 21. apríl 2012

Opið íþróttamót Glaðs verður haldið í Búðardal þriðjudaginn 1. maí. Mótið hefst kl. 10:00.

 

Dagskrá (háð nægri þátttöku í öllum flokkum):

Forkeppni

Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: Opinn flokkur

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: opinn flokkur

Tölt: barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

100 m skeið: opinn flokkur

 

Skráningar fara fram hjá:

Þórði s: 434 1171, netfang: thoing@centrum.is

Svölu s: 434 1195, netfang: budardalur@simnet.is

Herdísí s: 434 1663, netfang: herdis@audarskoli.is

Við skráningu þarf að taka fram kennitölu knapa, félagsaðild knapa, skráningarnúmer hests og upp á hvora hönd knapi vill hefja keppni í tölti og fjórgangi. Tekið er við skráningum til laugardagsins 28. apríl. Skráningargjald er 1.500 kr. fyrir hverja skráningu.

 

Verðlaun verða afhent fyrir samanlagða stigakeppni vetrarins.

Firmakeppnin

Fimmtudagur 20. apríl 2012

Fleiri myndir á myndasíðunni

Firmakeppnin fór fram í dag í björtu og fallegu veðri. Úrslitin eru komin inn á mótasíðuna og myndir frá Birni Antoni eru komnar inn á myndasíðuna.

 

Dómarar í dag voru úr heilsugæslunni, þær Harpa Helgadóttir, Gróa Dal og Ingveldur Guðmundsdóttir. Hestaeigendafélagið þakkar þeim fyrir hjálpina og sömuleiðis vill félagið þakka eftirfarandi fyrirtækjum og aðilum sem keyptu firmu og styrktu þannig keppnina: Arion banki, Birgisás ehf., Burstafell ehf., Dalabyggð, Debet kredit hf., Einar Kristjánsson, Ferðaþjónustan Stóra- Vatnshorni, Ferðaþjónustan Þurranesi, Fjórir fætur ehf., Flathólmi ehf., Gilbert Elísson, Hárstofan í Búðardal, Hestaskjól Bíldhóli, Hófatún 1b, Hópferðabílar Ástvaldar, Íslandspóstur Búðardal, Hrossaræktarsamband Dalamanna, Jóhann Guðlaugsson ehf., KM þjónustan ehf., Kolur ehf., Margrét Guðbjartsdóttir, Mjólkursamlagið í Búðardal, Ópía ehf. - Leifsbúð, Rafsel ehf., Rjómabúið Erpsstöðum, Ræktunarbúið Magnússkógum, Ræktunarbúið Spágilsstöðum, Samkaup ehf., Sjóvá - umboðið í Búðardal, Stéttarfélag Vesturlands, Sveinn á Staðarfelli, Tímamótastóðhesturinn Gnýr frá Svarfhóli, Veiðifélag Laxdæla og VÍS - umboðið í Búðardal.

Firmakeppni Hestaeigendafélagsins

Miðvikudagur 18. apríl 2012

Hestaeigendafélag Búðardals heldur sína árlegu firmakeppni á morgun, sumardaginn fyrsta, á reiðvelli Glaðs í Búðardal. Dagskráin hefst kl. 13 með hópreið frá hesthúsahverfinu.

 

Keppt verður (háð þátttöku) í pollaflokki (teymt undir), barnaflokki  (13 ára og yngri), unglingaflokki (14-21 árs), kvennaflokki og karlaflokki. Tekið er við skráningum á staðnum.

 

Að keppni lokinni verða grillaðar pylsur í eða hjá reiðhöllinni.

 

Nú er upplagt að draga fram hestagallann og skella sér á bak því þetta er mótið sem allir taka þátt í og skemmtun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Breytingar í stjórn

Laugardagur 14. apríl 2012

Á aðalfundi Glaðs fyrir nokkrum dögum urðu breytingar í stjórn félagsins. Eyþór Jón Gíslason gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku en hann hefur verið formaður í 6 ár. Við þökkum Eyþóri fyrir hans góðu störf og leyfum okkur að vænta áfram góðs honum þó hann hverfi nú úr stjórn félagsins. Nýr formaður er Þórður Ingólfsson í Búðardal. Nýr varaformaður er Heiðrún Sandra Grettisdóttir og nýr ritari í stjórn er Gyða Lúðvíksdóttir.

 

Búið er að uppfæra upplýsingar um stjórn og nefndir félagsins hér á vefnum.

 

Stórdansleikur í Faxaborg í Borgarnesi

Þriðjudagur 10. apríl 2012

Haldinn verður stórdansleikur í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi miðvikudaginn 18. apríl næstkomandi, síðasta vetrardag frá kl. 23:00 til 03:00. Ingó og Veðurguðirnir halda upp fjörinu. Aldurstakmark er 16 ár og miðaverð 3.000 krónur.

Úrslit smalans - staðan í stigakeppninni

Sunnudagur 8. apríl 2012

Úrslitin úr smalanum eru komin inn á mótasíður okkar. Nokkrar myndir eru komnar inn á myndasíðuna.

 

Í stigakeppninni stendur Valberg Sigfússon enn efstur í opnum flokki með 40 stig en næstar koma svo Drífa Friðgeirsdóttir með 37 stig og Heiðrún Sandra Grettisdóttir með 27 stig. Í unglingaflokki er Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir með 30 stig og í barnaflokki er Einar Hólm Friðjónsson efstur með 18 stig.

 

Í liðakeppninni náði Búðardalur í 35 stig í smalanum en sveitin í 43 stig. Sveitin er nú með 247 stig en þorpið 122 stig.

Smalinn

Miðvikudagur 4. apríl 2012

Smalabrautin 2012 Smalakeppnin er í kvöld í reiðhöllinni og hefst kl. 19:00. Brautin er tilbúin og nú er um að gera að fara og prófa hana. Það er ekki of seint að skrá sig því ákveðið hefur verið að taka við skráningum til kl. 16.00 í dag.

 

Hér er komin skematísk mynd af smalabrautinni í ár, smellið á litlu myndina til að skoða stærri mynd. Til að prenta myndina er best að hægri smella á litlu myndina og velja "Print target." Textinn neðst á myndinni er svolítið óskýr en þar er verið að skýra út að þar sem merkt er x) á myndinni er svokallaður bílskúr þar sem ætlast er til að riðið sé inn og svo bakkað út. Keppendur í barna- og unglingaflokkum eiga þó að ríða þarna beint í gegn.

Aðalfundur Glaðs miðvikudaginn 11. apríl

Þriðjudagur 3. apríl 2012

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Leifsbúð í Búðardal þann 11. apríl og hefst fundurinn kl. 20:30.

 

Dagskrá skv. lögum félagsins:

  1. Kosning starfsmanna fundarins
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
  3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
  5. Reikningar bornir undir atkvæði.
  6. Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði.
  7. Kosningar skv. 6. grein.
  8. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar.
  9. Ákvörðun árgjalds.
  10. Önnur mál.

 

Undir 7. dagskrárlið skulu að þessu sinni kosnir formaður og varaformaður til 3 ára, annar tveggja skoðunarmanna til 2 ára, fulltrúi á landsþing LH og fulltrúar á sambandsþing UDN.

Smalinn 4. apríl

Föstudagur 30. mars 2012

Miðvikudaginn 4. apríl verður keppt í Smala í Nesoddahöllinni í Búðardal. Keppni hefst klukkan 19:00. Eftir smalakeppni verður keppt í skemmtitölti í opnum flokki, þar sem ríða þarf einn hring í höllinni, þar mun jafnvægi og tími ráða úrslitum. Athugið að ekkert skráningagjald er í skemmtitöltið.

 

Reglur smalans:

  1. Riðnar eru tvær umferðir og ræður betri tími.
  2. Í seinni umferð fer slakasti tími úr fyrri umferð fyrstur og svo koll af kolli.
  3. Að fella keilu eða rekast í hlið þá bætast 4 sek. við tímann.
  4. Að sleppa hliði er 8 sek. refsing.
  5. Allur hefðbundinn reiðbúnaður er leyfilegur.
  6. Allir keppendur skulu vera með hjálm og hafa hann spenntan.

 

Brautin verður með svipuðu sniði og fyrri ár en þó með einhverjum skemmtilegum breytingum. Hún verður tilbúin og opin öllum til æfinga frá morgni miðvikudagsins (keppnisdags) og verður hægt að æfa sig til klukkan 18:00.

 

Dagskrá:

Smali: barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Skemmtitölt: opinn flokkur

 

Skráningar:

Þórður: 893 1125, thoing@centrum.is

Svala: 861 4466, budardalur@simnet.is

Herdís 695 0317, brekkuhvammur10@simnet.is

 

Tekið er við skráningum til og með þriðjudeginum 3. apríl. Skráningargjald er 1.000 kr. en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.

Myndir af vetrarleikum

Mánudagur 26. mars 2012

Það eru nokkrar myndir frá vetrarleikunum komnar inn á myndasíðurnar.

Vetrarleikum lokið

Sunnudagur 25. mars 2012

Ljómandi skemmtilegum vetrarleikum félagsins með góðri þátttöku er lokið og eru niðurstöður komnar inn á mótasíðuna.

 

Stigakeppni knapa stendur nú þannig að í opnum flokki heldur Valberg Sigfússon afgerandi forystu með 36 stig, næstur er Styrmir Sæmundsson með 25 stig og þriðja Fríða Mjöll Finnsdóttir með 19 stig. Nokkrir eru svo rétt á eftir Fríðu og geta vel átt eftir að blanda sér í toppbaráttuna.

 

Í liðakeppninni er forysta sveitarinnar afgerandi og vaxandi, sveitin náði í dag 112 stigum en Búðardalsliðið 29. Sveitin er nú með 204 stig en Búðardalur 87 stig.

Rásraðir á vetrarleikum

Laugardagur 24. mars 2012

Hér eru rásraðirnar fyrir morgundaginn.

 

Pollatvígangur í reiðhöllinni:

  1. Sigríður Jónsdóttir og Marvin frá Reykjavík
  2. Sigurvin Þórður Viðarsson og Rák frá Leikskálum
  3. Katrín Einarsdóttir og Tinna frá Steinum

 

Fjórgangur - opinn flokkur:

  1. 1. holl: Monika Backman og Hnáta frá Hrappsstöðum
  2. 1. holl: Viðar Þór Ólafsson og Jóker frá Leikskálum
  3. 2. holl: Svala Svavarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
  4. 2. holl: Eyþór Jón Gíslason og Brjánn frá Hrappsstöðum
  5. 3. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Gnótt frá Lindarholti
  6. 3. holl: Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti
  7. 4. holl: Jón Ægisson og Lipurtá frá Gillastöðum
  8. 4. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða
  9. 5. holl: Sæmundur Gunnarsson og Lótus frá Tungu
  10. 5. holl: Valberg Sigfússon og Fríður frá Enni
  11. 6. holl: Ásgeir Salberg Jónsson og Baldur frá Blönduhlíð
  12. 6. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni
  13. 7. holl: Harald Óskar Haraldsson og Álfrún frá Svarfhóli
  14. 7. holl: Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
  15. 8. holl: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi
  16. 8. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Gustur frá Grímstungu
  17. 9. holl: Styrmir Sæmundsson og Dama frá Reykhólum
  18. 9. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Elva frá Miklagarði
  19. 10. holl: Monika Backman og Flugar frá Engihlíð
  20. 10. holl: Eyþór Jón Gíslason og Glódís frá Enni
  21. 11. holl: Jón Ægisson og Hrísla frá Gillastöðu
  22. 11. holl: Vilberg Þráinsson og Greifi frá Reykhólum

 

Tölt - barnaflokkur:

  1. 1. holl: Birta Magnúsdóttir og Hvatur frá Reykjum 1 Hrútafirði
  2. 1. holl: Íris Dröfn Brynjólfsdóttir og Meydís frá Spágilsstöðum
  3. 2. holl: Lydía Nína Bogadóttir og Depill frá Brávöllum
  4. 2. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Þorlákur frá Búð 2
  5. 3. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Gustur frá Grímstungu

 

Tölt - unglingaflokkur:

  1. 1. holl: Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Fjalar frá Breiðabólsstað
  2. 2. holl: Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Baldur Baldurss frá Búðardal

 

Tölt - opinn flokkur:

  1. 1. holl: Valberg Sigfússon og Fríður frá Enni
  2. 1. holl: Svala Svavarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
  3. 2. holl: Viðar Þór Ólafsson og Jóker frá Leikskálum
  4. 2. holl: Jón Ægisson og Jóga frá Gillastöðum
  5. 3. holl: Styrmir Sæmundsson og Ása frá Fremri-Gufudal
  6. 3. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Lýsingur frá Kílhrauni
  7. 4. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða
  8. 4. holl: Sæmundur Gunnarsson og Lótus frá Tungu
  9. 5. holl: Harald Óskar Haraldsson og Silfri frá Geirmundarstöðum
  10. 5. holl: Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
  11. 6. holl: Svanborg Einarsdóttir og Emma frá Gillastöðum
  12. 6. holl: Eyþór Jón Gíslason og Brjánn frá Hrappsstöðum
  13. 7. holl: Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti
  14. 7. holl: Ragnheiður Pálsdóttir og Skjólbakur frá Hvítadal
  15. 8. holl: Þórarinn Birgir Þórarinsson og Halla frá Litlu-Tungu 2
  16. 8. holl: Styrmir Sæmundsson og Dama frá Reykhólum
  17. 9. holl: Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi
  18. 9. holl: Valberg Sigfússon og Hreggur frá Sauðafelli
  19. 10. holl: Sjöfn Sæmundsdóttir og Gnótt frá Lindarholti
  20. 10. holl: Ásgeir Salberg Jónsson og Baldur frá Blönduhlíð
  21. 11. holl: Signý Hólm Friðjónsdóttir og Tóbías frá Hvítadal
  22. 11. holl: Bryndís Karlsdóttir og Gyðja frá Geirmundarstöðum
  23. 12. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Elva frá Miklagarði
  24. 12. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Fljóð frá Ási 1

 

100 m flugskeið:

  1. Styrmir Sæmundsson og Ása frá Fremri-Gufudal
  2. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Fljóð frá Ási 1
  3. Jón Ægisson og Lipurtá frá Gillastöðum
  4. Eyþór Jón Gíslason og Grein frá Bóli
  5. Viðar Þór Ólafsson og Svartnir frá Leikskálum
  6. Sjöfn Sæmundsdóttir og Gnótt frá Lindarholti
  7. Valberg Sigfússon og Vingull frá Hestheimum
  8. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa
  9. Svala Svavarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
  10. Jón Ægisson og Hrísla frá Gillastöðum

Vesturlandssýningin-sýningarskrá

Fimmtudagur 22. mars 2012

Minnt er á Vesturlandssýninguna næstkomandi laugardagsköld í Borgarnesi! Nú er sýningarskráin tilbúin og hana má nálgast hér. Bent er á að öruggast er að panta miða í forsölu því í fyrra varð uppselt, sjá nánar á www.faxaborg.is

Vetrarleikar Glaðs 25. mars

Mánudagur 19. mars 2012

Vetrarleikar ársins verða haldnir í Búðardal sunnudaginn 25. mars og hefjast kl. 12:00.

 

Dagskrá (háð nægri þátttöku í öllum flokkum):

Í reiðhöllinni:

Pollaflokkur: keppt í tvígangi, einn hringur á tölti eða brokki og hálfur hringur á feti.

Á keppnisvellinum:

Forkeppni í fjórgangi: opinn flokkur

Forkeppni í tölti: barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

 

Úrslit í fjórgangi: opinn flokkur

Úrslit í tölti: barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Fljúgandi skeið 100 m

 

Skráningar:

Þórður: 893 1125, thoing@centrum.is

Svala: 861 4466, budardalur@simnet.is

Herdís 695 0317, brekkuhvammur10@simnet.is

Tekið er við skráningum til og með fimmtudeginum 22. mars (í dreifibréfi var sagt miðvikudagur 21. mars en fimmtudagurinn gildir). Skráningargjald er 1.000 kr. en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt. Við skráningu þarf kennitölu knapa, skráningarnúmer hests og upp á hvora hönd knapi vill hefja keppni.

 

Allir hvattir til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni!

Vesturlandssýningin í Borgarnesi 24. mars

Mánudagur 19. mars 2012

Faxaborg í BorgarnesiHestamannafélögin á Vesturlandi og Hrossaræktarsamband Vesturlands efna til sýningar í Faxaborg í Borgarnesi laugardaginn 24. mars og hefst hún kl. 20:00.Vesturlandsýning 2012

Á sýningunni verða meðal annars þessi atriði:

 

Aðgangseyrir: 1.500 kr. fyrir 15 ára og eldri.

 

Smellið á myndina hér hægra megin til að skoða auglýsingu sýningarinnar og svo eru enn frekari upplýsingar á www.faxaborg.is.

Fræðslufundurinn er annaðkvöld

Föstudagur 16. mars 2012

Minnum á fræðslufundinn í Leifsbúð laugardagskvöldið 17. mars en þá ætlar Sigvaldi Lárus Guðmundsson að fjalla um þjálfun reiðhestsins, jafnt fyrir keppni og fyrir hinn almenna reiðmann og einnig um ýmislegt annað hestatengt.

Virðing og traust hests og knapa

Mánudagur 12. mars 2012

Langar þig að stunda hestamennsku aftur á skipulagðan hátt? Ertu búinn að taka þér langt hlé og langar að byrja aftur eða lentir þú jafnvel í slysi og átt erfitt með að treysta hestinum þínum?

 

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands er með áhugavert tveggja helga námskeið í boði þar sem maarkmiðið er að veita nemendum  innsýn í hvernig hesturinn skynjar umheiminn, hvernig hann hugsar og bregst við. Sjá nánar hér á vef Landbúnaðarháskólans.

Stigakeppnin

Laugardagur 10. mars 2012

Í einstaklingsstigakeppninni er Valberg Sigfússon nú vel efstur með 20 stig, næstur er Sigurður Hrafn Jökulsson með 14 stig og svo jafnar með 13 stig Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Málfríður Mjöll Finnsdóttir.

 

Liðakeppnin var mun jafnari í dag heldur en í töltinu. Búðardalur hafði betur í fjórganginum með 37 stig en sveitin náði í 33 stig. Staðan er þá þannig að sveitin stendur mun betur með 92 stig en þorpið er með 58 stig.

 

Næstu mót eru svo vetrarleikar með tölti, fjórgangi og skeiði 25. mars, smali 4. apríl og svo íþróttamótið 1. maí svo það er mikið af stigum eftir í pottinum.

Fjórgangurinn klár

Laugardagur 10. mars 2012

Það voru ágætar skráningar á fjórgangsmótið en veðrið setti strik í reikninginn og urðu nokkuð margir að hætta við þátttöku. Valberg Sigfússon og Fríður frá Enni sigruðu opna flokkinn en niðurstöðurnar að öðru leiti eru komnar inn á mótasíðuna okkar. Staðan í stigakeppninni verður birt í kvöld.

Rásraðir í fjórganginum á morgun

Föstudagur 9. mars 2012

Rásraðir morgundagsins eru tilbúnar.

 

Barnaflokkur:

  1. Einar Hólm Friðjónsson og Gustur frá Grímstungu
  2. Íris Dröfn Brynjólfsdóttir og Yrpa frá Spágilsstöðum
  3. Lydía Nína Bogadóttir og Depill frá Brávöllum

 

Unglingaflokkur:

  1. Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Baldur Baldurss frá Búðardal

 

Opinn flokkur:

  1. Sjöfn Sæmundsdóttir og Gnótt frá Lindarholti
  2. Harald Óskar Haraldsson og Glúmur frá Svarfhóli
  3. Monika Backman og Hnáta frá Hrappsstöðum
  4. Svala Svavarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
  5. Sæmundur Gunnarsson og Lótus frá Tungu
  6. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða
  7. Guðbjörn Guðmundsson og Hvinur frá Magnússkógum
  8. Sigurður Hrafn Jökulsson og Snjall frá Vatni
  9. Jón Ægisson og Lipurtá frá Gillastöðum
  10. Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
  11. Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi
  12. Monika Backman og Flugar frá Engihlíð
  13. Harald Óskar Haraldsson og Álfrún frá Svarfhóli
  14. Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti
  15. Guðmundur H Sigvaldason og Hylling frá Reykhólum
  16. Gilbert Hrappur Elísson og Hekla frá Hrappsstöðum
  17. Valberg Sigfússon og Fríður frá Enni
  18. Jón Ægisson og Hrísla frá Gillastöðum

Vesturlandssýningin 2012

Föstudagur 9. mars 2012

Nú er undirbúningur fyrir Vesturlandssýninguna í fullum gangi og dagskráin að verða fullmótuð. Mörg ræktunarbú eru komin á blað ásamt skemmtiatriðum og góðum gestum. Ennþá er verið að skoða og velja hross í eftirfarandi atriði:

Kynbótahross:
4 vetra hryssur

4 vetra folar

5 vetra hryssur

5 vetra folar

6 vetra og eldri hryssur

Vestlenskir stóðhestar

Stóðhestar í notkun á Vesturlandi 2012

A flokkur gæðinga
B flokkur gæðinga
Skeiðhestar

 

Sýningin verður haldin þann 24. mars næstkomandi í Faxaborg, Borganesi. Endilega hafið samband við neðangreinda ef þið eigið hross sem gætu átt erindi á sýninguna og eins ef þið hafið ábendingar.

Eyþór Jón Gíslason, brekkuhvammur10@simnet.is, gsm: 898-1251
Svala Svavarsdóttir, budardalur@simnet.is, gsm: 861-4466

 

Einnig er hægt að hafa samband við eftirfarandi aðila:
Ámundi Sigurðsson, amundi@isl.is, gsm 892 5678

Baldur Björnsson, baldur@vesturland.is, gsm 895 4936

Stefán Ármannsson, stefan@hroar.is, gsm 897 5194 (aðallega varðandi kynbótahross)

Reiðhöllin opin til æfinga

Fimmtudagur 8. mars 2012

Eins og fyrir töltið þá er öllum keppendum í fjórgangi frjálst að æfa í reiðhöllinni nú og fram að móti. Brautin er tilbúin.

Stóðhestar hjá Hrossaræktarsambandi Vesturlands 2012

Fimmtudagur 8. mars 2012Hrossaræktarsamband Vesturlands

Hér auglýsir Hrossaræktarsamband Vesturlands þá stóðhesta sem í boði eru á vegum sambandsins í sumar. Yfirfullt mun nú þegar vera orðið undir Eld frá Torfunesi. Smellið á myndina til að skoða auglýsinguna. Nánari upplýsingar eru svo auðvitað á www.hrossvest.is.

 

 

 

 

Fræðslufundur með Sigvalda Lárusi 17. mars

Mánudagur 5. mars 2012

Almennur fræðslufundur verður í Leifsbúð laugardagskvöldið 17. mars kl. 20.00. Sigvaldi Lárus ræðir um þjálfun reiðhestsins, bæði fyrir keppnir og hjá hinum almenna reiðmanni (áhugamanninum) og um ýmislegt annað sem tengist áhugamálinu okkar, hestinum.

 

Allir velkomnir!

Fjórgangur í Nesoddahöllinni 10. mars

Mánudagur 5. mars 2012

Þá er komið að fjórgangi í reiðhöllinni! Keppnin fer fram laugardaginn 10. mars og hefst stundvíslega klukkan 14:00.

 

Dagskrá:

Forkeppni: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Úrslit í öllum flokkum

 

Skráningar:

Þórður: 893 1125, thoing@centrum.is

Svala: 861 4466, budardalur@simnet.is

Herdís 695 0317, brekkuhvammur10@simnet.is

Tekið er við skráningum til og með fimmtudeginum 8. mars. Skráningargjald er 1.000 kr. en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.

 

Allir hvattir til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni!

Meira um helgarnámskeiðið

Laugardagur 3. mars 2012

Hver tími er 1 klst., og verðið verður 5.000 kr. tíminn. Áhugasamir eru beðnir um að panta sér tíma eigi síðar en 15. mars n.k. hjá fræðslunefndarliðum eins og fram kemur í síðustu frétt.

Helgarnámskeið Sigvalda 17. -18. mars

Fimmtudagur 1. mars 2012

Sigvaldi Lárus verður með reiðnámskeið helgina 17. -18. mars n.k. Hægt er að panta sér einkatíma, paratíma eða jafnvel fleiri saman. Byrjað er að taka á móti skráningum hjá eftirfarandi fræðslunefndarliðum:
Gyða neistih@gmail.com, sími: 696 7169

Sigrún sighannasig@gmail.com, sími: 434 1616

Heiðrún Sandra bangsimon90@hotmail.com, sími: 772 0860

 

Þessa sömu helgi verður Sigvaldi einnig með almennan fræðslufund um þjálfun hrossa og fleira, nánar um það síðar.

Eyþór er knapi ársins 2011

Miðvikukdagur 29. febrúar 2012

Varaformaður Glaðs kynnir knapa ársins 2011: Eyþór Jón Gíslason Svanhvít Gísladóttir fékk viðurkenningu frá Hrossaræktarsambandinu fyrir Þrótt. Sæmundur Kristjánsson tók við viðurkenningu fyrir hönd Limsfélagsins fyrir Glym frá Leiðólfsstöðum.

Glaður og Hrossaræktarsamband Dalamanna héldu sameiginlegt skemmtikvöld síðasta laugardag. Við það tilefni var tilkynnt um val stjórnar Glaðs á knapa ársins 2011 og var það sjálfur formaður félagsins, Eyþór Jón Gíslason sem varð fyrir valinu.

 

Hrossaræktarsambandið veitti einnig sín verðlaun fyrir árið 2011 og komu þau í hlut ræktenda tveggja hrossa. Svanhvít Gísladóttir fékk viðurkenningu fyrir Þrótt frá Lindarholti sem hlaut 8,13 í aðaleinkunn á árinu. Limsfélagið eða ræktandinn, Unnsteinn Kristinn Hermannsson fékk viðurkenningu fyrir Glym frá Leiðólfsstóðum sem hlaut í einkunn 8,24.

 

Fleiri myndir frá skemmtikvöldinu eru komnar inn á myndasíður okkar.

Stigakeppnin

Föstudagur 24. febrúar 2012

Mótanefnd hefur tekið þá ákvörðun að á töltmótinu í fyrrakvöld telji stig kvenna og karla aðskilið í stigakeppnina. Þetta breytir ekki þeirri stöðu í liðakeppninni að sveitin hefur umtalsverða forystu yfir Búðardal en stigatalan hækkar frá því sem birt var í fyrrakvöld. Sveitin er nú með 59 stig en Búðardalur 21 stig.

Myndir úr höllinni

Fimmtudagur 23. febrúar 2012

Heiðrún Sandra og BlævarKristín Ólafsdóttir tók nokkrar myndir á töltmótinu okkar í gærkvöldi og þær eru komnar inn á myndasíðurnar okkar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heiðrún Sandra og Valberg unnu töltið

Miðvikudagur 22. febrúar 2012

Keppt var í tölti í Nesoddahöllinni í kvöld og úrslitin eru komin inn á mótasíðuna. Valberg Sigfússon var efstur í karlaflokki á Hregg frá Sauðafelli og Heiðrún Sandra Grettisdóttir vann kvennaflokkinn á Blævari frá Svalbarða. Í liðakeppninni gekk sveitafólkinu talsvert betur en Búðdælingum, sveitin er með 37 stig en þorpið með 6 stig eftir þetta fyrsta mót vetrarins.

Rásraðir í töltinu á morgun

Þriðjudagur 21. febrúar 2012

Rásraðir fyrir töltmótið annað kvöld eru tilbúnar.

 

Strákaflokkur:

  1. 1. holl - Styrmir Sæmundsson og Ása frá Fremri-Gufudal
  2. 1. holl - Eyþór Jón Gíslason og Brjánn frá Hrappsstöðum
  3. 2. holl - Viðar Þór Ólafsson og Svartnir frá Leikskálum
  4. 3. holl - Sæmundur Gunnarsson og Lótus frá Tungu
  5. 3. holl - Skjöldur Orri Skjaldarson og Uggi frá Hamraendum
  6. 4. holl - Sigurður Hrafn Jökulsson og Snjall frá Vatni
  7. 4. holl - Vilberg Þráinsson og Greifi frá Reykhólum
  8. 5. holl - Harald Óskar Haraldsson og Glúmur frá Svarfhóli
  9. 5. holl - Eyþór Jón Gíslason og Ronja frá Spágilsstöðum
  10. 6. holl - Guðmundur H Sigvaldason og Hylling frá Reykhólum
  11. 6. holl - Valberg Sigfússon og Hreggur frá Sauðafelli

 

Stelpuflokkur:

  1. 1. holl - Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Blævar frá Svalbarða
  2. 1. holl - Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti
  3. 2. holl - Drífa Friðgeirsdóttir og Tígulstjarna frá Bakka
  4. 3. holl - Carolin Baare-Schmidt og Rafn frá Hamraendum
  5. 3. holl - Málfríður Mjöll Finnsdóttir og Sprettur frá Tjarnarlandi
  6. 4. holl - Herdís Erna Gunnarsdóttir og Meydís frá Spágilsstöðum
  7. 4. holl - Svanhvít Gísladóttir og Gnótt frá Lindarholti
  8. 5. holl - Svala Svavarsdóttir og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni

Allir geta æft í höllinni!

Sunnudagur 19. febrúar 2012

Vakin er athygli á því að reiðhöllin er opin öllum keppendum á töltmótinu til æfinga fram að móti.

Töltmót í Nesoddahöllinni 22. febrúar

Fimmtudagur 16. febrúar 2012

Þá er komið að Tölti í reiðhöllinni! Keppnin fer fram miðvikudaginn 22. febrúar og hefst stundvíslega klukkan 20:00.

 

Vakin er sérstök athygli á því að nú verður boðið upp á kvenna- og karlaflokk (háð þátttöku). Veitingasala verður á staðnum.

 

Dagskrá:

Forkeppni:

Barna-, unglinga-, ungmenna- , karla- og kvennaflokkur

Úrslit í öllum flokkum

 

Skráningar:

Þórður: 893 1125, thoing@centrum.is

Svala: 861 4466, budardalur@simnet.is

Herdís 695 0317, brekkuhvammur10@simnet.is

 

Tekið er við skráningum til og með mánudeginum 21. febrúar. Skráningargjald er 1.000 kr. en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt. Allir hvattir til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni!

Stigakeppni - Liðakeppni

Fimmtudagur 16. febrúar 2012

Í gegnum tíðina hefur verið einstaklingsstigakeppni á mótum Glaðs þar sem 8 efstu knapar í keppni fá stig á hverju móti og stigahæsti knapi vetrarins útnefndur og verðlaunaður í hverjum flokki. Þetta verður óbreytt í ár en til gamans hefur nú verið ákveðið að bæta við liðakeppni.

 

Það verða tvö lið og stig úr öllum flokkum telja. Í ár var ákveðið að þeir sem eru búsettir í sveitunum myndu keppa við þá sem eru búsettir í Búðardal. Vonandi verður þetta til þess að hvetja fleiri til þátttöku í öllum flokkum og virkja keppnisandann.

 

Þau mót sem telja í stigakeppninni og liðakeppninni eru: Töltmót, Smali, Fjórgangur, Vetrarleikar og Hestaíþróttamót.

Skemmtikvöldið - ath. breytta dagsetningu

Miðvikudagur 15. febrúar 2012

Skemmtikvöld hestamannafélagsins og hrossaræktarsambandsins verður haldið laugardagskvöldið 25. febrúar í Leifsbúð og hefst kl. 20:30. Athugið að skemmtuninni hefur verið frestað um viku frá áður auglýstri dagsetningu.

 

Freyja Ólafsdóttir sér um veitingar. Verð er 3.500 kr. á mann og að auki geta gestir keypt drykki sem verða til sölu. Pantanir þurfa að berast fyrir þriðjudaginn 21. febrúar til Möggu í síma 434 1552 eða Skjaldar í 434 1650.


Rífum okkur nú upp og hefjum nýtt ár í hestamennskunni með því að hittast með góða skapið í farteskinu! Tökum endilega með okkur gesti.

Helgarnámskeið með Sigvalda Lárusi

Miðvikudagur 15. febrúar 2012

Fyrsta námskeiðshelgin hjá Sigvalda Lárusi verður 18. - 19. febrúar eins og fram hefur komið hér á vefnum, ennþá eru lausir tímar. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í síðasta lagi í hádeginu föstudaginn 17. febrúar hjá þessum fræðslunefndarliðum:

Gyða neistih@gmail.com

Sigrún sighannasig@gmail.com

Heiðrún Sandra bangsimon90@hotmail.com

 

Önnur námskeiðshelgin hjá Sigvalda Lárusi verður 17.-18. mars. Byrjað er að taka á móti skráningum hjá áðurnefndum aðilum. Þessa helgi verður Sigvaldi einnig með almennan fræðslufund um þjálfun hrossa og fleira, nánar um það síðar.

Folaldasýning í Söðulsholti

Laugardagur 11. febrúar 2012

Laugardaginn 18. febrúar kl. 13.00 ætla þau Iðunn og Dóri í Söðulsholti, í samstarfi við Snæfelling að vera með folaldasýningu í Söðulsholti.

 

Hver skráning kostar 1.000 kr, hægt er að skrá hjá Einari í síma 899 3314 eða hafa samband á einar@sodulsholt.is. Sýningin er opin öllum. Gefa þarf upp nafn, lit, fæðingarstað, föður, móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum. Að þessu sinni er fólk beðið um að stilla fjöldanum í hóf og að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld.

 

Skráningargjald greiðist inn á 0354-26-4027, kt. 540999-2019. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 16. febrúar.


Aðgangseyrir er 1.000 kr og innifalið í því eru kaffiveitingar. Frítt er fyrir 12 ára og yngri. Þau í Söðulsholti vonast við til að sjá sem flesta.

Skemmtikvöld

Fimmtudagur 9. febrúar 2012

Fyrirhugað er að halda sameiginlegt skemmtikvöld Hestamannafélagsins Glaðs og Hrossaræktarsambands Dalamanna laugardagskvöldið 18. febrúar. Þetta verður nánar auglýst síðar en það er um að gera að taka kvöldið frá. Fylgist með hér á vef Glaðs.

Fjölskylduhestaferð

Fimmtudagur 9. febrúar 2012

Félagið stendur fyrir fjölskyldu-hestaferð næstkomandi sunnudag eða 12. febrúar. Lagt verður af stað kl. 14 stundvíslega frá Vatni í Haukadal. Riðið verður inn Haukadal að Stóra-Vatnshorni en þar munu þau Hanna Sigga og Valberg taka á móti okkur með kaffi og kakói.

 

Allir reiðfærir velkomnir. Ekki þarf að skrá sig, bara mæta að Vatni með hest tímanlega fyrir kl. 14. Munum eftir reiðhjálmunum!

 

Við stefnum svo að því að fara í annan reiðtúr í vestursýslunni seinna í vetur.

Smalanum aflýst

Sunnudagur 5. febrúar 2012

Keppni í smala sem halda átti í dag hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Fyrsta helgarnámskeiðið 18.-19. febrúar

Mánudagur 30. janúar 2012

Fyrsta námskeiðshelgin hjá Sigvalda Lárusi verður 18. - 19. febrúar ef næg þátttaka fæst. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig hjá þessum fræðslunefndarliðum:

Gyða neistih@gmail.com

Sigrún sighannasig@gmail.com

Heiðrún Sandra bangsimon90@hotmail.com

Smalinn 5. febrúar

Miðvikudagur 25. janúar 2012

Þá er mótahald Hestamannafélagsins Glaðs að fara í gang. Fyrsta mót ársins er keppni í Smala í Nesoddahöllini í Búðardal sunnudaginn 5. febrúar og hefst keppnin stundvíslega klukkan 16:00.


Reglur smalans:

  1. Riðnar eru tvær umferðir og ræður betri tími.
  2. Í seinni umferð fer slakasti tími úr fyrri umferð fyrstur og svo koll af kolli.
  3. Að fella keilu eða rekast í hlið þá bætast 4 sek. við tímann. Að sleppa hliði er 8 sek. refsing.
  4. Allur hefðbundinn reiðbúnaður er leyfilegur.
  5. Allir keppendur skulu vera með hjálm og hafa hann spenntan.

 

Brautin verður með svipuðu sniði og í fyrra en þó með einhverjum breytingum. Hún  verður tilbúin og opin öllum til æfinga frá morgni sunnudagsins (keppnisdags) og verður hægt að æfa sig til klukkan 15:00.

 

Dagskrá:  Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur
Hvetjum alla til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni.

 

Skráningar:

Þórður:  893 1125, thoing@centrum.is

Svala: 861 4466, budardalur@simnet.is

Herdís 695 0317, brekkuhvammur10@simnet.is
Tekið er við skráningum til klukkan 12:00, sunnudaginn 5. febrúar.
Skráningargjald er 500 kr. en aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt.

Helgarnámskeið með Sigvalda Lárusi

Þriðjudagur 24. janúar 2012

Fræðslunefndin fyrirhugar að halda helgarnámskeið með Sigvalda Lárusi Guðmundssyni með svipuðu sniði og í fyrravetur. Dagsetningar verða ákveðnar síðar en þeir sem áhuga hafa á þessum námskeiðum í vetur eru hvattir til að hafa samband við nefndarliða sem eru:

Gyða neistih@gmail.com

Sigrún sighannasig@gmail.com

Heiðrún Sandra bangsimon90@hotmail.com

Guðmar Þór í Faxaborg 25. janúar

Föstudagur 20. janúar 2012

Guðmar Þór Pétursson tamningamaður með meiru verður með sýnikennslu í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi miðvikudaginn 25. janúar 2012 kl. 20:00. Guðmar Þór þarf ekki að kynna fyrir hestamönnum og hann er nú orðinn ,,borgfirðingur” með aðstöðu að Staðarhúsum.

 

Aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri. Frítt fyrir 15 ára og yngri.

Vesturlandssýning í Borgarnesi 24. mars

Föstudagur 13. janúar 2012

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambandi Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, laugardaginn 24. mars nk.

 

Vesturlandssýning var haldin í fyrsta skipti í fyrra í Faxaborg og má segja að það hafi verið endurvakning á sýningum sem voru haldnar fyrir allt of löngu síðan af Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi. Mikil ánægja var með Vesturlandssýninguna 2011 og nú er ætlunin að gera enn betur og sýna hvað Vestlendingar eiga góðan og frambærilegan hestakost og hestafólk – jafnt unga sem aldna.

 

Leitað er eftir hrossum sem eiga erindi á sýninguna, börnum og unglingum sem vilja taka þátt og eins tilbúnum atriðum. Á síðu Faxaborgar má sjá dagsskránna frá því á sýningunni 2011 http://faxaborg.is/blog/page/2/

 

Félagsmenn sem hafa ábendingar um hross eða atriði sem eiga heima á sýningu sem þessari eru hvattir til að hafa samband og fá frekari upplýsingar hjá eftirfarandi aðilum:
Eyþór Jón Gíslason, brekkuhvammur10@simnet.is, gsm: 898-1251

Svala Svavarsdóttir, budardalur@simnet.is, gsm: 861-4466

Einnig er hægt að hafa samband við eftirfarandi aðila:
Ámundi Sigurðsson, amundi@isl.is, gsm 892 5678

Baldur Björnsson, baldur@vesturland.is, gsm 895 4936

Stefán Ármannsson, stefan@hroar.is, gsm 897 5194 (aðallega varðandi kynbótahross)

 

Nú er áríðandi að allt hestafólk á Vesturlandi sameinist og sýni að á svæðinu séu góð hross og gott hestafólk.

Reiðnámskeið

Sunnudagur 8. janúar 2012

Glaður verður með reiðnámskeið í vetur fyrir börn og fullorðna með sama sniði og í fyrra. Kennt verður einu sinni í viku í klukkutíma í senn. Þátttakendum 12 ára og eldri stendur til boða að öðlast stig í knapamerkjum en það er valfrjálst. Reiðkennslan verður á virkum dögum, seinni part dags og byrjar í vikunni 30. janúar - 3. febrúar. Kennt verður fram í byrjun maí. Það verður raðað í hópa eftir aldri og hvar einstaklingar eru staddir í íþróttinni. Haft verður samband við þátttakendur þegar raðað hefur verið í hópa og tímasetning fyrir hvern hóp komin á hreint. Reynt verður eftir fremsta megni að hliðra til fyrir börn sem stunda aðrar íþróttir.


Reiðkennari verður Skjöldur Orri Skjaldarsson. Kennsla fer fram í reiðhöllinni í Búðardal. Námskeiðsgjald er kr. 10.000 en veittur verður systkinaafsláttur (kr. 1.000).

 

Tekið er við skráningum til 20. janúar hjá:

Gyðu neistih@gmail.com

Sigrúnu sighannasig@gmail.com

Heiðrúnu Söndru bangsimon90@hotmail.com

 

Eldri fréttir

Fréttir frá 2011

Fréttir frá 2010

Fréttir frá 2009

Fréttir frá 2008

Fréttir frá 2007

Fréttir frá 2006

Fréttir frá 2005

 

 

 

Fara efst á síðu

 

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri