Eldri fréttir:

Nýjir heiðursfélagar

Mánudagur 19. nóvember

Á hátíðinni okkar að Laugum í fyrrakvöld var allt þetta sómafólk gert að heiðursfélögum í Glað:Kristján, Gunnar, Margrét, Grettir, Gísli, Svavar, Ingibjörg og Marteinn

Gísli Þórðarson

Grettir Börkur Guðmundsson

Gunnar Örn Svavarsson

Ingibjörg Eyþórsdóttir

Kristján Gíslason

Margrét Guðbjartsdóttir

Marteinn Valdimarsson

Svavar Jensson

 

Við óskum þeim til hamingju með heiðurinn og færum þeim þakkir fyrir þeirra ómetanlega framlag til félagsins.

Hátíðin að Laugum - nokkur atriði

Fimmtudagur 15. nóvember

Nú eru bara tveir dagar í hátíðina okkar og rétt að árétta þessi atriði:

 

Dagskráin verður eitthvað á þessa leið:

- Móttaka hótelgesta opin frá kl. 13

- Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands hefst kl. 14

- Að loknum haustfundi HrossVest rútuferð í heimsókn til hestamanna í Búðardal

- Veislusalur opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20.

 

Sundlaugin að Laugum er opin til kl. 18 og því bendum við gestum á að hafa með sér sundföt.

 

Minnum á að engir drykkir verða til sölu á staðnum.

 

Vinsamlegast látið okkur (Eyþór eða Þórð) vita ef um ofnæmi, vegan eða annað er að ræða varðandi mat.

 

Gestir greiða fyrir veisluna og gistingu í móttöku hótelsins frá kl. 13 og þar til veislan hefst. Posi verður til staðar.

Haustfundur HrossVest að Laugum 17. nóvember

Föstudagur 9. nóvember

HrossVest haustfundur 2018

Það styttist óðum í hátíðina okkar að Laugum þann 17. nóvember og nú eru aðeins örfáir dagar eftir til að panta miða.

 

Hrossaræktarsamband Vesturlands hefur ákveðið að halda haustfund sinn að Laugum í Sælingsdal þann 17. nóvember, sjá auglýsingu hér til hliðar. Þetta verður því sannkallaður hátíðardagur hjá okkur hestamönnum, eitthvað sem enginn vill missa af!

 

KOMA SVO HESTAMENN!

 

 

 

 

Árshátíð og afmæli 17. nóvember - nánar

Laugardagur 3. nóvember 2018

Hestamannafélagið Glaður blæs til veislu þann 17. nóvember n.k. að Laugum í Sælingsdal en í ár fagnar félagið 90 ára afmæli sínu. Um leið og Glaðsmenn halda upp á afmælið ætla þeir að slá upp árshátíð vestlenskra hestamanna og þannig búa til eina stóra veislu. Það er von okkar að það takist að sameina hestamenn á Vesturlandi í góðan hitting og fagna félagskapnum og samstarfinu ærilega.


Veislumaturinn verður borinn fram af Gunnari Björnssyni og hans eðalfólki. Boðið verður upp á:
Forréttur: Sjávarrétta blinis og marinerað nautafillé

Aðalréttur: Villikryddað lambalæri og gljáð kalkúnabringa með tilheyrandi meðlæti

Eftirréttur: Kaffi og konfekt
Engir drykkir verða seldir á staðnum og því verður að koma með allt fljótandi með sér, áfengt sem og óáfengt.


Skemmtidagskráin verður á sínum stað með veislustjóra kvöldsins í fararbroddi en það er enginn annar en Jóhann Sigurðarson stórleikari og skemmtikraftur. Síðast en ekki síst munum við renna inn í nóttina með  hljómsveitinni Duplex sem mun leika fyrir dansi fram á rauða nótt.

 

Verð:
Matur og dansleikur 8.900,-

 

Gisting (matur og dansleikur eru ekki inn í verðinu):
Tveggja manna hótelherbergi með baðherbergi: 19.800,-

Eins manns hótelherbergi með baðherbergi: 14.500,-

Tveggja manna herbergi á heimavist, baðherbergi frammi á gangi: 13.500,-

Eins manns herbergi á heimavist, baðherbergi frammi á gangi: 9.500,-   
Öll gisting er í uppbúnum rúmum og með morgunmat!

 

Veislusalurinn opnar 19:30 - borðhald hefst kl. 20:00

 

Pantanir berist í síðasta lagi mánudaginn 12. nóvember til:
Þórður Ingólfs – thoing@centrum.is / sími: 893 1125 / messenger á facebook
Eyþór Gísla -  brekkuhvammur10@simnet.is / sími: 898 1251 /messenger á facebook

 

Nánari upplýsingar um opnunartíma sundlaugar, tímasetningu morgunverðar og fleiri atriði munu birtast þegar nær dregur.

Árshátíð - afmælishátíð 17. nóvember

Fimmtudagur 4. október 2018

Þann 17. nóvember næstkomandi verður blásið til hátíðar í tilefni af 90 ára afmæli Glaðs og um leið verður þetta árshátíð vestlenskra hestamanna.

 

Undirbúningur er kominn á fullan skrið og það sem nú þegar er búið að ákveða er, auk dagsetningarinnar þetta:

 

Hátíðin verður nánar auglýst mjög fljótlega en nú er um að gera að taka strax daginn (og nóttina) frá!

Riðið til hátíðarmessu

Sunnudagur 19. ágúst 2018

Í dag var riðið til hátíðarmessu í Hjarðarholtskirkju í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Við fengum blíðskaparveður eins og sjá má á þessu myndbandi sem Sigurður Sigurbjörnsson tók með dróna.

 

Messað var í Hjarðarholti þar sem séra Anna Eiríksdóttir, sóknarprestur stjórnaði hressilegri og ánægjulegri athöfn. Kirkjukór Dalaprestakalls söng undir stjórn og undirleik Halldórs Þorgils Þórðarsonar og Gissur Páll Gissurarson söng einsöng. Að athöfninni lokinni var drukkið kaffi í safnaðarheimilinu þar sem veitingar voru í sóknarnefndarliða og Glaðsfélaga.

 

Við viljum þakka öllum sem hlut áttu að máli.

 

 

Messa fyrir hestamenn og aðra 19. ágúst

Miðvikudagur 8. ágúst 2018

Í tilefni 90 ára afmælis hestamannafélagsins Glaðs á þessu ári verður haldin sérstök hátíðarmessa í Hjarðarholti sunnudaginn 19. ágúst kl. 14:00. Hestamenn munu fara ríðandi til messu úr hesthúsahverfinu í Búðardal. Allir sem geta eru hvattir til að vera í félagsbúningi Glaðs en það er þó alls ekki skilyrði.

 

Að messu lokinni drekk um við kaffi saman í safnaðarheimilinu. Bændur í Hjarðarholti ætla góðfúslega að láta okkur í té hólf undir hrossin á meðan á messu og kaffi stendur.

 

Þessi atburður er skipulagður í samstarfi Glaðs og sóknarprests og sóknarnefndar Hjarðarholtskirkju.

 

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir og vonumst við eftir að sjá sem flesta!

Ævintýranámskeið fyrir vana knapa

Mánudagur 16. júlí 2018

Glaður ætlar að bjóða upp á ævintýranámskeið fyrir vön börn dagana 23. júlí - 25. júlí. Um er að ræða þriggja daga námskeið en það er í formi hestaferðar sem verður farin úr Búðardal og endað inn í Haukadal. Þetta verða langir reiðtúrar fyrir vana knapa (2-3 tímar í reiðtúr með stoppi og heildartími á dag er um 3-4 tímar með undirbúningi og frágangi).

 

Á þessu námskeiði leggjum við áherslu á útreiðar og læra krakkarnir hvernig ber að hirða hestinn á ferðalögum. Tvo daga taka börnin með sér nesti sem við borðum saman í náttúrunni í miðjum reiðtúr og einn daginn endum við á sameiginlegri grillveislu sem er innifalin. Einungis vön börn geta sótt þetta námskeið, ekki er um fetreið að ræða nema að litlu leiti. Foreldrar eru velkomnir með.

 

Umsjónarmenn á námskeiðinu eru Svala Svavarsdóttir og Björk Guðbjörnsdóttir og skráning fer fram hjá þeim í gegnum messenger á facebook eða hjá Svölu í síma 861 4466 (Björk er erlendis).


Vinsamlegast skráið börnin í síðasta lagi föstudaginn 20. júlí.

Að auki er svo stefnt að útreiðadegi fyrir öll börn síðsumars þar sem verður riðið í nágrenni Búðardals og hver og einn getur farið á sínum hraða.

Niðurstöður Hestaþings komnar

Sunnudagur 24. júní 2018

Nú hafa allar niðurstöður frá móti gærdagsins verið birtar á mótasíðunni okkar.

Rásraðir á Hestaþingi

Fimmtudagur 21. júní 2018

Tölt - opinn flokkur:

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir í Glað og Stefán frá Hvítadal 2

1. holl: Klara Sveinbjörnsdóttir í Borgfirðingi og Gola frá Þingnesi

2. holl: Svandís Lilja Stefánsdóttir í Dreyra og Brjánn frá Eystra-Súlunesi I

2. holl: Ámundi Sigurðsson í Borgfirðingi og Hrafn frá Smáratúni

3. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir í Glað og Ögn frá Hofakri

3. holl: Arna Hrönn Ámundadóttir í Borgfirðingi og Spuni frá Miklagarði

4. holl: Þórdís Fjeldsteð í Borgfirðingi og Kjarkur frá Borgarnesi

4. holl: Eydís Anna Kristófersdóttir í Þyt og Sjöfn frá Skefilsstöðum

5. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir í Glað og Skutla frá Hvítadal 2

5. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir í Glað og Ágústínus frá Sauðafelli

 

Barnaflokkur:

  1. Dagbjört Jóna Tryggvadóttir í Þyt og Freyja frá Brú
  2. Eysteinn Fannar Eyþórsson í Glað og Sómi frá Spágilsstöðum
  3. Daníel Freyr Skjaldarson í Glað og Gjósta frá Búðardal
  4. Katrín Einarsdóttir í Glað og Hnáta frá Stóra-Vatnshorni
  5. Gróa Margrét Viðarsdóttir í Glað og Askur frá Spágilsstöðum
  6. Alexander Örn Skjaldarson í Glað og Fjöl frá Búðardal
  7. Þórunn Ólafsdóttir í Glað og Dregill frá Magnússkógum

 

Unglingaflokkur:

  1. Arna Hrönn Ámundadóttir í Borgfirðingi og Spuni frá Miklagarði
  2. Arndís Ólafsdóttir í Glað og Hvinur frá Magnússkógum

 

Ungmennaflokkur - fyrri hluti:

  1. Laufey Fríða Þórarinsdóttir í Glað og Stefán frá Hvítadal 2

 

B-flokkur gæðinga:

  1. Keimur frá Kanastöðum og Heiðrún Sandra Grettisdóttir fyrir Glað
  2. Álfadís frá Magnússkógum og Arndís Ólafsdóttir fyrir Glað
  3. Hrafn frá Smáratúni og Ámundi Sigurðsson fyrir Borgfirðing
  4. Sjöfn frá Skefilsstöðum og Eydís Anna Kristófersdóttir fyrir Þyt
  5. Kjarkur frá Borgarnesi og Þórdís Fjeldsteð fyrir Borgfirðing
  6. Bubbi frá Breiðabólsstað og Ágústa Rut Haraldsdóttir fyrir Glað

 

Ungmennaflokkur - seinni hluti:

  1. Laufey Fríða Þórarinsdóttir í Glað og Skutla frá Hvítadal 2

 

A-flokkur gæðinga:

  1. Seifur frá Miklagarði og Ámundi Sigurðsson fyrir Glað
  2. Ögn frá Hofakri og Heiðrún Sandra Grettisdóttir fyrir Glað
  3. Gola frá Þingnesi og Klara Sveinbjörnsdóttir fyrir Borgfirðing
  4. Yrsa frá Ketilhúshaga og Þórdís Fjeldsteð fyrir Borgfirðing
  5. Prins frá Skipanesi og Svandís Lilja Stefánsdóttir fyrir Dreyra
  6. Tilvera frá Syðstu-Fossum og Arna Hrönn Ámundadóttir fyrir Borgfirðing
  7. Ágústínus frá Sauðafelli og Ágústa Rut Haraldsdóttir fyrir Glað

Breytt dagskrá Hestaþings

Fimmtudagur 21. júní 2018

Þátttakan í Hestaþinginu okkar er ekki nægjanleg til að halda það á tveimur dögum. Mótið fer því allt fram á einum degi, laugardeginum 23. júní og uppfærð dagskrá verður sem hér segir:

 

Kl. 10:00 Forkeppni

  1. Tölt T3 opinn flokkur
  2. Barnaflokkur
  3. Unglingaflokkur
  4. Ungmennaflokkur
  5. B-flokkur gæðinga
  6. A-flokkur gæðinga

Matarhlé

Úrslit:

  1. Tölt
  2. Barnaflokkur
  3. B-flokkur
  4. Unglingaflokkur
  5. Ungmennaflokkur
  6. A-flokkur

 

Auglýst kvölddagskrá fellur niður en ekki hefur verið ákveðið hvort við verðum með kappreiðar í mótslok, það fer eftir hugsanlegri þátttöku.

Hestaþing Glaðs 23.-24. júní

Fimmtudagur 14. júní 2018

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 23. - 24. júní næstkomandi. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum.

 

Dagskrá:

Laugardagur 23. júní

Kl. 10:00 Forkeppni

1. Tölt (T3) opinn flokkur

2. Barnaflokkur

10 mínútna hlé

3. Unglingaflokkur

4. Ungmennaflokkur

MATARHLÉ

5. B-flokkur gæðinga

15 mínútna hlé

6. A-flokkur gæðinga

Hlé til kl. 20:00

Kl. 20:00 Kvölddagskrá:

1. Ræktunarbússýningar

2. Kappreiðar og flugskeið

250 m skeið

250 m brokk

250 m stökk

100 m skeið (flugskeið)

3. Úrslit í tölti

Sunnudagur 24. júní

Kl. 13:00 Úrslit

1. Barnaflokkur

2. B-flokkur gæðinga

10 mínútna hlé

3. Unglingaflokkur

4. Ungmennaflokkur

10 mínútna hlé

5. A-flokkur gæðinga

 

Athugið að öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum dagskrárlið og auglýst hér með fyrirvara um breytingar.

 

Bendum á að Dalakot verður með pizzahlaðborð í hádegishléinu á laugardeginum.

 

Skráning:

Skráningar fara fram með skráningakerfi SportFengs, slóðin er http://skraning.sportfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í lok skráningarferlisins.

 

Skráningargjald er kr. 1.500 í barnaflokk og unglingaflokk, kr. 2.500 í ungmennaflokk, B-flokk, A-flokk og tölt og kr. 1.000 í skeið og kappreiðar. Skráð verður á staðnum í kappreiðarnar en skráningar í gæðingakeppni, tölt og 100 m skeið þurfa að berast fyrir kl. 20:00 að kvöldi miðvikudagsins 20. júní. Sami tímafrestur gildir um greiðslu skráningagjalda í þessar greinar.


Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Svölu í síma 861 4466 eða með netfangi budardalur@simnet.is

Þórð í síma 893 1125 eða með netfangi thoing@centrum.is

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 22. júní.

Úrtakan klár

Sunnudagur 10. júní 2018

Úrtökumótið okkar var sameiginlegt með Dreyra og fór fram á Æðarodda í gær og í dag. Við þökkum Dreyrafélögum kærlega fyrir ánægjulegt samstarf.

 

Niðurstöður úrtökumótsins eru komnar inn á mótasíðu Glaðs en þessir keppendur hafa unnið sér inn þátttökurétt á Landsmóti 2018 fyrir Glað:

 

 

Hér verður einnig að geta þess að þær systur Þórunn og Arndís kepptu í úrslitum eftir fyrri umferðina í gær og unnu þær báðar sín úrslit.

 

Rásraðir á úrtökumóti

Miðvikudagur 6. júní 2018

Fyrri umferð - laugardaginn 9. júní

 

Ungmennaflokkur:

  1. Rúna Björt Ármannsdóttir og Staka frá Ytra-Hóli fyrir Dreyra
  2. Viktoría Gunnarsdóttir og Mjölnir frá Akranesi fyrir Dreyra
  3. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal 2 fyrir Glað
  4. Rúna Björt Ármannsdóttir og Von frá Akranesii fyrir Dreyra

 

Unglingaflokkur:

  1. Agnes Rún Marteinsdóttir og Arnar frá Barkarstöðum fyrir Dreyra
  2. Anna Sigurborg Elíasdóttir og Hera frá Akranesi fyrir Dreyra
  3. Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum fyrir Glað
  4. Unndís Ida Ingvarsdóttir og Örn frá Efra-Núpi fyrir Dreyra
  5. Hjördís Helma Jörgensdóttir og Mía frá Fornusöndum fyrir Dreyra
  6. Ester Þóra Viðarsdóttir og Hnokki frá Þjóðólfshaga 1 fyrir Dreyra
  7. Anna Sigurborg Elíasdóttir og Albína frá Kópavogi fyrir Dreyra
  8. Arndís Ólafsdóttir og Hvinur frá Magnússkógum fyrir Dreyra

 

Barnaflokkur:

  1. Sara Mjöll Elíasdóttir og Húmor frá Neðra-Skarði fyrir Dreyra
  2. Þórunn Ólafsdóttir og Dregill frá Magnússkógum fyrir Glað
  3. Rakel Ásta Daðadóttir og Fönn frá Neðra-Skarði fyrir Dreyra

 

B-flokkur gæðinga:

  1. Aron frá Eyri og Anna Renisch fyrir Dreyra
  2. Sveðja frá Skipaskaga og Leifur George Gunnarsson fyrir Dreyra
  3. Arnar frá Skiptanesi og Guðbjartur Þór Stefánsson fyrir Dreyra
  4. Arna frá Skipaskaga og Sigurður Sigurðarson fyrir Dreyra
  5. Ingólfur Gaukur frá Gillastöðum og Sigvaldi Hafþór Ægisson fyrir Glað
  6. Stofn frá Akranesi og Benedikt Þór Kristjánsson fyrir Dreyra
  7. Andvari frá Skipaskaga og Leifur George Gunnarssonn fyrir Dreyra
  8. Vera frá Ytra-Hólmi II og Anna Renisch fyrir Dreyra
  9. Eldur frá Borgarnesi og Ólafur Guðmundsson fyrir Dreyra

 

A-flokkur gæðinga:

  1. Meitill frá Skiptaskaga og Leifur George Gunnarsson fyrir Dreyra
  2. Niður frá Miðsitju og Ólafur Guðmundsson fyrir Dreyra
  3. Kvarði frá Skipaskaga og Sigurður Sigurðarson fyrir Dreyra
  4. Ágústínus frá Sauðafelli og Ágústa Rut Haraldsdóttir fyrir Glað
  5. Sesar frá Steinsholti og Jakob Svavar Sigurðsson fyrir Dreyra
  6. Prins frá Skipanesi og Svandís Lilja Stefánsdóttir fyrir Dreyra
  7. Kenning frá Skiptaskaga og Leifur George Gunnarsson fyrir Dreyra
  8. Skutla frá Akranesi og Ólafur Guðmundsson fyrir Dreyra
  9. Skrúður frá Eyri og Jakob Svavar Sigurðsson fyrir Dreyra

 

Seinni umferð - sunnudaginn 10. júní:

 

Ungmennaflokkur:

  1. Rúna Björt Ármannsdóttir og Von frá Akranesi fyrir Dreyra
  2. Viktoría Gunnarsdóttir og Mjölnir frá Akranesi fyrir Dreyra
  3. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal 2 fyrir Glað
  4. Rúna Björt Ármannsdóttir og Staka frá Ytra-Hóli fyrir Dreyra

 

Unglingaflokkur:

  1. Arndís Ólafsdóttir og Hvinur frá Magnússkógum fyrir Glað
  2. Anna Sigurborg Elíasdóttir og Albína frá Kópavogi fyrir Dreyra
  3. Unndís Ida Ingvarsdóttir og Örn frá Efra-Núpi fyrir Dreyra
  4. Hjördís Helma Jörgensdóttir og Mía frá Fornusöndum fyrir Dreyra
  5. Agnes Rún Marteinsdóttir og Arnar frá Barkarstöðum fyrir Dreyra
  6. Ester Þóra Viðarsdóttir og Hnokki frá Þjóðólfshaga 1 fyrir Dreyra
  7. Arndís Ólafsdóttir og Álfadís frá Magnússkógum fyrir Glað
  8. Unndís Ida Ingvarsdóttir og Blær frá Sólvöllum fyrir Dreyra
  9. Anna Sigurborg Elíasdóttir og Hera frá Akranesi fyrir Dreyra

 

Barnaflokkur:

  1. Rakel Ásta Daðadóttir og Fönn frá Neðra-Skarði fyrir Dreyra
  2. Þórunn Ólafsdóttir og Dregill frá Magnússkógum fyrir Glað
  3. Sara Mjöll Elíasdóttir og Húmor frá Neðra-Skarði fyrir Dreyra

 

B-flokkur gæðinga:

  1. Eldur frá Borgarnesi og Ólafur Guðmundsson fyrir Dreyra
  2. Aron frá Eyri og Anna Renisch fyrir Dreyra
  3. Arna frá Skipaskaga og Sigurður Sigurðarson fyrir Dreyra
  4. Stofn frá Akranesi og Benedikt Þór Kristjánsson fyrir Dreyra
  5. Arnar frá Skipanesi og Guðbjartur Þór Stefánsson fyrir Dreyra
  6. Ingólfur Gaukur frá Gillastöðum og Sigvaldi Hafþór Ægisson fyrir Glað
  7. Sveðja frá Skipaskaga og Leifur George Gunnarsson fyrir Dreyra

 

A-flokkur gæðinga:

  1. Skrúður frá Eyri og Jakob Svavar Sigurðsson fyrir Dreyra
  2. Kenning frá Skipaskaga og Leifur George Gunnarssonn fyrir Dreyra
  3. Niður frá Miðsitju og Ólafur Guðmundsson fyrir Dreyra
  4. Prins frá Skipanesi og Svandís Lilja Stefánsdóttir fyrir Dreyra
  5. Kvarði frá Skipaskaga og Sigurður Sigurðarson fyrir Dreyra
  6. Meitill frá Skipaskaga og Leifur George Gunnarssonn fyrir Dreyra
  7. Skutla frá Akranesi og Ólafur Guðmundsson fyrir Dreyra
  8. Sesar frá Steinsholti og Jakob Svavar Sigurðsson fyrir Dreyra

Úrtakan - dagskrá

Miðvikudagur 6. júní 2018

Dagskrá úrtökumótsins á Akranesi 9.-10. júní verður þessi:

 

Laugardagur 9. júní - fyrri umferð

Kl. 13:00:

Ungmennaflokkur

Unglingaflokkur

Barnaflokkur

Hlé

Kl. 15:20:

B-flokkur

A-flokkur

Kl. 17:30:

Úrslit í sömu röð

 

Sunnudagur 10. júní - seinni umferð

Kl: 10:00:

Ungmennaflokkur

Unglingaflokkur

Barnaflokkur

Hlé

Kl. 13:00:

B-flokkur

A-flokkur

 

Rásraðir verða birtar hér eftir skamma stund.

Úrtaka fyrir Landsmót á Æðarodda 9. og 10. júní

Fimmtudagur 17. maí 2018

Hestamannafélögin Dreyri og Glaður hafa ákveðið að sameinast um úrtökumót að þessu sinni. Mótið fer fram á Æðarodda (Akranesi) og verður boðið upp á tvær umferðir. Fyrri umferðin fer fram laugardaginn 9. júní og seinni umferðin sunnudaginn 10. júní. Keppendum verður frjálst að taka þátt í annarri eða báðum umferðum en betri árangur gildir hjá þeim sem taka þátt í báðum.

 

Fyrri umferð úrtökunnar verður jafnframt gæðingamót Dreyra þannig að riðin verða úrslit í lok laugardagsins eða um kvöldið. Keppendum Glaðs í yngri flokkum (ungmenna-, unglinga- og barnaflokkum) býðst að taka þátt í úrslitunum. Í seinni umferðinni, á sunnudeginum verður eingöngu forkeppni.

 

Opið verður fyrir skráningar í báðar umferðir frá og með 20. maí til miðnættis að kvöldi 3. júní. Skráningar fara fram í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Skráningagjöld eru 5.000 kr. í A-flokk og B-flokk gæðinga en 3.500 kr. í ungmennaflokk, unglingaflokk og barnaflokk. Athugið að fyrri og seinni umferð eru sett upp eins og sitthvort mótið í SporFeng. Þeir sem skrá sig í báðar umferðir greiða samt bara einfalt skráningagjald. Skráningakerfið mun reyna að innheimta gjald fyrir báðar umferðir en greiðendur þurfa sjálfir að gæta að því að greiða aðeins eitt gjald per skráningu, óháð hvort skráð er í aðra eða báðar umferðir.

 

Aðstoð við skráningar veita:

Svala í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórður í 893 1125 eða thoing@centrum.is.

Æskan og hesturinn - hópferð

Miðvikudagur 25.apríl 2018

Æskan og hesturinn 2018Fræðslu- og æskulýðsnefnd Glaðs ætlar að fara í hópferð á Æskan og hesturinn n.k. sunnudag, 29. apríl. 


Glaður býður í rútuna og frítt er á sýninguna sjálfa en börnin þurfa að koma með matarpening með sér til að kaupa sér snarl yfir sýningunni og fyrir mat á KFC í Mosó en þar verður stoppað á heimleiðinni og til að borða.


Foreldrar eru velkomnir með í ferðina eins lengi og sætafjöldi leyfir í rútunni og foreldri eða staðgengill verður að koma með börnum 8 ára og yngri.


Lagt verður af stað frá Kjörbúðarplaninu í Búðardal kl. 9:30 en sýningin hefst kl.13. Búast má við heimkomu milli kl. 17 og 18.


Skráning fer fram hjá Svölu á messenger eða í síma 861 4466 í síðasta lagi miðvikudaginn 25. apríl.

 

Áhugasamir félagar af Reykhólasvæði geta sett sig í samband við Styrmi Sæmundsson í síma 847 8097 svo hægt sé að finna út úr sameiginlegri ferð þaðan í Búðardal.

Viðurkenningar

Miðvikudagur 25. apríl 2018

Á uppskeruhátíð UDN á síðasta hausti fengu þessi börn hvatningarverðlaun fyrir hestamennsku:

Aron Mímir Einarsson

Eysteinn Fannar Eyþórsson

Katrín Einarsdóttir

 

Eftirfarandi viðurkenningar voru svo veittar á skemmtikvöldi Glaðs fyrir viku.

 

Stigahæstu knapar 2017:

Barnaflokkur: Katrín Einarsdóttir með 32 stig

Unglingaflokkur: Arndís Ólafsdóttir með 36 stig

Ungmennaflokkur: Einar Hólm Friðjónsson með 16 stig

Opinn flokkur: Inga Heiða Halldórsdóttir með 47 stig

 

Knapi ársins 2017: Inga Heiða Halldórsdóttir

 

Stigahæstu knapar ársins 2018:

Barnaflokkur: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Katrín Einarsdóttir með 19 stig hvort

Unglinga- og ungmennaflokkur: Laufey Fríða Þórarinsdóttir með18 stig

Opinn flokkur: Ágústa Rut Haraldsdóttir með 31 stig

 

Liðakeppnin 2018:

Lið Ágústu og Heiðrúnar vann með 147 stig en lið Gaflfells var með 122 stig.

Opið íþróttamót Glaðs

Miðvikudagur 18. apríl 2018

Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 28. apríl og hefst keppni stundvíslega klukkan 10:00. Mótið er opið félögum í hestamannafélögum í LH.

 

Dagskrá:
Knapafundur í reiðhöllinni kl. 09:30
Forkeppni hefst kl. 10:00:
Fjórgangur: 1. flokkur V2, 2. flokkur V2, barnafl. V5, unglingafl. V2 og ungmennafl. V2

Fimmgangur F2: opinn flokkur

Tölt T7: barnaflokkur

Tölt T3: unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2. flokkur og 1. flokkur
Úrslit:
Fjórgangur: 1. flokkur, 2. flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur: opinn flokkur

Pollaflokkur, frjáls aðferð

Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl., 2. flokkur og 1. flokkkur
100 m skeið (flugskeið)

 

Takið eftir:

 

Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Opið er fyrir skráningar til kl. 20:00 fimmtudaginn 26. apríl. Sama gildir um greiðslu skráningagjalda en gjaldið er 1.500 krónur í barna-, unglinga- og ungmennaflokk en 2.500 kr. í fullorðinsflokka. Pollar eru skráðir á mótsstað eða með tölvupósti til Svölu eða Þórðar. Það er ekkert skráningagjald í pollaflokkinn. Aðstoð við skráningar veita:
Svala í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórður í 893 1125 eða thoing@centrum.is

Firmakeppnin verður 5. maí

Miðvikudagur 18. apríl 2018

Hestaeigendafélag Búðardals vill upplýsa að hin árlega firmakeppni félagsins verður að þessu sinni ekki haldin á sumardaginn fyrsta heldur laugardaginn 5. maí næstkomandi. Ítarlegri auglýsing er svo væntanleg frá Hestaeigendafélaginu.

Skemmtikvöld 18. apríl

Laugardagur 14. apríl 2018

Skemmtikvōld Hestamannafélagsins Glaðs verður haldið miðvikudaginn 18. apríl í Rauðakross húsinu við Vesturbraut og hefst kl.19.30.

 

Kokkar kvöldsins töfra fram eðalsúpu af sinni alkunnu snilld.
Einnig verða pylsur og tilheyrandi í boði
Kaffi

 

Skemmtidagskrá og verðlauna afhendingar

Dregið í folatollahappdrættinu

 

Panta þarf í síðasta lagi þriðjudaginn 17. apríl
Verð: 1.500 fyrir 18 ára og eldri, 1.000 fyrir yngri en 18 ára
Allir velkomnir!

 

Við pōntunum taka:
Gyða. s: 6967169

Inga Heiða. ingheida@hotmail.com

Ragnheiður. S: 8492725

 

Mætum hress og kát, kveðjum vetur og fōgnum sumri!

Folatollar fyrir reiðhöllina

Föstudagur 13. apríl

 Folatollar fyrir reiðhöllina

Vetrarleikar - ráslistar

Föstudagur 6. apríl - Leiðrétt laugardag 7. apríl 2018

Fjórgangur V2 - opinn flokkur:

1. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Skellibjalla frá Hofakri

2. holl: Svala Svavarsdóttir og Riddari frá Spágilsstöðum

2. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Gnýr frá Kvistum

 

Fjórgangur V5 - barnaflokkur:

1. holl: Gróa Margrét Viðarsdóttir og Askur frá Spágilsstöðum

1. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum

2. holl: Katrín Einarsdóttir og Þengill frá Spágilsstöðum

2. holl: Þórunn ólafsdóttir og Dregill frá Magnússkógum

 

Fjórgangur V2 - unglinga- og ungmennaflokkur:

1. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Hremmsa frá Arnarholti

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal

2. holl: Arndís Ólafsdóttir og Hvinur frá Magnússkógum

 

Fimmgangur F2 - opnn flokkur:

1. holl: Styrmir Sæmundsson og Kata frá Fremri-Gufudal

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Móða frá Hvítadal 2

2. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Ágústínus frá Sauðafelli

2. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri

3. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Roka frá Hallsstöðum

 

Tölt frjáls aðferð - pollaflokkur:

Skráð á staðnum

 

Tölt T7 - barnaflokkur:

1. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum

1. holl: Katrín Einarsdóttir og Þengill frá Spágilsstöðum

2. holl: Þórunn Ólafsdóttir og Dregill frá Magnússkógum

2. holl: Gróa Margrét Viðarsdóttir og Askur frá Spágilsstöðum

 

Tölt T3 - unglinga-og ungmennaflokkur:

1. holl: Einar Hólm Friðjónsson og Bóndabrúnka frá Íbishóli

2. holl: Arndís Ólafsdóttir og Hvinur frá Magnússkógum

2. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal

 

Tölt T3 - opinn flokkur:

1. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Skellibjalla frá Hofakri

1. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Gnýr frá Kvistum

2. holl: Svala Svavarsdóttir og Riddari frá Spágilsstöðum

2. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Keimur frá Kanastöðum

Stigakeppnin - liðakeppnin

Föstudagur 30. mars 2018 - Leiðrétt 3. apríl 2018

Það hefur því miður dregist að birta eitthvað um stöðuna í stigakeppni þessar vetrar. Nú verður bætt úr því enda ekki seinna vænna því Vetrarleikarnir e. rúma viku eru síðasta mótið í stigakeppninni.

 

Í barnaflokki er Katrín Einarsdóttir efst með 13 stig og næstur er Eysteinn Fannar Eyþórsson með 9 stig. Í unglinga- og ungmennaflokki er þrjú jöfn og efst með 6 stig: Andri Óttarr Skjaldarson, Arndís Ólafsdóttir og Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir. Í opnum flokki er Ágústa Rut Haraldsdóttir efst með 15 stig og næst er Heiðrún Sandra Grettisdóttir með 13 stig. Í næstu sætum þar á eftir eru nokkrir keppendur með mjög jafna stöðu.

 

Liðakeppnin er sömuleiðis spennandi. Lið Heiðrúnar og Ágústu er ofar með 88 stig en lið Gaflfells er með 80 stig. Hér má sjá yfirlit yfir stöðuna, birt með fyrirvara um hugsanlegar villur sem verða leiðréttar ef í ljós koma.

Vetrarleikar 7. apríl

Föstudagur 30. mars 2018

Vetrarleikarnir fara fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 7. apríl og hefst  mótið stundvíslega klukkan 12:00.

 

Dagskrá:

Forkeppni

Fjórgangur: opinn flokkur V2, barnafl. V5 og unglinga- og ungmennafl. V2
Fimmgangur F2: opinn flokkur
Tölt: pollafl. frjáls aðferð, barnaflokkur T7, unglinga- og ungmennafl. T3 og opinn fl. T3

Úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur, barnafl., unglinga- og ungmennafl.
Fimmgangur: opinn flokkur
Tölt: barnaflokkur, unglinga- og ungmennaflokkur og opinn flokkur

 

Takið eftir að í barnaflokki verður keppt í V5 (frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk) og í T7 (hægt tölt og tölt á frjálsri ferð).

 

Skráningar:
Eins og áður skrá keppendur sig með Skráningakerfi SportFengs. Þurfi einhver aðstoð við skráningar er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is

 

Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 5. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Í pollaflokkinn er skráð á staðnum og þar eru engin skráningagjöld.

Aðalfundur 8. apríl

Þriðjudagur 27. mars 2018

Aðalfundur Hestamannafélagsins Glaðs verður haldinn í Dalabúð í Búðardal sunnudaginn 8. apríl næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 17:00. Í lok fundar verður fundarmönnum boðið upp á súpu.

 

Dagskrá skv. lögum félagsins:

  1. Kosning starfsmanna fundarins
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu ári
  3. Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  5. Reikningar bornir undir atkvæði
  6. Kosningar skv. 6. grein laga félagsins:
    • formaður og varaformaður til 3 ára
    • skoðunarmaður reikninga (annar tveggja) til 2 ára
    • fulltrúar á sambandsþing UDN
  7. Kosning nefnda skv. tillögu stjórnar eða aðalfundar
  8. Ákvörðun árgjalds
  9. Önnur mál

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta vel.

Niðurstöður komnar

Laugardagur 24. mars 2018

Nú eru komnar inn á mótasíðuna okkar niðurstöður úr töltinu og frjálsum æfingum frá því í dag og sömuleiðis úr þríganginum frá því fyrir nokkrum vikum. Staðan í liðakeppninni verður vonandi birt á morgun.

Rásraðir á morgun

Föstudagur 23. mars 2018 - Uppfært laugardag 24. mars 2018

Athugið að eins og á síðasta móti var ákveðið að í forkeppni í kvenna- og karlaflokkum koma holl til skiptis úr kvenna- og karlaflokki sbr. rásröðina hér neðar.

 

Frjálsar æfingar:

  1. Styrmir Sæmundsson og Selja frá Fremri-Gufudal
  2. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Skellibjalla frá Hofakri
  3. Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni
  4. Ágústa Rut Haraldsdóttir og Gnýr frá Kvistum
  5. Inga Heiða Halldórsdóttir og Bubbi frá Breiðabólsstað
  6. Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal
  7. Björk Guðbjörnsdóttir og Dregill frá Magnússkógum
  8. Styrmir Sæmundsson og Kata frá Fremri-Gufudal
  9. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri

 

Pollaflokkur:

Skráning á staðnum

 

Tölt - barnaflokkur:

1. holl: Gróa Margrét Viðarsdóttir og Askur frá Spágilsstöðum

1. holl: Katrín Einarsdóttir og Seðill frá Spágilsstöðum

2. holl: Þórunn Ólafsdóttir og Dregill frá Magnússkógum

2. holl: Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum

3. holl: Alexander Örn Skjaldarson og Rekkur frá Búðardal

3. holl: Daníel Freyr Skjaldarson og Höska frá Höskuldsstöðum

 

Tölt - unglinga- og ungmennaflokkur:

1. holl: Arndís Ólafsdóttir og Hvinur frá Magnússkógum

1. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Stefán frá Hvítadal

2. holl: Andri Óttarr Skjaldarson og Rafn frá Búðardal

2. holl: Laufey Fríða Þórarinsdóttir og Móða frá Hvítadal

 

Tölt - kvenna- og karlaflokkar:

1. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Keimur frá Kanastöðum

1. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Seifur frá Miklagarði

2. holl: Eyþór Jón Gíslason og Sjóður frá Spágilsstöðum

2. holl: Harald Óskar Haraldsson og Aska frá Geirmundarstöðum

3. holl: Svala Svavarsdóttir og Riddari frá Spágilsstöðum

3. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Kakali frá Breiðabólsstað

4. holl: Skjöldur Orri Skjaldarson og Fjöl frá Búðardal

4. holl: Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni

5. holl: Inga Heiða Halldórsdóttir og Bubbi frá Breiðabólsstað

6. holl: Gilbert Hrappur Elísson og Hlekkur frá Hrappsstöðum

7. holl: Margrét Guðbjartsdóttir og Þór frá Miklagarði

7. holl: Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Skellibjalla frá Hofakri

8. holl: Eyþór Jón Gíslason og Dagskrá frá Hrappsstöðum

8. holl: Harald Óskar Haraldsson og Börkur frá Svarfhóli

9. holl: Ágústa Rut Haraldsdóttir og Ágústínus frá Sauðafelli

9. holl: Monika Backman og Skyggnir frá Svarfhóli

Tölt og frálsar æfingar 24. mars

Föstudagur 16. mars

Á næsta móti í Nesoddahöllinni verður keppt í frjálsum æfingum og tölti. Mótið verður laugardaginn 24. mars og hefst kl. 14:00.

 

Frjálsar æfingar:
Einn í einu í braut. Keppandi sýnir að lágmarki 2 gangtegundir og hraðabreytingar á annarri auk tveggja fimiæfinga, annars ræður keppandi sínu prógrammi sem standa skal í að hámarki 3,5 mínútur.

 

Tölt:
Keppt verður í T7 í öllum flokkum og það á að ríða þannig; einn hringur hægt tölt, snúið við, svo tveir hringir fegurðartölt. Tveir eru inná í einu og öllum er stjórnað af þul. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki auk yngri flokka, háð þátttöku eins og vant er. Minnum á að unglinga- og ungmennaflokkur er sameinaður. Töltkeppnin hefst að lokinni keppni í frjálsum æfingum.

 

Dagskrá (með fyrirvara um þátttöku):

  1. Frjálsar æfingar - forkeppni opinn flokkur
  2. Frjálsar æfingar opinn flokkur úrslit og verðlaunaafhending
  3. Hlé í 15 mínútur
  4. Pollar, skráning á staðnum, klárað alveg
  5. Tölt- barnaflokkur – forkeppni
  6. Tölt- unglinga- og ungmennaflokkur- forkeppni
  7. Tölt- barnaflokkur úrslit og verðlaunaafhending
  8. Tölt- unglinga- og ungmennaflokkur úrslit og verðlaunaafhending
  9. Hlé í 15 mínútur
  10. Tölt- kvennaflokkur- forkeppni
  11. Tölt- karlaflokkur- forkeppni
  12. Tölt- kvennaflokkur- úrslit og verðlaunaafhending
  13. Tölt- karlaflokkur- úrslit og verðlaunaafhending

 

Skráningar:

Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Til að skrá sig í frjálsar æfingar er valin keppnisgreinin FimikeppniA og Opinn flokkur. Í Tölt skrá karlar sig í 2. flokk, konur í 1. flokk og unglingar í ungmennaflokk. Þarfnist einhver aðstoðar vegna skráninga má hafa samband við Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is eða Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.

 

Skráningargjald er 1.000 krónur og skráningarfrestur er til miðnættis á fimmtudagskvöldi 22. mars. Pollar eru skráðir á mótsstað og greiða ekki skráningargjald.

Skemmtikvöldið færist til 18. apríl

Mánudagur 5. mars 2018

Nú hefur verið ákveðið að færa skemmtikvöldið (sem átti að vera 9. mars) til miðvikudagsins 18. apríl, það verður sem sagt haldið kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta. Nánar síðar.

Rásraðir í þríganginum

Föstudagur 23. febrúar 2018

Athugið að í barnaflokki verða tveir í baut samtímis. Athugið einnig að í forkeppninni verður keppendum úr kvenna- og karlaflokkum blandað þannig að það koma ýmist keppendur úr kvenna- eða úr karlaflokki skv. rásröðinni hér neðar.

 

Pollaflokkur:

Skráning á staðnum

 

Barnaflokkur:

1. holl Katrín Einarsdóttir og Sjóður frá Spágilsstöðum

1. holl Gróa Margrét Viðarsdóttir og Askur frá Spágilsstöðum

2. holl Alexander Örn Skjaldarson og Rekkur frá Búðardal

2. holl Daníel Skjaldarson og Höska frá Höskuldsstöðum

3. holl Eysteinn Fannar Eyþórsson og Sómi frá Spágilsstöðum

3. holl Katrín Einarsdóttir og Stormur frá Stóra-Múla

 

Unglinga- og ungmennaflokkur:

  1. Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri-Reykjum
  2. Andri Óttarr Skjaldarson og Rafn frá Hamraendum
  3. Birta Magnúsdóttir og Kakali frá Breiðabólsstað

 

Kvenna- og karlaflokkar:

  1. Monika Backman og Kvika frá Svarfhóli
  2. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Skellibjalla frá Hofakri
  3. Harald Ó Haraldsson og Aska frá Geirmundarstöðum
  4. Svala Svavarsdóttir og Riddari frá Spágilsstöðum
  5. Inga Heiða Halldórsdóttir og Freyfaxi frá Breiðabólsstað
  6. Eyþór Jón Gíslason og Þengill frá Spágilsstöðum
  7. Ágústa Rut Haraldsdóttir og Ágústínus frá Sauðafelli
  8. Carolin Baare-Schmidt og Fjöl frá Búðardal
  9. Valberg Sigfússon og Rán frá Stóra-Vatnshorni
  10. Monika Backman og Skyggnir frá Svarfhóli
  11. Heiðrún Sandra Grettisdóttir og Ögn frá Hofakri
  12. Gilbert Hrappur Elísson og Hlekkur frá Hrappsstöðum
  13. Svala Svavarsdóttir og Seðill frá Spágilsstöðum
  14. Inga Heiða Halldórsdóttir og Bubbi frá Breiðabólsstað
  15. Skjöldur Orri Skjaldarson og Snillingur frá Búðardal
  16. Ágústa Rut Haraldsdóttir og Gnýr frá Kvistum
  17. Harald Ó Haraldsson og Börkur frá Svarfhóli
  18. Eyþór Jón Gíslason og Sörli frá Goddastöðum

Þrígangur færður til kl. 17

Miðvikudagur 21. febrúar 2018

Vegna jarðarfarar hefur verið ákveðið að keppni í þrígangi á laugardaginn hefjist kl. 17 (en ekki 14 eins og áður var auglýst) og hefur auglýsingin hér neðar verið uppfærð að þessu leiti og sömuleiðis varðandi breytingu sem gerð var á flokkaskiptingu (unglingafl. og ungmennafl. sameinaðir).

Flokkaskipting og meira um liða- og stigakeppnina

Miðvikudagur 21. febrúar 2018

Í fyrri auglýsingu gleymdist að tilkynna að mótanefnd ákvað að unglinga- og ungmennaflokkur verði sameinaðir í einn flokk á innanhúsmótunum og vetrarleikunum í ár. Í skráningakerfinu heitir það Ungmennaflokkur þannig að unglingar jafnt sem ungmenni skrá sig í ungmennaflokk.

Einnig hafði verið ákveðið að stigakeppnin (og liðakeppnin) í ár taki til þessara sömu móta, þ.e. innanfélagsmótanna okkar en ekki til opna íþróttamótsins.

Smalanum aflýst

Sunnudagur 18. febrúar 2018

Keppni í Smala sem átti að fara fram í dag er aflýst vegna dræmrar þátttöku.

Skemmtikvöld 9. mars

Föstudagur 16. febrúar 2018

Það verður skemmtikvöld á vegum Glaðs föstudagskvöldið 9. mars í Rauðakrosshúsinu í Búðardal. Þetta verður nánar auglýst þegar nær dregur en takið kvöldið strax frá!

Liða- og stigakeppnin í ár

Föstudagur 16. febrúar 2018

Liðakeppnin í ár er með því sniði að valdir hafa verið tveir liðstjórar sem aðrir keppendur skipa sér svo í lið hjá. Eyþór Gíslason er liðstjóri annars liðsins og þær Ágústa Rut Haraldsdóttir og Heiðrún Sandra Grettisdóttir eru saman liðstjóri hins liðsins.
Ekki er leyfilegt að færa sig úr einu liði í annað á keppnistímabilinu.
Þrír efstu í hvoru liði telja til stiga í hverri keppni. Úrslit gilda til stiga.
Stigakeppni einstaklinga verður með sama sniði og áður.

Þrígangur 24. febrúar

Föstudagur 16. febrúar2018 - Uppfært miðvikudaginn 21. febrúar 2018

Keppt verður í þrígangi í Nesoddahöllinni laugardaginn 24. febrúar og hefst keppnin kl. 17:00.

 

Dagskrá (með fyrirvara um þátttöku):

  1. Pollar (klárað alveg)
  2. Þrígangur - barnaflokkur - forkeppni
  3. Þrígangur - unglinga- og ungmennaflokkur - forkeppni
  4. Þrígangur - barnaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
  5. Þrígangur - unglinga- og ungmennarflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
  6. Hlé í 15 mínútur
  7. Þrígangur - kvennaflokkur - forkeppni
  8. Þrígangur - karlaflokkur - forkeppni
  9. Þrígangur - kvennaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending
  10. Þrígangur - karlaflokkur - úrslit og verðlaunaafhending

 

Fyrirkomulag:

Það er einn í braut í einu.

 

Börn ríða 2½-3 hringi og sýna þrjú af þessum fjórum atriðum: 1 hring á tölti á frjálsum hraða, 1 hring á brokki, ½ hring á feti og 1 hring á stökki. Í úrslitum sýna þau fet, brokk og tölt.

 

Unglingar, ungmenni og fullorðnir ríða 3½ hring: ½ á feti, 1 á tölti á frjálsum hraða, 1 á brokki og 1 á stökki. Lægsta einkunnin dettur út þannig að aðaleinkunn reiknast sem meðaltal þriggja bestu gangtegundanna. Úrslitin verða eins.

 

Skráningar:

Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega en keppnisgreinin heitir þar reyndar Fjórgangur V6. Karlar skrá sig í 2. flokk og konur í 1. flokk. Þarfnist einhver aðstoðar vegna skráninga er má hafa samband við Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is eða Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.

 

Skráningargjald er 1.000 krónur og skráningarfrestur er til miðnættis á fimmtudagskvöldi 22. febrúar. Pollar eru skráðir á mótsstað og greiða ekki skráningargjald.

Smalinn enn og aftur

Miðvikudagur 7. febrúar 2018

Nú hefur verið ákveðið að keppni í Smala fari fram sunnudaginn 18. febrúar og keppni hefst kl. 18:00.

 

Skráningafrestur er þá framlengdur til kl. 20:00 laugardagskvöldið 17. febrúar. Sjá annars auglýsingu hér neðar á síðunni.

Smalinn

Sunnudagur 4. febrúar 2018

Fimmtudaginn 8. febrúar verður haldinn aðalfundur í Hrossaræktarsambandi Dalamanna og því verður ekki keppt í smala það kvöld. Ný dagsetning verður auglýst fljótlega.

Smalanum frestað

Föstudagur 2. febrúar 2018

Vegna veðurs og færðar hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta keppni í Smala og skemmtitölti ser átti að fara fram í kvöld þar til fimmtudaginn 8. febrúar.

Reiðnámskeið

Mánudag 29. janúar 2018

Linda Rún Pétursdóttir, reiðkennari verður með námskeið 10. - 11. febrúar og 3. - 4. mars í reiðhöllinni. Hver tími er 40 mínútur en einkatími 30 mínútur.

 

Hóptímar- hvert barn 1.500 kr. tíminn
Hóptímar- hver fullorðinn 2.600 kr. tíminn
Hóptímar utanfélagsmenn - börn og fullorðnir 3.600 kr. tíminn
Einkatímar- 4.000 kr. tíminn
Einkatímar utanfélagsmenn - 5.000 kr. tíminn

 

Þeir sem ætla að vera með hafi samband fyrir fimmtudaginn 1. febrúar við Eddu (849 5983) eða Svanborgu (895 1437). Einnig er hægt að hafa samband við þær á facebook.

Félagsfundur sunnudaginn 4. febrúar

Laugardagur 27. janúar 2018

Boðað er til almenns félagsfundar í Hestamannafélaginu Glað sunnudaginn 4. febrúar næstkomandi í Rauða kross húsinu í Búðardal. Fundurinn hefst kl. 21:00.

 

Fundarefni:

Málefni Nesodda hf. með vísun í samþykkt á aðalfundi félagsins 3. apríl 2017. Aðgerðaáætlun stjórnar Nesodda verður lögð fram, rædd og borin undir atkvæði.

Smalinn og skemmtitöltið 2. febrúar

Laugardagur 27. janúar 2018

Keppt verður í Smala í Nesoddahöllinni föstudaginn 2. febrúar og hefst keppnin kl. 20:00. Brautin verður tilbúin kl. 17 á mótsdag svo að keppendur geta prófað hana fyrir sjálfa keppnina.
Keppt verður í þessum flokkum háð þátttöku:

 

Svala (861 4466, budardalur@simnet.is) og Þórður (893 1125, thoing@centrum.is) taka við skráningum í Smalann til kl. 12 á keppnisdegi. Skráningargjald er kr. 1.000 í alla flokka nema pollaflokk, þar er ekkert gjald tekið.


Að Smalanum loknum fer fram keppni í Skemmtitölti en í það er hægt að skrá á staðnum. Það er eingöngu ætlað fullorðnum keppendum.


Mætum nú vel í höllina okkar og skemmtum okkur saman yfir léttri keppni!

Meistaradeildin í Dalakoti

Miðvikudagur 24. janúar 2018

Meistaradeildin verður sýnd í Dalakoti í vetur ef við mætum. Deildin hefst í næstu viku á fjórgangi en þetta er dagskráin í vetur:.

1. febrúar, fimmtudagur 18:30: Fjórgangur V1

15. febrúar, fimmtudagur 19:00: Slaktaumatölt T2

1. mars, fimmtudagur 19:00: Fimmgangur F1

15. mars, fimmtudagur 19:00: Gæðingafimi

31. mars, laugardagur 13:00: Gæðingaskeið og 150 m skeið

6. apríl, föstudagur 19:00: Tölt T1

 

Það verður gaman að hittast og horfa á flotta keppni saman!

Krakka- og unglingahittingur

Miðvikudagur 24. janúar 2018

Miðvikudaginn 31. janúar ætlar Fræðslu- og æskulýðsnefndin að bjóða krökkunum "okkar" og unglingum að hittast í Rauða kross húsinu. Það verður eitthvað gott að borða og það verður horft á DVD. Að öðru leiti verður enggin sérstök dagskrá heldur stendur bara til að hrista hópinn saman fyrir veturinn. Nákvæm tímasetning kemur síðar. Sjá facebook síðu nefndarinnar.

Hestanudd og heilsa

Miðvikudagur 24. janúar 2018

Eftirfarandi auglýsing er frá Auði Sigurðardóttur, löggiltum hestanuddara. Inga Heiða er tilbúin til að halda utan um það hvort félagar hafi áhuga á að fá Auði til að koma vestur í Dali og skoða og meðhöndla hesta. Þeir sem hafa áhuga ættu því að hafa samband við Ingu Heiðu í síma 864 2172 eða með netfanginu budardalur@lyfja.is. Fyrst verður kannað hvort áhugi er fyrir hendi og svo verður fundinn dagur ef næg þátttaka næst.

 

Gleðilegt nýtt ár gott fólk! :)

Nú er ég loksins flutt aftur heim til Íslands með meiri reynslu og þekkingu í farteskinu og er farin að skrá niður tímapantanir í hestanudd/meðferð:)
Hef  hug á að þjónusta líka út fyrir höfuðborgarsvæðið svo endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að bóka tíma á næstu mánuðum og vikum hvar sem þið eruð staðsett á landinu.

Þjónustan sem ég býð upp á felst í nákvæmri skoðun á hestinum, líkamsástandi og hreyfingum, fer yfir hreyfingarmynstur og athuga stífni og/eða stirðleika í vöðvum og liðum. Auk þess tek ég niður nákvæma sjúkra- og/eða heilsusögu hestsins. Eftir það er heilkroppsnudd, teyjgur og/eða aðrar meðferðaraðferðir með tilliti til niðurstöðu skoðunar og sögu. Fyrsti tíminn tekur oft rúmlega 90 mínútur. Ég vinn með ýmsa tækni s.s. almennt nudd/sjúkranudd, bindivefsnudd, stresspunkta tækni (Trigger point), hreyfitækni á liði (mobilizering of joints), teygjur, acupressure, sjúkraþjálfun og endurhæfingu og annað sem við á.

Ég býð alltaf upp á ráðgjöf og leiðbeini um ýmsar æfingar sem geta hjálpað hverjum og einum að ná því markmiði sem stefnt er að.

Að lokum fá allir nákvæma skýrslu um hvern hest sem oft gott er að hafa við hendina sem yfirlit eða ef þörf er á frekari meðferð.

*Athugið að þjónustan sem ég veiti kemur í engan veginn í stað þjónustu dýralæknis og hestanuddarar/sjúkraþjálfarar hafa ekki leyfi til að gefa út sjúkdómagreiningu en geta hins vegar ráðlagt að haft sé samband við dýralækni þegar það á við og vinna gjarnan í samvinnu við aðra sérfræðinga.

Verðlistinn:
90 + mín = 7.000 kr. + vsk (8.680 kr.  m. vsk)
Eftirmeðferð = 6.000 kr.  + vsk  (7.440 kr. m.vsk.)
*Einhver aukakostnaður gæti bæst við ef þörf er á að ferðast langt.

Endilega hafið samband með því að senda mér email - hringja eða í gegnum facebook síðuna mína "Hestanudd og heilsa" (þætti afar vænt um ef þið gætuð "líkað og deilt" :)

Hlakka mikið til að byrja nýtt ár og hitta ykkur og hestana ykkar! :)
Með kærri kveðju
Auður
s: 8885052
Facebook: https://www.facebook.com/hestanuddogheilsa/

Helgarnámskeið í Skáney 19. - 21. janúar

Miðvikudagur 10. janúar 2018

Randi Holaker og Haukur Bjarnason í Skáney bjóða upp á helgarnámskeið fyrir börn og unglinga frá 8 ára aldri.


Innifalið: 4 reiðtímar, hestar, reiðtygi, gisting í 2 nætur og matur.

 

Mæting er seinni part föstudag og þá er einn reiðtími, matur og skemmtikvöld (spil, DVD).
Laugardagur: tveir reiðtímar, morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og skemmtikvöld.
Sunnudagur: einn reiðtími, morgunmatur og hádegismatur. Brottför um kl. 14:00.

 

Verð 26.000 á mann. Fjöldi 10-14 krakkar á helgi. Krakkarnir verða að vera sjálfbjarga, þ.e. séð um að tannbursta sig, vön að sofa að heiman og almennt getað bjargað sér sjálf. Námskeiðið er hins vegar jafnt fyrir byrjendur í hestamennsku sem lengra komna.


Nánari upplýsingar hjá Eddu (8495983) eða Svanborgu (8951437).

 

Eldri fréttir

Fréttir frá 2017

Fréttir frá 2016

Fréttir frá 2015

Fréttir frá 2014

Fréttir frá 2013

Fréttir frá 2012

Fréttir frá 2011

Fréttir frá 2010

Fréttir frá 2009

Fréttir frá 2008

Fréttir frá 2007

Fréttir frá 2006

Fréttir frá 2005


Fara efst á síðu

Hestamannafélagið Glaður, Stóra-Vatnshorni, 371 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri