Reiðleiðir: 2 Kambsnes og Lækjarskógsfjörur

 

 Lei­ 2: Kambsnes og LŠkjarskˇgsfj÷rur

Frá Hesthúsahverfi í Búðardal er farinn reiðvegur niður með Laxá og niður í fjöru, vegurinn liggur undir nýja akbrú yfir Laxá. Fjaran er riðin úti fyrir Laxárósi yfir í Kambsnes. Riðið er yfir Kambsnes og niður í fjöru sunnan megin. Þaðan er riðin fjaran í "hæl" Hvammsfjarðar, þ.e. Lækjarskógsfjörur, að Vestliðaeyri og síðan áfram í Gunnarsstaðaey. Þetta eru um 20 km.

 

Leiðin um Lækjarskógsfjörur er háð sjávarföllum, hún er aðeins fær á fjöru. Leiðin yfir Kambsnes er lokuð frá miðjum maí og til loka júní mánaðar en þá er lambfé þar. Einnig er óæskilegt að fara þetta í vorleysingum. Í vafatilfellum skal haft samband við bóndann á Hrútsstöðum í síma 434 1175. Ætlast er til að götum sé fylgt þótt annað sé fært.

 

Ef ekki er fjara og þegar Kambsnesið er lokað er hægt að ríða bakkana. Þá þarf fyrst að fylgja reiðleið 1 úr Búðardal rétt suður fyrir Þorbergsstaði, þar farið niður í Lækjarskógsland og svo farnar moldargötur og slóðir að Haukadalsá, Miðá og svo áfram að Hörðudalsá. Þessi leið er hér kölluð 2a.

 

Tekið skal fram að leiðin yfir Kambsnes er ekki á aðalskipulagi Dalabyggðar eins og aðrar aðalleiðir á þessum reiðleiðavef, hún hlaut ekki samþykki sveitarstjórnar inn í aðalskipulagið. Leiðin er hestamönnum þó afar mikilvæg og þeir líta á hana sem þjóðleið.

 

GPS yfir hluta leiðarinnar: Búðardalur - Blönduhlíð

GPS yfir hluta leiðarinnar: Bíldhóll - Hamraendar

GPS ferill yfir varaleiðina: Leið 2a

 

Bláar leiðir eru aðalleiðir, rauðar leiðir aukaleiðir og grænar þar sem ríða þarf á akvegi. Heil lína er teiknuð nákvæmlega, yfirleitt eftir GPS ferli en rofin lína er ekki nákvæm. Kort birt með leyfi frá Garmin á Ísklandi, Samsýn og Landmælingum Íslands.

 

Við hvetjum hestamenn til að skipuleggja ferðir sínar í samráði við landeigendur og bendum á lög og reglur þar að lútandi, sjá nánar hér.

 

1.
Búðardalur - Nesoddi
29.
Hálsagötur
2.
Kambsnes og Lækjarskógsfjörurr
30.
Ljárskógar - Brunngilsdalur
3.
Langavatnsdalur
31.
Ljárskógar - Hróðnýjarstaðir
4.
Langavatnsdalur - Hítarvatn um Mjóadal
32.
Búðardalur - Svarfhóll
5.
Hítardalsleið (yfir Svínbjúg)
33.
Sölvamannagötur
6.
Fossavegur
34.
Hólmavatnsheiði
7.
Flatnavegur
35.
Svarfhóll - Smyrlhóll
8.
Heydalsvegur
36.
Um Hvammssveit, Fellsströnd og Klofning
9.
Rauðamelsheiði
37.
Sælingsdalsheiði
10.
Sátuhryggjarvegur
38.
Skerðingsstaðir - Skeggöxl
11.
Gamli Skógarstrandarvegurinn
39.
Hvammur - Skeggöxl
12.
Hreppstjóravegur
40.
Hofakur - Skeggöxl
13.
Litli-Langidalur - Skógarstrandarvegur
41.
Fellstrandarvegur - Skeggöxl
16.
Reykjadalur - Norðurárdalur um Sanddal
42.
Sælingsdalur - Skeggöxl - Búðardalur
17.
Brattabrekka, gamla leiðin
43.
Skarðið
18.
Haukadalur - Reykjadalur eða Sanddalur
44.
Villingadalur - Galtardalur
19.
Haukadalsskarð
45.
Hallsstaðir - Skeggöxl
20.
Haukadalur - Fornihvammur
46.
Stóra-Tunga - Hallsstaðir um Galtardal
21.
Prestagötur
47.
Svínaskógur - Staðarfell
22.
Litla-Vatnshorn - Kirkjuskógur
48.
Með Flekkudalsá
23.
Saurstaðaháls
49.
Dagverðarnes
24.
Haukadalur - Sanddalur
51.
Hvolsdalur - Brunngilsdalur
27.
Með Miðá
52.
Snartartunguheiði
28.
Búðardalur - Ljárskógar
53.
Krossárdalur

 

 

Hestamannafélagið Glaður, Sunnubraut 7, 370 Búðardal. Tölvupóstur: Formaður | Vefstjóri