Hugsum leiðina frá Nesodda í Miðdölum og förum suður fyrir Fellsenda, þetta er hægt að ríða á eyrum Miðár. Svo er haldið inn allan Reykjadal og áfram en þar sem fellið Tröllakirkja er á vinstri hönd skiptast leiðir.
a. Annars vegar má nú fara í austur yfir í Heygil, niður með Heygilsá þar til hún mætir Sanddalsá, þá niður Sanddal að Sanddalstungu og áfram niður í Norðurárdal. Þessi leið er betri ferðaleið en Mjóadalsleiðin og mikið meira farin. Þegar leiðin er farin úr Norðurárdal vestur í Dali er auðvelt að gera þau mistök að fara framhjá Heygilinu og halda áfram inn Sanddal og inn í Bekradal. Best er að halda sig vinstra megin við Sanddalsá og beygja til vinstri þegar komið er að ármótunum.
b. Hins vegar má fara suður Mjóadal niður í Sanddalstungu og svo í Norðurárdal, þetta er síðri leið og minna farin.
|
|
GPS ferill: 16a Reykjadalur - Sanddalur. (Hamraendar - Fellsendarétt - Sanddalstunga - Háreksstaðir)
Bláar leiðir eru aðalleiðir, rauðar leiðir aukaleiðir og grænar þar sem ríða þarf á akvegi. Heil lína er teiknuð nákvæmlega, yfirleitt eftir GPS ferli en rofin lína er ekki nákvæm. Kort birt með leyfi frá Garmin á Ísklandi, Samsýn og Landmælingum Íslands.
|
|
Við hvetjum hestamenn til að skipuleggja ferðir sínar í samráði við landeigendur og bendum á lög og reglur þar að lútandi, sjá nánar hér. |