![]() |
Af Fellsstrandarvegi eða úr botni Hvammsfjarðar (leið 36) er farið upp með Sælingsdalsá, fram Sælingsdal, framhjá sammefndum bæ og þaðan upp nokkuð bratta hlíð og er þá komið á Sælingsdalsheiði. Þar uppi er komið á línuveg sem fylgt er yfir og niður og annaðhvort farið niður Hvammsdal að Kjarlaksvöllum og Miklabæ eða niður Belgsdal að Múlabæjunum.
GPS ferill: Leið 37a. GPS ferill: Leið 37b.
Bláar leiðir eru aðalleiðir, rauðar leiðir aukaleiðir og grænar þar sem ríða þarf á akvegi. Heil lína er teiknuð nákvæmlega, yfirleitt eftir GPS ferli en rofin lína er ekki nákvæm. Kort birt með leyfi frá Garmin á Ísklandi, Samsýn og Landmælingum Íslands.
Við hvetjum hestamenn til að skipuleggja ferðir sínar í samráði við landeigendur og bendum á lög og reglur þar að lútandi, sjá nánar hér.
|