![]() |
Talað er um að fara suður Fossa þegar þessi leið er farin. Frá leið 2 er farið upp hjá Dunki í Hörðudal, upp með Dunká en svo sveigt í vestur hjá Helguhól. Riðið er inn Stangárdal, yfir Baltarhrygg og niður Fossabrekkur að Hafursstöðum við Hlíðarvatn. Hafursstaðir eru eyðibýli, nokkru framar en Hallkelsstaðahlíð. Frá Hallkelsstaðahlíð má svo halda áfram norðan við Hlíðarvatn (þá farið akveginn) eða sunnan við það sem mun vera gamla leiðin.
GPS feril vantar fyrir þessa leið. Ef þú átt feril, hafðu þá endilega samband við vefstjóra.
Bláar leiðir eru aðalleiðir, rauðar leiðir aukaleiðir og grænar þar sem ríða þarf á akvegi. Heil lína er teiknuð nákvæmlega, yfirleitt eftir GPS ferli en rofin lína er ekki nákvæm. Kort birt með leyfi frá Garmin á Ísklandi, Samsýn og Landmælingum Íslands.
|
Við hvetjum hestamenn til að skipuleggja ferðir sínar í samráði við landeigendur og bendum á lög og reglur þar að lútandi, sjá nánar hér. |