|
|
Þetta er gamla leiðin um Skógarströnd úr Dunksfjöru (í framhaldi af leið 2) í Gunnarsstaðaey, að Emmubergi, Bíldhóli og Setbergi, inn í Álftafjörð, yfir hann á fjöru og svo áfram í Helgafellssveitina. Úr Gunnarsstaðaey inn í Álftafjörð eru um 27 km. Þessi leið er gömul þjóðleið eins og hún er teiknuð hér en þrátt fyrir það var austasti hluti leiðarinnar ekki samþykktur inn í aðalskipulag Dalabyggðar. Í aðalskipulaginu er ekki kaflinn sem liggur frá akveginum rétt austan við Emmuberg og niður í fjöru. Þetta er í landi Hólmláturs. Samkvæmt aðalskipulaginu skal þess í stað ríða með akveginum að Gunnarsstöðum og þar fara niður í Gunnarsstaðaey þar sem komið er á leið 2.
|
|
GPS ferill yfir hluta leiðarinnar: Litli-Langidalur - Hamraendar
Bláar leiðir eru aðalleiðir, rauðar leiðir aukaleiðir og grænar þar sem ríða þarf á akvegi. Heil lína er teiknuð nákvæmlega, yfirleitt eftir GPS ferli en rofin lína er ekki nákvæm. Kort birt með leyfi frá Garmin á Ísklandi, Samsýn og Landmælingum Íslands.
|
|
Við hvetjum hestamenn til að skipuleggja ferðir sínar í samráði við landeigendur og bendum á lög og reglur þar að lútandi, sjá nánar hér. |