Úr Hvolsdal er farið inn Brekkudal og komið niður á leið 30 í Brunngilsdal í Bitrufirði. Nokkuð bratt er upp úr Brekkudal og þarf að teyma þar upp.
GPS ferill fyrir stóran hluta leiðarinnar: Leið 51. Hér var farið frá Hvítadal, inn Brekkudal og upp úr honum. Þegar upp var komið var hins vegar ekki farið norður í Bitru heldur niður Kaldadal og í leitarkofa Laxdælinga við Hvanneyrar, svo áfram leið 30 niður að Ljárskógum. Kaldidalurinn er grýttur og seinfarinn. |
|
Bláar leiðir eru aðalleiðir, rauðar leiðir aukaleiðir og grænar þar sem ríða þarf á akvegi. Heil lína er teiknuð nákvæmlega, yfirleitt eftir GPS ferli en rofin lína er ekki nákvæm. Kort birt með leyfi frá Garmin á Ísklandi, Samsýn og Landmælingum Íslands.
|
|
Við hvetjum hestamenn til að skipuleggja ferðir sínar í samráði við landeigendur og bendum á lög og reglur þar að lútandi, sjá nánar hér. |