Ferðin hefst í Kirkjufellsrétt í Haukadal og annað hvort er farið upp í Krossbrún eða fram Villingadal.
a. Nokkuð bratt er upp í Krossbrún og best að teyma þar hesta. Þegar upp er komið er brúninni fylgt Villingadalsmegin og svo farið niður Bekradal
b. Farið fram næstum allan Villingadal og upp úr honum austan við Sauðfellingamúla. Leiðirnar sameinast svo austan við Sauðfellingamúla þar sem farið er niður í Bekradal og svo komið á leið 16 þar sem fara má hvort heldur sem er vestur Reykjadal eða suður Sanddal.
GPS feril vantar fyrir þessar leiðir. Ef þú átt feril, hafðu þá endilega samband við vefstjóra.
Bláar leiðir eru aðalleiðir, rauðar leiðir aukaleiðir og grænar þar sem ríða þarf á akvegi. Heil lína er teiknuð nákvæmlega, yfirleitt eftir GPS ferli en rofin lína er ekki nákvæm. Kort birt með leyfi frá Garmin á Ísklandi, Samsýn og Landmælingum Íslands.
Við hvetjum hestamenn til að skipuleggja ferðir sínar í samráði við landeigendur og bendum á lög og reglur þar að lútandi, sjá nánar hér. |